Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! MunLÓ áð koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 26*. JÉLÍ 1947 135. blað Sögueyjan . . . (Framhald af 3. síðuj Innrásir Rússa. Nokkrum sinnum eftir að Gotland sameinaðist Svíþjóð aftur, hafa Gotlendingar verið minntir á, að þeir eru samt ekki óhultir. Rússneskir herflokkar gengu þar á land 1715, 1717 og 1720 og gerðu þar nokkurn usla. Seinast 1808 komu Rússar þang- að og hershöfðingi þeirra birti þann boðskap, að Gotland væri lagt undir Rússakeisara „til eilífðar". Þetta fór þó á annan veg, því að sænskur her kom brátt á vettvang og Rússar urðu að gefast upp. Þótt tíminn, sem var notaður til að skoða fornminjasafnið í Visby væri skammur, varð hann furðu drjúgur til að fræðast um sögu landsins. Konan, sem er safnvörður, var líka óspör á upplýsingar, og dróg ekkert undan, er hún var að segja Dönum frá hernaði Valdimars Atterdag og stjórn Dana á Got- landi. Kveðja frá sögueyju til sögueyjar. Þegar búið var að skoða safnið, bauð bæjarstjórnin í Visby öllum hópnum til veizlu á helzta gistihúsi bæjarins. — Veizla þessi var mjög ánægju- leg og átti borgarstjórinn, sem stjórnaði henni, mestan þátt í því. Hann ávarpaði hverja Norðurlandaþjóðina sérstaklega og bað fyrir kveðju frá sögu- eyjunni í Eystrasalti til sögu- eyjarinnar í Atlantshafi, en þær ættu á margan hátt svipaða sögu. Þegar veizlunni var lok- ið, var haldið til skips og sofið þar um nóttina. Næsta morgun var vaknað árla og skyldi dagurinn notað- ur til þess að skoða Visby og nokkra sögustaði aðra. Ferða- félag Gotlendinga hafði tekið að sér leiðsögu og greiddi allan kostnað, sem leiddi af ferðum þessum. Framh. Norskn gestirnir . . . (Framhald af 1. síðu) eftirfarandi símskeyti frá Olav konungsefni Norðmanna: ,,Um leið ofe ég kem heim aftur til Noregs, leyfi ég mér að senda yður, herra forseti, alúðarþakkir mínar fyrir vin- semd yðar og gestrisni. Ég bið yður að færa öllum íslending- um, sem ég kynntist, þakkir mínar fyrir þeirra miklu alúð og einstöku gestrisni. Guð blessi ísland og íslendinga." Forseta bárust einnig kveðjur frá norsku ráðherrunum, sem komu fram fyrir hönd Noregs á Snorrahátíðinni, þeim Kaare Fostervoll og Jens Chr. Hauge. Forsetinn hefir svarað og þakkað kveðjurnar. Stefáni Jóh. Stefánssyni, for- sætisráðherra, sem nú dvelur á Þingvöllum, barzt í gærmorgun svohljóðandi símskeyti frá Oslo: ' „Ennþá dvelur hugur okkar á íslandi, og undir áhrifum hinná skínandi fögru dvalar daga, sendum við íslenzku rík- isstjórninni innilegt þakklæti fyrir velvild og samhug, er allir norsku gestirnir nutu, og gefur það góðar vonir um eðlilega og ánægjulega samvinnu í fram- tíðinni. Jens Chr. Hauge. Kaare Fostervoll.' ihufdar uorrar vú fandifi. Landskeppiiln (Framhald af 1. síðu) Norðmanna í mikla hættu. Fyrst eftir 22 mín. leik tekst Thore- sen að gera mark hjá íslending- um og „kvitta“. Aukið fjör færðist nú í leikinn og veltur á ýmsu, og virðast liðin nokkuð jöfn. Þó virtist meifi þungi í sókn Norðmanna, en íslenzka vörnin er sterk, einkum verst Hermann vel. Á 38. mín. ná þeir Albert og Ellert Sölvason góð- um samleik, er endar með því að Albert skorar annað mark íslendinga. Mikið kapp kemst nú í leikinn og eru upphlaup á báða bóga. Á seinusíu mínútu leiksins fær vinstri framherji Norðmanna, Sæthræng, færi á markið og tekst að jafna með hægu skoti, 2:2. Ef heppnin hefði verið með, hefði Hermann átt að geta varist þessu skoti. í síðari hálfleik byrja Norð- menn með sókn' og eru nú auð- sjáanlega öruggari en áður. Jafnframt hafa þeir skipulagt leik sinn nokkuð öfjru vísi og láta m. a. gæta Alberts mjög vandlega. Þegar 6 mín. voru af leiknym, tókst Brynhildsen að skora þriðja mark Norðmanna. Eftir það hafa Norðmenn oftast vald yfir leiknum. Þeir ná oft góðum samleik, en leikur ís- lendí.rga er mjög í molum. — Fjórða mark Norðmanna gerði Thoresen, þegar 28 mín. voru af leik. Þegar fáar mín. voru eftir af leiknum, var eins og ís- lendingar fengju aukinn dug í sig, og lá knötturinn þá um skeið á vallarhelmingi Norð- manna. En það dugði ekki til og leikurinn endaði með sigri Norðmanna, 4:2. Næstu leikir. Eins og áður hefir verið sagt frá keppa Norðmenn hér alls þrjá leiki. Næsti leikurinn verð- ur á mánudaginn við Fram, sem nú er íslandsmeistari. Lokaleik- urinn verður svo á miðvikudag- inn og verður þá kenpt við úr- valslið úr Reykjavíkurfélögun- um. Má vel vænta þess, að þess- ir leikir verði íslendingum hag- stæðari, þar sem þejr hafa nú kynnst leik Norðmanna og hafa fullan vilja til að sækja sig. Er vert að minnast þess, að þeir unnu seinasta leikinn við Dan- ina í fyrra. Hræðilegur atburður a Óhugnanlegur atburður gerð- ist í fyrradag um borð í erlendu kolaskipi, sem var statt á Siglu- firði. Tveimur af kyndurum skipsins, Mið-Ameríkumanni og Svía, lenti saman, og lauk þeirri viðureign þannig, að Mið- Ameríkumaðurinn stakk Svían með hnífi í kviðinn á tveimur stöðum, áður en tókst að skilja þá, en þá var Svíinn fluttur í sjúkrahús og var talið tvísýnt um líf hans í gær. Mið-Ameríkumaðurinn var tekinn fastur og var í haldi hjá lögreglunni á Siglufirði í gær- kvöldi. Málið er í raunsókn. Kolaskipið, sem atburður þessi gerðist á, heitir „Costa Rica“ og er frá Panama. Kom það fyrir fáum dögum til Siglu- fjarðar með kolafarm til síldar- verksmiðja ríkisins þar á s,taðn- um. „Eiig'Iaiidsfararnir.í( (Framhald af 1. síðu) film tók myndina, en leikstjóri var Thorolf Sandö. Helztu hlut- verk leika Knut Wiegert, Jöns Ording, Lauritz Falk, Ole Isene og Elisabeth Bang. Allir þeir, sem vilja kynnast kjörum Norðmanna á stríðsár- unum og norskri kvikmynda- list í dag, eiga að sjá þessa mynd. Jafnframt styðja þeir gbtt og merkilegt málefni. ^JfeitiÉ d cJdandcjrœfifuijóc). SJbripitopa JJfapparitty 29. Tvö slys í fyrradag féll Valtýr Guð- mundsson lögregluþjónn á Siglu firði úr landgöngubrú á skipi Fékk hann heilahristing við fallið og var fluttur í sjúkrahús. Meiðsli hans eru ekki talin al varleg. í gær valt vörubíll út af veg inum við Langagil í Fljótum. Einn maður stóð á palli bílsins, var það Bogi Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá í Fljótum, og slasaðist hann mjög alvarlega og er talinn í hættu. Þurrkaður og pressaður saltf iskur Nýskotinn svartfugl lækkað verð. FISKBÚÐIN Hafliði Baldvinsson. Hverfisgötu 123. Sími 1456. Drcng'ur drukknar (Framhald af 1. síðu) misjafnlega djúp og mun hann hafa vaðið fram í eitt þeirra dýpstu. Tvö börn, sem með honum voru, telja að litið hefði út fyrir, að hann hefði gengið fram af bakka í sýkinu. Var annað þeirra systir hans og var hún synd, en fékk ekki að gert, er bróðir hennar sökk. Það tók töluverðan tíma að ná í bát og náðist drengurinn ekki fyrr en eftir tvær klukku- stundir. Hafði þá verið sóttur læknir frá Borgarnesi og gerði hann lífgunartilraunir. Þær báru engan árangur. Byggt á sandl (Framhald af 2. síðu) nema góða vöru, og enginn Reykvíkingur þarf að búa i heilsuspillandi íbúðum. Sig. Björnsson er mjög hvetj- andi búrekstrar á Korpúlfsstöð- um, á vegum bæjarins. Jafnað- armenn og kommúnistar geta haldið fagnaðarhátíð yfir nýj- um liðsmanni. Það er hægt að vera höf. sammála að vissu marki. Árum saman er búið að kynda undir óánægju gegn þessari vöru bændanna, mjólkinni. Læknarnir voru sannfærðir um að gera betur í Laxnesi. Nú hafa þeir reynsluna, og vilja margt til vinna, að þessi bikar verði frá þeim tek- inn. Um Korpúlfsstaðabúskapinn gilda hin almennu rök. Sé mál ið gott, á það fram að ganga. Margir eigendur Korpúlfs- staða trúa því, að vara bænd- anna sé slæm. Þeir telja sig geta framleitt miklu betri vöru og sennilega ódýrari. Það er full þörf á að sann- prófa þessa trú í Ijósi stað- reyndanna. Aðrir, sem aðhyllast verka- skiptingu, álíta mjólkurfram- leiðsluna bezt komna hjá einni stétt, þ. e. hjá bændunum. Til þess liggja sömu rök og um aðrar stéttir. Er ekki þörf að rekja þau hér. — Bændur höfðu um eitt skeið allmikla trú á að leggja fé sitt í útgerð. Þeim gafst það illa. Vel getur eins farið fyrir kaupstaðarbúum, sem seilast inn á verksvið bændanna. N.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna-. hafnar um 5. ágúst. Þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari sæki farseðla í dag fyrir kl. 5 (föstudag) annars seldir öðrum. íslenzkir ríkisborgarar sýni vegabréf, árituð af lögreglu- stjóra. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóra. Skipaafg’reiðsla J. Zimscn. — Erlendur Pétursson — (jamla Kíc E.s.,Resistance’ fer héðan mánudaginn 28. þ. m. til Antwerpen. Skipið fermir í Antwerpen og Hull fyrri hluta ágústmánaðar. H.f. Eimskipafélag Íslauds. SKIPAUTG6KD KIKISINS „ESJA” Strandferð austur um land til Siglufjarðar miðvikudaginn 30 þ. m. Flutningi til allra venju- legra viðkomuhafna veitt mót- taka á mánudaginn. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á þriðjudag, annars seldir öðrum. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. ggl r5. Wt* jum Lokað til 4. ágúst Výja Ríc (við Skúlagötu) * *• Vift Svanafljót Hin fagra músíkmynd í eðli- legum litum, um ævi tónskálds- ins STEPHAN FOSTER, verður eftir ósk margra sýnd kl. 7. og9, Augnayndi (Easy to Look at) Falleg og skemmtileg mynd, með Gloria Jean Kirby Grant og Delta Rhythm Boys. Aukamyndir: NÝ FRÉTTABLÖÐ. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. TjatHarbíó Mcðaumkvim (Beware of Pity) Hrífandi mynd eftir skáldsögu Stefans Zweigs Lilli Palmer Albert Lieven Cedric Hardwicke Gladys Cooper Sýning kl. 5 — 7 — 9 — :: :: Tryggið hjá SAMVINNUTRYGGINGUM BRUNATRYGGINGAR BIFREIÐ ATR Y GGIN G AR SJÓTRYGGINGAR Umboðsmenn í öllum kaupfélögum landsins. SAMVIN N UT RYGG l NGAR Sími 7080 Símnefni: Samvinn Yinnið ötullega fyrir Tímann. Júnímánuður í ár var mjög sólarlítill, og voru sólskins- stundir um það bil fjórðungi færri, en bæði í fyrra og hitt eð fyrra. Alls voru sólskinsstundirnar í júní í ár 149 að tölu, í fyrra voru þær 193 og 192 árið þar áður. Júnímánuður í ár var nokkru heitari en í fyrra og munaði á meðalhita um rúmlega eina gráðu. í júní s.l. var meðalhit- inn 9.9 stig, en ekki nema 8.7 í fyrra. Árið 1945 var hitinn hins vegar nákvæmlega sá sami og í ár 9.9 stig. Úrkoman var mjög áþekk í júní þ. á. og júnímánuði 1945, en hins vegar röskum þriðjungi meiri en í fyrra. í júní þ. á. var úrkoman 33.6 mm., í fyrra 21.6 mm. og í hitteðfyrra 36.4 mm. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: DÝRASÝNINGIN í Örfiriscy cr opiu frá klukkan 8 árd. Skotbakkin er opinn frá klukkan 2 eftir hádegi Sjóniaiuiadagsráðið. Polar Diesel vélar Nokkrar nýjar Polar dieselvélar frá Atlas Diesel í Stock- hólmi eru til sölu og tilbúnar til afhendingar, í Reykjavík eða Svíþjóð, í ágúst—september í haust. Vélarnar eru 215 ha. við 450 snúninga, snarvendar, með öllum skrúfuútbúnaði, Þ. á m. tveimur ryðfríjum skrúf- um, 10 ha. hjálparvél með rafal, sjódælu og loftþjöppu og rafal við aðalvél. Auk þess fylgja með öll niðursetn- ingarrör, kranar og sýjur, ásamt stjórnútbúnaði frá stýr- ishúsi og miklum fjölda alls konar varahluta. Vélarnar eru klassaðar í Det Norske Veritas og byggðar undir þess eftir- liti. Er allur útbúnaður eins og í 90 tonna bátunum sænsk- byggðu með þessa vélarstærð. Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. f.h. Atvinnumálaráðuneytisins, LANDSSMIBJAN ! í :: Hugheilar hjartans þakkir til barna okkar, tengda- barna, frændfólks og vina, sem glöddu okkur með heim- sóknum, gjöfum, hlýjum orðum og heillaskeytum á gull- brúðkaupsdegi okkar, 21. júní s.l. — og gerðu okkur þann dag ógleymanlegan. Óskar Þorsteinsson Sigríður Hallgrímsdóttir. mmmmmmmmmmmmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.