Tíminn - 01.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1947, Blaðsíða 3
138. blað TÍMIM, föstadagimi 1. ágúst 1947 3 Átt ræður: Jón Helgason Bergi, Ilícsavík. Jón Helgason. Bergi í Húsa- vík er áttræður í dag. Hann er fæddur 1. ágúst 1867 að Hall- bjarnarstöðum í Reykdæla- hreppi, sonur Helga Jónssonar bónda þar og Sigurveigar Sig- urðardóttur frá Stafni. — Systkin átti Jón mjög mörg. Árið 1892 kvæntist Jón Herdísi dóttur Benedikts Jónssonar frá Auðnum, hins kunna samvinnu- frömuðar og bókamanns. Lifir Herdís enn við allgóða heilsu. Þau bjuggu á Litlu-Láugum í Reykjadal, Hamri í Laxárdal og víðar í þessum sveitum. Árið 1906 fluttust þau til Húsavíkur og hafa dvalið þar síðan. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lifi. Eiga þau nú 15 barna- börn og 5 barna-barna-börn. Þess er vert að geta, að enginn afkomenda Jóns lrefir dáið og mun það fátítt um svo fjöl- mennan aíkomendahóp. Jón stundaði á yngri árum nám í einn vetur á Hléskógum, og einnig var hann við smíða- nám hjá Birni Jóhannssyni á Lj ósavathi. Eftir að Jón kom til Húsa- víkur stundaði hann ýmiss konar vinnu, en þó mest smíðar. Smíðaði hann t. d. mjög mikið af amboðum fyrir nærsveitirn- ar og gerir það raunar enn. Svo vel hefir hann haldið starfs- þreki sínu fram á kvöld hins langa og annríka dags, og aldrei dregið af sér. Hygg ég, að margur sláttumaðurinn hafi hugsað hlýtt til Jóns fyrir hag- legt og lipurt orf, sem lék í hendi, og rakstrarkonan fyrir handhæga hrífu. Jón hefir ætíð gengið af heilum hug og án sérhlífni að hyéfju starfi, og átt þá glaö- værð, hjálpsemi og góðvild, sem ætíð hefir gert hlýtt í kringum hann„ og ennþá hlær hann eins og ungur maður. Það er ekki áttræðum lagið, nema þeir búi yfir óvenjulegu lífsfjöri. Ham- ingjuóskirnar verða áreiðan- lega heilar og hlýjar á áttræðis- afmæli hans. A. Eftir sextíu ár (Framhald af 2. síðu) Á sunnudagsmorguninn var haldið af stað til baka til Lund- ar, þar sem hin sögulega af- mælishátið íslenzkrar byggðar við Manitóbavatn var haldin. í stuttri grein eru litil tök á að lýsa þessari samkomu svo, að hún standi fólki í öðru og ólíku landi ljóslifandi fyrir sjónum. En eigi að síður skal þess freistað að bregða upp örfáum myndum, í trausti þess, að ein- hverjir, er vita nána ættingja og vini á þessum slóðum, hafi gaman af því. Hátíðahöldin fóru fram á ber- svæöi í steikjandi sólarhita og blæjalogni. Mikill mannfjöldi var þar saman kominn, senni- lega um 3000 manns, meiri hlutinn vitaskuld úr næstu byggðum, en einnig mjög marg- ir frá Winnipeg og af Nýja- íslandi, og sumir jafnvel alla leið vestan af Kyrrahafsströnd. með uxum fyrir, fólk í kerrum frá ýmsum tímum og í ýmsum búningum og loks bifreiðir. Fór fremst gamall og harla hrörlegur Fordbíll frá löngu liðnu tímabili bílaaldarinnar og síðastur spegifagur straum- línubíll af nýjustu gerð. Horfðu menn með undrun og hrifn- ingu á þessa skrúðför, þar sem brugðið var upp svo mörgum myndum ,úr sögu kynslóðanna, lifs og liðinna. Ýmislegt fleira hafði verið gert til þess að veita fólki inn- sýn í líf og sögu fallinna kym slóða. Meðal annars hafði verið reistur á hátíðasvæðinu bjálka- kofi í líkingu við bústaði land- nemanna. Hafði verið safnað í hann gömlum munum, sem ís- lenzku landnemarnir höfðu meö sér að heiman — kistlum og koffortum, kömbum og snæld um, grútarlömpum og bullu strokkum, prjónastokkum og tínum. Þarna voru margar gamlar og fáséðar bækur, prent Bjálkakofinn á Lundar. í svona húsum bjuggu íslenzku landnemarnir framan af. Fyrsta atriði^ hátíðahaldanna var skrúðför mikil. Vár ekið í fararbroddi eftirlíkingu af fornu víkingaskipi og sat í þvi vikingur einn mikill í hertygj- um, kona hans og fylgdarmenn. Skyldi þetta tákna komu Þor- finns karlsefnis og Guðríðar konu hans, er komu til land- náms til Vínlands hins góða ár- ið 1003. Var það Jón Sigurðs- son, er ættaður mun úr Hróars- tungu, er bar gervi víkingsins, en kona hans var í gervi Guð- ríðar. Næstur víkingaskipinu reið Indíánahöfðingi á hesti sínum. Síðan kom tvíhjólaður flutningavagn af þeirri gerð, er notuð var í Rauðárdalnum á landnámstíð, þá hjarðmenn, landnemar á tjölduðum vagni aðar í- Viðeyjarklaustri fyrir meira en hundrað árum, gömul handrit, kvæði Bólu-Hjálmars og annálar Espólíns. Á þili héngu svo myndir af ýmsum landnemum þeirra byggða, er minntust þarna sextíu ára af mælis íslenzks frumherjastarfs Auðvitað var líka mikið um kvæðaflutning, söng og ræöu- höld á Lundar á slikum degi Kári Byron, Þingeyingur að ætt oddviti Goldwell-sveitar, þrek- legur maður og sagður höfðingi í lund, bauö gesti velkomna. Síðan fluttu aðalræður Páll Reykdal, ættaður úr Borgar- firði syðra, frændi Árna Egg- ertssonar, Skúli Sigfússon, er fyrr var þingmaöur þessara’ (Framhald á 4. síðu) Erich Kástner:' Gestir í Miklagarði merkjum, sem kynnu að berast upp í hendurnar á mér, sagði Polter gamli. Hagedorn stakk frímerkjunum í vasa sinn. — Já, þér skuluð gera það, sagði hann. Það getur ekki neitt illt hlotizt af því. Svo skálmaði hann inn í lyftuna, og gistihússtjórinn marghneigði sig og var allur á hjólum. Gestirnir, sem íyrir voru, ætluðu að éta' hann með augunum. En hann stakk bara höndunum í frakkavasana og setti upp hundsháus. Jóhann Kesselhuth frá Berlín horfði agndofa á eftir honum. ' — Hvers vegna safnið þér frímerkjum handa þessum manni? spurði hann loks. Og hvers vegna á að borða nautakjöt og englatítur hans vegna? Polter rétti honum lykilinn og mælti: — Það eru til margir undarlegir menn, herra minn. Þessi ungi maður er til dæmis miljónamæringur. Hafði yöur dottið það í hug? En svona er það nú samt. Hann vill bara ekki að við vitum það. Þess vegna er hann svona fátæklega búinn. Hann vonast til, að hann geti hneykslað okkur. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Okkur var gert viðvart símleiðis áður en hann kom. — Yndislegur maður, sagði gistihússtjórinn, sem nú var kominn aftur frá lyftunni. Séi'staklega við- kunnanlegur maður! Og hann leikur hlutverkið sitt laglega. Mér er forvitni á að vita, hvað hann segir um síömsku kettina. Kesselhuth stóð enn við afgreiðsluboröið. — Síömsku kettina? tautaði hann. \ Polter kinkaði kolli, ærið rogginn. — Jú-jú — þeir eru þrír. Okkur var ráölagt að kaupa þá. Og safna frímerkjum handa honum. Kesselhuth vai orðinn náfölur. Ætti hann að hlaupa út og ráðleggja gamla manninum, sem var á leiðinni, að snúa við? Nú voru gestirnir farnir að stinga saman nefjum i fordyrinu. —^ Hann er alveg guðdómlegur, hrópaði frú Kasp- aríus, kát og fjörug kona frá Brimum. Frú von Mallebré leit reiöilega til hennar. Og frúin frá Brimum endurgalt henni í sömu mýnt. — Hvað heitir hann eiginlega? spurði herra Lenz, feitur listmunasali frá Köln. — Doktor Fritz Hagedorn, sagði Jóhann Kesselhuth ósjálfrátt. Þá sló snöggvast þögn á alla, meöan þeir voru að melta nafnið og titilinn. — Þér þekkið hann þá, lirópaði gistihússtjórinn upp yfir sig. En hvaö það var gaman. Segið okkur eitthvað um hann. — Ég þekki hann ekki, svaraöi Kesselhuth. Hinir hlógu. Frú Kasparíus ógnaði honum glettnis- lega með vísifingrinum. Jóhann Kesselhuth frá Berlín vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann þreif lykilinn í skyndi og ætlaði að flýja. En þá var sleginn hringur um hann. Spm'ningunum rigndi yfir hann. Og menn nefndu nöfn sín og þrýstu hönd hans af mesta innileik. En hann gat aðeins nefnt sitt nafn. — Kæri herra Kesselhutli, sagði Lenz loks. Ég skal segja yður, að það er hreint ekki Yallegt af yður að leika yður svona að okkur. Þá glumdi bjallan. Hópurinn dreáfðist, því að fólk var yfirleitt orðið svangt. Kesselhuth lét fallast á stól í fordyrinu. Hann var alveg í öngum sínum — hrukkurnar á enninu töluðu skýru máli um áhyggjur hans. Eitt var víst! Hildur og ráðskonumyndin, hún frú Kunkel, höfðu sent boð á undan þeim. Og nú voru komnir síamskir kettir í herbergi Hagedorns! Fátæki maðurinn, sem blístraði vorlögin,, özlað’i snjó- inn með tágakistuna sína á öxlinni. Honum var orðið kalt á fótum, og svo var hann dauöþreyttur. Hann nam hvað eftir annað staðar, lét kistuna síga til' jarðar og settist á hana. Framundan var löng brekka, og uppi á brekkubrúninni var stór og skuggaleg bygging með ljós í ótal gluggum. Þetta hlýtur að vera Mikligarður, hugsaði hann. En heldur vildi ég rtú eiga náttstað í einhverri veitingakrá við þjóðveginn en þessum stein- kassa. En svo minntist hann þess, að hann ætlaði að kynnast því, hvernig 'mennirnir eru i raun og veru. En reyndar fannst honum það óþarfi. Ég held ég þekki blessaða mannskepnuna, sagði hann við sjálfan sig. Hann tók handfylli sína af snjó og hnoðaði í kúlu. En það var kalt að halda um snjóboltann, svo að hann lét hann detta. í þessum svifum örkuðu fram hjá fáeinir skíðamenn, sem orðið höfðu seint fyrir. Þeir stefndu upp brekkuna — heim að Miklagarði. Þeir hlógú hátt, og hann reis á fætur. Leðurhnallarnir þrengdu óþægilega að fótunum, og tágakistan var níð- þung á helaumri öxlinni. Fjólubláu fötin skárust í hann. tJtvegum með stuttum fyrirvara Frigidaire frá Ameríku, gegn gjaldeyrfs- og muflutningsleyfum. Samband ísl. samvinnufélaga Þökkum ættingjum og vinum heimsókn, heillaskeyti og hlýjar kveðjur á silfurbrúðkaupsdegi okkar. RAGNA S. I. BJÖRNSDÓTTIR BERGÞÓR N. MAGNÚSSON, MOSFELLI. DYRASYNINGIN í Örfirisey er opin frá klukkan 8 árd. Skotbakkin er opinn frá klukkan 2 eftir hádegi Aðgangur ókeypis fyrir börn 9 ára og yngri. Dansað frá kl. 10 í kvöld. Sjómannadagsráðið. Manntalsþing Hið árlega manntalsþing Reykjavíkur verður haldið í tollstjóraskrifstofunnin í Hafnarstræti 5 (Mjólk- urfélagshúsinu) fimmtudaginn 31. júlí 1947 kl. 4 síðdegis. Falla þá í gjalddaga skattar og önnur þinggjöld fyrir árið 1947. Tollstjórinn í Reykjavík. í F ramhaidssögur T ímans .„Skiu og skurir“ komin út undir nafninii „A skákborði örlagaima“ Framhaldssagan, sem Timinn I flutti næst á undan „Ráðskon- unni á Grund,“ Skin og skúrir, er nú komin út sérprentuð. Var nafni sögunnar breytt, er hún var gefin út i bókarformi og nefnist hún nú Á skákborði örlaganna. Er saga þess lesend- um blaðsins að góðu kunn, því að hún mun vera ein allra vin- sælasta framhaldssagan, sem blaðið hefir fulutt, enda úrvals- saga, skemmtileg og „spenn- andi“ eins og bezt verður á kosið, en hefir jafnframt hollan og góðan boðskap að flytja. Fæst sagan nú hjá bóksölum um land allt og kostar heft kr. 120.00 en í snotru bandi kr. 32,00. Ráðskonan á Grund, hin afar I vinsæla gamansaga, sem nýlok- ið er í blaðinu, er nú i prentun og kemur á markaðinn innan skamms. Hafa margir lesendur blaðsins pantað hana, og ekki mun þeim, sem létu undir höfuð leggjast að fylgjast með henni í blaðinu, en þekkja hana af afspurn, síður aufúsa á útkomu [ bókai'innar, því að orðstír sög- unnar hefir flogið víða. Tíminn getur hrósað því | happi, að framhaldssögur hans I hafa hlotið mj ög einróma og | almennar vinsældir, langt um- fram það, sem títt er um fram- | haldssögur blaða. Einn af hin- um mörgu þakklátu lesendum framhaldssagnanna segir ný- skeð í bréfi til blaðsins m. a. á þessa leið: ..... yfirleitt hefi ég lítið gert af því að lesa blaða- sögur. En þessar sögur (þ. e. framhaldssögur Tímans) hefi ég lesið mér til mjög mikillar ánægju. Þær eru yfirleitt alveg prýðilegar, mjög vel valdar, og mitt fóik er sólgið i þær.“ Ná- lega samhljóða ummæli er að finna í mörgum öðrum bréfum til blaðsins, enda munu víst flestir lesendanna geta gert þessi orð bréfritarans að sinum. Að endingu skal þess getið, að Tíminn getur útvegað þeim, er þess óska, sögurnar, sem út eru komnar. Skulu pantanir sendar Tímanum, sem síðan kemur þeim áleiðis. Er fólk áminnt um að skrifa greinilegt nafn og heimilisfang, svo að komizt verði hjá vanskilum á sending- um. SÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍ^^ Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir)! Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og hjá ; umboðsmönnum, sem eru i_' 8 hverjum hreppi og kaupstað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.