Tíminn - 01.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ¦
ÚTGEFANDI: í
PRAMSÓKNARFLOKKURINN
Simar 2353 og 4373 i
PRENTSMEDJAN EDDA hS.
: „ITHTJÓR ASKRrPSTOPXJR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Simar 2353 og 4373
APGRETOSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA:
EDDUUÚSI, Lindargötu 9A
Slml
31. árg.
Reykjavík, föstudaginn 1. ágúst 1947
138. blao'
Fréttabréf frá London:
Næsti vetur mun veröa brezku
þjöðinni þungur i skauti
JÞrátt fyrir alla erfiðleika halda Bretar bjart-
sýui siiuii. «Iaova»B*o ©g góðvild
Tímanum hefir borizt eftirfarandi fréttabréf frá Snæbirni
Jónssyni bóksala, dagsett í London 27. júlí síðastl. Þar er gefið
allgott yfirlit um þá örðugleika, sem Bretar eiga nú við að stríða,
en þeir eru miklir og margvíslegir. Til viðbótar öllum erfiðleik-
unum af völdum stríðsins, var seinasti vetur hinn harðasti, sem
þar hefir komið í heila öld, og þegar hörkunum lauk, urðu þar
meiri vatnsflóð, en dæmi munu til, og hlaust af þeim tjón, sem
nam þú&indum milj. sterlingspunda. M. a. fórst mikið af bú-
peningi. í vor voru svo óvenjulega miklir hitar og þurrkar, sem
ollu stórfelldu tjóni á uppskerunni. Allir þessir erfiðleikar af
völdum náttúrunnar, hafa tafið viðreisnjna etftir styrjöldina
stórkostlega og orðið þess valdandi, að enn virðist langt í land
til afturbatans. En þrátt fyrir þetta allt láta Bretar ekki bugast
og sérhver, sem þekkir til þeirra og sögu þeirra, trúir því, að þeir
eigi eftir að rísa á ný.
Hefst svo fréttabréf Snæbjarnar:
Minjar loftárásanna.
Sá maður, sem dvaldi í London
fyrir stríðið og nú kemur þang-
að á ný, lætur það sjálfsagt í
flestum tilfellum verða eitt sitt
fyrsta, að kynna sér skemmd-
irnar á borginni af völdum loft-
árásanna.- Hann er sjálfsagt við
því búinn, að sjá að þær eru
miklar, og fyrstu dagana kann
honum að virðast sem þær séu
vonum minni. En þegar frá líð-
ur og hann fær tóm til að kynna
sér málið nokkuð rækilega, þá
v.erður annað uppi á teningn-
um. Hann mun þá sjá að
skemmdirnar voru ægilegri en
hann hafði gert sér í hugarlund.
Svo að segja hvarvetna getur
að líta stærri eða minni svæði
þar sem ekkert er eftir nema
auðnin,- og tivergi þarf langt að
fara til þess að sjá merki eftir
meiri eða minni skemmdir. Jafn
vel heilir borgarhlutar eru að
hálfu leyti í rústum og að miklu
meira en hálfu leyti skemmdir.
Svo er t. d. um Lewisham, vel-
megandi og vel byggða útborg
í suðausturhlutanum, mikinn
verzlunarstað með allmikilvægri
járnbrautarstöð. Óvéfengjanleg
skýrsla stjórnarvaldanna (offi-
cial survey) segir að af 56.000
húsum í þessai-i borg hafi aðeins
370 verið óskemmd. Manntjón-
ið var, eins og vænta mátti,
gífurlegt. Eitt sinn vildi það til
þarna að hættumerki var gefið
ERLENDAR FRÉTTIR
Brezka stjórnin hefir boðað,
að hún hafi í undirbúningi víð-
tækar ráðstafanir vegna fjár-
hagserfiðleikanna og er m. a.
talið líklegt,. að hermönnum
verði fækkað, svo að hægt sé
að auka vinnuafl í þjónustu
framleiðslunnar. Er búizt við,
að Attlee kynni þessara ráð-
stafanir í útvarpsávarpi næstu
daga.
Öryggisráðinu hefir nú borist
kæra frá Ástralíu og Indlandi
yfir framferði Hollendinga í
Indonesiu. Hófust umræður um
málið í öryggisráðinu síðd. í gær.
Stjórn Nýja-Sjálands hefir til-
kynnt, að fulltrúi Nýja-Sjálands
í öryggisráðinu muni styðja
málstað Indonesíumanna.
Stjórnin í Rúmeníu hefir
bannað bændaflokkinn þar, en
hann var í stjótrnarandstöiðu.
Formaður flokksins, Maniu hef-
ir verið fangelsaður, og er
ákærður fyrir byltingartilraun.
í París kviknaði í kvenna-
fangelsi i fyrradag og brunnu
22 konur inni.
í byrjun hádegisverðartímans,
rétt þegar stúlkurnar (um kari-
menn var náttúrulega varla að
ræða) úr búðunum og skrif-
stofunum voru komnar út á
götuna. Þær voru reknar inn í
loftvarnabyrgi í aðalverzlunar-
hverfinu. En svo hrapallega
vildi til, að sprengja hitti sjálft
byrgið og yfir 200 stúlkur
misstu þar lífið.
Eftir nokk@ð rækilega athug-
un á Lundúnaborg — en til
slíkrar athugunar þarf mánuði
— getur engum skynbærum
manni dulist það, að Þjóðverjar
hljóta að hafa komist mjög ná-
lægt því að gera borgina óbyggi-
lega, sem vitaskuld var tak-
markið.
En það er ekki Lonndon ein
sem er hart leikin (Plymouth
var nálega lögð í rúst), nálega
hver einasta borg á Suður-
Englandi er meira eða minna
sundurtætt. Það er með öllu
ómögulegt fyrir okkur, sem
fjarri stóðum, að gera okkur
ljósa þá eldraun, sem þjóðin
gekk í gegnum. Og við þessi
kjör, við knappan matar-
skammt, húsnæðiseklu og kulda
— að ógleymdu mjargra ára
myrkri, sem máske var hræði-
legast af öllu — vann hún baki
brotnu, nótt og nýtan dag,
horfðist í augu við ógnirnar, lét
aldrei hugfallast og missti
aldrei ^itt einstæða jafnvægi
eða sitt góða og. gjaða skap-
lyndi. Hvaða þjóð mundi eiga
virðingu skilið, ef ekki þessi?
Raunir berzku þjóðarinnar
ekki á enda.
Og eftir nærri átta ár fer því
fjarri, að raun hennar sé enn
á enda. Erfiðleikar þrezku þjóð-
arinnar eru enn svo miklir og
marffaldir, að þeir mega vel
kallast ægilegir. í ræðu, sem
Anthony Eden flutti í gær (26.
júlí), sagði hann að nú væri
svo mikil hætta fyrir. dyrum og
svo mikil eldraun fram undan
á komanda vetri að ef þjóðin
sigraðist ekki á henni, þá yrði
sá ósigur engu síður dauðadóm-
ur hennar heldur en ósigur 'í
sjálfri styrjöldinni hefði orðið.
Með svipuðum hætti hafa ýmsir
aðrir hinna mestu merkis-
manna talað í seinni tíð. Jafn-
yel sjálf ríkisstjórnin ymprar á
tiinu sama, en þó hættir henni
til að slá úr og í, svo að fyrir
það saka andstæðingar hennar
hana um óheilindi og skort á
einurð. Umræður um ástand
og horfur eiga að hefjast í
þinginu næstkomandi miðviku-
dag, og má telja víst að margt
komi í ljós við þær umræður
og efalitið verður aðstaða
stjórnarinnar erfið. Jafnvel
(Framhald á 4. si'-'i)
FLAKIÐ AF TRIPITZ
'MZZMZ}^^:
Myndír þessar er írá Tromsö í Noregi. Á efri myndinni sést þaS sem
eftir er af fiaki þýzka orrustnskipsins Tripitz, sem sökkt var þar á stríðs-
árunum. Á neðri myndinni sjást nokkrir ferðalangar vera að skoða
flakið.
Kvikmyndahús Tónlistarfélagsins
í Tripoli tekur til starfa
Laugardaginn 2. ágwst verður fyrsta kvikmyndasijýningin í
Trípólibíó Tónlistarfélagsins. Hefir félagið nú gert þær endur-
bætur og breytingar á húsinu, sem krafizt var til þess að hægt
væri að sýna þar kvikmyndir.
Kvikmyndavélarnar eru af allra nýjustu gerð frá De Vry og
eru tóngæði þeirra með afbrigðum mikil.
Síldveiðin
í gær var lítil síldveiði fyrir
norðurlandi Nokkur skip urðu
þó síldar vör á austursvæðinu
en bræla gerði veiðina erfiða
þó var samt betra veður á mið-
unum í gær, en í fyrradag. Fá-
ein skip komu með síld til Siglu
fjarðar í gær, flest með lítinn
afla. Mjög lítið hefir borizt á
land af söltunarhæfri síld
undanfarna daga.
ip sekkur
Aðfaranótt miðvikudagsins
var sökk síldveiðiskipið Ragnar
úti fyrir Melrakkasléttu. Skipið
mun hafa verið með fullfermi
af síld. Áhöfninni var bjargað
um borð í m.b. Skjöldur, sem
var skammt frá.
M.s. Ragnar var 100 smál.,
gamall línuveiðari. Eigandi
skipsins va!r Egill Ragnars á
Akureyri. Þetta er fjórða skip-
ið, sem ferst á síldarvertíðinni.
Hin eru Snerrir, sem einnig
sökk með fullfermi af síld, Bris,
sem strandaði, og Einar Þver-
æingur.
Kauffmann sendi-
herra staddur hér
* Undanfarið hafa verið haldn-
ir æði margir hljómleikar í
Tripoli og ber öllum, jafnt söng-
fólki og hljóðfæraleikurum,
,raman um, að hvergi sé betra
að troða upp. Senurini hefir allri
verið breytt, settir nýir hliðar-
veggir úr krossvið og parkett-
gólf. Alíar rafleiðslur hafa verið
settar nýjar, steyptur sýningar-
klefi, settar nýjar öryggisdyr og
allt húsið málað. Eftir af gömlu
Tripoli eru aðeins veggirnir
Að sjálfsögðu verður Tripoli
eftir sem áður fyrst og fremst
notað fyrir aðra starfsemi fé-
lagsins. Næsta vetur er gert ráð
fyrir að þar verði óperettusýn-
ingar, auk þess sem húsið verð-
ur yfirleitt leigf fyrir konserta
og fyrirlestra á venjulegum
bíótíma. Ennfremur hefir skóla-
stjóri Tónlistarskólans ákveðið
að hefja almenna tónlistar-
fræðslu á vegum skólans næsta
vetur og þar munu framvegis
fara fram æskulýðstónleikar
félagsins. Hins vegar munu
hljómleikar styrktarfélaga Tón-
listarfélagsins framvegis fara
fram í Austurbæjarbíó.
Fyrsta kvikmyndin sem sýnd
verður í Tripoli er ensk, með
Paul Robesom, hinum heims-
fræga söngvara i aðalhlutverki
og síðar í næsta mánuði Strauss
óperetta með hinum glæsilega
þýzka tenór, Richard Tauber, í
aðalhlutverki. Auk amerískra
mynda hefir félagið í hyggju að
tryggja sér nokkuð af enskum
og frönskum myndum.
Henrik Kauffmann, sendi-
herra Dana í Washington, kom
hingað í fyrradag til stuttrar
dvalar. Verður hann gestur
dönsku sendiherrahjónanna
Seinasta kappleiknum viö Norð-
menn lauk með jafntefli
IVoronienii heiðra forustumenn knattspyrnu-
samtakanna Iiér
Seinasta kappleiknum milli Norðmanna og íslendinga, sem
fór fram á miðvikudagskvöldið, lauk með jafntefli 1:1. Lið Norð-
manna var þá mjög svipað og í landsleiknum. Lið íslendinga,
s«?m var úrvalslið, var nokkuð breytt frá því sem var í lands-
leiknum. M. a. vantaði nú Albert, sem er kominn til útlanda.
Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur, þótt ekki væri hann
alltaf vel leikinn. Liðin voru nokkuð jöfn, en þó áttu Norðmenn
heldur meira í leiknum.
Það virtist koma glöggt fram
í þessum leik, að íslendingar
væru farnir að sækja sig, snerp-
an var meiri hjá þeim en í
hinum leikjunum, og úthaldið
reyndist meira. Þeir stóðu sig
nú öllu betur í seinni hálfleikn-
um en þeim fyrri. Norðmenn
virtust hins vegar öllu slappari
og má vera, að þeir hafi ekki
hvílt sig nógu vel hér.
Fyrri hálfleiknum lauk með
1:0 Norðmönnum í vil. Markið
setti Vang-Sörensen á 34. mín-
útu leiksins. Þremur mínútum
seinna skoraði Haukur Óskars-
son mark hjá Norðmönnum,
en það dæmdist ógilt, þar sem
Ríkhard Jónsson hafði verið
rangstæður. í fyrri hálfleiknum
lá meira á íslendingum.
í síðari hálfleiknum tókst
Akranes fær fyrsta
bæjartogarann
Fyrsti togari bæjarútgerðar-
innar á Akranesi, Bjarni Ólafs-
son, kom þangað á þriðjudag-
inn eftir þ/riggja sqlarhringa
ferð frá Englandi. Við * komu
hans fór fraoa hátíðleg mót-
tökuathöfn og var mikill mann-
fjöldi þar viðstaddur. Bjarni
Ólafsson er einn af togurum
þeim, sem byggðir eru á vegum
ríkisstjórnarinnar í Englandi.
Ríkhard að „kvitta" á 26. mín.
leiksins. Nokkru áður höfðu
Norðmenn skojrað mark. sem
reyndist þó ógilt, þar sem knött-
urinn hafði áður farið út fyrir
endamarkaílínuna. í þessum
hálfleik veitti íslendingum
engu ver en Norðmönnum.
íslenzku leikmennirnir stóðu
sig yfirleitt sæmilega og enginn
illa. Sérstaka athygli vakti
Kristján úr Fram. Hann er að
verða einn duglegasti og snarp-
asti knattspyrnumaðurinn hér,
en gætir sín ekki alltaf nógu vel.
Með aukinni aðgætni og æf-
ingunni getur hann kannske
orðið nýr Albert.
Guðjón Einarsson dæmdi
leikinn og fórst það vel úr
hendi.
Leikurinn við Fram.
Annar leikurinn við Norð-
mennina fór fram á mánudags-
kvöldið var og kepptu þeir þá
við Fram, sem er íslandsmeist-
ari. Norska liðið var þá skipað
öllum varamönnunum og því
mun veikara en landsliðið.
Strax í fyrri hálfleik sýndi það
þó talsverða yfirburði, þótt
honum lyki með jafntefli 0:0.
í seinni hálfleik tóku þeir
strax forustuna og skoruðii
þá fimm mörk. Var leikur
Framara mjög í molum eftir að
þeir fóru að fá mörkin á sig.
Markmaður Fram, Adam Þor-
grímsson, stóð sig þó yfirleitt
(Framhald á 4. síðu)
meöan hann dvelur hér.
í kvöld mun Kauffmann
halda ræðu á samkomu, sem
haldin er af félögum Dana hér
í bænum.
Féiag Snæfellinga og Hnappdæla
reisir gistihús á Búðum
Mikil hátíðahöld har um helgina
Um næstu helgi efnir Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík til héraðsmdts Snæfellinga að Búðum. Um leið fer
iram vígsla hins glæsilega gistihúss félagsins þar, en það verð-
ur bárðlega opnað fyrir almenning.
Unc'anfarln .Yv ' ifa "'">"
yfir ýmsar framkvæmdir á
vegum Félags Snæfellinga og
Hnappdæla. Félagið hefir meðal
annars gengizt fyrir friðun
stórs svæðis af Búðahrauni, en
það er eins og kunnugt er eitt
Nýir ræðismenn
Forseti skipaði á ríkisráðs-
fundi 30. júlí 1947, eftir eftir-
talda ræðismenn:
1. Seth Brinck til að vera
ræðismaður íslands í Stokk-
hólmi.
2. Robert Massel til að vera
ræðismaður íslands í Boulogne
sur-Nor.
3. Alf Jochumsen til að vera
ræðismaður íslands í Mar-
seilles
4. Fred R. Emerson til að vera
ræðismaður íslands í St. John's
á New-Foundland.
5. Francisco Suarez til að
(Framhald á 4. síðu)
gróðursælasta hraun á landinu.
Þá hefir félagið látið leggja veg
heim að Búðum. Er lagningu
vegarins nú lokið, en eftir er
að malbera hann. Loks hefir
félagið komið upp myndarlegu
gisti- og veitingahúsi og verður
það vígt á sunnudaginn kemur,
I eins og áður segir.
I Ráðgert er að húsið verði
jjafnframt notað sem hús-
¦ mæðraskóli að vetrinum, meðan
' enginn kvennaskóli er til í
sýslunni, en í ráði er að hann
jverði reistur á Helgafelli. Enn
er ekki fullráðið, hvort skólinn
I tekur þarna til starfa í haust,
en gert er ráð fyrir að húsið
muni rúma um 20—30 náms-
! meyjar í heimavist.
Þeir, sem fara á vegum Snæ-
fellingafélagsins til Búða um
helgina, munu fara héðan í bif-
reiðum og verður lagt af stað
klukkan 2 e. h. á laugardaginn.
Ókeypis tjaldstæði verða látin
af hendi við þá, sem koma á
laugardaginn.
(Framhald á 4. síðu)