Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 3
139. blatf TlMlM, laugardaglnn 2. ágást 1947 3 Björnsson, að hann hafi komið erindisiaust í þennan heim. Hann var fjórtán barna faðir, tvíkvæntur. Afkomendur hans munu nú vera orðnir um 60 og sjálfsagt verða þeir margir, sem telja ætt sína til hans eftir 100 ár. Helgi Björnsson var fæddur að Mælifellsá 2. október 1854. For- eldrar hans voru hjónih Björn Jónsson og María Einarsdóttir. Björn var sonur Jóns bónda í Grundarkoti í Blönduhlíð, Þor- steinssonar bónda á Hofstöðum Pálssonar bónda á Breiðsstöð- um í Gönguskörðum. Helgi var elztur af átta syst- kinum. Þrjú þeirra fluttu til Ameríku, en tvö reistu bú í Lýt- ingsstaðahréppi. Magnús hét einn bróðir Helga. Hann dó ungur én úpþkominn. Hið sjö- unda systkini hans lézt i æsku. Helgi Björnsson ólst upp hjá foreldrum sínum á Mælifelli, en síðar bjuggu þau á Grímsstöð- um nær 20 ár. 29 ára að aldri, árið 1883, kvæntist hann fyrri konu sinni, Steinunni Jóns- dóttur bónda á írafelli Ás- mundssonar. Um sama leyti hóf hann búskap á Ánastöðum og bjó þar full 30 ár. Þau áttu fjög- ur börn, tvö þeirra létust í æsku, en tvö eru á lífi: Erlendur fyrr- um bóndi á Breið og Gilhaga og' Helga áður húsfreyja á Skíða- stöðum. Árið 1893 kvæntist Helgi seipni konu sinni, Margréti Sigurðardóttur. Þau áttu tíu börn og komust níu þeirra til fullorðinsára. Þau eru þessi: lytarta, gift Ingvari Jónssyni bbnda á Hóli, lézt 1917, Sigurjón bbndi á Nautabúi, Magnús bóndi í: Iléraðsdal. Hólmfríður, búsétt á: Sauðárkrók, ísafold, gift í Béykjavík, Monika, húsfreyja á lýierkigili, Ófeigur, bóndi á I$eykjaborg, Sigríður, húsfreyja a" Reykjaborg og Hjálmar, bú- stjóri á Aðureyri. Helgi Björnsson var mikill að vállarsýn og hinn drengilegasti. Hann var um þrjár álnir á hæð, herðabreiður, sváraði sér veþ fahegur á velli og svo hraustur, áð fáir vissu afl hans. Maður nokkur, sem ólst upp í nágrenni víð Helga, er hann var á bezta skeiði, hefir látið svo um mælt, að* þegar hann var að lesa um htinar hraustu hetjur í íslend- ingasögunum, hafi sér fundizt, áð Gunnar á Hlíðarenda og aðr- iil slíkir, mundu hafa. verið eins og Helgi á Ánastöðum að afli og atgerfi. Til er vísa' um Helga i bændarímu eftir Jóhannes Grn Jónsson. Þessi vísa túlkar, vél það álit, sem almennt var ríkjandi um hreysti hans. í vís- ujrni segir, að hann sé „byggð- armanna sterkastur“ með öðr- um orðum, að' jafnoka Helga yarð að leita meðal hins óþekkta og dularfulla. Helgi Björnsson var ör í skapi eþa léttlyndur, sem kallað er, tíjótur að hrífast og hryggjast, sl/fii^miklll, ef honum rann í skaþ, en fljótur .til sátta og vin- sæll og lagði jafnan gott til ipála, þegar menn deildu, glað- ur í bragði jafnáðarlega og þótti góður nágranni. Hann var starfsmaður mikill ,allá æfi, verklaginn og kunni meira til verka eh margir' aðrir. Hann var bæði vefari og * veggjahleðslu- maður og handtök hans þóttu betri en annarra, sem því svar- a"ði, er hann var meiri að drk'/ en aðrir. Á heimili Helga Björns- sonar var það ekki látið eftir liggja að nýta vel það, sem heima fékkst. Hann sat í vef- stólnum öllum stundum, sem hannn mátti yfir veturinn en húsfreyja spann,-. því heimilið þurfti mikils með og auk þess tók hann verkefni fyrir aðra. Vor ,og haust yann hann oft hjá Erich Kástner: Gestir í Miklagarði — Réttast væri, að ég ræki sjálfum mér löðrung ) fyrir asnaskapinn, tautaði hann. Skíðamennirnir voru i innilegum samræðum við Pplter, þegar þessi seinfæri gestur ambraði inn í for- dyrið. Glæsibúinn maður, er setið hafði þar á stól, spratt á fætur og virtist ætla að heilsa honum .... | Æ-nei — þetta var þá bara Jóhann! J Kesselhuth frá Berlíp fikraði sig nær komumanni og horfði á hann bænaraugum. En það var eins og að horfa á stein. Herra Schulze setti frá sér tágakist- una og tók að rýna í stóra tilkynningu, sem hengt hafði verið upp á vegginn. Þar gat að líta, að þetta sama J kvöld skyldi halda „förumannaball“ í salarkynnum 1 gistihússins. I — Þá þarf ég ekki að hafa fataskipti, tautaði hann i og hleypti brúnum. Skíðámennirnir hurfu inn í lyftuna. Polter virti fyrir sér bakhluta nýja gestsins. — Allur kaupskapur er bannaður hér í fordyrinu, sagði hann höstum rómi. Svo sneri hann sér að Kesselhuth frá Berlín og spurði, hvers hann óskaði. Kesselhuth svaraði: — Ég ætla á skíði á morgun. En ég veit ekki, hvern- ig ég á að standa á þeim. Haldið þér, að ég geti lært það? — Náttúrlega, svaraði Polter gamli. Það hafa ekki svo fáir lært það hér. Þér ættuð að fara í einkatíma til Tona. Þér verðið fljótari að ná yður á strik í einka- tímum. Það fer allur tíminn í kvenfólkið í þessari hópkennslu. Það er líka svona eitthvað notalegra að hafa einkakennara. Það er hálf-óþægilegt að láta þrjátíu menn horfa á mann steypast á höfuðið. Af því líka, að allir gera að skyldu sinni að hlæja. Kesslehuth var hugsi. — Hver steypist á höfuðið? spurði hann loks. Þér, svaraði Polter. Þér steypist beint á höfuðið. Gesturinn dró annað augað í pung. — Og er það ákaflega hættulegt? spurði hann. — Sjaldnast, svaraði Polter. Og ef illa fer, þá eru afbragðs læknar í Bruckbeuren. Það er til dæmis dr. Zwisel, sem orðinn er heimsfrægur fyrir að lækna beinbrot. Hann hefir líka fengið æfinguna, er mér óhætt að segja. Fætur, sem hann græðir, eru jafnvel miklu fallegri eftir en áður. — Ég er ekki hégómlegur, sagði gesturinn. Þetta skuluð þér segja frúnum hérna, ef dr. Zwisel er þá ekki Önnurri kafinn. Fátæki maðurinn, sem nú var búinn að lesa allar tilkynningarnar í fordyrinu, skellti upp úr. Polter hafði verið búinn að gleyma honum. En nú reiödist hann. — Við kaupum ekik neitt, öskraði hann. En þessi ósvifni náungi skálmaði bara upp að af- ' 'greiðSlubórðinu. — Ég ætla að búa hér, sagði hann. — Ég er hræddur um| að það verði einum eða tveim- ur mörkum of dýrt fyrir yður, svaraði Polter og brosti háðslega. Farið þér heldur niður í þorpið. Þér getið ferigið ódýra gistingu í veitingakránni. — Þakka yður fyrir, svaraði hinn. Ég vil ekki vera þar. Þar aö auki verður gistingin mér ennþá ódýrari hérna. Polter leit til Jóhanns Kesselhuth frá Berlín, hristi höfuðið afsakandi um leið og hann hugðist að binda enda á ágengni þessa ósvífna karls, sem álpast hafð’i inn. — Góða nótt, hera minn, sagði hann. Dyrnar eru þarna, ef þér sjáið þær ekki. — Þakka yður fyrir, sagði komumaður. Þar buðuð þér mér aðstoð yðar. Ég hafði átt von á því, að gest- unum væri leiðbeint hér í Miklagarði. Polter gamli var orðinn sótrauður í framan. — Út, hvæsti hann, og það tafarlaust. Eða ég læt fleygja yður á dyr. — Nú þykir mér ætla að færast fjör í tuskurnar, sagði komumaður. En ég heiti nú Schulze, og ég vann önnur verðlaun i samkeppni Gljáverksmiðjanna. Ég á acP'fá ókeypis vist í Miklagarði við Bruckbeuren í tíu daga. Hér eru plöggin! Polter lækkaði ósjálfrátt við þessa tilkynningu. Hann var hættur að skilja útúrdúra tilverunar og frumhlaup mannanna. Loks drattaðist hann niður af þalli sínum, tautaði eitthvað niður í bringu sér og haltraði burt til þess að leita úrskurðar gistihússtjór- ans. Sehulze og Kesselhuth urðu einir um stund. —Herra leyndarráð, stunöi Jóhann. Eigum við ekki heldur að fara? En Schulze virtist vera orðinn heyrnarlaus. Hér gerist eitthvað hræðilegt, hvíslaði Jóhann. Hugsið yður: rétt áður en þér komuð .... : ' — Steinþegið- þér, hvæsti leyndarráðið. Orðin voru sögð af þeim innileik, að Jóhann hrökk í kút. Nú opnuðust lika lyftudyrnar, og herra Hagedorn Verzlunarmannafélag Reykjavíkur býður öllura almenningi að taka þátt í Fríhelgi verzlunarmanna 2., 3. og 4. ágúst n.k. — Einstakt tækifæri til að skemmta sér, eins og’ cftirfarandi dagskrár sýna: LAUGARDAGUR 2. ágúst: í TIVOLI Kl. 17.00—19.00 Baldur Pálmason, Hátíðahöldin sett - varaform. V.R. Trúðleikar — Erlendir listamenn. Búktal — Baldur Georgs og Konni. Sviffimleikar — Larowas. Kl. 21.00—2.00 Trúðleikar — Erlendir listamenn. Einsöngur — Pétur Jónsson, óperusöngvari. Gítarleikur — Hawaigítar-tríó. Kvikmyndasýning. Sviffimleikar — Larowas, DANS. SUNNUDAGUR 3. ágúst: I VIÐEY Kl. 12.30 I TIVOLI Kl. 17.00—19.00 Lagt af stað í Viðeyjarför frá Félagsheimil- Sviffimleikar — Larowas. inu, Vonarstræti 4. Ekið inn í Vatnagarða Töfrabrögð — Baldur Georgs. og farið þaðan með ferju yfir sundið. ' Trúðleikar — Erlendir listamenn. Kl. 21.00—2.00 Sviffimleikar — Larowas. Einsöngur — Einar Kristjánsson, óperu- söngvari. Kvikmyndasýning. Gluntasöngvar — Egill Bjarnason og Jón R. Kjartansson. Búktal — Baldur Georgs og Konni. Trúðleikar — Erlendir listamenn. DANS. Kl. 14.00—16.00 Hátíðahöld í Viðey, til minningar um Skúla Magnússon landfógeta: a) Guðsþjónusta í Viðeyjarkirkju. Biskup íslands, hr. Sigurgeir Sigurðsson, pré- dikar. Sóknarpresturinn, sr. Hálfdán Helgason, þjónar fyrir altari. Dómkirkju- kórinn, undir stjórn Páls ísólfssonar, aðstoðar. b) Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórn- andi: Albert Klahn. c) Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastj. minnist Skúla fógeta með ræðu. Eiiginn getiir setið af sér slíkar skemintaiiir. Allir þnrfa að k«ina í Vifley «j»' Tiv«Ii til þess að sjá og lieyra. — Sýnið vin- sanileg'ast góða iinig'eiig'ni á skeninitistöflunum. — Einkuni eru Viðeyjarfarar beðnir að ^an»a ekki uin tún og' slæg'jur. Munið fríhelgi verzlunarmanna! Verzlunarmannafélag Reyk javíkur! öðrum við byggingar, því ekki voru nema fáir menn í hverri sveit, áður fyrr, sem þótti vel takast með veggjahleðslu. Árið 1914 fluttu þau Helgi og Margrét frá Ánastöðum og bjuggu þá tvö ár á Mælifellsá og önnur 2 í Kollgröf, síðan fluttu þau að Reykjum og bjuggu þar í 14 ár. Ég kynntist heimili þeirra á Reykjum. Þau bjuggu þar bjargálnabúi á hálfri jörðinni. Heimilið var hið ánægjulegasta, en nú var heim- ilisfólkið orðið færra og örðug- asti hjallinn að baki, að fram- færa barnahópinn stóra. Börnin voru flest farin burtu og búin að mynda heimili annars staðar og ekkert ungbarn á heimilinu. En þá voru tekin fósturbörn, þvi gamli maðurinn undi því illa að hafa ekki lítil börn til að gæla við í ellinni, en hann var barngóður að eðlisfari. Fyrst [ tóku þau dótturdóttur sína ný- fædda við andlát móðurinnar en dauðinn hrifsaði hana með harðri hendi og olli það sárri sorg. Fósturdóttirin er síðar var 1 tekin, Elín Sigtryggsdóttir, naut ástríkis og umönnunar hjá fósturforeldrunum, sem þeirra eigið barn væri og hefir endur- goldið það, með því að láta sér annt um gamla manninn eftir að hann varð rúmfastur. Börn Helga Björnssonar hafa ekki farið með fjármuni úr föð- urgarði, þá er með tölum verða taldir, en þau hafa lært aö vinna og lært að meta vinnuna, sem undirstöðu lífshamingju og mun það hollari heimanmundur hinum fyrrnefnda. Margrét Sigurðardóttlr er ættuð úr Rangárvallasýslu. Hún varð áttræð þann 23. júlí | síðastliðinn. Atvikin lögðu leið hennar í Skagafjörð áður fyrr, til þess að hún skyldi verða þar mikil ættmóðir. Hún hefir stað- ^ ið prýðilega vel í stöðu sinni og unniö sín störf af þeirri trú- mennsku og þeim kær,leika, sem konum einum er gefinn, svo sem aðrar góðar mæður hafa gert. En nú er hún Margrét á Reykjaborg orðin ein í herber- inu sínu, því nú hefir öldungur- inn lagt frá landi með kreppt- ar hendur og hvitt hár, þegar báran fellur hljóðlát að fjöru- sandi, undir sól vordaga. Vinir og náin skyldmenni standa á ströndinni og biðja honum blessunar, en hinum megin við sundið, þar sem hann tekur land, með nýja orku til starfa, bíður fagnandi frændalið. Björn Eigilsson Sveinsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.