Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna 4 / I KEYKJlVlK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 2. ÁGÍIST 1947 139. blað Fulltrúar þingmannafundarins fara aö Gullfossi og Geysi Fulltrúar á aðalfundi Þing- mannasambands Norðurlanda og fylgdarlið þeirra fór í boði íslandsdeildarinnar austur að Gullfossi og Geysi í fyrradag. Veðuráttin var því miður ekki eins hugulsöm eins og á Snorra- hátíðinni, og leikur nokkur vafi á að Gullfoss og Geysir hafi launað gestunum áreynzluna við heimsóknina sem skyldi, þótt þeir hefðu sig alla við, meður því að loft var þungbúið og sólin lét hvergi sjá sig. Át heimleið var aðeins stanz- að við aflstöðina á Ljósafossi, sem framleiðir eins konar vara- sólskin, en jafnvel þar var reynt að bæta fyrir sólarleysið' með hressingu sem skáldin hafa lýst sem innvortis-sólskini. Frá Ljósafossi var síðan hald- ið á Þingvöll, þrautalendingu ís- lenzkrar gestrisni, þar sem náttúran umlykur það merkan þátt sögu þjóðarinnar, að eng- in fer erindisleysu, sem leggur við augu og eyru. Og hafði þarna verið undirbúið skilnað- arhóf fyrir hina merku gesti. Formaður Þingmannasam- bandsins, Gunnar Thoroddsen alþingismaður, stýrði hófinu og minntist krossferðanna til hins helga lands. Gestirnir væru komnir á helgan stað, þar sem okkar litla þjóð hefði stofnað lýðveldi fyrir þúsund árum, og síðan lengst um ráðið ráðum sínum með þeim hætti, að minni hluti beygði sig jafnan fyrir meiri hluta, stað, þar sem kristnin hefði verið lögtekin án blóðsúthellinga árið 1000, þrátt fyrir skiptir skoðanir, og þar sem lýðveldið hefði verið end- urstofnað árið 1944. Þá kvaðst hann vilja mega líkja framtíðarsamvinnu Norð- urlanda við heila hönd, heil hönd hefði fimm fingur, og hér væri um að ræða samstarf fimm þjóða. Þessi hönd mætti verða sterk, og vildi hann mega óska að hennar mætti njóta til góðra hluta á vettvangi al- þjóðamála. í þessu veglega hófi flutti fyrrverandi forsætisráðherra Dana„ Buhl, aðalræðu af hálfu gestanna, ræðu sem vakti mik- inn fögnuð, ræðu, sem ekki er unnt að endursegja í stuttu máli, ræðu, sem gladdi ekki sízt hina íslenzku áheyrendur, ræðu, sem hr. Buhl hefir verið beð- inn að rita og gefa íslenzkum blöðum kost á að flytja, ræðu, sem runnin er frá hjartarót- um eins hins ábyrgasta stjórn- málamanns, stjórnmálamanns, sem var valinn í fylkingarbrjóst þjóðar sinnar, þegar mest á reið. Þessi ræða birtist væntan- lega hér í blaðinu og í fleiri ís- lenzkum blöðum í byrjun næstu viku. Samkvæmið á Þingvöllum var gestunum og staðnum sam- boðið. Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Tliomas Ths. Sabroe & Co. A/S Samband ísl. samvinnufélaga Drengjameistaramót íslands Drengjameistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram á íþróttavellinum n. k. þriðju- dags- og miðvikudagskvöld kl. 8 e. h. Fimmtíu menn frá 9 félögum taka þátt í mótinu, en af þeim eru 17 menn frá 6 utanbæjar- félögum. Utanbæjarfélögin sem senda keppendur á þetta mót mót eru: Héraðssamband Þing- eyinga, Ungmannafélagið Hvöt, íþróttabandalag Vestmanna- eyja, Ungmannasamb. Kjala- nessþings, Ungmennafélag Sel- foss og Fimleikafélag Hafnar- fjarðar, en auk þeirra senda svo Reykjavikurfélögin þrjú, Ármann, Í.R., K.R., keppendur. Á mótinu keppa flestir efni- legustu íþróttamenn landsins í drengjaflokki. Meðal sennilegra sigurvegara má nefna í sprett- hlaupum Hauk Clausen Í.R., í millivegalengdum Eggert Sig- urlásson, Í.B.V., eða Einar H. Einarsson, K.R., í kúluvarpi Vil- hjálm Vilmundarson, K.R., í kringlukasti Pétur Sigurðsson, K.R., eða Vilhjálm Vilmundar- son, K.R., í spjótkasti Adolf Óskarsson, Í.B.V., í sleggjukasti ísleif Jónsson, Selfossi, eða Þórð Sigurðsson, K.R., í lang- stökki Óla Pál Kristjánsson, H.S.Þ., í þrístökki Óla Pál Krist- jánsson, H.S.Þ., og í stangar- stökki ísleif Jónsson, Selfossi. Þetta er sjötta drengj>ameist- aramótið, sem fram fer og hefir K.R. alltaf séð um mótið og gerir það einnig í þetta skipti. Þrír ísl. sundmenn á Evrópumeistaramót Það mun hafa verið ákveðið, að senda þrjá íslenzka sund- mehn á Evrópumeistaramótið í sumar. íslendingarnir, sem verða sendir á mótið eru: Sigurðarnir Jónssynir og Ari Guðmundsson. Mótið fer fram í Moseo á Frakklandi í byrjun þ. m. ísleiidingar hefllii getað unnið . . . (Framhald af 1. síðuj kepptum við í vor. Það var aldrei von til þess að við ynnum það. Þetta sagði Albert, áður en hann fór. Þó að hann sé nú kominn í atvinnulið í Frakk- landi er ekki loku fyrir það skotið, að hann eigi innan tíðar eftir að keppa með íslenzkum áhugamönnum aftur hér á vell- inum. Þó að maður gerist at- vinnuleikmaður á hann þess kost að hverfa aftur í hóp áhugamanná. Eftir að nokkur tími er liðinn frá því, að hann hættir að keppa sem atvinnu- maður, á hann þess kost sam- kvæmt alþjóðalögum að ganga aftur i lið með áhugamönnnum, með samþykki íþróttayfirvalda viðkomandi lands. Er ekki nokk- ur vafi á því, að Albert verður tekið tveim höndum* ef hann kemur aftur til okkar, því satt að segja mega íslenzkir knatt- spyrnumenn ekki við því að missa svo góðan liðsmann sem Albert er um langan tíma. Enda eru þess fjölmörg dæmi meðal annarra þjóða að knatt- spyrnumenn gerist atvinnnu- menn um skeið, en fari svo aft- ur að keppa sem áhugamenn. Til dæmis keppti einn allra bezti knattspyrnumaður, sem Danir hafa átt, um skeið, sem atvinnumaður í Englandi, en fór svo að keppa aftur með áhugamönnum er hann kom heim. Við skulum vona, að Albert eigi-eftir að keppa með íslenzk- um knattspyrnumönnum, um leið og við óskum honum góðs gengis og aukins frama með hinu franska knattspyrnu- félagjí. Glingurvörukau)i (Framhald af 1. síðu) vörum, eftir að yfirvöld lands- ins höfðu athugað allar að- stæður. Mörg ung fyrirtæki hafa alls ekki getað staðizt þessi skulda- viðskipti, er vörurnar stað- næmdust á hafnarbakka ■ í Reykjavík, og ekki heldur það, að missa þannig í einu vetfangi aðalmarkað sinn. Ættlaucl vort . . . (Framhald af 2. síðu) tímabærara fyrir þá víðfeðmu ættjarðarást og bræðralags- hugsjón hins norræna manns, sem þar er lýst með skáldlegri snilld: í fjarska blika jöklarnir og frítt er upp til dala, og frjálsborinn er sonurinn sem norðrið hét að ala. Hann elskar allar þjóðir, er allra manna bróðir, en höfði sínu hallar að hjarta þínu, móðir. Blessuð sé minning íslenzku landnemanna, sem tignuðu í verki trúmennnskuna við ætt og erfðir og létu eigi glóð fram- sóknarinnar slokkna í brjósti sér! Megi hetju- og manndóms- andi þeirra halda áfram að svífa yfir landnámi þeirra hér í álfu, svo að hlutur íslendinga í hér- lendri menningu megi sem veglegastur verða! Haldi holl- vættir verndarhendi yfir ætt- þjóð vorri, sem nú hefir að fullu gengið til sætis í hópi lýðfrjálsra þjóða og sækir djarflega fram mót sól og vori! Moisíaramót (Framhald af 1. síðu) ef vel tekst standa þó vonir til að nokkrir komist út. Ákveðið verður 24. ágúst n.k. hverjir fara. Glímufélagið Ármann stend- ur fyrir mótinu og þarf að til- kynna þátttöku til þess fyrir 3. ágúst n. k. Félagið hefir ákveð- ið að fresta vissum keppnum ef veður reynist óhagstætt, þannig að keppnin fari ekki fram nema við hagstæð skilyrði. Þess er vænst að einn og sami maður taki ekki þátt í alltof mörgum keppnisgreinum, því það tefur um of fyrir mót- inu í heild og dregur það á langinn. Aaglýsið í Tímanum. Útbreiðið Tímann! ERLENDAR FRÉTTIR Óaldarmenn Gyðinga hafa framkvæmt þá hótun sína að hengja tvo brezka liðþjálfa, sem þeir höfðu tekið sem gíisla. Fundust lík þeirra hangandi í tré í fyrrdag og hafði verið komið fyrir mörgum jarð- sprengjum þar í náigrenninu. Glæpur þessi hefir verið harð- lega fordæmdur af öllum ábyrg- um samtökum Gyðinga. Óald- arverkin halda samt áfram og voru fjórir menn og ein kona skotin til bana á götu í Fel Aviv í fyrradag. Morðingjarnir óku um göturnar í brynvörðum bíl og skutu á fólkið með vélbyss- um. Öryggisráðið ræðir nú Indó- nesíumálið. Fulltrúi Ástralíu hefir lagt til, að öryggisráðið krefjist, að vopnaviðskipti hætti tafarlaust. Hollendingar hafa fallist á það, að Bandaríkin reyni að miðla málum. Brúðkaup Elísabetar Eng- landsprinssessu og Pauls prins hefir verið ákveðið 20. nóv. næstk. I»rír bændur (Framhald af 3. síðu) ur og daga þar til yfir lauk eftir margra ára helstríð. Þannig vitna öll verk Jóns á Úlfsstöðum um frábæran mann að góðvild og fórnfýsi. Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir Þorvaldssonar frá Stóra-Kroppi. Börn þeirra voru Ragnhildur, nýdáin, var bústýra Björgvins Þórðarsonar lögregluþjóns í Reykjavík, og Þorsteinn skáld, sem býr á föðurleifð sinni, Úlfsstöðum. Síðari kona Jóns var Guðbjörg Pálsdóttir frá Kumla í Oddahverfi í Rangár- vallasýslu. Þau voru þarnlaus. Það sýndust þung örlög þegar hann, maðurinn sem vildi af fremsta megni bæta úr annarra böli, varð sjálfur að heyja langt og kvalafullt dauðastríð. En þá var það konan, sem létti honum þá miklu raun, eftir því sem tök voru á. Framhald. VINNIÐ ÖTULLEGA A» ÚTBREIÐSLU TÍMANS (jatnla Síc Lokað til 4. ágúst Výja Bíó (við Skúlagötn) 7ripdi-Síc Kvikmyndin „Jeriko44 (Capitol Buckingham Film) Áðalhlutverk leikur negra- söngvarinn heimsfrœgi Paul Bobeson Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. Sími 1182 Árás Iiidíáiiaiina („Canyon Passage") Mikilfengleg stórmynd í eðli- legum litum. Aðalhlutverk: DANA ANDREWS. SUSAN HAYWARD. BRIAN DON- LEVY. — Sýnd kl. 5, 7, 9. Bönnuð börnum yngri en 15 ára. Við Svanafljót. Hin fagra músíkmynd sýnd kl. 3. 7jathatkíó Sakamaður (Appointment vith Crime) William Hartnell Robert Betatty Joyce Howard Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. Klukkan 9: sýning frú Brun- borg: Englandsfarar Bönnuö innan 16 ára. Aðgangur 10.00 kr. Tryggið hjá n ♦ ♦ « n 1 SAMVINNUTRYGGINGUM § !: 8 BRUNATR Y GGIN G AR BIFREIÐ ATR Y GGIN G AR SJÓTRYGGINGAR Umboðsmenn í öllum kaupfélögum landsins. SAMVINNUTRYGGINGAR Sfmi 7080 Simnefni: Samvinn n«jmj::n:m«njmjun:njnnnunjj«m::jj;jjj:jjjuj:mm«junn:jmj:::nnm:mm mjjnunnnjnnunttjnmnnnnnmmmnmnmnnmujnmmmjmjjnnunnnunj Frestur til að kæra til yfirskattanefndar Reykjavíkur, •C I út af úrskurður skattstjóra og niðurjöfnunar- nefndar á skatt- og útsvarskærum, kærum út af niðurgreiðslu á kjötverði, kærum út af iðgjölum atvinnuveitenda, og tryggingarið- H gjaldi, rennur út þann 14. ágúst n. k. Kærur H n skulu komnar í bréfakassa Skattstofunnar á H Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann dag. 1 Yfirskattanefnd Reykjavíkur Bókhald Garðastræti 2, sími 7411. Bókhald & bréfaskriftir fjölritun, vélritun og þýðingar. :nnnnnnnnnuuuumm:mn:mum:nnm Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst. MAGNI H.F. Vltmlð iitulleqa ft/rir Tímann. Útbreiðið Tíinanu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.