Tíminn - 08.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIIVX, föstmlagiim 8. ágwst 1947 # Föstuduyur 8. áyúst Lærdómsríkt fordæmi Breta Hinar róttæku ráðstafanir, sem brezka stjórnin hefir í und- irbúningi til að koma jöfnuði á utanríkisviðskiptin og auka framleiðsluna, vekja mikla at- hygli um allan heim. Þær sýna betur en nokkuð annað, að Bretar eru staðráðnir í því að vinna upp það tjón, sem styrj- cldin hefir bakað þeim, og skapa sér á ný þá fjárhagslega aðstöðu, sem tryggi framtíð þeirra sem stórveldi. Til þess að ná þessu marki munu Bretar leggja hart að sér næstu misserin. Þeir ætla að spara við sig .hvers konar inn- flutning, sem þeir geta án ver- ið, minnka stórlega gjaldeyris- leyfi til ferðalaga, takmarka benzínskammtinn mjög veru- lega og gera margvíslegar aðrar ráðstafanir sem ganga í þá átt. Jafnframt ætla þeir að gera allt sem þeir geta til þess að auka framleiðsluna. Reynt verður að draga úr hvers konar miður þarfri starfrækslu, en vinnuafl- inu beint að þeim atvinnugrein- um, sem nauðsynlegast þykir að efla, en það eru útflutnings- framleiðslan og landbúnaður- inn. Óvíða er meiri ástæða til þess að umræddar ráðstafanir veki mikla athygli en hér á landi. íslendingar hafa að vísu ekki átt í styrjöld, eins og Bretar, en þeir hafa búið víð frámuna- lega slæma stjórn á seinustu árum. Þess vegna er svo komið, að hín fjárhagslega aðstaða þeirra er nú orðin miklu veik- ari en Breta, enda þótt íslend- ingar væru tiltölulega ein efn- aðasta þjóðin í Evrópu, þegar stríðinu lauk. Léleg stjórn þarf ekki nema tvö ár til þess að valda slíkum ófarnaði. Fyrir íslendinga er nú ekki nema um tvennt að velja. Ann- að hvort er að gefast upp og komast fjárhagslega á vonarvöl og glata sjálfstæðinu, ellegar að fylgja fordæmi Breta og reyna með sparnaði, sjálfsafneitun og dugnaði að vinna það upp, sem tapast hefir vegna lélegrar stjórnar seinustu árin. Þótt síðari leiðin sé kannske örðugri almenningi í bili, er það þó leiðin, sem liggur til frelsis og velmegunar í framtíðinni, en hin leiðin getur ekki endað með öðru en áþján og ófarnaði. Forustumenn þjóðarinnar verða að gera sér þetta Ijóst. Þeir verða að taka upp sama merkið og stjórn Attlees í Bret- landi. Þeir verða líka að sýna í verki, að þeir sætta sig sjálfir við þær kvaðir, sem þeir krefj- ast af öðrum. Það verður svo að koma í ljós, hvort þjóðin hefir skilning og manndóm til að taka á sig nokkra byrði til tryy-ggingar frelsi sínu og af- komu í framtíðinni. Næstu miss erin mun íslenzka þjóðin ganga undir það próf, hvort hún verð- skuldar það frelsi, sem hún hef- i fengið. Það er meiri vandi að gæta fengins frelsis en að afla þess. Það hefir íslenzka þjóðin feng- að reyna. Það er erfitt að vinna styrjöld, en ennþá erfið- ara að vinna friðinn. Þau vísu orð eiga fyllilega við um ís- lendinga Og ef við stöndumst ekki þetta próf höfum við að- eins stofnað sjálfstætt lýðveldi i orði en ekki á borði. P AUL W 11\T II K TOX: Stjórnarfarið í Rússlandi Ein orsakanna til þess, að svo margvíslegur misskilningur hef ir skapast úti um heim á síð- ustu árum, að því er Rússa snert ir, er sú, að mörg ákaflega mik- ilvæg orð hafa verið óvarlega notuð af stjórnmálamönnum, blaðamönnum og útvarpsmönn- um, bæði í Rússlandi og utan þess. Þar sem við erum að reyna að komast að staðreyndum um Rússa — a. m. k. sumum þeirra — getur vel verið rétt að athuga nokkur þessara orða. Til dæmis hefir Rússlandi tekizt með einhverju móti að láta telja sig til „lýðræðisríkj- anna“ í ýmsum stjórnmálavið- ræðum upp á síðkastið. Það er vel skiljanlegt, að Sovétríkin skuli hafa viljað teljast meðal lýðræðisríkjanna, er þau börð- ust við hlið lýðræðisríkja eins og Bretlands og Bandaríkjanna við einræði nazista og fasista. Ef til vill var líka rétt, að fetta ekki fingur út í það, meðan bar- izt var og geigvænleg hætta vofði yfir. En nú er það svo, að orð þýða vissa hluti eða hug- tök og svo vill til, að „lýðræði“ þýðir „stjórn í umboði þjóðar- innar“. Hvað sem segja má um stjórnarfar Rússa, er þar ekki um „stjórn í umboði þjóðar- iinnar" að ræða og Rússland er vissulega ekki lýðræðisríki. í Rússlandi er svo nærri al- gert einræði, að það, sem mun- ar, skiptir ekki máli. Landinu er í raun og veru stjórnað af litlum hópi manna með Stalin í broddi fylkingar. Að svo miklu leyti, sem rödd þjóðarinnar get- ur látið til sín heyra, heyrist hún aðeins innan flokksins, þar sem meirihlutinn ræður öllu og minnihlutinn má ekki láta á sér bæra. í rauninni ræður hinn óbreytti kommúnistaflokksmað- ur harla litlu um stefnuna nú á dögum og er lítið annað en áróðurstæki, sem beitt er til að vinna ákvörðunum forsprakk anna hylli þjóðarinnar. Stalin er raunverulega ein- valdur. Ég á ekki við það, að hann birtist allt í einu sam- Fyrir nokkru síðan kom út í íslenzkri þýðingu bókin Report on Russia eftir Paul Winterton, fréttaritara brezkastórblaðsins News Cronicle, en hann var einnig fréttaritari brezka útvarpsins (B.B.C.). Dvaldist hann í Rússlandi árin 1942—45. Gat hann sér mikinn orðstír fyrir fréttaritarastörf sín, og var oft til hans vitnað í fréttum íslenzkra blaða um gang styrjaldarinnar í Rússlandi. Winterton hafði áður dvalið í Rússlandi og lært rússnesku og öðlazt allnáin kynni af landi og þjóð. — Birtist hér kafli úr bókinni, og fjallar hann aðallega um kynni höfundar af rússnesku stjórnarfari. Bókin nefnist Myrkvun í Moskvu í íslenzku þýðingunni. starfsmönnum sínum í stjórn- málanefnd flokksins, hendi í þá heilmiklu af fyrirskipunum og segi: „Hlýðið.“ Ég er nefnilega á þeirri skoðun, að Stalin sé mjög skynsamur maður , kunni að hlýða á rök annarra og velti fyrir sér skoðunum samstarfs- manna sinna, áður en hann slær botninn í umræðurnar og kunngerir skoðanir sínar. En þegar hann lætur uppi álit sitt, þá er málið útrætt. Og þar sem þjóðin getur ekki með neinu móti mótmælt fyrirskipunum hans, án þess að stofna sér i hættu, þá er þarna einræði á ferðinni. Að minnsta kosti er það skoð- I un mín. Það mætti rita heil- mikið um þetta efni og ræða um önnur orð, sem lýstu betur rússneska stjórnarfarinu. Ég get hugsað mér, að menn geti rætt af kappi óratíma um það, hvort einræði Stalins sé byggt á góðvild eða ekki og að hvaða leyti það sé frábrugðið hinum dauðu einræðiskerfum Musso- linis og Hitlers — ef um nokk- urn mun er að ræða. En það kemur ekki þessu máli við. Það, sem ég held fram, er að hvað sem þetta stjórnarfar kann að vera, þá er það ekki lýðræði. Ég hef tvisvar verið viðstadd- ur fundi æðsta ráðs Sovétríkj- anna í Moskvu, sem er að nafn- inu til voldugasta samkundan í Sovétríkjunum. Ráðið klæðist fullkomnum lýðræðisbúningi. Þar fara fram „umræður”, til- lögur eru fram bornar og at- kvæði geidd. Þrátt fyrir það ber aldrei á neinum neista sjálfs- ákvörðunar, svo að greint verði. Andmælum er aldrei hreyft, þegar mál eru borin fram og allir eru samþykkir tillögum stjórnarinnar. Þingfundur í rík- isdeginum á dögum nazista hlýtur að hafa verið mjög keim- líkur. Meðlimir þessa sovétþings eru kjörnir úr hópi frambjóð- enda, sem stjórnin hefir sam- þykkt. Um frambjóðendur stjórnarandstöðunnar er ekki að ræða. Kjósandinn getur skrifað nafn þess, sem hann vill kjósa, á kjörseðilinn, ef honum fellur ekki við frambjóðandann, en aðrir en opinberir frambjóð- endur eru aldrei kosnir. Þegar þessar blekkingakosningar hafa fram farið, ákveður kommún- istaflokkurinn, hvað gera skuli og sovétþingið fellst á það. En að segja að sovétríkin séu ekki lýðræðisríki er allt annað en að segja, að fordæma beri stjórnarfar þeirra umyrðalaust. Þetta kerfi virðist eiga mjög vel við Rússa, sem hafa aldrei kynnzt stjórnmálalýðræði eins og við, langar ekkert sérstak- lega í það og myndu áreiðanlega eiga í miklum erfiðleikum við að láta það starfa. Stjórnmála- lýðræði er fyrst og fremst vest- rænt fyrirbrigði og það er rétt að gerá sér það ljóst þegar, að aldir geta liðið áður en það getur dafnað í hinu hálfaust- urlenzka Rússlandi, ef það get- ur nokkuru sinni dafnað þar. Rússar kunna því vel að láta stjórna sér og leiðbeina. Þeir telja það sjálfsagt og rétt. Ég minnist þess, að ég spurði einu 142. blað sinni gáfaða rússneska konu, sem vann við útvarpið í Moskvu, hvað henni finndist um til- tekna skipun, er birt hafðj verið i blöðunum þá um morguninn. „Ég tel hana ágæta,“ svaraði hún. „Mynduð þér samþykkja hvaða tilskipun stjórnarinnar, sem væri?“ spurði ég. „Auðvitað — hún veit betur en ég,“ svar- aði hún. Það er algengasta skoð- unin. Eins og menn geta gert sér í hugarlund, leiðir af þessu, að umræður um stjórnmál í Rússlandi eru ósköp bragðdauf- ar, því allir Rússar tala eins um þau mál. Þeir bergmála allir Pravda. Um skoðanir í stjórn- málum er ekki að ræða. Hug- myndir manna eru allar steypt- ar í sama móti frá barnæsku og langi menn til að vita, hverjar þær hugmyndir eru, þá- er ekki annað að gera en að fylgjast með ræðum Stalins. Afstaða okkar til stjórnar- kerfis Rússlands ætti að vera raunsæ og æsingalaus. Harðar árásir á það sýna ófullnægjandi skilning á þeim aðstæðum, sem sköpuðu það. Að skamma það og svívirða er að berja höfðinu við steininn. En jafnframt er hyggi- legt af okkur að gera okkur ljósar hætturnar af því. Það er staðreynd, að í einræðisríkjum er meiri hætta á að fram komi ábyrgðarlaus ævintýramennska en í lýðræðisþjóðskipulagi Stalin er ekki ábyrgð- arlaus ævintýramaður, en arf- taki hans gæti verið það. Ég tel, að friðvænlegra væri í heimin- um, ef Rússland væri lýðræðis- ríki. En Rússland er ekki lýðræð- isríki. Þar sem það er staðreynd, eigi»m við ekki að leyfa Rúss- um að komast upp með að láta sem svo sé. Talsmenn Rússa munu vafalaust halda upptekn- um hætti að tala um Rússland sem lýðræðisríki, af því að það orð hljómar vel og virðulega nú á tímum og Rússum veitist með því auðveldara að afla stefnu sinni fylgis erlendis. Við ættum að gera okkur Ijóst, hvað fyrir þeim vakir og vísa þessari kröfu þeirra á bug. Ýmsir menn, sem eru allfram- arlega í stjórnmálalífi okkar hafa leitazt við að breiða út þá skoðun, að þótt í Rússlandi sé ekki ^stjórnmálalýðræði" á okkar mælikvai'ða, njóti Rúss-- land samt „efnahagslegs lýð- ræðis.“ Er þá gefið í skyn, að stjórnmálalegt lýðræði sé í rauninni lítils virði og að Rúss- ar hafi fundið annað lýðræði, miklu betra og að öllu leyti full- komnara. Ef „efnahagslegt lýðræði“ táknar eitthvað, merkir það, að alþýða manna ráði yfir starfs- lífi sínu með því að hafa með -höndum stjórn þess hagkerfis, sem veitir henni atvinnu. Þetta er ekki uppi á teningnum í Rúss landi, hvorki í rúmum né þröng- um skilningi. Iðnaður Sovét- ríkjanna er skipulagður og hon- um stjórnað af ríkisstofnun, sem er óháð vilja þjóðarinnar, enda þótt hún starfi í nafni hennar. Alþýða manna er ekki að því spurð, hvort stofna eigi til nýrrar fimm ára áætlunar, hvort vinna eigi af kappi að aukningu iðnaðarins, hvort framleiða eigi meira eða minna af neytendavarningi eða hvort vinnuaginn eigi að vera harður eða ekki. Hinar æðri deildir kommúnistaflokkfeins ákveða þetta i samráði við sérfræðinga, sem eru venjulega sjálfir með- limir flokksins. Þegar stefnan hefir verið mörkuð, er hún framkvæmd af viðkomandi stjórnardeild, stórkostlegum framleiðsluhringum ríkisins og verksmiðjustjórum, sem eru einráðir á sínu sviði og segja verkamönnum fyrir verkum i stað þess að leita ráða hjá þeim. Ef verkamennirnir sýna áhuga fyrir framkvæmd stefnu lands- ins eða verksmiðjunnar, verður það að vera undir eftirliti og með samþykki flokksdeildarinnar í verksmiðjunni. Ef menn eru óháðir og láta skoðanir sínar í ljós utan hins rétta ramma, þá mega þeir eiga á öllu von. Verka- menn í verksmiðjum Rússlands geta ekki bundizt samtökum til að fá fram stytting vinnutím- ans eða hærri laun, nema flokk- urinn samþykki það. Verka- lýðsfélög þeii^ra hafa lítil völd eða áhrif og beita séi aðallega við' félags- og menningarmál. Meðlimir þeirra geta ekki gert verkföll. Vinnuaginn er ákaf- lega strangur og stundum ó- sanngjarn. Að kalla þetta iðn- aðáriega alræði „efnahagslegt lýðræði" er að misnota þau orð alveg jafnmikið og þegar Rúss- íFramhald á 4. síðu) Ilr. nied, Robert V. Seliger: Neytir nútímakonan of mikils áfengis? Eftirfarandi grein er tekin úr amerísku kvennablaði, og er rituð af amerískum sálsjúkdómalækni. Se^ir hann frá alvarlegum staðreyndum um vaxandi sjúkdóma af völdum drykkjuskapar kvenna og ýmsum vandamálum, sem skapazt hafa í sambandi við það. í biðstofu minni bíður venju- lega á hverjum degi hópur fólks í hryggilegu ástandi. Það eru einkum konur af öllum stéttum kvenna í Ameríku — húsmæður, verzlunarstúlkur og skrifstofu- stúlkur o s.. frv. — og þær eru á öllum aldri, g.ll( frá átján ár- um til sjötúgs, Sumar þeirra eru vel klæddar jafnvel í loð- kápum en aðrar eru búnar lörf- um. En þær eru þó allar fórn- ardýr sömu lastanna og túlka sömu sorgarsögu. Þær eru allar sjúkar, og sjúkdómar þeirra bera sameiginleg einkenni og eru sprottnir af sömu rót. Þær drekka of mikið Ofdrykkja er sjúkdómur sem verður æ afdrifaríkari, eins meðal karlmanna. Ég á hér þó alls ekki við hófsama samkvæm isdrykkju þegar ég tala um of- drykkju. Og tala ofdrykkju- kvenna hefir aukizt mjög síð- ustu tuttugu árin. Þegar ég hóf læknisstarf mitt var auðvitað mikið af drykkjumönnum, sem leituðu til mín ,en aðeins tíundi hver sjúklingur af því tagi var kona Nú eru það fjórar konur af hverjum tíu. Því sem næst fimmti hluti þeirra kvenna, sem lenda í fang elsum í Ameríku fer þíangað vegna afleiðinga af drykkju- skap. En það eru þó alls ekki aðeins lögbrjótarnir, er drekka í óhófi. Hið versta við ofdrykkju er það, að fórnardýr hennar verða oft greindustu og tilfinn- ingamestu konurnar. Ég er ekki bannmaður. Ef við viljum reyna að setja drykkjuskápnum ein- hverjar skorður, þá er tilgangs- laust að flýja á náðir löggjaf- arinnar ,eða skýrskota til sið- ferðisins. Bezta varnarvopn okkar er uppeldið. Við verðum umfram allt að reyna að skilja orsakirnar til þessa áfengis- hungurs. Við verðum gð líta á það sem verkefni, er snertir heilbrigði alþjóðar á sama hátt og berklaveiki eða kynsjúkdóm- ar Konan i dag lifir i miklum umbrotaheimi. Tvær styrjaldir og hinar skjótu fjárhags- og atvinnulífsbreytingar hafa kippt grundvellinum undan fyrri stöðu hennar í lífinu. Ný sjónarmið hafa leyst þau gömlu af hólmi. Nú er aðaláherzla lögð á ytri fegurð og auðæfi en á tíð ömmu gömlu var æðsta ósk konunnar að verða góð hús- móðir og móðir. Konan í dag lifir á atómöld, en taugakerfi hennar og heili er gert á sama hátt og ömmu hennar Þessar andstæður hafa í för með sér margs konar truflun á tauga- kerfi konunnar. Hin óheillavænlega aukning taugasjúklinga og vaxandi þörf konunnar fyrir áfengi talar ljóslega sínu máli. Þrjár orsakir virðast einkum liggja til ofdrykkju: 1. Þörf fyrir að hverfa frá raunveruleikanum, sem leggur ofviða vandamál á leið konunn- ar. 2. Veik skapgerð eða skortur á hæfileikum til þess að laga sig eftir kringumstæðum. 3. Hófdrykkja sem eykst smátt og smátt svo að hún verður ofdrykkja Fyrir nokkrum mánuðum sið- an hafði ég ungfrú A„ 44 ára gamla undir læknishendi, Hún var ein þeirrg, sem var að reyna að flýja frá raunveruleikanum. Hún hafði starfað sem deildar- stjóri við fyrirtæki eitt og haft 5 þúsund dollara í laun á ári. Hún var ástfangin i forstjóra fyrirtækisins og fannst hann endurgjalda ástina. Þegar stríð- ið skall á var hann kvaddur til herþjónustu. og þegar hann kom aftur, var hann kaldur og óblíður í viðmóti við hana, og hafði augsýnilega lagt ást ó aðra yngri konu. Ef ungfrú A hefði verið uppi á tímum ömmu sinnar, hefði hún ef til vill leit- að huggunar hjá einhverjum sjúkdómi og lagzt i rúmið I því augnamiði að stíga aldrei á fætur framar. En hún var uppi árið 1946 og leitaði því sam- kvæmt venjum sinnar tíðar til áfengisins. Það hefði verið mun skynsamlegra af henni að fara til sálsýkislæknis og leita ráða hjá honum til þess aö mæta lífinu eins og það var. Það er þó ekki ætið hægt að sýna fram á það með vissu að ofdrykkja stafi af augljósum ytri orsökum. Leynd sálarbar- átta getur oft átt sök á henni. Vinir frú B voru til dæmis al- gerlega sannfærðir um að hún væri fullkomlega ánægð með lífið. Rétt áður en stríðið brauzt út en hún var þá 24 ára gömul,. giftist hún ungum sjóliðsfor- ingja og eignaðist með honum fcarn. Meðan hann var að þjón- ustu á skipi sínu, gætti móðir- hennar barnsins, 'en hún sjált' vann á skrifstofu. En er maður hennar var kom- inn aftur heim úr striðinu og þau höfðu keypt sér lítið hús í úthverfi borgarinnar, varð all- mikil breyting á henni Hún varð þunglynd af því að gæta húss og heimilis, og hún fór að venja komur sínar á krá eina sem var þar í nánd, um leið og hún fór út ttl innkaupa fyrir heim- ilið. Lítið vínglas gerði henni létt- ara í skapi og smátt og smátt urðu hinar daglegu komur hennar á krána lengri og vín- glösin fleiri Kvöld eitt, er maður hennar kom heim af skrifstofunni fann hann hana meðvitundarlausa á legubekknum í stofunni. Síga- rettan hafði falliö úr hendi hennar á gólfið og kveikt i gólf- teppinu, sem hafði sviðnað. Eftir þetta lofaði hún iðrun og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.