Tíminn - 08.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1947, Blaðsíða 3
143. blað Tímw; föstadagiim 8. ágást 1947 3 Þarfur bækllngur: ff í f jósinu eftir Árna G. Eylands áá Bæklingar og stuttar ritgerð- ir um fagmál landbúnaðarins eru heldur fátíð fyrirbrigði hér á landi. Sama er að segja um stuttar skýrslur og bráðabirgða skýrslur tilraunastöðva okkar. Útgáfa slíkra rita er þó sá þátt- ur í útbreiðslu- og leiðbeininga- starfsemi landbúnaðar, er flest menningarlönd leggja mikla áherzlu á. — Nokkur tilhlaup hafa þó verið gerð hér á landi til þess að koma þessari útgáfu- starfsemi í viðunanlegt horf. Búnaðarfélag íslands, Ræktun- arfélag Norðurlands, Atvinnu- deildin, Áburðareinkasalan og Grænmetisverzlunin o. fl., hafa gefið út stutt rit hliðstæð þeim er að ofan greinir. Mörg þeirra hafa verið ágæt og gert mikið gagn. Skipulag eða fast form á þessari starfsemi er enn ekki komið hér á landi og er því illa farið. Árni G. Eylands hefir nú sent frá sér úrvals ritgerð, sem fjall- ar um eitt af málum dagsins í landbúnaði okkar. Ritgerð þessa nefnir hann „í fjósinu," og er hún komin út sérprentuð úr Búnaðarritinu. í ritlingi þess um, sem er um 70 blaðsíður, er drepið á ótrúlega margt, sem máli skiptir um fyrirkomulag og gerð fjósa. Það er þó ekki rétt að segja að drepið sé á þessi at- riði, heldur er að finna í þessu kveri ómetanlegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá, sem nautgriparækt stunda. Myndir eru einnig til skýringar og eru þær allar, ásamt teikningum hinar skilmerkilegustu og til mikils gagns. Ef ég ætti endilega að benda á eitthvað, sem mér fyndist vanta í þetta „Eylandsfjós,“ þá væri það helzt umræða um upp- hitun í fjósum. Hvort ekki væri rétt að hita öll fjós upp hér á landi þegar kalt er í veðri, og vanda þá ekki eins einangrun fjósanna. Þetta er atriði, sem bíður skjótrar úrlausnar, sem ýms önnur, ér Árni bendir á að þurfi rannsóknar við „í fjós- inu“. Ég vil þakka Árna Eylands fyrir þennan bækling, og ég hygg að bændur landsins munu taka undir það þakklæti í ein- um kór. Ég hefi oft verið spurð- ur ráða um fjósbyggingar, fyrir- komulag þeirra o. fl. Þeim spurn ingum flestum hefir verið erf- itt að svara. Hér eftir mun ég vísa öllum, sem spyrja um fjós á þessa ritgerð. Ekki þarf að þvi að spyrja, að bæklingurinn er skrifaður á því máli, sem unum er að lesa. Mér og öðrum veitist þó oft örð- ugt að færa fagmál í lipran ís- lenzkan búning. Á meðan Árni Eylands var framkvæmdastjóri Áburðar- og grænmetissölunnar, skrifaði hann ágæta bæklinga um ýms atriði, beint og óbeint faglega, miðaða við þessar starfsgreinar. Þessum ritum var ævinlega og alls staðar vel tekið. Ég full- yrði, að bændur landsins og flestir þeir, sem um landbúnað hu£.sa, óski eftir því að Árni skrifi sem mest um landbúnað- armál okkar. Okkur vantar margar ritgerð- ir og bæklinga um flest er varð- ar landbúnað hér á landi. Út- gáfa slíkra rita myndi verða mjög mikilvirkur þáttur í áróðr- inum um breytta og bætta land- búnaðarhætti. Sá þáttur þarf sem fyrst að komast í fastar og öruggar framtíðarskorður. Runólfur Sveinsson. yfirbót, og hét þvi að smakka aldrei áfengi framar. En nokkr- um vikum seinna féll hún aftur fyrir freistingunni og fór inn á krá og þannig jókst þetta smátt og smátt unz hún lenti á drykkjumannahæli. Frú B hafði ætíð verið mjög ósjálfstæö og aldrei reynt að finna tilgang í lífinu. Hún var heldur ekki trúuð og hafði enga aðra fasta skoðun til þess að styðjast við. Og þegar hún gat ekki leyst á fullnægjandi hátt þau viðfangsefni sem lífiö legg- ur hverri fullorðinni manneskju á herðar, þá leitaði hún hugg- unar hjá áfenginu Áfengislöngunin er aldrei með fædd en margt fólk lendir i of- drykkju vegna minnimáttar- kenndar sem stafar frá barns- árunum. Heimili sem leysast upp vegna dauða eða skilnaðar foreldra, ósamlyndi foreldranna eða alltof mikið eftirlæti við börnin leggja stundum grund- völlinn að ofdrykkju manna. Þriðji hópur ofdrykkjufólks er minni en hinir báðir og mynd- ast af þeim, sem drekka í hófi, en geta ekki haldið því áfram til lengdar án þess að auka það um of Ungfrú C áleit til dæmis að verzlunin gengi bezt, ef hún drykki eitt glas eða svo með viðskiptavinunum. Eftir tíu ár eða svo komst hún að raun um, að hún hafði ekki vinnu- þol svipað og áður. Hún fór þá að fá sér vínglas til hress- ingar á morgnana og með mið- degisverðinum fékk hún sér annað, og 'þannig fór hún smátt og smátt yfir þau takmörk, sem skilja á milli hófdrykkju og of- drykkju Slíkt á sér oft margar or- sakir. Sérhver kona sem finnur að henni þykir áfengi gott, ætti að hafa gát á eftirfarandi at- riöum: Langar hana til þess aö drekka ein, langar hana í glas á morgnana, raskar áfeng- ið starfsgetu hennar, gerir það hana óstyrka og mislynda o. fl. af svipuöu tagi? Ef hún tekur eftir þessum einkennum, er sannarlega kominn tími til þess fyrir hana aö leita til sálsýkis læknis og fá hjá honum holl ráð. Meíð nú/tíma aðferðum t^il- sýkislækna, geta 30—40% of- drykkjumanna öðlazt á ný fyrri heilbrigði en hinum hlutanum er ekki hægt að hjálpa. Annað hvort enda þeir menn líf sitt á drykkjumannaheimili, eða drekka sig bókstaflega í hel og leiða þar með sorg og armæðu yfir sjálfa sig og aðstandendur sína. Bezta aðferðin til þess að koma í veg fyrir ofdrykkju er uppeldi á góðu heimili. Mæð- urnar geta unnið þarna þýð ingarmikið starf og gefið börn- um sínum meira traust og ör- yggi í lífinu og hjálpað þeim til þess að byggja andlega varn- armúra gegn stormum lífsins. Við verðum að reyna að gefa hinu uppvaxandi fólki heil- brigðari lífsskoðun. Það verður að læra að skilja, að ættarmeð- vitund, ást, skyldurækni og trún aður er meira virði en svölun andartaksóska, sem byggjast á eigingirni og sjálfselsku. Til þess að koma í veg fyrir hinn (Framhald. & 4. síðu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarbi — Ég skil það, sagði Karl. Það gleður mig, hve vel mér hefir tekizt að gera yður til hæfis. — Já — það hefir vissulega tekizt. Verið þér nú sælir. Svo fór gistihússtjórinn. En Schulze lokaði hurðinni og litaðist betur um í þessari vistarveru, sem honum hafði verið fengin. Hann sá beint upp í himininn, ef hann leit út um gluggann, því að hann var á þakinu. En hann var víst gisinn, því að lítil snjókorn sáldruð- ust niður á götótt brekánið á rúminu. SJÖUNDI KAFLI. SÍAMSKIR KETTIR Kvöldið varð eftirminnilegt. En það var þó aðeins upphafið. Jóhann Kesselhuth fór í smóking, Schulze tindi farangur sinn upp úr tágakistunni og Hagadorn sat í bláu fötunum, sem gljáðu eins og svell í tunglskini, niðri í forsalnum og reykti sigarettur, sem Frank, leigjapdi móður hans, hafði gefið honum í nesti. Hagedorn undi sér illa. Hann hefði kunnað miklu betur við það, ef menn hefðu verið önugir og stirðir við hann. Því átti hann að venjast í hinum fínu gisti- húsum, er hann hafði gist. Hann kippti sér ekki upp við það, þótt illa væri búið að honum. En hann vissi ekki, hvernig hann átti að bregðast við allri þeirri stimamýkt, sem hann mætti hér. Hann vonaði bara, að Schulze gamli kæmi sem fyrst, því að það var við- kunnanlegur maður og hræsnislaus. En það komu þó aðrir á undan honum, því að nú voru gestirnir staðnir upp frá borðum. Frú Kasparíus hafði ekki haft lyst á ábætinum og kom nú siglandi fyrir fullum seglum. — Viðbjóðsleg manneskja, sagði frú Mallebré. Keller barón leit upp frá diski sínum. En þá hrökk kirsuberjasteinn niður í hann. Hann ranghvolfdi aug- unum, eins og hann væri að reyna að sjá inn í sig, og spurði með erfiðsmunum: — Hvers vegna segið þér það, frú? — Sáuð þér, hvað hún flýtti sér að borða — Hún hefir kannske verið sársvöng, svaraði hann hógværlega. — Þér eruð ekki skarpskyggn maður. Frú von Mallebré hló beisklega. — Ég veit það, sagði baróninn. — Hún ætlar að tæla miljónamæringinn, sagði frú von Mallebré. — Segið þér satt? sagði baróninn. Bara af því, að hann er svona illa búinn? — Henni finnst það vist rómantískt. — Kallar fólk það rómantískt? spurði hann. Þá verð ég að vera yður sammála. Frú Kasparíus er við- bjóðsleg manneskja. Og svo hló hann. — HvaÖ gengur að yður? spurði frú von Mallebré. — Hvers vegna farið þér að dæmi frú Kasparíus. — Ég er svöng, sagði frúin luntalega. — Ég veit, hvað gæti satt yður, sagði hann. Frú Kasparíus hin ljóshærða frá Brimum hafði náð takmarki sínu. Hún sat við hlið miljónamæringsins fátæklega. Polter gaut öðru hverju til þeirra augun- um. Hann minnti á föður, sem ekki getur dulið ánægju sína yfir ástsæld feimins sonar síns. Hagedorn var mjög þögull. Frú Kasparíus lýsti ræki- lega vindlaverksmiðju manns síns. Hún kom því lika að, að herra Kasparíus hefði orðið eftir á Brimum til þess að helga sig tóbaksiðjunni og uppeldi tveggja barna. I — Má ég skjóta orði inn í? spurði ungi maðurinn. — Gerið svo vel. — Eru síamskir kettir í herberginu yðar? Hún virti hann fyrir sér með áhyggjusvip. — Eða einhver dýr? spurði hann, Hún hló, því að nú þóttist hún loks skilja, hvað hann var að fara. Guð, hvað þetta var hrífandi maður. — Það vona ég ekki, sagði hún. — Hvorki hundar né sæljón? Og ekki heldur mar- svín eða fiðrildi? — Nei, svaraði hún. í herberginu mínu er ekki nokk- ur lifandi vera, nema ég sjálf. Er það ekki líka nóg? Búið þér einnig á þriðju hæðinni? — Nei, sagði hann. Mig langaði bara til að vita, hvers vegna þeir hafa látið síamska ketti í herbergið mitt. — Þér verðið að lofa mér að sjá litlu angana. Mér þykir svo vænt um ketti. Þeir nudda sér upp við mann, og þó veit maður aldrei, hvað þeir kunna að gera. Það er svo eggjandi — skiljið þér? Og því fylgja ekki nein- ar skyldur eða skuldbindingar. — Ég hefi nú lítil kynni haft af köttum, sagði hann. Hún horfði á hann fjólubláum augum. — Þá skuluð þér vara yður, kæri doktor. Ég er köttur. ! I < i o o o o o * ttvegnm mcð stuttum fyrirvara Frigidaire frá Ameríku, gegii gjjaldeyris- og iiiuflutiiingsleyfum. Samband ísl. samvinnuf élaga Innilega þakka ég öllum þeim, er heiðruðu mig með heimsöknum, gjöfum ávörpum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 5. ágúst s.l. og gerðu mér á þann hátt daginn ögleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. ÁGÚST JÓNSSON SAUÐHOLTI. Byggingarfélag verkaraanna AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn i Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu sunnudaginn 10. þ. m. kl. 1.30 e. h. llagskrá: Veujuleg aðalfuudarstörf. STJÓRNIN. AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Félagsheimili Verzlunarmanna, Vonarstræti 4, föstudaginn 15. ágúst 1947, kl. 830 síðdegis. Ilagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIX. i í ! i Ifcu £a{ ■, -Or•• • _ of inis Clean, Family Newspaper _ ý The Christian Science Monitór s Free from crime acd sensatíonal news . , , Free from political bias . . . Free from "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world evcnts. Its own worid-wide staff of corre- spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features to clip and keep. The Christiau Scicnce Puhliehinr Society Onc, Norway étrect, Boston 15, Maaa. Ctty.. PB-3 . Zone......State. □ Please scnd sample coptes { of The Cbristian Science i Motíitor, r □ Please setid a one-month | trial subscription. I en• | close $1 DÝRASÝNINGIN í Örfirisey er opin frá klukkau 8 árd. Skotbakkin er opinn frá klukkan 2 eftir hádegi Aðgangur ókeypis fyrir börn 9 ára og yngri. Dansað frá kl. 10 í kvöld. Sjómaimadagsrái UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.