Tíminn - 14.08.1947, Side 1

Tíminn - 14.08.1947, Side 1
\ RITSTJÖRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON I ÚTGEFANDI: ( FRAMSÓKNARFLOKKURINN > | Símar 2353 og 4373 ) PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. í J ITST JÓRASKREFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A sunar 2353 og 4373 i AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 23» 31. árg Reykjavík, fiiíimtudaglim 14. ágást 1947 145. blað Fáir staöir mikilvægari fyrir veðurathuganir en Island Frásögn dr. Sverre Fettersen, forstj. norsku veður|)jónustuiiiiar. Meðal norskra gesta á Snorrahátíðinni var veðurfræðingurinn nafnkunni, dr. Sverre Petterssen, forstjóri norsku veðurþjónust- unnar. Hann var prófessor í Massachussetts Institute of Techno- logy í Bandaríkjunum, þegar stríðið skall á, en gekk þá nokkru siðar í herþjónustu og var í Englandi á stríðsárunum. Hann var einn hinna fjögurra veðurfræðinga, sem sögðu fyrir um það, hvern dag væri unnt að gera innrásina í Normandí 1944. Frá afmæli Hákonar Noregskonimgi Williara Gragie látinn Sir William Craigie, hinn frægi skozki málfræðingur og íslandsvinur varð áttræður í gær. Eræðigrein hans er aðal- lega gríska og rómversk fræði, en auk þess hefir hann lagt mikla stund á norræn málvís- indi. Hann var kennari í Norð- urlandamálum við Oxford- háskóla um alllangt skeið. en því starfi hafði Guðbrandur Vigfússon málfræðingur áður gegnt. En það, sem ha’da mun nafni Sir Williams hæst á lofti, er starf hans i þágu orðabóka. Hann var einn af þrem aðalrit- stjórum hinnar miklu Oxford- orðabókar, sem lokið var útgáfu á árið 1923. Nær hún yfir enska tungu og mun vera stærsta orðabók, sem til er í heimi. Sir Wi’.liam lagði mik'a stund á íslenzku og naut kennslu Finns Jónssonar og Valtýs Guð- mundssonar í Kaupmannahöfn. Hann hefir og ritað margt um fornislenzk fræði, og meðal annars þýtt nokkuð af drótt- kvæðum á enska tungu. Þá hefir hann lagt mikla stund á rimnarannsóknir og gefið' út Skot’andsrímur séra Guðmund- ar Einarssonar. Nú vinnur hann að sýnisbók um íslenzkar rímur. Sir WilLiam var kjörinn heið- ursfélagi Hins íslenzka bók- menntafélags árið 1916 og sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar .1924. Árið 1937 gaf Snæbjörn Jónsson út Núma- rímur og tileinkaði Sir William útgáfuna á sjötugsafmæli hans. Alþingi þessa árs veitti nokk- urt fé til útgáfu á Olgeirsrím- um Guðmundar Bergþórssonar til heiðurs og viðurkenningar við Sir William. Hafa nú Lands- bókasafnið og ísafoldarprent- smiðja gefið rímuna út. Er hún í tveim bindum. og útgáfan öll hin vandaðasta. Sir William hefir ætíð reynzt íslendingum sannur og heill vinur, og hefir veitt mörgum af íslenzku bergi stuðning, er hann hefir mátt. ERLENDAR FRETTIR Enska þingið hefir nú sam- þykkt heimildarlögin handa stjórn Attlees til að gera víð- tækar ráðstafanir vegna fjár- hagsvandræðanna. íhaldsmenn og frjálslyndir greiddu atkvæði gegn lögunum og gagnrýndu þau harðlega. Fulltrúi Bandaríkjanna í ör- yggisráðinu, Johnson, lýsti yfir því á fundi þess í fyrradag, að Bandaríkin myndu ekki láta of- beldismenn ná yfirráðum í Grikklandi, þótt beitt yrði neit- unarvaldi í öryggisráðinu til að koma í veg fyrir, að þau gætu gert ráðstafanir Grikkjum til hjálpar. Öryggisráðið hefir leyft full- trúa frá Indónesíumönnum að flytja greinargerð á fundi ráðs- ins. Þrír fulltrúar í ráðinu, þ. e. fulltrúi Breta, Hollendinga og Belgíumanna, greiddu atkvæði Aður en hann fór héðan gaf hann útvarpinu og blöðunum ýmsar upplýsingar um veður- þjónustuna í Noregi og fleira. Nórðmenn hafa ferfaldað veð- urþjónustuna frá því, sem var fyrir stríðið, og þyrftu þó á enn fleiri veðurfræðingum og veður- athugunarstöðvum að halda. Nú starfa þar að veðurþjónustunni 252 kunnáttumenn, þar af yfir 60 veðurfræðingar, og í níu mið- stöðvum veðurathugana er vörð- ur dag og nótt. Þegar að því kemur, að teknar verða upp beinar flugramgöngur milli Nor- egs og Bandaríkjanna, án við- komu, verður þó enn að auka veðurþjónustuna stórum. Pett- erssen sagði, að miklu fé væri varið til veðurþjónustunnar, en dýrara væri, að flugvélar týnd- ust og farþegar. og þótt ýmsir hefðu möglað út af fjárveiting- um til þessa starfa, hefðu þó alJir sérfræðingar hvatt til þess, að sem mestu íé yrði varið til veðurstofunnar. Petterssen sagði, að veður- fræðingar í Noregi og raunar alls staðar annars staðar við strendur Atlanthafsins, biðu jafnan með eftirvæntingu veð- urskeytanna frá íslandi, því að fáir stáðir hér á jörðu væru eins miki’vægir varðandi veður- horfur og ísland.' Einhver ó- brigðulasti þátturinn í hreyf- ingu loftsins á þessum hluta jarðar væru lægðirnar fyrir sunnan ísiand eða ýfir þvf, er réðu um loftsstrauma á stórum svæöum á norðanverðu Atlants- hafi. Öruggar fregnir héðan um veðurfarið væru alveg óhjá- kvæmilegar fyrir flugferðir yfir Atlantshaf, bæði vegna öryggis og eins til þess að vita um þær leiðir, sem heppilegast væri að fljúga hverju sinni. Nauðsyn þessarar veðurþjónustu yrði sízt minni, þegar farið yrði almennt að nota háloftsflugvélar eða fiugvélar, sem fljúga í um það bil 13.000 metra hæð. Petterssen lagði mikla áherzlu á það, hve nauðsynlegt væri þessara ástæðna vegna, að leggja kapp á að hafa veður- þjónustuna hér svo fullkomna sem unnt er, og lauk lofsorði á starfsemi íslenzku veðurstof- unnar. Hann gat þess einnig, að Danir legðu nú mikið kapp á að taka veðurþjónustuna á Grænlandi að öllu í sínar hend- ur og væru að gera þar m. a. fimm hálofta-athugunarstöðvar. Skömmtun á kaffi hefst í dag Frá og méð deginum í dag er tekin upp skömmtun á kaffi. Stofnauki nr. 10 á núgildandi matvælaseðli gildir sem inn- kaupaheimild til 1. okt. n. k. fyrir 375 grömmum af brendu og möluðu kaffi eða 450 gr. af óbrenndu kaffi. gegn því, þar sem Indónesía væri ekki sjálfstætt ríki. Bandaríkjamenn hafa látið alla þýzka stríðsfanga lausa. Myndin er frá hátíðahöldunum á 75 ára afmæli Hákonar Noregskonungs í Osló 3. ágúst sl. Myndin sýnir mannfjöldann á Karl Johan, sem er fán- um skreytt. Fyrir enda götUnnar rís konungshöllin. Viðskiptanefndin takmarkar ýmsar gjaldeyrisveitingar Hin nýja viðskiptanefnd hefir látið það vera eitt af fyrstu verkum sínum að takmarka stórlega ýms gjaldeyrisleyfi vegna hinna miklu gjaldeyrisörðugleika, sem hafa skapazt vegna hóf- lausrar eyðslu á undanförnum árum. * Viðskiptanefndin hefir þegar birt þrjár tilkynningar varð- andi takmarkanir á gjaldeyr- i.sleyfum. Fyrsta tilkynningin f j allar um leyfisveitingar til námsfólks. Segiriþar, að ekki verði unnt í náinni framtíð að veita gjald- eyrisleyfi til námsdvalar er- lendis á .sama hátt og verið hef- ir. Menn eru varaðir við að láta innrita sig í skóla erlendis, án þess að hafa tryggt sér gjald- eyrisleyfi. Önnur tilkynningin fjallar um ferðalög.til útlanda og .segir þar, að engin leyfi verði veitt til þeirra, nema um opinberan er- indisrekstur sé að ræða. Þriðja tilkynningin fjallar um yfirfærslu á vinnulaunum útlendinga hér. Verða eftirleið- is ekki veittar yfirfærslur á vinnulaunum annarra en sér- fræðinga, sem ráðnir eru til að vinna hér sérstök störf. Ekki verða heldur veittar neinar yf- irfærslur vegna listamanna, í- þróttamanna. o.s.frv, Varar við- skiptanefndin menn við því, að stuðla að því að erlendir menn komi hingað í atvinnuleit, á einn eða annan hátt með það fyrir augum að fá vinnulaun sín yfirfærð. Síldveiðin í fyrrinótt og í gærmorgun bárust um 1 þúsund mál af síld til Siglufjarðar. Hafði hún veiðst á Grímseyjarsundi. Varð síldar vart þar í fyrrinótt og i gærmorgun, en hvarf þegar á daginn leið. j gær fór veður batnandi þar. Aðfaranótt þriðj udagsins var einnig nokkur veiði á Grímseyj- arsundi og barst þá talsverð síld til söltunar á Siglufirði. Á Langanessvæðinu sáu flug- vélar miklar síldartorfur í fyrra- dag og hélt þá flotinn þangað. Nokkru seinna skall þar á bræla og óhagstætt veiðiveður og hef- ir haldizt síðan. Örfá skip, sem voru komin þangað áður, fengu sæmilegan afla. Jarðskjálfti á Rangárvöllum Jarðskjálftakippir urðu í Rangárvallasýslu í fyrradag og ennfremur voru jarðhræringar í Hveragerði \ í Ölfusi, en þar hefir ekki orðið vart jarð- skjálfta síðan jarðhræringarn- ar fundust þar í vor um leið og hverirnir breyttu sér. Mikill gosmökkur var yfir Heklu í fyrradag og hefir gosið verið í nokkrum vexti undan- farna daga. Þegar dimma tekur á kvöldin sjást talsverðir eldar í Heklu og glóandi hraunið renna niður fjallshlíðarnar. Meistaramót Reykja- víkur í knattspyrnu Knattspyrnumót Reykj avíkur í meistaraflokki hefst á íþrótta- vellinum í kvöld með leik milli Fram og Víkings. Leikurinn hefst kl. 8 og er Fjárhagsráð fyrirskipar skömmt- un á byggingarefni VerzlanÍF mega ekki selja byggingarefni, nema g’egn leyfiim irá Fjárhagsráði. Fjárhagsráð hefi/ nýlega gefið út reglugerð um skömmtun á byggingarefni til þess að tryggja forgagnsrétt nauðsynlegra bygginga. Fjölmargar nauðsynlegar byggingar, einkum íbúðar- hús, hafa stöðvazt af efnisskorti, meðan reist hafa verið meira og minna ónauðsynlegar byggingara. Reglugerðin, sem Fjárhags- ráð hefir gefið út um skömmtunina, hljóðar á þessa leið: „Samkvæmt heimild í 2. mgr. 11. gr. 1. nr. 70 1947, svo og 1. nr. 37 1939 og 1. nr. 59 1940, er hér með sett eftirfarandi reglu- gerð: 1. gr. Frá og með 12. ágúst 1947 er bannað að ££lja hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þilplötur, sement og steypu.styrktarjárn, nema gegn leyfum, sem út eru gefin af viðskiptanefnd fjárhagsráðs, sbr. þó 6. gr. 2. gr. Allir, sem verzla með vörutegundir þær, er um ræðir í 1. gr., hvort heldur er í smá- sölu eða heildsölu, skulu fyrir 14. ágúst 1947 gefa viðskipta- nefnd skýrslu um birgðir sínar af þeim í því formi, er hún á- kveður, eins og þær voru, áður en viðskipti hófust 12. ágúst 1947. Sama gildir um iðnfyrir- tæki, sem nota þessar vörur til framleiðslu sinnar, svo og um einstaklinga, félög og opinbera aöila, sem hafa undir höndum ofangreindar vörur. 3. gr. Hver sem flytur til landsins vörur þær, sem um ræðir í 1. gr., skal þegar í stað senda viðskiptanefnd skýrslu um það. Ennfremur skulu toll- stjórar, hver i sínu umdæmi, gefa viðskiptanefnd jafnharð- an skýrslu um allan innflutn- ing framangreindra vara og ’iver sé viðtakandi. 4. gr. Heildsöluverzlun má eigi selja smásöluverzlun vörur þær, er um ræðir í 1. gr., nema með leyfi viðskiptanefndar. 5. gr. Þegar veitt er fjárfest- ingarleyfi til framkvæmda sem í þarf vörur þær, sem reglugerð bessi tekur til, afgreiðir við- kiptanefnd jafnframt fjárfest- ingarleyfinu nauðsynlíg leyfi til kaupa á þessum vörum. 6. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. má verzlun sélja án leyfis allt að 4% innflutningi sínum á þessum vörum, enda geri kaup- andi sennilegt fyrir seljanda, að þær vörur séu eingöngu notað- ar til eðlilegs viðhalds eldri mannvirkjum. Skal þá hlutað- eigandi afhenda verzluninni í tvíriti skriflega beiðni um Austfirðir fullir af síld Síðastl. mánudag fylltust svo að segja Eskifjörður, Reyðar- fjörður og Fáskrúðsfjörður af síld. Síld hefir ekki gengið inn í þessa firði síðan árið 1926, en það sumar var óvenjumikil síld- veiði norðanlands. Síðan á mánudag hafa menn stundaö síldveiðar á fjörðunum, jafnvei upp við bryggjuna á Fáskrúðs- firði og fengið mjög góðan afla. Menn hafa notað alls konar net við veiðarnar, þó mest ádráttarnet. Síldin, sem þarna veður, er heldur minni en sú, Sem veiðzt hefir í sumar norðanlands. búizt við spennandi og jöfnum leik. þar eð leikmenn eru sagðir í góðri þjálfun. Á mánudaginn verður svo næsti leikur mótsins og keppa þá Valur og KR. — Valur vann síðast Reykjavíkur- meistaratitilinn. kaupin í því formi, er viðskipta- nefnd fyrirskipar, og lýsa yfir að viðlögðum drengskap, að efn- ið verði eingöngu notað svo sem að framan segir. Verzlanir láta annað eintak áðurgreindra beiðna fylgja söluskýrslum sín- um til viðskiptanefndar, sbr. 9. gr. 7. gr. Um leyfisveitingar til annarra framkvæmda en þeirra er fjárfestingarleyfi þarf til, sbr. 5. gr., fer eftir þeim rejjlum, sem fjárhagsráð setur. 8. gr. Viðskiptanefnd getur veitt iðnfyrirtækjum leyfi til ka,upa á trjávið, kro.ssvið og hvers konar þilplötum, sementi og steypustyrktarjárni til fram- leiðslu sinnar. Fjárhagsráð set- ur nánari reglur um þær leyf- isveitingar. 9. gr. Verzlanir skulu 1. hvers mánaðar senda viðskiptanefnd skýrslu um sölu sína og kaup á sementi, trjávið, krossvið og hvers konar þilplötum og steypustyrktarjárni í næsta mánuði á undan, svo og birgð- ir af þeim vörum. Skýrslu þessari skulu fylgja leyfi þau, sem komið hafa í mánuðinum fyrir seldar vörur. 10. gr. Viðskiptanefnd færir spjaldskrá um allar verzlanir, er selja vörur þær, sem háðar eru skömmtun samkvæmt reglugerð. Skal þar skrá jafn- óðum birgðir, kaup og sölu. Enn fremur heldur nefndin skrá um alla þá, sem fengið hafa fjár- festingarleyfi og úthlutun á byggingarefni í sambandi við það, svo og aðra þá, er fá leyfi til efniskaupa. 11. gr. Viðskiptanefnd getur, hvenær sem er, án dómsúr- skurðar, látið fulltrúa sína rannsaka birgðir heildsöluverzl- ana og iðnfyrirtækja af vörum þeim, sem um ræðir í 1. gr. Ennfremur getur nefndin bundið skömmtunarleyfi því skilyrði, að hún geti hvenær sem er látið trfinaðarmenn sína rannsaka, hversu langt bygg- ingum og öðrum mannvirkjum sé komið til þess að meta hversu mikið efni hafi verið í þær notað. Er þá hlutaðeigendum skylt að láta trúnaðarmönnum nefndarinnar í té allar upplýs- ingar og aðstoð til þess að slík rannsókn geti farið fram. 12. gr. Ef ágreiningur rís um skilning á ákvæðum þessarar reglugerðar, sker fjárhagsráð úr. 13. gr. Hver sá, sem tregðast Séra Ólafur þótti kennimaður góður og var mjög vinsæll með sóknarbörnum sínum. íFramhald á 4. síðu) Merkur prestur látinn Séra Ólafur Magnússon, fyrr- um prestur í Arnarbæli, lézt að heimili sínu, Öxnalæk í Ölfusi, í fyrrakvöld, tæplega 83 ára að aldri. Séra Ólafur var Skagfirðing- ur, fæddur að Viðvík 1. október 1864. Hann var prestur að Sand- felli i Öræfum frá 1888 til 1903, en þá var honum veitt Arnar- bæli. Hann lét af prestsskap árið 1940 fyrir aldurs sakir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.