Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMDiIV, laiigardagiim 16. ágúst 1947 147. blað Lauytirdagur 1G. ágiíst * Hví vegnar Islending- umverenFæreyingum Morgunblaðið reynir í for- ustugrein sinni í gær að gefa skýringu á þeim sparnaðarráð- stöfunum, sem nú er verið að gera að tiFilutun Fjárhagsráðs. Skýring blaðsins er sú að þær séu sprottnar af svipuðum rót- um og hjá öðrum Évrópuþjóð- um. Þær séu afleiðing af dvöl erlendu herjanna hér. Þessi skýring er eins fjar- stæð og verða má. Erfiðleikar Evrópuþjóðanna stafa ýmist af því, að þær voru beinir þátt- takendur í styrjöldinni og urðu því að leggja á sig þungar byrð- ar eða þær voru hernumdar af Þjóðverjum, sem arðrændu þær á allan hátt. Það er hróplegt sögufals að bera aðstöðu ís- lendinga á stríðsárunum saman við hlutskipti þessara þjóða. Sannleikurinn var líka sá, að íslendingar stórgræddu á her- setunni. Erlendar gjaldeyrisinn- eignir þeirra námu 600 milj. kr. haustið 1944. Þá var líka her- inn svo til farinn héðan og dvöl hans hætt að hafa áhrif á fjár- málaástandið hér. Þá var til- valið tækifæri að stinga við fótum og stöðva verðbólguna. Það vildu Framsóknarmenn. Margir Sjálfstæðismenn vildu það líka, en það samrímdist ekki valdadraumum flokks- formanns þeirra. Hann mynd- aði stjórn með kommúnistum um að halda verðbólguævintýr- inu áfram. Þess vegna hefir kaupgjald og verðlag allt að tvö- faldast síðan. Þess vegna hafa ríkisútgjöldin næstum tvöfald- ast. Þess vegna eru allar gjald- eyrisinnstæður eyddar. Þess vegna vofir ríkisgjaldþrot og stöðvun atvinnulífsins yfir þjóðinni. Þgð er fróðlegt að gera sam- anburð á íslendingum og Fær- eyingum í þessum efíium. Fær- eyjar voru líka hernumdar af Bandamönnum og hernámið færði Færeyingum mikinn gróða. Þeir hafa endurnýjað skipastól sinn í hlutfallslega enn stærri stíl en íslendingar og eiga samt enn miklar inn- eignir og útgerð þeirra er rekin með góðum hagriaði. Eins hefði getað verið ástatt hér, ef vel hefði verið stjórnað eftir 1944. Það gerði gæfumuninn, að Fær- eyingar áttu engan Ólaf og kommúnista. Þessum staðreyndum verður ekki hróflað með neinum Mbl.- blekkingum. Þvi fyrr, sem þær verða þjóðinni almennt ljósar, þvi fyrr mun hún átta sig og draga réttar ályktanir um það, sem gera þarf. Þeir vilja fá hrun Framferði kommúnista þessa dagana verðskúldar athygli. Ráðstafanir þær, sem Fjárh'ags- ráð hefir gert til að ráða ör- litla bót á því öngþveiti, sem fyrrv. stjórn skildi eftir, hafa verið ausnar slíkum auri í Þjóð- viljanum, að furðulegt er. Þjóðviljinn hefir t. d. hamast mjög gegn þeirri ráðstöfun Fjárhagsráðs að taka upp skömmtun á byggingarefni, svo að tryggður sé forgangsrétt- ur íbúðarhúsa og annarra nauð- synlegra bygginga. Þetta er vit- anlega alveg sjálfsögð ráðstöf- un, þótt hún leggi hindrun í Sæmundur Símonarson frá Selfossi: Veiðimál Ár nesinga MITSJS IN G : Jón Sívertsen fyrv. skólastjóri Mörgum verður hugsað um það ófremdarástand, sem nú ríkir í veiðimálum Árnesinga á vatnasvæðum Ölfusár og Hvítár. Eins og mörgum er kunnugt var fyrir tíu árum stofnað veiði- félag á þessu svæði, er átti að hafa það sem aðalmarkmið að gera laxveiði á svæðinu sem arð- mesta. Er rétt að geta þess, að nokkru áður en félagið var stofnað hafði verið tekin upp ný veiðiaðferð við ósa Ölfusár og einnig á nokkrum jörðum skammt ofar, þar sem áin er breið, grunn og lygn, var hún girt svo ramlega að laxinum var mjög torvelduð för um ána, og sú hætta fyrir hendi að með þessari veiðiaðferð myndi lax- inum verða útrýmt úr ánni er stundir liðu fram. Ekki svo mjög vegna þess, að hann gengi í gildrurnar, heldur fyrst og fremst vegna þess, að leiðin eftir ánni var lokað, því á friðunar- tímanum voru girðingarnar ekki teknar upp heldur gildr- unum aðeins lokað, en fyrir- staðan í ánni .stóð eftir sem áð- ur. Nú sáu margir, að svo mátti ekki til ganga, og aðrar leiðir yrði að fara þessu til úr- bóta. Var þá veiðifélag Árnes- inga stofnað, og á þeim grund- velli sem fyrr er lýst. Lét félagið reka, sameiginlega laxveiði á Selfossi og í Helli um nokkurra ára skeið með sæmllegum árangri. Var arðinm skipt eftir einingum niður á veiðijarðirnar. Einnig lét félagið vinna að Laxaklaki, útrýmingu sels o. fl. Vorið 1946 hættir svo félagið við veiði á Selfossi og í Helli, en veginn fyrir stórhýsabyggingar braskaranna. En Þjóðviljinn er bersýnilega að reyna að koma sér í mjúkinn við þá og þess vegna heimtar hann áfram sama fyrirkomulag á þessum málum og í stjórnartíð Áka og Brynjólfs. Þá höfðu skrauthýsi og 3tórhýsi braskaranna for- gangsrétt, en bygging nauðsyn- legra íbúðarhúsa tafðist oft lengi eða stöðvaðist alveg vegna efnisskorts. Þá ólátast Þjóðviljinn mjög út af því, hve „smátt hrun- stjórnin skammti kaffið og skófatnaðinn.“ Bersýnilega vill blaðið láta eyðsluna halda áfram á öllum sviðum, svo að algert fjárhagshrun verði ekki umflúið. Hvers konar smávægi- legar sparnaðarráðstafanir eins og þær, sem hér ræðir um, eru því eitur í beinum kommúnista. Þjóðin mun hins vegar gera sér ljóst, að sú hrunstjórn, sem veldur kaffi- og sV.ófatnaðar- skömmtuninni, er ekki núver- andi stjórn, heldur stjórn þeirra Ólafs og Brynjólfs, sem eyddi gjaldeyrinum takmarkalaust, unz allar inneignir voru upp- étnar. Kommúnistar reyndu aldrei til þess að stöðva þá eyðslu meðan þeir voru í stjórn- inni, enda miðaði hún að því að uppfylla óskadraum þeirra um hrun og öngþveiti. Og enn eru þeir þessari stefnu sinni trúir, þegar þeir berjast gegn skömmtun á byggingarefni, svo að öngþveitið í byggingarmál- unum aukizt, og fjandskapazt gegn jafn smávægilegum sparn- aðarráðstöfunum og kaffi- og skófatnaðarskömmtuninni. Þei? viija halda eyðslunni áfram eins og í stjórnartíð Áka og Brynj- ólfs. Þeir vilja fá hrunið. Sjald- an hefir almenningur átt þess kost að sjá betur, hvað komm- únistar vilja. tekur upp veiði með girðingum og gildrum neðar í ánni. Veiðin varð mjög lítil. Var því um kennt að laxinn væri svo til þurrðar genginn í ánni að grípa þyrfti til rótttækra aðgerða. Var þessari skoðun einkum á loft haldið af þeim mönnum, er fé- lagið hafði leigt upp árnar til stangaveiði. En þeir sem þekk- ingu og reynslu höfðu á þessum málum, fullyrtu, að laxgengd væri mikil í ánum þó stjórn Veiðifélagsins og stangaveiði- mönnunum tækist ekki að höndla hann. Stjórn Veiðifé- lagsins mun hafa snúið sér til hins nýskipaða veiðimálastjóra og beðið hann að gera tillögur um hvað nú skyldi gera. Hvernig tillögur veiðimála- stjóra hafa verið, er mér ekki fyllilega kunnugt um. En á að- alfundi veiðifélagsins síðastliðið vor, — sem stjórnin boðaði til í svo miklu óðagoti, að hún hirti ekki um, að boða hann á löglegan hátt — fékk þó stjórnin samþykkta heim- ild, með því að smala saman umboðum hjá bændum upp um sveitir, sem hafa að vísu rétt til veiði, en aldrei aðstöðunnar vegna haft neinn verulegan arð af henni, og höfðu þess vegna lítinn áhuga á hvernig málum þessum yrði skipað. Og vitað er að hjá sumum hefir ríkt svo sterk öfund til þeirra, er veru- legan arð höfðu af laxveiðinni að þeir óskuðu gjarnan, að hlut- ur þeirra yrði fyrir borð borinn. Enda varð sú raunin á. Heimild- in, er stjórnin fékk, leyfði henni að leigja allt vatnasvæðið stangaveiðifélaginu Flugu til tíu ára, fyrir fimmtíu þúsund kr. á ári, sem er svo hlægilega lítil upphæð, miðað við verð það, sem nú er á laxinum, myndi þetta svara til veiði á tveim beztu laxveiðijörðunum við Ölfusá. Og heyrzt hefir, að ef verðgildi peninganna breytt- ist, t. d. til hækkunar, skyldi leiguupphæðin lækka sem því svarar. Ennfremur til þess að stangaveiðimönnum notuðust betur árnar, skyldi banna alla laxveiði í net um sex ára skeið. Að vísu mun það vera á valdi veiðimálastjóra, að leyfa neta- veiði fyrir þann tíma ef honum sýnist svo. Samkvæmt þessari einstöku heimild, skal ekki greiða bændum neinn arð af þessari leigu heldur skal henni varið til laxaklaks, eftirlits með veiðiþjófum, útrýmingu á sel og þ. h. Það er augljóst mál, að það voru eki^i hagsmunir bænda', sem a^ðs hafa notið af laxveiði á jörðum sínum frá ómunatíð, það var ekki þeirra réttum sem stjórn Veiðifélags Árnesinga bar fyrir brjósti, vorið 1947. Henni var sama þó að hún svifti fjölda bænda tugþúsund króna tekjum. Það er töluvert freist- andi að álíta, enda augljóst mál, að það voru hagsmunir „Flugu“ sem réðu gerðum stjórnarinnar. Bændur hafa ekki tíma til að spranga með ánum við stanga- veiðar. Þeir hafa ekki svo mikl- ar tekjur af búum sínum, eða eru svo fólksmargir, að þeir hafi tíma til slíkra hluta. Það eru fjársterkir Reykvíkingar, og aðrir sem ekki eru bundnir við störf sín sem geta leyft sér þann munað. En sagan er ekki öll sögð. Silungsveiðf er heimilt að stunda með silunganetum, en þó hefir því fáránlega ákvæði verið skotið inn í lögin, að ekki megi gera bryggjustúf eða setja niður kláf til að leggja net við. Það ákvæði laganna gerir sum- um bændum ókleift að notfæra sér silungsveiðina, vegna þess að staðhættir eru þannig, að ekki verður veitt nema bryggja sé gerð eða kláfur settur niður. Ég vænti þess, að menn sjái, hve mikið hagræði og búbót það er fyrir bændur að geta notfært sér silungsveiðina, enda má varla minna vera þegar búið er að svifta þá öllum arði af lax- veiðinni. En því er þó ekki svo farið að þessu sinni. Bændur eru hundeltir af eftirlitsmanni stjórnar veiðifélagsins, dregnir fFram.hald á 4. tíðu) Hinn 14. þessa mánaðar var hann til moldar borinn. Jón Sivertsen var af breiðfirzkri bændahöfðingjaætt, Þorvalds- son, Skúlasonar í Hrappsey. Fóstraður hjá afa sínum og föðursystur, frú Katrínu og manni hennar Guðmundi Magnússyni; hinum merka lækni." Ungur nam Jón verzlun- arstörf og verzlunarfræði á er- lendum skólum. í fyrra stríði fór hann með umboði íslenzkra stjórnarvalda til Bandaríkjanna til þess að greiða þar fyrir óhjákvæmilegum aðdráttum þjóðarinnar. Síðar varð hann skólastjóri Verzlunarskólans. En um mörg ár átti hann við van- heilsu að búa og studdist lítils- háttar við kaup á vörum frá útlöndum, en kona hans starf- rækti jafnframt af miklum myndarskap eina af kunnari saumastofum bæjarins. Jón Sivertsen var höfðingi að erfð og lúndarfari, trölltryggur, góður drengur, vel látinn kenn- ari og vinsæll af nemendum sínum. Ungur tók hann með ahuga þátt í starfi ungmenna- félaganna, og hafði m. a. megin forgöngu um að reistur var fyrsti sundskálinn við Skerja- fjörð. Jón var kvæntur ágætri konu, Hildi Helgadóttur kaupmanns Zoéga. Eignuðust þau þrjú börn, Guðmund sem verið hefir stýri- maður á vöruflutningaskipum i utanlandssiglingum, frú Hildi Geirþrúði Bernhöft Guðfræði- kandidat og Katrínu sem dvelur við verzlunarnám. G. M. SEXTUGUR: Sigfús Bergmann kaupfélagsstijóri, Flatey á Breiðaflrði. Sigfús Bergmann kaupfélags- stjóri í Flatey í Breiðafirði er sextugur í dag. Hann er fæddur 16. ágúst 1887 í Hergilsey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru hjónin Hallbjörn Bergmann Björnsson og Guðlaug Þorgeirs- dóttir bæði frá Flatey. Sigfús er þannig ósvikinn Breiðfirð- ingui'. Hann fór í kennaraskól- ann og lauk þaðan prófi 1909. Gerðist síðan kennari í Flatey um skeið, en kaupfélagsstj óri nokkru síðar og hefir það því verið aðal lífsstarf hans. Hann hefir lengi átt sæti í hrepps- nefnd og gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Sigfús er kvænt- ur Emilíu Jónsdóttur frá Ey- vindarstöðum í Blöndudal. Sigfús er gjörvulegur maður, bæði í sjón og raun. Það er erf- itt verk og vandasamt að vera kaupfélagsstjóri, þar sem sam- göngum er háttað eins og í verzlunarumdæmi Flateyjar og mun ekkert kaupfélag á land- inu eiga við slíkar samgöngur að búa. Verður þetta þvi til- finnanlegra, eftir því sem vega- samgöngur verða betri viðs vegar um landið. Reynir því oft á þrautseigju við aðdrætti til félagsins og ekki síður að koma vörunum til viðskiptamann- anna, upp á landið við norðan- verðan Breriðafjörð. Við slíka aðstöðu hljóta verzlunarhættir allir að verða örðugir. Margir eiga því þakkir aða gjalda Sig- fúsi Bergmann fyrir áratuga erfjtt starf að málefnum þeirra. Þess munu þeir líka minnast í dag. X. Leiðrétting. Sú meinlega prentvilla var í hluta upplagsins af blaðinu á fimmtudag- inn, að í fyrirsögn greinarinnar um Sir William Craigie áttræðan, stóð „látinn" í stað „áttræður". Pétur Sigiirðsson, rcgluboði: Tvö bindindisþing Fyrri hluta júlímánaðar í sumar voru haldin tvö bindindis- þing í Stokkhólmi. — Voru það alþjóðaþing Góðtemplara- reglunnar og 17. norræna bindindisþingið. Þrír íslendingar sóttu þessi þing. Þar á meðaal var Pétur Sigurðsson, regluboði, og fer frásögn hans af þingunum og bindindisstarfi á Norðurlöndum hér á eftir. Við fórum þrír frá ísandi til þess að sitja alþjóðaþing Góð- templarareglunnar og hið 17. Norræna bindindisþing. Hinir tveir voru séra Kristinn Stef- ánsson stórtemplar og Brynleif- ur Tobíasson yfirkennari. Bæði þessi þing voru háð í Stokkhólmi, hástúkuþingið frá 5.—11. júlí, en Norræna bind- indisþingið frá 12.—17. Talið var að um sjö þúsund manns hefðu tekið þátt í hástúkuþing- inu. Fulltrúar og gestir voru frá mörgum löndum, austan frá Indlandi og vestan frá Kali- forníu. Erfiðlega gekk að fá far- arleyfi fyrir fulltrúa frá Þýzka- landi. Eins og venja er á slíkum þingum voru lagðar fram skýrslur um starfið víðs vegar í heiminum og málin rædd frá ýmsum hliðum. Samþykkt var að leggja í vald stórstúknanna í hinum ýmslu löndum, hvernig þær vildu notfæra sér siðakerfi Reglunnar og hve miklu þær vildu halda af því. Um þetta voru menn þó ekki sammála og þessi samþykkt, sem gerð var til bráðabirgðar gildir ekki enn sem nein lög alþjóðahástúk- unnar. Nýr hátemplar var kjörinn, Ruben WagnSson og hefir hann verið stórtemplar Svíanna und- anfarið. Hann er atkvæðamað- ur í félags- og menntaamálum. Oscar Olsson, sem verið hefir hátemplar undanfarið, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hann átti sjötugsafmæli daginn fyrir þingið og við opnun þingsins sæmdi forsætisráðherra Svía, Tage Erlander, Olsson heiðurs- merki, sem aðeins fáir Svíar hafa fengið fyrr og síðar. Blöð í Svíþjóð minntust Olsson við þetta tækifæri sem manns, er hefði haft meiri áhrif á félags- mál og menningarstarf meðal þjóðarinnar undanfarið en nokkur annar maður í landinu. Alls konar fjölbreytni var á dagskrá þingsins, svo sem skemmtiferðir og veizluhöld. Bæjarstjórnin hafði boð fyrir þingfulltrúa og, gesti í hinum gullna sal ráðhússins. Farin var heils dags skemmtiför til Upp- sala, einnig skemmtiferð á lystisnekkjum um sundin undir allar brýr Stokkhólmsborgar. Mikil móttökusamkoma var í hinni konunglegú Tennis-höll og margt fleira, sem hér verður ekki talið. Við opnun þingsins, sem var viðhafnarmikil, flutti forsætisráðherrann ræðu og sæmdi þrjá menn heiðurs- merkjum. Messur voru sungnar bæði í Storkirkjan og dómkirkju Uppsala. Norræna bindindisþingið hófst í sönghöll borgarinnar, sem er mikið og glæsilegt hús, Þar flutti kirkjumálaráðherrann ræðu, en stutt ávörp fluttu full- trúar hinna ýmsu Norðurlanda. Brynleifur Tobíasson kom þar fram sem fulltrúi íslands, en til þess hafði hann samþykki ísl. ríkisstjórnarinnar. Við þetta tækifæri var skemmt með ein- söng og mjög mikilfenglegri orgelmúsík. Á þingfundum fluttu margir fræðimenn og vísindamenn er- indi um áfengismálin, ýmist frá félagslegu-, fjárhagslegu- og heilsufarslegu sjónarmiði. Voru þau hin merkustu og koma öll út i næstu þingtíðindum fund- arins. í sambandi við þetta Norræna bindindisþing voru einnig ýms- ar skemmtiferðir og veizluhöld, t. d. för til Drottningholm og var þar skoðað bæði gamla kon- ungshöllin og konunglega leik- húsið, sem hvort tveggja eru nú orðnir minjagripir miklir, einn- ig för til Gripsholm, mikil úti- samkoma á Skansinum. Þar flutti séra Kristinn Stefánsson ávarp og kveðju frá íslandi. Þá bauð borgarstjórnin til veizlu í hinum gullna sal ráðhússins (Stadshuset), einnig var full- trúum og gestum haldin mynd- arleg miðdegisveizla í veitinga- húsinu Gillet, og ýmislegt fleira mætti telja i sambandi við hin- ar einstöku og höfðinglegu við- tökur og gestrisni, sem við urð- um aðnjótandi hjá Svíunum. Allt þetta samanlast gerði för- ina að ógleymanlegu ævintýri. Stokkhólmsborg er vafalaust ein hin fegursta borg í heimi. Hún hefir margt sjálegt og markvert að sýna og bjóða gest- um sínum, og margt, sem fyrir auga gestsins ber, vitnar um þróttmikla menningu, þjóðar- velmegun og manndóm. (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.