Tíminn - 20.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1947, Blaðsíða 3
149. blað TtMINN, miðv.daginn 20. ágúst 1947 3 SJOTTGTR: Erlendsson fiskimatsimiðnr, Eskifirði. Hann er fæddur að Hvammi í Fáskrúðsfirði 30. júní 1877, son- ur hjónanna Rósu Jónsdóttur og Erlendar Finnbogasonar, er bjuggu í Hvammi. Magnús dvaldi með foreldrum sínum, þar til hann kvæntist Björgu Þorleifsdóttur frá Eyri í Reyð- arfirði árið 1900. Björg lézt 1928. Af 7 börnum þeirra eru 5 á lífi og einn fóstursonur. Myndar- og dugnaðarfólk hið mesta. Tveir synir hans eru m. a. útgerðarmenn á Eskifirði. Magnús tók við búi af Þor- leifi tengdaföður sínum á Eyri í Reyðarfirði, en fluttist til Eskifjarðar árið 191í9 og hefir 1 fiskimat verið aéalstarf hans síðan, ásamt smá landbúskap. ^ Magnús hefir átt sæti í hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps og Eskifjarðarhrepps um nokkurt árabil og auk þess gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hann er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur og hefir hlotið ríka tiltrú samferðamanna. Hann er áhugamaður um land- búnað, og þótt lífsstarf hans | hafi fremur sveigst að öðru, þá hefir hann bundizt þeim bönd- um við sveitalífið, sem aldrei ' slitna. RTokkisr orð mhii Ilöf$akaupstað (FramhalcL af 2. síSu) syn að fá þessi ker til Höfða- kaupstaðar bæði til að tryggja það, sem þegar hefir verið gert, og af því að aðalhafnargarð- arnir verða vart gerðir nema með álíka kerjum. Væntum við þess, að vitamálastjóri og sam- göngumálaráðherra muni styöja að því, að Höfðakaupfstaður geti fengið a. m. k. eitt ker, þar sem þeim er ljós hin brýna þörf hafnargerðarinnar. Nokkur hluti járnþilsins er nú komið til Skagastrandar. V. Að lokum vil ég benda á, að ef viljann vantar ekki, þá ætti rílci og bankar að geta leyst fjárhag.satriðið. 1. Heimild mun vera íyrir ríkisstjórnina að leggja fram fé til verbúðabygginga og hafnar- gerða, ef það er talið nauðsyn- legt vegna útgerðar frá staðn- um. 2. Það munu flestir, sem til þekkja, telja það skynsamlega ráðstöfun að veita til hafnar- gerðarinnar helming þeirra 5 miljóna, sem stjórnin hefir heimild til að verja til fram- fara í Höfðakaupstað. Með því að verja fénu þannig, væri hraðað meir þróun Höfðakaup- staðar bæði atvinriulega og efnalega, en með nokkuru öðru, sem mönnum kynni að hug- kvæmast að gera fyrir þennan stað. Með þeirri ráðstöfun yrðu íbúum staðarins veitt ágæt að- staða til sjósóknar og þarafleið- andi tekjuöflunar, sem aftur styddi að heilbrigðri þróun kauptúnsins. 3. Lán hjá bönkum eða ríkis- stofnunum. Hver einstök þessara leiða og þá ekki síður allar í félagi geta leyst þetta mál, án þess að það standi í vegi fyrir öðrum fram- förum. Þjóðin þarf að vera bjartsýn og trúa á framtíðina þó syrti að í svipinn og treysta máttar- stoðir þjóðfélagsins, sem sé at- vinnuvegi til lands og sjávar. Þá mun vel.faraa. Gunnsteinsstöðum, 15./8. 1947. Hafsteinn Pétursson. I ! í Leiðrétting. í grein Sæmundar Símonarsonar um veiðimál Árnesinga í síðasta blaði varð sú prentvilla í niðurlagi grein- arinnar, að þar stóð breyta í stað beita. Málsgreinin er rétt þannig: „Það skal viðurkennt, að ekki má beita þeim veiðiaðferðum, sem hættu- legar geta orðið laxstofninum í ánum.“ urðu svo ákafir, að varla varð ráðið við þá. Þeir vildu óðir og uppvægir komast í færi við björninn sem allra fyrst, og voru líka í göðum færum eftir marjra daga hvíld. Forustu- hundurinn fylgdi bjarnarslóð- inni fast, en hún lá í krókum milli ísjakanna og stefndi að eyju, alllangt úti í hafi. Ruðn- ingsísinn varð sifellt ójafnari, og ferðin sóttist seint, en hund- arnir urðu æ ákafari. Þeir ráku trýnið sunðrandi upp í goluna og dilluðu skottunum. Það var augljóst af atferli þeirra, að björninn ,gat ekki verið langt undan. Við losuðum um byssurnar á sleðunum og ókum varlegar á milli hinna stóru ísjaka. í sprungu einni fundum við leif- ar af sel, sem björn hafði rotað oð etið nokkuð af. Blóðpollurinn og skinnið var ekki frosið enn. Við slepptum nú tveim traust- ustu hundunum lausum og héldum síðan á eftir þeim á sleðanum. Ekki leið á löngu, unz við heyrðum mikinn gaura- gang bak við íshrönn. Hund- arnir höfðu náð birjainum, og orustan var þegar hafin. Skammt frá okkur lá annar hundurinn með stórt gapandi sái á brjóstinu. Hann hafði gerzt of nærgöngull við björn- inn og fengið óvægilegt högg. Björninn hafði numið staðar og var auðsjáanlega argur yfir því, að þessir áleitnu smáhnoðrar skyldu vera að áreita hann. Hann sló hvatlega til hins hundsins með öðrum fram- hramminum, en hundurinn vatt sér undan högginu og beit björninn um leið grimmdarlega í lærið. Björninn reiddi hramm- inn aftur til höggs, en í sama bili stökk hundurinn upp á bak- ið á honum. Þannig héldu þeir áfram orustunni þangað til við komumst í skotfæri. Jensen stökk af sleðanum og lagðist á kné til þess að miða. Ég reyndi af fremsta megni að hafa hemil á þessum tólf veiðibráðu hund- um, sem voru fyrir sleðanum. Ég vatt sleðanum á hliðina og gat skorðað hann milli jaka. Skotið reið af hjá Jensen, og björninn rak upp hátt org og bjóst til að ráðast á Danann, en hann skaut aftur og hitti björninn í bóginn. Hann steypt- ist yfir sig, en komst þegar á fætur aftur, og nú logaði grimmdin í blóðhlaupnum aug- um hans. Hann ygldi sig og urr- aði svo að skein í tennurnar og æddi að Jensen. Ég tók að verða smeykur, lagðist á kné, og við Jensen skutum nú samtímis. í þetta sinn varð björninn að lúta í lægra haldi. Hann hné nið- ur og valt á hliðina. Það sem eftir var dagsins höfðum við nóg að starfa við að flá bjQí.ninn og flytja kjöt og feld heim í veiðikofann. Erich. Kástner: Gestir í Miklagarði fyrir mig — ég get ekki orðið við óskum allra fallegra kvenna. Það er allt of mikið af þeim til þess. — Þjónn! Ákavíti, hrópaði Kesselhuth. Þeir sötruðu nú ákavítið um stund. Síðan stóðu þeir á fætur með erfiðsmunum og römbuðu út úr gistihús- inu. Himinninn var heiður, en lítið frost. Mjöll lá eins og hvítt lín yfir öllu. Uppi i dimmbláum geimnum blik- uðu ótal stjörnur, og fullur máninn glotti framan í þessa undarlegu mannverur, sem voru á ferli þarna í Bruckbeuren. Þeir mæltu ekki orð frá vörum. Dunandi hljóðfæra- slátturinn barst til þeirra frá gistihúsinu. Friður og kyrrð hvíldi yfir öllu. Loks ræskti Kesselhuth sig. Og þá tók Hagedorn til máls: — Við hlöðum snjókarl, sagði hann. Schulze samþykkti uppástunguna tafarlaust. Og nú færðist líf í tuskurnar. Ekki var skortur á efni í snjókarl. Þeir hnoðuðu kúlur og veltu þeim fram og aftur um fönnina og hlóðu þeim síðan hverri ofan á aðra. Innan litillar stundar var kominn þarna heljarmikill snjódrangur. Kcfsveittir mennirnir tóku sér stutta hvíld og dáðust að verkum sínum. Kjóll Kesselhuth var orðinn blaut- ur og snjóugur. En hann skeytti ekkert um það. Loks settu þeir höfuðið á snjókarlinn og lagfærðu dálítið sköpulagið á kroppnum. — Við köllum hann Brúsaskegg, sagði Hagedorn hátíðlega. Schulze tók upp vasahníf og ætlaði að skera tölurn- ar úr fjólbláa jakkanum sínum til þess að skreyta Brúsaskegg með þeim. En Kesselhuth kom i veg fyrir það' hermdarverk. Hagedorn tók þess vegna hnífinn af Schulze skar fáeinar greinar af grenitré og stakk þeim í gegnum brjóstið á snjókarlinum. — Eigum við ekki að láta á hann handleggi? spurði Kesselhuth. — Nei, svaraði Hagedorn. Brúsaskeggur er handa- laus og einfættur. Svo löguðu þeir samt á honum andlitið. Nefið var e'dspýtustokkur, munnurinn smásprek, augun úr trjá- berki. — En nú vantar skeggið, sagði Kesselhuth. Og hettu til þess að hylja skallann. — Þér hefðuð áreiðanlega sett parruk á höggmynd- irnar yðar, ef þér hefðuð verið myndhöggvari, sagði Hagedorn. En sjáum nú til — ég fæ marmilaðifötuna með dálitlum slatta í í eldhúsinu í fyrramálið. Við bú- um til skeggið með marmilaðinu og hvolfum svo föt- unni á höfuðið á honum. Síðan læddust hinir þrír feður Brúsaskeggs inn í gistihúsið aftur. Herra Schulze fór í vaðmálsfrakkann sinn, áður en hann lagðist til svefns. Hann starði lengi brosandi upp í þakgluggann. Tunglið varpaði fölum geislum niður í herbergikytruna, og hinn hartleikni gestur tautaði: Kuldinn bítur Tobler gamla, En hann gefst samt ekki upp. Svo sofnaði hann. Hagedorn sofnaði fljótt. Aö vísu kunni hann illa þessari rikmannlegu vistarveru, og honum var bölvan- lega við múrsteininn. En hann átti ekki bágt með svefn — svo var guði fyrir að þakka. En Kesselhuth vakti fram eftir allri nóttu. Hann sat við bréfaskriftir. Og bréfið, sem hann skrifaði, hljóðaði á þessa leið: „Kæra ungfrú Hildigerður! Vió komumst hingað heilu og höldnu. En þér hefðuð ekki átt að síma hir^gað að föður yðar forspurðum. Sú tilraun misheppnaðist líka hræðilega. Menn hafa íeh);- ið þá flugu í höfuðið, að hinn sigurvegarinn í verð- launakeppninni sé miljónamæringurinn. Og kettirnir lentu þess vegna í herbergi doktors Hagedorns. Leynd- arráðið er kattalaus. Þetta er mjög ríkmannlegt gistihús. Gestirnir sömu- leiðis. Það er hörmung að sjá leyndarráðið — guð fyr- irgefi mér, þó að ég komist svo að orði. En þeir ráku hann samt ekki á dyr. Ég tek til í herberginu hans í fyrramálið. Ég er með rafmagnsstrokjárn. Dr. Hagedorn á aldrei friðstund, því að kvenfólkið eltir hann á röndum. Það heldur, að hann sé Balkan- barón eða sendifulltrúi einhvers stórveldis. En hann er samt sem áður atvinnulaus og segist ekki geta elsk- að allar fallegar konur. Það gæti kannske staðizt fyr- ir því. Á morgun byrja ég að læra skíðahlaup — fer einka- tíma. Það er ekki nauðsynlegt, að fjölmenni horfi á mig steypast á höfuöið. Dyravörðurinn hélt fyrst, að leyndarráðið væri sölukarl. En leyndarráðinu þykir bara gaman að því. Og ég get þó talað við hann að meinalausu. Ég skrifa yður bráðlega aftur, því að ég vona, að ég beinbrotni ekki til muna. En það er samt hættulegt að stiga á skíði. Þeim kvað hætta svo til að renna með Auglýsing frá Viðskiptanefnd um jtakmörkun á sölu, dreiflugu og toll- afgreiðslu uokkurra vörutegunda. í því skyni að jafna á milli manna vörubirgðum þeim, sem til eru í landinu og væntanlegar eru til landsins, hefir viðskiptanefnd í undirbúningi reglur um skömmtun á nokkrum vörutegundum. Til bráðabirgða er því eftirfar- andi ákveðið samkv. heimild í reglugerð útgefinni í dag: Frá og með deginum í dag er smásöluverzlunum óheim- ilt að selja hverjum viðskiptamanni sínum fyrir hærri upphæð eða meira magn en hér segir af þessum vöruteg- undum: af kornvöru sem næst vikuforði, af vefnaðarvör- um, búsáhöldum og hreinlætisvörum, sem nægir til brýn- ustu nauðsynja, og skal miðað við fyrri venjuleg viðskipti. Frá sama tíma er óheimilt að tollafgreiða þessar vörur, nema kornvörur, ef Skömmtunarskrifstofa ríkisins veitir heimild til. Ennfremur er heildsöluverzlunum óheimilt að selja og afhenda smásöluverzlunum umræddar vörur. Smásöluverzlanir skulu skrá sérstaklega öll viðskipti, sem eiga sér stað með umræddar vörutegundir. Skal skrá nafn og heimilisfang hvers kaupanda, er kvitti fyrir viðskipt- in, og skýrslur þessar síðan senda Skömmtunarskrifstofu ríkisins, og verða viðskiptin dregin frá, þegar skömmtun- arseðlar verða afhentir síðar fyrir vörutegundir þessar, ef skömmtun á þeim verður ákveðin. Verzlunum skal ennfremur á það bent, að með tilvísun til 12. gr. laga nr. 70, 1947, um fjárhagsráð, verður tekið til athugunar að miða innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til verzlana, við næstu úthlutun leyfa, að einhverju leyti við skilaða skömmtunarseðla frá leyfisumsækjanda. Vörutegundir þær, sem um ræðir, eru þær, er nú skal greina: Tilvitnanir í tollskrá: Kornvörur: 10. kafli no. 1—7. 11. kafli no. 1-—23. Hr einl ætis vör ur: 32. kafli no. 1—5. Yefiiaðarvörur: 46. kafli A no. 3—5 og 11. 46. kafli B no. 4—6 og 12. 47. kafli no. 5—6 og 13. 48. kafli no. 5, 7, 8, 16, 17 og 18. 49. kafli no. 6, 11, 21, 23, 25 til 30. 51. kafli no. 1 til 30. 52. kafli no. 1 til 2 og 3 a til 15. 52. kafli no. 20 til 27. ISúsáhöld: 59. kafli no. 9. 60. kafli no. 20 til 21. 63. kafli no. 83 til 84. 64. kafli no. 23 til 24. 65. kafli no. 5 til 6. 66. kafli no. 9 til 10. 68. kafli no. 6. 69. kafli no. 6. 71. kafli no. 2, 7, ? og 10. 72. kafli no. 6 til 9. 73. kafli no. 37 til 45. 40. kafli no. 58. 44. kafli no. 44. Reykjavík, 17. ágúst 1947. VIÐSKIPTANEFNBIN. SVEINSPRÚF verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta septem- bermánaðar n. k. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni prófnefndar i viðkomandi iðngrein fyrri 1. septem- ber n. k. Lögi'cglustjórinii í Reykjavík, ♦♦ 18. ágúst 1947. :: XX H UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.