Tíminn - 20.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I. 31. árg. TTST JÓRASKRIPSTOFOR: EDDUHÚSI. Lilndargötu 9 A ' ) Símar 2353 og 4373 . APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 9 A \ Slml Iteykjjavík, iniðv.dagiim 20. ág'iist 1947 149. blað Eignakönnunar- bréfin seldust fyrir 9-10 miljón krónur I Þan v»rn aballega greidd með skulda- bréfum Sölu á ríkisskuldabréfum þeim, sem hafa verið á boðstól- um .samkvæmt eignakönnunar- lögunum, lauk 15. þ. m. Bréfin höfðu þá verið til sölu í 1 y2\ mánuð. Enn mun ekki hafa verið gert fullkomið yfirlit yfir það, ! hve mikið hefir selzt af þessum ' bréfum, en líklegt er talið, að ' það hafi verið milli 9—10 milj. kr. Þeir, .sem hafa keypt bréfin, munu aðallega hafa greitt þau með skuldabréfum, og því lítið komið inn af peningum fyrir bréfin. Bréf þessi þarf ekki að telja fram til skatts, nema lagður verði á sérstakur eignaskattur. Þau eru til 25 ára og eru vaxta- laus fyr.stu fimm árin, en eftir það greiðast af þeim 1% vextir, ef bréfin verða talin fram. Bifreiðaárekstur varð milli Akureyrar og Dalvíkur aðfara- nótt sunnudagsins og slösuðust margir farþegar. Varð að flytja f j órar ^túlkur í sj úkrahús á Ak- ureyri. Bifreiðaárekstur þessi varð um 15 kílómetra fyrir vestan Akureyri. Varð áreksturinn milli fólksbifreiðar, .sem var að koma frá Akureyri, og hálfkassabif- reiðar, sem var að koma með fólk af dansleik. Skemmdust báðar bifreiðarnar mikið og flestir farþegarnir í þeim meidd- ust meira eða minna. Fjórar stúlkur varð að flytja í sjúkra- hús á Akureyri. Hafði ein hlotið skurð á hálsi, önnur meiddist í baki, en tvær aðrar hlutu minni áverka, en fóru þó í sjúkrahús til aðgerðar. Fleiri farþeganna slösuðust nokkuð, þótt ekki væru meiðsli þeirra hættuleg. Bændur verða að fá að vita það tafarlaust, hve mikið þeir geta fengið af fóðurbæti á þessu hausti LAUGARVATNSSKÓLINN EFTIR BRUNANN ERLENDAR FRETTIR Flokksþing jafnaðarmanna í Frakklandi var haldið um helg- ina. Róttækari armur flokksins varð þar í meirihluta og krafð- ist þess, að núv. stjórnarsamn- ingum yrði hætt, ef ekki fengist fram róttækari þjóðnýting og hætt yrði styrjöldinni í Indo- Kína. Búizt er við, að þessi af- staða flokksþingsins geti leitt til stjórnarskipta. Petkoff, foringi búlgarska bændaflokksins hefir verið dæmdur til dauða. Bandaríkja- stjórn hefir óskað eftir að full- nægingu dómsins verði frestað, og hún f^i að kynna sér málið betur. Ung-verski forsætisráöhevjrann hefir viðurkennt, að y2 milj. manna hafi verið svipt kosn- ingarétti vegna fylgis við fas- ista. Aðrar heimildir telja, að ein milj. manna hafi verið svipt kosningarétti. Endanlega hefir nú verið gengið frá landamærum Ind- lands o" Pakistan. Múhameðs- trúarmenn eru mjög óánægðir yfir skiptunum. Viðtal við Pál Zóphóníasson um ráðstafauir |sær, sem verður að g'era vegna óþurrkaima Tíminn hefir samkvæmt venju snúið sér til Páls Zóphóníassonar ráðunauts og átt við hann viðtal um heyskapinn í seinustu viku cg vandamál þau, sem hafa skapazt vegna óþurrka á Suður- og Suðvesturlandi. Frásögn Páls fer hér á eftir: Tíminn Tjirtir hér mynd af skólahúsinu á Laugarvatni eins og það lítur út eftir brunann. Tvær efstu hæðirnar eru brunnar, en aðeins skólastofuhæðin stendur eftir. — Bráðabirgðaaðgerð á skólahúsinu er þegar hafin og verið er að brjóta niður gaflana. Það er því vafamál, hvort skólahúsið rís nokkurn tíma aftur í þeirri mynd, sem það áður var. Útlán bankanna vorn 153 milj. kr.1 Bílslys hlá Geiíhálsi hærri í júnílok en í fyrra CíjaMeyrisiiiiieigii bankaima var koa 75 niiíj. kr. í Jimíiok ifður s í nýjustu Hagtíðindum eru tilgreind nokkur atriði úr reikn- ingum bankanna og koma þar fram margar athyglisverðar stað- reyndir. M. a. sést, að inneign bankanna erlendis var komin niður í 75.6 milj. í lok júnímánaðar síðastl., en hún liefir enn minkað siðan. Þá sést einnig, að lánveitingar bankanna voru þá 153 milj. kr. meiri en á sama tíma í fyrra. Drengur hverfur Kl. 11 á sunnudagsmorgun s.l. fór 13 ára gamall drengur, Hreinn Bergsveinsson að nafni, til heimilis á Borgarholtsbraut '05, heiman að frá sér. Hreinn hefir ekki komið heim síðan, en til hans sást í almenn- : ingsvagni milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar kl. 9 á sunnu- dagskvöldið. Hreinn er dökkhærður, og , brúneygur og klæddur verka-! mannaskóm, pokabuxum og úlpu. Þeir sem kynnu að hafa orðið Hreins varir eftir þennan tíma eða geta gefið aðrar upp- lýsingar um hann, eru beðnir að láta Rannsóknarlögregluna vita. Sendiherra Tékka á fundi forseta Dr. Emil Walter, sendiherra Tékka á íslandi, með aðsetur í Noregi, afhenti þann 16. þ. m. forseta íslands embættisskilríki sín við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Utanríkisráðherra var viðstaddur athöfnina. Að athöfninni lokinni snæddi sendiherrann hádegisverð í boði forsetahjónanna, ásamt fleiri gestum. Eins og aö framan segir námu inneignir bankanna erlendis í júnílok 75.5 milj. kr. eða 112 milj. kr. minna en í ársbyrjun. Síðan hefir enn gengið verulega á gjaldeyrisinneignina. Ónotuð gjaldeyrisleyfi nema nú orðið margfalt rneiri upphæð en inn- eignin er og mun þó óhjákvæmi- legt að veita allmikil viðbótar- leyfi á þeim tíma, sem eftir er til áramóta. Jafnvel þótt síld- veiði hefði verið með mesta móti, hefði verið lítil von til þess, að þjóðin væri skuldlaus erlendis um næstu áramót. Útlán bankanna námu í júní lok 572' milj. kr., eða 153 milj. kr. meira en árið áður. Innlög í bankana námu 527 milj. kr. eða 65 milj. kr. meira en árið áður. Útlánin hafa þannig verið 45 milj. kr. hærri en innlögin. Má vel af því marka, að litil von er til þess að ráða bót á fjár- hagsvandræðunum með aRkn- um bankalánum, eins og blað kommúnista hefir öð'ru hvoru verið að halda fram. Nýr ræðisraaður Nýlega var J. William Henry skipaður þriðji sendiráðsritari við sendiráð Bandaríkjanna hér í Reykjavík. Jafnframt er J. W. Henry skipaður vararæðismað- ur Bandarikjanna hér í Reykjavík. Utanríkisráðuneyt- ið hefir veitt honum viðurkenn- ingu fyrir áðurgreindum starfa. Arekstur varð í fyrradag hjá Geithálsi milli tveggja vörubíla og skemmdist annar mjög mik- ið. Tveir menn særðust og var annar fluttur í Landsspítalann. Bílarnir voru báðir að koma að austan. Er þeir komu móts við Geitháls, ætlaði annar þeirra, R-4697, að beygja- upp að húsinu, en í sömu svifum ætlaði hinn bíllinn, X-439, fram úr honum, en þá varð árekstur og valt hinn síöarnefndi, með þeim afleiðingum, að stýris- húsið á honum lagðist .saman. Þeim bíl ók Haraldur Bjarnason frá Stóru-Mástungu, en farþeg- ar voru Karl GuÖmundsson frá Votumýri á Skeiðum og ung- lingstelpa. Karl meiddist all- mikið og var fluttur í Lands- spítalann. Haraldur meiddist einnig nokkuð, en telpuna sak- aði ekki. Bifreiðarstjórinn á R-<l^397 heitir Jón I. Björnsson héðan úr bænum og slapp hann ómeiddur. Utflutningur erlendra vara bannaður Viðs*tiptaráðið hefir ákveðið að setja bann við útflutningi á erlendum vörum í j:jafaböggl- um. Verða því fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið, engin ný leyfi veitt til útflutn- ings á erlendum vörum í gjafa- pökkum. Þau útflutningsleyfi, sem þegar hafa verið veitt og verða ekkH notuð fyrir 1. september, falla úr gildi frá og með þeim degi. Nýtt íþróttasamband S.l. laugardag var stofnað hér í Reykjavík Frjálsíþróttasam- i band íslands. j Tilgangur með stofnun sam- ; bandsins er að vinna eftir föng- 1 um að eflingu og útbreiðslu — Enn hefir heyskapurinn gengið illa sunnanlands og suð- vestan, en vel norðanlands og austan. Þeir sem vonuöust eftir breyttri veðráttu með nýju tungli um seinustu helgi hafa orðið fyrir vonbrigðum. Eftir er að vita hvort vonir þeirra ræt- ast, sem vonast eftir veður- breytingu við lok hundadag- anna, eða hinna, sem vonast þó alltaf eftir, að veðrið breytist um Höfuðdaginn, og þá komi sól og sumar sunnanlands. En þó vonir þeirra rætist, þá er víst, að heyskapur verður lít- ill og lélegur sunnanlands, lak- legur suðvestanlands, en góður á austanverðu Norðulandi og Austfjörðum. Hvað fá bændur af fóðurbætir? Enn hafa bændur ekki fengið að vita. hvaða vonir þeir mega gera sér um fóðurbætiskaup til vetrarins, en það er þeim nauð- synlegt að fá að vita sem allra fyrsá. Og fyrir þeirra hönd end- urtek ég þá áskorun mína, til þeirra stjórnarvalda, sem yfir þeim málum ráða, að taka ákvörðun um það sem fyrst. En þó reynt verði að verða við kröfum bænda, og útvega fóð- urbætir, tel ég engar líkur til þess, að það verði hægt að út- vega nema nokkurn hluta af því, sem þeir þurfa, eins og fyrrverandi stjórn hefir gengið frá gjaldeyrismálum þjóðarinn- ar. Hve mikið þeir fá, heyrist vonandi fljótlega. Ég tel því nærri yi,st, að bændur á Suð- vestur- og Suðurlandi geti ekki fengið nægan fóðurbætir til þess bæði að halda bústofni sínum óskertum, og láta hann gera fullt gagn. Mestar líkur tel ég því til þess, að þá vanti bæði heyfóður að magni til, og næringargildi til þess að halda bústofninum óskertum. Reynist þessi tilgáta mín rétt, verður annað tveggja eða hvort tveggja, að bændur verða að fækka bú- stofninum, eða fóðra hann ver en venjulega, og þar með fá minni arð af honum. Hvað eisc, bændur að gera? Þó ekkert verði enn fullyrt um heymagnið, sem til verður á haustnóttum, og ekki heldur vitað, hvað mikinn fóðurbætir verður hægt að ná í, þá er þegar tímabært að bollaleggja um hvað gera skuli. Eiga bændur, ef j heyfóðrið er nægilegt að vöxt- um, að halda í bústofninn, þó þeir geti ekki fóðrað hann svo, að þeir hafi fullan arð af hon- um? Eða eiga þeir að fækka og reyna að fóðra betur færri skepnurnar og hafa þeirra þá meira gagn? Þetta fer mikið eft- ir því, hve mikinn fóðurbæti og hvaða fóðurbætistegundir þeir geta náð í. Nái þeir í nægan fóðurbætir, er vel hægt að halda í búið, og láta það gera fullt gagn, þó heyin séu bæði hrakin og lítil. Fái þeir aftur lítinn fóðurbætir og einhliða er það ómögulegt. Og hvaða skepn- um á þá að fækka? Hrossin eiga að fækka. Þar koma í fyrstu röð hros.sin. og er þó aðstaðan mjög misjöfn. Víða eru vélar komnar og vinna nú það, sem hrossin voru höfð til áður. Það er því orðið óþarfi að hafa þau eins mörg og áður. Og á litlum heyjum á ekki að fóðra óþarfar skepnur. Sums staðar er talið að hrossin þurfi lítið innifóður, og komist af með fóður, sem aðrar skepnur nýta ekki, en annars staðar þarf hrossið upp undir hálft kýrfóð- ur og er gefið úrvals hey. Þörfin til að fækka þeim er því misjöfn, en alltaf þurfa þau hey, ef hart er, og þá stundum gefið hey frá öðrum búfénaði. Og þess eru mörg dæmi, að það hefir gert bóndann heylausann. Þessa er vert að minnast þegar heyin eru lítil og hrakin, aldrei er meiri þörf en þá á að hafa fóður- ásetninginn tryggan. Lélegu kúnum á að fargai Kúnum má helzt ekki fækka, nema lélegum kúm, sem enn er til nokkuð af. Þær á að drepa um leið og bóndinn sér, hve lé- legar þær eru. Það eru enn svo (Framhald á 4. síOu) frjálsíþróttanna. — Stjórn Frj álsíþróttasambands íslands er skipuð þessum mönnum: Konráð Gíslason formaður, Lárus Halldórsson, Oliver Steinn, Jóhann Bernhard og Guðmundur Sigurjónsson. ísl. námsmanni boðið til Noregs Sendiráð Norðmanna í Reykjavík hefir skýrt mennta- málaráðuneytinu frá því, að stjórn Nansens-sjóðsins í Oslo hafi ákveðið að veita íslendingi styrk, að fjárhæð 2000 norskar krónur, til vísindaiðkana í Nor- egi. Beri að líta á styrk þenn- an, sem þakklætisvott fyrir stuðning íslendinga við porsk vísindi á styrjaldarárunum. Var 5ne n,nta(ria 1 aráðherra falið að gera tillögu um, hver hljóta skyldi styrkinn. Að fengnum meðmælum há- skólaráðs, hefir ráðuneytið lagt til, að Ármanni Snævar, lög- fræðingi, vírði veittur styrkur þessi til náms í réttarheimspeki. Tundurdufl gerð óvirk Samkvæmt upplýsingum frá Skipaútgerð ríkisins hefir Árni Sigurjónsson, Vík, Mýrdal, gert óvirk 4 segulmögnuð brezk tundurdufl í júní og júlí á eft- irgreindum stöðum: Baugs- staðafjöru austan Stokkseyrar, Holtsfjöru undir Eyjafjqllum, Hvalsfjöru vestan Dyrhólaeyjar og Bólhraunsfjöru á Mýrdals- sandi. Þá hefir Skarphéðinn Gísla- son i Hornafirði samkv. sömu heimild gert óvirkt brezkt seg- ulmagnað tundurdufl á Kross- landsfjöru í Lónsvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.