Tíminn - 20.08.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN!
Munib að koma í fiokksskrifstofuna
REYKJAVÍK
Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í
Edduhúsinu við Lindargötu. Slmi 6066
20. ÁGÉST 1947
149. lilað
Ú L
œnum
Hjúskapur.
Síðastliðinn laugardag voru gefin
saman í hjónabanad af séra Hálfdáni
Helgasyni Mosfelli, Kristin Sigríður
Þorleifsdóttir (Sigurðar hreppstjóra,
Þverá, Snæfellsnesi) og Jón Gunn-
arsson (Guðmundssonar, bónda, Hofi
í Dýrafirði).
Hjúskapur.
Síðastliðinn laugardag voru gefin
saman í hjónaband af séra Ragnari
Ófeigssyni í Fellsmúla, ungfrú Vigdís
Magnúsdóttir frá Akranesi og Sig-
urður Sigfússon frá Læk í Holtum.
Heimili ungu hjónanna er í Akrabraut
í Holtum.
Leiðrétting.
í grein Ingibjargar Þorgeirsdóttur,
„Undir kápunni," sem birtist í 141 tbl.
Tímans hafa þessar setningar faliið
niður í niðurlagi greinarinnar: „dauður
kalviður, sem skortir sinn eðlilega
jarðveg; nakinn, gamall stofn, er
stendur í skarpri andstöðu .......“
o. s. frv.
í fyrri grein Ingibjargar, „Hvað
vakir fyrir háskólakennaranum,"
hafði og orðið sú prentvilla í niður-
lagi greinarinnar, að þar stóð „dauða-
stjórn" fyrir „dauða stjörnu.“
Aðalfundur Bygging-
arfélags verkamanna
Byggingarfélag verkamanna í
Reykjavík hélt aðalfund sinn
nú nýlega. Félagið hefir byggt
bústaði fyrir félagsmenn sína í
Rauðarárholti undanfarin ár og
er nú verið að ljúka smíði á 9
íbúðarhúsum og einu verzlun-
arhúsi á vegum þess. Þegar
þessari smíði er lokið, hefir fé-
lagið byggt samtals 60 íbúðir í
fjórum flokkum eða áföngum.
Samþykkt hefir verið að hefja
smíði í nýjum flokki, þeim
fimmta, undir eins og hægt
verður. í þeim flokki verður í-
búðunum breytt nokkuð frá því
sem nú er, þær stsokkaðar og
t. d. er gert ráð fyrir sérinn-
gangi í hverja íbúð í hinum
nýju húsum.
í Byggingarfélagi verka-
manna voru um s. 1. áramót 561
félagsmaður. 50 nýir félagar
gengu inn á árinu, en 46 gengu
úr félaginu á sama tíma.
Stjórn félagsins skipa; Guð-
mundur I. Guðmundsson sýslu-
maður, sem er.skipaður formað-
ur af félagsmálaráðherra, en
kosnir á aðalfundi þeir Magnús
Þorsteinsson varaformaður, Al-
fred Gíslason ritari, Grímur
Bjarnason gjaldkeri og Bjarni
Stefánsson meðstjórnandi.
Menningar- og minn-
ingarsjóður kvenna
Látið minningagjafabók sjóðs-
ins geyma um aldur og ævi nöfn
mætra kvenna og frásögn um
störf þeirra til alþjóðarheilla.
Kaupið minningarspjöld sjóðs-
ins. Fást í Reykjavík hjá Braga
Brynjólfssyni, ísafoldarbóka-
búðum, Hljóðfærahúsi Reykja-
víkur, bókabúð Laugarness. —
Á Akureyri: Bókabúð Rikku,
Hönnu Möller og Gunnhildi Ry-
el. — Á Blönduósi: hjá Þuríði
Sæmundsen.
Þurrkaður og pressaður
saltfiskur
Nýskotinn svartfugl
lækkað verð.
FISKBÚÐIN
Hafliði Baldvinsson.
Hverfisgötu 123.
Sími 1456.
Bændur verða . . .
(Framhald af 1. siðu)
tugum skiptir af kúm í hverri
sýslu, sem ekki borga vetrar-
fóðrið. Hafið upp á þeim í haust
og látið þær fá rauðan kraga.
En fram yfir það má helzi ekki
fækka kúnum. Það er of dýrt að
koma þeim upp aftur, og mjólk-
in úr þeim má ekki missast af
markaðinum. Nú drekka Reyk-
víkingar milli 60 og 70% af allri
sölumjólk bænda á svæðinu
milli Mýi-dalssands og Snæfells-
jökuls, og minnki mjólkurfram-
leiðslan nokkuð að ráði, verður
ónóg sölumjólk í Reykjavík, þá
hluta ársins, sem mjólkurfram-
leiðslan er minnst, og það má
helzt ekki verða.
Það veit enginn enn hve mik-
inn fóðurbætir verður mögu-
legt að fá, né hvaða tegundir,
en það sem fæst verður að revna
að nýta sem bezt til að halda
nytinni í kúnum, og um það
skal verða rætt síðar, er sýnt er
hvað til verður.
Fækkun s^ðfjárius.
Sauðfénu verður að fækka, á
öllu óþurrkasvæðinu, þegar af
þeirri ástæðu, að lambahey
verður þar hvergi til. Við það
kemur meira kjöt á markaðinn
en annars hefði orðið. Fjár-
skipti hafa verið ákveðin á
vesturhorni fjárpestarsvæðis-
in,s, og eykur það kjötmagnið á
komandi hausti. Nú er á það að
líta, að kjötverðið í iandinu er
miklu hærra en hægt er að fá
fyrir kjöt, sem selja þarf úr
landi. Þetta vita allir. Fyrrver-
andi ríklsstjórn spennti fram-
leiðslukostnaðinn upp á allri
framleiðslu, svo að við erum
ekki samkeppnisfærir við nein-
ar þær þjóðir, sem við þurfum
að keppa við. Vegna þessa lækk-
ar kjötverffið til bænda, því
meira kjöt, sem þarf að selja
úr landi. Sauðfjársjúkdóma-
nefnd, sem ræður, hve víða eru
gerð fjárskipti, og með því líka
nokkuð, hve mikið kjöt þarf að
selja úr landi, þarf hér að stilla
í hóf. Hún þarf að láta slátra
það víða að hún hafi not fyrir
allar heilbrigðu lífgimbrarnar.
Framyfir það má hún ekki láta
drepa niður, þegar sýnt er að
aðstæðurnar neyða aðra bænd-
ur til þess að slátra svo miklu
fé af heyjum, að þess vegna
verður mikið af kjöti, er selja
verður úr landinu. Viðbót við
bað kjötmagn frá fjárskipta-
svæðum, er nóg hey hafa og
geta ekki íengið lömb og þurfa
ekki að drepa fé sitt nú, myndi
lækka verulega kjötverðið til
bænda. Þetta þurfa þeir menn
er hér ráða, bæði í Sauðfjár-
sjúhdómanefnd og ríkisstjórn
að hafa hugfast er þeir ákveða
á hve stóru svæði féð skuli
drepið í haust.
Bændur bíða eftir svari.
Um þetta allt hugsa og tála
bændur nú á Suður- og Suðvest-
urlandi. Þeir hafa margir ekki
stærri bú en svo, að afkoma
þeirra þolir ekki að þau minnki.
Þess vegna bíða þeir með mik-
illi eftirvæntingu eftir því, að
fá að vita, hve mikill fóður-
bætir muni verða fluttur til
landsins. Síðastliðin tvö ár hefir
verið flutt til landsins milli 12
og 13 þús. tonn af fóðurbætir á
ári að meðaltali. Verður leyfður
svo mikill fóðurbætir í vetur,
eða verður bætt við hann 4 til
5 þús. tonnum eins og ætla má
að þurfi til þess að sæmilega
verði séð fyrir fóðurþörf bú-
fjárins? Og fá bændur póg af
síldarmjöli? Og hvernig verður
það? Þessu óska bændur eftir
að fá svarað sem allra fyrst, og
fyrri en það liggur fyrir geta
þeir ekki endanlega tekið
ákvarðanir um ásetniffginn,
enda þó hugsa megi um hann
fyrri.
Leiffrétting.
| í grein Björns Guðnasonar, Stóra-
Sandfelli, „Afkoma atvinnuveganna,“
1 sem birtist í 101 tbl. Tímans varð
prentvilla í kaflanum um niðurgreiðsl-
’ ur landbúnaðarvara. Þar er sagt að
þær hafi kostað ríkissjóð 10 milj. en
á aff vera 19 milj.
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu samúff við andlát
og jarffarför
fríi Inguimar Júnsdúttur
frá Kornsá.
Vandamenn.
ÞAKKA af alhug gjafir, heimsóknir og skeyti á fimm-
tugsafmæli mínu þann 14. ágúst s. 1.
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Skógarnesi.
Þakka hjartanlega gjafir, vinsemd og sæmd á nýafstöðnu
fimmtugsafmæli mínu og þó fyrst og fremst verulega pen-
ingagjöf frá fyrrverandi sóknarbörnum mínum í Austur-
Landeyjum.
- Guð blessi ykkur öll.
JÓN SKAGAN.
AUGLÝSING
til imiflytjcmljB inn flutning' ú vörum
lil Islamis
Viðskiptanefndin hefir ákveðið að óheimilt sé að
taka vörur til flutnings í erlendri höfn nema til-
greind séu númer á innflutningsleyfum hér heima.
Hefir þetta verið tilkynnt öllum skipafélögum er
hlut eiga að máli.
Gildir þetta um rllr.r vörur sem hér eftir verða
tilkynntar til flutnings.
Innflytjendum er því bent á að gera nú þegar
ráðstafanir til þess að tilkynna erlendum seljendum
leyfisnúmer sín.
Reykjavík 19/8. 1947.
VIÐSKIPTAAEFADIA,
í óskilum
Dökkbrúnn hestur tapaðist um miðjan júlí frá Grjóteyri
í Borgarfirði, ættaður frá Skagaströnd.
Mark; Blaðstýft aftan hægra. Hesturinn var járnaður,
hann er stór, hefir allan gang, en brokkar oftast laus.
Verði einhver hestsins var er hann vinsamlega beðinn
að gera aðvart að Grjóteyri, eða Guðmundi Kaldbak,
Akranesi.
Dýrasýningin
í Örfirisey
Dansað í kvöld frú kl. 10.
Kerrnpokana
sem eru búnir til úr íslenzkum
gærum, erum við byrjaðir að
sauma.
MAGNI H.F.
Brunabótafélag
íslands
vátryggir allt lausafé (nema
verzlunarbirgöir).
Upplýsingar í aðalskrifstofu,
Alþýðuhúsi (slmi 4915) og hjá
umboðsmönnum, sem eru í
hverjum hreppi og kaupstað.
„PYRIMTE“
Hið nýja ameríska meðal,
sem eyðir lúsum og nitum
þeirra á 15 mínútum, og er þó
hættulaust, líka fyrir börn.
Fyrirsögn meðfylgir.
30 grömm (í tinbelg) kr. 6,10,
fílabeinskambur kr. 4,50—7,00.
Sendum um land allt.
Seyðisf jarðar Vpúíek.
Yinniö ötulleqa fyrir
Tímann.
(jatnla Síc
ÁSTLAUST
HJÓMBAAD.
(Without Love).
Skemmtileg og vel leikin
amerísk kvikmynd.
Spencer Trace,
Katharine Hepburn,
LuciIIe Ball.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
jHpcli-Síc
MUSIK BðMUB.
(Land without music).
Hrífandi söngvamynd samin
úr óperettu eftir Oscar Strauss.
Aðalhlutverkið leikur hinn
heimsfrægi tenorsöngvari
Richard Tauber.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aðgöngumiðasala frá kl. 11.
Sími 1182.
Vtjja Síc
(við Skúlagötn)
Soiiur
refsmoriiariiinar
(Son of Fury)
Söguleg stórmynd, spennandi
og mikilfengleg.
Tyrone Power
Bönnuö börnum yngri en
12 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Vestræn
blómarós
Spade Cooley
og hljómsveit hans.
Sýnd kl. 3 og 5.
Jjarharbíc
SJÓHERINN.
(Meet the Navy).
Skrautleg söngvamynd, sum-
part í eðlilegum litum, af
skemmtisýningum Kanada-
flotans.
Sýning kl. 3—5—7—9.
Sala aðg.m. hefst kl. 11.
Reglugerð
uiii takmörkun ú sölu, dreifingu og toll-
afgreiðslu nokkurra vöruteg'unda.
Samkvæmt heimild í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 70, 1947,
svo og laga nr. 37, 1939 og laga nr. 59, 1940, er hér með
sett eftirfaraildi reglugerð:
1. gr.
Frá og með deginum i dag er fyrst um sinn, unz öðruvísi
verður ákveðið, bannað að tollafgreiða hvers konar vefn-
aðarvöru, búsáhöld, hreinlætisvörur og kornvörur.
2. gr.
Engin heildsöluverzlun eða iðnfyrirtæki má unz öðru-
vísi verður ákveðið selja eða afgreiða neina þeirra vöru-
tegunda, sem um ræðir í 1. gr.
Skömmtunarskrifstofa ríkisins getur veitt undanþágu
frá ákvæðum 1. mgr. um kornvörur, ef sérstaklega stend-
ur á.
3. gr.
Viðskiptanefnd getur ákveðið með auglýsingu, að smá-
söluverzlunum sé bannað að afgreiða til viðskiptamanna
sinna, nema tiltekið magn eða verðmæti af framangreind-
um vörum, og sé þeim jafnframt skylt að skrá sérstaklega
þau viðskipti eftir reglum, sem viðskiptanefnd auglýsir.
4. gr.
Viðskiptanefnd skiigreinir með auglýsingu nánar, hvaða
vörur falli undir 1. gr.
5. gr.
Viðskiptanefnd getur fyrirskipað birgðatalningu á fram-
angreindum vörum, hvenær sem hún telur ástæðu til, og
er henni heimilt án dómsúrskurðar að láta rannsaka
birgðir verzlana og iðnfyrirtækja og einstakra manna' af
þeim.
6. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og reglum
settum samkv. þeim, varða sektum allt að 200 þús. kr.
Ef miklar sakir eru eða brot er ítrekað, má svipta söku-
naut atvinnurétti um stundarsakir eða fyrir fullt og allt.
Upptaka eigna samkv. 69. gr. almennra hegningariaga
skal og heimil vera.
7. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ,
Reykjavík, 17. ágúst 1947.
Eniil Jóussoit (sign).
Sifí'tr. Kloineiixsoii.
(sign).