Alþýðublaðið - 16.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1927, Blaðsíða 2
B ALBYÐUKLAtJlÐ | ALI»Ý©«JBL&»1» [ i kemur út á hverjum virkum degi. | J Afgreiðsla i Alpýðuhusinu við f j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. t 5 til kl. 7 síðd. [ < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► * 9i/s — lO'/j árd. og kl. 8—9 siðd. J I* Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 í (skrifstofan). » Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 \ hver mm. eindálha. f Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (i sama húsi, sömu símar). F|á3*sBBálaspeM fihaldsfns. „MoPB«ni»Iaðið“ vili láta mota amerfska lánið, sem veitt var til eins árs, í fyrirtæki, sem þnrfa að fá 25 — 40 ára lán. Stjórnin bar fram í vetur á al- |)ingi frv. um ótakmarkíaða heim- ild til að ábyrgjast lán fyrir Landsbankann. Fjárhagsnefnd efri deildar vidli ekki fallast á það að sleppa svo algerlega við stjórnina Iánstrausti landsins, og þá söðlaði Jón Porláksson uœ og lét ábyrgðarheimildina að eins vera bundna við ákveðið lán hjá tilteknum amerískum banka, og jafnframt fólst í lögunum heim- ild til að ábyrgjast lán þau, er áður hafa verið tekin sem rekstr- arlán handa Landsbankanum. Frv. þannig lagað var svo samþykt, en á móti þessari ábyrgðarheim- ild töluðu fulltrúar Alþýöuflokks- ins, J. B. og H. V., og greiddu atkvæði gegn henni. Var það af þeim ástæðum, að á þeim tíma átti Landsbankinn talsvert eftir af erlendu lánsfé, er hann gat ávísað á. En hitt var vitanlegt, að Landsbankastjóminni mun hafa þótt gott að eiga aðgang að meira fé erlendis, en þó var ekki búist við því, að bankinn notaði neitt af þessu fé handa sjálfum sér. Og Bj. Kr., sem var fram- sögumaður í efri deild af hálfu stjórnarflokksins, sagði, að ekki væri upplýst, að nota ætti af þessu láni nema einn níunda hluta, og þessum níunda hluta lánsins hafði landsstjórnin í raun og veru ráð- stafað fyrir fram, þVí að Jón Þori., sem er ylirmaður bank- anna, hafði mælst til þess við stjórn Landsbankans, að þessi ní- undi hluti, ein milljón kr., yrði lánaður íslandsbanka. Báðir þingmenn Alþýðuflokks- ins, Héðinn Valdimarsson í neðri deild og Jón Baldvinsson í efri deild, lýstu yfir því, að þeiT vildu gjarna samþykkja ábyigð fyrir hæfilega stóru rekstrarláni handa Landsbankanum, er stjóm bank- ans teldi þörf á bankans sjálfs vegna. En þegar svo er í pott- inn búið, að Landsbankinn býst ekki við' að þurfa að nota lán- ið, og sá hluti þess, sem nota á, gengur til íslandsbanka, þá sér hver maður, að hér er farið aí- veg öfugt að: Landsbankinn með ábyrgð landssjóðs tekur lán, en- annar banki á að fá þá peninga af láninu, sem ætlað er að nota. Því ekki að koma hreint til dyra og segja: Islandsbanki þarf vegna erlendra viðskifta að fá eina millj- ón króna; vill þingið hjálpa bankanum til þess? Þá lá málið fyrir á hreinum grundvelli, og þá gat þingið tekið afstöðu til máls- ins á hreinum grundvelli. Þetta Ian, sem Landsbankinn þannig tók með ábyrgð landsins, á að greiðast upp eftir ár. Lán- ið er að eins veitt til 12 mán- aða, og þá á alt, sem notað hefir verið af láninu, að vera upp- borgað. Á fundi á Selfossi 29. maí sagði Magnús Guðmundsson ráðherra, að af þessu ameríska láni væri að eins búið að nota eina millj- ón kr.; - það er sú milljón, sem landsstjórnin bað Lands- bankastjórnina að veita Islands- banka. En Landsbankinn sjálfur ætlar ekkert að nota af láninu vegna sinna eigin viðskifta. Með öðrum orðum: Það má kalla sannað, sem sagt var í vetur, að lánið væri ekki tekið handa Landsbankanum, ’heldur til þess að hjálpa íslandsbanka án þess þó, að þingið viti neitt um það, hvort þessi hjálp til bankans kemur að gagni. „Morgunblaðið" er í gær m. a. að. fárast yfir aðstöðu Alþýðu- flokksins til þessaTar lántöku. Það þarf ekkert að fárast yfir því, þótt íhaldsliðið kalli jafnaðar- rnenn eyðsluseggi. Ekki hafa þeir viljað koma upp ríkislögreglu, sem kosta átti mörg hundruð þús- und. Ekki hafa þeir viljað fella niður tekjur ríkissjóðs af efnuð- ustu mönnunum i landinu, sbr. hinar frægu 600 þúsundir. Ekki hafa Alþýðuflokksmennimir stutt að embœttafjöjgun íhaldsins, svo sem Spánarlegáta o. fl. En það er annað merkilegt í þessari grein „Mgbl.“ í sambandi við þessa lántöku. Og það er það, að Alþýðublaðið sé að tönnl- ast á því, „að landið sé ekki ræktað", yfir „húsnæðisleysi í kaupstöðum", „vélar vanti og full- komin tæki o. fl. o. fl.“ Þetta er alveg rétt. Álþýðublaðið ætlar sér framvegis að „tönnlast" á ræktunarmálum, húsnæðismál- um, betri tækjum til atvinnu og ótal mörgu fleira. En er „Mghl.“ virkilega svo heimskt að halda, að ræktun Jandsins geti bygst á lání, sem teldð er að eins til eins árs? Heldur „Mgbl,“, að bætt verði úr húsnæðisvandræðtmum með slíkri lántöku? Hver þyrði að ráðast í húsbyggingu með lánsfé, sem liann yrði að greiða eftir 12 mán- uði að fullu? Hver myndi ráð- |ast í ræktunarfyrirtæki með Jáns- fé, sem greiðast á aftur innan eins árs? Þetta, sem þarna kemur fram hjá „Morgunblaðinu“, er jafn- bjánalegt eins og hjá Jónasi Krist- jánssyni, þegar hann hélt, að þetta reksturslán mætti nota til veðdeildarlána, sem veitt eru frá 25—40 áia! „Morgunblaðið" veit ekki, til hvers á að nota þetta lán. Það fylgist svo illa með, að það hefir ekki hugmynd um, að Iánið verð- ur aó greiða að fullu eftir 12 mánuði, og því má ekki festa peningana í löngum lánum, eins og til jarðræktar, húsabygginga og þ. h. Nema sá sé tilgangur íhaldsmanna að nota lán þetta þannig, ef þeir verða nú í meini hluta við kosningarnar. En hvern- ig ætla þeir að fara að í maí 1928, þegar lánið á að vera endur- greitt? Það er fullkomiega forsvaran- legt að taka lán til ræktunar, húsabygginga og þess háttar framkvæmda. En tímalengd þeirra Jána þarf aö miða við þann tíma, sem hægt er að búast viö, að fyrirtækin geti endurgreitt þau. En árslán er ekki til neins að nota til þeirra fyrirtækja. „Morgunblaðið" ætti að spyrja bankastjóra Landsbankans, hvern- ig þeir líta á þetta mál, hvort hægt muni að nota þefta árslán til ræktunar landsins, til húsa- bygginga o. fl., sem ekki getur endurgreitt það fé, sem til þeirra er lagt, nema á löngum tíma. „.Morgunblaðs'-þrihymjjngurinn þarf að fara heim og læra betur. Verkfallið í Árnessýslu. I gærkveldi hringdi Geir Zoega vegamálastjóri upp ritstjóra Al- þýðublaðsins út af verkfallinu í Árnessýslu. Byrjaði hann for- málalaust á því að hóta blaðinu lögsókn, því að frásögnin væri öll röng. Þetta væri skrifað, af því að það ætti að kjósa prest- inn þarna í Árnessýslu. Ritstjór- inn benti á, að hann væri orðinn svo vanur lögsóknum, að hann yrði ekki að engu við slíka hót- un, og spurði, hvor’t vegamála- stjórinn hefði nokkrar leiðrétting- ar að gera. Hann kvað hafa ver- ið samið við vegagerðarmennina og þeir væru ánæg?ir, — „ég lögsæki yður bara,“ sagði hann. „En er þa ekki verkfall?" spurðj ritstjórinn. Þá síeit vegamála- stjórinn samtaíinu fokreiður. Eins og 'lesenaumir sja, var ekkert á þessu viðtali að græða um verktaníð, en víð nanari eft- írgrenstun um verkfallið hjá við- ræðubetri mönnum en vegamáía- stjóri reyndist nú hefir blaðið ekki enn komist að neinu, sem haggi frásögn þess í gær. Kyrstaða ilialtísins í Vestmannaeyjum. (Samkv. símtali.) Borgarafundur var lialdinn þar á Iaugardagskvöldið um hafnar- málið. Margar tillögur komu fram í málinu, og að lokum var sam- þykt ályktun þess efnis, að fund- urinn væri því meðmæltur, að verkinu yrði haLdið áfram. Þessi ályktun var send bæjar- stjórninni, en hún tók hana ekki til greina, en ákvað í þess stað, að hætt skuli við uppfyllinguna viö höfnina. Hafði áður verið á- kveðið að byggja þar hafnargarð og bryggju. Ihaldið í Vestmannaeyjum er, eins og kunnugt er, eitt þöngul- vitlausasta íhald, sem fer með völd hér á landi. Kyrstaða, aftur- hald og hrein og ómenguð heimska eru þess höfuðeiginleik- ar. Alþýðuflokkurinn á að eins þrjá fulltrúa í bæjarstjórninni þar af níu. V. Khöfn, FB., 15. júní. Gremjan eykst i Rússlandi! Frá Berlín er símað: Frá Rúss- landi berast fregnir um ný bana- tilræði og samsæri og að æs- ingin meðal fólksins aukist stöð- ugt. Útlendingar þykjast ekki lengur örggir í Moskva og eru falrnir aÖ flytja sig þaðan. Fleiri embættismannamorð á Rússlandi. Ráðstjörnin gerir ráðstafanir gegn því. Frá Moskva er símað: Ströngu skeytaeftirliti hefir verið komið á. Valdssvið „tjekkunnar" hefir ver- ið aukið að miklum mun. „Tjek- an“ hótar að láta s'kjóta tuttugu og fimm andstæðinga sameignar- sinna, ef fleiri embættismenn ráðstjórnarinnar verða inyrtir. VaraJiðið í Ukraine héfir verið kallað saman. Ætla ítalir að slita stjórnmála- sambandi við Rússa? Frá Lundúnum er símað: Blað- ið „Daily Telegraph" býst við því, að stjórnin i ítalíu slíti bráð- lega stjórnmálasambandi við rúss- nesku stjórnina. Leldbeinmg við kosningu hjá bæjar- fógeta. Verkámenn og verkakonur, þér, sem farið burt héðan úr bænum. fyrir kjördag (9. júlí)! Látið 1- haldið ekki sigra á kjördags- færslunni. Kjósið áður en þér far- ið. Látið skrifstofu A-listans vita áður en þér farið. Athugið vel, þegar þér greiðið atkvæði hjá bæjarfógeta: Þá fáið þér tvö um- slög. Þér takið lítinn.hvíta miða, sem er í minna umslaginu og skrifið á hann lista-bókstafinn (A),. en ekkert annað merki. Látið hann síðan í minna umslagið og límið vandlega aftur. Setjið svo þetta innan í stærra umslagið og límið vandlega aftur. Utan á stóra umslagið er nafn kjósand- ans skrifað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.