Tíminn - 22.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1947, Blaðsíða 3
151. blað TÍMINN, föstudaginn 22. águst 1947 3 Sunnudagsför í Bergen- Belsen fangabúðirnar Erich Kástner: Gestir í Miklagarbi Eftirfarandi grein er lýsing norsks hermanns, sem dvelur í hýzkalandi um þessar mundir, á heimsókn í Bergen-Belsen- fangabúðirnar nú fyrir skömmu. Þær hafa nú aff mestu verið jafnaðar við jörð. Klukkurnar í kirkjum borg- arinnar hringdu til hámessu um leið og herbifreiðin rann út úr herbúðunum og beygði út á einn hinna góðu akvega í Norð- ur-Þýzkalandi. Við sitjum á palli bifreiðar- innar og þjótum yfir friðsælt og gróðurríkt land. Neðst í hlíðum hinna ávölu ása eru frjósamir akrar, og hagarnir eru grösug- ir. Á stöku stað sést bóndi, sem ekki hefir skeytt um helgi sunnudagsins, heldur beitt ux- unum fyrir plóginn. Á götum þorpanna róta hænsn og gæsir í efjunni í mesta bróðerni. Langt í burtu sést blika á gluggarúðurnar í garaalli, stórri borg, og allt í einu erum við komnir inn í miðjan hóp svart- hærðra sígauna, sem eru þarna með húsvagna sína. Við eigum því miður engar sígarettur að gefa þeim, og það verða þeim sár vonbrigði. Nú nálgumst við stórborgina Hannover. Við augyim okkar blasir fagur skemmtigarður, sem stingur óþægilega í stúf við eyðilegginguna. Svo erum við komnir fram hjá henni. Lands- lagið hefir breytt um svip. Ás- arnif eru að baki, og slétta er framundan. Skógarnir verða þéttari, og hér er fátt um mannabyggðir. En allt í einu komum við inn í húsaþyrpingu, og á skilti við vegginn stendur: „Belsenar Bier“. Nú getum við ekki átt langt eftir ófarið. En fyrst verðum við að fara gegnum hinn hrörlega bæ, Bergen, þar sem unga fólk- ið stendur í hópum á götuhorn- unum í miðdegishitanum. Svo sveigjum við til vinstri. Þremur eða fjórum mínútum seinna förum við fram hjá varðmanni, og áletrun á skilti tilkynnir okkur, að hér sé brezkur her- skóli. Þarna er líka stór Gyð- inganýlenda í nágrenninu. Hana hefir UNRRA stofnsett. Bifreiðin heldur áfram eftir skógargötunni. Hér hefir skóg- urinn verið óvægilega höggvinn nýlega, og grassvörðurinn er upp urinn. Þarna liggja líka nokkrir sundurskotnir þýzkir skriðdrekar á víð og dreif. Nú beygir bifreiðin inn á eyðilega sléttu, og svo nemur hún staðar. Við stökkvum ofan af pallinum, því að nú erum við komnir til Bergen-Belsen. Við lítum í kringum okkur með forvitni og hátíðleik á þessum eyðilega og óhrjálega stað. Þarna ríkir algerð kyrrð. Okkur finnst þetta vera heilög jörð og við pílagrímag\ Við sjá- um í anda þýzkar fangabifreið- ar koma eftir skógarveginum með sárþjáð fólk og skila því hér í hendur böðulsios — Jos- efs Kramer. Fangabúðirnar hafa verið rifnar eða brenndar, svo að hér sést ekkert annað en sviðinn og urinn svörðurinn. En við getum gert okkur þetta allt í hugar- lund, því að við höfum séð margar myndir héðan. Við höf- um séð líkdyngjurnar og dýrs- leg andlit fangavarðanna. Nú stöndum við hér sjálfir og les- um áletranir á spjöldum bæði á ensku og þýzku, og þær skýra okkur frá því, hvar ýmsar helztu byggingar þarna hafa staðið, og þannig fáum við ofurlitla hugmynd um þetta helvíti á jörðu. Á einu spjaldinu stendur: „Þetta eru hinar kunnu fanga- búðir, Bergen-Belsen, sem ensk- ir hermenn tóku á sitt vald 15. apríl 1945. Hér fundust 10 þús- und lík ógrafin. Af föngum þeim, sem þarna voru þá á lífi, hafa 13 þúsund dáið seinna af afleiðingum vistarinnar hér. Allt þetta fólk hefir orðið bráð hinnar þýzku yfirdrottnunar í Evrópu og er lifandi dæmi um siðgæði nazismans“. Við röltum fram og aftur um þessa eyddu sléttu. Hitinn er nær því óþolandi, og við getum vel gert okkur í hugarlund, hvaða þjáningar hungraðir og sjúkir menn hafa orðið að þola hér á heitustu sumardögunum. Nokkuð afsíðis stendur stór trékross með latneskri áletrun. Hann ber við bláan himininn. Þarna var múrinn, sem mönn- um var stillt upp við til aftöku. Nú stöndum við sjálfir á þeim stað, er hjálparlausu fólki var smalað saman og skotið niður eins og hráviði. Héðan hafa augu þess í síðasta stnn hvarfl- að yfir bláan himin og grænan skóg í austri og vestri — í átt- ina til lífsins og frelsisins. Við beygjum okkur og stingum fingrunum ofan í sapdinn, og þá finnum við þegar fjölda kúlnanna, sem þetta fólk féll fyrir. Jósep Kramer hafði enga gas- klefa í fangabúðum sínum. Það var miklu auðveldara að skjóta fólkið og brenna síðan líkdyngj- urnar. Þarna mótar fyrir stein- þróm með sótugum reykháfum, og það talar sínu m&i. Við höldum göngunni áfram. Sólin skín og fuglarnir syngja í skóginum. Af og til rekum við tærnar í beinhluta, sem eldin- um hefir einhvern veginn sézt yfir. Við finnum þarna líka klæðadruslur og skjóræfla og annað smádót. Ávalir hólar hér og hvar gefa til kynna, hvar fjöldagrafirnar eru. Á þeim eru krossar með áletrunum á hebresku. Á miðri þessari sléttn, framan við stóran steinvarða, sem reist- ur var þarna daginn, sem ár var liðið frá því að fangabúðirnar voru teknar, stendur Gyðingur og les áletrunina, sem er á ensku og hebresku: „ísrael og allur heimurinn skal minnast hinna 30 þúsund Gyðinga, sem létu ljfið hér í Bergen-Belsen-fangabúJðun- um fyrir böðlum Nazistanna. Jörð, feldu ekki blóðið, sem út- hellt hefir verið yfir þig.“ Fyrir nokkrum dögum síðan höfðum við verið í leikhúsinu og hlýtt á „Töfraflautuna". Þá sagði einhver hrifinn: „Já, er ekki þýzka þjóðin sannarlega menningarþjóð?" Ferðin til Bergen-Belsen var eins og svar við því. Þurrkaður og pressaður saltf iskur Nýskotinn svartfugl lækkað verð. FISKBÚÐIN Hafliði Baldvinsson. Hverfisgötu 123. Sími 1456. En nú gat hann ekki sofnað aftur. Og loks flaug honum í hug, hvað þessu þráláta myrkri ylli. Ofan á þakgluggann hafði lagzt þykkt snjólag, það var allur sólmyrkvinn. Hann steig aftur fram á helkalt gólfið og opnaði gluggann. Meiri hlutinn af snjónum rann niður þakið, minni hlutinn. datt niður á gólfið í her- berginu. Hann bölvaði. En það var enginn kraftur í því. Úti var glaðasólskin, og ylrikir geislar féllu inn um þakgluggann til gamla Toblers, sem nú fór úr vað- málsfrakkanum, klöngraðist upp á þvottagrindina og stakk höfðinu út um gluggann. Ailt í kring blöstu við tindar snæviþakinna fjalla. Þessu næst þvoði hann sér, rakaði sig og arkáði niður í matsalinn. Þar hitti hann Hagedorn. Þeir lieilsuðust glaðlega, og ungi maðurinn skýrði frá því, að Kesselhuth væri farinn á skíði. — Hvað eigum við að hafa fyrir stafni í dag? spurði hann svo. — Við förum í gönguferð, sagði Schulze. En ég vara yður við einu: Reynið ekki einu sinni að segja mér, hvað öil þessi fjöll heita. Þeir röbbuðu svo saman um stund, og siðan bað Hagedorn um marmilaðifötu með dálítilli slettu í. Þjónninn uppfyllti þessa einkennilegu ósk tafarlaust. Að því gerðu skáimuðú félagarnir út. Polter gaf þeim illt auga úr stúku sinni. Schulze ætlaði auðsjáanlega ekk' að gera það endasleppt við miljónamæiinginn, cg honum var ekki heldur gefið um fötuna, sem Hags- dorn var með. Haigedorn rauð marmiiaði á hökuna á snjókarlinum, tyllti sér síðan á tá og hvolfdi fötunni ofan á kollinn á hcnum. En það fóru grettur um andlitið á honum, þegar hann teygði upp hendurnar. Hann verkjaði hræðilega í axlirnar. — Þessi Stilnzner hefir hér um bil gert út af við mig, stundi hann. — Hvaða Stúnzner? — Stúnzner nuddlæknir. Hann var hér um bil bú- inn að kreista úr mér líftóruna. Ég get ekki kallað þetta nudd annað en pyndingar. — Það er nú heilsusamlegt samt, sagði Schulze þrjóskulega. — Ég sendi hann upp til yðar í fyrramálið, sagði Hagedorn alls hugar feginn yfir þeirri snjölíu lausn, sem honum hafði nú hugkvæmzt. Þá lætur hann mig kannske í friði. Ég þoli ekki meira. í þessu opnuðust aðaldyr gistihússins, og Polter snaraðist út. — Hér er bréf til yðar, herra doktor, sagði hann og hneigði sig. Og í þessu umslagi eru útlend frímerki. — Þakka yður fyrir, sagði Hagedorn. Hvernig lízt yður á Brúsaskegg? — Ég vil helzt ekki tala um það, svaraði Polter. — Hvað heyri ég hrópaði Hagedorn. Ég hélt þó, að þetta væri laglegasti snjókarl. — Þá bið ég afsökunar, sagði Polter. Ég hélt, að Brúaskeggur væri auknefni á herra Schulze. Vinirnir leiddust nú út að greniskóginum. Trén voru gömul og stórvaxin, og á greinum þeirra héngu kynstrin öll af snjó. Öðru hverju duttu stórar snjó- flyksur niður á þá. Loks námu þeir staðar við bekk í skóginum. Hagedorn strauk af honum snjóinn, og síðan settust þeir hlið við hlið. Svartur íkorni skauzt yfir götuna. Þeir héldu enn áfram eftir hæfilega langa hvíld. Gatan lá sífellt upp í móti, og eftir stundargöngu voru þeir komnir út úr skóginum. Þar var víð útsýn. Langt uppi í hliðinni sáu þeir tvo dökka depla. — Ég hefi aldrei verið jafn hamingjusamur, sagði Hagedorn. — Það er engin skömm að því, svaraði Schulze. Það er bara sjaldgæft, að menn séu það. Þeim varð litið upp í hlíðina. Annar dökki depill- inn var allt í einu kominn á fleygiferð. Hann geystist undan brekkunni og stækkaði óðfluga. Þetta var auð- vitað skiðamaður. Það var auðséð, að hann átti fullt í fangi með að verjast falli. Ef til vill var réttara að segja, að honum auðnaðist ekki að detta. Þegar skíðamaðurinn átti svo sem tuttugu metra ófarna til þeirra félaganna, tók hann snögglega ógur- lega sveiflu, stakkst á höfuðið og hvarf gersamlega í mjallardrífuna. Þeir spruttu báðir á fætur, þvi að þessi skiðamaður var sýnilega hjálparþurfi. Það kom þó brátt í ljós, að hann var með lífsmarki, því að senn sáust tveir ið- andi fætur. Og loks kom allur maðurinn upp úr snjón- um, hóstandi og fruktandi. Þetta reyndist vera Jóhann Kesselhuth. Schulze veinaði af hlátri, en Hagedorn reyndi að dusta snjóinn af fötum hins fallna skíðakappa. Kessel- huth sjálfur varð' fyrst fyrir að þreifa á öllum útlim- um sinum. — Það ber ekki á öðru — ég er óbrotinn, sagði hann loks. — Hvers vegna flýttuð þér yður svona niður hlíð- ina? spurði Schulze. Auglýsing til iniiflytjcnda nm flutning á vöruni til Islands. Viðskiptanefndin hefir ákveðið að óheimilt sé að taka vörur til flutnings í erlendri höfn nema tilgreind séu númer á innflutningsleyfum hér heima. Hefir þetta verið tilkynnt öllum skipafélögum er hlut eiga að máli. Gildir þetta um allar vörur sem hér eftir verða til- kynntar til flutnings. Innflytjendum er þvi bent á að gera nú þegar ráðstaf- anir til þess að tilkynna erlendum seljendum leyfisnúm- er sín, Reykjavík, .19. ágúst 1947. Viðskiptanefndln. Auglýsing um afhendingu benzínafgreiðslukorta. Afhending benzinafgreiðslukorta samkvæmt 3. í gr. reglugerðar um sölu og afhendingu benzíns frá 113. ágúst 1947, fer fram í lögreglustöðinni, Pósthús- stræti 3, III. hæð, daglega kl. 9—16,30. Bifreiðaeig- j endum ber að sýna fullgild skoðunarvottorð, við- komandi bifreiðar, er þeir taka við benzínaf- I greiðslukorti. | Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. ágúst 1947. j ^ ▼ V V V V C1 ^ ^ 4 * Þeir aðilar sem eiga reikninga á hendur viðskiptaráði, nýbygg- ingarráði, skrifstofu verðlagsstjóra og skömmtunar- skrifstofu ríkisins, eru beðnir um að framvísa þeim fyrir 31. ágúst í skrifstofu viðskiptanefndar, Skóla- vörðustíg 12, til greiðslu, nema reikningum nýbygg- ingarráðs, sem ber að framvísa í skrifstofu fjár- hagsráðs, Tjarnargötu 4. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börnum, sem eru fædd 1940, 1939, 1938 og 1937, bar að sækja skóla í september. Nánar tilkynnt í auglýsingum síðar. Fræðslufulltrúinn. Þakkarorð til húsfreyjanna i Jökulsárhlíð. Öllum ykkur, sem heimsótt- uð mig, færðuð mér stórgjöf og töluðuð til mín vinsamlegum og hlýjum orðum hinn 20. júlí s. 1., í tilefni af 25 ára ljósmóð- urstarfi mínu, vil ég hér með votta mitt innilegasta þakklæti. Þessum degi mun ég ekki gleyma. Það er kannske tilvilj- un ein, að hann var svo blíður og yndislegur eins og hásumar- dagur getur beztur hér orðið. En fyrir mér var hann tákn þeirr- ar hlýju, velvildar og trausts, er ég hefi alltaf notið hjá ykkur síðan ég byrjaði þetta starf. Með innilegri ósk um gæfu- ríka framtíð. Bakkagerði, 3. ágúst 1947. Jónína Gunnarsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.