Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMISJAN EDDA h.í. 31. árg. .rrSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargötu S A Suuar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKKIFSTOFA: EDDUHÍJSI, Llndargötu 9 A Slml Reykjavík, miðvikudagiim 37. ágúst 1947 154. blað ERLENT YFIRLIT: Nýr varaforseti Bandaríkjanna Joseph W. Martin verður íorseti KSandaríkjj- aima, ef Truman feilur frá. ! Samkvæmt lögum, sem gilt hafa í Bandaríkjunum fram á síðastl. vor, myndi Marshall hafa orðið forseti Bandaríkjanna, j ef Truman félli frá. Þau ákvæði giltu þangað til, að yrði vara- ! forsetinn forseti, en forfallaðist síðan eða félli frá, skyldi utan- í íkisráðherrann taka sæti hans. En á seinasta þingi var þessu breytt þannig, að nú verður það forseti fulltrúadeildarinnar, sem erfir forsetaembættið undir þessum kringumstæðum. HOLLENZKIR NYLENDUHERMENN Þjóðabandalagið var gróðafyrirtæki Þjóðabandalagið gamla var formlega lagt niður 18. apríl í fyrra, en síðan hefir verið unnið að uppgjöri á reikn- ingum þess. Því verki er nú lokið, og hefir það komið í ljós, að skuldlausar eignir þess nema mikið á annað hundrað milljónum sviss- neskra franka. Eignum bandalagsins hefir verið skipt þannig, að alþjóðlega verkamálaskrifstofan í Genf fær eignir, sem eru metnar að verðmæti um 30 Willj. sviss- neskra franka, en bandalag sameinuðu þjóðanna fær eignir, sem eru metnar nálæ^t 20 millj. svissneskra franka, þar á meðal bókasafnið. Auk þess fær það flestar byggingar þjóðabanda- lagsins, Afganginum, eða rúm- lega 61 millj. svissneskra franka verður skipt á milli þeirra landa, sem voru í bandalaginu, eftir framlögum þeirra. Mestur verð- ur hlutur Bretlands, 10.6 millj. svissiaeskra franka, Prakklands 7.2 millj. og Indlands 5.7 millj. Hlutur Norðurlandanna verður þessi: Danmörk 1.1 millj., Nor- egur 0.9 millj., Svíþjóð 2 millj. og Finnland 0.9 millj. AIls gengu 61 ríki í Þjóða- bandalagið meðan það starfaði og hafa aðeins sex þeirra ekki staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar sínar. Það eru Búlg- aría, Albanía, • Abessinía, Li- beria, Paraguay og Spánn. Búl- garía hefir gert ráðstafanir til þess að greiða þessa skuld sína. Það er að ýmsu leyti tákn- ræn saga, að þjóðabandalagið skyldi verða stórgróðafyrirtæki, en hins vegar misheppnast al- veg það höfuðhlutverk að ti'yggja fi’iðinn í heiminum. ERLENDAR FRETTIR Frakkar hafa beitt neitunar- valdi í Öryggisráðinu til þess að fella tillögu frá Rússum um skipun rannsóknarnefndar í Indónesíu. Sjö ríki voru með til- lögunni, þar á meðal Banda- ríkin, en Frakkar og Belgíu- menn voru á móti, en Bretar og Kínverjar sátu hjá. Samþykkt var tillaga frá fulltrúa Ástralíu þess efnis, að sendifulltrúum á Java frá ríkjum þeim, sem skipa Öryggisráðið, skuli falið að fylgjast með því, hvei'nig griðin séu haldin. Ráðstefna brezku samveldis- ríkjanna hófst í Canberra í gær. Verður þar aðallega rætt um friðarsamningana við Japan. De Gaulle hefir tilkynnt, að samtök hans muni hafa sér- staka frambjóðendur við bæjar- og sveitastjórnarkosningarnar í haust. Mikill eldsvoði varð í Gauta- borg í fyrradag. Fjöldi timbur- húsa brann og nemur tjónið mörgum millj. kr. Það mætti þykja líklegt, að republikanir hefðu átt frum- kvæðið að þessai’i breytingu, þar sem forseti fulltrúadeild- arinnar er úr hópi þeirra. Svo er þó ekki, heldur hafði Truman sjálfur frumkvæðið og ýtti á eftir þinginu að gera þessa breytingu. Rök hans voru þau, að samkvæmt gömlu skipaninni, útnefndi forsetinn raunar eft- irmann sinn og gæti það ekki talizt lýðræðislegt. Samkvæmt nýju tilhöguninni væri lýðræð- inu hins vegar eins vel fullnægt og framast væri kostur, án nýrra forsetakosninga, þar sem foi'seti fulltrúadeildarinnar væri alla jafnan kosinn af þeim flokki, sem hefði meirihluta þjóðarinnar að baki sér á hverj- um tíma. Kosningp,r til fulltrúa- deildaiúnnar fara fram á tveg/ja ára fresti. I/ins vegar eru öldungadeildarmenn kosn- ir til sex ára og ekki nema þriðjungur þeirra í einu. Sá maður, sem yrði nú for- seti Ban^aríkjanna samkvæmt þessum nýju lögum, ef Truman félli frá, er því Joseph W. Mar- tin jr., fulltrúadeildarmaður frá Massachuettsríki. Hann var kosinn forseti fulltrúadeildar- innar í vétur eftir kosningasig- ur republikana. Joseph W. Martin er 63 ára gamall, og hefir gefið sig óslit- ið að stjórnmálum síðan 1912. Hann var fyrst kosinn fulltrúa- deildarmaður 1924 og hefir haldið kjördæmi sínu ja.fnan síðan. Árið 1939 var hann kjör- (Framhald á 4. síðu) fljúgandL diskur' í sumar liefir víða orðið vart við furðuhnetti eða „fljúgandi dislia“, er mest umtal vöktu í Svíþjóð í fyrra- sumar. Engar menjar hafa þó fund- izt eftir þá, en nýlega tókst 11 ára gömlum amerískum dreng að ná ljós- mynd þeirri, sem hér fylgir, af einum þeirra. Mynd þessi er nú til rann- sóknar hjá yfirvöldunum. Stundum hefir verið haldið, að þessi fyrirbrigði stöfuðu af hernaðarlegri tilrauna- starfsemi, sem sé rekin í öðrum lönd- um en þar, sem þeirra verður vart. Mynd þessi er af hollenzkum nýlenduhermönnum, sem berjast i Indó- nesíu. Bardagar virðast halda þar enn áfram á ýmsum stöðum, þrátt fyrir bann öryggisráðsins. Tveir ísl. íþróttamenn munu taka þátt í Norðurlandamótinu Verðnr íslciizkum siiiidinöiiimiii varnaSS að taka fiáll í sundmcistaramóti Evrópu? Benedikt Waage, forseti í. S. í., skýrði blaðamönnum frá bví i gær, að þeir Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clausen hefðu verið valdir til að keppa á norræna íþróttamótinu, sem haldið verður í Stokkhólmi 6.—8. sept. næstkomandi. Jafnframt skýrði hann frá því, að vafasamt væri, að þrír íslenzkir sundmenn gætu tekið þátt í sundmeistaramóti Evrópu, sem haldið verður í Monaco 10.—14. n. m., þar sem þeim hefði verið neitað um gjaldeyrisleyfi til fararinnar. Norræna íþróttamótið fer fram með þeim hætti, að valin eru tvö lið, Svíar skipa annað liðið og eru í því þrír mestu íþróttamenn þeirra i hverri i- þróttagrein. Hin Norðurlöndin skipa hitt liðið og eru í því þeir þrír menn, sem náðu beztum árangri í hverri íþróttagrein á meistaramótum þessara landa í sumar. Þetta lið var valið af forsetum frjálsíþróttasamband- anna í þessum löndum og fór valið fram nú um helgina. Benedikt G. Waage, forseti í. S. í., gat ekki verið þar viðstaddur, en hafði símasamband við þessa starfsbræður sína um valið. Niðurstaðan varð m. a. sú, eins og áður segir, að Finnbjörn Þor- valdsson og Haukur Clausen voi'u kjörnir í þetta lið og kepp- (Framhald á 4. síðul Mjólkurskortur í Kaupm.höfn vegna þurrka Veðurfarið í Danmörku hefir verið.með öðrum hætti en hér í sumar. Afleiðingar hinna lang- varandi þurrka þar eru nú m. a. orðnar þær, að stórlega hefir dregið úr mjólkursölunni í Kaupmannahöfn. Nú um helg- ina var búist við, að mjólkur- magnið minnkaði svo mikið, að neytendur myndu aðeins fá 60% af þeirri mjólk, sem þeir eru vanir að kaupa. í Odense er orðinn mikill vatnsskortur vegna þurrkanna, Efri hæðir húsa eru yfirleitt vatnslausar og á stöku stað er ekki einu sinni vatn að fá í kjöllurunum. Fundur norrænna utanríkisráðherra Bjarni Bcnediktsson fer til Kaupmanna- liafnar. Allar deildir Laugarvatnsskólans munu starfa í vetur Saini ncmcndafjöldi og undanfarin ár. Viðlai við Bjarna Bjarnason, skóiastjóra. | Frá því að eldsvoðinn varð að Laugarvatni, hafa forráðamenn héraðsskólans ráðið ráðum sínum um það, hvernig unnt væri að sigrast á þeirn örðugleikum, sem orsökuðust á skólastarfseminni ! af völdum brunans. Er þar að sjálfsögðu við ramman reip að : draga, en þó þykir nú líklegt, að takast muni að gera þær bráða- 1 birgðaráðstafanir fyrir skólatímann, að skólastarfsemin geti haldið áfram á komandi vetri, án stórfelldra truflana. Tíminn átti í gær viðtal við Bjarna Bjarnason skólastjóra um þessi mál. Hann kvað á- kveðið, að skólinn starfaði á komandi vetri og veitti móttöku nýjum nemendum, er sótt hafa, auk nemenda frá fyrra ári. Nemendum verður boðið upp á að búa þröngt, að minnsta kosti nokkurn hluta vetrarins, en jafnframt verður unnið eftir föngum að því að auka húsnæð- ið svo sem tök eru á. Bráðabirgðaráðstafanir Eins og áður hefir verið skýrt frá, eru engin tök á að endur- byggja skólahúsið sjálft í haust. í þess stað fer fram á því bráðabirgðaviðgerð. Stafnar þeir, er eftir standa af bustun- um, verða brotnir niður og auk þess verður sett skúrþak yfir skólahæðina, er eftir stendur. Með því móti er unnt að gera skólastofurnar nothæfar og fyrirbyggja leka og frekari skemmdir á þeim. Kennaraí- búðir þær, er skemmdust í brunanum, verða endurbættar, en notaðar fyrir nemendur. Einhleypum kennurum, er misstu húsnæði sitt við brun- ann, verður úthlutað húsnæði í ibúðum þeirra kennara, er sluppu við allt tjón í eldsvoð- anum. Hvað það snertir að þjappa nemendum saman í það húsrúm, sem til er, hefir sú ákvörðun verið gerð með full- komnu samþykki fræðslumála- stjóra, landlæknis og héraðs- læknis, er allir hafa talið þessa tilhögun sjálfsagða, eins og á stendur og telja hana í engu brjóta i bága við almenn fyrir- mæli í þessum efnum. Dagana 27.—28. þ. m. verður haldinn í Kaupmannahöfn fund ur utanríkisráðherra á Norður- löndum. Bjarni Benediktsson utanríkismálaráðherra mætir þar og verður það þá í fyrsta sinni, sem utanríkismálaráð herra íslands tekur þátt í slík um fundi. M. a. mun verða rætt um afstöðu Norðurlanda á þingi sameinuðu þjóðanna og hugmyndir þær, sem hafa kom- ið fram um tollbandalag Norð urlanda. Bjarni Bjarnason. ui'byggð sem nemendaíbúð nú í haust. Þá verður nú þegar hafizt handa um að reisa iþúð fyrir Þórð Kristleifsson kennara og (Framhald á 4. si'"i) Nýir kennarabústaðir. í fyrra var byrjað á að reisa nýja skólastjóraíbúð. Er það sérstakt hús, er stendur nokkru vestar en skólahúsið sjálft. Hef- ir þeirri byggingu miðað vel á- fram og því ekki langt til, unz hún getur verið tilbúin. Við þaö fæst aukið húsrúm fyrir nem- endur, því að íbúð skólastjóra í skólahxlsinu sjálfu verður end- Merkileg bök um kartöfluna Búnaðarfélag íslands hefir nýlega gefið út bók, sem heitir Kartaflan, og segir nafnið til um efni hennar. Bókin er samin af þremur starfsmönnum landbúnaðar- ins, þeim Gísla Kristjánssyni, ritstjóra, Ingólfi Davíðssyni, cand. mag. og Klemenz Kr. Kristjánssyni, tilraunastjóra. Bók þessi er 122 síður að les- máli, með mörgum myndum og þar að auki 24 heilsíðu litmynd- um, er sýna einkenni hinna helztu sjúkdóma, sem herja á kartöflurnar á akri eða í geymslu. Tilgangurinn með útgáfu bók- arinnar er fyrst og fremst að hvetja til aukinnar kartöflu- ræktar hér á landi og að auðga þá að íróðleik um kartöflur, (Framhald á 4. síðu) SKEMMTISNEKKJA NOREGSKONUNGS að hætta Aðkwinfólk liyrpisí frá Ssglcfirði mcð tóina vasa. Engin síld veidd í herpinót hefir borizt til Siglufjarðar síðastliðna tvo sólarhringa. Nokkur skip hafa komið inn með sæmilega veiði í reknet. Almennt eru skip nú að hætta veiðum og verið er að ljúka við að gera upp vertíðina. Aðkomu- fólk streymir frá Siglufirði. (Framhald á 3. síðu) Mynd þessi er af ensku skemmtisnekkjunni „Philante", sem Norðmenn keyptu og gáfu Hákoni Noregskonungi í afmælisgjöf, þegar hann varS 75 ára nú fyrir skemmstu. Fjárins var aflað með almennum framlögum. — Ætlazt er til, að snekkjan verði framvegis í eigu Noregskonunga og þeir noti hana til að heimsækja þegna sína í hlnu strandlanga og vogskorna ríki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.