Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 3
154. blað TÍMEYN, mlgvlkudaginn 27. ágúst 1947 3 Nýútkomin. tímarit RM-ritlist og myndlist. Fyrsta hefti tímarits, sem ber þetta nafn, er komið út fyrir skömmu. Eins og nafnið bendir til, er það tilgangur ritsins að fjalfa um ritlist og myndlist. Einkum mun það „gera sér far um að flytja valdar smásögur og kafla úr skáldritum, í vönduðum þýðingum," segir í formála ritsins. í ritnefnd þess eru Agnar Þórðarson, Andrés Björnsson, Gils Guðmundsson, Kristmundur Bj arnason og Snæbjörn Jóhannsson, en í myndlistarnefndinni Jóhannes Jóhsnnesson, Kjartan Guðjóns- son og Þorvaldur Skúlason. Rit- stjóri er Gils Guðmundsson. í þessu fyrsta hefti eru smá- sögur eða bókarkaflar eftir þessa erlenda höfunda: Hjalmar Bergman, James Hanley, Anton Tsékoff, D. H. Lawrence, W. Saroyan, Wladyslaw Reymont, Gottfried Keller, Albert Eng- ström, Margrétu af Navarra, og Stephen Leacock. Þýðendur eru taldir í tilsvarandi röð: Jón Helgason, Þórarinn Guðnason, Halldór J. Jónsson, Agnar Þórð- arson, Siglaugur Brynleifsson, Skúli Bjarkan, Herborg Gests- dóttir, Gils Guðmundsson, Karl ísfeld og Kristmundur Bjarna- son. Þá birtist eitt af bréfum Reinir Maria Rilke í þýðingu ritstjórans. Öllum sögunum og söguköflunum fylgja stuttar og glöggar frásagnir um höfund- ana. Þeim fylgja einnig teikn- ingar, sem gerðar eru hérl’ndis, og íæstar auka gildi ritsins, svc að ekki sé meira sagt. Af innlendu efni ritsins ber íyrst að nefna Auðunnar þátt vestórska, sem er tekin.i ui Morkinskinnu, og fylgir honum formáli eftir Einar Ólaf Sveins- son prófessor. Þá er saga eftir Þóri Bergsson, tvö ljóð eftir Andrés Björnsson og órímað kvæði eftir Jón úr Vör. Loks er að geta ýmsra stuttra fregna og írásagna úr bókmenntaheimin- um, sem tru á víð og dre.f ritínu. Eimreiðin. Annað heftið af árgangi þessa árs er komið út fyrir skömmu. Það hefst að vanda á hugleið- ingum ritstjórans, sem hann nefnir Við þjóðveginn. Guð- mundur frá Miðdal skrifar grein um Heklugosið, Sigurður Birkis skrifar yfirlitsgrein um islenzka sönglit, ritstjórinn skrifar at- hyglisverða grein um lífsþæg- indi og lífshamingju, og fram- hald er á grein Alexanders Cannons um töfra. Þá birtist í þýðingu Stefáns Einarssonar lýgileg ferðasaga frá íslandi, sem kom 1 „The Tribune“ í New York 1881, og frásögn eftir Evu Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð um gömlu stofuna heinja hjá sér. Þá eru sögur eftir Krist- j mann Guðmundsson og Sigur- jón frá Þorgeirssftlðum, og kvæði eftir Þóri Bergsson, Jón- atan Jónsson og Kolbrúnu. Loks er leiklistarþáttur eftir Lárus Sigurbjörnsson, ritdómar og ýmsar smágreinar. Allmargar inyndir fylgja sumum greinun- um. Stígandi. Fyrsta hefti af 5. árgangi Stíganda er komið út fyrir nokkru. Meðal greina, sem þar birtast, má nefna innlendan vettvang eftir ritstjórann þar sern vakið er máls á ýmsu at- hyglisverðu, frásögn eftir Stein- dór Sigurðsson um Heklugosið, ferðaþætti um Sprengisand eft- ir Eirík Sigurðsson og þátt um Margréti á Lækjamóti eftir Þor- stein Konráðsson. Þá birtist hér seinasta greinin eftir Stanley Alder um leyndardóma tilver- unnar og fjallar hún um mennt- un framtíðarinnar. Þýðinguna hefir Friðgeir H. Berg gert. Þá birtist kafli úr sögu Hinriks 8. eftir Paul Rival og fjallar hann um eina ástmey hans. Smásögur eru í heftinu eftir Friðjón Stef- ánsson og Hreggvið Arnsteins- son og kvæði eftir Heiðrek Guð- mundsson, Sigurð Draumland og Kristján Einarsson frá Djúpadal. Þá er í heftinu nokkrar myndir frá Heklugos- inu, sem Vigfús Sigurgeirsson hefir tekið, og nokkrar myndir af málverkum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Loks eru nokkrir bókadómar. Gangleri. Fyrra hefti þessa árgangs er komið út fyrir nokkru síðan. Efni þess er:- Af sjónarhóli eftir ritstjórann, Breyskir „guðs- menn“ (fyrirlestur) eftir rit- stjórann, Veðleikur (kvæði) eft- ir Kristmund Þorleifsson, Greif- inn af Stó Germain eftir Víg- lund Möller, Barnasj úkdómar andlegs lífs (fyrirlestur) eftir ritstjórann, Á 71 árs afmæli G'rðspekifélagsins (ræða) eftir Þorlák Ófeigsson, Kveðjuorð (ræða) eftir ritstjórann, Kven- búningurinn og launhelgarnar eftir Jón Árnason prentara, At- hugasemd, eftir séra Jón Auð- uns, „Frá sjónarmiði meistar- anna“, eftir David Anrias, í þýðingu Þorláks Ófeigssonar, Foringjar og fylgilið (fyrirlest- ur), eftir ritstjórann, Ávarp til nýrra félaga frá forseta Guð- spekifélagsins, Launhelgar (kva»ði) eftir ritstjórann og svo nokkrar smágreinar. Margt af efni Ganglera er athyglisvert og gagnlegt lestrarefni. Ritstjóri Ganglera er Grétar Fells. skipstjóranum gramt í geði, því að hann gat ekki betur séð, en allir vitar væru skakkir og sendu út ljósmerki sem ekki komu heim við sjókortið. Allir vitar sendu sem sé út fjóra langa blossa og tvo stutta. Þeir voru aðeirfls að tilkynna úrslitin í knattspyrnukappleiknum. Uru- guay hafði nefnilega sigrað Argentinu með fjórum mörkum gegn tveim. Flestum ferðamönnum fellur vel við þetta litla land og ibúa þess. Það vekur strax athygli manns, að minnisvarðinn sem stendur á aðaltorgi borgarinnar er ekki reistur til heiðurs ein- hverju stórmenni þjóðarinnar, heldur til minningar um land- nemana. Myndin sýnir land- námsmenn, sem eru að gera við brotið hjól, og uxarnir, sem draga hinn frumstæða bænda- vagn, virðast vera að bíta gras- ið þarna á flötinni við aðal- torgið. „Uruguay hefir aldrei alið neina afburðamenn á mæli- kvarða heimsins," segir rithöf- undurinn Zum Felde í allri hóg- værð um land sitt. „Það hefir aðeins alið menn og konur, sem vinna þrekvirki með starfi kyn- slóðanna mann fram af manni.“ Erich Kástner: Gestir í Miktagarbi — Og í launaskyni.fæ ég að renna í konjakkið yðar. Mann þyrstir við snjómokstur. Svo væri líka gaman að heilsa upp á kettlingana. Meðan þessu fór fram, sat hinn svokallaði gufu- skipaeigandi við bréfaskriftir í herbergi sínu. Bréfið var á þessa leið: „Kæra ungfrú Hildur! Ég hefi tekið til 1 herbergi föður yðar og fært hon- um vindla og annað, sem getur orðið honum til ánægju. Þvílíkt herbergi! Þetta er súðarherbergi uppi á fimmtu hæð, heikalt og allslaust. Engin upphitun. Ég kaupi rafmagnsofn í fyrramálið og smygla honum upp í her- bergið — þá ætti þó að geta verið líft þar fyrir kulda. Ég þori að segja, að enginn þjónn myndi láta bjóða sér svona herbergi — hann myndi undir eins kæra aðbúðina fyrir þjónafélaginu. Ég veit varla, hvað ég á til bragðs að taka. Leyndar- ráðið vill ekki hreyfa þessu. Honum virðist bara þykja gaman að vera hornreka. Þvílík fyrirmunun! Sjálfur er ég nú í þann veginn að fara í kjólinn, því að bráðum er kominn kvöldverðartími. Ég sendi yður mínar beztu kveðjur. Ég loka ekki strax umslag- inu, svo að ég geti bætt við bréfið, ef eitthvað nýtt ber til tíðinda. En vonandi verður það ekki. .. “ Við kvöldverðarborð:ð bar fátt til tíðinda. Hagedorn fékk nautakjöt og englatítur. Aðrir fengu humra og ste'kt fuglakjöt. Schulze ætlaði að hátta þegar eftir kvöldmatinn, því að hann var þreyttur. En hann varð meira en lít- ið undrandi, þegar hann kom upp í herbergið sitt. Hann þefaði af vindlunum og eplunum og þuklaði grenigreinarnar. Hitapokanum fleygði hann aftur á móti út í horn, en teppið breiddi hann ofan á sængjna. Hagedorn og Kesselhuth settust að niðri í forsaln- um og kveiktu í góðum vindlum. Karl hinn hugum- stóri kom að borði þeirra og spurði um líðan þeirra. Síðan fór hann inn í danssalinn, þar sem ungfrú Marek beið þess að fá að dansa við hann. Hagedorn sagði Kesselhuth, hvers hann hefði orðið vísari úti á skautasvellinu. En þessar fréttir höfðu þau áhrif á aumingja Kesselhuth, að hann gat ekki haldið neinum samræðum áfram. Hann stóð upp, af- sakaði sig og rölti upp I herbergið sitt. Verksmiðj ueigandinn frá Slésíu gaf sig nú á tal við Hagedorn og fór að leita hófanna um það, hvort hann vildi hætta nokkrum hundruðum þúsunda í spunaverksmiðju, sem orðið hafði að loka fyrir fá- einum árum. Hagedorn fullyrti á hinn bóginn, að hann ætti ekki eitt einasta mark. En herra Spaltehoiz lét það ekki á sig fá. Hann lýsti gróðamöguleikunum aðeins þeim mun glæsilegar . Loks bauð hann Hage dorn með sér inn í barinn. En þar sá Hagedorn leik á borði að bjóða þeim frú Kasparíus og frú von Malle- bré í dans. Hann gat þó losnað við herra Spalteholz frá Gleiwitz litla stund með þvi móti. Hagedorn komst brátt að raun um, að það var hyggileg hernaðaraðferð að dansa við frúrnar til skiptis. Afbrýðisemi þeirra jókst við hvern dans, og hann fann, að hann myndi innan skamms verða'auka- atriði. Hitt varð auðvitað aðalatriðið í augum frúnna að geta klekkt á andstæðingi sínum. Loks laumaðist Hagedorn brott — út til Brúsa- skeggs. Hann Prýddi nú skegg hans með fjöðrum, sem hann hafði fundið úti í skóginum. Að þessari kvöld- snyrtingu lokinni gekk hann til herbergis síns. En veslings Jóhann sat með penna í hönd. Hann var að ljúka við bréfið til Hildar. „Ég hefi komizt á snoðir um hræðilegt athæfi,“ skrifaði hann. „Dyravörðurinn kórónaði í dag alla svívirðuna með því að láta leyndarráðið moka snjóinn af skautasvellinu. Hugsið ykkur þetta — faðir yðar er settur á bekk með götusópurum! Leyndarráðið kvað reyndar hafa hlegið og bannað Hagedorn að skipta sér af þessu. En Hagedorn heföi þó getað leið- rétt þetta, því að hann er hafður í hávegum og álit- inn vera iniljónamæringurinn. Ég er alveg í öngum mínum, kæra ungfrú Hildur. Á ég að skerast í leikinn, þrátt fyrir andmæli föður yðar? Viljið þér svara því við fyrstu hentugleika? Doktorinn segir, að þess verði ekki langt að bíða, að þeir láti hann fara að þvo stigana og salernin hér í gistihúsinu. Hver veit nema þeir láti hann líka fara að hýða kartöflur í eldhúsinu? Get ég þolað slikt um- yrðalaust. Ég vona að svar yðar komi fljótt. Yðar einlægur Jóhann." ELLEFTI KAFLI. Einmana skautahlaupari Daginn eftir var enn fegurra veður en áður. Það hafði ekki snjóað um nóttina. Himinninn var heiður, Mitt innilegasta þakklæti flyt ég öllum þeim, nær og fjær, er glöddu mig með skeytum, heimsóknum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu, 19. ágúst síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. PÁLL GÍSLASON, VÍÐIDALSÁ. Eins og þið vitið greiða sjúkrasamlögin ekki glös né aðrar umbúðir, og glös eru nú bæði dýr og illfáanleg. Hins vegar tel ég víst, að nóg glös séu til í héraðinu ef ölllu slíku væri safnað saman og lialdið til haga. 'Safnið því ölllum glösum, sem þið eigið og sendið mér. Ég mun ekki greiða fyrir þau, en heldur ekki reikna ykkur kostnað af glösum. Á þennan hátt tökum við þátt í al- mennum sparnaði og spörum okkur kostnað. Héraðslæknir. : Tapast hefir grár hestur Mark: tveir bitar aftan hægra. Sýlt gagnbitað vinstra. Sá sem yrði hestsins var, er vinsamlega beðinn að gera undirrituðum aðvart. Símstöð Voga- tunga. Jóhaim Þórðarson Bakka, Melasveit, Borgarfirði. Skrifstofum | Sakadómaraembættisins í Reykjavík verður lokað | | vegna jarðarfarar Sigurðar Gísla^onar, lögreglu- | | þjóns, miðvikudaginn 27. þ. m. | | Sakadómari. | Sláturfélag Suðurlands rieykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag Reykhús. — Frystihús. IYi3ursuðnverksmið|a. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöiu: Niður- soöiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurO á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viöurkennt fyrir gæði Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eítir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanír afgreidriar um allt land. Ókeypis skólavist í Finnlandi og Svíþjóð Fyrir skömmu barst Nor- ræna félaginu bréf frá Norræna félaginu í Finnlandi þar sem tilkynnt er, að finnska ríkið hafi veitt fé til þess að kosta 12 nemendur frá hinum Norður- löndunum í lýðskóla í einn vetur. Verður þessum skóla- plássum skipt á milll Norður- landanna fjögurra. Þeir íslend- ingar, sem vildu sækja um þessa skólavist, þurfa að senda um- sóknir sínar til ritara Norræna félagsins hér, Guðl. Rósinkranz, fyrir 5. sept. Umsóknunum þarf að fylgja afrit af prófskírteini frá héraðsskóla ásamt meðmæl- um skólastjóra. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir 100 ungu fólki frá öll- um Norðurlöndunum verið boð- in ókeypis skólavist við lýðskóla í Svíþjóð næsta vetur, og er um- sóknarfresturinn útrunninn 1. september. Umsóknir sendist til ritara Norræna félagsins. Sjö nemendur geta fengið þessa ó- keypis skólavist frá íslandi. Menningar- og rainn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þurlði Sæmundsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.