Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍML\X. miðvikndaginit 27. íigúst 1947 154. blað Miðv.dayur 27. áf/úst Ráðstafanir til að koma framleiðslunni á réttan kjöl Það mætti vera hverjum hugsandi manni ljóst, að svöðv- un atvinnuveganna og stórfellt atvinnuleysi mun skella hér á strax á þessu hausti, ef ekki verða gerðar tafarlausar ráð- stafanir til að afstýra því. Vegna gjaldeyrisskortsins mun byggingarvinnan, iðnaðurinn og verzlunin dragast saman í stór- um stíl næstu mánuðina og ó- sennilegt er, að nokkur útgerð- armaður geri skip á veiðar, þeg- ar halli er fyrirsjáanlegur á rekstrinum. Þær ráðstafanir eru því orðiia; óhjákvæmilegar, að framleiðslunni verði komið á þann grundvöll, að hún beri sig. Það er ekki aðeins nauðsynlegt í þeim tilgangi, að framleiöslan geti tekið við því vinnuafli, sem losnar við samdrátt byggingar- iðnaðarins og verzlunarinnar. Það er ekki síður nauðsynlegt til að afla aukiris gjaldeyris, því að það verða menn að gera sér ljóst, að gjaldeyrisvandræðin verða ekki fyrst og fremst leyst með skömmtunum og innflutn- ingshömlum, heldur með auk- inni framleiðslu. Þær ráðstafanir, sem gera þarf til bjargar framleiðslunni, eru það stórfelldar, að óhjá- kvæmilegt er, að þær snerti alla landsmenn. Menn mega ekki glepja sig með því, að það eitt geti bjargað, að skera nokkra stórgróðamenn og heildsala „niður við trog“. En jafnvíst er það líka, að bændur og verka- menn geta ekki og mega ekki sætta sig • við neinar byrðar, nema það sé fulltryggt, aö þær verði lagðar á í sar&ræmi við það, sem menn hafa grætt á dýr- tíðinni á undanförnum árum. Það væri fullkomnasta ranglæti, ef verkamenn og bændur yrðu að rýra tekjur sinar með þeim hætti, að eignir þær, sem gróða- menn hafa safnað seinustu ár- in, ykjust að sama skapi að verðmæti. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt, að þeir menn, sem mes^ hafa grætt á dýrtíðinni á undanförnum árum, skili veru- legum hluta af dýrtíðargróð- anum aftur, þegar almenningur verður að taka á sig auknar byrðar vegna afleiðinga dýrtíð- arinnar. Það kann að reynast erfitt að tryggja þetta í framkvæmd. Til þess þarf miklu strangara eignaframtal en ráðgert er í eignakönnunarlögunum og þess vegna hlýtur að þurfa að taka þau til nýrrar endurskoðunar. En það er óhjákvæmilegt að láta engar ráðstafanir ógerðar, sem hægt er að gera til að tryggja réttlæti og jöfnuð í þessum efnum, því að það er ekki annað en eggjun til hörð- ustu stéttaátaka, ef bændum og verkamönnum verður einum ætlað að bera byrðarnar, en stórgróðamenn dýrtíðartíma- bilsins eiga að sleppa. Hins veg- ar er ekki annað trúlegt en að bændur og verkamenn beri full- komlega sinn hluta, ef þeir finna að byrðarnar ganga hlut- fallslega jafnt yfir alla. Jafnhliða því, sem innflutn- ingurinn er skertur og tekjur al- mennings rýrna, er óhjákvæmi- legt að gera ráðstafanir til að tryggja honum sem hagstæð- Afkoma landbúnaðarins 1946 Veðráttan. Frá ársbyrjun allt til vors var tíðarfar mjög milt og sauðfé og hrosp létt á fóðrum. Fénaður gekk vel fram um vorið. Gróður lifnaði snemma, en sprettan var ekki ör, vegna þurrviðra, og á Norður- og Norðausturlandi var það gróðrinum til nokkurs hnekkis, að hret gerði þar fyrri hluta júnímánaðar. Lambahöld voru yfirleitt góð, en lömb á svæðinu þar, sem hretið var harðast, reyndust undir meðal- lagi til frálags um haustið. Gras- spretta var víðast nálægt með- allagi og sums staðar var hún ágæt á túnum, en útengi var miður sprottið, einkum vestan- lands. Austanlands var hey- skapartíð frekar erfið, en ann- ars var hún yfirleitt ágæt og nýting heyja þar eftir. Súg- þurrkun heys var upp tekin á nokkrum stöðum og þótti reyn- ast vel. Um göngur gerði allmik- ið hretviðri, einkum um miðbik Norðurlands, en annars var haustið gott og veturinn allt til ársloka óvenjulega mildur. Margir fjallvegir voru bílfærir alla tíð og jörð svo þíð, að ó- hindrað mátti vinna að jarða- bótum. Innflutningur á tilbúnum áburði. . Á stríðsárunum voru miklir erfiðleikar á því að afla landinu nægilegs magns af tilbúnum áburði. Fyrir stríð var hann að mestu leyti keyptur frá Noregi og Þýzkalandi og þurfti þvi hér að leita nýrra viðskiptasam- banda. Árin 1940—45 fékkst mest af tilbúna áburðinum, sem notaíð var í landinu, frá Banda- ríkiunum og Canada, og sum árin eingöngu. Árið 1939 nam innflutningur tilbúins áburðar 4.384 tonnum, en árið 1940, fyrsta heila stríðsárið, aðeins 2.135 tonnum. Eftir það óx inn- flutningurinn stöðugt og var 6.420 tonn árið 1945. Þörfin fyrir tilbiiinn áburð fór hraðvaxandi á stríðsárunum, bæði vegna aukinnar ræktunar og skorts á asta verzlun. Líklegasta úrræð- ið í þeim efnum er að gera mönn um sem auðveldast að verzla þar, sem þeir helzt vilja. Neyt- endurnir munu vafalaust finna það fljótt, hvar þeir fá beztu kjörin. Þá fær líka samkepþnin að njóta sín. Tillögur þær, sem Hermann Jónasson og Sigtrygg- ur Klemensson hafa borið fram í fjárhagsráði um að tengja saman skömmtunarseðlana og innflutningsleyfin, vísa áreið- anlega réttustu leiðina til lausnar á þessu máli. Hér hefir þá verið stiklað á nokkrum ráðstöfunum, sem gera þarf til að koma framleiðsl- unni á réttan kjöl. Alllir lands- menn verða að taka á sig nokk- urar byrðar, en mestar eiga þó byrðarnar að koma á þá, sem mest hafa grætt á dýrtíðinni. í verzlunarmálunum verður að tryggja sjálfræði neytendanna, svo að beztu verzlanirnar fái notið sín til fulls. Þótt þessar ráðstafanir séu bæði óhjákvæmilegar og rétt- látar, verður það ekkert sæld- arbrauð að koma þeim fram. Bezt væri, ef stéttirnar gætu komið sér saman um fram- kvæmd þeirra. Og nokkur von ætti að vera til þess, því að verði þetta ekki gert, bíður ekk- ert annað framundan en bjarg- arskortur, stjórnarfarsleg upp- lausn og glötun sjálfstæðisins. Hin árlega skýrsla Landsbanka íslands um afkomu atvinnu- veganna er nýkomin út fyrir árið 1946. — Fara hér á eftir helztu þættir hennar um afkomu landbúnaðarins 1946. — Niðurlagið birtist í næsta blaði. vinnuafli, og var eftirspurnin nær alltaf meiri en framboðið, einkum seinustu stríðsárin. Sumar tegundir áburðar voru þó t®rfengnari en aðrar og ekki ætíð þær sörriu. — Árið sem leið voru flutt inn 9.005 tonn af til- búnum áburði, þar af 5.374 tonn frá Ameríku og 3067 tonn frá Noregi. Þetta fullnægði þó ekki áburðarþörf landsins og var einkum skortur á fosfórsýru- áburði. — Meðalverð (cif.) áburðarins komst hæst í um 70 au. á kg., árin 1942 og 1943, en síðastliðið ár var það 47 au. Til samanburðar má geta þess, að 1939 var meðalinnflutnings- verðið 25. au. á kg. Jarðabótastyrkurinn. Jarðabótastyrkur, útborgað- ur 1946 fyrir jarðabætur mæld- ar á árinu 1945, var greiddur með 175 (170*) dýrtíðaruppbót og nam þá alls 2.235 (1.383) þús. kr. Styrksins nutu 3.547 (2.839) jarðabótamenn í 224 (227) bún- aðarfélögum. Styrkur úr Ný- býlasjóði til nýbýla nam 230 (133) þús. kr. Styrkur úr ríkis- sjóði til endurbyggingar íbúð- arhúsa í sveitum nam 619 (233) þús. kr., en lán til bygginga þar, úr Byggingarsjóði, Ræktunar- sjóði, Nýbýlasjóði og smábýla- deild Búnaðarbankans, nam 468 (485) þús. kr. Innflutningur landbúnaðarvéla. Verkfæranefnd ríkisins hélt áfram tilraunum með ýmiss konar nýjar landbúnaðarvélar. Fór áhugi bænda fyrir notkun véla, einkum við jarðræktar- og heyskaparstörf, mikið vaxandi, og var innflutningur slíkra tækja langtum meiri en nokkru sinni fyrr. Fluttar voru til lands- ins á árinu 290 hjóladráttarvél- ar, 34 beltisdráttarvélar, 740 *) Svigatölurnar eru frá árinu áður, sé annars ekki getið. sláttuvélar (þar af um 60 fyrir dráttarvélar), 600 rakstrarvélar, 300 snúningsvélar, og meira og minna af margs konar öðrum tækjum. Á árinu munu hafa komið til landsins um 600 jeppa- bifreiðir, sem Nýbyggingarráð veitti leyfi fyrir og ætlaöar voru bændum og öðrum, sem starfa í þágu landbúnaðarins. Búnaðar- félagið sá um úthlutun á 350 af bifreiðum þessum. Styrkur úr Verkfærakaupasjóði nam á ár- inu 132 þús. kr., og er það um 15% af verði þeirra véla og verkfæra, sem st'yrkur var veitt- ur til að kaupa. Kaupgjald við landbúnaðarvinnu. Búnaðarfélagiö starfrækti ráðniifigarskrifstofu eins og fyr- irfarandi ár. Algengt vikukaup yfir sláttinn var fyrir kaupa- konur 175—225 kr., og fyrii kaujyamenn 350—400 kr. Viku- kaup fyrir og eftir sláttinn var um 25 kr. lægra fyrir kaupa- konur, en 25—50 kr. lægra fyrir kaupamenn. Skortur á fólki til landbúnaðarstarfa var mjög til- finnanlegur, en nokkuð bætti það úr, að allmargir útlending- ar, aðallega Danir, réðust til sveitixvinnu. Fátt af því fólki gaf sig þó fram á ráðningar- skrifstofunni. Kartöfluræktunin. Kartöfluuppskera ársins er talin hafa numið 110 þús. tunn- um, á móti 84.680 tunnum árið 1945 samkvæmt búnaðarskýrsl- um Hagstofunnar. Hagstæð verðrátta átti sinn þátt í hinni góðu uppskeru og kartöflusj úk- dómar gerðu lítið vart við sig. — Ekki er gert ráð fyrir, að koma þurfi til verulegs inn- flutnings á kartöflum á fram- leiðsluárinu 1946—47, en upp- skeran 1945 var ekki nægileg til að fullnægja ársþörfinni. Voru frá hausti 1945 til hausts 1946 fluttar inn 15.026 tunnur af kartöflum, þar af 11.643 tunnur frá Danmörku, hitt frá Banda- ríkjunum, Canada og Bretlandi. Kostnaðarverð dönsku kart- aflnanna, kominna í hús í tyeykjavík, var um 62 aurar á kg., en kostnaðarverð annarra aðkeyptra kartaflna var 61—86 au. á kg. Verð til framleiðenda fyrir 1. fl. kartöflur var haustið 1945 ákveðið 116 kr. á tunnu (100 kg.). Frá byrjun árs 1946 hækkaði það í 122 kr., og aftur frá 1. marz í 129 krónur, vegna geymslukostnaðar, en um haustið var það ákveðið 123 kr. Grænmetisverzlunii, ng umboðs- menn hennar greiddu iramleið- endum þetta verð fyrir vörurn- ar, komnar á markaðsstað. Kaup Grænmetisverzlunarinnar og umboðsmanna hennar á kartöfl- um eftirtalinna framleiðsluára hafa verið: 1943: 3.905 tn., 1944: 11.248 tn., 1945 af ríkisstjórn- inni ákveðið 88 kr. tunnan og kr. 1,10 kg., og hélzt það verð óbreytt til ársloka 1946, þrátt fyrir verðhækkunina til fram- leiðenda haustið 1946. Sumar- verðið 1946 komst allt upp í 3 kr. eða hærra, en var mjög breyti- legt, enda var það látið afskipta- laust af hálfu hins opinbera. Erlendar kartöflur voru seldar á opinbera verðinu, þar til fram- leiðslan kom á markað um haustið. — Kostnaðurinn við, að kartöfluverðinu var haldið lægra en samsvarandi verðinu til framleiðenda, fékkst að nokkru greiddur með hagnaði Græpmetisverzlunarinnar á innfluttum kartöflum. Útgjöld ríkissjóðs á árinu vegna hins lága kartöfluverð námu 557 (70) þús. kri — Frá 1. október 1945 til 1. ágúst 1946 framkvæmdu kartöflumatsmenn mat á 11.497 tunnam af kartöflum, er skipt- ust með 2.379 tn. á úrvalsflokk, 7.273 tn. á 1. fl. og 1.845 tn. á 2. flokk. — Uppskera ársins af rófum og næpum er áætluð 12.000 tunnur, á móti 9.113 tunn- urn árið áður samkvæmt bún- aðarskýrslum Hagstofunnar. Hið opinbera lét eins og áður verzl- unina með þessar afurðir af- skiptalausa. Kornræktin. Á Sámsstöðum var korni sáð 7 (8) ha. lands, höfrum í 3 (3) ha. og byggi í 4 (5) ha. Tíðar- farið var korninu hagstætt og varð uppskeran mjög góð, um 80 tn. af höfrum og 84 tn. af byggi (1945: 90 tn. af hvoru tveggja). Við kornskurðinn var nú notuð sjálfbindingssláttuvél, sem sparaði 7—8 dagsverk í uppskeruvinnu á ha. Utan Sámsstaða var sáð byggi þaðan á 24 (35) stöðum, í 16—18 ha. Uppskeran var hvarvetna góð. — Af grasfræi fengust á Sáms- stöðum aðeins 50 (300) kg. Hefir grasræktin dregizt mikið saman undanfarið vegna skorts á vinnuafli. — Gróðurhúsarækt fór enn vaxándi. Fjárpestirnar. Fjárpestirnar héldust að mestu á sínum fyrri svæðum, nema hvað þingeysk mæði kom upp í Hjaltadal. Haustið 1946 fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Skjálfandafljóti alla leið að Eyjafjarðargirðingum að vest- 1 an. Var þar slátrað um 18 þús. 1 fullorðnum kindum, auk lamba, en um 8 þús. lömb frá Vest- fjörðum voru flutt þangað sjó- leiðis. Settar voru upp á árinu um 60 km. langar girðingar. Út- gjöld ríkissjóðs vegna fjárpest- anna námu 3,1 (2,8) milj. kr., þ. a. fjárskiptakostnaður 0,9 (0,7) milj., uppeldisstyrkur 0,8 (0,9) milj. og varðgæzlukostn- aður 0,8 (0,7) milj. kr, Kjötframleiðslan og kjötverðið. Slátrað var 353.023 fjár, þar af 312.126 dilkum. Kjötmagnið ! af þessu fé nam 5.205 tonnum, 1 þar af 4,367 tonn dilkakjöt. Árið ! áðui var slátrað 385.399 fjár, þ. ' e. 350.857 dilkum og 34.542 af | öðru fé. Kjötmagnið var þá 5.613 tonn, þar af 4.892 tonn af dilk- um. Kjöt af dilkum, sem slátrað var sumarið 1945, 91 tonn, er innifalið í þessum tölum. Af kjötframleiðslunni 1945 voru 350 tonn af freðkjöti og 166 tonn af saltkjöti flutt úr landi. Fór freðkjötið til Englands á kr. 4,50 á kg. fob., en^saltkjötið fór til Noregs. Rúm 100 tonn hafa far- ið í rýrnun, en afgangurinn á innanlandsmarkað. Var dálítið óselt af kjöti frá 1945, þegar nýtt kjöt kom á markað haustið 1946. — Verðlagningin haustið 1945 var byggð á því, að bændur fengju kr. 7,48 fyrir kg. af dilka- (Fra.mhald á 4. siOu) Kene Pierre Gosset: Lýðveldið Uruguay í Uraguay er enginn mjög ríkur og enginn mjög fátækur. Þetta lýðveldi, sem er í raun- inni hvorki stórt né lítið liggur á strönd Atlantshafsins á milli Argentíu og Brasilíu, en ber þó, svip af hvorugu þessara stóru grannríkja sinna. í Uruguay eru tvær miljónir íbúa, og þar hefir verið komið á víðtækari félags- málalöggjöf en víðast hvar ann- ars staðar. Beveridge-áætlunin? Félagslegt öryggi? Þjóðnýting? Segja Uruguay-menn. Allt er þetta miklu lengra á veg komið hjá okkur en í Evrópu. Við höf- um haft þetta í 25 ár. Ríkið kemur alls staðar við sögu, og þótt borgararnir hafi miklar skyldur við það, þá er hitt víst, að ríkið telur sig hafa meir skyldur við þá. Allir geta unnið á þeim árum, er þeir eru starfhæfastir. Á eftir hjálpar ríkið þeim. Ríkið hefir eftirlit með öllum einka- rekstri. Ríkið hefir alla banka- starfsemi í sínum höndum, og á sjálft þrjá aðalbankana. Trygg- ingakerfið er alger stjórnarein- okun, einnig rafveitur allar og símakerfið. Öll framleiðsla áfengis, eldsneytis og sements er í höndum ríkisins.. Það á einnig allar olíulindir, útvarps- stöðvar og leikhús. Mikill hluti landsins er í eign ríkisins^og það á meira að segja öll stærstu gistihúsin og nokkra næturskemmtistaði. Átta stunda vinnudagur er lögleiddur, félagstrygging og sumarfrí með fullum launum. Lögbundin lágmarkslaun eru líka svo sjálfsagður hlutur, að allir gleyma að nefna það. Tryggingarlöggjöfin nær jafnt til allra stétta — verkamanna sem bænda. Háskólanám er ókeypis og ríkið sér stúdentum, sem útskrifast þaðan, fyrir láni, svo að þeir geti komið undir sig fótunum, hafið atvinnu sína og stofpað heimili. Atvinnuleysi hefir ekki þekkzt fram að þessu í Uruguay, og sem afleiðing þess er það, að þar eru afar fá stéttarfélög. Alveg fram að síðustu styrj- öld hafði þetta litla ríki, sem er klemmt á milli tveggja stórra nágrannaríkja, engan her. En þegar styrjöldin brauzt út stofnaði ríkið dálítinn her, og auglýst var eftir sjálfboðaliðum. En ekki var þó gengið lengra en svo, að ríkinu fannst nægilegt að hafa hvern hermann undir vopnum tvo daga í viku. En svo einkennilega brá við, að rnenn voru ekki óðfúsir til þessarar léttu herþjónustu. Þó var þetta lítið annað en ofurlítil ókeypis skemmtiferð til höfuð- borgarinnar ásamt góðum mál- tíðum í vistlegum herskálum. En menn vildu heldur rækta land sitt og hirða skepnur sín- ar, og aðeins fáein hundruð manna gáfu sig fram til her- þjónustunnar. Göturnar í höfuðborginni — hinni fögru Montevideo, eru allar skírðar eftir sigursælum hershöfðingjum, frægum skáld- um, rithöfundum, söngvurum og öðrum þjóðfrægum mönnum. Þetta land, sem lengi framan af öldum var einn orustuvöllur, er nú eitt friðsamasta land, sem til á vesturhveli jarðar. Það er fyrrverandi forseti þessa ríkis, Battle, sem hefir lagt grundvöllinn að velgengni þess. Hann var blaðamaður fyrr á árum, og er nú hálfgerð þjóð- hetja Uruguay-búa. Hann lagði grunninn að stjórnarkerfi landsins, en eitt aðaleinkenni þess er það, að vald forsetans er mikið og andstöðuflokkum hans veitt víðtæk og öflug þátt- taka í stjórn landsins. Þegar stjórnin í Argentínu bannaði sýningar á kvikmynd Chaplins „Einræðisherrann,“ auglýstu kvikmyndahús í Montevideo í blöðum í Buenos Aires, að þau byðu borgarbúum aðgöngumiða að myndinni ásamt fríum farmiða til Monte- video. Uruguay-búar eru sem sé töluvert gamansamir. Nafnið á höfuðborg þeirra á líka sína skemmtilgu sögu. Sagt er, að þegar einn háseti á skipi Mag- ellans sá land, hafi hann hróp- aö: „Monte videou.“ En það þýðir: „Ég sé fjall.“ Raunar var það ekki fjall, heldur aðeins dá- lítil hæð, því að Uruguay er ekki hálent land. En tvö hundruð árum síðar, þegar stofnað var til borgar á þessum stað, var hún kölluð Montevideo. En af þessari gamansemi Uruguay-búa liggur stundum nærri að orsakist alvarlegir at- burðir. Keppnin um heimsmeistara- tign í knattspyrnu fór einu sinni fram í Montevideo. Arg- entina og Uruguay áttu að keppa, og Uruguay sigraði. Um kvöldið og nóttina varð mörgum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.