Tíminn - 28.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1947, Blaðsíða 2
2 TfMIIYrc, fimmtndagiim 28. ágúst 1847 155. blað landbúnaðarins 1946 Fhnmtudagur 28. ngúst Lansn, sem kaupfélög og kaupmenn ættu að vera sammála um Morgunblaðið ver heilli síðu í gær til að ræða um skiptingu innflutningsins milli kaupfé- laga og kaupmanna. Flest af því, sem þar stendur, er margtuggið marklaust þvaður, og gerist því ekki þörf að svara því sérstak- lega. Það er t. d. deilt á kaup- félögin fyrir að hafa sýnt viss- um blöðum meiri vinsemd en öðrum og er auðséð á því, að rithöfundar Mbl, ætlast til, að kaupfélögin hirði ekki um nein- ar varnir gegn hinum þrálátu og hörðu ádeilum, sem hefir verið haldið uppi gegn þeim í málgögnum heildsalanna. Kaup- félögin munu vitanlega hafa slík ráð Morgunblaðsins að engu, þótt það kosti þau dylgj- ur um pólitíska hlutdrægni. Þau vita, að hagur þeirra og framgangur byggist ekki sízt á því, að haldið sé uppi vörnum fyrir málstað' þeirra og heild- salablöðin geti því ekki ófrægt þau eftir vild sinni. Um átökin milli kaupfélaga og kaupmanna um innflutning- inn skal á því stigi, sem það mál er nú, látið nægja að segja þetta: Það er báðum aðilum bezt, að fundinn verði varanlegur grundvöllur til að byggja á í þessum efnum, svo að ekki þurfi alltaf að vera að togast á um ýmsar bráðabirgðareglur, eins og höfðatöluregluiia, fimm ára regluna o. s. frv. Þessi var- anlegi grundvöllur er til, þar sem er vilji sjálfra neytendanna. Þegar verzlunin getur verið al- veg frjáls og ekki þarf að beita neinum hömlum, nýtur þessi vilji sín til fullnustu. Þegar hins vegar þarf að beita meiri og minni takmörkunum, verður erfiðara að tryggja hann í fram- kvæmd. Nú nýlega hefir þó ver- ið bent á leið, sem ætti nokkurn veginn að tryggja það, að vilji neytendanna geti notið sín, þrátt fyrir höftin. Það er tillaga þeii'ra Hermanns Jónassonar og Sigtryggs Klemenssonar um, að skömmtunarseðlarnir gildi jafnframt sem gjaldeyrisleyfi. Hver neytandi fær þá sinn hluta af þeim takmarkaða gjaldeyri, sem notaður er til umræddra vörukaupa, og ráðstafar honum eins og hann telur sér hag- kvæmast. Hann fer vitanlega með gjaldeyrisleyfi sitt þangað, þar sem hann telur sig fá beztar og ódýrastar vörur, og séu þær ekki til þar i svipinn, felur hann umræddu fyrirtæki að út- vega sér þær. Á þessum grundvelli ættu kaupfélögin og kaupmenn vissu- lega að geta mætzt. Hér er það ekki nein opinber nefnd, meira eða minna háð flokkum og póli- tískum sjónarmiðum, sem ræð- ur úrslitunum. Hér ræður sá aðili, sem þeir eiga jafnan að beygja sig fyrir, neytendurnir. Hér fær samkeppnin, sem ein- mitt kaupmennirnir hrósa mest, að njóta sín til fulls. Hér er líka fundin leið, sem fullnægir þeim ákvæðum fjárhagsráðslaganna, að neytendurnir skuli fá að verzla þar, sem þeir kjósa helzt sjálfir, og innflutningnum skuli einkum beint til þeirra fyrir- tækja, sem gera bezt og ódýrust innkaup. Engir ættu að vera dómbærari á það síðastnefnda Niðurlag. Ullarframleiðslan. Á árinu seldist það af ullar- framleiðslu áranna 1943—45, sem ekki fór til innanlands- vinnslu, að undanskildum 300 tonnum, af ull í 3. og 5. flokki, sem .hafði ekki tekizt að selja í árslok. Ullarframleiðsla þess- ara ára er áætluð eins og hér segir: 1943: 565 tonn, 1944: 480 tonn og 1945: 470 tonn. Ullar- magn ársins sem leið er talið hafa numið 325 tonnum. Alls voru flutt út á árinu 796 tonn af ull, fyrir 8.579 þús. kr. Þar af keypti UNRRA 389 tonn, fyrir 3.995 þús., til Ítalíu voru flutt 330 tonn fyrir 2.798 þús., og til Danmerkur 67 tonn, fyrir 1.684 þús. Árið áður voru aðeins flutt út 45 tonn af ull og lopa, fyrir 719 þús. kr,, þ. e. 25,5 tonn, fyrir 494 þús., til Danmerkur og 19,5 tonn, fyrir 225 þús. kr., til Noregs. — í nóvember 1946 tók- ust samningar milli pólsku og íslenzku stjórnanna um sölu á 310 tonnum af ull til Póllands, og var verðið frá kr. 8,65 til 9,70 á kg. fob. Þessi ull kom ekki til útflutnings á árinu 1946. Þarf að taka af ullarframleiðslunni 1946 til að nægilegt magn fáist af þeim ullartegundum, sem samið var um sölu á. Til viðbót- ar þessum 310 tonnum var gert ráð fyrir sölu til Póllands á 240 tonnum af ull á árinu 1947. Verðið á ullinni frá árunum 1943—45, sem búið var að selja í á^slok, var nokkru hærra en það meðalverð, sem ríkissjóður hafði tryggt framleiðendum, og þurfti hann því ekki að hlaupa bar undir bagga. Hins vegar er talið, að hann muni þurfa að verðbæta þau 300 tonn af ull frá 1943—45, sem óseld voru í árs- lok. Gærur og garnir. Framleiðsla ársins 1945 af söltuðum gærum fór svo að segja öll til Bretlands og Dan- merkur, en mest af þeim gærum ársins 1946, sem var búið að flytja út fyrir lok ársins, fór til Bre^ands. Verðið 1946 var um 50% hærra en 1945 og fór það heldur hækkandi á árinu. Gæruframleiðsluna 1946 má áætla um 450 þús. stk., en árin á undan eins og hér segir: 1943: 635 þús. stk., 1944: 460 þús. stk. og 1945: 475 þús. stk. Á árinu voru fluttar út 626 (486) þús. saltaðar gærur, að verðmæti 8.633 (4.433) þús. kr. Til Bret- lands fóru 562 (0) þús. stk., fyrir 7.625 þús. kr., og til Danmerkur 52 (74) þús. stk., fyrir 858 (1.137) þús. kr. Smásendingar fóru til nokkurra annarra landa. þ. á m. til Bandaríkjanna, en þang- að voru árið áður fluttar 412 þús. gærur, að verðmæti 3.289 þús. kr., þar af fyrir 1.005 (530) þús. kr. til Danmerkur. Árið 1945 voru fluttar til Banda- ríkjanna sútaðar gærur fyrir 280 þús. kr. Útflutningur ársins á hreins- uðum görnum nam um 306.000 (244.350) stk., fyrir 841 (614) þús. kr., og af söltuðum görnum um 38.000 (12.340) stk. fyrir 77 (36) þús. kr. Fór allt magnið af hvoru tveggja til Danmerkur. Útflutningur hrossa. Áifið sem leið var á ný haf- inn útflutningur á hrossum. Tókust samningar við UNRRA um sölu á 2.500 hrossum, er skyldu vera 3—8 vetra og minnst helmingurinn hryssur. Verðið var £ 25 fyrir stykkið fob. Rík- isstjórnin annaðist kaup hross- anna af bændum, en ekki feng- ust keypt nema 1.154 hross og voru þau flutt til Póllands um haustið. Útflutningsverðmætið var 753 þús. kr. Seint á .árinu ■ var reynt að ná samningum við pólsku stjórnina um sölu á hrossum, fyrir allmiklu hærra verð en UNRRA greiddi, en þær tilraunir báru ekki árangur. Loffdýraræktin. Afkomuskilyrði loðdýrabú- anna fóru stórum versnandi á árinu, enda hélt loðdýrastofn- inn áfram að dragast saman og framleiðendum fækkaði hlut- fallslega meir. Innanlands hefir dregið mjög úr sölu loðskinna og erlendis hefir grávörumark- aðurinn verið tregur og mikil lækkun orðið á verðlagi. Haust- ið 1946 varð þannig stórfelld lækkun á verði minkaskinna í Ameríku og liggur mikið af ís- lenzkum minkaskinnum óselt þar vestra. í árslok 1946 var enn óselt nokkuð af skinnafram- leiðslunni 1944, mikið af 1945- framleiðslunni og því nær öll 1946-framleiðslan. — Hinn 1. febrúar 1945 var loðdýrastofn- inn eins og hér segir: 1.987 Silf- urrefir, 111 blárefir, 15 platínu- refir, 5 hvítrefir og 2.587 mink- ar. Eigendur þessa stofns voru 367 talsins. Á árinu voru flutt út 1.019 (1.752) refaskinn, fyrir 198 (411) þús. kr., þar af 710 (1.640) fyrir 143 (382) þús. til Bretlands og 175 (25) fyrir 21 (10) þús. kr. til Bandaríkjanna. Af minkaskinnum voru flutt út 4.637 (9.253) stk., fyrir 640 (1.149) þús. kr. Þar af voru 2.370 (3.835) stk., fyrir 344 (419) þús. kr. til Bretlands og 2.217 (60), fyrir 289 (6) þús. kr. til Bandaríkjanna. Árið 1945 var mest flutt af minkaskinnum til Bretlands, en þar næst komu Danmörk, með 3.483 stk., fyrir 469 þús. kr., og írland með 1.874 stk., fyrir 255 þús. kr. — Gæta verður að því, að meginhluti skinnanna er fluttur út óseldur, og er í útflutningsskýrslunum reiknað með því skinnaverði, sem er, þegar útflutningur á sér stað, eða hefir verið nokkru áður. Ýmsar útflutningsvörur. Verðmæti annars útflutnings á landbúnaðarafurðum er talinn hefir verið nam 1.036 (1.261) þús. kr. Þar af ýmislegt kjöt- meti, annað en fryst kindakjöt og saltkjöt, 116 (366) þús., húðir og skinn af húsdýrum 645 (647) þús., ostur 159 (0) þús., og sel- skinn 93 (0) þús. kr. Árið 1945 voru, auk þess, sem tilgreint er í svigunum, flutt út hrosshár fyrir 87 þús., æðardúnn fyrir 77 þús., ísvarinn silungur fyrir 49 þús., og tólg fyrir 35 þús. kr. — Hdildarúýflutningur landbún- aðarafurða á árinu nam 26 803 (12.093 þús. kr.). M j ólkur f r amleiff slan og mjólkurverffiff. Mjólkurbúin 7 (7) tóku á rnóti 26.071 (23.363) þús. lítrum af mjólk á árinu, og komu 19.142 (17.439) þús. lítrar af því mjólk- urmagni á verðlagssvæði Marjorle IVfsbett: / höll sllkLormanna en neytendur sjálfir, þegar þeir þurfa að gera takmörkuð gjald- eyrisleyfi sín sem allra nota- drýgst. Til viðbótar öllu öðru gerir það þessar ráðstafanir nauðsyn- legar, að fyrirsjáanlegt er, að tekjur neytenda munu yfirleitt dragast saman á næstunni. Þess vegna er þeim nauðsynlegra nú en áður, að þeim sé tryggt, að þeir geti verzlað þar, sem þeir telja sér það hagkvæmast. Ef kaupfélög og kaupmenn geta ekki sætzt um þann grund- völl, sem lagður er í tillögum Hermanns Jónassonar og Sig- tryggs Klemenssonar, þá stjórna því önnur sjónarmið en viljinn til að tryggja sjálfræði neyt- enda og hagkvæmasta verzlun. Þeir aðilar, sem ekki vilja hlíta þeim, óttast samkeppnina. Það mun vafalaust ekki standa á kaupfélö&unum að ganga inn á þennan grundvöll, en nú er að sjá, hvort kaupmennirnir eru eins miklir samkeppnismenn og trúaðir á yfirburði sína og mál- gögn þeirra vilja vera láta. Eftirfarandi grein er tekin úr ling. Lýsir hún heimsókn í gamla til silkiræktar. Er þar sagt frá silkiormsins. Það er hægt að eyða einu síð- degi á margan hátt, og nú fyrir skömmu eyddi ég einum dag- parti í gamalli höll, sem var full af silkiormum. Það var Lulling- stone Castle í Kent. Höllin er mjög gömul, var að nokkru leyti byggð á dögum Rósastriðsins og síðan lokið við hana í stjórnartíð Önnu drottn- ingar. Höllin hefir líka fengið að kenna á ógnum styrjaldar- innar við Hitler. Tvisvar sinn- um brotnuðu allir gluggar í höllinni og einu sinni fauk þak- ið af henni af völdum sprengja, sem sprungu í nánd við hana. Höllin stendur við litla á, sem heitir Darent, og allt í kringum hana vaxa blómleg mórberjatré, og þau eiga að framleiða fæðu handa þrem milljónum silki- orma, sem hafast við í höllinni. Þegar ég kom þangað, voru silkiormarnir rétt skriðnir úr eggjunum. Þeir höfðu sofið vært niðri í hinum svölu hvelfingum brezka tímaritinu London Cal- brezka aðalshöll, sem nú er notuff silkiræktinni og lifnaffarháttum og vínkjöllurum gömlu hallar- innar. Og það verður um fram allt að halda þeim sofandi, unz laufið er sprungið út á mór- berjatrjánum. Það þarf tuttugu tonn af mórberjalaufi til þess að fæða eina milljón silkiorma, svo að það er ekki skynsamlegt að vekja hinar sofandi lirfur, meðan matarbúrið er tómt. Þegar sólin er komin svo hátt á loft, að ekki þarf að óttast næturfrost, og mórberjatrén eru orðin allaufguð, eru egg silki- fiðrildanna borin upp úr hin- um svölu hvelfingum hallar- innar og ungað út í útungunar- vélum. Er ormarnir eru skriðnir úr eggjunum er þeim komið fyr- ir á löngum borðum í sölum hallarinnar, og þar lifa þeir hið stutta líf sitt, sem aðeins varir þrjátíu til þrjátíu og fimm daga. Þessir flekar og veggir voru málaðir bláir vegna þess, að flugum og öðrum skordýrum er ekkert um þann lit gefið, og Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Sölumjólk búanna nam 15.137 (13.516) þús. lítrum. Þar af seldu mjólkurbúin á verðlags- svæði Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar 12520 (11181) þús. lítra. Mjólkurstöðvarnar á Norðfirði, Patreksfirði og Höfn í Horna- firði tóku á móti 190 (183) þús. lítrum. Haustið 1945 ákvað Verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða, að útsöluverð mjólkur í lausu máli skyldi vera kr. 1,82 lítrinn, en ríkissjóður greiddi frá 1. október s. á. verðið niður með 22 aurum á hvern seldan mjólk- urlítra frá mjólkyrbúunum, þannig að útsöluverðið varð kr. 1,60 á lítra. í maí 1946 voru of- angreindar kr. 1,82 hækkaðar í kr. 1,92 og í septembr í kr. 2,05, en niðurgreiðsla ríkissjóðs hélzt óbreytt, þannig að samsvarandi útsöluverð var kr. 1,72 og 1,83. Áður er getið um útgjöld ríkis- sjóðs til niðurgreiðslu á mjólk- urverðinu. — Meðalverð til bænda á félagssvæði mjólkur- stöðvarinnar í Reykjavík, utan bæjarlandsins, var 157,6 (133,7) aurar fyrir lítrann. Útborgun- arverð til bænda á félágssvæð- um mjólkurbúanna á eftirtöld- um stöðum var eins og hér seg- ir á íítra: Borgarnesi 140,8 (119,2) au., Selfossi 148,2 (125,- 6) au., Akureyri 131,5 (131,0) au., ísafirði 138,7 (123,8) au. og Sauðárkróki 104,4 (109,3) au. Þetta var verðið, sem fram- leiðendur fengu fyrir mjólkina komna til búanna. Mjúlkur- framleiðendur fengu auk þess greidda uppbót úr ríkissjóði sam- kvæmt lögum nr. 58 1945 (sjá bls. 13) og nam hún 3,03 au. á þá mjólk, sem lögð var inn í mjólkurbú frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945. — Mjólkurbú- in framleiddu á árinu 100,8(95,0) tonn af smjöri, 406,2 (343,0) tonn af ostum, 849,7 (778,2) tonn af skyri og 688,5 (565,9) þús. lítra af rjóma. Talið er, að árið 1945 hafi smjörmagn það, sem framleitt var til sölu í mjólkursamlögum og á einstök- um búum, numið um 125 tonn- um, og smjörframleiðsluna til eigin neyzlu má áætla um 200 tonn. Heildarársneyzlan á smjöri mun vera 900—1000 tonn. — Smjörverðið hélzt óbreytt þar til um haustið, kr. 26,50 á kg. í heildsölu og kr. 28,00 í smásölu, en síðan hækkaði það í kr. 28,00 ífpróttamót íþróttamót ungmennafélag- anna Hvatar, Biskupstungna og Laugdæla var háð að Borg i Grímsnesi, sunnudaginn 27. júlí. Mótið hófst um kl. 2.30. Helztu úrslit urðu þessi. 100 m. hlaup: Bogi Hallgrímsson Umf. Laug- dæla 12.3. Þorkell Bjarnason Umf. Laugdæla 12,4. Hafsteinn Þorvaldsson, Umf. Biskups- tungna 12.8. 800 m. hiaup: Sigurjón Guðjónsson, Umf. Hvöt 2.31,2. Bogi Hallgrímsson Umf. Laugdæla, 2.35,5. Heiðar Marteinsson, Umf. Hvöt 2.37,2. 80 m. hlaup kvenna: Sigrún Stefánsdóttir, Umf. Hvöt 11,0 sek. Ólöf Pálsdóttir Umf. Hvöt 12,8. Ingunn Páls- dóttir, Umf. Hvöt 13,2. Hástökk: Oddur 'Sveinbjörnsson, Umf. (Framhald á 4. síðu) og kr. 30,00, og hélzt svo til ára- móta. Verð á öðrum mjólkuraf- urðum hélzt líka óbreytt þar til í september, en þá hækkaði það með m j ólkurverðhækkuninni. Mjólkursamsalan annaðist eins og áður dreifingu á erlendu smjöri, sem selt var gegn skömmtunarseðlum (sjá bls. 72), og nam sala hennar á því 503,1 (276,5) tonnum. Útsöluverðið var kr. 14,00 á kg. allt árið. Um % smjörsins kom frá Dan- mörku, en hitt frá Bandaríkj- unum. Verff á eg'gjum. Eggjaverð var heldur hærra en árið áður. Eggj asamlagið, sem hænsnabúseigendur í Reykjavík og nágrenni, fyrir austan fjall og í Borgarfirði, eru þátttakendur í, tók aftur til starfa á árinu, og jafnframt var byrjað að flokka eggin eftir gæðum, í tvo flokka. Hámarks- verðið í heildsölu var í janúar kr. 16,00 á kg. Síðan var ekkert hámarksverð í gildi þar til í ap- ríl, en þá var það ákveðið kr. 11,50 á kg. fyrir 1. flokks egg, og frá miðjum ágúst til ársloka var það kr. 14,50. Hámarksverð- ið í smásölu var 16—22% yfir heiidsöluverðinu. verða því ekki eins ágeng í blá- máluðum húsakynnum. Silkiormarnir eta ekkert ann- að en mórberjablöð, og fimmta eða sjötta hvern dag, er þeir hafa troðið sig út af þessari fæðu falla þeir í eins konar dvala meðan þeir eru að melta, og þá flagnar af þeim hamur- inn, sem orðinn var of lítill og nýr hamur myndast innan við hann. Svo hefja þeir átið á ný. Vaxtarhraðinn er undraverð- ur, og þegar vextinum er lokið og silkikirtlarnir eru orðnir bústnir og fullir af fljótandi silkivökva, finna ormarnir á sér, að nær dregur dvalaskeiðinu og skríða upp á strámottur, sem rísa upp frá hverju borði og ætlaðar eru sem hæli handa þeim til að púpa sig í. Þegar þeir hafa hreiðrað þar um sig, byrja þeir að spinna um sig silki- hj úpinn. Þegar honum er lokið, hefir hver púpa vafið um sig 1500— 2500 metra löngum þræði. Ef púpan fengi nú að lifa af vet- urinn í næði og verða að fiðr- ildi næsta vor, mundi allur þráðurinn kubbast sundur og eyðileggjast, þegar fiðrildið brytist úr púpunni. Þess vegna eru nú púpurnar teknar jafn- skjótt og spunanum er lokið og farið með þær inn í hið stóra eldhús hallarinnar og þær sett- ar inn í stóra ofna og steiktar þar til dauðs. Ef til vill er þetta sami ofninn og brauð hallarinn- ar var bakað í hér fyrr á öldum. Aðeins um það bil fimm prósent af púpunum hljóta mlidari ör- lög og er leyft að lifa af vetur- inn og verða að fiðrildum, sem verpa eggjum til þess að fá úr silkiorma næsta sumar. Gamla þvottahúsi(S í höllinni er nú orðið að vindistofu, þar sem sillíiþráðuxinn er rakinn ofan af hinum dauðu, gulu púpukufuugum, og rennur síð- an um fingur ungra blóma- rósa úr nágrenninu inn í vélar sem vinda fjóra hinna hárfínu þráða saman í einn þráð, sem hefir einn þriðja af styrkleika jafngilds stálþráðar. Þessi þráður er síðan undinn upp í mjúkar, gljáandi hespur. Úti er allmargt verkamanna að vinna við mórberjatrén. Þau eru ekki látin verða hávaxin, svo að hægt sé að tína af þeim blöðin án stiga. Silkiormarnir eru enn viðkvæmari en kanínur fyrir því að snæða vott lauf, og þeim líkar líka bezt, að blöðin séu jafnheit andrúmsloftinu inni, þegar þeir éta þau. Það er ærið verk að safna blöðunum af trjánum og bera laufið inn til (Framhald á 4. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.