Tíminn - 28.08.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1947, Blaðsíða 4
DAGSKRÁ er bezta Islenzka tímaritLð um þióðfélagsmál 4 REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 28. ÁGÚST 1947 155. blað \ýja síranclferða- skipið . . . (Framlmld af 1. síðu) kjöti í Danmörku um tíma frá næstu mánaðamótum að telja. Almenningur virðist skilja full- komlega hvert stefnir í fjár- hagsmálum þjóðarinnar og að þar gildir fyrst og fremst ein- ing um hinar nauðsynlegustu ráðstafanir, jafnframt því, að hver og einn herði sultarólina sem mest hann má. Þjóðverjar eyðilögðu fjár- haginn. Þótt margir álíti, að Danir hafi sloppið tiltölulega betur við byrði hernámsáranna en aðr- ar þjóðir, mun þó sannleikur- inn vera sá, að Þjóðverjar eyði- lögðu fjárhag landsins. Fyrir styrjöldina voru Danir velmeg- andi þjóð. Strax og Þjóðverjar höfðu hernumið landið, tóku þeir að sóa verðmætum þjóðar- innar. Segja má því, að Danir hafi raunverulega greitt mest af hernámskostnaðinum sjálfir, því að þótt Þjóðverjar greiddu Dönum allmikið aftur að nafn- inu til, var það einskis virði, því að þeir greiddu einungis í ónýtum peningum. Af þessum ástæðum stafa gjaldeyrisörðug- leikar og ýmis önnur vandræði Dana nú. Sumar verzlanir mega ekki selja framleiðslu sína inn- anlands, nema greitt sé fyrir vörurnar í erlendum gjaldeyri. Þannig er því til dæmis varið með framleiðslu Konunglegu postulínsverksmiðjunnar. Búðir þær, er verksmiðjan rekur fyrir framleiðsluvörur sínar í land- inu sjálfu, mega ekki selja vör- urnar, nema þær séu greiddar með einhver j um erlendum gjaldeyri. Almennt er talað um þörf fyrir sterka stjórn og þá helzt sambræðslustjórn sem flestra flokka, er flestar stétt- ir landsins gætu stutt. Atvinna virðist vera nóg í landinu, en afköst eru fremur léleg. Er það ekki að undra, þar sem þjóðin var beinlínis hvött til þess her- námsárin að skila sem léleg- ustum afköstum. Tekur það að sjálfsögðu nokkurn tíma að breyta almenningsálitinu í þessum efnum aftur. Miklir hitar og blíðviðri hafa verið í Danmörku í sumar, en verðlag á öllu, sem ferðamenn þurfa á að halda, er geisilega hátt. Af völdum hinna miklu hita og þurrka eru uppskeru- horfur slæmar. Garðar og akr- ar eru víða skrælnaðir af sí- felldri sól. Skipin frá Skotlandi. Skipin, sem verið er að smíða í Skotlandi fyrir Skipaútgerð- ina, verða seinna tilbúin en ráð var fyrir gert. Seinkar afgreiðslu þeirra af sömu ástæðum og þeim, er tafið hafa smíði skips- ins í Álaborg. Skipið, sem fyrr verður tilbúið, er nú það langt komið, að skipshöfnin mun fara innan skamms héðan til að veita því móttöku. Kemur það væntanlega hingað í næsta mánuði. Þessu skipi mun verða valið nafnið „Herðubreið“. Hitt skipið mun koma nokkru seinna. Því mun verða valið nafnið „Skjaldbreiður". Bæði þessi skip eru sérstak- lega útbúin til að geta komið á hinar smærri hafnir við strand- lengjuna. Þegar öll hin nýju skip verða komin hingað til lands, er ákveðið að selja Súð- ina. Esjan og nýja strandferða- skipið munu þá ganga hvort á móti öðru með ströndum fram, og einungis taka vörur á þær hafnir, þar sem þau geta at- hafnað sig við bryggju. Hins vegar munu þau koma við á hinum minni höfnum vegna farþega. Minni skipin tvö munu hins vegar annast vöruflutninga til smáhafnanna. Áheit á Strandakirkju frá breiðfirzkri konu kr. 20,00. Frá N. N. kr. 10.00. Áheit á Hallgrímskirkju frá Jóni Helgasyni, S.-Hildisey, Rang. kr. 10.00. Frá Bónda i Fljóts- dal kr. 40.00. í höll silkiorinaima. (Framhald af 2. síðu) silkiormanna, meðan þeir eru að vaxa, og það þarf líka að hlynna vel að mórberjatrján- um og rækta þau á réttan hátt, svo að þau beri sem ríkulegast lauf. Það var frú ein að nafni Zoe Hart.Dyke af gamalli aðalsætt, sem lengi hafði búið í þessari höll, sem stofnaði til silkirækt- arinnar þarna. Hún hafði haft hinn mesta áhuga fyrir silki- ormum frá því hún var lítil telpa. Hún hóf þessa starfsemi af fullum krafti árið 1932 og er nú stærsti silkiframleiðandi í Englandi. Hún hefir orðið að láta silkiormunum alla höllina í té, og býr nú sjálf í litlu húsi þarna í landareigninni. Hún kvað það ætíð hafa vakið undrun sína, að fleiri konur skyldu ekki hafa lagt stund á silkirækt, í stað þess að rækta bíflugur og kanínur. „Þetta er þó ^annkallað konustarf," sagði hún, „og þar sem annatíminn er aðeins sex vikur á ári, er þetta ábatasamur atvinnurekst- ur og alls ekki erfiður.“ Hún fær bréf frá öllum lönd- um heims — jafnt frá Atlants- hafsstrpnd Bandaríkjanna, sem innan úr hjarta Ástralíu, og efni þessara bréfa er eingöngu það, að biðja hana um góð ráð varðandi silkirækt eða kyngóð egg til þess að hefja silkirækt með. í Lullingstone-höll er silkið í krýningarklæði konungshjón- anna framleitt. Meðan á stríð- inu stóð höfðu silkiormarnir nóg að gera við að spinna þráð í silkið í fallhlífar, og einnig eru þessir fínu þræðir mjög notaðir í ýmjs mælitæki, er mæla fjar- lægðir. Og nú, þegar þessir vænu og litfögru þræðir mega aftur verða yndi og gagn okkar í daglegu lífi, þá eiga silkiorm- arnir annríkara en nokkru sinni fyrr. íþróttamót. (Framhald af 2. síðu) Hvöt 5,82 m. Bogi Hallgrimsson, Umf. Laugdæla 5,59. Ingi Jó- hannsson, Umf. Laugdæla 5,46. Þrístökk: Oddur Sveinbjörnsson Umf. Hvöt 12,49 m. Bogi Hallgrímsson hannsson Umf. Laugdæla 11,40. Umf. Laugdæla 11,94. Ingi Jó- Kúluvarp: Gunnlaugur Ingason, Umf. Hvöt 12,87 m. Sigurjón Ingason, Umf. Hvöt 11,89. Garðar Bene- diktsson, Umf. Hvöt 11,54. Kringlukast: Sigurjón Ingason, Umf. Hvöt 34,7 m. Guðmundur Benedikts- son, Umf. Hvöt 32,28. Bogi Hall- grímsson, Umf. Laugdæla 32,09. Þá var keppt í glímu, um Haukadalsbikarinn. Hlutskarp- astur varð Gunnlaugur Ingason Umf. Hvöt með 4 vinninga, Loftur Kristjánsson Umf. Bisk- upstungna 4 vinninga, Halldór Benediktsson, Umf. Hvöt 3 vinn- inga, Hörður Ingvarsson Umf. Biskupstungna hlaut 2 vinn- inga. Ketill Kristjánsson og Hörður Ingvarsson umf. Bisk- upstungna hlutu 1 vinning hvor.. Úrslit mótsins urðu þau að Un\f. Hvöt vann mótið, hlaut 35 stig, Umf. Laugdæla hlaut 16 stig. Umf. Biskupstungna hlaut 3 stig. Mótið var fjölsótt þrátt fyrir óhagstætt veður. Ályktanir ársþings L S. í. Ársþing Í.S.Í., sem haldið var fyrir nokkru síðan, gerði á- lyktanir um margvísleg mál, og fara þær helztu hér á eftir: „Ársþing Í.S.Í. óskar eftir sam- starfi við önnur félagasambönd í landinu um að reisa veglegt minnismerki í tilefni af endur- reisn hins íslenzka lýðveldis og felur stjórn Í.S.Í. að vinna að framgangi þess máls.“ „Ársþing Í.S.Í. 1947 haldið í Haukadal samþykkir að skora á næsta reglulegt Alþingi, að samþykkja írumvarp Hermanns Guðmundssonar um slysatrygg- ingu íþróttamanna." „Ársþing Í.S.Í. skorar á hér- aðssamböndin, að láta koma til framkvæmda þegar á þessu ári samþykkt þá, er gerð var á árs- þinginu 1946 um merkjasölu til fjáröflunar fyrir Í.S.Í. og hér- aðssamböndin. Telur þingið æskilegt að þróttamönnum verði helgaður einn dagur á ári í þessu skyni.“ „Ársþing Í.S.Í. 1947 skorar á stjórn Í.S.Í. að hraða stofnun hvívetna, enda beri fararstjórn að gefa nákvæma skýrslu um þennan þátt fararinnar til við- komandi héraðsstjórnar eða Í.S.Í.“ „Að marggefnu tilefni skorar nefndin á lögregluyfirvöldin í landinu að auka til muna lög- gæzlu á öllum opinberum sam- komum og skemmtunum, enda verði slíka aðstoð veitt ókeypis." „Ársþing Í.S.Í. 1947 skorar eindregið á íþróttafélög lands- ins, að útiloka veitingu áfengis á félagsskemmtunum sínum.“ „Ársþing Í.S.Í. óskar eftir að framkvæmdarstjóri Í.S.Í. annist meira en verið hefir erindis- rekstur um félags- og bindind- ismál sambandsins ag veitir stjórn Í.S.Í. heimild til að létta af honum almennum skrifstofu- störfum eftir því sem fjárhag- ur sambandsins leyfir.“ (jamla Síé II*eir | voru fórnfúsir. | (They Were Expendable). <> Stórfengleg og spennandi ame- » rísk kvikmynd frá styrjöldinni « á Kyrrahafi. Robert Montgomery, H John Wayne, Donna Reed. « Sýnd kl. 5 og 9. « Bönnuð yngri en 14 ára. S 55555555555545555545555545555555455555 Jrípcli-Síc SÉRA HALL (Pastor Hall). Ensk stórmynd, byggð eftir ævi þýzka prestsins Martin Nie- möllers. Aðalhlutv.: Nova Pilbcan, Sir Seymour Ilicks, Wilfred Larson, Marius Coring. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sími 1182. ítijja Síé (við Skúlagötn) Tvíkvænis- maðuriim. Gamanmynd eftir frægri sam- nefndri sögu eftir H. C. LE- WIS. Aðalhlutv.: Joan Blondcll, Phil Silvcrs, Anne Revere. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 55555555555555445555555555555555555555 Tjatiiar/ríé VELGERÐAMAÐ- LRIAA (They Knew Mr. Knight) Sjónleikur eftir skáldsögu eft- ir ROROTHY WHIPPLE. Mervyn Johns, Norah Swinburne. -Sýning kl. 5—7—9. Frj álsíþróttasambands íslands, þar sem fyrir liggja nægilega margar áskoranir um stofnun þess.“ „Ársþing Í.S.Í. beinir þeirri á- skorun til íþróttamanna, að vera meira á verði um neyzlu hollrar fæðu en verið hefir.“ „Rætt var um 16. gr. íþrótta- laganna og stjórn sambandsins falið að leita samvinnu við rétta aðila um framkvæmd hennar, og gefa skýrslu um málið á næsta ársþingi Í.S.Í.“ „Ársþing íþróttabandalags Reykjavíkur 1947, felur árs- þingi íþróttasambands íslands, að senda áskorun til næsta reglulegs Alþingis um að breyta áfengis- og hegningarlöggjöf ríkisins, varðandi drykkjumenn, afbrot þeirra og sjálfforræði. Tillögunni var vísað til bind- indisnefndar Í.S.Í. til nánari athugunar og leggi hún tillög- ur sínar fyrir næsta reglulegt Alþingi." Frá milliþinganefnd Í.S.Í. voru þessar tillögur samþykkt ar: „Nefndin leggur til að þeim mönnum innan vébanda Í.S.Í., sem valda hneyskli með fram- komu sinni vegna ölvunar á opinberum stöðvum, verði refs- að samkv. Refsi- og dómsákvæð- um Í.S.Í. 2. gr. 13. tölulið." „Að marggefnu tilefni skorar nefndin á stjórn Í.S.Í. að hlut- ast til um að fararstjórn í- þróttaflokka, innanlands sem utan, verði þannig skipuð, að fyllstu reglusemi verði gætt í Myndasainkcpiiiii . . . (Framhald af 1. síðu) hlaut Jan Bons, Hollandi. Hans mynd sýnir hnött, annar helm- ingur hans er laugaður sólskini, en yfir hinum helmingnum, sem er hauskúpu myndaður, hvílir skuggi. Einkunnarorð myndar- innar eru: Einn heimur — eða enginn. Þriðju verðlaun, 500 dollara, hlaut Rowan Prins, Suður-Af- ríku. Auk þessa voru tilnefndar tíu myndir og fékk hver þeirra aukaverðlaun, 100 dolara. Efnt verður til samskonar myndakeppni á næsta ári. „Nefndin leggur til að árs- þing Í.S.Í. 1947 kjósi þriggja manna unglingaráð, til þriggja ára, er starfi að því að skipu- ieggja íþrótta- og félagsmál meðal unglinga og æskumanna innan íþróttahreyfingarinnar. Ráðið hafi samstarf við Í.S.Í., stjórnir íþróttahéraða og í- þróttafélaga, og leiti samstarfs við skóla. Verði sérstök áherzla lögð á að glæða áhuga unga fólksins fyrir hverskonar reglu- semi. Ráðið gefi ársþingi Í.S.Í. árlega skýrslu um störf sín.“ Skaðlegur misskiln- ingnr . . . (Framhald af 1. síðu) ekki og á hún ekki að hafa. Hafi sá úrskurður hennar, sem tryggir þetta jafnræði, ein- hverja dýrtíðaraukningu í för með sér, er það annarra að leysa þann vanda. Ranglát verðákvörffun myndi torvelda lausn dýrtíðar- málsins. Það mætti lika vera hverj- um manni ljóst, sem nokkuð hugsar þetta mál, að það rpyndi ekki verða nein lausn á dýrtíð- arvandanum, þótt gripið væri til þeirra skelmisráðstafana, að ákveða landbúnaðarverðið lægra en lögin gera ráð fyrir. Það myndi alveg eftir sem áður þurfa að grípa til stórfelldra dýrtíðarráðstafana til þess að koma framleiðslunni á réttan kjöl. Slík ákvörðun landbúnað- arverðsins myndi aðeins gera umræddar heildarráðstafanir í dýrtíðarmálinu örðugri í fram- kvæmd, þar sem stærsta stétt landsins myndi þá finna til þess og breyta eftir því, að lögþving- anir hefðu verið misnotaðar til að skammta henni lakari kjör en öðrum vinnandi stéttum. Hins vegar myndi það tvímæla- laust greiða fyrir heildarlausn- inni, ef bændastéttin findi, að framfylgt hefði veriff fyrirmæl- um laganna um að tryggja henni svipuð kjör og öðrum, og hún þá áreiðanlega möglunar- laust taka sinn hluta af byrð- unum. Verðlagsnefndinni og gerðar- dómnum, ef til hans kemur, er aðeins ætlað að ákveða afurða- verðið á þeim grundvelli, að tekjur bænda „verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra stétta". Öll önnur sjónar- mið eru þessum aðilum óvið- komandi og munu aðeins spilla árangrinum af störfum þeirra, ef tillit er til þeirra tekið. ^'s ^*ean/ Family Newspapoi* y \ The Christian Science Monitor ^ Free from crime and sensational news , . . Free from politicaí bias . . . Free from "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world events. Its own world-wide staff of corre- spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features to clip and keep. Please sctul samþle coþics ""j The Christian Sclence Fublishinjr Society One, Norway Street, Boston 15, Maas. Streeft. City.. PB-3 .Zone. .State. □ of The Christian Science Monitor. □ Please send a one-month trial suhscription. I en* close $1 tyli/iufœffréttír Mcnn þessir eru Danmerkurmeistar í kappróðri. Þeir heita Arne Sören- sen og Kurt Israelsen. Það var sú tíð, að bilar voru ekki með sama straumlínulaginu og nú gerist almennt. Svíinn Bengt Odin, sem hér sést ásamt unnustu sinni, hefir gert sér þetta Ijóst og í því tilefni málað á gamla bílinn sinn þessi alvöruorð: „Þú skalt ekki hlægja, ellin kemur cinnig yfir þig“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.