Tíminn - 30.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1947, Blaðsíða 2
TÍMIM, langaa'dagiim 30. ágwst 1947 157. blað Ltmgurdagur 30. ágúst Fjársöfnun til blaða- útgáfu Framsóknar- flokksins Þeir tímar eru nú liðnir, þeg- ar útgáfa stjórnmálablaða hér á landi var framkvæmd af ein- staklingum, blöðin voru lítil og lífið allt svo hægfara, að blöðin komu út einu sinni í viku. Þetta, eins og svo margt ann- að, hefir breytzt með vaxandi framförum, vaxandi hraða og vaxandi samkeppni hinna mis- munandi stjórnmálaskoðana. Nú eru blöðin eign stjórn- málaflokka eða a. m. k. undir áhrifavaldi þeirra, og borin uppi af þeim. Framsóknarflokkurinn hefir til þessa ekki átt blaðakost á við aðra stjórnmálaflokka. En batnandi samgöngur og vaxandi þéttbýli, einkum í höf- uðstað landsins og nágranna- byggðum hans, ásamt síauknum kröfum um æ fjölbreyttara lestrarefni dagblaða, gerir það Framsóknarflokknum að höfuð- nauðsyn, að hefja nú á þessu ári útgáfu á myndarlegu dag- blaði. Það var síðasta flokksþing Framsóknarflokksins, sem ákvað þessa framkvæmd, og mælti jafnframt fyrir um að hafin skyldi fjársöfnun meðal Framsóknarmanna um allt land, til þess að grundvalla þessa auknu blaðaútgáfu flokksins og standa undir halla þeim, sem verða kynni á útgáfunni byrj- unarárin. Hefir nokkuð þegar verið unnið að þessari fjársöfnun, og það með mjög góðum árangri þar sem erindreltar flokksins hafa verið á ferð í þessu skyni. Enda mættu menn undrast hversu lengi flokkurinn hefir eirt því að eiga blaðakost minni en aðrir flokkar, og engu er það í rauninni líkara, en ef Fram- sóknarmenn þyldu það, að þeim væri skammtaður skemmri ræðutími en öðrum flokkum á mannfundum, þar sem stjórn- mál væru rædd. Hafa þeir með vissum hætti svipt sjálfa sig málfrelsi í hlutfalli við aðra f lokka! Er þess að vænta, að Fram- sóknarmönnum um allt land skiljist hversu mikilvægt það er, að Framsóknarflokkurinn rétti hlut sinn í þessu efni. Og það því fremur, sem áhrifa- vald fjölbreyttra blaða er hvergi meira en í þéttbýli, sakir hinna auðveldu samgangna þar. En að sjálfsögðu er í þéttbýl- inu ekki síður áheyrn fyrir hóf- saman umbótaflokk sem er jafn andvígur öfgunum til hægri og vinstri. En fjölbreytt dagblað ásamt veglegri vikuútgáfu í höndum Framsóknarflokksins mætti verða sú samgöngubót milli fólksins, sem raunverulega hyllir miðflokkastefnuna, er orkaði því, að þetta fólk næði að taka höndum saman, hvar sem það er á landinu, til enn meiri áhrifa á stjórn landsins. Er þess því að vænta, að ákvörðun flokksþingsins verði hvarvetna vel tekið meðal Framsóknarmanna, og hvar sem þeir búa á landinu. En sú öld er nú hjá liðin að fórnfýsi fárra manna megni að halda uppi blaðakosti fyrir stjórn- málaflokka. 0ANÍEL ÁGtfSTÍNIJSSON: Eyðsla ríkissjóðs verður að hverfa Framfaramálin eiga að sitja fyrir óþarfanum og eyðslnnni 6. Ríkið ver hundruðum þús- unda í veizlur á hverju ári. Fer ósiður þessi sívaxandi og virðist vera að ná óskiljanlegri hefð. Síðan kemur svo Reykjavík og segist þess vegna þurfa að eyða áfengi fyrir um 20 þús. kr. í veizlu á hverjum afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst. Hvernig er tekjunum varið? íslendingar eru 130 þúsund. Gjöld ríkissjóðs eru komin í kr. 214 millj. eða meira, áður en þessu ári lýkur. Þetta verða um kr. 1650.00 til jafnaðar á hvern mann, frá vöggu til grafar. Væri þessi stórfellda skatt- heimta notuð í varanlegar framkvæmdir, bæri það ánægju- legt vitni um stórhug og fram- faravilja þjóðar, sem býr í lítt numdu landi og sér verkefnin hvarvetna blasa við. Landi, sem býr yfir miklum náttúru- gæðum, ef þjóðin hefir dugnað til að hagnýta þau. Þetta væri lofsvert og fagurt hlutskipti, en þvtmiður er þessu ekki þannig varið. Mikill meirihluti ríkistekn- anna fer í launagreiðslur, styrktarfé, dýrtíðarráðstafanir og daglegan rekstur þjóðarbús- ins. Fjárframlög til fram- kvæmda og stuðnings atvinnu- lífinu eru í stórum minnihluta. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1947, sem á sjóðsyfirliti nema kr. 214.026.974, eru þessar greiðslur til atvinnu- og fram- f aramála: 1. Samgöngumál á sjó, landi og lofti. Þar með taldar vitabyggingar og hafnargerðir ..... kr. 39.5'19.320 2. Atvinnumál — Land- búnaður, sjávarút- vegur, iðnaður og raf1 orkumál — 21.946.055 3. Skólahús og íþrótta- mannvirki — 10.700.000 4. Sjúkrahús og lækn- isbústaðir — 1.275.000 5. Ýmsar byggingafram- kvæmdir á 20. gr. fjárlaganna — 13.765.800 Alls kr. 87.266.175 Aðrar greiðslur fjárlaganna *hema kr. 126.760.799. Þær fara einkum í ýmis konar launa- greiðslur og eyðslu hins opin- bera, sem ekkert skilur eftir. Það gleymist oft í sambandi við stjórn okkar eigin mála, hversu fámennir við erum. jfe- lendingar haga sér, eins og um milljónaþjóð væri að ræða, en ekki að fólksfjölda, sem smá- borg á Norðurlöndum. Það er orðin dyggð að berast sem mest á, bæði utan lands og innan og taka fram háttum og siðum þeirra, sem ríkari eru. Hollt væri íslendingum að minnast þess nú, að Per Albin Hansson fór ætíð í strætisvagni að hin- um látlausa bústað sínum í út- jaðri Stokkhólms. Hann var einn mest virti forsætisráðherra samtíðar sinnar. Sýni forvígis- menn þjóðarinnar hófsemi og sparnað, verður auðveldara að krefjast þess af öllum almenn- ingi, að taka vel margvíslegum vandræðaráðstöfunum, sem gera verður eftir útþenslu og óstjórn síðustu ára. Hér kemur margt til greina. Nokkur dæmi. Skulu næst rakin nokkur at- riði þeim til íhugunar, sem vilja hugsa um sparnað á rekstri þjóðarbúsins, en slíkar tillögur hlýtur stjórnin að undirbúa, jafnframt öðrum ráðstöfunum, sem framundan eru. 1. Kostnaðúr við ríkisstjórn- ina — með sína sex ráðherra —■ stjórnarráðið og sendiráðin nemur orðið um kr. 4.5 milj. Æðsta stjórn landsins — for- setaembættið kostar orðið um kr. 400 þús. Alltlaf er verið að fjölga sendiherrum, að því er virðist af einskærum hégóma- skap og prjáli, að minnsta kosti er almenningi ekki gefin nokkur skýring á nauðsyn þess. Einn sendiherra á Norðurlöndum, annar í Bretlandi og sá þriðji í Ameríku ætti að duga íslend- ingum. Tékkó-Slóvakía, sem telur 14 milj. íbúa lætur sér nægja sama sendiherrann í Noregi og á ís- landi. En íslendingar, sem eru 110 sinnum fámennari, virðast ætla. að stilla upp sendiherrum í öllum höfuðborgum Norður- landa, ásamt annarri óhóflegri utanríkisþjónustu. Þetta er ærið íhugunarefni. 2. Þegar viðskiptanefndir eru sendar út um lönd, er ekki látið nægja minna en 5—8 manna hópur, með öllum sérfræðing- um, riturum og ráðgjöfum. Sama gildir um ýmsar opinberar ráð- stefnur, sem sóttar eru af hálfu Íslendinga. Allt ber þetta ein- kenni fordildár og yfirlætis og mun marga fýsa að heyra, hver kostnaður varð t. d. á síðastl. ári við allar þessar sendinefndir. 3. Alþingi virðist nú hafa tekið þá reglu upp að setja alla hæstlaunuðu embættismennina á full laun, eftir að þeir láta af störfum. Á þessum fjárlögum voru 4 teknir upp á þann hátt og nokkrir voru fyrir. Eftirlaun ríkisins nema nú kr. 4.6 milj. Þarna er áreiðanlega gengið inn á stórvarhugaverða braut. Hóp- ur þessi fer stöðugt vaxandi, enda oft vandratað, hverjir eiga skilið full eftirlaun og hverjir venjuleg eftirlaun. Hér eiga allir að vera skilyrðislaust jafnir, nema þeir hafi fært þjóð- félaginu óvenjulegar fórnir, á löngum starfstíma. Það myndi aldrei verða ríkinu um megn. 4. Með nýju launalögunum áttu skyldur opinberra starfs- manna að aukast og verða um þær settar ákveðnar reglur. Aukavinna átti að hverfa. Hvor- ugt hefir gerzt. Aukavinna er nú greidd meir en nokkru sinni áður við flestar ríkisstofnanir og nemur offjár. Þess munu dsyni að aukavinna manna komist upp í kr. 20 þús. á ári. Hjá einni ríkisstofnun, sem yfir- leitt er talin ágæt stjórn á og mun raunar vera með því bezta, námu fjarvistir starfsmanna á síðasta ári 4800 dögum. Jafn- gildir það að 16 menn hafi vant- að til vinnu allt árið, sem þar fengu greidd full laun. Eitthvað virðist hér rotið. 7. Ríkið er að burðast með ýmsar stofnanir — einskis nýtar — sem kosta mikið fé. Sem dæmi má nefna drykkjumanna- heimili í Kaldaðarnesi, er kostar kr. 161.550.00 á ári og stendur oftast nær tómt, einkum þann tíma a. m. k. sem gagnleg verk- efni væru fyrir hendi. Svo gáfu- lega er frá lögunum gengið, að enginn fer á hælið, nema hann óski eftir því sjálfur. Þetta er dæmi af mörgum, um frámuna vitlausan rekstur ríkisins og óforsvaranlega með- ferð á almannafé. .8 Þá virðast sumar ríkisstofn- anir reknar til þess að skapa ríkissjóði stórtjón. Ágætt dæmi þess er Landsmiðjan, sem Áki Jakobsson lét taka að sér báta- smiðar og þann halla, sem kynni að verða af smíði bát- anna. Fjórir þeirra hafa nú ver- ið seldir og nemur tapið á hverj - um kr. 250 þús. eða kr. 1 milj. alls. Þar með er ekki öll sagan sögð. Lítt seljanleg eik liggur hjá smiðjunni fyrir kr. 2 milj. og vélar ónothæfar fyrir kr. 1 milj. Þar er óhætt að afskrifa a. m. k. eina milj. til viðbótar. Hefir bátabraskið þá bakað Lands- smiðjunni kr. 2 milj. tap. Enn mun óuppgerður halli ríkisins af öðrum bátasmíðum um- hverfis landið. Hann nemur vafalaust miljónum. Hér að framan hafa verið rakin nokkur dæmi um víta- verða eyðslu á almannafé í nokkuð mismunandi myndum. Það er mikið og vandasamt verk, sem bíður núverandi ríkisstjórn- ar að lækka reksturskostnað rílcisins, gera hann sem íburð- arminnstan, gæta hagsýni í starfsmannahaldi, setja strang- ari reglur um vinnubrögð í rík- isstofnunum og gera að öðru leyti heiðarlega tilraun til þess að koma hinum sameiginlega kostnaði við rekstur þjóðarbús- ins í viðunandi horf. Hér dugar ekkert kák. Margar ráðstafanir verða að fylgjast að, svo árang- ur fáist. Þetta verður að vera einn liðurinn í þeim ráðstöfun- um sem gera þarf á næstunni til bjargar fjárhag þjóðarinnar og samhliða því, sem þjóðin er hvött til þess að breyta um lífs- venjur, sem hún hafði tamið sér hin síðustu ár. Þetta á einnig að þýða, að fjármagni þjóðar- innar og takmörkuðum gjald- eyri skal á næstunni varið til gagnlegra framkvæmda, en ekki daglegrar eyðslu. Þannig á þjóðin að sækja fram, þótt nokkrir erfiðleikar steðji að í bili. Ú tf lutni^gur inn og eyðsla ríkissjóðs. Fátt sýnir betur þð óheilla- þróun sem átt hefir sér stað í útgjöldum ríkissjóðs, en saman- burður þeirra við útflutnings- verðmæti þjóðarinnar. Þar hef- ir mjög dregið saman. Á síðasta ári námu útgjöld ríkissjóð á rekstraryfirliti 60% af útflutn- ingi ársins.í eftirfarandi skýrslu sést samanburður á gjöldum ríkisins og útflutningsverðmæt- um allt frá 1935. « Ár. Tekjur milj. kr. Gjöld milj. kr. Útflutn. Gjöld milj. ríkissj. kr. % af útflutn. 1946 197.5 173.1 291.4 60 1945 165.8 143.2 267.3 54 1944 127.4 124.3 254.3 49 1943 110.8 92.7 233.2 40 1942 86.7 76.1 200.6 38 1941 50.4 32.3 188.6 17 1940 27.3 21.8 133.0 16 1939 19.9 19.4 70.5 27 1938 19.5 17.7 58.6 30 1937 18S 17.2 59.0 29 1936 16.1 16.1 49.6 32 1935 15.8 15.4 47.8 32 Af þessu verður Ijóst ,að gjöld ríkissjóðs, sem 1935—’39 voru að meðaltali um 30% af útflutn- ingsverðmætunum eru nú kom- in upp í 60% eða hafa tvöfaldast síðan fyrir stríð. Örust hefir þróunin orðið síðustu þrjú árin og náði hámarki sínu 1946, Stefnubreyting er þarna óhjá- kvæmileg, eins og í gjaldeyris- málunum. Þegnarnir og at- vinnuvegnir rísa ekki undir þeim áuknu sköttum, sem minnkandi innflutningur hefir í för með sér. Hér verður að draga úr eyðslunni, svo verklegar framkvæmdir haldist sem mest, enda þótt tekjur ríkisins (Framháld á 4. síOu) Þegar skósmiðurinn varð borg- arstjóri og smiðurinn böðull Viðtal við Rod Nörlöv verkfræðing, manninn, sem lenti á kaf í konunglegum beinagrindum. Kaupm.höfn 24/8. 1947. í dag fór ég til Espergærde, smábæjar skammt frá Hels- ingjaeyri. Þar var sól og sumar og sami brakandi þerririnn og verið hefir langa lengi í Dan- mörku, en í stofu Rod Nörlövs verkfræðings var hlé fyrir hin- um brennandi sólargeislum. Nörlöv verkfræðingur er við aldur, fæddur árið 1879. Eins og margra verkfræðinga er háttur, hefir hann ferðast víða um lönd, auk Norðurlandanna og smá- ríkjanna í Afríku, sem ég naum- ast kann að nefna, hefir hann dvalið langdvölum á Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, ít- alíu, Sviss, Austurríki, Ung- verjalandi, Tunis, Algeir og Marokkó. Alls hefir Nörlöv dval- ið 17 ár erlendis. Af öllum þeim þjóðum, sem hann hafði kynnzt féll honum bezt við Þjóðverja, taldi þá góða menn og hjálp- sama, sem hefðu spillzt á tím- um nazismans. Ég held, sagði Nörlöv, að erfitt eða ómögulegt sé að koma framleiðslu Evrópu í gang, svo að gagni verði, ef þýzka framleiðslan rís ekki úr rústum. Uppreisn í Ungverjalandi. Viljið þér ekki gera svo vel aö segja mér eitthvað frá yðar við- burðaríku ævi? — Ég veit ekki, ég er hálf- smeykur við blaðamenn, ég hefi aldrei leyft neinum blaðamanni að birta viðtal við mig. — En þetta viðtal á að birtast í Tímanum, og það blað les að- eins heiðarlegt fólk úti á ís- landi. — Jæja, látum það þá gott heita. Mér er einna minnis- stæðust uppreistin í Ungverja- landi árið 1933, ég var þá í Búda-Pest ásamt konu minni, sem var óperusöngkona og hafði dvalið árum saman í Austurríki og Ungverjalandi. Lífið og sálin í þessari upp- reist, sem sleit Ungverjaland úr öllum tengslum við umheim- inn í 72 daga, var Gyðingur- inn Bela Kuhn ritvélasölumað- ur. — Bela Kuhn og félagar hans voru kommúnistar og ætlun beirra var að koma á svipuðu stjórnarfyrirkomulagi og í Rússlandi, enda nutu þeir að- stoðar m$,rgra Rússa, þótt rúss- nesk yfirvöld skiptu sér ekki af málinu, a. m. k. ekki opinber- lega. Eina nótt tóku kommúnistar alla helztu menn Búda-Pest- borgar, fóru með þá út á Mar- grétarbrúna, sem liggur yfir Dóná, og fleygðu þeim í ána. Þannig lauk ævi margra helztu manna þjóðarinnar. Uppreistarmenn höfðu á valdi sínu höll greifa nokkurs, May- lands að nafni, þangað var farið ! með ýmsa þekkta borgara, til málamynda voru þeir leiddir fyrir rétt, dæmdir til dauða og síðan skotnir. Þegar ég og félag- ar mínir í verksmiðj unni, þar sem ég vann, vöknuðu morgun- inn eftir að uppreistin hófst, komumst við að raun um að skósmiðurinn okkar var orðinn borgarstjóri og smiðurinn böð- ull. Við hjónin bjuggum mjög nærri Maylandshöllinni og á hverju kvöldi vorum við „boð- in“ til uppreistarmanna. Við þorðum ekki annað en að þiggja boðið, en við áttum „heiðurinn“ söngrödd konu minnar að þakka. Hún varð að gem sér að góðu að syngja fyrir þennan lýð. Meðal gesta í höllinni voru margir rússneskir liðsforingjar, þeir lögðu stígvélaða fætur upp á skelplötulögðu borðin í veizlu- sal hallarinnar, og fleygðu sig- arettustubbum á gólfið. Flóttinn til Austurríkis. Við hjónín hugsuúum um það eitt að komast úr landi, og eitt kvöld, er við komum frá May- landshöllinni, hittum við Gyð- ^ ing, sem var þar með bíl fullan ! af áróðursritum kommúnista. Konan mín, sem talaði reip- rennandi ungversku, spurði hann hvort hann gæti ekki ekið okkur til járnbrautarstöðvar- innar og útvegað okkur far til Austurríkis. Gyðingurinn tók málaleitaninni allfjarri í fyrstu, en þó lét hann að lokum til- leiðast fyrir góð orð og allríf- lega borgun. Okkur hjónunum var hnoðað inn í bílinn hjá á- róðursritunum og alls konar munum úr höll Maylands greifa kastað inn til okkar, ég á enn þann dag í dag mynd úr mynda- safni hallarinnar, Við ókum nú frá Pest yfir Margrétarbrúna og inn í Búda, Þegar við vorum nýkomnir yfir brúna sprakk hún i loft upp. Gyðingurinn kom okkur til járnbrautarstöðvarinnar og við komumst inn í lest, sem átti að fara til Austurríkis. Ferðin frá Búda til Vínar tekur 3y2 klukku- stund, með hraðlest, en við vor- um 3i/2 sólarhring. Allt er brotið og bramlað í lestinni, enginn bekkur var heill svo við urðum að láta okkur nægja að standa. Lestin var svo of full af fólki,að illmr>gulegt var að hreyfa sig og því enginn leikur að standa þar í 3x/2 sólarhring matarlaus. Eina næringin, sem við fengum alla leiðina var te, sem við höfð- um haft með og helltum á köldu vatni. Einu sinni týndi ég kon- unni minni og fann hana ekki aftur fyrr en eftir 3—4 klukku- stundir. Þegar við loksins komum til landamæra Austurrjkis voru þar Rússar á verði og tóku þeir af okkur svo að segja allt sem við áttum, svo við sluppum hálfnakin yfíir landámærin. Konan mín missti þar dýrt og fallegt armbandsúr, sem hún átti. Til allrar hamingju bjó efnuð systir konunnar minnar í Vín. Við hringdum til hennar og sótti hún okkur strax á járn- brautarstöðina og gaf okkur vel þeginn mat og föt utan á olckur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.