Tíminn - 30.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.08.1947, Blaðsíða 3
157. blað TÍM3M, laagardagiim 30. ágúst 1947 3 Aðaffundur Kennarasam- bands Austurlands Aðalfundur kennarasambands Austurlands var haldinn á Vopnafirði, dagana 15. og 16 ágúst. Mættu þar 14. kennarar víðs vegar af Austurlandi. Formaður, Jón Eiríksson, setti fundinn og bauð kennara vel- komna til Vopnafjarðar. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru þetta helztu mál fundarins: Skógræktin og börnin. Framsögu hafði Skúli Þor- steinsson, skólastjóri Eskifirði. í því máli var eftirfarandi til- laga samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur K.S.A. lýsir ein- dregnu fylgi sínu við tillögu þá, er samþykkt var á uppeldismála- þingi kennara s.l. vor, þess efnis, að gera skógræktarstarf að föst- um lið í starfsemi skólanna. Hvetur fundurinn kennara til þess, að vinna að framgangi þess máls, hvern í sínu skóla- héraði." Frjálsu íþróttirnar •á)g skólarnir. Framsögu hafði Gunnar Ól- afsson skólastjóri Neskaupstað. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt með 9 atkv. gegn 1: „Aðalfundur K.S.A. lýsir sig því fylgjandi að stofnuð verði íþróttafélög í skólum, sem hafi það höfuðmarkmið, að vinna að eflingu útiíþrótta og leikja í skólunum, til þess að hvetja nemendur að stunda þessar íþróttir, verði stofnað til verð- launa, skólamerkja, samkvæmt heimild í 19 gr. íþróttalaga. Tel- ur fundurinn æskilegt að íþróttastörf og önnur félags- störf barna. fari sem mest fram á vegum skólans eða undir hans eftirUti.“ Félagsstarf í barnaskólum. Framsögu hafði Steinn Stef- ánsson, skólastjóri Seyðisfirði. Eftirfarandi tillaga var samþ. í einu hljóði: „Aðalfundur K.S.A. lítur svo á að félagsstörf með skólabörn- um, undir handleiðslu kennara, séu merkilegt uppeldisatriði. Vill fundurinn eindregið taka undir tilllölgu uppeldismála- þings S.Í.B. á þessu ári, sem það beinrji til fræðslumálastjórnar- innar, um að félagsstarf barna í skólum verði heimilað ákveðið rúm í stundarskrá skólanna, er samin verður reglugerð og námsskrá á grundvellli nýju fræðslulaganna." Framkvæmd nýju fræðslulaganna. Framsögu hafði námsstjórinn, Sigfús Jóelsson Reyðarfirði. Miklar umræður urðu um þetta mál, en engar samþykktir gerð- ar. Laugardaginn 16 ág. var hald- inn sameiginlegur fundur kenn- ara og 7 austfirzkra presta, sem þetta daga héldu sinn árlega pre\:tafund. Þar flutti Jakob Einarsson, prófastur að Hofi í Vopnafirði, snjallt erindi er hann nefndi: Drengskaparhug- sjón kristins manns. Urðu mikl- ar umræður, sem bæði prestar og kennarar tóku þátt í. Næsti aaðlfundur K.S.A. var ákveðinn í Neskaupstað. Hina nýju stjórn skipa: Þrúður Guðmundsdóttir, for- maður, Gunnar Ólafsson, ritari, Eyþór Þórðarson, gjaldkeri, öll í Neskaupstað. Mjög rómuðu kennarar við- tökur Vopnfirðinga, en þær önn_ uðust fyrst og fremst Björn Jóhannssqn skólastjóri, Vopna- firði og Jón Eiríksson kennari Torfastöðum. Sátu kennarar boð á heimilum þeirra. Að Torfa- stöðum gafst kennurum tæki- færi á að skoða hinn mikla hqimavistarskóla, sem þar er að rísa upp, og dást þeir að stór- hug og bjartsýni þeirra manna, er þar hafa forustu. Þegar ég fór frá Meylands höll- inni hafði ég skammbyssuna mína í vasanum. Til allrar hamingju tókst mér að kasta hesjii í Dóná, ef hún hefði fund- izt hjá mér, hefðu lesendur Tímans ekki frétt um þessa at- burði árið 1947. Valdaferli Bela Kuhn og fé- laga hans lauk eftir 72 daga, þá náðu borgaraflokkarnir völdum á ný með aðstoð Rúmena. Bela Kuhn flýði til Rússlands. Mér líkaði annars vel að vera í Buda-Pest, það er fallegasta höfuðborgin, sem ég hef séð og fólkið er alúðlegt. í grafreit konunga. Öðru atviki, sem 1 senn var spaugilegt og óviðfelldið,man ég eftir. Þetta mun hafa gerzt árið 1909 eða ’IO. Þá var verið að koma fyrir rafmagnsljósum í Hróarskeldudómkirkju og var ég þar að gera teikningarnar. Einn dag var ég að mæla og teikna í grafhýsi undir altarinu. Þegar klukkan var orðin 5 s.d. fóru allir aðrir sem unnu í kirkjunni en múrararnir lofuðu að hengja lykilinn að kirkju- dyrunum á nagla innan við dyrnar til að ég kæmist út. Ljósið sem ég hafði var gaslukt og hékk hún á nagla í grafhýs- inu, en undir henni voru 6 gamlar líkkistur ein ofan á ann- ari. Þegar ég hætti að vinna teygði ég mig upp í luktina til þess að slökkva, en um leið og ég slökkti varð mér fótaskortur og steyptist ég beint ofan á efstu kistuna. Kistan reyndist grautfúin og á augabragði var ég kominn i gegnum allar 6 kistur og niður á gólf, en bein hinna konunglegu, sem í kist- unum hvíldu hrundu í haugum ofan á mig. Mér leið ekki vel þarna á gólfi grafhýsisins. Ég hafði engin eldfæri en ofan á mér lágu bein úr 6 beinagrindum. fann að hár- in risu á höfðinu á mér en ein- hvern veginn tókst mér að brölta upp úr beinahrúgunni og komast út að dyrum. Þar tók ekki betra við. Múrararnir höfðu gleymt að skilja eftir lyk- ilinn svo ég komst ekkl út. All hnugginn yfir útlitinu settist ég á bekk innan við kirkju- dyrnar og beið átekta. Ég þóttlst eiga vísa nótt í návist 6 beina- grinda, sem ég hafgi sundrað með líkamsþunga n>ínum. Ég var ekkert stoltur yfir þessum félagsskap. Þegar leið á kvöldið var dyr- unum allt í einu lokið upp og næturvörðurinn kom í ljós. Ég hefi sjaldan orðið fegnari að sjá dyr opnast en í þetta skipti og hefi ég þó reynt isitt af hverju um dagana. Ég varð að kveðja Rod Nör- mun þægilegri lest en þeirri sem hann ók á í Ungverjalandi, en í huga mér búa glaðar endur- minningar um reyndan en létt- lyndan mann, sem hefir kynnzt ýmsum hliðum lífsins í mörg- um löndum. Ólafur Gunnarsson Erich Kástner: Gestir í Miktagarði eða fjórar geitur og gamla dauðskelkaða gyltu gegn- um salina. Gyltan hrein og rýtti og kvenfólkið hvein og hló. í forsalnum var haldin hlutavelta. Öllu óþarfa skrani,* sem fundizt hafði í gistihúsinu, hafði verið hlaðið saman i pýramída. Það var danskennarinn, sem fyrir þessu stóð, enda féll ágóðinn í hans hlut, samkvæmt gamalli hefð. Kesselhuth hafði pantað borð handa þeim félögun- um þremur, og við þetta borð sátu þeir nú, Schulze og Hagedorn. Hagedorn var snöggklæddur og um háls- inn hafði hann brugðið stórum, rauðum vasaklút. Á höfði bar hann derhúfu, sem hallaðist út í annan vangann og slútti fram á ennið. Schulze var á hinn bóglnn í fjólubláu fötunum sínum að vanda, en til uppbótar var hann með svörtu eyrnahlífarnar og rauðu skotthúfuna. — Það vantar ekkert nema skautana, sagði Hage- dorn. í þeim svifum kom þjónn með þrjú vínglös. — Við höfum ekki beðið um vín, sagði Hagedorn dauðskelkaður. Ég vil heldur fá glas af öli. — Ég líka, sagði Schulze. Þá hló þjónn;nn. Þeir litu báðir forviða á hann. Þetta var Kesselhuth. Þeir félagarnir skemmtu sér nú hið bezta um hrið. Hagedorn sagði, að Kesselhuth hlyti að hafa meðfædda þjónshæfileika — án þess að ég vilji þó móðga yður, þótt ég veki athygli á þessari staðreynd, sagði hann. En Kesselhuth virtist alls ekki móðgast, því að hann tók sér stöðu fyrir aftan stól Schulze, karlsins, sem mokaö hafði snjónum af svellinu, og kallaði hann náðugan herrann. Og Schulze kallaði Kesselhuth gufuskipaeiganda bara Jóhann. — Sækið smurt brauð og öl handa okkur, Jóhann, sagð ihann. Lenz hinn feita bar að í þssum svifum. Hann var búinn sem veitingamaður í ölkrá og skálmaði um með hálfa konjakksflösku í hendinni. Hann bauð Schulze að taka þátt í verðlaunasamkeppni um beztu gervin. — Þér fáið áreiöanlega fyrstu verðlaun, sagði hann. Það er enginn jafn eðlilegur og þér. Við hin erum nefnilega dulbúin. Schulze lét til leiðast. Og svo skálmuðu þeir Lenz á fund Heltai prófessór, sem skráði þátttakendurna. En Heltai Prófessor í dansvísindum hristi höfuðið. — Mér þykir það leitt, að ég get ekki skráð yður til þátttöku í þessari samkeppni. Það samrýmist ekki reglunum. Þér eruð ekki dulbúinn. Þér eruð aðeins í hinu vanalega gervi yðar. Lenz var uppstökkur maður — hann var úr Rínar- löndunum. Og hann hafði boð:ð Schulze þátttöku. En Heltai prófessor varð ekki um þokað. — Þá látum við þetta niður falla, frændi, sagði Schulze glaðlega. En þegar hann kom aftur að borðinu, var Hage- dorn horfinn. Kesselhuth sat einn yfir glasi sínu. — Það kom hingað skólatelpa með tösku á bakinu, sagði hann, og hún tældi hann á brott með sér. Það mun hafa verið frúin frá Brimum. Það gat margt af slíku hlotizt á svona kvöldi, svo að þeir fóru að leita hans. Þeir lögðu fyrst leið sína fram í forsalinn, þar sem hlutaveltan var í fullum gangi. Kesselhuth keypti þrjátíu hluti að áskorun Schulze og hlaut átta vinninga: Landlagsmynd í ramma, stóran loðbjörn, tvær ilmvatnsflöskur, annan loðbjörn, loftbelg, bréfsefni og enn eina ilmvatnsflöku. Siðan létu þeir mynda sig með alla vinningana. — Komið heim úr aflaför átti sú mynd að heita. Týndi sonurinn fannst aftur á móti ekki. En Kessel- huth notaði tækifærið á göngu þeirra um salina til þess að gefa sveitastúlkunum, sem þarna voru, allar ilmvatnsflöskurnar og báðar loðbirnina. Landlagsmyndina fékk hann hins vegar hollenzkri frú, sem þakkaði fyrir á hollenzku. — Ég skil þig nú ekki vel, heillin min, sagði Kessel- huth og fékk henni bréfsefnin líka. Og svo ekki orð meira bætti hann við. En meðan þessu fór fram sátu þau frú Kasparíus og Hagedorn í góðu yfirlætl niðri í bjórkjallara gisti- hússins. — Hvernig gengur námið, stúlka mín? spurði Hage- dorn i góðu yfirlæti niðri í bjórkjallara gistihússins. — Hvernig gengur námið, stúlka mín? spurði Hage- dorn hina þrítugu skólastúlku, er hafði tælt hann. — Æ, ég verð víst að fá einkatíma, svaraði hún. Ég held ég sé þó bábornust í mannþekkingu. — Já — en svona lítil telpa! Hún verður að bíða þolinmóð, þar til hún eldist og þroskast. — Svei-svei — ég vil læra allt strax. — Hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór — Ég ætla að stjórna sporvagni eða selja blóm. Skólastelpan horfði brosandi á sessunaut sinn, sem var í þann veginn að sPyrja nýrrar spurningar. En í þessari andrá kom Lenz hinn feiti niður í kjallarann. Hann var orðinn góðglaður, bað um Búrgundarvín og ..... SKRASETT veraldar þekktu stimpilhringir spara mestan gjaldeyri af öllum iinnfluttum varahlutum til véla. Það er staðreynd, að með því að nota CORDS-stimpilhringi, not- ið þér 50—80% minna af smujmingsolíu en ella. Ef þér keyrið með CORDS-stimpil- hringjum öðlist þér þetta allt: Minni smurningsolíunotkun. Minni bensíneyðslu. Hámarks afköst. Reyklaust afgas, ekkert sót. CORDS-hringir eru ódýrir, látið þá tafarlaust í bifreiðina. CORDS-stimpilhringir fást í allar venjulegar gerðir véla, fyrir bifreiðar, dráttarvélar, mótorhjól, flugvélar. Einnig flestar tegundir báta og landvéla. Getum einnig útvegað hin þekktu Zobbe háspennukefli. Allar upplýsingar gefa: JENSEN, BJAMASON & CO. H/F Hafnarstræti 15, Reykjavík. — Sími 2478. Einkaumboðsmenn á íslandi fyrir CORDS-stimpilhringi. Frá Austurbæjarskólanum Börn 7—10 ára (fædd 1940, 1939, 1938 og 1937). sem sókn eiga í Austurbæjarskólann, mæti í skólanum mánudaginn 1. september klukkan 14. 7 ára börn (fædd 1940), sem sækja eiga skólann í haust og vetur og komu ekki til innritunar í vor, mæti klukkan 15. Kennarar mæti kl. 14 og taki hver á móti sínum bekk. Kennarafundur sama dag klukkan 13. Læknisskoðun fer fram miðvikudaginn 3. september. Nánar auglýst í skólanum. Skólastjóriim. Pappírspokar Flestar stærðir af brúnum, sterkum 100% kraftpappírspokum fyrirliggjandi. Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3 Sími 2870 Skemmtilegustu skáldsögurnar E. Philips Oppenheim („The Prince of Storytellers") Rafael Sabatini („Dumas vorra tíma“) Þrenningin í Monte Carlo Himnastiginn Tvífarinn Víkingurinn Leiksoppur örlaganna í hylli konungs Sægammurinn Fást hjá öllum bóksölum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.