Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 2
2 TfoiIVN, fimmtiidagiim 4. sept. 1947 160. Mað Skrif Morgunblaðsins um gerðardómslögin Þaö hefir verið athyglisvert að lesa Morgunblaðið og Al- þýðublaðið undanfarna daga. Bæði þessi blöð hafa keppst við að lofa aðgerðir Norðurlanda- þjóðanna í dýrtíðarmálunum. Þessar þjóðir hafi farið alveg rétt að, þegar þær gerðu ráð- stafanir til að sporna gegn hækkunum á kaupgjaldi og af- urðaverði og komu þannig í veg fyrir verðbólgu og allar hinar ömurlegu afleiðingar hennar. Það er vissulega rétt, að þess- ar rá^tafanir Norðurlanda- þjóðanna eiga lof skilið. En það er um of seinan sjá þessum blöð- um að lofa þessar ráðstafanir fyrst nú;. Þegar Framsóknar- menn hafa barizt fyrir því á undanförnum árum, að gerðar yrðu svipaðar dýrtíðarráðstaf- anir hér og annars staðar á Norðurlöndum, hafa þeir verið kallaðir afturhaldsmenn, bar- lómsmenn og öðrum slíkum nöfnum í þessum blöðum. Jafn- framt hafa þessi blöð kappsam- lega stutt allt aðra fjármála- stefnu en þá, sem fylgt hefir verið á Norðurlöndum. Þess vegna er nú komið, sem komið er. Þess vegna þarf nú að gera hér miklu róttækari ráð- stafanir en nokkru sinni hafa verið gerðar á Norðurlöndum, ef afleiðingarnar af stjórnar- stefnu seinustu ára eiga ekki að ríða atvinnurekstri lands- manna og sjálfstæði þjóðarinn- ar að fullu. Eins og vænta mátti, hefir Mbl. ekki getað skrifað um dýr- tíðarráðstafanir á Norðurlönd- um, án þess að reyna að gera sinn fugl fagran. f forustugrein blaðsins í gær er minnzt á það, að Sjálfst.flokkurinn hafi stutt Framsóknarflokkinn við setn- ingu gerðardómslaganna 1942, en þar hafi að lokum allir flokk- ar brugðist, nema Sjálfstæðis- flokkurinn einn. Mbl. ætlar vlst, að svo langt sé liðið frá þessum atburðum, að óhætt sé að skýra alrangt frá þeim. Sannleikurinn er sá, að það var fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn einn, sem brást í þessu máli. Hann vann það til fyrir forsætisráðherra- tign handa Ólafi Thors og fram- gang .kj ördæmamálsins að rjúfa samstarfið um framkvæmd gerðardómslaganna. Jafnframt undfirgekkst Ólafur Thors að valda ekki ágreiningi við komm- únista og jafnaðarmenn í dýr- tíðarmálunum meðan stjórn hans sæti að völdum, en það þýddi vitanlega það sama og að gefast upp við framkvæmd gerðardómslaganna. Þetta var játað af Ólafi sjálfum í þing- ræðu 3. febr. 1943, en hann seg- ir þar beinum orðum, að komm- únistar og jafnaðarmenn hafi „sett ríkisstjórninni þau beinu skilyrði fyrir að firra hana van- trausti meðan nefndum mál- um (þ. e. kjördæmamálinu) var siglt heilum í höfn, að hún valdi ekki ágreiningi, og þá allra sízt í þeim efnum, sem viðkvæmust hafa reynzt, dýrtíðarmálunum." Sennilega hefir ráðherratitill og flokkslegur ávinningur, sem Sjálfstæðismenn töldu sig öðl- ast við kjördæmabreytinguna, aldrei verið keyptur dýrara verði en þegar Sjálfstæðisflokk- urinn gaf andstæðingum sínum í dýrtíðarmálunum þetta loforð, að valda þar ekki ágreiningi við HALLDÓR KRISTJÁXSSON: ÞEIR GÁTU SKAMMAÐ — EN SVÖRUÐU ENGU Tíminn birti fyrir nokkru grein, þar sem ég ræddi lítils- háttar um þau áhrif, sem stjórn- málastörf Jóns Pálmasonar hefðu á sveitir landsins. Virtist mér hann og flokkur hans eiga allt annað en góða fortíð í þeim málum og tilfærði nokkur dæmi. Þótti mér full ástæða til að ræða þessi efni, þar sem Jón Pálmason hafði fullyrt í blöð- um sínum, að Framsóknar- flokkurinn ætti sök á því, að fólkið flytti úr sveitum og jarð- ir væru þar í eyði. Ekki hefir sézt í Mbl. neitt svar við grein minni en hins vegar birti það skammagrein um mig vegna hennar. Var grein mín talin landsmet í tuddaskap og siðleysi og sárlega kveinað undan því, að Tíminn skyldi birta svör við ásökunum Jóns Pálmasonar meðan stjórnar- samstarfið stæði. Leikreglur Morgunbiaðsins. Skrítnar eru leikreglur Mbl.- manna. Jón Pálmasoon hefir skrifað hverja greinina af annari, þar sem fluttar eru svæsnar ádeilur á Framsóknarflokkinn. Kennir hann Framsóknarmönnum um flest eða allt það, sem miður þá, en það þýddi vitanlega sama og bregðast þar alveg eigin stefnu. í áframhaldi af þessari uppgjöf, beitti Sjálfstæðisflokk- urinn sér líka fyrir afnámi gerðardómslaganna eftir kosn- ingarnar, enda þótt þjóðin hefði vottað lögunum fylgi sitt með því að veita þeim flokkum yf- irgnæfandi meirihluta, er stóðu að setningu þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn lét heldur ekki hér staðarnumið á þeirri braut. Aftur gekk hann til stjórnarsamvinnu við komm- únista haustið 1944 gegn svip- uðum skilyrðum. Og foringjar flokksins töldu nú ekki dýrtíð- ina lengur neitt varhugaverða. Ólafur Thors taldi það hrak- spádóma, að halda því fram, að kaupgjaldið væri ofhátt. Pétur Magnússon sagði, að „hinu mætti heldur ekki gleyma, að dýrtíðin hefir líka sínar björtu hliðar“. Og Morgunblaðið sagði þann 18. júlí 1945: „Aðalefnið í öllum ræðum Framsóknarmanna er hið aum- asta barlómsvæl, sem hér á landi hefir heyrst. Kaupið og launin þurfti að lækka á síð- asta hausti og afurðaverðið átti líka að lækka, segir Tíminn sí og æ. Hverjum er ætlast að hrífast af barlómsvæli þeirra Tímamanna? Þeir hafa vissu fyrir því, að verkamenn og sjó- menn fyrirlítu þennan söng“. Með framangreindri fram- komu sinni, hefir Sjálfstæðis- flokkurinn raunverulega gerst aðalfrumkvöðulll dýrtíðarinnar, þótt hann ætti vegna aðstööu sinnar að vera sá flokkur, sem ákveðnast vildi veita henni við- nám. Svo fullkomlega hefir Sjálfstæðisflokkurinn brugðist hlutverki sínu, að vart eru dæmi til annars eins. Nú er að sjá, hvort flokkurinn vill bæta ráð sitt sitt og taka upp heilbrigð- ari stefnu. En vissulega getur aðalmálgagn hans ekki gert honum meira ógagn en að rifja upp fortíð hans í þessum mál- um. fer í stjórnmálum og enda þjóð- lífi íslendinga, allt frá stjóm- arkreppu að fólksfæð í sveit- um. Hafa fleiri tekið undir við þennan forsöngvara Morgun- blaðsins og oft hljómar sami söngur nafnlaus í blaðinu. Er þess skammt að minnast, að fullyrt var í forystugrein í Mbl. að hægðarleikur væri að komast hjá öllum kröggum og erfiðleik- um á sviði fjármála og við- skipta, einungis ef Framsókn- arflokkurinn fengi enga íhlutun um ríkisstjórn. Ekki hefir Jón Pálmason bundið sig við málefnalegar ástæður í óhróðri sínum um Framsóknarflokkinn, en óspart alið á dylgjum og slúðri um svarta lista o. s. frv. Hefir því verið „dreift út að baki,“ sem ekki þykir „kleift að hafa hátt,“ eins og Þorsteinn Erlingsson kvað. En ekki virðist hafa staðið á Mbl. að birta framleiðslu Jóns. Ekki veit ég til þess, að Fram- sóknarmenn hafi kveinkað sér undan þessum háttum Jóns. ; Fremur munu þeir henda gam- an að ofstæki hans og bland- ast gamanið gjarnan vorkunn- semi. En blaðið, sem birtir allar ádeilur Jóns, þykist gera það undir hinum hvíta fána stjórn- arsamstarfsins. Ef einhver svar- ar skrifum þess, jafnvel þó að það sé „sveitapiltur vestur í Önundarfirði“ og skrifi undir fullu nafni, þá er kveinað og kvartað um tryggðarof og grið- spjöll. Þess hefir heyrzt getið í hern- aði, að óvandaðir menn og drengskaparlitlir sendu her- flokka til árása undir friðhelg- um merkjum. Óaldarflokkar hafa líka stundum reynt að hafa kirkjur og sjúkrahús að skálkaskjóli. Aldrei hefi ég vit- að slíku hrósað eða vitnað til þess, sem fyrirmyndar. Þeir Morgunblaðsmenn þykjast nú Gnðni Gíslason, Krossi Ferð í Sunnudaginn 3. ág. s.l. lagði ég leið mína ásamt nokkru Landeyjafólki að Múlakoti í Fljótshlíð. Fararstjóri var Guð- jón hreppstjóri Jónsson í Hall- geirsey. Við lögðum af stað frá Hallgeirsey laust eftir hádegi. Þegar við brunuðum inn eftir Hlíðinni, gladdist ég yfir því, að enn eru í gildi orð Gunnars: „Fögur er Hlíðin“. Ég gladdist yfir því einkum vegna þess, sem á undan er gengið, er nágranna- konan, Hekla sendi Hlíðinni kveðju sína. Þeir samferðamenn, sem ó- kunnugir voru á þessum slóð- um, spurðu nú hina kunnugu spjörunum úr um bæjarheiti, og reyndu þeir að leysa úr eftir beztu getu. Neðst í Hlíðinni eru hin fögru Núpstún, en svo hillir undir Breiðabólstað, og blasir þar við kirkjan og önnur vegleg hús. Staður þessi minnir okkur á þá mörgu merkispresta, er þar hafa verið á liðnum öldum og allt fram á þennan dag. Svo brunum við fram hjá ökrum og kornhlöðum Klemenzar á Sámsstöðum. Einhver spyr: vera friðhelgir sjálfir, svo að þeir kalla það ósæmilegt af Framsóknarmönnum að svara níðgreinum að nokkru. Svo langt hefir þetta gengið, að fjargviðrast var yfir því og það kallað siðlaust óþokkabragð, að láta ekki Jón Kjartansson verða sjálfkjörinn þingmann Vestur-Skaftfellinga. Hann hefði þó. átt skilið að verða sjálf- kjörinn eftir meira en 20 ára starf við Mbl. enda fullkomið brot á almennum lýðræðisregl- um, að lofa kjósendum austur þar að hafna slíkum manni. Það er óþarfi að fjölyrða um svona röksemdir. Þær dæma sig sjálfar, hvar sem þær fara. En hitt verður hver að gera fyrir sjálfan sig að skýra þvílík fyrir- bæri sálfræðilega. En hætt er við, að margur telji, að minni- máttarkennd rökþrota ritstjórn- ar komi þar við sögu. Forsetabrennivínið. Ég hefi kallað Jón Pálma- son brennivínsforseta og geri það enn. Ástæðan til þess er sú, að undanfarið hefir sá háttur verið hafður á, að nokkrir æðstu menn Alþingis hafa fengið áfengi undir kostnaðarverði hjá ríkinu. Þeir hafa sjálfir komið sér saman um að taka sér þessi fríðindi. Vitanlega verða þau þvl meiri, sem menn ganga lengra í vjnkaupunum. Alþingi hefir þannig tekið upp þá reglu að borga drykkjumanni meira en bindindismanni fyrir sama starf. Jón Pálmason er þar efst- ur á blaði, hefir verið æðsti maður Alþingis og skrifað í Mbl. j grein þessu til varnar. Því kalla ég hann brennivínsforseta. Fyrir 70 árum tíðkaðist það við r»3lstöðuverzlanirnar dönsku, að verkamenn þeirra fengu hver sitt brennivínsstaup að kvöldi vinnudags. En svo næma rétt- lætiskennd höfðu kaupsýslu- mennirnir dönsku, að þeir gerðu hlut allra þjóna sinna jafnan. Laiideyjmn: Múlakot hvaða bæir séu þar næstir. Það er Grjótá, þar sem Þráinn gisti forðum, og þar austan við Teig- ur. Og nú hillir undir kirkju þeirra Inn-hlíðarmanna á hin- um nafnkunna sögustað, Hlíð- arenda, og þar innan við sér bæ þann, sem minnir okkur á skáldið góða, Þorstein Erlings- son. Það er Hlíðarendakot, og í hugann flýgur kvæðið: „Fyrr var oft í koti kátt“, o. s. frv. — Þorsteinn er horfinn, en perlur hans glitra meðal þjóðarinnar. Og brátt komum við að Múla- koti og garðinum fagra. Þegar bifreiðin okkar nam staðar á hlaðinu í skjóli blómskrýddra trjánna, var sem þau kinkuðu kolli til okkar, er krónur þeirra bifuðust fyrir hægum austan- blænum. Brátt hittum við Guð- björgu Þorleifsdóttur, konuna, sem gert hefir garðinn frægan. Hún er glöð í anda og létt í spori, er hún sinnir gestum sín- um. Og í raun réttri eru allir að finna Guðbjörgu, er þeir koma til að skoða garðinn henn- ar. Þennan dag voru þarna all- margar bifreiðar hvaðanæva að. Ég taldi þarna milli 10 og 20 AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands er nýlega afstaðinn. Þar komu saman allmargir eldheitir áhuga- menn og ræddu um eitt mesta menn- ingarmál íslendinga — að klæða land- ið að nýju. Skógræktarfélagið er nú orðin alláhrifamikil hreyfing og hefir þegar unnið mikið starf. i mörgum sýslum landsins hafa nú verið stofn- uð skógræktarfélög, sem starfa sem deildir og í sambandi við Skógrækt- arfélag íslands. Hefir víða verið vel unnið. f Skógræktarfélagi íslands eru líka margir einstakir áhugamenn, sem styðja starfsemi félagsins með ráð- um og dáð. 'FUNDURINN VAR að þessu sinni haldinn í Vaglaskógi, en þar hafa ríkið og Skógræktarfélagið tekið myndarlega höndum saman, eins og sums staðar annars staðar, um það, að friða og efla skóginn og reka þar uppeldisstöð fyrir trjáplöntur, er síð- an er plantað út í skógargirðingar í sveitum landsins. FUNDURINN RÆDDI að sjálfsögðu mörg áhugamál skógræktarmanna, svo sem friðun þeirra birkiskóga, sem enn eru ófriðaðir, o. m. fl. Sérstaka áherzlu lagði fundurinn á það, að unnið verði mikið að plöntun barr- trjáa, svo að komist geti upp sem fyrst barrskógur á íslandi, sem gefi af sér gagnvið. Þetta er mjög þýð- ingarmikið, því að reynzlan hefir sýnt, að hér geta þrifizt fljótvaxnar og stórvaxnar barrtrjátegundir. Þá er það einnig mjög þýðingar- mikill liður í skgræktarmálunum, að hafin sé hagnýt kennsla í trjágræðslu og skógrækt í skólum landsins, og benti fundur Skógræktarfélagsins á nauðsyn þess, að fræðslulögunum yrði breytt í því augnamiði. Uppeldismála- þingið, sem haldið var í Reykjavík í vor gerði ályktun um þetta mál og lagði til, að skógrækt yrði tekin upp sem virkur þáttur í starfi skólanua. Þetta hefir tvenns konar þýðingu: Uppeldisgildi ræktunarstarfsins er ó- metanlegt, og þar með er líka fleytt fram þjóðnýtu menningarmáli. EN ÞÓTT VERKEFNI í almemiri skógrækt 1 landinu séu mikil, er nóg verk fyrir einstaklingana að vinna í einrúmi. Það þarf að koma upp trjá- lundi við hvert íbúðarhús í landinu, hvort sem er í sveit eða kaupstað. Þetta er sérstarf einstaklinganna við að fegra sin eigin heimili, en þeir þurfa þó að njóta opinberrar aðstoð- Bindindismenn, sem ekki vildu staupið, fengu þá sína staup- peninga. En hið háa Alþingi setur bindindismenn skör neðar (Framliuld á 4. slðu) ar, bæði leiðbeininga sérfróðra manna og með því að uppeldisstöðvar láti þeim í té trjáplöntur. EN AUK TRJÁLUNDA við íbúðar- húsin, þyrfti hvert sveitabýli í land- inu að eiga sinn skógarreit, nokkrar dagsláttuur að stærð, friðaðan og af- girtan. Þar gæti vaxið nytjaviöur til ýmissa heimilisþarfa. RÍKIÐ OG SKÓGRÆKTARFÉ- LAGIÐ hafa í sameiningu nokkuð stuðlað að því, að stofna slíka skóg- arreiti. Reynt hefir verið að láta þeim mönnum, sem í slíkt hafa viljað ráð- ast, í té girðingarefni og trjáplöntur, en þó hefir þessari starfsemi miðað allt of skammt til þessa af ýmsum orsökum. Og þarna er einmitt merki- lelgt verkefni fyrir ýmis æskulýðsfé- lög. MÉR DETTUR í HUG athyglisverð starfsemi í þessu augnamiði, sem átt hefir sér stað hjá einu ungmennafé- lagi Norðanlands. Hún gæti vafalaust orðið til fyrirmyndar, og ef til vill á slík starfsemi sér stað víðar, þótt mér sé ekki kunnug. Það er ungmennafé- lagið „Gaman og alvara" í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, sem hér er um að ræða. FYRIR NOKKRUM ÁRUM ákvað það að leggja lið sitt að því, að skóg- arreitur yrði gerður á hverjum bæ í hreppnum, þar sem ekki hafði þegar verið til slíks stofnað. i hreppnum eru um 40 bæir, og þessu hugðist ung- mennafélagið að koma í kring með því að girða reit og planta í hann nokkrum hundruðum trjáplantna á einum bæ á ári. Girðingarefnið og plönturnar vonaðist félagið til, að Skógræktarfélagið og hið opinbera mundi leggja til. Um þetta var síðan gerð samþykkt í félaginu, og skyldi dregiö um bæina, — einn bær dreg- inn út á hverju vori og á honum girt og plantað í reitinn. ÞETTA HEFIR NÚ félagið gert í nokkur ár, a. m. k. þegar girðingar- efni hefir fengizt. Ungmennafélagarn- ir koma saman á hinum tiltekna bæ nokkrar vornætur eða sunnudaga og vinna þetta verk. Það er glaður og áhugasamur hópur, sem finnur gildi í starfi sínu. Nú er búið að girða þannig á nokkrum bæjum, og á hverju ári mun einn reitur bætast við. Eftir 40 ár verður svo skógar- reitur við hvern bæ í hreppnum, ef þessi fjörutíu ára áætlun verður hald- in, sem ekki er að efa, ef ungt fólk byggir sveitina. Þá geta miðaldra menn og konur í sveitinni litið yfir liðna æskudaga, sem þau hafa breytt í gróðurríka skógarlundi. Þarna er unnið heillastarf, sem fleiri ættu að taka upp, og heill og hamingja fylgi hverjum sprota, sem þannig er gefinn I íslenzkri jörð. bifreiðar á bifreiðastæðinu. Bif- reiðarnar komu og fóru, og all- ur þessi gestaskari virtist koma til að skoða garðinn. En þarna er enginn dyravörður, sem krefst aðgöngueyris, en í þess stað kemur á móti okkur roskin en broshýr og skarpleit kona, sem leiðbeinir okkur um garðinn, og vonbráðar komurn við að litlu en snotru húsi. Guðbjörg lýkur upp hurðinni og býður okkur inn. Þar er borð á miðju gólfi, skreytt blómum og sinn legu- bekkurinn til hvorrar handar, báðir klæddir heimaunnum á- klæðum, er tala sínu máli um vinnubrögð Guðbjargar í þeirri grein. í þessu húsi sefur hún á sumrin. Þarna er einkar vist- legt, og þar er blómailmur, en það merkilegasta, sem þarna sést, er það, að upp úr gólfinu vex beinvaxin hrísla, sem breið- ir lim sitt upp undir loftið. Það er eins og skógarhrísl- urnar elti Guðbjörgu — megi ekki af henni sjá. Þetta tré er eins og vörður við dyrnar, en það hefir lært það af fóstru sinni að veita ókypis inngang. Mig minnir, að Guðbjörg segði okkur, að þessi beinvaxna „dama“ væri 18 ára gömul. Bezt gæti ég trúað, að flestir — ef ekki allilr — sem inn koma gefi henni hýrt auga, því að hún er prúð og kemur til dyranna eins og hún er klædd, en það er oft bezta skartið, þegar innræt- ið er göfugt. Að þessu búnu skoðuðum við snotran grafreit, sem er með steyptri umgerð, skreyttur blómum og trjám. Gangstétt er eftir miðjum grafreitnum, og til hvorrar handar hvílurúm fyrir Múlakotjsfjölskylduna. Þegar ég gekk út úr þessum helga reit, minntist ég á það við Guðbjörgu, ,að nú vantaði kap- elluna, sem hún hefði hugsað sér að koma upp. Þá segir hún: „Það er nú draumur, sem líklega rætist ekki, meðan ég lifi.“ En ég hygg, að Guðbjörg ætti það skilið, að sá draumur hennar rættist, því að í raun réttri stendur öll þjóðin í þakkarskuld við þá konu, sem varið hefir öll- um sínum tómstundum í að fegra og frægja svo garð sinn að þangað sækja þúsundir manna til að leita sér yndis og ánægju. Frá Múlakoti eru komn- ar þúsundir trjáplantna, sem prýða mörg býli þessa lands. Og áhugi manna vex við að sjá, hvað hægt er að gera í skóg- ræktarmálum, ef viljinn er nógu sterkur, og eitt er enn, sem hér má læra, en það er, hversu verja má tómstundum lífsins vel til margháttaðra starfa, sem hver húsmóðir má af hendi inna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.