Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 3
160. blað TÍMIM, flmmtndagimii 4. sept. 1947 3 Miioiingarorð. Sigurlaug Ólafsdóttir Lönguinýri. Það er skuggalegt ágústkvöld, I stormurinn hvín válega og ský- in eru dökk og drungaleg. í hug mínum er einnig dimmt og dapurt, því í kvöld barst mér andlátsfregn þín, elskulega móðir mín, — því segi ég móðir — að þannig hefir þú verið mér frá því fyrst ég kynntist þér. Og nú er svo þungt að vita að ég finn ekki framar yl þinn og ásthlýtt viðmót, finn ekki framar styrk þinn og stuðning er stormar á móti. En þyngra er þó eflaust fyrir nánustu ástvini þína að sjá þér á taak, vita þig horfna, geta ekki framar notið hlýju þinnar. Og nú geisa minningarnar sem ágúststormur inn í sál mína. Liðin ár líða fram hjá. Ég minnist þess, er ég sá þig fyrst, þegar þú á köldu dapur- legu haustkvöldi opnaðir dyr heimilis þíns fyrir mér og taauðst litla stúlku velkomna. Á því augnabliki fann ég, að tíjá þér væri ætíð athvarf, ef eitthvað amaði að. Þá fann ég í fyrst sinn sólaryl sálar þinnar. Og dagar liðu. Það kom vor með sól og haust með húm, og tíminn batt mig þeim böndum, sem aldrei verða rofin, við heimili þitt — og þig. Og ég fann alltaf betur og betur hve mikils virði það var að hafa kynnzt þér, hafa fengið að skyggnast inn í sál þína, því hún geymdi ekki aðeins snilli- gáfur og glóð skáldskapar og fróðleiks, heldur líka guðlegan eld trúar og kærleika, sem þú miðlaðir af hverjum er með þér gekk götuna miklu. Og þeir sem fóru villir vegar, voru veikir og þróttvana, fóru ekki varhluta af gjöfunum. Blys augna þinna sýndu hvað inni fyrir bjó, og bros þitt snerti strengi í hjarta manns. Þú varst sendiboði sannleika og ljóss, sem bættir úr hverju böli, sem þú gazt. Nóttin líður og hægt og hljóð- laust læðast tárin niður vanga mína. En hvers vegna er ég að gráta? — Jú — ég er að syrgja þig elsku móðir. En hvers vegna er ég að syrgja? Nú lít ég út um gluggann og sé, að skýin eru að greiðast í sund- ur, og í bláma himinsijis er eitthvað, sem minnir á heið- ríkjudjúp augna þinna og á sama augnabliki finn ég, að ég á ekki að vera sorgbitin. Himininn hefir aðeins krafist hluta af sjálfum sér, og ég á að þakka hinum algóða gjafara fyrir þá náð, að fá að kynnast einum sendiboða hans. Ég á að krjúpa og þakka og biðja — og bíða þess óliomna. Og nú veit ég, að þú heldur á- fram að varða veg þeirra, sem eru villtir. Þú ert hjá ástvin- um þeirra. Þú heldur störfunum áfram í öðru umhverfi, sem er dauðlegum augum vorum dulið. Og ég veit, að á ókomnum ár- um, þegar vinum þínum verður þröngt um hjarta og þungt um spor, þá kemur þú og hvíslar i eyru þeirra orðum, sem hugga og stytta leiðina löngu. Og þegar lúður dauðans hljómar og kallar okkur að landamærunum miklu, þá veit ég, að þú bíður bak við tjaldið og réttir þeim villtu og ókunnu styrkjandi hjálparhönd. Með þá von í veganesti leggja vinir þín- ir hugreifir í hina hinztu för. Nóttin er liðin, skýin eru orð- in gullroðin, sólarbjarma bregð- ur um blundandi hérað og frá brjósti mínu líður bænarand- varp, að sérhver sólrisa færi syrgjandi ástvinum þínum frið. Og þér, móðir og vina mun, á þroskabrautum eilífðarinnar, lýsa þakklætissól þeirra, er í húminu bíða. Anna Sigurjóns. Nú eru tímamót í sögu Múla- kotsgarðsins. Hann á hálfrar aldar afmæli á þessu sumri. Það eru liðin fimmtíu ár siðan Guð- björg gróðursetti þar fyrstu hrísluna. Guðbjörg er því með elztu og merkustu skógræktar- mönnum hér á landi. Væri ekki viðeigandi, að henni væri sýnd- ur einhver sérstakur heiður á þessum tímamótum fyrir skerf hennar í þágu þessara mála. Ég hygg að það sé stór hópur karla og kvenna, sem man eftir þessu afmælisbarni, og það með hlýj- um og þakklátum huga. Þegar við vorum búin að skoða garðinn og umhverfið, var okkur boðið í bæinn til þess að drekka afmæliskaffi eins góð- vinar okkar, Landeyinganna. Hann var þarna staddur — gest- ur líka. Ég held, að það sé vart hægt að velja sér öllu fegri áfanga- stað en Múlakot í sumarskrúða. í gamla daga voru lögheígaðir áfangastaðir fyrir ferðafólk. Þar var griðland, sem ekki var hægt að bægja mönnum frá. Þar var oft glatt á hjalla og rifj- að upp það, sem á dagana hafði drifið, og svo var enn gert í góð- um vinahópi. Og er það ekki þannig, með marga gesti, sem að Múlakoti koma? Að síðustu vil ég þakka alla hlýjuna og risnuna, er okkur var sýnd í Múlakoti þennan dag. Og ég biö höfund ljóss og sólar að blessa garðinn og garðbúann. Ég vil vona, að eldmessa Svein- bjarnar á Breiðabólstað verði eins farsæl og sú fyrri, er Jón Steingrímsson prestur flutti í Skaftáreldum, þegar hraunið eýddi byggðir þar. Hér lagði öskUf og vikurmökk frá Heklu yfir, en hann þvarr, áður en varði. Trú flytur fjöll. Nú er komið kvöld. Við kveðj- um og brunum út með Hlíðinni, og þökkum guði og góðum mönnum fyrir daginn. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunuin, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið i pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — WhtÞBtð ötuttefja ff/rir Tímann, Erich Kástner: Gestir í M iklagarði orðvana að sjá, hvort ofninn ylnaði. En hann þurfti ekki lengi að bíða. Gormarnir í ofninum roðnuðu brátt .Verk hans höfðu borið árangur. — Nú þiðnar fljótlega i þvottaskálinni, svo að það verður þó hægt að hella úr henni, sagði hann himin- lifandi. Schulze anzaði engu. — Og hér er vindlakassi, sagði Kesselhuth vand- ræðalega. Ég keypti líka blómvönd. i .. í: ::í , í*!!'-;!.|\; !«;!,i€iJiíiyi!í Það var líka gestagangur hjá Hagedorn. Hann hafði lagzt á legubekkinn og sofnað. Allt í einu var barið að dyrum. Hann hrökk upp. — Kom inn, kallaði hann. — Hvers vegna kemurðu svona seint, Edvard, bætti hann við, án þes^ að lita upp. En gesturinn svaraði: — Ég heiti nú ekki Edvard — ég heiti Hortensa. Þetta var frú Kasparíus. Hún var komin til þess að leika sér — við síömsku kettina, sagði hún. Hún settist á gólfteppið og raðaði köttunum í kring um sig. Hún varð þó fljótt þreytt á kettlingunum. — Nú eruð þér búinn að vera hér í þrjá daga, sagði hún ásakandi. Á morgun förum við niður í dalinn og liggjum þar í sólbaði. Reyndar fáum við kannske sólstungu, en sá, sem fær sólstungu, getur óskað sér einhvers — og hann fær óskina uppfyllta. — Ég óska mér einskis frekar en ég hef — ekki einu sinni sólstungu, svaraði hann. Hún settist í hægindastólinn, dró undir sig fæturna og spennti greiPar um hnén. — Við getum líka gert annað, sagði hún. Við getum tekið föggur okkar og farið héðan — til dæmis til Garmisch. — Garmisch kvað vera heillandi staður, svaraðl Hagedorn. En Edvard myndi sennilega ekki leyfa mér að fara þangað með yður. — Hvað varöar þennan Edvard um okkur? — Hann gengur mér í móðurstað, svaraði Hagedorn. Hún velti vöngum. — Við förum þá bara með næturlestinni. Við náum henni, ef við höfum hraðan á. Fólk verður að njóta lífsins meðan tími er til. Ég trúi ekki á annað líf. í þessari andrá var aftur drepið á dyr. — Kom inn, kallaði Hagedorn. Hurðin laukst upp. Schulze kom inn. — Fyrirgefið, sagði hann. Ég vildi gjarna tala við þig í einrúmi, Fritz. En ég bíð, þar til þú mátt vera að því. — Hann má sjálfsagt vera að því strax, svaraði frú Hortensa Kasparíus og hvessti isköld augun á Schulze. Og svo strunsaði hún út. i........LUM A...............1 RAFMAGNSPERUR ( eru beztar ■ « Seldar i ölluni !j • >♦ kaupfélögum landsms. Samband ísl. samvinnufélaga ] Tvær stúlkur | óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borg- arfirði í mánuð eða lengur. — Hátt kaup. Upplýsingar hjá skrifstofu ríkisspitalanna. Sími 1765. Stúlka óskast í borðstofu starfsfólksins á Kleppi. | :f Upplýsingar hjá ráðskonunni. p Sími 3099. | »Í4!Í5ÍS55!Í5S55«5534S$Í$Í$$5$Í3S$Í$1$Í$S3SSS33S$5«5Í5Í»5Í4ÍÍÍÍ$^^ Ljðsmyndasýning Ferðafélags íslands verður opnuð 19. sept. n. k., og er öllum íslenzkum áhugaljósmyndurum heimil þátttaka. Myndirnar, sem á að sýna þurfa að berast skrifstofu Ferðafélagsins eða sýningarnefndinni í síðasta lagi að kvöldi 14. sept. n. k. Upplýsingar um þátttökuskilyrði og annað fyrirkomu- lag sýningarinnar eru gefnar á skrifstofu Ferðafélags íslands, Túngötu 5. I Há verðlaun verða veitt. Ferðafélag fslands. FJÓRTÁNDI KAFLI. Ást við fyrstu sýn Daginn eftir gerðust merkileg tíðindi — Hagedorn varð ástfanginn. Það gerðist í vagni gistihússins, er kom með nýja gesti neðan úr þorpinu. Hann var á heimleið úr stuttri ferð um nágrennið. Hann sá vagn- inn við járnbrautarstööina og settist upp í hann, því að hann var orðinn lúinn af göngunni. Meðal nýju gestanna var ung og glaðleg stúlka. í fylgd með henni var holdug kona, sem virti alla fyrir sér með tor- tryggni. Hún vakti yfir farangri þeirra af mikilli um- hyggju, greip sér um hjarta stað, hvenær sem kom að bugðu á veginum og spurði ákaft um heiti fjalla og dala. Hagedorn reyndi eftir beztu getu að seðja forvitni hennar — ekki vegna þess, að honum væri svo annt um hana heldur vegna stúlkunnar, er með henni var. Sumir farþeganna, sem virtust kannast við sig frá fornu fari á þessum slóðum, litu illilega til hans og brostu jafnvel I kampinn. Þeim virtist ekki geðjast nema í meðallagi vel að leiðsögn hans og landafræði. En konan þakkaði honum fyrir velvildina. — Þetta er eins og að koma í borg að næturlagi. Allar göturnar heita eitthvað, en maður sér ekki á spjöldin. Þetta er í fyrsta skípti sem ég kem hér I Alpana. Unga stúlkan leit vingjarnlega á hann, og það var eins og hún væri að biðja hann að taka ekki hart á barnaskap gömlu konunnar. Hann brosti aulalega, en sárgramdist svo við sjálfan sig fyrir þennan skort á háttvísi og heimsmannsbrag. Þegar kom heim að gistihúsinu, hjálPaði hann þeim út úr vagninum. Gamla konan fór undir eins að líta eftir farangrinum. En til allrar blessunar varð unga stúlkan eftir hjá honum. — Nei, sko snjókarlinn! hrópaði hún. — Þennan snjókarl bjuggum við Edvard til, ásamt þriðja manni — hann á mörg gufúskip. Edvard er mestur vinur hér. — Einmitt, sagði stúlkan. — Verðið þér hér lengi? spurði Hagedom með önd- ina í hálsinum. TILKYNNING til blindra manna Úthlutað verður á þessu ári 10 viðtækjum til fátækra blindra manna. Umsóknir á,samt skattaframtali skulu sendar á sérstökum eyðublöðum til Blindravinafélags íslands fyrir 15. nóv. Látið þetta berast til blindra j manna. Stjórn Blindravinafélags íslands. Atvinna Okkur vantar tvær matreiðslukonur, og nokkrar stúlkur til annarra starfa, á Hótel KEA. Fyrirspurnum svarað af forstjóra félagsina. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri. Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þelrra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðíærahúsi Reykja- Kerrupokana sem eru búnir til úr islenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.