Tíminn - 09.09.1947, Qupperneq 3
162. blað
TÍMIM, [>riff jmla}*iim 9. sept. 1947
3
DÍMRMIMING:
Tryggvi Eíís Úlafsson
frá Yíðlvölluin
Þriðjudaginn 26. apríl s. 1.
lézt á Landakotsspítalanum
Tryggvi Elís Ólafsson starfs-
maður á skrifstofu Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis, fyrr
bóndi á Viðivöllum hinum
fremri í Fljótedal, nær 73 ára
að aldri.
Tryggvi var fæddur á Brekku
í Fljótsdal 19. sept. 1874. For-
eldrar hans voru Ólafur Ög-
mundsson síðar bóndi á Tóka-
stöðum í Eiðaþinghá og kona
hans Halldóra Símonardóttur
ættuð úr Lóni í A-Skaftafells-
sýslu.
Ögmundur afi Tryggva bjó á
Bárðarstöðum í Loðmundarfirði,
sonur Jóns bónda á Hólalandi í
Breiðuvík í sama hreppi Odds-
sonar bónda á Nesi í Loðmund-
arfirði Guðmundssonar. Oddur
Guðmundsson drukknaði í
kirkjuferð til Klyppstaðar 1745,
ásamt konu sinni og dóttur. —
Allir voru þessir forfeður
Tryggva taldir gildir menn að
burðum og traustir að raun.
Sex ára gamall var Tryggvi
tekinn í fóstur af Jóni hrepp-
stjóra Þorsteinssyni í Brekku-
geröi og síðari konu hans, Mar-
gréti Sveinsdóttur. Þau voru
systrabörn Margrét og Tryggvi.
Brekkugerðisheimilið var eitt
af þe:m mörgu úrvalsheimilum,
sem á þeim tíma voru á Fljóts-
dalshéraði; heimilið mann-
margt, búrekstur stór, efnahag-
ur góður og stjórnsemi í bezta
lagi innan heimllis sem utan.
ar var því ærið margt viðfangs-
og umhugsunarefnið fyrir táp-
mikinn og athugulan dreng. —
Var Tryggva eðlilega haldið til
búvinnunnar eftir því, sem
hann hafði orku til, en þó með
nærfærni og umhyggju fóstur-
foreldranna sem þeirra eigin
sonur væri. Börnum og ungl-
ingum var þar haldið til náms
á vetrum að þeirra tíma hætti
í lestri, skrift og reikningi, auk
kristinsdóms kennslunnar, sem
ekki var lögð lítil áherzla á í
þá daga, og fengnir oftast til
kennarar einhvern tíma vetr-
arins. Húsbóndinn sjálfur var
lista skrifari og gaf forskrift-
irnar til skriftarnámsins. Mörg
störf voru á slíkum stórheimil-
um, sem vel voru fallín til að
vekja umhugsun og ábyrgðar-
tilfinningu unglinga, ekki sízt
fjárgæzla sumar og vetur.
Ungur fór Tryggvi að „sitja
yfir“, sem svo var þá kallað, ám
á sumrum, og þær voru ekki
fáar Brekkugerðisærnar, eflaust
hálft annað hundrað. Það var
mikið ábyrgðarstarf, því ef þær
sluppu úr gæzlunni, mátti eiga
víst, að þær væru þegar komnar
á afrétt og tilgangslítið að leita
þeirra. Fjárgæzla vetur og sum-
ar tókst Tryggva frá upphafi
með ágætum. Var til hans vitn-
að okkur stlákunum í nágrenn-
inu til fyrirmyndar og eftir-
breytni.
Stuttu eftir tvítugsaldur fór
Tryggvi á Möðruvallaskóla og
útskrifaðist þaðan vorið 1899.
Að námi loknu réðst hann til
Jóns Bergssonar á Egilsstöðum,
verkstjóri á sumrum en heim-
iliskennari á vetrum.
Ekki var útþrá Tryggva og
menntaþrá fullnægt með Möðru
vallavistinni. Hann réðst til
Danmerkurfarar og vann þar á
stórbúi í tvö ár. Mun hugur hans
hafa mest beinzt til búskapar
og förin verið farin, til að und-
irbúa sig til þess.
Aftur réðst Tryggvi til Jóns
Bergssonar eftir heimkomuna
frá Danmörku í nokkur ár, en
á þeim tíma var hann þó fyrsti
formaður á flutningabátnum
Lagarfljótsormurinn, sem Hér-
aðsmenn höfðu á Lagarfljóti
áður en akfærir vegir voru lagð-
ir um byggðirnar meðfram
Fljótinu. Enn um nokkur ár, er
hann var farinn frá Egilsstöð-
um var hann laus við, stundaði
jarðabótavinnu hjá búnaðarfé-
lögum og fleiri störf á sumrum,
en barnakennslu á vetrum.
Vorið 1911 réðst Tryggvi til
bús með ekkjufrú Sigríði Þor-
steinsd., Guðmundssonar, kaup-
manns á Skipaskaga, er bjó á
Víðivöllum hinum fremri í
Fljótsdal og kvæntist henni 24.
júlí um sumarið. Keypti hann
brátt jörðina og bjuggu þau þar
blómabúi fram til vors 1930, er
þau fluttu til Reykjavíkur
vegna vanheilsu Sigríðar. Reynd
ist Tryggvi athafnasamur bú-
maður, sem vænta mátti, er
maðurinn var mæta vel að sér
ger, vel menntur, afkastamað-
ur til verka og áhugasamur, að
hverju sem hann gekk. Sátu
þau hjón að búi á Víðavöllum
með rausn og prýði í nær tvo
árataugi við mikið álit og gott
traust samsveitunga sinna og
samhéraðsmanna. Var sveit-
ungum og samhéraðsmönnum
eftirsýnd að brottför þeirra.
Tryggvi mátti ekki kallast
áburðarmaður né framur og
framgjarn til afskipta af al-
mennum málum sveitar sinnar
eða héraðs, né í félagsmálum,
en sökum álits og trausts komst
hann ekki hjá því að verða
kosinn í ýmsar trúnaðarstöður.
Hann var um tíma í hrepps-
nefnd sveitar sinnar og fulltrúi
hennar á sýslufundum í framt-
að hálfan annan áratug. Deild-
arstjóri sveitar sinnar var hann
um skeið í Kaupfélagi Héraðs-
búa og fulltrúi á fundum félags
ins. Þá var hann og annar endur
skoðandi félagsins í mörg ár.
Þegar er Tryggvi var kominn
til Reykjavíkur var hann kos-
inn annar endurskoðandi Sam-
bands ísl. samvinnufélaga og
æ síðan. Sýnir það gleggst hvers
álits og trausts hann hafði afl-
að sér í hópi samvinnumanna.
Eftir Reykjavikurförina réðst
Tryggvi brátt starfsmaður til
Kaupfélags Reykjavíkur og ná-
grennis, er Kaupfélag Reykja-
víkur sameinaðist því.
í dagfari var Tryggvi Ólafs-
son hversdagsgæfur maður,
jafnlyndur, alúðlegur og glað-
vær, en ákveðinn og fastur fyrir
í skoðunum — þéttur á velli og
þéttur í lund — ef á reyndi.
En það sem e. t. v. einna mest
einkenndi hann var elja og trú-
mennska í starfi, hvort sem
hann vann sjálfum sér eða
öðrum. í engu mátti hann
vamm sitt vita.
Nánustu eftirlátnir vanda-
(Framhald á 4. síðu)
Erich Kástner:
Gestir í Miklagarði
— Það er fallegt nafn, sagði hann og greip ósjálf--
rátt hönd hennar.
í þessum svifum steig Schulze út úr lyftunni. Hage-
dorn kinkaði kolli til hans, laut svo að stúlkunni og
mælti:
— Nú kemur Edvard.
Stúlkan leit við, en Hagedorn stóð upp og gekk á
móti vini sínum.
■ — Þarna situr hún, sagði hann lágt.
— Einmitt, sagði Schulze háðslega. Ég hélt, að þú
værir kannske búinn að krækja í nýja.
Unga stúlkan horfði á þá og brosti til þeirra.
— Ég hafði einmitt gert mér í hugarlund, að svona
liti Edvard vinur yðar út, sagði hún við Hagedorn.
Schulze virtist aftur á móti hafa orðið kynlega við.
Hann starði forviða á stúlkuna og gat engu orði upp
komið. Stúlkan bauð honum sæti. Hann hlýddi líkt
og í leiðslu. Hagedorn hló.
— Hvað gengur að þér, Eðvarð spurði hann. Þú
ert eins og svefngengiil, sem vaknar við það, að ein-
hver kallar á hann með nafni.
— Hreint ekki svo slæm samlíking, sagði stúlkan.
En Schulze leit aðeins reiðilega til hennar.
Hagedorn klóraði sér i höfðinu. Þetta horfði ekki
sem bezt. Hann tók það til bragðs að segja sögur af
grímuballinu kvöldið áður, afrekum Kesselhuths við
skíðanámið og gönguferðum þeirra félaganna.
— Gerðu mér nú greiða, kunningi, greip Schulze
skyndilega fram í fyrir honum. Viltu ekki sækja fyrir
mig verk- og vindeyðandi dropana mína?
Hagedorn varð undir eins við þessum tilmælum.
— Eruð þér með vindspenning fyrir brjóstinu? spurði
stúlkan glettnislega.
— Þegiðu, sagði leyndarráðið höstum rómi. Eruð þið
orðnar bandvitlausar? Til hvers komstu hingað?
— Ég varð að fá að vita, hvernig þér liði, Pabbi,
svaraði hún nú og breytti snögglega um svip og
raddblæ.
Tobler leyndarráð sló í borðið.
— Þetta er fáheyrð framkoma, sagði hann. Fyrst
símar þú hingað á laun og biður fyrir mig. Svo kem-
ur þú hingað eftir fjóra daga.
— En það stoðaði ekki, þótt ég símaði, pabbi. Þeir
héldu, að Hagedorn væri miljónamæringur.
— Og hvernig veiztu það?
— Hann var að segja mér það sjálfur.
— Var kannske búinn að segja þér það, þegar þið
lögðuð af stað frá Berlín?
— Það myndi ekki hljóma trúlega, þótt ég segði
það, svaraði Hildur.
— Og hvað hefirðu gert af frú Kunkel? spurði
Tobler.
— Littu við, svaraði dóttir hans.
Frú Kunkel var einmitt að koma niður stigann í
þessari andrá. Hún var i næstbezta kjólnum sínum,
og feit og sælleg að vanda. Hún kom undir eins auga
á Hildi, en þegar hún sá manninn í fjólubláu fötunum,
hörfaði hún aftur á bak og fórnaði upp höndunum.
Unga stúlkan brosti.
— Má ég kynna ykkur? sagði hún. Herra Schulze frá
Berlín — frú Júlía Kunkel.
Tobler stóð á fætur. Það var óhjákvæmilegt —
Polter starði forviða á þau.
Frú Kunkel rétti hikandi fram holduga höndina
og mælti:
— Guð sé lof, að þér eruð þó á lífi, herra leyndar-
ráð. En mikil hörmung er að sjá yður svona til reika
á þessum stað.
Hildur hastaði á hana og bað hana að gæta tungu
sinnar. En frú Kunkel var nú einu sinni byrjuð að
tala.
— Og þeir hafa látið yður moka snjó af skauta-
svelli, klifra upp á einhver hænsnaprik, hýða kart-
öflur og ...
— Kartöflur hefi ég ekki hýtt, svaraði Tobler.
— Ekki ennþá kannske, sagði frú Kunkel og brýndi
raustina. Það kemur þá bara bráðum að því. Og þeir
geta ef til vill vísað yður á stiga eða salerni, sem þarf
að þvo. Eða þá herbergið yðar! Ég átti allt eins vel
von á því, að þér yrðuð dáinn úr lungnabólgu, þegar
við kæmum hingað. Aldrei hefði ég trúað því, að þetta
ætti eftir að koma fyrir — og ég að lifa það af. Viljið
þér, að ég komi með heita bakstra? Hafið þér ekki
verk einhvers staðar?
— Nú fer mig að gruna, hvað hefir rekið ykkur
hingað, svaraði Tobler þungbrýndur. Jóhann hefir
ekki getað þagað. Og þá ekki verið að hirða um vilja
minn.
Dóttir hans virti hann fyrir sér.
— Okkur þykir öllum vænt um þig, pabbi, sagði
hún. Og við héldum, að þú myndir ekki þola þessa
meðferð, sem þú hefir sætt hér.
Nú byrjuðu tárin að streyma niður rauðar og þrútn-
ar kinnar frú Kunkel. Hún gat ekki lengur varizt gráti.
— Hættið þessum iíflalátum, tautaði Tobler. Ég
held, að þið hagið ykkur enn barnalegar en ég.
— Og er þá mikið sagt, bætti dóttir hans við.
maœtmmænmtmtmmmitmtmmmmmimmtttmmmmmmmtttttmmmt
I LUiA
RAFMAGNSPERUR
eru beztar
Seldar í öllum
kaupfélögum landsins.
Samband ísl. samvinnufélaga
mmmtmmttmtmmmtmmmtttmmmttimtmmimmm::
HAPPDR
S. í. B. S.
Sala happdrættismiða fyrir 2. drátt er í fullum
gangi. Börn sem vilja selja miða geta fengið þá af-
greidda á eftirtöldum stöðum þar til dregið verður.
AUSTURBÆR: Baldvin Baldvinsson, Mánagötu 3
miðhæð, Slgrún Straumland, Hringbraut 76, Selma
Antóníusardóttir, Grettisgötu 64, Vikar Davíðsson,
Skála 33 við Þóroddsstaði, Ásgeir Ármannsson,
Þórsgötu 17, Ágústa Guðjónsdóttir, Sjafnargötu 8.
SKRIFSTOFA S. í. B. S., Hverfisgötu 78.
Fríða Helgadóttir, Laufásveg 58.
VESTURBÆR: Ármann Jóhannsson, Bakkastíg 6,
Kristinn Sigurðsson, Kaplaskj ólsveg 5, Sigurdís
Guðjónsdóttir, Vegamótum Seltjarnarnesi.
BÓKABÚÐ LAUGARNESS, Margrét Guðmundsdótt-
ir, Skipasundi 10, Kleppsholti.
Sölubörn verða að hafa skriflegt leyfi foreldra.
Foreldrar: Lofið börnum yðar að selja happdrætis-
miða
S. I. B. S.
<>
<»
< <
<<
o
o
o
O
o
o
o
O
o
o
O
O
O
o
O
o
o
o
o
O
o
O
o
O
o
o
o
o
O
o
o
O
o
O
O
O
o
O
O
o
o
O
o
o
TILKYNNING
Vegna ástands þess, sem nú er ríkjandi hér á landi
í dýrtíðarmálum, sjáum vér okkur ekki fært að
halda áfram lánsviðskiptum.
Framvegis fer því 511 sala fram gegn staðgreiðslu í
apótekum okkar, nema í þeim tilfellum, er lög mæla
öðru vísi fyrir.
Reykjavík, 1. september 1947.
Rcykjavíkur Apótek Lyf jalríiðin Iðuim
Laugavegs Apótek Ingólfs Apótek
•**<•
AUGLÝSING
Þaulvamn* bóklialdari óskar eítir
atviimu við kaupfélag úti á landi,
sein bókari eða gjaldkeri, skilyrði
að liúsnæði fylgi.
THkoð, sem greini frá kaupkjörum
sendist til Tímans merkt „Sept-
ember“ fyrir 15. september.
UTBREIÐIÐ TIMANN