Tíminn - 10.09.1947, Qupperneq 2

Tíminn - 10.09.1947, Qupperneq 2
2 TlMIXIV, miðvikMÆagiim 10. scpt. 1947 163. Mað ifftðv.daffur 10. sept. Ódýrar landbúnaðar- vörur Reykvíkingar eru farnir að kvíða því, að hörgull verði á mjólk í vetur og rjómi ófáanleg- ur. Eru og fullar líkur til, að sá kvíði sé ekki ástæðulaus, þó að miklu skipti í því sambandi, hvernig viðrar í haust, og hvort vel gengur að útvega nógan og góðan fóðurbæti. Það sýnir sig nú hér, að ekki hafa störf bændanna dregið fólk svo til sín, að offramleiðsla verði í vetur af mjólkinni í ná- grenni Reykjavíkur. En jafn- framt er ástandið alvarleg á- minning um þaS, að margt sé ógert í landbúnaðarmálunum, svo að framleiðslan verði meiri, ódýrari og árvissari. Þetta er hægt og þetta er til- tölulega auðvelt, þegar þekking, fjármagn og vinnuafl er fyrir hendi. En ekkert af þessu má vanta. Sérmenntun bændanna er mikið mál. Þar þarf bæði lærða og áhugasama forystu við til- raunir og leiðbeiningar, góða skóla og almenna bóklega fræðslu frá degi til dags. Fyrir þessu er reynt að sjá, og það sem hér kann að mistakast, er ekki vegna þess, hvaða fyrir- komulag er á búskapnum. Það er vonlaust mál að beina vinnuaflinu að ræktun landsins og búskapnum, nema fjár- magnið fylgist með. Það er ein- fallt og auðskilið lögmál. Það er augljóst mál, að eins og verðlagsmálum landbúnað- arins er nú háttað með gildandi lögum, koma allar framfarir bændastéttarinnar neytendum að notum í lækkuðu verði. Til dæmis er nú mjólkurverð lægra en ella myndi, vegna þess, að nythæð kúa hefir vaxið hin síð- ustu ár, og þvi eru bændum reiknaðar meiri tekjur eftir hverja kú. Og þó að deila megi um það, hversu almennt gildi tölur nautgriparæktarfélaganna hafi, sýnir þetta dæmi þó, hver reglan er. Af þessu má þó ekki álykta, að bændur séu skaðlausir af að búa illa, því að þeir fái það upp borið í lækkuðu afurðaverði. Svo er ekki, því að verðlagið byggist á meðaltekjum, og gæfumunurinn liggur þá í því, hvort menn eru undir eða yfir meðallaginu. Eftir því, sem meðaltalið hækkar, lækkar verðlag hverrar einingar en allir bændur sjá sér hag í því, að komast sem fyrst og lengst fram úr meðaltalinu með lítinn framleiðslukostnað og mikið framleiðslumagn. Þannig er þetta fyrirkomulag í heild bændum og neytendum fyrir beztu og stuðlar að þjóðþrifum og almenningsheill. Um það ætti svo ekki að vera ágreiningur að öllum er fyrir beztu að þróun framleiðslumál- anna í sveitum verði sem örust. Menn ætti því ekki að greina á u'm annað en leiðirnar, að því marki. Þeir munu vera miklu færri, sem hallast að þeirri skoðun, að hér muni Búkolluævintýri gróðahyggjumannanna gefast bezt til endurbóta og framfara. Hitt mun líka gefast betur að veita bændunum sjálfum að- stöðu og tækifæri til að rækta landið og nytja það. Til þess er /vennt nauðsynlegt. Fjárhags- leg afkoma bændastéttarinnar HííaíaHQi Nýjar riddarasögur. Sósíalilstar sjá nú eins og aðr- ir, að fjármál þjóðarinnar eru komin í öngþveiti. Þeir vita að þjóðin hlýtur að sjá að það eru ávextir af stefnu og aðgerðum fyrrverandi stjórnar. Nú vita þeir að fyrir slíkt verður ekki lengur þrætt. Þeir reyna því að bjarga sjálfum sér með því að skella allri skuldinni á fyrri samstarfsmenn. Því eru nú daglegt brauð í dálkum Þjóðviljans alls konar riddarasögur um aðvörunarorð og sparnaðartillögur Sósíalista innan stjórnarsamtakanna fyr- verandi. Þessar nýju riddarasögur eru álíléa fjarri veruleikanum og riddarasögurnar gömlu, þar sem kapparnir „sigldu loft og lög og láð og tíma“. Mun fáum finnast að menn, eins og Áki Jakobsson séu einkar sparnaðarlegir, hvað sem annars má um þá segja, og ekki væri það í fullu samræmi við byggingarvenjur hans, ferðahætti og fleira. En þó að allar þessar sparn- aðarkröfur Sósíalista hefðu verið gerðar, sýndist það hafa verið mest til málamynda, því að slælega hefði verið eftir fylgt. Það er nefnilega staðreynd, sem ekki. verður haggað við, hvað sem Þjóðviljinn segir, að Sósíalistar sátu í ríkisstjórn, þrátt fyrir þá stefnu, sem höfð var. Og væntanlega muna ýms- ir sitt af hverju, sem þeir sögðu þá hæverskulítið í garð þeirra, sem gagnrýndu stjórnarstefn- una i fjármálum. Tungur tvær. Þjóðviljinn mælir tveim tung- um í gjaldeyrismálunum. Einar ekki lakari en annarra stétta og stuðningur ríkisins til jarðrækt- ar og annarra framleiðslubóta í .^veituan,' Framlög rík|isins til þeirra mála eru ekki gjafir til bændanna, heldur bein framlög til þess, að náttúrugæði lands- ins nýtist betur, ódýrara verði að lifa í landinu og þjóðarhagir í heild betri. En afkoma meðal- bóndans stendur eftir sem áður í sama hlutfalli við afkomu annarra vinnandi manna. Þannig gera framlög ríkis- sjóðs landið betra og byggilegra o g lífskjör allra landsmanna betri og bjartari. Ef neytendum leiðist eftir því, að landbiúnaðarvörur lækki i verði er því vonandi að þeir veiti Framsóknarflokknum full- tingi, svo að ríflega sé lagt úr sameignarsjóði þjóðfélagsins til að greiða fyrir ræktun landsins og tryggður verði innflutning- ur jarðyrkju- og heyvinnuverk- færa, svo sem verða má. Það er örugg leið að settu marki. Hitt hefir sýnt sig, að Búkolla og Korpúlfsstaðir eða yfirleitt kúa- bú ríkis og bæjarfélaga, eru ekki þeim vanda vaxin að sigra í samkeppni við bændurna, í því að framleiða góðar og ódýrar vörur. Og því þá ekki að taka ódýrustu og öruggustu leiðina? Þó að ekki sé litið nema að- eins á þrengstu hagsmunavið- horf Reykvíkinga, er það þeim fyrir beztu, að stefna Fram- sóknarmanna verði ráðandi hér. Það er þó enn meira atriði, þeg- ar itfið er á hagsmuni þjóðar- innar í heild. Hér skal stefnt að gróandi vexti og framför sjálf- stæðrar bændastéttar, en ekki Búkolluævintýrum eða mjólkur- hungri og landauðn. Olgeirsson rekur langar sögur um framsýni og fyrirhyggju sína og hvernig hann vildi láta taka upp almenna skömmtun o. s. frv. til gjaldeyrissparnaðar. Jafnframt er því haldið fram í Þjóðviljanum blað eftir blað, að það sé ástæðulaust að láta vanta gjaldeyri, því að ekki þurfi að verðfella útflutningsvörurnar, ef ríkisstjórnin vildi selja þær háu verði. Hér er talað tveim tungum. Rökin eru þessi: í fyrsta lagi var gjaldeyris- skorturinn fyrirsjáanlegur og varð ekki umflúinn nema með ýtrasta sparnaði. í öðru lagi var alveg ástæðu- laust að láta vanta gjaldeyri, ef ríkisstjórnin hefði viljað selja framleiðsluna fyrir hátt verð. Með öðrum orðum: Það er hrunstjórnin ein, sem viljandi er að leiða yfir þjóðina gjaldeyrisvandræði, en þó sá Einar Olgeirsson meðan blessuð nýsköpunarstjórnin sat hvert stefndi og vildi láta gera sér- stakar ráðstafanir til að afstýra háska og hruni. Hann og hans menn voru bornir ráðum en sátu samt og svo skipti um sjórn og þá varð það, sem vofði óhjákvæmilega yfir fyrri stjórn- inni vegna rangrar stefnu allt í einu sjálfskaparvíti stjórnar- innar, sem tók við. Hvað ætli finnist nú á ís- landi margir kjósendur, sem taka svona röksemdir góðar og gildar? Varla styrkist trú og álit Björns Franzsonar á íslenzku lýðræði við það, að þeir reynist margir. Fordæmi Svía. Þjóðviljinn segir að íslend- ingum hefi verið nær að fylgja fordæmi Svía í skiptum við meginlandsþjóðirnar, en þeir hafi byrjað á því að lána Pól- verjum 50 miljónir króna og síðan gert við þá verzlunar- samninga. Ekki fylgdi það þó þessari sögu að þeir Brynjólfur og Áki hefðu verið búnir að láta Pétur vin sinn leggja fyrir þess- ar 50 miljónir handa Pólverjum. En sú frétt kemur máske á morgun. Verðhækkun en ekki bætt launakjör. Það er óneitanlega skrítið að verðhækkunin á mjólkinni skuli koma nookkrum hugsandi manni á óvart. Flestir vita, ef þeir nenna að hugsa um það, að landbúnaðarvísitaan er reiknuð út einu sinni á ári. Og það væri fullkomlega ónáttúru- legt, ef mjólkurítrinn kostaði fleiri aura nú, þegar hin al- menna vísitala er 312 stig, held- ur en í fyrrahaust, þegar vísi- talan var 290 stig, þó að ekkert tillit sé tekið til grunnkaups- hækkana. Það hefir jafnvel heyrzt, að það væri ósamræmi að taka við vísitcluhækkun á afurðaverð sitt og mæla með niðurfærslu á dýrtíðinni. Þeir, sem slíkt mæla, ættu að stinga hendinni í eigin barm, og athuga hvort þeir vilja þá gefa bændunum gott fordæmi og afþakka að ein- hverju leyti vísitöluhækkun á laun sín. Þegar slík fordæmi fara að tíðkast, má byrja að lá bændum þá verðhækkun, sem þessa dagana verður á fram- leiðslu þeirra, en fyrr ekki. Bændur eru ekki að hækka grunnlaun sín, og þeir fá enga hækkun á aðurðaverði til að mæta tollahækkununum. Hið nýja verð er matsverð gerðar- dóms, þar sem framleiðendur og neytendur áttu hvorir sinn fulltrúa, en hagstofustjóri var oddamaður. Og grundvöllur matsverðsins er sá, að bændur hafi hiðstæðar atvinnutekjur og aðrir vinnandi menn. Furðulegar hugmyndir. Annars koma stundum fram furðulegustu fjarstæður, þegar rætt er um tekjur manna og afkomu í sveit og annars staðar. Það er jafnvel sagt, að bændur þurfi ekki húsgögn, þvi að þau hafi lítt tíðkast í sveitum á öld- inni sem leið. Svo á húsaleigan að vera lægri í sveitum. Svona hluti ætti ekki að Fihrildaganga Undanfarið hefir orðið tals- vert vart við skrautleg erlend fiðrildi í Reykjavík og nágrenni. Þeirra varð fyrst vart mánu- daginn 1. sept., og síðan hafa daglega borizt fregnir um, að þau hafi sézt í görðum bæjarins og í nágrenni hans, meðal ann- ars í Sogamýri, við Elliðaár, á Vatnsendahæð og á Álftanesi. Náttúrugripasafnið hefir þegar fengið nokkur af þessum fiðr- ildum, og auk þess frétt af mörgum fleiri. Við athugun hefir komið í Ijós, að þetta eru svonefnd aðmírálsfiðrildi (Pyrameis ata- lanta). Að ofanverðu er grunn- litur þeirra svartur, en fram- vængir eru með breiðu, skar- latsrauðu þverbandi, og á vænghorninu utan við það eru 6 hvítir blettir og dílar. Á aftur- vængjum er breiður, rauður faldur með 4 svörtum dropum og bláum díl aftast. Vænghaf aðmírálsfiðrildisins er 5—6 cm. Heimkynni þess ná yfir mestan hluta Evrópu, sunnan heim- skautabaugs, ennfremur Vest- ur- og Mið-Asíu, Norður-Afríku og Norður-Ameríku. Hér á landi héfir nokkrúm sinnum orðiö vart við aðmíráls- fiðrildi, en aldrei hefir borið eins mikið á þeim og nú. Þau eru hér aðkomudýr og tímgast hér ekki. Fiðrildi þessi gætu hafa borizt hingað með tvennu móti: í fyrsta lagi loftleiðis frá ná- grannalöndunum, sem full- þroskuð fiðrildi, og í öðru lagi með varningi, sem púpur, en þær gætu síðan hafa breytzt i fiðrildi hér. Fyrri tilgátan er miklu sennilegri, enda er vitað, ajð aðnrírálsfiðrildiið, og fleiri svonefnd flökkufiðrildi hafa ríka tilhneigingu til ferðalaga, og fara oft langa vegu yfir út- höf. Nú er óvenju gott tækifæri til þess að grennslast eftir því, hvernig stendur á ferðum þess- ara fiðrilda hér á landi. En til þess þarf þó að fá sem gleggstar upplýsingar um hvar og hve- nær þeirra hefir orðið vart hér að undanförnu. Það eru því vin- .samleg tillmæli mín, að allir þeir, sem hafa orðið varir við erler,d fiðrldi, eða kynnu að verða þeirra varir, sendi Nátt- úrugripasafninu (pósthólf 532, Reykjavík) upplýsingar um það, og sendi helzt fiðrildin sjálf, ef þau nást. Einkum væri þýðing- armikið að fá upplýsingar um fiðrildin utan af landi, og skiptir þá miklu máli að fá sem áreiðanlegastar upplýsingar um hvenær þeirra hafi fyrst orðið vart á hverjum stað. Reykjavík, 8. sept. 1947. Finnur Guðmundsson. þurfa að rökræða. Hver er í rauninni svo grunnhygginn, að halda að byggingarefni lækki í verði, þegar því er tilkostað að flytja það upp um sveitir? Heldur nokkur, að lærðir menn í byggingariðnaði fari upp í sveitir, til að vinna þar fyrir lægra kaupi en heima hjá sér? Þeir voru vanir að taka þar sömu laun og fæði og húsnæði að auki. Það er líka hægt að sanna það reikningslega með fenginni reynslu, að það er dýr- ara að byggja hús uppi í sveit en í kaupstöðum, og þarf það engan að undra. Hitt er satt að bændur þurfa ekki að reiða fram þann kostn- að, sem leggst á kjöt og mjólk milli framleiðenda og neytenda á því, sem þeir nota sjálfir, en til þess er líka tekið fullt tillit við verðákvörðunina. Eru gjaldeyrisvandræðin eðlileg. Það er vorkunnarmál þó að þeir, sem ábyrgð bera á sjórn- arfarinu undanfarið reyni að kenna óviðráðanlegum atvikum um það, hvernig komið er. Flest- ir reyna í lengstu lög að bjarga mannorði sínu. Það er líka satt, að síldveiði hefir brugðist. En hefir ástandið verið þannig, að óvenjulega lítill gjaldeyrir hafi verið notaður til daglegrar eyðslu, þegar öll „nýsköpun" og „eðlileg fjárfesting" er dregin frá? Sannleikurinn er sá að fyrr- verandi stjórn hafði 1200 milj- ónir til ráðstöfunar á röskum tveimur árum. Emil Jónsson telur að 430 miljónir þar af hafi runnið til nýrra framkvæmda. Eftir eru þá h. u. b. 800 milj. kr. (Fravihald á 4. s(Ou) Heimsókn í alfinnskar byggbir Finnsku bændurnir eru duglegir menn og fylgjast vel með tímanum. Bókakostur finnskra sveitaheimila er mikill og góffur, en helzta aðalsmerki bændanna er þó hin frábæra gestrisni þeirra. Laugardaginn 2. ágúst í sum? ar lagði ég af stað frá Helsing- fors ásamt Maj-Lis Holmberg, sem er ýmsum íslendingum að góðu kunn, móðursystur hennar, frú Vesa og ungfrú Vesa, dóttur frúarinnar. Ferðinni var heitið inn í alfinnskar byggðir í Tav- astland, sem er hérað góðan spöl norðan við Helsingfors. Við fórum með lest frá Hels- ingfors til borgarinnar Tavest- hus eða Hámeenlinna eins og hún heitir á finnsku. Á járnbrautarstöðinni i Tav- astehus tók á móti okkur Jussi Vesa, maður frúarinnar, ég átti eftir að komast að raun um að Jussi er gagnmenntaður mann- kostamaður og á ég honum margar ánægjustundir að þakka. Allt þetta fólk mælti á sænska tungu, þótt aðeins Maj- Lis hefði sænsku sem móður- mál. Jussi talaði reiprennandi finnsku og rússnesku, en fleytti sér auk þess á sænsku, þýzku, ensku og frönsku. Frá járnbrautarstöðinni héld- um við til bezta matsöluhúss borgarinnar. Á leiðinni þangað tókst mér með aðstoð Jussa að kaupa finnskan vindil, þótt ég hefði ekki skömmtunarseðla. Ég gerði margar tilraunir til þess að kveikja í vindlinum en þær voru allar árangurslausar, það brakaði dálítið í öðrum endanum á kauða en reyk fékk ég engan. Ég gafst loks upp við þessa reykingartilraun og vafði vindlinum innan í pappír, geymi ég hann enn eins og hvern ann- an menjagrip. Meðan við snæddum á mat- söluhúsinu komst ég að raun um, að bæði Jussi og kona hans kunnu vel að meta enskar sigar- ettur, þótt þau eins og aðrir Finnar væru ófús að taka við þeim. Að máltíðinni lokinni var ferðinni heitið til bóndabæjar, )sem heitir Kyl'á-Pavolabær, hann er í Vuolimienniþorpi og Hattulasveit. Á þeim bæ býr frændfólk samferðafólks míns og ætlaði Maj-Lis að gefa mér kost á að sjá húsakynni og heimilisbrag á finnskum bónda- bæ. Við áttum að fara með áætl- arbíl til Kylá-Pavolabæjar hvað við líka gerðum. Ferðalagið var þó allóvenjulegt. Bíllinn var knúður viðarkolum og því eng- an veginn loftgott inni. Svo lágt var undir loftið að maður varð að standa í keng en öll sæti voru fyrir löngu uppseld. Þeim sem eru vanir að ferðast í am- erískum lúxusbílum hefði sjálf- sagt ekki þótt þessi farkostur góður, en um annað var ekki að velja. Við hröðuðum okkur inn og stóðum hálfbognir í við- arkolalofti. Ekki var hætta á því að við dyttum, því þrengslin voru svo mikil, að við gátum naumast hreyft minnsta fingur hvað þá meira. Þegar við vorum komin þóðan spöl út fyrir borgina hækkaði hagur strympu, því þá fengum við að standa aftan á innan um mjólkurubrúsa og annan varn- ing, sem bílstjórinn var að smá- skila bændunum, rétt eins og gerist til sveita heima. Bíllinn var þannig bæði áætlunarbíll og mjólkurbíll. Á pallinum leið okkur ágætlega og nutum við útsýnis yfir ána og skóga þar sem klettar gægðust upp úr jarðveginum hér og þar. Á Kylá-Pavolabæ. Um hádegisbil komum við að Kylá-Pavolabæ, en þar býr Hugo Kuivalahti ásamt konu sinn og börnum. Bærinn er 145 ára gamall og það sem strax vekur eftirtekt mína er hversu hreint og fágað allt er, og komst ég síðar að raun um að hreinlæti er þjóðareinkenni Finna. . - Við komum fyrst inn í litla forstofu með 4 gluggum. í hverj - um glugga stóðu litfögur blóm. Fram með endilöngum lang- vegg er grænmálaður bekkur en borð á miðju gólfi. Úr forstofunni gengum við inn í litla stofu með borði og 4 stólum, sófum, skáp, klukku, síma, útvarpi, fatahengi og ofni úr tígulsteini. í þessari stofu situr fólk að vetrarlagi ef gesti ber að garði. Ljósmetið er stein- olíulampi á flestum bóndabæj- um. Hugu Kuivalahti og kona hans fóru með okkur gegnum þessa stofu og inn í beztu stofu hússins. Þar var mjög rúmgott, stofan 7x7 m., og húsgögnin bæði falleg og vönduð. Glæsi- leg heimaunnin teppi prýddu veggina. Á miðju gólfi voru borð og 6 stólar, úti við veggina voru tveir djúpir stólar,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.