Tíminn - 10.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1947, Blaðsíða 3
163. blað TÍMITVIV, migvikMdagiim 10. sept. 1947 3 VEGAMÁL VESTFJARÐA Heilbrlgð skyiiscmi, sliicld reynslu og tækni á að ráða í vegamálum okkar Vestfirðir hafa með bílvegin- um yfir Þorskafjarðarheiði náð langþráðu vegasambandi við Reykjavík og aðra landshluta. Þótt þessar ferðir taki 16 klukkustundir frá ísafirði til Reykjavíkur er hin mesta ánægja yfir því, að þeirra skuli vera kostur. Vissulega bæta þær einnig hinar lélegu og stopulu samgöngur milli ísa- fjarðar og annarra landshluta. En við það að fara alla hina löngu og leiðinlegu króka, svo sem inn og út með Gilsfirði vaknar sú spurning hvort ekki sé tiltölulega auðvelt, að gera þessar bilferðir miklu greiðari en þær eru nú, og jafnframt ná því mikilsverða marki, að koma víðlendum héruðum, sem nú eru utan bílvegasambands í sem beinasta þjóðleið við Reykjavík og aðra landshluta. Sennilega má velja ýmsar leiðir að þessu markmiði. Hér skíal bent á eina,, sem hefir þann kost, að vera trygg sumar- og vetrarleið í öllum meðalár- um, eða verri; sameinar hags- mu,ni flestra Vestfirðinga, og styttir ferðalagið frá því sem nú er um meira en þriðjung. Það er bílvegur frá Arngerð- areyri, inn ísafjörð, um Kolla- fjarðarheiði að Múla á Skálm- arnesi (eða innar við Breiða- fjörð norðanverðan), og þaðan góður flóabátur, (ekki bílferja fyrir stóra bíla) að Dröngum á Skógarströnd (eða öðrum bæ á Skógarströnd ef hentugra þyk- ir). Þaðan bílvegur yfir Rauða- melsheiði, um Borgarnes eða Akranes eftir ástæðum) til Reykjavíkur. Þessi leið yfir land og sjó, mun taka um 10 klst. frá ísafirði til Reykjavíkur, í stað 16 klukku- stunda nú. Hún er trygg vetrar- leið í verri en meðalárum. Hún kemur Múlasveit og GufudaLs- sveit í bílvegasamband. og opn- ar Arnfirðingum, Tólknfirðing- um og Patreksfirðingum greiða og ákjósanlega leið til Reykja- víkur. Einnig er sjálisagt að at- huga viðkomu í Dagverðarnesi, til sambands fyrir Skarðsströnd og nálægari sveitir, sem enn mega heita vegalausar. Þessi leið opnar einnig hið ákjósan- legasta vegasamband fyrir Skógarströnd og Hörðudal, en Skógarströnd öll eða að Narf- eyri er enn vegarlaus, og engin á þar brúuð. Fram undan Skógarströnd liggja hinar gagn- auðugu Breiðafjarðareyjar (Skógarstrandareyjar) sem bæði geta verið nær ótæmandi matarbúr og yndisreitur ferða- langa. Skógarströndin hefir mjög mikla möguleika til naut- griparæktar, og með bílvegi yfir Rauðamelsheiði bættist Skógar- strönd við svæði þau, sem flytja daglega mjólk til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Sumir kunna að segja, að það yrði of kostnaðarsamt að opna þessa nýju samgönguleið, eða fé sé ekki fyrir hendi. En þeir sem svo mæla líta ekki á það vandræðaástand sem hin vega- lausu héruð eiga nú við að búa. Þeir gleyma vandræðum far- þeganna við króknleiðir þær, sem nú eru- þjóðleiðir milli Reykjavíkur og Vestfjarða, og þeir taka ekki með í reikning- inn benzíneyðsluna og gúmmí- slitið. En allt þetta verður að takast með þegar valin er þjóð- leið milli Reykjavíkur og Vest- fjarða. Svo er eitt atriðið enn, að not bílveganna haldist helzt allt ár- ið eða sem lengstan tíma. Bil- veginum yfir Þorskafjarðar- heiði verður naumast haldið opnurn yfir vetrarmánuðina, nema í mildustu vetrum, og þá með ærnum kostnaði. Sú þjóð- leið til Reykjavíkur liggur og yfir Bröttubrekku, sem teppist meira og minna á hverjum vetri, svo hin víðlendu Dalahéruð eru þá sambandslaus á landi við Reykjavík og Suðurland. Sú þjóðleið, sem hér er hreyft og mælt með, liggur að mestu í byggð, en annars yfir hina lægstu fjallvegi Vesturlands, og má fullyrða, að hún er trygg- asta vetrarleiðin sem kostur er á. Þetta síðasta atriði er svo þungt á metunum, að fram- kvæmdir um þessa nýju þjóð- leið ætti að hefja hið allra fyrsta, að undangengnum nauð- synlegum athugunum. Um þessa leið eiga allir Vestfirðing ar að sameinast, og fylgja fast eftir að alþingismenn og aðrir forráðamenn hlutaðeigandi hér aða vinni vel og drengilega að þessum málum. A. Fr. B. einn ruggustóll, orgel, skenkur, stór bókahylla og óvenjulega smekkleg kista. Þegar ég for- vitnaðist um kistuna var mér sagt, að slíkar kistur gengju í arf frá móður til dóttur. Þegar heimasæturnar giftast fá þær kistuna og i henni er að öllum jafnaði ein bók, þurrkur, borð- dúkar, heimaofin sængurver og koddaver. Þetta er venjuleg- ur heimanmundur finnskra stúlkna. Á einum vegg stofunnar var stór mynd af ungum manni og innrammaður teksti á finnsku undirritaður af Mannerheim marskálki. Myndin var af elzta syni hjónanna, sem féll í stríð- inu og tekstinn var tilkynning um fall hans og hljóðaði svo. — Það er skylda mín að til- kynna yður, að Lauri Armar Kuivalahti er fallinn í barátt- unni fyrir fósturjörð og frelsi. og fyrir allt það sem er okkur heilagt og dýrmætt. Ég sam- hryggist yður af heilum hug en verð að hugga yður með því, að þið hafið fengið að gefa Finn landi yðar dýrmætustu fórn. Hinn almáttugi og náðugi guð styrki yður. Mannarheim. Okkur var borið ekta kaffi og margs konar heimabakaðar kök- ur. Húsbóndi og húsfreyja sátu til borðs með okkur en ekki börn- in 3, einn sonur og tvær dætur. Húsbóndinn var ræðinn og skemmtilegur og spurði mig margs um íslenzka bændur. Leysti ég úr spurningum hans eftir beztu getu en Maj-Lis Holmberg þýddi allt sem við sögðum þar eð ég kann ekkert í finnsku og Hugu Kuivalahti ekki stakt orð í sænsku. Þegar við vorum komin að molakaffinu bauð ég öllum hópnum enskar sigarettur. Hugu þáði sigarettu með þökkum og sömuleiðis Jussi Vesa en kona hans isem er rúmlega fertug hjúkrunarkona hafnaði boð inu. Mér kom þetta mjög á óvart því á matsöluhúsinu hafði frú Vesa reykt af hjartans lyst Skýringin á þessu merkilega fyrirbrigði kom von bráðar. Hús freyjan þurfti að bregða sér burtu og kveyktí þá frú Vesa þá óðara í rettu. Jussi sagði mér (Framhald á 4. slSu) Erich Kástner: Gestir í Miktagarbi — í stuttu máli sagt, mælti Tobler — þið hafið haft af mér þessa ánægju. Hér hafði ég eignazt sann- an vin. Svo komið þið eins og boðflennur, og vinur minn kemur æðandi til mín og segir mér, að hann sé orðinn ástfanginn. — Orðinn ástfanginn? endurtók Hildur. — Já — orðinn ástfanginn af þér, sagði faðir henn- ar. Hugsið ykkur, hvernig honum verður við, þegar hann kemst að raun um, hvaða leikur hefir hér verið leikinn. — Hann talar aldrei framar aukatekið orð við okkur. Hann fyrirlítur okkur fyrir þennan skrípa- leik. ' — Hver drðinn ástfanginn af Hildi? spurði frú Kunkel, sem steinhætti nú að kjökra. — Fritz, svaraði Hildur. Maðurinn, sem sagði okk- ur, hvað fjöllin hétu. Frú Kunkel velti vöngum. — Einmitt, sagði hún. Það er mikill blessaður mað- ur. En hann er víst nauða-fátækur. FIMMTANDI KAFLI. Þrjár spurningar Þegar Hagedorn kom aftur með verk- og vindeyð- andi dropana, var kyrrð komin á við borðið. Þau voru öll smeyk um, að hann kæmist að leyndar- málinu, og gættu tungu sinnar sem bezt. Hagedorn heilsaði frú Kunkel glaðlega. — Hér eru droparnir, sagði hann við Schulze. — Hvaða dropar? sPurði Schulze. — Verk- og vindeyðandi droparnir — átti ég ekki að sækja þá? sagði Hagedorn. Ertu ekki með vind- spenning? — Jú — jú, auðvitað, svaraði hann ánalega. Það varð ekki umflúið, að hann dreypti á dropun- um. Hildur skemmti sér hið bezta við grettur hans. En fi’ú Kunkel, sem ekki hafði skilið, hvernig í mál- inu lá, tókst undir eins á loft. Hún vildi helzt, að sjúklingurinn háttaði og fengi heita bakstra. En Schulze fullyrti, að sér væri að batna. En frú Kunkel var ekki ánægð. — Jú—jú, sagði hún. Maður þekkir nú batann þann. Mæðginin kipptust til. — Þetta segja karlmennirnir alltaf, hélt frú Kunkel áfram. Þeir geta aldrei viðurkennt, að þeir séu veikir. Voðanum var afstýrt. Frú Kunkel var alveg að rifna af monti. Svona glæsilega hafði hún aldrei fyrr bætt fyrir lausmælgi sína. Litlu síðar kom Jóhann Kesselhuth heim úr skíða- ferðinni. Hann var draghaltur. Þau mistök höfðu átt sér stað, að skíöin höfðu tekið af honum ráðin og brunað með hann beint á skiðakennarann. Garparnir höfðu báðir hlotið miklar ákomur. Polter spurði nákvæmlega um það, hvernig slyslð hefði viljað til, og að þvi bimu visaði hann Kesselhuth á saumastofu, þar sem gert var við gallaða skíða- búninga. Kesselhuth litaðist um. — Herra doktor Hagedorn er í forsalnum, sagði Polter. Kesselhuth haltraði þangað. Hann sá undir eins hvar þeir Hagedorn og Schulze sátu, en hann átti aðeins óstigin örfá skref, er hann sá, hverjar kon- urnar voru. Hann greip fyrir augun, og tennurnar byrjuðu strax að glamra í munni hans. Gat þetta verið rétt? Hann aðgætti betur. En svo stokkroðnaði hann, og hann hefði óskað þess, að hann hefði getað sökkt sér niður í jörðina. En ekki var því að heilsa. Hann átti ekki annars úrkostar en haltra að borðinu. Frú Kunkel hló illkvittnislega. — Hvað hefir komið fyrir yður? spurði Schulze. — Það er ekkert hættulegt, stundi Kesselhuth. Ég rakst á — það er allt og sumt. Ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að ég muni aldrei verða mikill íþrótta- maður. Frú Kunkel starði sem í leiðslu á Hagedern. — Viljið þér ekki kynna okkur, herra minn, sagði hún. Hagedorn varð undir eins við þessum tilmælum. Þau tókust í hendur, og það fór vel og skipulega fram. En ekki þorði Kesselhuth að mæla orð frá vörum. Eitt ógætilegt orð gat valdið miklum óþægindum. — Ég þykist vita, að þér séuð gufuskipaeigandinn, sagði Hildur. Já — herra Hagedorn var að tala um yður. — Jú — rétt er það, svaraði Kesselhuth. — Hvað er hann? sagði frú Kunkel og bar höndina upp að öðru eyranu, eins og hún heyrði illa. — Hann er gufuskipaeigandi, sagði Schulze. Kesselhuth tók að gerast órór. — Ég verð að hafa fataskipti, sagði hann í afsök- unartón. Má ég biðja ykkur að vera gesti mína í barn- um í kvöld? Svo hnerraði hann þrisvar og haltraði brott. Hann LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllrnn kaupfélögnm landsins. Samband ísl. samvinnuf élaga Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á 60 ára afmælinu 5. spt. s.l. SVEINBJÖRN BJÖRNSSON, UPPSÖLUM, FLÓA, ÁRNESSÝSLU. TILKYNNING frá Landssímannm Nokkrar ungar stúlkur verða teknar til náms við o o <» <> o langlínuafgreiðslu hjá Landssímanum. Umsækjend- o ur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða hliðstæðu prófi og verða þess utan að ganga undir hæfnispróf, sem Landssíminn lætur halda í Reykjavík. Áherzla er meðal annars lögð á skýran málróm og góða rithönd. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf þurfa að vera komnar til Póst- og símamálastjórnarinnar fyrir 20. september 1947. Tvær frábærar skáldsögur: Ást og búskapur Heillandi róman frá Noregi, í aðalatriðum sönn frásögn um fyrstu búskaparárin. Verð aðeins kr. 12.50. Qrlagabrúin Ógleymanleg og spennandi bók um stórbrotin og ævin- týraleg örlög, einkennilegs og fátæks fólks. Bókin, sem enginn má missa af. Verð aðeins kr. 12.50. HELGAFELL Box 263, Garðastræti 17, Laugaveg 100, Aðalstræti 18, Njálsgötu 64, Laugaveg 38. Múrarar Bygginsarsamviniiiifólíijíiö Hoígarður óskar eftir múrurum við utanhúss múrhúðun. — Upplýsingar hjá Þórhalli Þorleifssyni, Hofteig 6. og for- manni félagsins, Ólafi G. Guðbjörnssyni, ^fofsvallagötu 23, sími 6232. VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.