Tíminn - 11.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1947, Blaðsíða 3
164. hlað TÍMEVIV, flmmtMdagmn lí. scpt, 1947 3 Opið bréf til verðlagsstjjóra, Eir. Torfa Jóhaimessouar Reyltjavík Herra verðlagsstjóri. Þar sem ég veit aldrei hvort bréf þau, sem ég hefi skrifað yður komast til yðar og mig langar til að ræða við yður dá- lítið sem almenningi kemur við, þá ætla ég að biðja Tímann fyr- ir nokkrar línur í því tilefni. Árla í þessum mánuði gerðu eftirlitsmenn frá yður mér til- tal fyrir að verðskrá yðar yfir veitingar hér í skálanum væri ekki fest upp til sýnis, síðan önnur var rifin niður af gestum í sumar. — Ég skrifaði yður seinna og ítrekaði um verð- skrána, að hún væri ekki komin, þótt efamál væri fyrir yður, hve heppilegt sé að mikið bæri á henni. En rétt seinna kom hún (dagsett 15. ág.) í ábyrgðarbréfi og var fest upp hér við veitinga- stofudyrnar samstundis. En síð- an hefir sýslumaðurinn í Borg- arnesi tjáð mér að kæra væri komin til sín á mig frá yður vegna vanrækslu á að þessi verðskrá væri hér uppi. En hvernig er svo þessi verð- skrá? Það er mál, sem snýr að fleir- um en mér, þ. e. ekki aðeins öllum þeim gesum, sem koma í skála minn, heldur eru þessar verðskrár frá yður í öllum veit- ingahúsum landsins, sem fást til að hengja þær upp. Og þær eiga að segja til um það verð, sem almenningur á að borga það, er hann neytir á þessum stöðum. En með allri lotningu fyrir yður hr. verðlagsstjóri, þá lítur fremur út fyrir að þessar verð- skrár séu samdar af fermingar- barni heldur en hálærðum lög- fræðingi í hálaunuðu og virðu- legu embætti ríkisins. Rúmsins vegna leyfir ekki að ég taki nema örfá dæmi máli mínu til sönnunar. Tvíréttaðar kjötmáltíðir segir verðskráin yðar að veitingahús mitt og önnur í sama verðflokki megi selja á kr. 7.75. Boðlegt kjöt í góðan mat kostar yfirleitt kr. 10—17 kg. Ætti þá hver heil- vita maður að sjá, að ekki er auðvelt að selja góðar máltíðir úr því í veitingahúsum, með öll- um öðrum mat er fylgir, vinn- unni og öllu því er þarf til þess að geta selt heitan mat á slíkum stöðum. Nærri 100% af veitinga- mönnunum brjóta þetta ákvæði yðar auðvitað, af því það er fjarstæða út í loftið. Ennfremur er enginn munur gerður í verðskránni hvort kjöt- ið er af alikálfum eða gamal- kúm, lömbum eða hrossum! Þá tekur ekki betra við þegar kemur að laxinum, sem mikið er notaður í máltíðir, a. m. k. hér í Borgarfirði. Tvíréttaða laxmáltíð telur verðskráin að megi selja á kr. 7,75 einnig. Reynslan sýnir að í veitingahús- um úti á landi, þar sem menn koma oft mjög svangir, fáist að jafnaði ekki nema 2 máltíðir úr 1 kg. af laxi (brúttó). Sé reiknað með 16 kr. verði á lax kg. eins og lægst hefir verið í sumar, þá vantar 25 aura til að kr. 7,75 dugi fyrir laxinum í máltíðina, ef farið er eftir verð- skrá yðar! Allan hinn matinn eiga veitingahúsin að gefa, alla vinnuna og allt annað, sem þarf til að reka veitingahús. Er nú nokkur furða þó að 100% af veitingamönnum brjóti svona ákvæði, þó að þau komi frá verðlagsstjóra ríkisins? Já, það er ekki að furða, þótt yður sé kappsmál að verðskráin yðar hangi uppi á áberandi stað! En eruð þér nú svona slæmur í garð veitingahúsanna alls staðar í verðskránni yðar? Nei, sei, sei, nei. Ýms álíka dæmi eru einnig um gæði yðar í garð þeirra! Skulu aðeins 1—2 nefnd: Tvö egg og kartöflur(!) segir verðskráin okkur að selja gest- unum á sjö krónur. 75 aurum lægra heldur en góðar tvírétt- aðar kjöt- eða lax-máltíðir! Egg hafa kostað hér í mest allt sumar um 60 aura, en dá- lítið dýrari nú orðið. Sé eggi brugðið niður í sjóðandi vatn og svo borið á borð til gesta segir verðskráin yðar að verðið sé tvær krónur! Svona úir og grúir þessi verð- skrá yðar af eintómum hringa- vitleysum. Enda er það opinbert og þér hljótið að vita vel um það, að veitingahús yfirleitt selja ýmist hærra eða lægra verði heldur en verðskrárnar segja. Þér settuð mig í fyrra í lægri verðflokk heldur en næsta veit- ingahús, alveg að ástæðulausu og óverðskuldað. Þér höfðuð þar af mér fáein þúsund krónur, af því ég var að reyna að fara eftir verðskrá yðar. Þó að þér hafið nú lagfært það ranglæti. þá er verðskráin yðar, sífellt versnandi og þar sem m. a. nær allir bi’jóta hana, kalt og ró- lega, sé ég mér ekki fært ann- að en gera það líka. Þér getið þá sektað mig eða tekið af mér veitingaleyfið, ef yður sýnist svo. Ég segi eins og Ingjaldur forðum: „Ég hefi löngum haft vond klæði og ég hirði lítt þótt ég slíti þeim ei ger“. Hr. verðlagsstjóri: — Ég veit að mjög er örðugt fyrir yður að búa til verðskrá yfir veitingar, svo verulegt lag sé á því. En dálítið gæti hún verið skárri en þetta. Aðalatriðið fyrir ferða- menn (ekki sízt í veitingahús- um upp til fjalla, þar sem þeir koma sjaldan, en þó oft svang- ir), er að fá nógan og góðan mat. Hvort hann kostar krón- unni meira eða minna, skiptir minna máli. Það getur verið mikið betri kaup í kjötmáltíð úr dilka- eða alikálfakjöti, sem kostar 10—12 krónur, heldur en kannske illa tilbúinni máltíð, úr kjöti af gamalkú, sem kostar kr. 7,75. Eða er tilgangurinn með verð- skránni kannske sá, að veit- ingahúsin noti ódýrasta og lé- legasta efni og matbúi það illa? Ferðamenn, sem eru frjálsir ferða sinna, fara í þau veitinga- húsin, þar sem bezt eru kaupin á veitingunum, hvort sem þér skipið þau í hærri eða lægri verðflokk. Áður hefi ég skýrt frá í Morgunblaðinu, að ég yndi betur dómi almennings í þeim efnum heldur en yðar. Það eru tveir ólikir dámar. Aðeins eitt ennþá, hr. verð- lalgsstjóri: Hvers vegna mega veitingahús í kaupstöðum, t. d. Reykjavík og Akureyri, selja svipaðar veitingar hærra verði heldur en veitingahús úti á landi? Það sýnist þó vera ólíkt erfiðari aðstaða með aðdrætti o. fl. fyrir okkur, sem verðum að byggja mest alla afkomuna á 1—2 mánuðum, heldur en þar sem hægt er að hafa svipuð viðskipti 12 mánuði ársins. Það er skortur á góðum veit- ingahúsum hér á landi, því þau þurfa að vera góð heimili manna, þegar þeir eru í burtu (Framhald á 4. síðu) Erich Kástner: Gestir í Miktagarbi minnti á sigraðan hermann, er tekinn hefir verið til fanga. Hagedorn gafst nú ráðrúm til þess að horfa á Hildi. Allt í einu skellti hann upp úr. — Ég hefi ekki enn fengið að vita ættarnafn yðar, sagði hann. — Er það ekki? sagði Hildur. Það var skrítið. Á ég að segja yður einkennilega sögu: Ég ber sama ættar- nafn og Edvard, vinur yðar. — Schulze? Þér heitið þá Schulze! hrópaði hann. Það var skemmtileg tilviljun. Kannske þið séuð eitt- hvað skyld, þó að þið vitið ekki af því? Við þetta setti hinn mesta hósta að frú Kunkel, og honum linnti ekki fyrr en Hildur spratt upp og leiddi hana til herbergja þeirra. — Finnst þér þetta ekki yndisleg stúlka spurði Hagedorn, þegar þær Hildur voru farnar. — Jú, sagði Schulze önuglega. — Tókstu eftir spékoppunum? — Já. — Eða þá augun — það eru gulbrúnir deplar i þeim. — Aldrei hefi ég tekið eftir því, svaraði Schulze. — Hvað heldurðu, að hún sé gömul? — Hún verður tuttugu og eins árs i ágúst í sumar. Hagedorn hló. — Vertu nú ekki svona snúinn, sagði hann. Finnst þér ekki, að ég geti kvænzt þessari stúlku? — Mín vegna máttu það, svaraði Schulze. En senni- lega er hún blásnauð eins og þú. — Það er mjög líklegt, sagði Hagedorn. En það er bara betra, því að þá vill hún míg fremur. Ég bið hennar á morgun. Svo giftum við okkur, þegar ég fæ atvinnuna. — Við skuluip vona, að Tobler gamli miskunni sig yfir þ'g, sagði Schulze. — Ég hefi reyndar lengst af verið óheppinn í at- vinnuleitinni, sagði Hagedorn, dapur í bragði. — Veiztu annars, hvar Tobler gamli á heima? — Einhvers staðar i Grunewald, hefi ég heyrt. Hagedorn þagði stutta stund. — Kannske bið ég henpar strax í kvöld, sagði hann svo. — En ef hún hryggbrýtur þig? sagði Schulze. Eða ef foreldrar hennar vilja einhverju ráða um kvon- fang hennar? — Hún hryggbrýtur mig ekki, svaraði Hagedorn vonglaður, og ég vona, að foreldrar hennar séu komnir undir græna torfu. — Þetta er kaldranalega mælt, sagði Schulze þykkjulega. — En svo gæti hugzast, að hún ætti kærasta, sem kærði sig alls ekki um að slíta trúlofun- inni þín vegna. Hagedorn fölnaði. — Ertu frá þér, maður, hróPaði hann. Ég er viss um, að Hildur mín er ekki trúlofuð. — Ég skii þig ekki fyllilega, svaraði Schulze. Hvað er líklegra en svona falleg stúlka með spékoppa eigi kærasta? Heldurðu, að hún sé kannske búin að bíða eftir þér árum saman. Hagedorn spratt á fætur. — Ég fer beifta leið upp til hennar, sagði hann. Ég bíð ekki stundinni lengur 1 þessari óvissu. Og svo var hann þotinn. Tobler leyndarráð horfði brosandi á eftir honum. Nokkru síðar kom Kesselhuth haltrandi. Hann var nú kominn í smóking. — Eruð þér mjög reiður við mig, herra leyndar- ráð? sagði hann aumkunarlega. Ég lofaði ungfrú Hildi að láta hana vita, hvernig yður liði. Mig grun- aði það sízt, að þær kæmu hingað. Það er auðvitað kerlingarmeinhögldin, sem á sök á því. — Við látum það gott heita, Jóhann, svaraði Tobler. Það verður ekki við þessu gert héðan af. — Hafið þér annars heyrt nýjustu fréttirnar? — Er það eitthvað um-kreppuna eða gengið? — Nei — ekki því líkt. Við getum átt von á opin- berunargildi ínnan skamms. Andlitið á Jóhanni lengdist til muna. — Þér ætlið þó ekki að fara að kvænast aftur? spurði hann. — Nei — það er Hagedorn. — Og konuefniö — með leyfi að spyrja? — Konuefnið heitir Hildur — Hildur Schulze. Þá birti yfir Jóhanni. Hagedorn leitaði lengi að herbergjum Hildar og frú Kunkel, en fann þau ekki. Loks sneri hann sér til stofuþernu, sem hann mætti. — Herbergið áttatíu og eitt, svaraði hún og hneigði sig. Hann kvaddi dyra. Fótatak heyrðist inni fyrir. — Hver er þar? var spurt. — Ég verð að fá að tala við yður, stundi hann upp með erfiðismunum. — Það er ekki hægt sem stendur, var svarað, rödd Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig og sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu. ANNA JÓHANNSDÓTTIR, BERUSTÖÐUM. Bílar til sölu Nokkrir herbílar eru til sölu. Bílarnir verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli frá kl. 9—12 næstu daga. Tilboð óskast lögð inn á skrifstofu flugvallarins fyrir 20. þ. m. merkt „Bílar.“ Röskan sendisvein vantar frá 15. september. Efuagerðin RECORÐ Hverfisgötu 52. I Tvær stúlkur óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borg- arfirði. — Hátt kaup. Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna. Sími 1765. Karímaður óskast til hjúkrunarstarfa. Upplýsingar í skrifstofu rikisspítalanna. Sími 1765. Til sölu: Járnhcddar Dýnnr Eldliúsáliöld Lanipar Luktir Leirílát Lllarábreiðnr Slökkvitæki Strigapokar o. m. fl. Birgðastöð Reykja- víkurflugvalíar Sími 7430. Búóiuqs úu/t Romm Vanille Síírónu Appelsín Snkknlaði j | E.s. ANNE lestar í Finnlandi sfðari hluta september. — Flutningur til- kynnist sem fyrst. I H.f. Eimskipafélag * Islands S KIPAÚTGCRÐ RIKISINS Skaftfellingur til Snæfellsneshafna, Búðardals og Flateyjar. Vörumóttaka ár- degis í dag. „ðræfaferð” Vörum veitt móttakaí dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.