Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, langardaginn 13, scpt. 1947 166. blað Laufiardagur 13. sept. ■ I HmHHIWWW ft<1 i'MHili wT1 n"1!-! 'T<wlilir'Tflpmr^ Verðlag landbúnaðar- afurða Fyrir nokkrum dögum hækk- aði mjólkurverðið. Næstu daga gengur nýtt kjötverð í gildi, hærra en það, sem var síðast- liðið haust. Menn eru misjafnlega fljótir að átta sig á þessum hlutum. Flestir hafa að sjálfsögðu vitað að þróun málanna allt síðasta verðlagsár hefir verið slík að verðhækkun nú var óhjákvæmi- leg, eins og kauphækkun laun- þega fylgir hverri hækkun hinn- ar almennu visitölu. En þeir eru þó ýmsir, sem fyrst og fremst taka eftir því, að hækkun er hækkun, og finnst jafnvel ósam- ræmi í því, að vísitöluhækkun gengi í gildi á þeim tímum, sem menn tala um ofmikla verð- bólgu. Nú hefir verið birt í blöðum og útvarpi yfirlit um gang þess- ara mála í þetta sinn. Þar er frá því skýrt, að ágreiningur var milli fulltrúa framleiðenda og neytenda um það, á hvern hátt skyldi finna verðlagsvísitöluna. Var málið því svo sem lög stóðu til lagt í gerð, þar sem hvorir aðilar áttu einn fulltrúa, en hagstofustjóri var oddamaður. Þetta fyrirkomulag varð því í framkvæmdinni það, að báðir aðilar fluttu mál sitt fyrir trún- aðarmanni ríkisins, sem teljast verður hlutlaus, eftir því, sem hægt er að vera það. Hagstofu- stjóri á ekki neitt að sækja und- ir neinn þann félagsskap, sem sérstaklega telur sig hafa hags- muna að gæta í sambandi við verðlagningarmálin. Auðvitað má alltaf deila um verðlagsgrundvöllinn og sjálf- sagt að athuga hann með fullri gagnrýni. En fáum mun þykja óeðlilegt, þegar málið er hugsað, að einhver verðhækkun eigi sér stað frá fyrra hausti, þar sem hin almenna vísitala í landinu hefir hækkað um 20—30 stig á tímabilinu, auk þess sem ýmsir aðilar hafa fengið grunnkaup sitt hækkað. Þess er því að gæta um verð- hækkun landbúnaðarafurðanna í haust,-íið hún er vísitöluhækk- un, og grunvöllur þeirrar hækk- unar er lagður af gerðardómi, en ekki bændum einum. Fulltrúar neytenda urðu ekki sammála innbyrðis að þessu sinni. Þeir viðurkenndu grund- völlinn, sem lög ákveða, að at- vinnutekjur bænda ættu að verða sem jafnastar tekjum annarra vinnandi manna. En þeir töldu þau gögn, sem fyrir lágu ófullnægjandi. Þegar þar var komið skildi leiðir. Einn vildi láta „áætlunarverð" gilda um sinn, en gat ekkert sagt um hvað það áætlunarverð ætti að vera. Annar vildi láta óbreytt verð haldast, og er það raunar furðuleg tillaga að ósanngirni, en hins vegar áþreifanlegri en gasprið um áætlunarverðið. Það er satt, að reikningsleg gögn um rekstur landbúnaðar- ins eru ekki til svo fullkomin og víðtæk, sem skyldi. Bændur verða að gera sér grein fyrir því, að allar vonir þeirra um sann- gjarnt verð afurða sinna í fram- tíðinni, eru mjög bundnar við það, að þeir hafi næg glögg og ábyggileg reikningsleg sönnun- argögn fram að leggja. En ís- lenzka þjóðin má sízt við því, að stefnt sé til frekari landauðnar með ósanngjörnu afurðaverði. PÁLL ZÓPIIÓTVÍ ASSO\: Heyskapurinn og ásetningurinn Senn er heyskapnum lokið um land allt. Á „óþurrkasvæð- inu“ reyna væntanlega ein- hverjir að bæta upp lélegan sumarheyskap með því að heyja fram eftir haustinu. Verði góð tíð, geta þeir náð nokkurri hey- viðbót, ef þeir hafa til skipt- anna. En haustverkin kalla að og þeim verður að sinna, og er því hætt við að minna verði úr haustheyskap en margur vildi. Bóndinn fer því senn að sjá „heyjaforðann“ sem sumar- stritið gaf. Heyjaforðinn tak- markar að verulegu leyti hve margar skepnur bóndinn getur sett á vetur, og hvers arðs hann getur vænzt af þeim. Afkoma bóndans veltur því að mjög miklu leyti á gæðum og magni heyjaforðans. Það þarf því eng- um að þykja undarlegt þó öflun heyjanna sé sótt af kappi enda er svo gert. Og meðan allt heimilisfólkið var samhent um það markmið að vinna að heill heimilisins, þá gekk heyskapur- inn eftir atvikum vel. Nú ber meira og meira á því með hverju árinu sem líður, að aðkomu- fólkið, sem ekki skoðar sig sem heimafólk vinnur að heyskapn- um, eins og að „aktaskrift" og þá verða afköstin minni. Til þess finna margir bændur greinilega. í haust verður heyjaforði bændanna óvenjulega misjafn. En hver sem hann verður, þá þarf bóndinn að vega hann og meta og aðgæta vel hversu margt búfé hann getur sett á fóðurforðann, til þess þó að vera viss um að hafa nægjanlegt fóð- ur, hvernig sem veturinn verður. Málsháttur segir að „bli^dur sé hver í sjálfs sín sök,“ og annar: „að betur sjái augu en auga,“ og er nokkur sannleiki í báðum. Því á bóndinn ekki að dæma einn um heyjaforðann, heldur á hann að gera það ásamt forða- gæzlu-mönnum. Ásamt þeim ber honum að meta fóðurforða sinn og gera áætlun um, hvað margar skepnur hann geti fóðr- að á honum vetrarlarvgt. Forða- gæzlumönnunum ber að gera meira. Þeim ber að hjálpa þeim bændum við útvegun fóðurbæt- is, sem vantar fóður, og þeim ber að vera í ráðum með um það, með viðkomandi bónda og oddvita, hvort réttara sé, ef fóð- ur er ekki til handa öllum bú- stofninum, að fá viðbótarfóður, eða „skera af heyjunum,“ fækka bústofninum. Og aldrei mega forðagæzlumennirnir láta undir höfuð leggjast, að gera strax að haustinu ráðstafanir til þess, að fóðurásetningurinn sé öruggur, hvernig sem veturinn kann að verða. Mönnum þykir leitt að slátra „af heyjum“ að haustinu, og það er oft vorkunn, en hvað er það hjá því að neyðast til að slátra „af heyjum“ að vor- inu? Það er sárara en tárum taki að þurfa að fara að slátra um sumarmál, enda hafa marg- ir, er það hafa neyðst til að gera, borið þess menjar alla æfi. Og það er forðagæzlumann- anna að tryggja svo ásetning- inn, að slíkt komi aldrei fyrir. Á Norður- og Austurlandi er forðagæzlumönnunum lítill vandi á höndum. Þar er hey- skapur allstaðar góður, mikill að vöxtum, og heyin óhrakin, sem kallaö er. Bændur geta því allsstaðar haldið bústofninum óiskertum vegna fóðurforðans. Það verður þar þeirra einkamál, hvort þeir kaupa fóðurbæti, og hve mikinn. Handa sauðfé munu margir gera það og þá kaupa síldarmjöl. En þá ættu þeir ekki að gefa kindinni nema ca. 50 gr. á dag með beit, og ef þeir gefa kindinni fóðurbæti í innistöðu, þá gefa þeir maís að V3 hluta. Margur sem hefir breytt kúabúinu þannig, að hann hefir nú t. d. þrjár kýr, sem hver mjólkar um 3500 lítra á ári, í stað þess að hann áður hafði 5 sem gáfu líkt mjólkur- magn árlega, þarf að kaupa fóð- urbæti, þó heyin séu góð. Hin- um er heppilegast að gefa blöndu af síldarmjöli, mais og hveitiklíði. Sjálfsagt gerir hver bóndi á þessu svæði rétt í því að gefa hverri kú daglega 1 til 3 matskeiðar af góðu iýsi allan' veturinn. Með því tryggir hann að kýrin beiði reglulega, en hætt er við, að á því geti ella orðið misbrestur. Þeir bændurnir, sem ekki eiga hámjólka kýr, og þeir, sem ekki geta selt frá sér mjólk, kaupa ekki fóðurbæti handa kúm sínum, ef þeir geta án hans haft næga mjólk í heimili sitt. Því smjörið, sem þeir kunna að geta selt, borgar ekki verð fóð- urbætisins. Á Suðvestur- og Vesturlandi. eiga margir bændur nær því meðal heymagn að vöxtum. En heyin eru verri en meðalhey og þó mjög misjöfn. Þar er forða- gæzlumönnunum vandi á hönd- um, því að þar þurfa þeir að meta hvað vanti til þess að heyin séu fullgilt fóður, og hvað þurfi að gefa með þeim svo skepnur lifi af þeim og sýni nokkurt gagn. Þetta er ekki létt verk né skemmtilegt, en það verður að gerast, undan því verður ekki komizt. Það eru lík- ur til þess að af fóðurbæti muni , verða til eitthvað af síldarmjöli, fiskimjöli, maísmjöli, hveitiklíði, og rúgmjöli. Trúlega er rétt að blanda saman 30—40% af síld- armjöli, 15—20% hveitiklíði, 40—50% af maísmjöli og rúg- mjöli og 2% af fóðursalti. Svo að segja hver bóndi á Vestfjörð- um á vothey, og margir mikið. Þeir munu margir geta gefið af því hálfa gjöf og meira, og þurfa þá ekki að gefa eins mikinn fóð- urbæti og hinir, sem það eiga ekki. Mér þykir trúlegt, að með venjulegri heygjöf að þurrheyi þurfi að gefa ca. 2 kg. af fóður- bæti á dag eða 1 kg. í mál, til þess að kýrin sé eins vel haldin, og hún hefði fengið sama hey- magn af meðal töðu. Forðagæzlumennirnir þurfa hér að ætla kúnni 13—15 kg. af heyi á dag og 2 kg. af fóðurbæti, þar sem ekki er gefið vothey. Og þeir þurfa að ganga úr SJÖTÍU OG FIMM ÁRA: Davíð Jónsson lireppstjóri, Kroppi Bændaöldungurinn Davíð Jónsson á Kroppi í Eyjafirði varð 75 ára í gær. Hann dvelur nú á Grund hjá Ragnari syni sínum og Margréti Sigurðar- dóttur konu hans. Davíð á Kroppi er höfðingi í sjón og raun, enda verið einn af forvíg- ismönnum Eyfirðinga í merki- legu umbóta og samvinnustarfi undanfarna hálfa öld. Mörgum trúnaðarstörfum hefir hann gegnt fyrir sveit sína og hérað. Verið hreppstjóri Hrafnagils- hrepps í 43 ár. Sýslunefndar- maður í 20 ár. Formaður skóla- nefndar Laugalandsskólans frá því hann var , stofnaður. For- maður í fasteignamatsnefnd Eyjafjarðar síðan 1929 og þann- ig mætti lengi telja. Jörð sína hefir hann stórbætt með mikl- um byggingum og ræktun. Mest er þó vert um manninn sjálfan, þennan glaðlynda og gamansama mann, sem alltaf er hrókur alls fagnaðar. Gest- risinn, skáldmæltur, söngelskur og reiðubúinn að leysa vanda sem flestra af lipurð og nær- gætni. Þess vegna er Davíð á Kroppi ^jnn af þeim, sem sett hafa svip á Eyjafjörðinn það sem af er þessari öld. Og enn er hann léttur í spori með spaugs- yrði á vörum þótt heilsu sé nokkuð tekið að hnigna. Við þessi tímamót munu margir minnast hans með einlægu þakklæti og árnaðaróskum. iskSugga um, að fóðurbætirinn sé til á heimilunum eða vissa sé fyrir því, að hann fáist síðar í verzlunum. Sauðfénu er sjálf- sagt að gefa síldarmjöl með beit- inni, 50—60 gr. á dag, og sauðfénu á helzt ekki að fækka á þessu svæði, nema þá ef til vill í Borgarfirðinum, þeir hafa trygga mjólkursölu, og hjá þeim verður bráðlega gerður niður- skurður á sauðfénu, svo minnst gerði til þó því fækkaði þar. Á Vestfjörðunum eru víðast menn sem vanir eru fóðurásetningi, enda hefir fóðurásetningur þar verið beztur til fleiri ára. Þeim mun því varla verða skotaskuld úr því að halda í horfinu, ef þeir geta fengið fóðurbæti, og það vonar maður að takist, þó vissa sé engin fyrir því enn. Vel má vera að Borgfirðingar sæju sér hag í því að kaupa hey úr Húnaþingi, það fæst þar, og með skipulögðum flutningi er ekki frágangssök að flytja það á bílum milli héraða. A Suðurlandi eru heyin minnst og líka verst. Menn eiga þar lítið og margir ekkert vot- hey. Er það illa farið og lítt skiljanlegt né afsakanlegt. Þar hefir forðagæzlan líka verið lítt rækt undanfarin ár og munu óvíða vera til forðagæzlumenn kosnir af hreppsnefndum. Engan vafa tel ég á því, að þar verði að fækka skepnum. Fóðurforðinn er ekki einu sinni nægur til að halda skepnunum lifandi vetrarlangt og enn síður til þess að fóðra þær svo að þær sýni gagn. Þar þarf kýrin vænt- anlega 3 til 5 kg. af fóðurbæti með venjulegri heygjöf, og í þeim fóðurbæti þarf að vera 3—4% af fóðursalti. Auk þessa mun hver kýr þurfa 3—5 mat- skeiðar af góðu lýsi, eigi hún að halda heilsu vetrarlangt. En þó bændur fái fóðurbæti og gefi hann líkt og hér segir, þarf eng- inn að vænta að fá fullt gagn af kúm sínum. Nokkuð margir (Framhald. á 4. siðu) Guðbrandur Magnússon: Kapítulaskipti í skógræktarmálurLum FIMMTA GREI\ Með þessari grein verður lok- ið að segja frá aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands og er þá fátt ósagt annað en það, sem fyrir augun bar. Er þá fyrst að geta um plöntu- uppeldi á Vöglum. Það er nú mjög að færast í aukana, eins og yfirleitt á þeim stöðum öðr- um, þar sem skógrækt ríkisins hefir þau störf með höndum. Vakti það athygli hvað um- gengni öll um gróðurreitina bar vott um alúð við þetta mikils- verða uppeldisstarf, en þarna er það framkvæmt undir um- sjón Einars Sæmundsen skóg- arvarðar, yngra. Á Vöglum eru nú í uppvexti nokkur hundruð þúsund plöntur, á mismunandi aldri, mest af björk, en einnig nokkuð af barrviðarplöntum, og reyniviði. Fyrir atbeina skógræktar- stjóra hefir ríkið nú eignast jarðirnar Þórðarstaði og Belgsá, ásamt hálfum Lundsskógi í Fnjóskadal og þar með einn hinna víðlendustu og jafnframt vöxtulegustu skóga hér á landi, samtals að flatarmáli ámóta og Hallormsstaðaskóg. Er nú verið að alfriða skóglendið og þó miklu víðáttumeira l?.ndssvæði, og allt upp á fjallshlíðina. Má vænta mikillar útbreiðslu skóg- gróðurs innan þessarar frið- helgi. Var ekið suður vestan- verðan Fnjóskadal til þess að sýna mönnum þessa búbót en jarðirnar liggja í austurhlíð dalsins, að kalla í óslitnu áframhaldi suður af Vaglaskógi í bakaleið var staðnæmst í nýlegri, lítilli skógargirðingu í landi jarðarinnar Hróarsstaða, en þeir eru gegnt Vöglum. Þess- ari girðingu mun Skógræktar- félag Fnjóskdæla hafa komið í framkvæmd. Fyrir fræfok vestur yfir Fnjóská þýtur nú björkin upp innan þessarar girðingar. Næst var ekið norður að Víði- völlum, fallegri, vel setinni jörð, nokkru norðar í dalnum, og þar skoðaður einn hinni nýju bæj- arskóga, þeirra Þingeyinga. Bóndinn þar, var einn fundar- manna, Jón Kristjánsson kenn- ari. Fannst aðkomumönnum ekki hvað minnst um þennan minsta, en jafnfPnmt mikla fyrirmyndarskóg! Og vert er að leiða huga að því, að það er fólk|ið 1 jsama héraðinu, sem snýr bökum saman til þess að hefjast handa um framkvæmd bæjarskóga, sem kom sér saman um, hvernig standa skyldi að því að starfrækja fyrsta kaup- félagið hér á landi! Á heimleið var snöggvast staðnæmst við tíu ára gamla girðingu Skógræktarfélags Ey- firðinga um 3 km. langt, all- breitt landssvæði, á strandlengj- unni austan við Pollinn. Þarna hefir félagið gróðursett 60—70 þúsund plöntur í mismunandi frjósamt land. Vakti það at- hygli, að Ármann Dalmannsson, sá sem sýndi aðkomumönnum landsvæðið, yissi upp á hár, hve margar barrplantnanna höfðu þegar náð 2 m. hæð. Það er slík nærfærni, slíkur áhugi, sem framtíð skógræktarmál- anna á svo mikið undir! Á Garðsárgil, á Leyningshóla, og „hulduskóginn" á Þelamörk hefir áður verið minnst. En öll eru þessi svæði á vegum Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga. Hafnfirðingar rekja áheyrn og undirtektir til Hellisgerðis, til Ingvars! Með sama hætti munu Eyfirð- ingar rekja til Þorláks Hall- grímssonar á Skriðu í Hörgár- dal, sem gróðursetti reynivið- inn í sinn garð 1820—30. Til Sigurðar Sigurðssonar og Gróðr- arstöðvarinnar á Akureyri! Og eru þó framkvæmdaættir þar allar vandraktar, og mætti þá sízt gleyma Schiöths-fólkinu. Að lokum skal þá segja nokk- uð frá Hagavík, umfram það, er dr. Helgi Tómasson skýrði frá á skógræktarfundinum, og endursagt hefir verið að nokkru í þessari grein. Hagavík er ein hinna undur- fögru jarða við vestanvert Þing- vallavatn. Graslendi, birki- kjarr og uppblástur setur eink- um svip á jörð þessa, til við- bótar hinu fjölbreytilega lands- lagi og fagra útsýni. í landi Hagavíkur er svonefndur Lómatjarnarháls. Þessi háls var gróinn nokkru birkikjarri þegar hann var girtur fyrir 10 árum. Við friðunina hefir birkið tekið að vaxa, og vex nú beinstofna, þótt að sjálfsögðu leyni sér ekki „bithnykkurinn," eigi Hagavík- urbjörkin eftir að rísa í eðlilega hæð, sem skógarverðirnir á Vöglum vöktu athygli á I skóg- inum þar, en það var kröpp bugða eða hnykkur, neðst á trjá- stofninum. Á þessum hálsi, innan um. birkikjarrið, lifa nú góðu lífl meir en 50 þúsund barrviðar- plöntur, mismunandi gamlar, rauðgreni, skógarfura, blágreni aðallega, en einnig nokkur hundruð sitkagreni. Það sem einkenndi þennan aðkomugróð- ur, sem enn að vísu fæstur hefir náð að vaxa í fullla metershæð, var það, hvað hann virtist vel- sældarlegur. En æðimikla vinnu mun verða að leggja í það næstu árin, að verja hann fyrir heimaríkri björkinni, svo hún vinni ekki aðkomugróðrinum grand. Næst vaktl athygli hin vand- aða, sexfalda, gaddavírsgirðing, sem búið er að setja upp um mik inn hluta af hinu mjög mishæð- ótta landi jarðarinnar. Allir stólpar úr járni og meirihluti þeirra galvanhúðaður. En efstu strengirnir tveir úr gildari gaddavír en algengt er í girð- ingum hér á landi. En ef til vill eiga hinar ungu trjáplöntur undir engu meir, en einmitt. girðingunni! Á hrauntanga vestan Haga-- víkur er búið að gróðursetja, nokkuð af trjáplöntum. En umhverfis selið, sem dr.\ Helgi hefir reist sér þarna, er' (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.