Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN88ON ÖTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN airnar 2863 og 4373 PRHNTSMH3JAN EDDA hS I -ITSTJORASKRíFSTOPDB: EDDUHÚSI. Llndargðtu 0 A Söaar 2363 Og 4873 APaREPÐSLA, INNHEIMTA OQ AUCHCaÝSINOASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A 8íml 31. árg. Rcykjavxk, laugardaginn 13. sent. 1947 166. blað Rætt um toliabandalag á París- arráðstefnunni í viðræðum samstarfsnefndar Parísarráðstefnunnar hefir ver- ið samþykkt að reyna skuli hverja þá leið, sem miðað geti að stöðugu og heilbrigðu fjár- hagskerfi í Evrópu með það fyrii augum, að auka heildarvið- skipti heimsin. Til að ná þessu markmiði, hefir verið rætt urr möguleika á stofnun tolibanda- lags, eins eða fleiri, í»samræmi við grundvallarákvæði frum- varps að fyrirhugaðri alþjóða- viðskiptastofnun. Er það Ijóst að ákvarðanir um stofnun slíkí bandalags sé eigi hægt að' gera án undangenginna rannsókno Ríkisstjórnir Austurrikis Belgíu. Bretlands, Danmerkur Frakklands, Grikklands, _ Hol- lands, írlands, íslands, ítalíu. Luxembourg, Portúgals og Tyrklands hafa því komið sér saman um að setja rannsókn- arnefnd í því skyni að athuga þau vandamál, sem af slíkum breyt'ngum kynni að leiða, og þær ráðstaíanir, sem gera þyrfti í því pkyni að koma á tolla- bandalagi milli a'lra þessara ríkja eða einhverra þeirra og þeirra ríkja annarra, sem boð- ið verður að taka þátt í störfum nefndarmnar. — Ríkisstjórnir Beig'u, Hollands og Luxembourp hafa tekið að sér að undirbúa málið og munu þær senda öðr- um ríkjum boð um þátttcku. — Verður boöa'ð til fyrsta fundar þegar er öörurn ríkjum hefir verið gefínn kostur á að taka þátt í starfi þessu. Mun rannsóknarnefndin leita sambands við bráðabirgðatolia- nefndina, >cem skipuð verður í samræmi við alþjóðasamning um tolla og viðskipti, svo og við alþjóða-viiðskiptastofhun- ina, þegar hún tekur til starfa (Fréttatilkynning ívá utan- utanríkismálaráðuneytinu). Nýr lektor í ensku við Háskola íslands Jóhann Hannesson magister hefir verið ráðinn lektor í ensku við háskóla íslands. Hann er aýkominn til landsins frá Berk- '.ey í Kalíforníu, þar sem hann lefir stundað nám síðan 1941. Hefir hann aðallega lagt stund á ensku, en einnig numið eldri mál eins og sanskrít og latínu. Lauk hann A.B.-prófi 1943 og magistersprófi 1945. — Hann vinnur nú að doktorsritgerð sinni. Jóhann hefir hlotið hið mesta lpf kennara sinna og meðal annars verið kjörinn í félagið Phi Betta Kappa, sem aðeins afbrags námsmenn eru kjörnir í. Með Jóhanni kom hingað kona hans Winston, sem er ætt- uð frá Kalíforníu og dóttir þeirra. Þorsteinn er sonur Hann esar bóksala Jónassonar á Siglu- firði. ERLENDAR FRETTiR Ráðgert var, að Parísarráð- stefnunni um Marshallstillög- urnar lyki á mánudaginn. Nú er búist við því, að ráðstefnunni seinki og samdar verði nýjar tillögur, þar sem Ameríkumenn hafa lýst sig óánægða með þær tillögur, sem nú liggja fyrir. M. a. hefir Clayton ráðherra, sem verið hefir á ferð um Evrópu til að kynnast fjárhagsmálunum þar, lýst óánægju yfir tillögun- um. Marshall utanríkisráðherra hefir lýst yfir því á blaðamanna- fundi, að hann sé fylgjandi því, að Evrópuríkjunum verði veitt bráðabirgðahjálp fyrir áramót- in. Bretar og Bandaríkjamenn hafa orðið ásáttir um að annast sameiginlega yfirstjórn kola- námanna í Ruhr, en fela Þjóð- verjum framkvæmdastjórnina. Jafnframt varð samkomulag um að frseta þjóðnýtingu námanna. Uppreisnarmenn í Grikklandi hafa hafnað tilboði nýju ríkis- stjórnarinnar um sakaruppgjöf. Smábændaflokkurinn ung- hefir samþykkt að víkja for- sætisráðherranum úr miðstjórn flokksins, þar sjjm hann sé vald- ur að kosningaósigri flokksins. Samkomulag hefir nú náðst í kolanámadeilunni í Yorks- hirehéraði og er vinna hafin þar aftur. f aukakosningu, sem fram fór í Bretlandi í fyrradag, hélt verkamannaflokkurinn þingsæt- inu. Hafði úrslitanna verið beð- ið með eftirvæntingu, þar sem þau voru talin mælikvarði á afstöðu almennings til ^tjórn- árinnar. Gjaldeyrisyfirfærslur til námsfólks tak- takmarkaðar Vöskiptanefnd hefir nú aug- lýst, að allar greiðslur til í£- 'enzkra námsmanna erlendi? verði minnkaðar frá því sem vezjið hefjir. Ennfremur hefíir nefndin tilkynnt, að umsóknir um gjaldeyri handa þeim serr nám ætla að stunda erlendis á næsta ári verði að vera komnar til skrifstofu nefndarinnar í seinasta lagi fyrir lok þessa mánaða. Umsóknunum verður að fylgja sannanir fyrir því, að viðkomandi aðili ætli að stunda nám, og ennfremur tilgreina á- stæður. Þá hefir það einnig ver- ið tekið fram að enginn gjald- eyrir verði veittur handa þeim, sem ætla sér að hefja nám nú nema alveg sérstaklega standi á. Alls engum beiðnum um námskostnað verður sinnt frá októberbyrjun til áramóta. r Þjéðviljinn lýsir fyrrverandi ríkisstjórn Þjóðviljinn er nú tekinn a'ð birta heldur ljótar greinar um þá ríkisstjórn, sem hann hefir mest Iofað, sjálfa „Nýsköpun- arstjórn" Ólafs pg Áka. í grein, sem á aS vera um skýrslu Fjár- hagsráðs segir blaðið t. d. svo í fyrradag: „Það er birt sem guöleg op- inberun, sem ætlast er til að þjóðin falli í stafi yfir, að gjald- eyririnn utan nýbyggingarreikn- ings sé uppurinn. Það gátu eng- ir nema fjármálaglópar haldið að hann myndi endast eilíflega, eins og heildsölunum var leyft að ganga í honum. Og það Ijóta er, að einmitt þeir menn, sem réðu því að heildsölunum var .leyft að þurrausa gjald- eyrissjóðinn, þykjast nú undr- andi yfir því, að hann sé bú- inn. En hið sanna er, að þeir létu heildsalana þurrausa hann til þess að koma þjóðinni í efna- hagsleg vandræði". Oðru vísi er nú til orða tek- ið, en þegar þeir Einar OI- gcirsson og Ólafur Thors hrós- uðu hver öðrum mest fyrir snilligáfur og farsæla forystu, þó að skammt sé Iiðið á annað ár síðan. líkissjóður verður að greiða 13,2 milj. kr. í verðuppbót á saltfiskinn á þessu ári TORFÆRUHLAUP Nálega belmingur af framleiðslu hraðfrysta fiskjarins er óselt enn. Það er nú Ijost orðið, að ríkissjóður verður að gTeiða um 13,2 miljónir króna til verðuppbótar á saltfískinn á þessu ári. Enn er ekki fullscð, hversu miklar verðuppbætur ríkissjóður þarf að greiða á hraðfrysta fiskinn, en horfur eru á því, að þær verði mjög «erulegar. Vegna þess, að síldveiðin brást, er um helmingur af hraðfrysta fiskinum enn óseldur og- allt í óvissu um sölu hans. Mynd þessi er frá Englandi. Hún er af frú Fleming og gæðingi hennar, sem er afburða snjall torfæru hestur. Bæði frúin og klárinn virðast taka lífinu með ró, þó að í keppni sé. Miklir skaðar urðu í of- viðrinu á dögunum ^úsundir Iiestburða af beyi fuku, og miklar skemmdir urðu á iiúsum og mannvirkjum. í ofveðrinu sem gekk yfir landið í fyrradag og nóttina áður urðu miklir skaðar á heyjum bænda, víða um land, en cinkum þó undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíðinni og Landeyjum. Tíðinda- maður Tímans átti gær tal við Einar Sigurðsson bónda að Varma- ilíð undir Eyjafjöllum, en hann er meðal þeirra bænda, sem fyrir mestu tjóni hafa orðið austur þar. Saltfiskurinn. Kú er búið að selja um 24 þús. smál. af saltfiskinum og er sáraiítið eftir óselt. Meðal- verðið er um kr. 1.70 kg. en verðið, er ríkissjóður tók að sér að ábyrgjast samkvæmt fiski- ábyrgðarlögunum s. 1. vetur er kr. 2.25 á hvert kg. Mismunur- inn á söluverðinu og verði því er ríkið ábyrgist framleiðend- um. er því um 50 aurar á hvert kg., en það nemur 13,2 miljónum fyrir það magn, sem nú er búið að selja af saltfiskinum. Hraðfrysti fiskurinn. Áætlað er, að um 24 þúsund smálestir hafi verið framleidd- ar af hraðfrystum fiski í land- inu á þessu ári. Samkvæmt samningum þeim, er gerðir voru af ríkisst]órninni við Breta og Rússa, stóð t!l, að þessar þjóð- ir keyptu samanlagt allt að 24 þús. smál. af hraðfrystum fiski af íslendingum í ár. Þessi sala var þó háð því skilyrði af hálfu þessara þjóða, að þær fengju keypt hér eina og hálfa smálest ísl. námsfólki boðið í sænska og f innska skóla Eins og í fyrra veitti sænska ríkið, fyrir milligöngu Norræna félagsins sænska, styrk til þess að kosta 100 nemendur frá hinum Norðurlöndunum við lýðháskóla í Svíþjóð. Sjö ís- lenzkum nemendum hefir verið boðið að njóta þessara kosta kjara. Umsóknarfrestur var til 1. sept. og hefir Norræna félag- ið hér nú valið úr hópi um- sækjendanna, sem voru 12, 7 nemendur sem fá að njóta þess- arar ókeypis skólavistar, ef þeim verður veittur sá gjaldeyrir, er þeir þurfa til þess að geta kom- ist til skólans, sem þeir eiga að dvelja í, en það mun vera ca. 150.00 kr. sænskar á hvern nemenda. Þessir nemendur hp.fa fengið 'skólavistina: Bryndís Þorvaldsdóttir 19 ára (Framhald á é. síðu) 0 Það er að segja, skemmst frá því að flestir bændur sunnan lands áttu óvenjulega mikið hey úti nú fyrir þetta ofviðri, vegna hinna einsföku óþurrka, sem verið hafa i sumar. Ofviðrið kom á versta tíma, margir höfðu þurrkað hey dag- inn áður, og var það allt í gölt- um á túnum, auk eldra heys, sem ekki hafði enn viðrað til að þurrka. Vegna óþurrkanna I sumar hafa margir bændur sunnan lands haft þánn hátt á að sæta heyið fljótlega hálf- þurrt og láta það standa í gölt- um um hríð og verkast. Hafa menn þannig getað náð tals- verðu heyi inn, sem þó ekki hef- ir verið vel þurrt. Eftir seinustu helgi áttu flest- ir bændur undir Eyjafjöllum óvenju mikið hey úti. Á miðviku daginn var þurrkur, og náðu þá margir bændur heyi upp síðari hluta dagsins all vel þurru. Veðurfregnirnar um dag- inn voru allgóðar. Að vísu var gert ráð fyrir nokkrum stormi undir Eyjafjöllum, en slíkt er ekki óvenjulegt. Um kvöldið fór svo skyndi- (Framhald á 4. síöu) Thor Jensen látinn Thor Jensen útgerðarmaður og bóndi á Korpúlfstöðum lézt i gær 83 ára að aldri. Thor Jen- sen var af dönsku foreldri en fluttist til íslands 1878. Hann var með athafnasömustu mönn- um hér á landi fyrstu tugi þess- arar aldarj og rak m. a. verzlun, stórútgerð og stórbúskap. Af engisverzluninni á Akureyri lokað Áfengisútsölunni á Akureyr; var lokað fyrirva<ralaust á þriðjudag. . Lét bæjarstjóri loka útsölunni vegna óvenju mikilla áfengis- kaupa dagana á undan og drykkjulá.ta ölóðra manna. í bænum er margt aðkomumanna af síldarskipum. Áfengisútsal- an seldi fyrir 36 þúsund krónui á mánudag og fyrir 12 þúsunc' kr. fram á hádegi á þriðjudag I af síldarlýsi fyrir hverja smá- | lest, er þær keyptu af hrað- j frystum fiski. Valt því algerlega ' á því, hversu vel síldarvertíðin gengi, hve mikið þesrar tvær þjóðir keyptu af hraðfrysta fiskinum. Eins og nú er vitað, hefir sildarvertíðin brugðizt að mjög verulegu leyti, og er lýsisframleiðslan langt fyrir neðan það, sem vonir stóðu til. Lýsisframleiðslan í heild mun ekki hafa orðið meiri en svo, ! að hvorki Bretar eða Rússar I munu kaupa hér meira en helm ing þess magns af hraðfrystum íiski, er talað var um sem há- mark í samningum, eða saman- lagt um 11 þúsund smálestir. — Auk þess hafa Frakkar, Banda- ríkjamenn og Tékfear keypt magn, er nemur 1590 smálesum. Þannig er enn óseldur um helmingur af framleiðslu hrað- frysta fiskjarins á þessu ári. Samkvæmt fiskábyrgðarlög- unum frá siðasta ári hefir rík- issjóður ábyrgzt framleiðendum hraöfryjfta fiskjarjlns kr. 2.93 fyrir hvert kg. En venjulegt heimsmarkaðsverð mun vera ein um þriðja til helmingi lægra, og gæti þá svo farið, að ríkið þyrfti að greiða 10—15 milj. kr. í uppbætur á þann fisk. Tundurdufl gerð óvirk í júlímánuði s. 1. gerði Helgi Eiríksson, Fossi á Síðu óvirk 2 tundurdufl -á Hörgslandsfjöru í Vestur-Skaftafeilssýslu. Harald ur Guðjónsson frá Reykjavík gerði óvirkt tundurdufl í Grinda vík hinn 28. f. m. Allt voru þetta 'orezk dufl, eitt hornadufl og 3 egulmögnuð. Þetta er samkv. upplýsingum frá Skipaútgerð ríkisins. Kappróður Kappróðrarkeppni mun fara fram í Nauthólsvíkinni laugar- daginn 20 þ. m. Það er Ármann, sem efnir til þessa kappróðurs, og mun verða keppt á tveim bátum, fimm manna lið á hvorum bát. K.R. mun ef til vill líka efna til kappróðurs þennan dag. Ármann hefir ekki efnt til kappróðra síðan Bretar her- námu bátaskýli þeirra fyrir sex árum. — í sumar fengu þeir skýlið aftur, og hefst nú þessi starfsemi félagsins á ný. Ráðskonan á Grund komin ót í bókarf ormi Hin einkar vinsæla fram- haldssaga, Ráðskonan á Grund, sem Tíminn flutti siðari hluta vetrar og í vor, er nú komin út í bókarformi. Kemur hún út á vegum Draupnisútgáfunnar, ?ins og fyrri framhaldsögur Jlaðsins, en prentsmiðjan Edda orentaði. Jón Helgason blaða- maður íslenzkaði söguná. Ráðskonan á Grund birtist upphaflega sem framhaldsaga í sænskum blöðum. Kom hún samtímis i tuttugu dreifbýlis- blöðum og öðlaðist þegar í stað alveg óvenjulegar vinsældir. — Síðar kom hún út í bókarformi og var þá enn geysimikið keypt og lesin. Að lokum var sagan svo kvikmynduð og hefir einnig átt miklum vinsældum að fagna I því formi. Efni sögunnar er 1 stuttu máll það, að ung húsmæðrakennslu- (Framhald. d i. sVSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.