Tíminn - 18.09.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1947, Blaðsíða 4
Skrifstofum vorum o“ sölubúðum verður lokað frá kl. 2 í dag. KRON DAGSKR'Á er bezta íslenzka tímaritib lutl þjóðfélagsmál REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarfíokksins er í EeLduhúsirui við Lindargötu. Sími 6066 18. SEPT. 1947 169. blað IftijHtfafft'éttif’ Undanfarið hefir nokkuð borið á því, að Kússar hafi kastað sprengjum og jafnvel grunsamlegum gashylkjum í Eystrasalt, nálægt Borgunar- hólmi. Danir hafa mótmælt þessum aðförum og lofuðu Rússar í fyrst- unni að láta „kasta sprengjunum annars staðar.“ Ekki hefir þó nein breyting orðið á þessu svo vitað sé, þrátt fyrir hið gefna loforð. — Hér á myndinni sjáum við sprengju, sem rekið hefir á land. Myndin er tekin á flotastöðinni í Rönne, og er svo að sjá, sem sprengja þessi sé ekkert smá- smíði. Erlcndar þjóðir eru nú sem óðast að senda sendifulltrúa sína til Indlands, síðan Indverjar fengu sjálfstjórn í sumar. Hér sjáum við hinn nýja sendi- herra Bandaríkjanna, Hcnry F. Grady, (á miðri myndinni), ásamt konu sinni og aðalkonsúl Bandaríkjanna. Sænskri flugvél hlekkist á í lendingu. Flugvélin stendur í björtu báli. Þarna er verið að flytja frægan veðhlaupahest í flugvél til Derbyveð- reiðanna. UTBREIÐIÐ TIMANN AUGLÝSING frá \i ðsk 11»tíiiiofn(I Viðskiptanefndin hefir ákveðið að heimila skömmtunarskrifstofu ríkisins að leyfa toll- afgreiðslu á vörum þeim, sem um getur í auglýs- ingu nefndarinnar 17. ágúst 1947. Sala eða afhend- ing slíkra vara frá innflytjanda, er þó ekki heimil nema fyrir liggi sérstök skrifleg yfirlýsing skömmt- unarskrifstofunnar um að varan falli ekki undir hin fyrirhuguðu skömmtunarákvæði. Innflytjendur, sem óska eftir að fá þessar vörur tollafgreiddar, skulu senda um það beiðni til skömmtunarskrifstofu ríkisins í tvíriti, á þar til gerðum eyðublöðum, sem skömmtunarskrifstofan leggur til. Reykjavík, 17. sept. 1947. ViÖskiptanof udiii. :::::::::::::::::::::::::::::: Auglýsing frá Viðsklptanefnd um vörur, sem fluttar hafa verið inn án gildandi leyfa Búast má við því, að talsverðan hluta af þeim vörum, sem fluttar hafa verið inn frá útlöndum án gildandi innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, verði að endursenda. Þó mun Viðskiptanefndin hins vegar taka til sérstakrar meðferðar þær vörur, sem nauðsynleg- astar eru, einkum með tilliti til atvinnurekstrar landsmanna. Þess vegna leggur nefndin hér með fyrir alla þá, sem eiga vörur í landinu innfluttar frá útlöndum án gildandi innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, að láta skrifstofu Viðskiptanefndar í té vörureikninga (faktúrur) eða önnur fullgild sönnunargögn um verðmæti og tegund umræddra vörubirgða, þannig að eigi verði um villzt, hvers konar varning hér sé um að ræða. Það skal brýnt fyrir viðkomandi aðilum, að gefa umræddar upplýsingar fyrir tilskildan tíma, því að ella neyðist nefndin til að beita dagsektum fyrir slíka vanrækzlu, samkvæmt heimild í lögum. Reykjavík, 17. sept. 1947. Viðskiptanefndin. UPPBOD Opinbert uppboð verður hald- ið að Sólvöllum við Kleppsveg hér í bænum (á móts við flug- skýlið í Vatnagörðum) laugar- daginn 20. þ. m. og hefst kl. 2. e. h. Seld verða alls konar húsgögn og búsáhöld svo sem borðstofu- húsgögn, armstólar, borð og stólar, hentugt fyrir matsölu, fataskápur, útvarpsskápur, stór spegill, járnrúm með dýnum, 2 útvarr^tæki, leirtau, hnífa- pör, rafmagnseldavél, málverk o. m. fl. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Á víðavangi (Framhald af 2. síöu) kjör almennings. Getur þá blað- ið ekki hugsað sér, að hægt sé að gera neitt til að minnka dýrtið í landinu, nema það eitt að koma á kauphækkun? Hvers vegna notar nú ekki Þjóðviljinn aðstöðu sína til að knýja fram þjóðfélagslegar um- bætur? Sósíalistar eru sterkir í hag- fræðinni og .fljótir að sjá hvað hvert eitt kostar fólkið, að því er þeir segja sjálfir. Því gera þeir nú ekki tillögur um að laga húsnæðismálin, verzlunarmálin o. s. frv. og minnka dýrtíðina þannig? Það hefir þó stundum mátt skilja á þeim, síðan stjórnar- samstarf þeirra rofnaði vel að merkja, að drjúgur skerfur af tékjum hins vinnandi manns (jatnla Síó ftijja Síi Engixi sýning | Engin sýning í r \ l kvöld kvöld 1 : 1 | 1 f ÖÍ4' VS$*$S$5$$555S53CSSSsS$SS55SSSS4> ■'?. ' ,í55454«5355«S5$S5S54S54554S5SS55«í*s Tnpoli-Síó Engin sýning I kvöld Engin sýning í kvöld Kaupum tómar flöskur Greiðum 50 aura fyrir stykkið af 3 pela flöskum, sem komið er með til vor. 40 aura fyrir stykkið þegar við sækjum. Hringið í síma 1977 og sendimenn vorir sækja flöskurnar til yðar samdægurs og greiða yður andvirði þeirra við móttöku. Tekið á móti alla daga nema laugardaga. CHEMIA H.F. rynni þannig til auðstéttar- innar. Öryggislaus þjóð. Atvinnurekendur hafa sagt upp samningum við Dagsbrún. Það kemur raunar engum á óvart eins og málin standa. Full trúar verkalýðsins vildu ekki semja til heils árs á síðasta veri, sögðu upp samningum í vor, efndu til verkfalls og knúðu fram kauphækkun, en tryggðu þó ekk friðinn, nema fram á haust- ið. Verkfallstíminn var valinn með það fyrir augum, að und- an yrði að láta, ef síldarvertíð ætti ekki að spillast. En óvand- ari er eftirleikurinn og nú hafa atvinnurekendur sagt upp. Auðvitað kenna hér hvörir öðrum um og mætti um það margt ræða, en það leysir ekki vandann. En tvö verkföll á ári er meira en þjóðin þolir. Hún endist ekki lengi tii að eiga af- komumál sín öll 1 því öryggis- leysi, sem þessu lagi er sam- fara. Hér þarf því að keppa að ör- yggi og friði á þann hátt að kaupgjaldsmálum verði skipað að beztu manna yfirsýn í rétt- látu hlutfalli við þjóðartekjurn- ar í heild. Hjónaefni. Trúlofun sína opinberuðu síðastllð- inn laugardag ungfrú Sigurjóna Guð- mundsdóttir, Arnarbæli, Sandgerði og ’Ólafur Helgasón sjómtiður, Keflavik,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.