Tíminn - 23.09.1947, Blaðsíða 2
2
TÍMIM, þriðjtidagiim 23. scpt. 1947
172. Wað
Þriðjudufiur 23. sept.
Spádómar og sagn-
fræði
Mbl. hefir verið að býsnast
yfir framsýni og ráðdeild Ólafs
Thors á fjármálasviðinu. Þó að
dómur þjóðarinnar taki nú að
gerast ákveðinn í þeim efnum,
gefur þó þessi starfsemi blaðs-
ins ástæðu til að fleiri leggi orð
í belg.
Mbl. vitnar í ummæli Ólafs
Thors við eldhúsumræður 1944,
eins og þau séu hin mestu spá-
dómsorð. Það, sem Ólafur sagði
þá var m. a. þetta:
„Það er engin sanngirni að
ráðast á þá lægst launuðu og
heimta, að þeir lækki kaup og
kjör sín, meðan aðalframleiðsla
þjóðarinnar ber sig sæmilega,
og áður en hin nýja tækni hefir
tekið til starfa og reynslan fellt
um það sinn dóm, hvort með
henni verði ekki auðið að halda
uppi óbreyttu kaupi, enda þótt
verðlag framleiðslunnar falli.“
Á þessu byggðist sá málflutn-
ingur, að allar dýrtíðarráðstaf-
anir væru ótímabærar „meðan
enginn veit, hvort kaupið þarf
að lækka.“
Það er þessi kenning, að eng-
inn gæti vitað, hvort kaupið
þyrfti nokkurn tíma nokkuð að
lækka, sem hefir ruglað þjóð-
ina og hindrað það, að reistar
væru hömlur við holskeflu dýr-
tíðarinnar.
Þeir, sem svona spáðu og svona
töluðu, bera þunga ábyrgð, því
að þeir eiga sök á fjármálaöng-
þveitinu.
En Ólafur Thors sagði fleira
í þessum eldhúsumræðum i
desember 1944. Hann sagði t. d.
þetta: „— og þá fyrst, eftir að
verkalýðurinn hefir séð, að í
orði og á borði hefir allt verið
gert, sem hugsanlegt er, til þess
að halda uppi lífskjörum hans,
mun verkalýðurinn vera reiðu-
búinn til að hlusta á og fara
eftir slíkum óskum.“
Það voru óskir um kauplækk-
un.
„Nú er að því komið, sem hér
er að vikið,“ segir Mbl.
Við hvað skyldi blaðið eiga
með þessum orðum?
Það er a. m. k. vonandi að
verkalýðurinn fari nú að sjá.
að stjórnarfarið hefir ekki mið-
ast við það, að halda lífskjörum
hans uppi.
Hefir hinum 1500 miljónum
króna, sem gengið hafa til
þurrðar á þremur árum, verið
ráðstafað með hagsmuni verka-
manna fyrst og fremst í huga?
Skyldu þeir allir, sem utan
hafa farið, hafa verið að vinna
eingöngu fyrir verkalýðinn?
Ætli öllu byggingarefni hafí
verið ráðstafað og byggingar-
málunum stjórnað með það eitt
í huga að halda uppi lífskjörum
almennings?
Og hvað er um verzlunarmál-
in og stjórnina á þeim? Er þar
allt gert í orði og á borði til að
halda uppi lífskjörum verka-
lýðsins?
Það þarf ekki að spyrja svona.
Þjóðin veit svarið.
Dýrtíðarhetjurnar héldu uppi
tekjum og kjörum verkalýðsins
I orði, svo að þeir hefðu sjálfir
aðstöðu til að græða, eyða og
sólunda á borði. Það er kjarn-
inn í pólitík verðbólgunnar.
Hitt er svo annað mál, að
þegar gasprið um að allt væri i
lagi og með dæmalausum blóma,
hefir sefjað fólkið og valdið al-
mennri eyðslu og ráðleysi um
llaimcs Pálsson, Pndirfelli:
Ut úr ógöngunum
Síðan í nóv. 1944, eða frá því,
að stjórn Ólafs Thors var mynd-
uð, og þangað til á miðju ári
1947 lifði íslenzka þjóðin á því
að eyða 582 milj. króna erlendri
innstæðu, auk þess sem aflað
var þessi ár.
Öllum er nú ljóst, að það er
ekki hægt að halda áfram á
þeirri glæfrabraut, sem óhappa
mennirnir teymdu þjóðina út í
á þessum árum.
Staðreyndirnar hafa dæmt og
síðar mun sagan staðfesta dóm-
inn.'öldnum og óbornum til við-
vörunar.
Hinn „glæsilegi“ arfur, sem
núverandi ríkisstjórn tók við,
viröist aðallega vera látnir sjóð-
ir, mikil loforð og afvega leidd
þjóð, með nokkra nýja fiskibáta
tem engan veginn geta borið sig.
Þegar svo er komið, að ekki
er hægt að eyða lengur innstæð-
um af því þær eru uppjetnar,
þá hefir þjóðfélagið eigi annað
til að lifa á, en það sem hún
getur aflað. Hver einstakur
þjóðfélagsþegn skilur, — ef
hann fær frið til þess fyrir „at-
vinnupólitíkusum“ — að við
verðum að flytja út vörur fyrir
nokkru hærri upphæð en við
flytjum inn.
Það er staðreynd, að til þess
að útflutningsatvinnuvegirnir
geti borið sig, þá er verðlag það,
sem þeir þurfa að fá 30—40%
fyrir ofan heimsmarkaðs verð.
Við verðum að koma málum
hríð, svo að komið er í fullkomið
óefni, verður ekki við bjargað
nema allir leggi nokkuð á sig.
En vonandi skilur þjóðin og
finnur, hverjir þar eiga að bera
þyngstu byrðarnar.
Sagt er, að það sé mannlegt
að skjátlast, og öllum geti yfir-
sést. En þá reynir á manndóm
og þrek, ef vel þarf við að bregð-
ast, þegar illt er í efni. Og nú
sér þjóðin, að öll hennar fram-
tíð liggur við að skipt sé uia
stefnu, og stjórnað af meirí
ráðdeild og meira réttlæti en
verið hefir. Efast þá nokkur um,
að þjóðin hafi manndóm og lífs-
þrek til að haga sér samkvæmt
hinum nyju viðhorfum?
'okkar í það horf, að framleiðsl-
jan geti borið sig.
| Öll blöð, flokkar og einstakl-
ingar viðurkenna þetta í orði,
en hljótt er um tillögur til úr-
bóta.
Hver stétt vill ýta sem mestu
af sér og á aðrar, og svo virðist,
sem þetta geti orðið til þess að
ekkert verði aðhafst, en afleið-
ing þess er algjört hrun, eyði-
legging á lífsmöguleikum hvers
einasta borgara, barna okkar
og barnabarna. Tilkostnaður
við framleiðsluna verður að
minka a. m. k. um 30%, senni-
lega meira.
Þetta er ekki hægt nema með
ankinni tækni, lækkuðum laun-
um og lækkuðum tollum.
Alþingi kemur saman innan
fárra daga. Stuðningsmenn „ný-
sköpunarstjórnarinnar“ fá þar
að glíma við þann draug, sem
þeir vöktu upp með óhappa-
samningnum frá 1944. En það
virðist kominn tími til, að þegn-
ar þjóðfélagsins fari að ræðá
ákveðnar tillögur, til að forða
þjóðinni frá gjaldþroti og
hungri.
Við getum vart vænzt þess
þroska eða manndóms af þeim
leiðtogum, sem svæfðu alla skyn
semi þjóðarinnar 1944 og fram
á árið 1947, að þeir verði fyrstir
til að játa, að þeir hafi verið
falsspámenn, og fyrstir til að
koma með skynsamlegar og
sanngjarnar leiðir til úrbóta.
Björn Ólafsson, stórkaupm.,
sem alla tíð hefir verið rödd
hrópandans í eyðimörku Sjálf-
stæðisflokksnis, hefir riðið á
vaðið í blaðinu „Vísir“ og komið
með nokkrar fillögur. En sá
galli fylgir tillögum hans, að
þeir sem mest hafa grætt á
stríðinu, þeir eiga að sleppa
bezt.
Það verður öll þjóðin að taka
þátt í endurreisnarstarfinu og
þeir, sem mesta hafa kraftana,
verða að sýna stærstu átökin.
Ráðstefna stéttafulltrúanna
er ný hætt störfum í bili. Ekk-
ert hefir heyrzt frá henni, enda
þótt hin mesta nauðsyn sé að
sem flestir fari nú þegar að
reyna að finna, hvernig við eig-
! um að snúast við erfiðleikunum.
í aðaldráttum virðist ljóst
hvað rétt og sanngjarnt er að
gera vegna þjóðarheildarinnar
þó að aldrei sé hægt að fram-
kvæma viðreisnarstarfið svo, að
enginn einstaklingur fari ver út
úr því en annar.
Við þurfum að lækka launa-
greiðslur um ákveðna hundr-
aðstölu. Eftir þeirri lækkun sem
þannig verður á tekjum verka-
manna, verður svo verðlag
landbúnaðarvara lækkað, svo
kaup og verðlag haldist þannig
í hendur, eins og verið hefir
hin síðari ár. Þetta kaup og
verðlag verður að lögbinda á-
kveðið tímabil. Þýðingarlaust
að tala um skemmri tíma en 2
ár.
Stórkostlegan eignaaukaskatt
verður að taka af eignum, sem
græðst hafa á stríðsárunum. Sá
skattur má gjarnan verða svo
mikill, úr því gróðinn er kominn
upp fyrir vissa upphæð eða
vissa hundraðstölu af eigninni,
eins og hún var 1940, að hann
nái allt að 70%. T. d. tóku Danir
70%, þegar strí)ösgróðinn var
yfir 300% af eigninni, eins og
hún var fyrir stríð. Þó virðist
rétt að hafa alltaf skattfrjálsa
upphæð, sem nemur því að fólk
geti átt skuldlausa íbúð með
hæfilegum húsgögnum og bónd-
inn skuldlausa jörð. Ekki má
telja sanngjarnt að hrófla við
eignum, sem til voru fyrir stríð.
I Nú er það vitað mál að mestu
stríðsgróðamennirnir hafa falið
gróða sinn í fasteignum og ýms-
um fyrirtækjum. En það er til-
tölulega þægilegt að finna
hvaða upphæðir eru í þessu
faldar. Kostnaðarverð húsa er
víða svo litlu mun nema hvert
ár. Jarðaverð er allt að 3—7
j fallt fasteignamat eftir því hvar
er á landinu, og skip og vélar
o. þ. u. 1. hafa bókfært kostn-
aðarverð, húsasölur munu nema
| í Reykjavík allt að 10 földu fast-
eignaverði. Dýrustu muni er
hægðarleikur að meta og vöru-
birgðir má vitanlega telja, ef
þörf krefur. Að miklu leyti má
ætla, að væntanlegt eignaupp-
'gjör veröi grundvöllur, sem
hægt er að byggja á, nema ef
vera skyldi um fasteignir, og
dýrustu muni. Nú hefir verð-
bólgan staðið það mörg ár, að
ýmsum hefir ekki verið kleift
að standast þaö, að kaupa sér
þak yfir höfuðið, land til að
framleiða á, bústofn eða bát,
tæki til iðnreksturs o. s. frv.
Um leið og laun og afurðaverð
er lækkað minnka möguleikar
þessara manna til að geta stað-
ið í skilum. Hafi þeir ekki haft
því meiri stríðsgróða verða sum
ir gjaldþrota, aðrir berjast við
skuldadrauginn allt sitt líf. —
Skuldir þessara manna á blátt
áfram að borga niður með
nokkrum hluta af eignaskattin-
um. Hinn hluta eignaskattsins
á að nota í stofnlán fyrir þá
nýsköpun, sem skynsamlegt er
að halda áfram.
Samhliða þessum ráðstöfun-
um, verður' að vinna á móti
svarta markaðnum í verzlun-
inni. Þjóðin hefir verið arð-
rænd af ýmsum innflytjendum,
þó þeir séu sízt meiri afætur en
t. d. húsabraskararnir og fleiri
slíkir.
Þegar innflutningur minnkar,
og margar innfluttar vörur verð
ur farið að skammta, þá er full-
víst, að salan út um bakdyrnar
kemst í algleyming.
Slíkt* má ekki koma fyrir
þegar geta manna til kaupa á
! erlendum varningi minnkar
jvegna lækkaðra launa og lækk-
andi afurðaverðs.
Eina ráðið til að fólkið fái
vöruna með því verði sem
verðlagsvöld ákveða, er sú að
skömmtunarseðlarnir gildi sem
innflutningsleyfi.
Þá fyrst gæti myndast sam-
keppni um að gera sem bezt
innkaup.
Þeir, sem fólkið findi að væru
ekki samkeppnisfærir, fengju
ekki skömtunarseðla þeirra til
umráða, og yrðu að hverfa frá
milliliðastarfi til annarra þjóð-
hollra starfa.
Þjóðinni myndi líka vegna
betur, ef verzlunarstéttinni
fækkaði nokkuð.
Húsnæðismálin eru eitt með
því versta að ráða bót á sé lækk
unarleiðin farin, en þó myndi
það nokkuð lagast, af sjálfu sér
væru húsaleigulögin afnumin.
Aðstreymið til bæjanna, einkum
Reykjavíkur, hlýtur að hverfa
sökum þess að með minkandi
innflutningi og auknum sparn-
aði borgaranna, verður fólk að
hverfa úr ólífrænum störfum,
og snúa sér að framleiðslunni.
Fyrirframgreiðslurnar hefir
fólk ávallt litið á sem tapað fé,
og hin mánaðarlega húsaleiga
mun lækka, af því að enginn
getur greitt þær upphæðir, sem
nú eru greiddar á svarta mark-
aðnum.
Ævintýramenn, braskarar og
kommúnistar hafa leitt verð-
bólguna yfir þjóðina, mun meir
en nokkurn tíma hefði þurft að
vera. Þjóðin riðar nú á gjald-
þrotsbarmi. Leiðirnar út úr ó-
göngunum eru aðeins tvær.
lækkun afurðaverðs og launa
eða gengislækkun. í báðum til-
fellum þarf að fýlgja eigna-
aukaskattur á striðsgróðann, ef
snefill af sanngirni á að vera
í viðreissnnarstarfinu.
Gengislækkun er e. t. v. hand-
hægari, en hún er glæpur, ef
hún ein er valin, þar sem hún
hegnir öllum þeim, sem sýnt
hafa viðleitni á að spara á
undanförnum árum, og ekki
hafa lagt lóð sitt í það, að auka
þensluna á öllum sviðum.
Gengislækkun lamar alla
löngun manna til sparnaðar og
getur haft örlagaríkar afleið-
ingar fyrir framtíðarfjármál
þjóðarinnar.
Gengislækkun hlýtur eins og
málum hér hefir verið háttaö
að veikja tiltrú okkar meðal
fjármálamanna erlendis og síð-
ast en ekki sízt, gengislækkun
gerir þá menn ríkari, sem mest
hafa grætt á stríðinu og sett
fjármuni sína í fasteignir.
Gengislækkun arðrænir gam-
alt fólk, sem varið hefir öllu
striti lífs síns í sparifé, er það
hyggst að nota í ellinni sér til
lífsframfæris. Enginn þarf að
halda að alþýðutryggingarnar
bjargi, því undir þeim rís þjóð-
■félagið ekki lengi. Gengislækk-
un rýrir möguleika þess unga
fólks, sem sýnt hefir þann
þroska, að spara saman aura á
undanförnum verðbólguárum,
með það fyrir augum að reisa
sér heimili þegar um hægist.
Engum þjóðfélagsþegni er gert
rangt til þó verðlag og kaup-
gjald sé lækkað. Það hafa allir
reiknað með því, og ef nokkuð
mikill hluta stríðsgróðans er
tekinn af þeim, sem duglegastir
hafa ver;ð að raka náunga sinn,
og viss hundraðshluti greiddur
af skuldum, sem stofnað hefir
verið til vegna framleiðslunnar,
þá mega allir vel við una.
Guðmimdur Daðvíðsson:
Áhrif hvala á síldargöngur
í Morgunblaðinu 22. janúar sl.
?r grein með fyrirsögninni: „Rak
hvalur síldina í Kollafjörð?"
eftir Júlíus Þórðarson á Akra-
nesi. Gerir hann ráð fyrir, að
vel gæti átt sér stað, að hvala-
vöður í Faxaflóa hafi rekið síld-
ina inn í Kollafjörð og Hvalfjörð.
Hann telur sig jafnvel hafa verið
sjónarvott að því, að svo hafi
verið.
Margir eldri sjómenn frá
róðrarbátatímabilinu voru, bæði
af eigin reynd og sögusögnum
annarra sannfærðir um, að
hvalir hefðu þannig áhrif á
síldargöngur. Ritgerð um þetta
mál, sem birt er hér á eftir, er
órækt vitni um skoðun manna í
þessu efni.
Fyrir og eftir aldamótin síð-
ustu voru hvalveiðar hér við
land iðkaðar af Norðmönnum
þangað til að þeim þótti ekki
tilvinnandi að halda þessari at-
vinnu áfram. Kom það til af
því, að hvalastofninn var nálega
upprættur með öllu kringum
ísland. Jafnframt fækkun hval-
anna tók fyrir síldargöngur og
fiskigöngur inn í víkur og voga
kringum landið. Mörgum ís-
lenzka sjómanninum sárnaði
þetta. Menn urðu nú að sækja
aflann út á yztu mið, oft á lé-
legum fiskibát, sem vel gat dug-
að nálægt landi. Hér var við
ramman reip að draga. Hval-
veiðimenn höfðu blöðin sér hlið-
holl og stjórn og þing. Þeir
greiddu líka smáupphæð í lands-
sjóðinn, sem sumum þótti all-
rífleg, í þá daga.
Ritgerð Gamla sjómanns,
sem hér er birt í sendibréfs-
formi orðrétt frá hendi höfund-
arins, mun ekki hafa fengizt
birt I vikublöðunum. Var hún
því gefin út sjálfstæð. Sagt er
að megnið af upplaginu hafi
verið eyðilagt. Ekki er ólíklegt
að það hafi verið gert að undir-
lagi hinna erlendu fjárafla-
manna, til að þagga niður mál-
efni það, sem greinin fjallaði
um og var þeim í óhag. Þó verð-
ur ekkert um þetta fullyrt.
Geta nú lesendur sjálfir dæmt
um rök þau, sem höfundur leiðir
að áhrifum hyyla á síldargöngur
við sti endur landsins.
Greinin fer hér á eftir:
„Heiðraði vin.
Ég þakka þér fyrir bréf þitt
síðasta. — Mér þótti vænt um,
að sjá þar skoðun þína á hvala-
málinu, þó hafði ég búizt við
henni á annan hátt. Þú segir
meðal annars, í bréfi þínu:
„H/r er fjarska mikið uppþot
út af hvalveiðunum eins og þú
iiefir séð í blöðunum. Þeir vilja
margir álíta, að ef hvalirnir
hyrfu, væri gjöreytt, þá
myndu síldar- og fiskigöngurn-
ar þverra. Þeir uppástanda, að
hvalirnir reki síld og fisk að
landinu. Mér finnst, að hval-
irnir muni elta æti sitt eins og
síldin eltir sitt æti. Allt lifandi
fy.'gir því lögmáli að leita þang-
að, sem fæðan er fyrir. Geta
nienn ímyndað sér, að hvalirn-
ir smali síld og fiski utan af
hafi inn á eyðimörk, þar sem
öll lífsskilyrði vantar og haldi
þeim þar í sveltu í lengri eða
skemmri tíma? Þetta finnst mér
óhugsandi. Mér finnst að hval-
irnir muni engin áhrif hafa á
fiskigöngu í hafinu, heldur séu
það önnur öfl, sem ráða því, svo
að ly/alaveiði hafi engin spill-
andi áhrif, nema þar sem hval-
stöðvar eru, þar getur brdan
verið eyðileggjandi fyrir veiðar-
færi.“
Ég er hér á allt annari skoðun
en þú. En eiris og þú veizt erum
við báðir orðnir gamlir, höfum
lifað í sama plássi og scundað
sömu atvinnu, n.l. síldar- og
þorskveiðar, mik’ð af ævi okkar.
Við höfum því haft gott tæki-
færi til að veita eftirtekt liver
áhrif hvalirnir hafa á síldar- og
fiskveiðar. Ég fyrir mitc leyti
þykist þar í engum vafa. Ég er
þér samdóma í því, að hvalur-
inn beinlínis smali ekki síldinni
af hafi utan upp að landi. Þess
þarf hann ekki, því eins og þú
segir, eltir síldin æti sitt að
landinu. Ýmist fer hún ekki
nema upp að landinu og snýr
þar aftur eftir lengri eða
skemmri tíma, eða hún fer inn
á firðina, er þar á dreifingu og
hreifingarlítil, svo að litlu eða
engu er hægt að ná af henni
Komi nú hvalir, kemur styggð
að síldinni. Hún æðir undan
hvalnum úr dýpinu á fjörðun-
um, þar sem hún áður lá rót-
laus, fer upp á grynningarnar
og inn í víkur, þangað sem hval-
urinn — sem mest heldur sig á
dýpinu — ekki ónáðar hana.
Þegar hvalurinn hefir rekið
hana þangað, vita allir, sem við
veiði hafa fengizt, að þetta er
ekki þýðingarlaust fyrir síld-
veiðina. Ég ætla, vinur minn,
að skrep^a með þig aftur í tím-
ann, þann dma, þegar hvala-
ganga var í blóma sínum, áður
en farið var að drepa þá af
hvalveiðimönnunum norsku.
Manstu ekki eftir því, að þú sæir
sjóinn svo fullan af hvölum, að
ekki sæist út fyrir blástrana?
Hugsum okkur nú að slíkt
hvalavað komi af hafi og bindi
fyrir flóa, eins og t. d. milli
Norðurfjarðarhorns og Dala-
tanga, en áður sé þessi flói orð-
inn fullur af síld. Hvað á nú
síldin annað að gera en flýja
undan þessum skepnum, sem
hún er ákaflega hrædd við, inn
á firðina? Sé þetta þýðingarlítið
fyrir síldveiðina, þá veit ég ekki,
hvað þýðingu hefir.
Því miður hefi ég ekki hér
tækifæri til að nefna mörg
dæmi, er áþreifanlega sýna
hverja þýðingu hvalirnir hafa
fyrir síldveiði, bæði með nót og
lagnetum. Þó skal ég geta hér
eins, sem þú hlýtur að muna
eftir. Sumarið 1880 settust tvö
norsk nótalög að í Mjóáfirði.
Annað leigði á Asknesi en hitt
á Skolleyri. Þessi nótalög fengu
því nær enga síld allt sumarið
nema eitthvað lítilsháttar í