Tíminn - 23.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1947, Blaðsíða 1
HTTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞORARINSSON ÚTGEFANDI: PBAMSÓKNABPLOKKURINN Simar 2368 og 437S PRENTSMTÐJAN EDDA bJ. rOTSTJÓRASKBOtiiWJKIát: EDDUHÚSI. UaÓuvMa BA Sáaar 2363 ag 4371 AFGRETÐSLA, INNHKIMTA OQ AtJOLÝSINaASKRIPSTOFA: EDDuHÚSI, liladargöta SA 8önl 31. árjf. Reykjavík, þriojudaginn 23. sept. 1947 ERLENT YFIRLIT: Niðurstöður Parísar- ráðstefnunnar — Fyrri grein — Undirbúningur ráðstefnunnar — Rússar skárust úr leik í gær var haldinn lokafundur Parísarráðstefnunnar um Marshallstillögurnar. Nefndirnar, sem kosnar voru á fundinum í sumar höfðu fulllokið tillögum sínum, og samþykkti ráðstefnan þær óbreyttar. í tilefni af þeim áfanga, sem hér hefir náðst i bessu þýðingarmikla máli, þykir rétt að rifja upp forsögu þess, og hvar það er á vegi statt nú. 172. blað Síðan um aldamót hefir heyskapurinn aldrei verið eins misjafn á landinu og nú Vtanríkisráðherrar þriggja stórvelda. Tilboð Marshalls. Það er upphaf málsins, að Marshall utanríkismáíaráðherra flutti ræðu á háskólasamkomu einni í Bandarikjunum 5. júní síðastl. í ræðu þessari gaf Mar- shall til kynna, að Bandaríkin væru fús að veita lán til sam eiginlegrar endurreisnar í Evrópu, en frumkvæðið yrði að koma frá Evrópuríkjunum sjálf um, sem áöur hefðu kynnt sér hvernig þau gætu sameiginlega hagnýtt sér bezt eigin hjálpar- lindir, og byggðu það síðan á slíkum athugunum, hve mikla hjálp þau þyrftu að fá frá Bandaríkjunum. Það var litlu siðar staðfest af Truman forseta og ýmsum ráð- herrum hans, að tilboð Mar- shalls væri stutt af þeim og seinna lýstu ýmsir af foringjum stjórnarandstöðunnar sig fylgj- andi því. Til þess að sýna vilja sinn í verki, fól Truman forseti sér- stakri nefnd að athuga getu Bandaríkjanna til slikrar lán- veitingar á komandi árum. ¦ í blöðum Bandaríkjanna og umræðum manna þar, var til- boð Marshalls yfirleitt túlkað á þann veg, að Bandaríkin myndu ekki veita neinu einstöku E\*rórjfurikjanna mei'ri ián en það hefði þegar fengið. Hins vegar væru Bandaríkin fús að veita Evrópuríkjunum í heild eða minni ríkjasamjtökum þar lán til endurreisnarinnar eftir styrjöldina, en þá yrði m a. að vera fullnægt eft'rtöldum skil- yrðum: Að lánsféð yrði ekki notað til eyðclu eða framkvæmda sem væru endurreisninni óviðkom- andi. Að hlutaðeigandi ríki hefðu komið sér saman um gagn- kvæma aðstoð og reyndu að komast hjá óeðlilegri sam- keppni. Rússar skerast úr leik. Marshall hafði sagt í ræðu sinni, að frumkvæðið yrði að koma frá Evrópuríkjunum sjálf- um, ef þau óskuðu slíkrar lán- veitingar. Þess þurfti ekki lengi að bíða, að brugðist yrði við þeirri áskorun. Tólf dögum eftir ERLENDAR FRÉTTIR Á þingi sameinuðu þjóðanna hafa haldið áfram almennar umræður undanfarna daga og meiningarmunur verið allmikill. Samþykkt hefir verið að taka þrjú ný mál á dagskrá þingsins, eða tillögu Bandarlkjanna um nýja allsherjarnefnd, sem starfi við hlið öryggisráðsins, tillögu Rússa um bann gegn stríðsæs- ingum og tillögu Bandaríkjanna um framtíð Kóreu. La Guardia, hinn heimskunni ameríski stjórnmálamaður, lézt um helgina. í rhörgum löndum Evrópu er nú verið að taka upp skömmt- un á rafmagni vegna þurrkanna að undanförnu. Þessi lönd eru m. a.: Svíþjóð.Sviss, Þýzkaland, Frakkland og ítalía. ræðu Marshalls eða 17. júní, hittust utanríkisráðherrar Breta og Frakka í París til að ræða um þetta mál og var sú niður- staða þeirra að bjóða Rússum til þriggja velda ráðstefnu um málið. Rússar þáðu boðið og msajttust utaríríkisráðherrar þessara þjóða á nýrri ráðstefnu í París dagana 27. júní til 2. júlí. Þeirri ráðstefnu lauk, án nokkurs samkomulags, þar sem Rússar töldu ekki fært að ganga að því skilyrði Bandaríkja- manna, að Evrópulöndin yrðu fyrst að koma sér saman um gagnkvæma aðstoð. Færðu Rúss ar fram þá röksemd, að þetta myndi ganga nærri sjálfstæði smáríkjanna og styrkja aðstöðu stærri ríkjanna, eins og Bret- lands og Frakklands, á kostnað þeirra. Jafnframt myndi þessi skerðing á athafnafrelsi smá- þjóðanna stuðla að þeirri þróun, að Evrópa skiptist í tvær fylk- ingar. Bretar og Frakkar töldu hins vegar, að hin gagnkvæma aðstoð myndi síður en svo verða frelsi smáþjóðanna fjötur um fót, heldur skapa þeim bætta aðstöðu til skjótari viðreisnar og traustara efnalegs sjálfstæð- is í framtíðinni. Ekkert myndi heldur stuðla frekara að tví- skiptingu Evrópu en að Rússar skærust úr leik og vildu ekki taka þátt hinni sameiginlegu endurreisn. í brezkum og frönskum blöð- um var því haldið fram, að Rússar hefðu m. a. skorist úr le.k af þeirri ástæðu að þeir vilji að öllu leyti fara sínu fram og vilji því ekki taka á sig nein- ar skuldbend'ngar vegna sam- eiginlegra hjálparráðstafana, og því hafi þeir t. d. ekki enn feng- ist til þátttöku i matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þá töldu sum blöð'n, að Rússar hefðu lengi viljað fá lán í Bandaríkjunum og gerðr sér ef til vill frekari vonir um það, ef lánveiting n til hinnar sameiginlegu endurreisnar í Evrópu færi út um þúfur. Þau blöðin, sem vocru and ij'æijust Rússum, héldu því ennfremur fram, að Rússar hefðu takmark- aðan áhuga fyrir því, að end- urreisn hinna Evrópuríkjanna gengi greiðlega og teldu sig jafnvel hafa hag af því gagn- stæða. Framh. Flugfélagið hættir millilandaferðum Flugvélar þær.frá skozka flug- félaginu, sem Flugfélag íslands hefir haft á leigu að undan- förnu, munu hætta ferðum sín- um fyrir félagið milli íslands og útlanda frá næstu mánaða- mótum. Flugfélagið hefir ekki fengið gjaldeyrisleyfi hjá viðskipta- nefnd til að halda áfram leigu vélanna. Sá tími fer nú í hönd, að lítið verður fyrir þessar vél- ar að gera, þar sem nú dregur mjög úr ferðttm fólks til út- landa. Mynd þessi var tekin á utanríkisráðherrafundinum, sem haldinn var í París í júní. Þar var rætt um Marshallstillögurnar og náðist ekki sam- komulag. Myndin var tekin er ráðherrarnir voru í boði hjá Auriol Frakk- landsforseta. Mennirnir eru, taldir frá vinstri, Bevin, Ramadier, Auriol, Molotov og Bidault. Bakvið Auriol stendur maður, sem ekki er nafngreindur Gamall maður ferst 1 eldsvoða Torfbær, er liansi bjó einn í, braim^i laugardag Á laugardaginn vildi sá sviplegi atburður til, að gamall maður, Þorlákur Einarsson að nafni, brann inni er hús hans, að Kotá við Akureyri, brann. Á t t ræður: Sigurjón Friðjdnsson Sigurjón Friðjónsson skáld á Litlu-Laugum varð áttræður í gær. Hann er fæddur á Sílalæk i Aðaldal 22. september 1867. Hann bjó fyrst á Sandi um hríð, en fluttist síðan í Reykjadal og hefir átt heima á Litlu-Laugum síðan 1913. Sigurjón Friðjónsson hefir haft margháttuð skipti af fé- lagsmálum í héraði, verið odd- viti, sýslunefndarmaður o. s. frv. Hann sat á Alþingi árin 1917— 1922. En kunnastur er hann þó þjóðinni af skáldskap sínum og ritstörfum. Nýtt íslandsmet Septembermótið í frjálsíþrótt- um hófst á íþróttavellinum í Reykjavík síðastl. sunnudag. Var mótinu haldið áfram í gær- kvöldi, en fregnir höfðu ekki borizt um úrslit er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Á sunnu- daginn setti Torfi Bryngeirs- son, K.R., nýtt íslandsmet í' stangarstökki með 3,80 m., en gamla metið, 3,74 m., setti hann í sumar. Um kl. 2 á laugardaginn kom upp eldur í gömlum torfbæ, sem er skammt frá býlinu Kotá við Akureyri. í kofanum bjó Þor- lákur heitinn, sem var um átt- rætt. Hann haf ði um langt skeið búið þarna einn síns liðs, en annars alið aldur sinn lengst af á Kotá. Kofinn var, eins og flestir gamlir torfbæir, gerður úr torfi og grjóti, en klæddur með timbri að innan. Slökkviliðið frá Akureyri kom á vettvang, skömmu eftir að eldsins varð vart. Tókst því að ráða niðurlögum eldsins á til- tölulega stuttum tíma. Slökkvi- liðsmenn söknuðu Þorláks héit- ins undir eins, en héldu að hann hefði aðeins brugðið sér frá, þar sem búið var að bera út nokkra húsmuni, svo sem útvarp og fleira. En Þorlákur heitinn var ekki kominn fram, þegar búið var að slökkva eldinn, og var þá hafin leit að honum og fannst hann fljótlega. Mun hann hafa far- ist við að bjarga búslóð sinni út úr eldinum. Ekki er vitað um eldsupptök, enda mun gamli maðurinn hafa verið einn heima, þegar eldur- urinn kom upp. Viðtal við Pál Zóphóníasson ráðunaut um hey- skapinn í sumar. — í gær var „gangnasunnudagurinn", sagði Páll Zóphónías- son ráðunautur, er Tíminn spurði hann frétta í gær um hey- skaparlokin. Um svo að segja allt land eru menn í „göngum" eða að fara í þær. í dag eru fyrstu réttir á meir en 30 stöðum, og svo næstu dagana hvern af öðrum. í göngunum er fénu safnað úr afréttunum og það rekið til rétta til sundurdráttar. Og í réttun- um þykir skemmtilegt. Úr þeim eru söfnin frá hverjum bæ rekin í heimahagana og þá er frjálsræði fjárins lokið í bili. Nú er það komið í umsjón mannanna, og þeir bera orðið ábyrgð á því. Þeir komu þrír Forkólfar Sósíalistaflokksins hafa undanfarið haldið fundi víða um landið og lætur Þjóð- viljinn mjög af því, hve vel þeir hafi verið sóttir. Um fund- inn, sem Sósíalistaflokkurinn boðaði til á Hofsós, segir svo í ' bréfi, sem Tímanum hefir bor- ist þaðan, dagsett 17. þ. m.: Sigfús Sigurhjartarson og Þóroddur Guðmundsson boðuðu til fundar hér £ gær. AHir voru velkomnir og menn hvattir til að koma, en aðeins þrír menn komu og ætluðu að hlusta á þá félaga. Þeim þótti það heldur lítið, svo að þeir tóku það ráð að láta sig hverfa út í nátt- myrkrið og hafa þeir ekki sést meir hér á Hofsós. ( Lömbin með rýrara móti. — Vafalaust verður féð held- ur rýrt í haust, hélt Páll áfram, og rýrara en undanfarin ár. Veldur þar fyrst og fremst hret- ið, sem kom rétt eftir rúninginn í vor og drap fé hingað og þangað. Við það hafa ærnar gelzt og það kemur fram í lambaþunganum í haust. En auk l>ess gréri snemma og sprettan stóð stutt. Sauðkindin hafði því fremur stuttan tíma nýgræðing, en fyrir þvi er reynsla, að því lengri tíma, sem sauðkindin hefir nýgræðing að bíta, því vænni verður hún. Hey enn úti. Allir keppast við að ljúka hey- skapnum fyrir réttirnar. í þetta sinn heppnaðist það ekki. Hey eru enn úti víða, sérstaklega sunnanlands, og það er því mið- ur til á nokkrum stöðum, að úti sé hluti af fyrri sláttar töðu, sem búin er að þvælast á tún- unum í nærri tvo mánuði. Og það er ekki falleg taða. Annars hefir aldrei, það sem af er l>ess- ari öld, verið eins misjafn hey- skapur hjá bændum og í sumar. Sumir eru betur heyjaðir en þeir hafa nokkurn tíma verið, en aðrir eiga þau minnstu hey, sem þeir hafa átt að haust- nóttum, eða ekki nema um Ms af venjulegum heyjum. Veðráttunni misskipt. Á Suðurlandi hef ir varla komið þurr dagur. Þar hefir nær lát- laust ringt. Oft hafa þó verið skúrir, og þá leitt misjafnt yfir. Hefir þá stundum heppnast að burrka í skúraleiðingunum, þeg- ar nógu lítið hefir verið undir, og skúrirnar leitt hjá bænum, en það er altítt á Suðurlandi í sumar, að helliringt hefir á einum bænum, en á nágranna- bænum leiddi skúrina hjá. Eins óþurrkasamt og hefir verið á Suðurlandi, eins þurrka- samt hefir verið austanlands. Þar hefir varla komið dropi úr loftinu. Misjafn sláttartími. Menn byrjuðu missnemma að slá, eða frá 14. júní, er sá fyrsti byrjaði, þangað til síðast í júlí, er þeir síðustu byrjuðu. Hey- skapartíminn er því orðinn mis- langur. Það er einkennilegt, hve seint menn átta sig á því að byrja sláttinn snemma. Menn eru ekki tilbúnir að byrja að slá. Það er eftir að gera þetta eða hitt. Og á eftir iðrast menn þess að hafa ekki byrjað fyrr, og sjá að það hefnir sín. Af þessu eiga menn að læra, og gera það líka smátt og smátt. Túnin verða misjafnari með hverju árinu sem líður. Sum stækka jafnt og þétt og batna um leið í rækt, gefa. meira hey af flatareiningu, önnur standa í stað, það er ekkert fyrir þau gert. Og við þetta vex mismun- urinn milli þeirra, og aðstaðan til heyöflunar. Misjöfn heyskapartæki. Tækin til heyskaparins verða líka alltaf misjafnari. Sumir hafa ekki annað en orfið, ljá- inn, brýnið, hrífuna, reipið og klifberann. Með þessum tækjum sækja þeir heyskapinn, og mannshöndin verður að gera allt nema bera heyið heim. Á öðrum stóðum er ekkert af þess- . um tækjum til, og annars stað- ar, þar sem þau að vísu eru til, eru þau geymd til að sendast á forngripasafn. í stað þessara tækja er nú kominn farmall, snúningsvél, múgavél, ýta, yagn- ar og bílar, og engin tugga er söxuð, né sett í reipi. Þá eiga sumir yfirbreiðslur og nota þær, aðrir vilja ekki tefja sig á að nota „slíkan 6- þarfa". Sumir verka vothey og gefa skepnunum það, en öðrum þykir það svo þungt, og svo erfitt að gefa það, að þeir vilja ekki leggja það erfiði á sig að vetrinum, og láta því vera að gera það. Sumir þurrka með „súg" eða vindi, sem þeir blása gegnum heyið, en aðrir hafa ekki haft efni á því að fá sér slík tæki, eða ekki getað fengið þau enn, þrátt fyrir endurtekn- ar tilraunir til þess. Munurinn er því mikill á að- stöðinni til heyöfluninnar, og ekki að undra þó eftirtQkjan verði það líka. Og hætt er við, að þessi munur vaxi á næstu árum. En ég veit, að þeim fjölgar með ári hverju, sem fá betri tún, sem eignast fleiri yf- irbreiðslur, sem eignast meiri vélakost til að nota við hey- skapinn, sem eignast fleiri vot- heystóftir, sem skilja þýðingu bess að byrja snemma að slá og reyna strax og „súgþurrkun- in" er komin yfir tilraunastig- ið að notfæra sér hana. Um leið og þetta verður hjá fleiri og fleiri bændum, þá heyrist sjaldnar talað um það, þegar út á veturinn kemur, að þessi eða hinn sé heytæpur eða hey- laus. Heyskapur í einstökum héruðum. Um heyskapinn í hinum ein- stöku sveitum má segja þetta í sláttarlokin: Á Suðurlandi komu fjórir þurrkdagar síðasta hálfanmán- uð sláttarins, tveir hvora viku. Þá daga náðist mikið hey inn en það þurfti einn dag í viðbót hvora vikuna til þess, að gamli hrakningurinn hefði allur kom- ist upp og inn, hjá öllum. Enn eru því hey úti hjá flestum, en mismikil. Og hjá sumum sem eiga þau á hálfblautum mýrum, er hæpið að þau náist hér eftir. Hey fuku undir Eyiafjöllum og víðar á sumrinu, en flæddu í Ölfusi, og var hvort tveggja til- fin'nanlegt. Á Suðurlandi eru margir með lítil hey og allir með meira eða minna hrakin hey, nema þeir, sem hirtu í vot- hey og höfðu súgþurrkun. Þeir (Framhaid á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.