Tíminn - 23.09.1947, Blaðsíða 3
172. Mað
TÍMIXX, |>riðjMdagiim 23. sept. 1947
S
cJlII 11 (jllTlCt tí I(ijí
iittnifi
Fregnin um brunann á
Laugarvatni 17. ágúst síSastliS-
inn snerti viðkvæmni margra,
svo vinsæll og hugþekkur var
skólinn hinum fjölmenna hóp,
sem hafði kynni af honum með
einum og öðrum hætii. Einkum
hefir Laugarvatn verið hjart-
fólgiT.n staður þeim tæplega
2000 nemendum, sem þar hafa
dvalið, frá því skólinn hóf
starfsemi sína.
Við hina ömurlegu frétt um
bruna skólans rifjast upp
minningar nemendanna um
ánægjulega og þroskandi skóla-
vist. Um svipmikið oa glæsilegt
skól.vhús, sem var eins og hluti
af okkur sjálfum, sem við fund-
um bezt nú, þótt að jafnaði væri
sú minning ekki alltaf vakandi
eftir mörg fjarvistarár.
Myndin er breytt. Tfgulegt
skólahúsið er hrunið að hálfu.
Glæsileiki þess og fegurð, ofin
mörgum kærum endurminning-
um, hefir á svipstundu breytzt
í brunarúst. „Ekki skal gráta
Björn bónda heldur safna liði,“
var eitt sinn sagt. Það sama
þurfa allir nemendur Laugar-
vatnsskólans og aðrir unnend-
ur hans að segja nú. Ekki tjáir
að h^rma orðna hluti. Leggjum
heldur fram skerf okkar við end-
urreisnarstarfið. Svo skólinn
okkar kæri, rísi sem fyrst upp
aftur, veglegur og glæstlegur
sem áður, og geti hindrunar-
laust gegnt ætlunarverki sínu.
Ávarp hefir birzt í blöðum og
útvarpi frá mörgum Laugvetn-
ingum í Reykjavík og ýmsum
unnendum skólans — þjóð-
kunnum merkismönnum, úr
ýmsum stéttum og öllum flokk-
um — þar sem heitið er á al-
menning að leggja nokkprt fé
fram til endurreisnar skólanum
og bæta að nokkru tjón þeirra,
sem mist hafa eigur sínar í
brunanum.
Laugvetningar um land allt
fá hér kærkomið tækifæri til
þess að sýna skólanum ræktar-
semi og gjalda að nokkru þá
skuld, sem við öll erum í við
hann. Þetta tækifæri munu þeir
allir, eldri sem yngri og hvar
sem búseta þeirra er, nota og
senda Laugarvatnssöfnuninni
nokkra fjárhæð. Alls eru Laug-
vetningar orðnir nær 2000.
Þetta er glæsilegur hópur
Legði hver til jafnaðar kr. 100.00
yrði söfnunin myndarleg og
Laugvetningum til varanlegs
sóma. Og þetta er engin ofrausn.
Margir eiga auðvelt með að
láta meira og munu áreiðan-
lega gera það. Fyrir hvern ein-
stakan eru þetta smámunir, en
leggi jafn stór hópur saman,
getur það komið skólanum að
miklu gagni og orðið ánægju-
legur vitnisburður uum ræktar-
semi og félagsanda Laugvetn-
inga.. Sannaði það ennfremur,
að „ekki brann sá máttur, sem
Laugarvatnsskólinn hefir veitt
2000 manns" eins pg skóla-
stjórinn komst að orði í ávarpi
sínu i útvarpinu fyrir nokkru.
Oft var kveðjuorð Laugvetn-
inga þegar þeir skildu við skóla
sinn: Mundu Laugarvatn.
Gleymum því ekki nú. Aldrei
fyrr hefir slík þörf verið á að
muna Laugarvatn. Aldrei fyrr
hefir Laugarvatn kallað til
Laugvetninga. Slíku kalli má
enginn Laugvetningur bregðast.
Sendið strax skerf ykkar til
fræðslumálaskrifstofunnar í
Arnaj'hvoli, Reykjavík, sem er
miðstöð Laugarvatnssöfnunar-
innar. Minnið hver annan á
þessa skyldu við skólann okkar.
Minnið aðra á þetta, sem skól-
anum unna. Og umfram allt:
Gerið þetta strax.
Laugvetningar eru í öllum
sýslum og kaupstöðum landsins
og flestum hreppum. Æskileg-
ast er, að þeir sem eru félags-
vanastir tækju sig til og hefðu
um þetta forustu í sínum hreppi
eða fyrir stærri svæði og sendu
fræðslumálaskrifstofunni það,
sem safnast í nágrenni þeirra.
Hér eru Laugvetningar ekki
einir að verki. Stór hópur ann-
arra unn^pda skólans vinnur
með okkur og við með þeim.
Mikið vinnst því, ef enginn
skerst úr leik. Fljótlega mun þá
gamli skólinn okkar rísa úr
rústum svipmikill sem áður og
halda áfram að gegna mikil-
vægu hlutverki sínu. Hjálpumst
öll að því að svo megi verða.
Munum Laugarvatnssöfnunina.
Daniel Ágústinusson.
ágúst. í október var síld komin 1
inn í fjörðinn en hélt sig djúpt í
áinum og svo gisin, að ekki var
hægt að ná í hana. Hinn 8.
október voru bæði nótalögin úti
allan daginn. fundu síld í öllum
álnum, en hún kom aldrei svo
nærri landi, að til hennar næð-
ist m^5 nót. Enginn hvalur hafði |
sést í firðinum að undanförnu,
en nálægt kl. 3 e. h. komu þrír j
hvalir (hnúðar), sem rásuðu
inn miðjan fjörð, inn að botni.
Ekki leið klukkustund frá því,
að hvalirnir fóru inn fjörðinn,
þar til bæði nótalögin höfðu
kastað nótum sínum, annað við
Kolableikseyri, lokaði þar inni
tvö þúsund tunnur, hitt fyrir
innan Asknes. Ég veit aldrei
hvað var í þeirri nót. Hún lá í
átta vikur. Voru hlaðin úr henni
fimm skip og þó dó feikimikið
af síld í nótinni og síðast tap-
aðist eitthvað sökum veðurs.
Áætlað var, að upphaflega
hefðu verið í nótinni nálægt
6000 tn. Þessa síld þökkuðu
Norðmenn algerlega hvölunum.
Annað dæmi skal ég nefna.
Það gerðist tveim árum áður í
sama firði. Þá hafði enginn
Norðmaður komið þangað til
síldarveiða, og nær því enginn
hafði net. Það hafði verið tals-
verð hvalaganga í firðinum, en
fáir veittu þá síldargöngu eftir-
tekt. Einn dag tók fólkið á
Krossi eftir því, að vogar tveir
neðan við bæinn voru fullir af
síld. Til að ná í síldina bjó fólkið
út poka með gjörð í opinu, sem
það renndi ofan í sjóinn, og dró
þannig sildina upp, eins og þeg-
ar háf er sökkt í úrkastsnót.
Slík dæmi og þessi væri hægt
að telja í það óendanlega.
Þá er eftir að athuga, hvaða
áhrif hvalirnir hafa á þorsk-
veiðina. Vanalega var hvala-
gangan mest eftir miðgóu og
fram til sumarmála, nokkuð
eftir því hvernig veðráttan var,
og aftur á haustin, eftir að kom
fram í október, og þá meira og
minna fram til jóla, og stundum
lengur, einkum í mildum vetr-
um. Fylgdi þá vanalega mikill
fiskur. Á vorin elti hann smá-
síld og síli. Gangan kom vana-
lega sunnan með landinu. Kom
þá ekki sjaldan fyrir, að hval-
irnir, sem ætíð fylgdu síldar-
göngunni, ráku síldina á land
fyrir allri Suðursveit, Mýrum og
Nesjum. Þorskurinn elti síldina
þar til brimið tók hann og kast-
aði honum á land þúsundum
saman. Hornafjörður fylltist af
síli og þorski, sem allt dó er inn
kom, og flaut síðan út aftur,
nema það, sem fjaraði uppi og
menn gátu náð í af bátum.
Framh.
t
Erick Kástner:
Gestir í Miklagarbi
kynnast ykkur nóg. Ég get gefið ykkur minn vitnis-
burð, þar sem ég kem.
— Ég er harmi lostinn, sagði gistihússtjórinn.
— Hér er bréf til herra Hagedorn, sagði Hildlur
þóttalega. Ég vona, að þér komið því til skila. Annars
get ég sagt yður, að ég talaði við yður í sima fyrir sex
dögum.
En gistihússtjórinn hristi bara höfuðiö og vissi ekki
sitt rjúkandi ráð.
Síðan steig fólkið upp í bílinn. Jóhann lét rafmagns-
ofninn í keltu sína. Rétt í þeim svifum, sem bíllinn
var að renna af stað, kom Sepp garðyrkjumaður hlaup-
andi. Hann þreif í hönd Toblers, skók hana af öllu afli
og gaf frá sér hljóð, er enginn skildi.
Tobler brosti.
— Þér áttuð þetta sannarlega skilið, sagði hann.
Svo ók bíllinn af stað.
Litlu síðar kom Hagedoorn heim. Polter fékk honum
bréfið, er Hildur hafði skilið eftir. Hann reif það undir
eins upp. Það hljóðaði á þessa leið:
„Vinur minn!
Brúður þín verður farin á brott, þegar þú lest þetta
bréf. Það verður þó i fyrsta og síðasta sinn, sem hún
gerir slíkt. Við hittumst bráðlega aftur. Komdu til
Berlínar eins fljótt og þú getur. Ég bíð þín með allan
minn auð og dásemdir.
Hildur.“
Hagedorn bölvaði hræðilega.
Hvað á þetta að þýða? spurði hann. Hvernig stendur
á því, að kærastan mín er farin?
— Þær eru farnar, sagði Polter mæðulega. Og herra
Kesselhuth er farinh, og herra Shulze er farinn.
Hagedorn hvessti augun á Polter.
— Hvað hefir gerzt? spurði hann. Hvers vegna eru
þau farin? Hvaða brögð hafa verið höfð hér í frammi?
— Ég veit ekki, hvers vegna herra Kesselhuth og
konurnar fóru, sagði Polter.
— En Shulze?
— Gestirnir kærðu, sagði Polter. Gistihússtjórinn
bað hann að fara. Hann féllst strax á það. En við áttum
ekki von á því, að fleiri færu.
— Ég fer líka, hrópaði doktor Hagedorn og rýndi á
járnbrautaráætlunina, sem hékk á veggnum. Ég fer
með næstu lest — eftir klukkutima.
Svo hljóp hann upp stigann.
Nú var uppi fótur og fit. Polter reri fram í gráðið og
stundi, gistihússtjórinn æddi um og hrópaði:
— Það verður að koma i veg fyrir, að miljónamær-
ingurinn fari. Það er úti um okkur, ef hann fer. Hér
verður ekki opnað næsta vetur, ef hann fer óánægður
og ber okkur svo út. Hinir gestirnir myndu líka allir
fara á eftir honum.
Þeir röltu nú báðir að herbergi sjö og drápu á dyr.
En þeim var ekki anzað. Þeir tóku í húninn, en her-
bergið var læst. Aftur á móti heyrðu þeir, að skúffur
voru dregnar út og skápdyrum skellt í lás.
Þeir rjátluðu aftur niður í fordyrið og biðu þess, sem
verða vildi. Loks kom Hagedorn. Þeir hlupu á móti
honum. En hann lézt hvorki heyra þá né sjá.
í þessum svifum kom sendisveinn með það, sem
Hagedorn hafði keypt í þorpinu. Og nú stóð hann
þarna með tinbikar, blómvönd, eyrnahringi og vindla-
kassa. En allir, sem gjafirnar áttu að þiggja, voru
farnir.
Allt í einu sneri Hagedorn sér að þeim Polter og
Kúhne.
— Ég er hvorki miljónamæringur né Balkanbarón,
hrópaði hann. Ég var atvinnulaus þar til í gær. Það
hefir einhver leikið á ykkur.
Gistihússtjórinn vissi ekki fyrst, hvaðan á sig stóð
veðrið. En svo birti skyndilega yfir honum.
— Hann er ekki miljónamæringur, sagði hann hás-
um rómi. Þvílík hundaheppni, Polter. Það hefir ein-
hver leikið á okkur. En — en — en það er hreinn og
beinn skepnuskapur
En Polter virtist ekki létta neitt. Hann pataði út í
loftið, ranghvolfdi augunum og froðufelldi.
— Hræðilegt, hrópaði hann, óttalegt. Það er úti um
okkur. Það var ekki hann — hver var það þá? Sjáið
þér ekki nú, hver það var?
Karl hinn hugumstóri var ekki enn búinn að átta
sig.
— Nú — og hvað? sagði hann, dálítið skjálfraddað-
ur. Hver ætti það svo sem að hafa verið annar?
— Þér rákuð hann á dyr fyrir stundu síðan, svar-
aði Polter hásum rómi. Hann hét Schulze.
Gistihússtjórinn kom engu orði upp. Polter hneig
niður á stól.
— Þennan mann höfum við látið moka snjó og sent
hann með bakpoka niður í þorpið.
Gistihússtjórinn virtist varla heyra þessi ótíðindi.
Hann ranglaði brott eins og drukkinn maður, beina
leið inn í herbergi sitt. Þar hélt hann kyrru fyrir
lengi dags.
Það var liðið að kvöldi, þegar drepið var á dyr hjá
honum. Það var léttadrengurinn.
LUMA
RAFMAGNSPERUR
eru beztar
Seldar í öllum
kaupfélögum landsins.
Samband ísl. samvinnuf élaga
FRAMSÓKNARFÉLAG
REYKJAVÍKUR
heldur fund í Breiðfirðingbúð, miðvikudaginn
24. þ. m., og hefst hann kl. 8,30 e. h.
Málshefj endur verða ráðherrarnir
Bjarni Ásgeirsson
og
Eysteiim Jónsson.
Félagsmenn fjölmennið!
Framsóknarmenn, sem eru gestir hér í bænum,
eru velkomnir á fundinn.
STJÓRNIN.
Innbústryggingar
Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur hefir leitað til-
boða um innbústryggingar fyrir félagsmenn með
árangri, að félagið getur útvegað þeim tryggingu
innanstokksmuna gegn brunatjóni og tjóni af völd-
um vatns (t. d. ef leiðslur með heitu eða köldu
vatni eða ofnar springa eða bila) með langtum
hagkvæmari kjörum en ella tiðkast.
Skrifstofa félagsins, Laugavegi 10, sími 5659, mun
framvegis kl. 5—7 taka á móti áskriftum fyrir
tryggingum og veita nánari upplýsingar.
Stjóni Fasteignaeigendafélags
Rey k j avíktir.
o
o
o
o
o
O
o
<<
O
<<
o
<»
O
O
o
o
O
O
o
o
< <
<»
o
<1
<»
O
“t
Bifreiðastjórar og bifreiða-
eigendur athugið
Tökum ekki á móti hjólbörðum til sólunnar,
minni en 750X16 lengur en til næstu mánaða-
móta, þar til öðruvísi verður ákveðið; en eftir þann
tíma er hægt að fá sólaða alla stærri hjólbarða og
einnig að fá ísoðið hvaða stærðir hjólbarða sem er.
Þeir, sem hafa lagt inn hjólbarða hjá okkur til
viðgerðar fyrir 20. ágúst s.l. eru vinsamlega beðnir
beðnir um að vitja þeirra fyrir n.k. mánaðarmót,
annars verða þeir seldir fyrir áföllnum kostnaði.
Giimmíbarðiim la.f.
Sjávarborg við Skúlagötu. Sími 7984.
i
Þórunn S. Jóhannsdóttir
heldur píanó-hljómleika með aðstoð Samkórs
Reykjavíkur í Trípólí, í dag, þriðjudaginn 23. sept.
kl. 7,15 síðd. fyrir styrktarfélaga vora.
Styrktarfélagagjöld fyrir 1946—1947, kr. 35,00,
greiðast við móttöku miðanna.
Virðingarfyllst,
Stjóru Samkórs Reykjavíkur.