Tíminn - 24.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.09.1947, Blaðsíða 2
TÍMEVN, miðvikudagimi 24. seiit.1947 173. blað Þrjár miljónir Stjórnmálaleg átök á verzlun- arsviðinu eru um það, hvort kaupfélögin eigi að hafa óþv'ng- að vaxtarfrelsi eða ekki. Það er ekki beðið um -nein forréttind; fyr r kaupfélögin, — heldur að- eins hitt, að straumur viðskipt- anna fái að leggjast í þann far- veg, sem fólkið kýs. Skoðanir manna eru skip'a- um það, hvernig verz’unarmá1- unum verði bezt sk pað. Kaup- félagsmenn mælast ekki til þers. að neinum sé varnað að hafa skipti sín við kaupmenn eftir því, sem þeir óska. En þeir vilja að hið frjálsa val einstaklings- ins fái að njóta sín. Þe'r eru margir, sem óska að geta látið öll verzlunarviðskipti sín fara fram í kaupfélögunum Það er heldur ekki að undra þegar þess er gætt, að undan- farið hafa kaupfélögin endur- greitt félagsmönnum s:num ná- lega 3 miljónir króna árlega. — Árið 1945, sem er hið síðasta sem fullnaðarskýrslur liggja fyr- ir um, var greiddur arður ti' viðskiptamanna innan félag- anna nál. 1.464 þús kr. og tillög í stofnsjóð félagsmanna um 1.521 þús. kr. Stofnsjóðsinn- stæður félagsmanna eru rekst- ursfé félagcins, sem e'gendurnir fá vexti af og síðan er endur- greitt við burtför eða andlát. Þegar hugsað er til þessara þriggja miljóna, sem myndast af eins árs verzlun, liggur það ljóst fyrir, að slík kjör fá marga til fylgis við félagsskap- inn. Þess er og að gæta, að aukin viðskipti þýða bættan hag og betri v.'ðskiptakjör, því að verzl- unarkostnaðurinn vex hvergi nærri í hlutfalli við aukið við- skiptamagn. Víða gætu kaup- félögin bætt v.'ð sig allmikilh verzlun, án þess að auka nokkrv við húsakost og jafnvel ekki við starfsfólk heldur. Þessar endurgreiðslur til fé- lagsmanna munu víða nema urr 6% af úttekt þeirra. Það þýðir að i hvert sinn sem kaupíélags- maður neyðist t'l að kaupa vör- ur af kaupmanni vegna þess, a kaupfélagið fær ekki að útvege þær, tapar hann 6 krónum á 100- króna úttekt, miðað við sams konar verðlag á báðum stöðum. Þúsund króna verzlur við kaupmann, gerir manninn þannig 60 krónum fátækari. Það má kannske segja, aö þetta séu lit’ar fjárhæðir og smásálarskapur að tala um slíkt. Margur mun þó finna til þess, að þetta eru fjármunir, þegar hann á að greiða það. En hvort heldur þetta er mikið eða litið, er það alveg ástœiðulaust, að kúga þetta /é af mönnum í vasa kaupmanna. Það er staðreynd, að kaupfé- lög:'n hafa um sinn bjargað í vasa viðskiptamanna sinna á hvejrju ári þremur miljónum króna, sem þeim hefðu tapazt ella. Þetta er augljós reiknings- leg staðreynd. — Hitt er jafn augljóst, að margir vilja haga viðskiptum sínum svo, að þetta fé verði meira, og það er hægt að láta það vaxa til mikilla muna. Og því er það skylda stjórn- mála mannanna. að búa svo um hnútana, að fólki sé ekki meinað að færa v'ðskipti sín til sinna eigin verzlana. En þó að þessar 3 miljónir séu enginn hégómi, þá er þó enn meira vert um það fjár- Sæmtmdur Friðriksson: Fjárskiptamálið i. Þann 19. þ. m., er birt í Tím- anum grein frá framkvæmda- nefnd fjárskipta milli Blöndu og Héraðsvatna, sem talin er svar við greinargerð, er ég skrifaði fyrir atvinnumálaráðuneytið og 'esin var í útvarpið þann 6. þ.m. í grein þessari kemur fram all mik ð af villandi frásögnum og þokukenndum blekkingum arðandi þetía mál og má því slja rétt, að svara henni að iokkru, þó slíkt hafi að líkind- ,.m ’itla þýðingu. Framkvæmdanefndin full- yrðir að ráðuneyt ð byggi synj- un sína um staðfestingu fjár- kiptasamþykktarinnar á grein- argerð minni, sem hún telur v’illandi í ýmeum atriðum. Er dví t l að svara, að atvinnu- málaráðuneytið neitaði að stað- festa samþykkt þessa með bréfi lags 10. júlí s.l. til formanns framkvæmdanefndarinnar, Haf teins Péturssonar. Greinargerð :em samin var nokkrum vikum ;e'nna gat ekki haft áhrif á það. Símskeyti ráðherranna til for- áðamanna fjárskiptamálsins, mun hafa verið sent til aðvör- unar, þar sem ráða mátti af íréttum og blaðaskrifum að framkvæmdum yrði haldið á- fram, þrátt fyrir neitun ráðu- neytisins á staðfestingu sam- bykktarinnar. E. t. v. telur fram kvæmdanefndin að afstaða fjár- málaráðherra hafi verið byggð á greinargerðinni. — En það sem kom fram í greinargerð- inni, varðandi kostnaðinn var íngin nýung í júní í vor voru ögð fyrir ráðherrafund yfirlit ug greinargerð um fjárskipti á stóru svæði. Kom þar greini- ega í ljós, að samkvæmt áætl- magn, sem rennur árlega af verzlun kaupfélaganna til sam- eignarsjóða þeirra.Það fjármagn /erður varanleg eign fólksins á verzlunarsvæði hvers kaupfé- ags og verður aldrei þaðan f.utt. Og það á sterkan og ör- jggan þátt í sjálfstæðri tilveru rg framför hvers héraðs. — Sá báttur verður seint of metinn. un, kostaði ríkissjóð 650 þús. krónum meira, að fénu á milli Blöndu og Héraðsvatna yrði slátrað þegar í haust, en ef sú framkvæmd yrði dregin um eitt ár. II. Framkvæmdanefndin reynir að gera tortryggilegt, að ég varð við ósk hennar um að mæta á Reynistaðarfundinum. Telur hún að ég hafi agt þar fram fjárskp.a frumvarp til sam- þykktar. Nú veit hún ósköp vel, iii5 Sauðfjé;rsjúkdómanefnd hafði ekkert frumkvæði um þetta mál og gat því ekki komið til mála, að ég legði þarna fram neitt frumvarp. Allir sem til málanna þekkja vlta að hér- aðsbúar áttu sjálfir upptökin i málinu, og að fulltrúar þeirra lögðu ' frumvarpið fyrir, en hvorki Sauðfjársjúkdómanefnd eða ég. Uppkast að fjárskiptafrum- vörpum hefi ég, eftir óskum manna oft búið til, á fundum, eða sent þau til manna, svo sem mér ber skylda til og hefir eng- inn nema þessi nefnd notað slíkt í áróðurs- eða blekkingarskyni. Það sem ég mlnnist að hafa gert á fundinum var þetta: 1. Skýrt frá niðurstöðum skoð anakönnunar, sem þá var ný af- staðin og gat þess að fylgi með fjárskiptum hefði reynzt mest í Húnavatnssýslu. 2. Gefið upplýsingar um form og fyrirkomulag fjársklpta, eftir þeirri reynslu, sem ég hafði af þeim málum. 3. Aðstoð, eftir ósk fundarins, við að gera uppkast að fjár- skiptafrumvarpi. — í því sam- bandi benti ég á, að þó tiltekið væri í frumvörpum ákveðið ár, sem fjárskipti ættu að fara fram, þá væri venja að bæta á eftir ártalinu þessum orðum: „En annars eins fljótt og við verður komið“. En fundarmenn töldu þennan varnagla óþarfan og fremur til að spilla fyrir. í þeim frumvarpsuppköstum, sem ég hefi gert, hafa þessi orð ætíð verið sett t:l vara. Og í fjárskiptalögunum frá 1941, er beint ætlast til þess, að ekki sé fast bundið í frumvarpi, hvaða ár fjárskiptin fari fram. í 9. gr. laganna, þar sem sagt er, hvað tek Ö skuli fram í fjár- skiptasamþykkt, er eitt atriðið þetta: „Hvenær útrýmingin skuli fara fram í fyrsta lagi“. Er þetta auðsjáanlega sett til þess, að fjár, kiptasamþykkt get gilt áfram, þó hún nái ekki staðfestingu þegar í stað, eða aðrar ástæður valdi þvi, að draga verði fjárskipti. Ef fulltrúi Sauðfjársjúkdóma- nefndar má ekki mæta á fjár- skiptafundum til að gefa upp- lýsingar, nema því sé þar með sleg ð föstu að fjárskipti séu ákveðin af nefndinni eitthvert ákveðið haust, mun vera rétt- ast fyrir hann, að mæta atls ekki á sl'kum fundum. Ef til- búinn missk lningur gengur svo langt, að negla eigi Sauðfjár- sjúkdómanefnd á fundarþátt- töku fulltrúa hennar, fer málið að vandast, jafnvel þó hann geri ekki annað en að „skýra frá staðreyndum", eins og Jón á | Reynistað sagði á fundi land- búnaðarnefndar Alþingis í vet- ur að ég hefði gert á umrædd- um fjárskiptafundi. Veit ég að Jón stendur við þau ummæli hvar og hvenær sem er. III. Framkvæmdanefndin segir, að í greinargerð minni sé það viðurkennt, að Sauðfjársjúk- dómanefnd hafi „samþykkt frumv. fyrir sitt leyti á þeim tíma, sem frumvarpið var lagt fyrir aimenning til samþykkt- ar“. Langt má nú komast í blekkingum. Sauðfjársjúkdóma- nefnd á að hafa samþykkt frum varp, sem hún hafði aldrei tek- ið til umræöu og aldrei séð. — Og þetta á að standa í greinar- gerðinni. Hver skyldi geta fund- ið það? í þessu sambandi er þess getlð, að ég muni af „ráðnum hug“ hafa gabbað almenning í þessu máli. Reyndar skil ég ekki samhengið í því, að ég hafi af ráðnum hug verið að gabba al- menning á svipuðum tíma og nefndin á að hafa staðfest frumvarpið. Hvort tveggja er jafn mikil fjarstæða og sam- rýmist vel að því leyti. Hins veg- ar er þessi aðdróttun um gabbið „óhugnanleg" og sú fyrsta af því tagi, sem fram hefir komið í minn garð þau 6—7 ár, sem ég hefi fengist. við þessi mál. Ég efast um að framkvæmda- nefnd þessi sannfæri marga um það, að ég vinni bændum eða öðrum tjón af ásettu ráði. Hitt væri §vo ekkert undarlegt þó einhverjum kynni að sýnast, að fjáreigendur í héraðinu hefðu af nokkrum forustumönnum heima fyrir veirð gabbaðir í málinu. VafaAust þó ekki af „ráðnum hug“, he’dur fyrir of mikið kapp en minni forsjá. Eins og rétt er, kemur fram í svari fjárskptanefndarinnar að Sauðfjársjúkdómanefnd hafi neitað að mæla með samþykkt- inni þegar hún var lögð fram í nóv. s. 1. Því næst vill fjár- skiptanefndin lála Tta svo út, að Sauðfjársjúkdómanefnd hafi orð ð sér sammála í þessu efni, og vitna þar til bókunar frá 25. nóv. s.l. Er þarna farið að dæmi blekkingarmanna og lítill hluti af bókuninni tek nn og er á j þann hátt hægt að láta líta !svo út sem Sauðfjársjúkdóma- nefnd hafi gefið ádrátt í málinu. Bókun þessi var gerð til að út- skýra málið og sýna fram á, hversu óhagstætt það væri, ef far'ð væri að óskum fjárskipta- nefndarinnar. Bókunin er á þessa leið: „Þá mættu hjá nefndinni full- trúar af svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna til viðtals út af ráðgerðum fjárskiptum á svæð- inu. Þar sem telja má víst, að fjárskipti fari fram næsta haust í hólfunum næst Vest- fjörðum að Hvammsfjarðar- Hrútafjarðarlínu, er varla um að ræða nema tvo möguleika til þess að framkvæma fjárskipti á svæðinu, sem þá verður eftir austur að Héraðsvötnum. I. Skorið verði milli Héraðs- vatna og Blöndu haustið 1947 og haft sauðlaust þar eitt ár. Skorið vestan Blöndu haustið 1948. Það haust tekin lömb á allt svæðið og mundi verða hægt að útvega lömb á móti allt að 30% af skornu fé, og viðbót haustið 1949. II. Skorið verði á öllu svæð- inu haustið 1948. Það haust tek- in lömb á svæðið austur að Blöndu, en haft sauðlaust aust- an Blöndu. Mundi þá verða hægt að útvega allt að 50% lömb á svæðið vestan Blöndu. Austan Blöndu yrðu svo tekin lömb haustið 1949 og mundi verða hægt að útvega allt að 60% lömb á það svæði. — Ef fyrri leiðin yrði valin, verður að koma til samþykki fjáreigenda á svæðinu vestan Blöndu, með tilliti til þess, hversu fá líflömb þá verður hægt að útvega.“ Af þessari bókun er auðséð, að Sauðfjársjúkdómanefnd er andvíg fyrri leiðinni og telur að uppfylla þurfi sérstakt skilyrði, ef sú leið yrði valin. Er það í samræmi við það, að nefndin hafði neitað að mæla með um- ræddri samþykkt, svo sem bók- un frá fundi þann 12. nóv. sýnir. Hins vegar gat Sauðfjársjúk- dómanefnd hugsað sér þann möguleika, þar sem málið var sótt af miklu kappi við Alþingi og ríkisstjórn, að það kynni að ná framgangi, þótt hún gæti ekki mælt með því. Bendir hún því á skilyrði, sem þurfi að samþykkja, ef til komi. IV. Framkvæmdanefndin segir að mikill niðurskurður fjár hafi átt sér stað á svæðinu síðastliðið haust og bendir þar sérstak- lega á Rípurhrepp og segir að hreppsbúar hafi undirgengist þetta þegar búið var að sam- þykkja fjárskipti á öllu svæðinu heima fyrir. Niðurskurður í Rípurhreppi kom til álita hjá Sauðfjársjúkdómanefnd vorið 1946, eða skömmu eftir að garnaveikin sannaðist þar í fénu. Og eftir móttöku erindis hreppsnefndar Rípurhrepps dags. 17. ágúst, þar sem óskað var eftir slíkum aðgerðum, samþykkti Sauðfjársjúkdóma- nefnd að öllu fé í hreppnum yrði slátrað s.l. haust og fékk til þess staðfestingu þáverandi landbúnaðarráðherra. Var þetta ákveðið löngu áður en búið var að samþykkja fjárskiptafrum- varpið á öllu svæðinu. Skýtur því þarna nokkuð skökku við frásögn framkvæmdanefndar. Að vísu voru einstakir menn í Rípurhreppi tregir í málinu og settu upp ýms skilyrði eins og (Framahld á 3. síSu) xiiSriiindur líítvíðssois: Ahrif hvala Niðurlag. Vanalega elti og eitthvað af hvölum sílið inn um ósinn og ;jaldan munu þeir hafa komizt út aftur. Síðan hélt gangan norður með landi, oftast fyrir utan firðina. Aflaðist þá oft mikið af vænum fiski, helzt á handfæri. Þetta átti sér einkum stað fyrir suðurfjörðum. Þessi fiskihlaup voru algerlega þökk- uð hvölunum. Og bezta sönnun- in fyrir því að það hafi verið rétt, er sú, að síðan hvölum fækkaði til muna, koma þessi vorhlaup ekki, hversu mild sem veðráttan er. En mild veðrátta var skilyrði fyrir því, að gangan héldist við, því að í harðinda veðri flúði gangan, þótt hún væri komin að landinu. Þó höfðu haustgöngurnar enn stórkost- legri áhrif á fiskveiðarnar inni á fjörðunum. Manstu eftir haustinu 1863? Fjörðurinn fyllt ist af hvölum, svo að lífshætta þóttl að fara yfir hann. Hjálmar Herir.annsson, er þá bjó á Reykjum, varð þá manna fyrst- ur var við að fullt var af stór- um þorski upp undir fjörunni á á síldargöngur 4—10 faðma dýpi. Dýpra fékkst hann ekki, og öðrum hafði ekki hrikvæmst að leita hans svo grunnt. Hjálmar réri þá á stóra hákarlabátnum sínum með fjóra menn í tvær vikur, með hand- færi og hlóð á hverjum degi. Eftir þann tíma fóru hvalirnir, og fiskurinn hvarf þá líka. í Norðíirði hafðist hvalurinn við mikið lengur og hélt síldinni og jafnframt þorskinum upp við fjörur allan þann tíma. Hversu oft og hve víða hval- irnir hafa fært Austfjörðum slíkt uppgrip af síld og þorski síðan áðurnefnt ár, get ég ekki sagt um með vissu, en óhætt má fullyrða, að flest árin til 1895 lögðust hvalirnir að ein- hverjum af Austfjörðum og færðu með sama uppgripið. Þú ættir að geta sagt um það, hversu oft hvalirnir lögðust að Norð- firði á nefndu tímabili og fylltu þar allt af stórum þorski, er menn fiskuðu við leiruna og fram með löndunum, meðan Mjófirðingar sáu ekki hval og fengu heldur ekki annað en smáan og lélegan fisk, sem þeir •rðu að sækja út fyrir land. Er etta ekki áþreifanleg sönnun 'yrir því, hver áhrif hvalirnir afa á þorskveiðar? Á Fáskrúðs- firði munu hvalir hafa haldið til um samfleytt 12—15 ár, frá bví á haustin fram til miðs- vetrar og stundum allan vetur- inn og jafnframt hafa fylgt unpgrip af síld og þorski. Þar ráku hvalirnir síldina, og þorsk- urinn fylgdi með, svo grunnt, að línur, er voru lagðar á leir- una, fjaraði uppi, seiluðum af fiski. Síðasta veturinn 1895—96 var þetta uppgrip af síld og fiski á Fáskrúðsfirði og Beru- firði sökum þess, að hvalir lögð- ust þar að. Síðan hefir hvalur varla sést á Austfjörðum nema skotinn og varla fengist þar heldur fiskur úr sjó, fyrr en úti á hafi, en kostnaðurinn við að sækja hann þangað er meiri en svo, að það geti borið sig, þeg- ar þar við bætist, að svo er orð- ið síldarlaust, að varla fæst til beitu. Ennfremur fylgir því mikill lífsháski, þegar komið er haust og víýur, að róa á opnum bátum 3—4 mílur út fyrir yztu tanga. Það er því ekki annað fyrirsjáanlegt, en að bátafiski sé alveg eyðilagt á Austfjörðum með þessu háttalagi. Þetta mundi naumast hafa komið fyrir, ef hvalirnir hefðu ekki verið drepnir. Að það sé satt, er ég hefi ereint frá hér að framan, um áhrif þau, er hvalirnir hafa á síldar- og þorskveiðar yorar, vita bæði þú og aðrir sjómenn á hverjum einasta firði á Aust- ur- og Norðurlandi, sem nógu gamlir eru til þess að hafa get- að veitt þessu eftirtekt. Það er undravert hversu fáir hafa látið til sín heyra í þessu allsherjar velferðarmáli landsins, nema stuðningsmenn hvalveiðamanna hafa óspart flutt sínar miður skynsamlegu og sannfærandi kenningar. Ég skal nú með fá- um orðum benda á það, á hversu góðum grundvelli þeir byggja. Þú mannst víst eftir því, að 1899 var hvalamálið á dag- skrá á þinginu. Hvalveiðamenn- irnir á Vestfjörðum voru þá búnir að drepa svo hvalinn fyrir Vesturlandinu, að þeir þurftu að sækja hann norður og aust- ur fyrir landið. Þetta vissu Norðlendingar, og sáu þá fyrir alvöru hver voði síldar- og þorskveiðunum var búinn við hvaladrápið. Fóru þeir því fram á það, að þingið friðaði hvalina algert. Þingið, sem var skipað mönnum, sem litla hugmynd höfðu um, hvað hér væri í húfi — þar var enginn verulegur sjómaður — kaus nefnd í mál- ið. En nefndin var eðlilega jafn illa sett, hún vissi ekki hvað hún átti rð g°ra. Annars vegar ,-oru fóir menn, stórauðugir út- lendingar, sem lögðu nokkra aura í landssjóðinn fyrir að mega eyðileggja hvalina, en hins vegar var, eftir áliti al- mennings, annar atvinnuvegur landsmanna í voða. Hér var úr vöndu að ráðá. Nefndin tekur v,að ráðið, er næst lá, að snúa sér til fiskifræðings landsins, og biðja hann að leysa þennan hnút. Og hvað segir svo fiski- fræðingurinn? Að það sé alveg ósannað að hvalurinn hafi nokkur áhrif á síldar- og fiski- göngur við landið! Því bætir hann þó við, að verið geti, að hvalurinn reki síld upp að landi, þegar síldin og hvalurinn séu komiii- inn í firðina. Fyrir þessu ber hann sjómennina, svo ekki sé á því að byggja. En svo kemur aðalrúsínan, er hann segir, að enginn sá hvalur, sem ekki éti síld hafi áhrif á síldar- göngu. Það eru því ekki aðrir hvalir en þeir er éta síldina, sem hafa þýðingu á þennan hátt. Og þeir hvalir eru hvorki margir eða merkilegir, eftir hans sögu- sögn. Það er hart, að maður, sem launaður er af almennings- fé, í þeim tilgangi að fræða sjó- mennina í öllu því, sem að fiski- veiðum lýtur, skuli sýna slíka fáfræði, og með því stofna sjávarútveginum í þann háska,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.