Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 3
174. blað TÍMIIVIV, flmmtudaglim 25. sept. 1947 3 QJLÆ ctup María Þorgrímsdóttir, Vigfús Jónsson, Dvergasteini, Reyðarfirði. Hi?/n 5. júlí s.l. áttu þau 50 ára hjúskaparafmæli. Margir ættingjar þeirra og vinir heim- sóttu þau þá. Var að vanda glatt, hlýtt og bjart umhverfis gullbrúðhjónin. Þau eru við góða heilsu, glöð og ánægð og njóta nú þeirra launa, sem jafnan fylgja vel unnu dags- verki. í 74. tölublaði Tímans 1943 er getið helztu æviatriða þeirra, en það ár urðu þau hjón bæði sjötug. Knllað tit kveima (Framhald af 2. síðu) eymd og mikilli spillingu á neðstu stigum mannfélagsins. Þessum þræði verður að svipta í sundur og nema hann broft. Hér þarf bætta samkvæmis- siði og réttast og bezt er að rík- isvaldinu sjálfu verði beb.t svo, að bót sé að í þeim málum. Porysta þess og fyrirmynd gæti miklu áorkað. Um þá kröfu verður vel að standa. Hvers eiga hjólaknæpurnar að njóta? Allir vita að áfengi er selt í Reykjavík utan við lög og rétt. Bílstjórar fara um bæinn og gera sér vínhneigð manna og v<^ikleika að féþúfu öllum kvöldum og endilangar nætur. Þar fá þeir ábæti með upp- sprengdu verði, sem langar í meira, þegar þorstinn er vak- inn og búnar eru birgðirnar úr áfengisverzlun ríkisins. Það væri verkefni fyrir góð- gerðafélög að veiða þessi var- menni, sem þá verzlun reka. En ekkert er auðveldara en að tor- velda skemmdarstarf þeirra með lögum. Friðunarlögum æðar- fugla er fylgt eftir, svo að hver sá er sekur er sést með dauðan fugl, þó að kafnað hafi í neti t. d. Botnvörpuskipum er bann- að að koma í landhelgi, nema með vissum, löglegum frágangi á veiðarfærum sínum. Þetta er gert til að auðvelda eftirlitið. Eins mætti banna alla geymslu og flutning áfengis í bílum, þegar áfengisverzlun ríkisins er lokuð. Ég sé ekki neina nauðsyn á þeim. Þar með væri ekki úti- lokað að færa það til fótgang- andi eða á reiðhjólum. Væri þessu fylgt gæti götulögreglan hæglega hreinsað burtu hjóla- knæpurnar úr bænum og væri það ómetanleg landhreinsun. Liggur dáff þín og orffstír og drengskapur viff. Nú er það ykfcar, konur í Reykjavík, að fylgja óskum ykkar og kröfum eftir og knýja það fram, að við þeim verði orðið. Látið nú sjá að ykkur sé alvara. Ekki skyldu þeir lengi eiga sigri að hrósa, sem ætla íslenzkar konur skaplausar dul- ur, sem óhætt sé að einskisvirða. Sé ekki hægt að knýja Alþingi til einhvers, sem kalla má heið- arlega tilraun og ekki einu sinni að taka fyrir vínveitingar í veizlum ríkisins, er ekki nema eitt ráð til, en það hafið þið iíka í hendi ykkar. Það er að svipta þá menn, sem gegn um- bótunum standa kjörfylginu. Þið skuluð neita, ákveðið og af- dráttarlaust, hvar í flokki sem þið standið, að styðja kosningu þeira manna, sem ganga nú gegn óskum ykkar, og standa vel við þá neitun. Þannig eigið þið opna leið til sigurs og sæmd- ar. En án þess að fylgja nú fast eftir getið þið ekki haldið virðingu ykkar og áliti í opin- berum málum. Því er þetta bæði almennt menningarmál, sið- gæðismál og réttlætismál eins og öll bindindisbarátta, en jafnframt liggur álit og sæmd ykkar sjálfra við. Annað er það, sem ekki má lieldur gleymast. Verið sjálfar hollar og trúar hugsjónum ykkar. Veitið aldrei vín. Látið aldrei áfengisnautn flekka heimili ykkar með ykkar vilja. Látið þar aldrei undan. Og látið ekki leiða ykkur til að sitja með svallandi mönnum í sam- kvæmum, svo að þeim verði af- sökun í. Gætið þið hvors tveggja að gera miklar kröfur inn-á við til ykkar sjálfra og út á við til þeirra áhrifamanna, er þið hefj- ið til valda með atkvæði ykkar. Gangið djarft fram og hafið hreinan skjöld. Þá mun það sýna sig, að konan kemur og bjargar, þar sem meinin svíða sárast og verst er við að eiga. Þá verður konan verndardís ís- lands og lyftir karlmönnunum til meiri menningar. Reykvískar konur! Hvorir reynast nú réttspárri, þeir, sem ætla ykkur dáðlausar dulur, sem hæfilegast sé að hundsa og forsmá, eða hinir, sem treysta ykkur til hjálpar, þar sem helzt þarf með, af alvöru og einlægri festu? Enn skal það sjást, að íslenzk- ar konur eiga gott hjarta, göf- ugar kenndir og sjálfstætt sið- ferðisþrek. Erich Kástner: | Gestir í Miklagarhi ] — Polter bað mig að skila kveðju til gistihússtjór- | ans, sagði hann. Frú Kasparíus ætlar að fara með \ kvöldlestinni. Gistihússtjórinn stundi aðeins. — Hún kemur aldrei framar í Miklagarð, sagði Polter, bætti léttadrengurinn við. Og Lenz ætlar að fara líka. ) Gistihússtjórinn gróf höfuðið niður í rúmfötin, svo að hann heyrði ekki meira. ; í NÍTJÁNDI KAFLI. Fleiri en einn | Doktor Hagedorn átti sex stunda viðdvöl í Múnchen. Hann útvegaði sér viðskiptaskrá frá Berlín og notaði tímann til þess að leita að nafni Eðvarðs Schulze. En hann fann ekki neinn Eðvarð Schulze auglýsinga- mann. Hann leitaði einnig í flokknum kaupsýslumenn, ef hann kynni að hafa látið skrá sig undir þeim titli, og skrifaði heimilisfang þeirra á minnisblað. Hvað Hildi snerti var hann í enn meiri vanda. Hann vissi ekki einu sinni skírnarnafn föður hennar og því síður, hvað hann starfaði. Það var óvinnandi vegur að leita uppi alla Berlínarbúa, sem hétu Schulze, og spyrja þá, hvort þeir ættu dóttur, er héti Hildur. Þetta varð hann þó að gera. Síðasta hálfstímann reikaði Hagedorn um járn- brautarstöðina. Það voru fremur fáir farþegar í lestinni í þetta sinn, og Hagedorn lenti einn í klefa. Loks sofnaði hann. Hann dreymdi, að þeir Brúsaskeggur væru að leita að Hildi Schulze. Þeir voru staddir í skráningarskrif- stofu Berlínarborgar. — Ég er að leita að ungfrú Hildi Schulze, sögðu þeir Brúsaskeggur báðir einum rómi. Skrifstofumaðurinn leitaði lengi í mörgum spjald- skrárkössum. Loks kinkaði hann kolli. — Hér er hún, sagði hann. Bjó áður í útvarpsturn- inum. Er nú farin suður í Alpa, samkvæmt skipun ríkisst j órnarinnar. — Hún er kominn hingað aftur stundi Hagedorn. — Það veit útvarpsturninn ekkert um sagöi maður- inn ströngum rómi, og það er ekki með leyfi yfirvald- anna. Svo leiddi hann þá Brúsaskegg niður í dimman kjallara með löngum göngum. 'Þar var fólki raðað á hillurnar — það voru þeir, sem höfðu gleymt, hvar þeir áttu heima. Allt í einu kom Hagedorn auga á hana bak við eina hurðina. Hann rak upp fagnaðaróp. — Hérna er hún, sagði hann. — Getur ekki verið, sagði maðurinn. Þessi heitir Greta — skipun frá ríkisstjórninni. Og Hildur horfði á þá tárvotum augum, en maðurinn skellti í lás. Svo greip hann i hárið á Hagedorn, hristi hann og skók. ] í þessari andrá vaknaði Hagedorn. Eftirlitsmaðurinn í lestinni stóð fyrir framan hann. — Má ég sjá farmiðann yðar? sagði hann. Það var tekið að birta. Dyrabjöllunni í íbúð frú Hagedorn var hringt. — Gamla konan ambraði til dyra. Lilli, sonur Kuchen- buch slátrara, stóð úti fyrir. — Hvað er nú á seyði, sagði frú Hagedorn. Ætlar sonur minn að tala við mig aftur. Lilli hristi höfuðið. — Nú er enn meira á seyði, sagði hann. Og nú máttu ekki verða hrædd. Gamla konan varð auðvitað dauðskelkuð. En þá heyrðist hljóð úr horni. Hún þekkti strax röddina. Hún hljóp niður þrepin — og þarna sat son- ur hennar í stiganum. Hún breiddi út faðminn. — Hvað ert þú að gera til Berlínar? hrópaði hún. Þú átt að vera í Bruckbeurn. Komdu undir eins inn — það er svo kalt hérna í stiganum. Hann reis seinlega á fætur og skáskaut sér fram- hjá henni með tösku sína. Hann sagði móður sinni sögu sína meðan hann drakk kaffibolla, og að síðustu las hann bréf Hildar upphátt. — Það eru einhverjir maðkar í þessari mysu, sagði móðir hans áhyggjufull. Þú hefir hætt þér út á hálan ís — eins og í Sviss forðum. — Nei, svaraði hann, en þó gleðilaust. — Þú heldur alltaf, að þú sjáir undir eins, hvernig fólk er, sagði móðir hans. En þú ert á villigötum, son- ur minn. Það sést ekki á ásjónu fólks, hvern mann það hefir að geyma. — Nei, sagði sonur hennar aftur. Eðvarð var hrak- inn burtu, og hann hefir ekki viljað kveðja mig, af þvi að þá vissi hann, að ég hefði farið líka Hann hefir haldið, að ég myndi verða hér í Bruckbeuren, ef hann gæfi mér ekki kost á því að verða sér samferða brott. — Hvers vegna lét hann þig þá ekki vita, hvar hann ætti heima í Berlín? Og stúlkan kvaddi þig ekki held- »* mmmmtaum LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllum kaupfélögum landsins. Samband ísl. samvinnuf élaga Beztu þakkir færum við ættingjum og vinum, sem heiðruðu okkur og glöddu með heimsókn sinni, skeytum, blómum og gjöfum á gullbrúðkaupsdegi okkar hinn 5. j.úlí s.l. MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR, VIGFÚS JÓNSSON, Dvergasteini, Reyðarfirði. Af söguspjöldum Sjálfsíæðisflokksins (Framhálá af 2. síðu) ast hér til þessa. Þeir, sem þess- ari stefnu fylgja í öðrum lönd- um kalla sig íhaldsmenn en eru löngum nefndir af mótstöðu- mönnum sínum afturhalds- menn. íhaldsmenn semja í öll- um löndum stefnuskrár sínar þannig, að þær ganga sem bezt í augu almennings, því að á því veltur fylgið. Þess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki járn-1 brautir, ekki hafnir, kærum okkur ekki um alþýðuskóla o. s. frv.; ef þeir segðu þetta fengju þeir sem sé lítið fylgi. — Það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóÖfélagi, sem fylla íhaldsfl.; þeir eru ánægðir með sinn hag og finna þess vegna ekki að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóð- arinnar og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- og umbótaflokkana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna, að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til þess að bæta lífsskilyrði alþýðunnar; sömu stefnu fylgja þeir meðal efnaðri manna, sem einblína ekki á sína eigin pyngju, heldur hafa hag alþýðunnar í heild fyrir augum.“ Og enn: „Þetta er eyrnamark reglulegs aftur- haldsflokks hverju nafni sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu, að það svari auði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því, og vantrú á þjóðinni, að hún sé fær um að nota sér þær lyftistengur, á leiðinni til hagsældar og sjálf- stæðis, sem aflmestar hafa reynzt annars staðar.“ Lögrétta, 10. tbl., 1908. Ég hygg, að um þessa lýsingu verði vart bætt. „Sjálfstæðismennírntfrf' okk- ar blessaðir munu nú tæpast telja þessa lýsingu eiga við sig. „Við, sem erum frjálslyndir um- bótamenn fram í fingurgóma,“ eins og einn þeirra sagði eitt sinn við mig. Við skulum láta sjálfslýsingu þessara manna liggja milli hluta en hyggja heldur að verkum þeirra. Og eftir þá athugun þykir mér ekki ólííklegt, að þegar þú, lesandi góður, heyrir „Sjálfstæðis- menn“, telja flokk sinn frjáls- lyndan og af allt öðrum toga spunninn en íhaldsflokkinn gamla þá komi þér í hug orð þjóðskáldsins frá Bægisá: „Vakri-Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita þó að meri það sé brún.“ Auj^lýsið í Timannm. BÆKUR Milliþinganefnd Bún- affarþings 1943. Búnaðarfélag íslands hefir gefið út allmikið rit undir nafn- inu Milíiþinganefnd Búnaðar- þings 1943. Það er í tveimur bindum, A og B, 232 og 282 bls. 23x14 sm. og kostar kr. 50.00 óbundið. Þau eru tildrög þessarar út- gáfu, að Búnaðarþing 1943 kaus 2 menn í milliþinganefnd með stjórn Búnaðarfélags íslands. Skyldi sú nefnd vinna að „rann- sókn á framleiðslu landbúnað- arins og markaðsskilyrðum fyrir landbúnaðarafurðir. Sé í því sambandi athugað hverjar framléiðslugreinar sé nauðsyn- legast að efla og hvort hag- kvæmt væri að draga saman aðrar einstakar greinar, svo að framleiðsla landbúnaðarins verði sem bezt samræmd neyzlu- þörf þjóðarinnar og erlendum markaðsskily rð um.“ Jafnframt efndi Búnaðarþing til opinberrar verðlaunakeppni um „tillögur með greinargerö, til framkvæmdaáætlunar fyrir íslenzkan landbúnað. Skulu til- lögurnar miðast við það fyrst og fremst, að þeim breytingum verði á komið í búrekstri, bún- aðarháttum, verzlunarháttum og skipulagsmálum landbúnað- arins, að hann verði samkeppn- isfær atvinnuvegur í þjóðfélag- inu.“ Skyldu ritgerðirnar dæmdar af milliþinganefndinni. í þessum bókum eru svo rakin ' störf nexndarinnar, athuganir ; og skýrslur, og síðan birt nokkur j lagafrumvörp, sem samin liafa verið á grundvelli þeirra rann- sókna. Auk þess eru birtar þarna þær ritgerðir, sem markverðast- ar þóttu. ! Af þessu yfirliti má nú sjá, | að þetta er fróðlegt rit og girni- legt fyrir þá, sem láta sig varða landbúnaðarmál. Nefndin gerði m. a. rækilega athugun á því, , hver vera muni þörf íslendinga fyrir landbúnaðarvörur til mat- I ar. Komst hún að þeirri niður- stöðu, að míkið vanti enn á, að þeirri þörf sé fullnægt svo vel sé. Samkeppnisritgerðirnar, sem birtar eru hér, eru eftir þessa : menn: Guðmund Jónsson, Hvanneyri, Guðmund Jósafats- son, Brandsstöðum, Ólaf Sig- Urðsson, Hellulandi, Jón Sig- ' urðsson, Yztafelli, Gisla Krist- jánsson, ritstjóra, Halldór Stef- ánsson, forstjói’a og Jónas Pét- ! ursson, Hranastöðum. Ekki verður fjölyrt í þessu (Framhald i 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.