Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 4
D A G S K R Á er bezta íslenzka tímcritíb um þióðfélagsmát 4 I REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er t Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 25. SEPT. 1947 174. blað Reynt að koma togbát- um á ísfiskveiðar Lélegur aflf á togurum að undanförnu Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu var haldinn fundur útvegsmanna hér í bæn- um fyrir nokkru síðan, þar sem rætt var um að gera út á ísfisk í haust. Er nú unnið að því að leysa það mál, en útgerðar- menn telja ógerlegt að gera út BÆKUR (Framhald af 3. síðuj sambandi um ritgerðirnar eða tillögur þeirra, enda grípa þær víða á þeim málum, sem jafnan eru á dagskrá. En svo mikið má þó segja, að í þeim er mikill fróðleikur og margar hugmyndir saman komnar. Ungir menn, sem lesa þessa bók, munu áreiðanlega geta séð þar mörg glæsileg og stór verk- efni, sem bíða eftir dáðrökkum hugsjónamönnum. Framtíð ís- lenzku þjóðarinnar þarf þess með, að þeir hugsjónamenn komi fram, taki til starfa og vinni sigur sem fyrst. H. Kr. Afmælf Prestaskólans (Framhald af 1. síðu) Manfred Björkquist kemur hingað til þess að vera við- staddur hátíðahöldin. í tilefni afmælisins verður gefið út minningarrit í tveim bindum. Fyrra bindið nefnist: „íslenzkir guðfræðingar 1847— 1947,“ en síðara bindið verður kandidatatal frá fyrstu setn- ingu skólans, og hefir Björn Magnússon dósent tekið það saman. Aftan við ritið er svo skrá um guðfræðikandidata frá Hafnarháskóla á þessum sömu árum. fþróttamannvfrkf . . . (Framhald af 1. slðu) Auk þess eru 10 íþróttahús við skóla á vegum íþróttanefndar og f ræðjslumálast j órnarinnar. Ennfremur eru 11 íþróttahús í smíðum. Þá eru 35 íþróttavellir i lagn- ingu og eru margir þeirra til- búnir. Allir þessir vellir eru á vegum íþrótta- og ungmenna- félaga. Auk þessara mannvirkja eru 9 baðstofur við skóla og sund- laugar, byggðar eftir finnsku fyrirkomulagi, 7 nýir skíðasál- ar og 3 skíðabrautir. Þorsteinn sagði, að ýmsir hefðu verið þeirrar skoðunar, að hentugra hefði verið að láta þessar framkvæmdir biða yfir styrjaldarárin, unz lokið hefði verið við ýmsar framkvæmdir, sem beint voru í þágu atvinnu- veganna, en samt sem áður sigraði sú stefna að hefjast þegar handa. Átti áhugi al- mennings eigi svo litinn þátt í því, að ofan á varð að láta þessar framkvæmdir ekki bíða árum saman. Kemur það nú á daginn, að rétt var að hefjast handa strax. Sýndi fólk í heil- um byggðarlögum alveg aðdá- unarverðan áhuga í þessum efn- um. Má nefna sem dæmi, að gömul hjón, sem áttu gullbrúð- kaup, gáfu allt það fé, er þeim var gefið í tilefni afmælisins til byggingar sundlaugar í byggð- arlagi sínu. Hliðstæð dæmi mætti nefna í tugatali. Sérstak- lega var það sundið, er fólk hafði mestan áhuga fyrir, en velvilji fólks í garð annarra í- þrótta hefir einnig verið mjög mikill. 40 byggðarlög bíða. Nú munu vera um 40 byggð- arlög, er hafa safnað miklum fjárhæðum, til að unnt yrði að á haustvertíðinni, nema að unnt verði að lækka útgerðarkostn- aðinn og kostnað við að koma fiskinum á markað í Evrópu. Er ekki vitað enn hversu þessum málum kann að lykta. Að undanförnu hefir verið mjög léleg veiði á Halanum og á mi/um í Faxaflóa. Sumir tog- ararnir hafa verið um 12 daga að veiðum, en það er algerlega óvenjulegt. Hafa togararnir ekki fengið nema um 1800 kitt, þrátt fyrir þennan langa útilegutíma. Tryggið hjá (jamla Síé ÍJtjja Stc | SAMVINNUTRYGGINGUM BRUNATRY GGIN G AR BIFREIÐ ATR Y GGIN G AR SJÓTRYGGINGAR Umboðsmenn í öllum kaupfélögum landsins. SAMVINNUTRYGGINGAR Sími 7080 Símnefni: Samvinn Allt á sama stað Sem umboðsmenn á íslandi fyrir margar af hinum stærstu verksmiðjum í Ameríku getum við útvegað gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfi alls konar bifreiðahluti. Lögð er sérstök áherzla á stuttan afgreiðslutíma og hagkvæmt verð. Við viljum sérstaklega vekja athygli á því að við erum aðalumboðsmenn fyrir: CHAMPION CARTER CHEFFORD MASTER TRICO THOMPSONSPRODUCT WHIZ PRESTONE K.D. LAMP GABRIEL COLLIN AIRMAN LANDERS WILLIARD AUTO -WEHICLE PARTS CO. SOUTH BEND TIMKEN MAREMONT GRAYHOUND BRUNNER GLOBE-HOIST STEWART-WARNER Bílakerti Blöndunga Bensin pumpur Rúffuþurkur og rúffuhitara Allls konar bifreiðahlutir Bremsuvökva o. fl. Frostlög ' Afturljós o. fl. Strekkjarar Áklæffi á bíla og húsgögn Gerfileffur alls konar Rafgeimar Rúffufilt, þéttikantar o. fl. Rennibekkir Rullulegur Fram og afturfjaffrir í alla bíla Rafsuffutæki Loftpressur Smurningslyftur Smurningsáhöld, alls konar Sýnishorn fyrirliggjandi. Sparið tíma og gerið innkaup yðar þar sem þér fáið hagkvæmast verð. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118. — Sími 1717. n o o o o o O o o o o o O o o o o o O O O o O ::í o o o O O o o o o o O O O O O o o < > o O o o O o o o O O O O O o Margt er nó til í matiim Norðlenzk saltsíld. Hrefnu- kjöt. Rófur. Lúða. Sjóbirtingur. Kartöflur í 10 kg. pokum og saltfiskur á aðeins 2 kr. — í 25 kg. pokum. FISKBÚÐIN Hverfií»tu 123. Sími 1456. Hafliffi Baldvinsson. KRON Skólavörffustíg 12. reisa íþróttamannvirki og fé- lagsheimili víðsvegar á landinu. En aðstaðan er nú önnur, en verið hefir. Er ekki annað sjá- anlegt, en að allar slíkar fram- kvæmdir muni stöðvast í bráð að minnsta kosti. Er það mjög illa farið, ef það verður nauð- synlegt, því að ýmsir aðilar hafa beðið lengi eftir því, að geta hafizt handa og hafa mik- ið handbært fé til þessara fram- kvæmda. Þótt svo kunni að fara, sem ekki er ólíklegt, að frekari byggingar íþróttamannvirkj a stöðvist, er vonandi að gjald- eyrisyfirvöldin sjái sér fært að miðla einhverju efni til slíkra framkvæmda, svo að ekki verði nauðsynlegt að snögghætta við framkvæmd þessara mála. Hins vegar er svo þess að gæta, að hinar mörgu og glæsilegu bygg- ingar hafa skapað algerlega nýjan starfsgrundvöll í þessum efnum. Verður það höfuðverk- efni þeirra, er um þessi mál fjalla í náinni framtíð, að nýta þá möguleika, er fengnir eru með þessum íþróttamannvirkj - um. Búóuigs duft Romm Vanille Sítróna Appelsnt Súkkulaði Ferðir Heklu (Framhald af 1. síðu) 25. nóv. Farið verður heimleiðis frá Kaupmannahöfn strax dag- inn eftir. Komi það í ljós, að þörf verði fyrir fleiri ferðir en áætlaðar hafa verið, mun félagið senda Heklu í aukaferðir. Blástakkar (Blájackor) Bráðskemmtileg og fjörug sænsk söngva- og gamanmynd. Aðalhlutverkln leika: Skopleikarinn Nils Poppe, Annalisa Ericson, Cecile Ossbahr, Karl-Arne Holmsten. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7ripeli-Síé t leit að lífsliammg|u (The Razor.s Edge) Mikilfengleg stórmynd eftir heimsfrægri sögu W. Somerset Maugham, er komið hefir út neðanmáls í Morgunblaðinu. Aðalhlutverk: Tyrone Power Gene Tierney Clifton Webb Herbcrt Marshall John Payne Ann Baxter Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 1. Inngangur frá Austurstræíi. JjatHatétc Prinsessan og s | ór æninginn (The Prinsess and the pirate) Afar spennandi amerísk gam- anmynd í eðlilegum litum. Bob Hope Virginia Mayo Victor McLaglen Sýning kl. 5 og 9. Sími 1182. Hljómleikar kl. 7. Sonur Hróa hattar Spennandi ævintýramynd í eðlilegum 'litum. Cornel Wilde Anita Lowis. Sýning kl. 5 og 7. KI. 9: ® Sýning frú Guðrúnar Brunborg Englandsfarar. Stórmynd frá frelsisbaráttu Norðmanna. Bönnuð innan Í6 ára. : :j::::::::::::::::::::::::::::::::i::::::::::::j::::::::::::s5:::::s::::::::::a::::::::~í{mn::::y,! Allt á sama stað Sem umboðsmenn á íslandi fyrir neðangreindar enskar verksmiðjur, getum við útvegað gegn innflutnings- og gj aldeyrisleyfi margskonar vörur í bila: FERODO SPECIALLOID GLACIER PARSON DUNLOPILLO Bremsuborffa og hnoff Bullur og hringi í alla bíla Hvítmálmi og koparfóffringa Snjókeffjur og hlekki Gúmmísæti í bíla og mattressur Sýnishorn fyrirliggjandi. Sparið tíma og gerið innkaup yðar þar sem þér fáið hagkvæmast verð. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118. — Sími 1717. Erlent yfirlit Norska stórskipinu „Venus,, hleypt a f stokkunum í Aarhus í Danmörku. Þessi mynd er af frú Peron, forsetafrú frá Argentínu. — Eins og menn muna var forsetafrúin á ferð um Evrópu í sumar og vakti þá mjög mikla athygli. Lá jafnvel við alvarlegum uppþotum sums staðar þar, sem hún fór um. Mun það þó fremur hafa stafað af stjórnmálalegum ástæðum en persónu- legum áhrifum frúarinnar. (Framháld af 1. síðu) leiðslunni, eða um 12 miljörð- um af 255 miljörðum árlega. Afkoma Bandaríkjanna byggist því fyrst og fremst á heima- markaðinum, en þar sé einmitt ekki fullnægt eftirspurninni eftir þeim vörum, sem mest eru fluttar út, eins og ýmsum vél- um og bifreiðum. Andstæðingar lánveitingar- innar eiga erfitt með að svara þeim rökum, að kommúnisminn muni eflast í Evrópu, ef Banda- ríkin veiti ekki hjálp sínq. — Gagnrök þeirra eru helzt þau, að lánsféð myndi yfirleitt ekki koma að tilætluðum notum, heldur fara í sukk og eyðslu. Þykjast þeir geta bent á lánið til Breta þessu til sönnunar. Aðalfylgi sitt eiga andstæð- ingar lánveitingarinnar í mið- ríkjunum, þar sem einangrun- arstefnan átti mest ítök áður. Andstæðingarnir eru bæði úr flokki demokrata og republik- ana. Skilyrffi fyrir láninu. Líklegt þykir, að þeir, sem vilja veita lánið, verði í meiri- hluta á þinginu, en hins vegar kunni þeir að verða að láta það undan andstæðingunum, að sett verði ýms skilyrði fyrir láninu. M. a. kunni þau skilyrði að vera sett, að umrædd Evrópu- lönd hafi fjárstjórn sína í góðu lagi og Bandaríkjastjórn megi flygjast með þeim framkvæmd- um, sem gerðar verða fyrir amerískt lánsfé, oy jafnvel stöðva þær, ef hún telur þær óheilbrigðar. Þá hefir einn af forsetaefnum republikana, — Stassen, — sem er frá mið- ríkjunum, hreyft því skilyrði, að öll þjóðnýtingaráform verði lögð á hilluna í umræddum löndum. Búazt má við því, að andstæðingar lánsins flytji fjölda tillagna um aukin skil- yrði. Örlagaríkt mál. Á þessu stigi er erfitt að spá um úrslit þessa máls. En það er víst, að hvernig, sem því lyktar, er það líklegt til þess að verða örlagaríkt fyrir Evrópu. Fari það alveg út um þúfur, sem ekki virðist þó liklegt, eða mis- heppnist framkvæmd þess, mun bað veikja mjög aðstöðu og á- hrif Bandarljkjanna. Heppnist það hins vegar vel, mun það verða þeim mjög til styrktar og álitsauka. Undir ölliyn kring- umstæðum mun lánveitingin líka verða til þess að skerpa tvískiptingu Evrópu, en senni- lega hefði hún ekki heldur orð- , ið umflúin, þar sem Sovétríkin ,virðast ekki vilja taka þátt í sameiginlegri viðreisn álfunnar. Vel kann líka svo að fara, að upp úr þessum samtökum skap- ist það bandalag Vestur-Ev- rópuríkjanna, sem Churchill hefir gerzt talsmaður fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.