Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.09.1947, Blaðsíða 1
Krrmaómk ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRA14SÓKNARFLOKKXIRINN Simar 2368 og «$7S PRJ5NTSMISJAN EDDA hl. 31. árg. TTSTJÓRASKRDraETOWB3: EDÐT7HÚ8X. Undargötu 9 A atmar 23S3 ag «78 APORKmSLA, INNHEIlkTA OG AUGLÝSINaASKRrPSTOPA: SDDDEÚSI, Lladargðtu BA Sími Reykjavík, fimmtudaginn 25. sept. 1947 174. blao' ERLENT YFIRLIT: Fær Evrópa Marshallslánið? Búizt við miklum átökum á þingi Banda- ríkjanna Tillögur Parísarráðstefnunnar um hjálpartilboð Marshalls eru nú komnar í hendur Band,*ríkjastjórnar og er þess nú beðið með cftirvæntingu, hvort Truman forseti kveðji þingið til aukafundar til að ákveða svar Bandaríkjanna. En það þykir víst, að miklar deilur verði um málið, þegar það kemur til kasta þingsins, þótt það hafi einhuga stuðning stjórnarinnar og ýmsra forráða- manna republikana. Verður þingið kvatt saman. Fyrst eftir, að Marshallstil- lögurnar komu til umræðu, gerðu ýmsar Evrópuþjóðirnar sér yon um, að ekki myndi taka langan tíma að koma þeim í framkvæmd. Vafasamt virðist nú, að þessar vonir muni ræt- ast. Um skeið var talið líklegt, að Bandaríkjaþing yrði kallað saman til aukafundar í haust til að afgreiða málið, en nú hef- ir Truman forseti helzt látið í veðri vaka, að málið verði ekki lagt fyrir þingið fyrr en á reglulegum. starfstíma þess, en það á ekki að koma saman fyrr en 4. janúar næstkomandi. Þeir, sem eru kunnugir starfsháítum þingsins, telja, að meðferð málsins þar muni alltaf taka tvo mánuði og kunni það að tefja málið enn meira, að for- setakosningar verða í Banda- ríkjunum á næsta ári og geti það tqrveldað meðferð málsins á ýmsan hátt. Lánveitingin kæmi þá ekki í fyrsta lagi til framkvæmda fyrr en í apríl eða maí næsta vor, og er það mjög tilfinnanlegt fyrir þau Evrópu- ríki, sem mest eru þurfandi fyrir hjálp Bandaríkjanna til Ipess að sigrast á erfiðleikum komandi vetrar. Ýmsir af ráðamönnum Banda ríkjanna hafa hreyft því, að undanförnu, að komið geti til mála að veita nauðstöddustu löndunum bráðabirgðalán áður en gengið sé frá aðalláninu. Sú ágizkun hefir líka heyrst síð- ustu dagana, að Truman for- seti muni kalla þingið saman til aukafundar til að ræða um bráðabirgðalán handa ítölum, Frókkum og Bretum, en af- greiðsla ^ðallánsins verði látin bíða til reglulega þingtímans, þar sem það sé líka miklu um- fangsmeira mál og þarfnist nánari athugunar. Dollarasparnaður Evrópulandanna. Ein afleiðing þess, að lán- veitingin dregst á langinn, er þegar orSinn sú, að mörg Ev- Flaug mannlaus yfir Atlandshafið Síðastl. mánudag var flugvél af Skymastergerð flogið frá Ný- fundnalandi til Bretlands, an þess að áhöfnin skipti sér nokk- uð af stjórn hennar. Flugvélinni var stjórnað með loftskeytatækjum og gekk ferð- in vel. Lenti hún heilu og höldnu eftir nálega 4000 km. flug. Lenti hún á fluvelli hjá London, eftir að hafa verjð um ellefu klst. á leiðinni. í flugvélinni var áhöfn sér- fræðinga frá flugher Banda- ríkjanna, er hafa fengizt við tilraunir á flugi áhafnarlausra flugvéla. Þeir þurftu ekkert að skipta sér af stjórn vélarinnar alla leiðina og ekki heldur, þeg- ar hún lenti. Flug þetta hefir þótt mikil tíðindi og þykir benda til þess, að enn sé mikilla framfara að vænta á sviði flugtækninnar, ekki sízt í sambandi við styrj- áldarrekstur. rópuríkin hafa nýlega gert margháttaða? ráðstafanir til þess að draga úr innflutningi ; frá Bandaríkjunum og spara , þannig dollaraeign sína. Bretar riðu fyrstir á vaðið í þessum ' efnum með mjög róttækar að- i gerðir, en Frakkar og fleiri Ev- ! rópuþjóðir komu á eftir og nú 1 hafa samveldislönd Breta einn- ig bæzt í hópinn. Þetta er fyrst og fremst gert af illri nauðsyn, en því er einnig ætlað að sýna Bandaríkjamönnum, að þessar þjóðir geti komizt af án hjálp- ar þeirra og ætli sér að gera það, ef nauðsyn krefur. Ekki sízt mun það tilgangur Breta. Þótt þessar þjóðir hafi mikla þörf fyrir hjálp Bándaríkjanna, hafa Bandaríkin líka þörf fyrir viðskipti við þau. Hagnaður Bandaríkjanna af lánveitingunni. Lánstilboð Bandaríkjanna er engan veginn sprottið eingöngu af góðgerðarsemi, þótt þau hafi vafalaust góðan vilja til að hjálpa Evrópuríkjunum. Með aðstoð sinni við Evrópulöndin vilja Bandaríkin afstýra þar skorti og öngþveiti, sem þau telja líklegt til ávinnings fyrir þá flokka, sem styðja aðal- keppinaut þeirra á sviði al- þjóðamála, Sovétríkin. Jafn- framt vilja þau tryggja sér á- fram markaði þar, en velgengni sú, sem nú er ríkjandi í Banda- ríkjunum, byggist að talsverðu leyti á utanríkisverzluninni. — Þetta má nokkuð marka á því, að fyrstu sex mánuði þessa árs nam útflutningur Bandaríkj- anna 7550 miljónum dollara, en innflutningurinn ekki nema 2850 milj. dollara. Verzlunar- jöfnuðurinn var þannig hag- stæður um 4700 milj. dollara á þessum árshelmingi. Meðhalds- menn lánsins segja, að dragist útflutningurinn verulega sam- an, eins og fyrirsjáanlega mun leiða af þeim ráðstöfunum, sem Bretar og fleiri þjóðir hafa ný- lega gert, fari fljótlega að safn- ast vörubirgðir, framleiðslan dragist saman og atvinnuleysið og kreppan skelli á. Þessar af- leiðingar vilja Bandaríkjamenn eðlilega forðast, því að þetta myndi ekki aðeins skapa vand- ræðí heima fyrir, heldur veikja stórlega aðstöðu Bandaríkjanna út á við og skapa stóraukna vantrú á fjármálakerfi þeirra, en Bandaríkjamenn telja sér nú fátt mikilsverðara í átökun- um við kommúismann en að efla álit fjármálakerfis síns og kreppa í Bandaríkjunum myndi þvi verða kommúnistum til framgangs. Ýmsir telja það eina ástæðu þess, að Truman forseti vill helzt ekki láta þingið fjalla um málið fyrr en eftir áramót- in, að hann telur það vænlegra til þess að koma málinu fram, að þessar afleiðingar séu farn- ar að koma í dagsljósið. Mótmælin gegn láninu. Þe|r, sem eru mótfallnir lán- inu vestra, telja það fjarstæðu, að nokkur samdráttur útflutn- ingsins myndi skapa kreppu í Bandaríkjunum. Þessu til sönn- unar benda þeir á, að útflutn- 1 ingur Bandaríkjanna nemi ekki jmeiru en" 5% af heildarfram- I (Framhald á 4. síðu) Um 120 íþróttamannvirki hafa verið byggð víðsvegar um landið með tilstyrk íþróttas jóðs NY TEGUND ORLSTVFLUGVÉLA :¦:¦::¦:¦;:+y.yýs.- :•;.;.¦¦ í .: ¦¦¦; !;¦'' '¦•;. -v^jS* '\"';' iv -:: ¦>*£, - ~~ ¦*¦-•*¦<**¦ ^ >" J ¦¦¦>;. íi , Mynd þessi er af nýjustu orustuflugvélategundinni, sem bandaríski flotinn hefir fengið. Skrúfan er af alveg nýrri gerð, eins og myndin ber með sér. Vélar þessar hafa 3500 ha. vél og eru mjög hraðskreiðar. — Mjjólkurskorturinn á Akranesi: Árangur hinnar f r jálsu samkeppni f mjðlkurmálunum þar Undanfarin haust hefir orðið tilfinnanlegur mjólkurskortur á Akranesi, sem kenna má slæmu fyrirkomulagi á mjólkurmálum kaupstaðarbúa, en mjólkursala þar er ennþá í höndum eift- staklinga og óskipulögð. Hefir nú orðið að grípa til strangrar mjólkurskömmtunar þar af þessum orsökum. Mælist skömmtun þessi mjög illa fyrir, enda er skammturinn lítill, hálfur lítri handa börnum og y4 lítri handa fullorðnum. Alls hafa þau kostað 8 milj. kr., en framlög if-.: Á Akranesi búa um 2400° manns og þarf því ekki lítið mjólkurmagn handa svo stórum kaupstað. Að undanförnu hafa aðeins fáir bændur í nágrenni við kaupstaðinn selt mjólk sína þangað, en flestir bændur hafa flutt mjólk sína með ærnum kostnaði á bifreiðum, fyrir Hvalfjörð, alla leið til Hafnar- fjarðar. Ef mjólkurbú risi upp á Akra- nesi, væri þar hægt að vinna úr allri þeirri mjólk, er fram- leidd er utan Skarðsheiðar og 3kki færi á markað á Akranesi. Væri slíkt bú því betur sett á Akranesi en víða annars staðar. Ferðir Heklu Síðan Loftleiðir h.f. fengu Skymaster flugvélina Heklu og hófu utanlandsflug 17. júní á þessu ári, og fram til 17. september þ. á. hefir fé- lagið flutt á milli landa 1427 farþega. Frá íslandi hafa verið fluttir 738 farþegar, en til íslands 689 farþegar. Flog- ið hefir verið til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands og Frakklands. Loftleiðir h.f. munu halda á- fram reglubundnum flugferð- um fyrir farþega, póst og far- angur til Kaupmannahafnar. í ráði er að félagið hefji flug- ferðir til Prestwick eða London, þegar leyfi hefir fengizt fyrir viðkomu á þessum stöðum. — Ferðir til Kaupmannahafnar munu verða á 10 daga fresti í október og nóvember. Frá Reykjavík verður fariðdagana 2., 13. og 23 okt., ogr 2., 14. og (Framhald á 4. síðu) Afmæli Prestaskólans Annan okt. næstkomandi eru 100 ár liðin frá því Prestaskól- inn var settur i fyrsta sinn í húsi Menntaskólans. Þessa af- mælis skólans verður minnzt með veglegum hátíðahö>dum, sem Háskólinn gengst fyrir. Hátíðahöldin munu fara fram í Menntaskólanum, Háskólan- um og Dómkirkjunni. Þau hefj- ast í menntaskólahúsinu kl. 11 f. h. og halda síðan áfram í Há- skólanum, en kl. 5 er messa í Dómkirkjunni, þar sem prestar mæta hempuklæddir. Um kvöld ið bjóða kirkjumálaráðherra og rektor Háskólans til veizlu að Hótel Borg. Biskup Stockhólmsborgar, (Framhald á 4. síðu) Tilraunir til smygl- unar Allmikið hefir borið á því að undanförnu að gjaldeyri, bæði innlendum og erlendum hafi verið smyglað úr landi. Síðast er Drottning Alexand- rine fór héðan var af toliyfir- völdunum gerð rækileg leit á farþegum og í farangri þeirra um það bil, er skipið va^: að leggja af stað héðan. Kom í ljós við þessa rannsókn að 23 íslendingar og útlendingar höfðu ætlað að smygla með sér bæði innlendum og erlendum gjaldeyri til Evrópu. Peningar þessir voru allir gerðir upptækir og eigendur þeirra látnir sæta ábyrgð. sjóðsins hafa numið 2 milj. kr. Nú eru um það bil 7 ár síðan lögin um íþróttasjóð og íþrótta- nefnd ríkisins komu til framkvæmda, en sú löggjöf varð fyrst og fremst til fyrir atbeina Hermanns Jónassonar, er þá var for- sætisráðherra. Síðan þessi lög komu til framkvæmda hafa orðið stórstígari framkvæmdir á sviði íþróttamála hér á landi, en ver- ið hafði áratugum saman áður en lögin urðu til. Hafa á þessu tímabili verið reist á annað hundrað íþrdttamannvirki fyrir rúmlega 8 miljónir króna. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi ríkisins, en hann hefif verið lífið og sálin í þessum framkvæmdum síðastliðin 7 ár, hefir látið Tímanum ýmsar upplýsingar í t,é varðandi þessi mál. Þorsteinn kvað sennilegt, að um þessar mundir yrðu tíma- mót, hvað það snertir að halda áfram að reisa ný íþróttamann- virki. Eins og að ofan greinir hafa á annað hundrað íþrótta- mannvirki verið reist á tíma- bilinu síðan 1940 fyrir meir en 8 miljónir króna. Af þessu fé hefir íþróttasjóður lagt fram um einn fjórða, en hinn hlut- inn hefir verið lagður fram af félögum og einstaklingum í þeim byggðarlögum, þar sem mannvirkin hafa verið reist. Nokkur af þessum mannvirkj- um eru reist í sambandi við skóla og eru þau ekki á vegum íþróttasjóðs. Langflestar þess- ara bygginga eru hins vegar á vegum félagasamtaka og byggð- arlaga og um leið á vegum í- þróttasjóðs. íþróttamannvirkin. Þau mannvirki, er byggð hafa verið á þessum árum, eru þessi, á vegum íþróttasióðs og íþrótta- nefndar með mótframlögum frá almenníngi: 20 nýjar sundlaugar, og 20 endurbættar. Af nýju sundlaug- unum eru 3 yfirbyggðar. 21 íþrótta- og samkomuhús víðsvcgar um landið, sem ekki eru í sambandi við neina skóla. (Framhald & 4. siðu) Sir Gerald Shephard fer héðan í dag Sir Geraid Shepherd sendi- herra Breta hér á landi, fer héðan alfarinn á morgun. Hann kom hingað 1943 og var hann fulltrúi Bretaveldis á lýðveldis- hátíðinni og flutti þar árnað- óskir og víðurkenningu lands síns hinu nýstofnaða lýðveldi. Síðan hefir hann dvalið hér því nær óslitið og hefir hann unn- ið sér mikla hylli og vinsældir fyrir frábæra lipurð og Ijúf- mennsku í starfi sínu. Sir Gerald og Lady Shepherd hafa eignast hér stóran vina- hóp, sem mun sakna þeirra eft- ir góða viðkynningu. Nú þegar Sir Gerald og Lady Shepherd fara alfarin af landi burt, fylgja þeim hugheilar kveðjur og beztu árnaðaróskir íslendinga. Flugmet Nýtt hraðamet var sett í gær á flugleiðinni New York—Kefla- vik. Var það Skymasterflugvél- in frá London frá A.O.A., er setti metið. Flaug vélin þessa leið á 11 klukkustun'dum, en vegalengdin er 2704 mílur að lengd. Kapt. á flugvélinni er Willjam C. Marquart. Merkilegur fornleifafiuidur: Hjá Sílastöðum í Eyjafirði hafa fundist grafir frá 10. öid Merkilegar fornleifar hafa nýlega fundizt hjá Sílastöðum í Kræklingahlíð. Hefir undanfarið verið unnið að greftri þar undir stjórn Kristjáns Eldjárns og er búið að moka upp fjórar grafir, sem taldar eru frá 10. öld. Ýms tæki hafa fundizt í gröfunum. Greftrinum er enn ekki lokið. Grafanna varð vart fyrir nokkru, þegar verið var að vinna að jarðabótum. Kristján Eld- járn var þá fengin til að koma Landgræðslusjóði berast gjafir Landgræðslusjóði hafa í sum- ar áskotnast gjafir frá ýmsum velunnurum sjóðsins, að upp- hæð alls kr. 8400,00 og kann stjórn sjóðsins gefendunum hin ar beztu þakkir fyrir. á vettvang og hefir hann stjómað greftrinum síðan. Þeg- ar er búið að moka upp fjórar grafir og hafa fundist bein og vopn í þremur þeirra, og virðast þær því vera karlmannagrafir. í fjórðu gröfinni fannst perla og höfuðbein og er talið að þar hafi verið kvenmannsgröf. — Vopnin eru sverð, spjót, axir og hnífar og eru sum þeirra lítt skemmd. Til fóta karlmönnun- um hafa verið heygðir hestar með fullum reiðtygjum. Fullvíst þykir, að grafir þess- ar séu a. m. k. frá 10. öld og er hér um hinn merkasta forn- leifafund að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.