Tíminn - 27.09.1947, Síða 2

Tíminn - 27.09.1947, Síða 2
2 176. MafB Jarðyrkjutækin Starfsmenn Búnaðarfélags íslands hafa verið á ferðinni víða um land til að gera byrj- unaráætlanir um framræslu lands í stærri stíl en dæmi eru til áður. Þeir eru margir mýra- flóarnir á íslandi, stærri og smærri, sem geta orðið hið bezta og arðsamasta kostaland. En þar er framræslan fyrsta skil- yrðið. Nú sjá bændur hylla undir uppfyllingu þeirra drauma sinna betur en nokkru sinni fyrr, að koma ræktunarmálun- um áleiðis. Og því hafa mæl- ingamenn B. í. óvenjumikið að gera á grundvelli laganna um ræktunarsamþykktir. En það eru ýmsar blikur í lofti, framtíðin dálítið óviss. Það er eftir að fá inn í landið tækin til jarðyrkjustarfanna. Nýsköpunarstjórnin svokall- aða gerði mikla samninga um skipakaup. Erlendur gjaldeyrir var tekinn frá og veðsettur þeim stofnunum, sem áttu að smíða skip og afhenda ein- hverntíma síðar. En það voru engir framtíðar- samningar gerðir á vegum rík- isstjórnarinnar um kaup á jarðyrkjuverkfærum, og vant- aði þó ekki, að stjórnarblöðin sæju að búskapur landsmanna væri ekki fullkominn. Það stóð ekki á bændum að biðja um verkfærin. En þau voru ófáan- leg eins og sakir stóðu. Og stjórn gjaldeyris- og viðskiptamál- anna brást, hér sem annars staðar. Gjaldeyririnn var ekki geymdur. Það voru fluttir inn margs konar hlutir, þarfir og óþarfir. Allar götur Reykjavík- ur fylltust af bílum. Sumir eru nauðsynlegir til flutninga á fólki og vörum. Aðrir eru hafðir til áfengisverzlunar og ástafars. ' Stórhýsi bílasalanna þenjast út og keppast hvert við annað að gnæfa sem hæst yfir götur borgarinnar. Byggðar voru nýjar bíóhallir, til að skemmta Reykvíkingum og gestum þeirra. Innflutningur og eyðsla áfengis og tóbaks óx með ári hverju. Ríkisstjórnin kallaði þetta allt nýsköpun. Svo var því bætt við, að svona mætti halda áfram og alltaf með sívaxandi hraða. Þær yrðu víst 800 miljónir króna út- flutningstekjurnar þetta árið, sem færi í hönd. Svo vakna menn við það að gjaldeyririnn er þorrinn og þá eru jarðyrkjuverkfærin ókomin. Og nú er það hlutverk þeirra, sem stjórna málum þjóðarinnar framvegis, að halda svo á mál- um, að þessi tæki fáist. Því að þar liggur mikið við. Fáein héruð eru nú þannig sett með tæki, að þau geta unnið i ræktunarmálum sfnum stór- virki, sem eru dæmalaus í bún- aðarsögu landsins. Eftir fáein ár verður aðstaða bænda þar almennt önnur og beri en áður hefir þekkzt hér á landi, nema þá sem einstök dfKni. Geti nú ekki önnur héruð fengið að fylgjast með af tækja- leysi, myndast hér nýtt viðhorf. Bilið á milli héraðanna verðu^ svo breitt að það varðar blátt áfram líf eða dauða. Þau héruff, sem verffa eftir handan viff gjána, sem er aff myndast, verffa TÍMINN, laugardaghm 27. sept. 1947 HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Rabbað um gengislækkun „Vinir alþýðunnar” Ég hefi verið hræddur við gengislækkun síðan Ólafur Thors varð forsætisráðherra 1942. Hræddur hefi ég verið vegna þess, að þegar menn reikna með að peningar fari lækkandi í verði, vilja þeir helzt ekki þurfa að eiga þá. Við höfum helduur ekki farið alveg varhluta af áhrifum þess hingað til. Sum!r hafa verið haldnir eins konar kaupaæði og sjúklegri eyðslu- fýsn. En þjóðin er nógu eyðslu- söm, þó að ekki sé aukið á það með stjórnarframkvæmdum. Hætta á gengislækkun hefir mér sýnst vofa yfir vegna þess, að það hefir löngum orðið úr- ræði þjóða til að komast frá verðbólgu, sem þær hafa steypt sér í. Því aumari og vejkari fjár- málastjórn sem verið hefir í iöndunum, því rækilegar hefir það ráð verið notað, því að það er einna auðveldast og lítil- mannlegast. Hitt er auðséð, að bað yrði ómögulegt, hvernig sem að yrði farið, að láta menn halda mörgu krónunum í fullu verði og stærð. Mammon í skutnum. „Fari Mammon flár úr skut fyrr en sær er rokinn, annars stelur hann öllum hlut í vertíðarlokin.“ Við Framsóknarmenn höfum varað við verðbólgunni. Við sögðum mönnum að skamma stund myndu þeir eiga að gleðj- ast yfir auðlegð krónufjöldans. Ef Mammon færi ekki úr skutn- um, myndu þeir verða rændir öllum hlut í vertíðarlok. Okkur var ekki trúað og nú blasa afleiðingarnar við. Það veit hamingjan, að mér finnst því fólki, sem ég hefi dauffadæmd sem landbúnaðar- sveitir. Þess vegna ber nú margföld nauffsyn til þess, aff öllum sveit- um landsins sé veitt affstaffa til aff fá hin fyrirhuguffu jarff- yrkjutæki á allra næstu misser- um. helzt talað við um stjórnmál, nokkur vorkunn, þó að það í stríðsgróðavímunni tryði mönn- um eins og Ásgeiri Ásgeirssyni og Gísla Jónssyni betur en mér. Því skyldu þeir trúa saklausum sveitamanni, sem aldrei hafði tekið þátt í „stórbisnes" eða svindli, þegar hann greindi á við fyrrverandi fjármálaráð- herra og formann fjárveitinga- nefndar? Það er stundum van- metið sakleysið. Það má vitanlega segja, að það sé ekki mitt að mæla menn undan því, að taka ábyrgð af- stöðu sinnar. Mennirnir vonuðu að seðlarnir í vasanum héldu gildi sínu og fjölda, þangað til Ólafur Thors og stjórn hans gerðu niðurfærsluna, og ekki myndi standa á henni, þegar þörfin krefði. Þá myndu allir jsöínuðu seðlarnir aukast að verðmæti og kaupmætti. Slík væri náttúra nýsköpunarinnar. Þessu trúðu menn og greiddu atkvæði eftir því. Kalli þeir nú á Baal. Nei. Ævintýrið er liðið. Og nú óttast margur um hlut sinn á vertíðarlokunum. Bundnir menn. Úti um land hefir víða verið hörgull á efni til framkvæmda. T. d. hefir timbur naumast fengist á Vestfjörðum undan- farin ár, nema á haustin. Bænd- ur og enda fleiri hafa ekki feng- ið fólk nema til brýnustu dag- legra starfa við reksturinn. Þetta hvort tveggja veldur því, að margar framkvæmdir hafa beðið, enda þótt nokkur fjárráð væru og þörfin aðkall- andi. Það hefir jafnvel ekki ver- ið hægt að halda við húsum og girðingum. En þó að framfaramennirn- ir úti um land hafi ekki fengið nauðsynjar sínar enn, hafa þeir ekki haldið að sér höndurn. Þeir hafa búið sig undir umbóta- starf, m. a. á þann hátt að leggja fyrir fé. Framsóknarmenn hafa knúið fram löggjöf um ræktunarsam- þykktir. Það er von á jarðyrkju- tækjum samkvæmt þeim lögum, en það er eftir að kaupa þau. Ekki var erlendur gjaldeyrir lagður til hliðar þeirra vegna, meðan hann var til. Bændurnir eru sjálfir eigendur að íslenzk- um peningum til að borga þessi tæki með, hver eign sem verður í þeim peningum. Sama er að segja um fjöl- margar framkvæmdir aðrar, skólabyggingar o. s. frv. Réttur sparifjáreigandans. Auðvitað eru það smámunir, þó að menn eigi peninga, sem svarar tekjum hálfs eða heils árs, hjá því hvernig atvinnulíf- ið gengur framvegis. En þó eiga sparifjáreigendur sinn rétt. Þeir eru þó yfirleitt gæddir þeirri ábyrgðartilfinningu að vilja tryggja framtíð sína og sinna. Án þeirrar ábyrgðartilfinning- ar stendur ekkert siðað og sjálf- stætt mannfélag. Auðvitað geta eigendur spari- fjárins verið leiðindamenn og siðferðilegir lubbar, svo sem skattsvikarar, en skattsvik eru drep í hverju þjóðfélagi, eins og annar óheiðarleiki. En hinu má ekki gleyma, að manna hef- ir verið freistað með alveg sér- stökum hætti til skattsvika undanfarið. Það gerir braskið og allt dekrið og eftirlitsleysið við óhr>?arleg gróðabrögð. Þeir, sem hafa staðið þessar freist- ingar af sér, eru sannarlega úr góðu efni gerðir. Þó að menn segi að einu gildi um verðskráningu hins dauða penings, er það skammt hugsað. Einhverjir verða að eiga spari- fé. Og því miður hefir oftar verið oflítið en ofmikið um sparifjárinnstæöur hér á landi til að lána blessuðum athafna- mönnunum. En hvað lengi halda menn að sparifjáreigendur verði til, ef alltaf er gengið á þeirra hlut? Ætli það sé þá ekki betra að leggja aurana sína í eitthvað og verða „athafnamaður," — eignast bréf í hlutafélagi, sem er rekið með lánsfé, — hvaðan sem það á að koma? Það vantaði ekki að mörgu fögru væri lofað þegar komm- únistarnir „Lslenzku" settust í ráðherrastólana 1944. Burgeisar íhaldsins áttu nú ekki að verða langlífir. Áki var með sveðjuna í hendinni og var tilbúinn að „skera þá við trog“, sem frægt er orðið. „Framsóknaraftur- haldið“ var þá heldur ekki til fyrirstöðu. Það hafði, sem sé skorist úr leik, eins og þaö var kallað. Nú var riðið geist úr hlaði með mikið veganesti, hvorki meira né minna en 580 miljónir í erlendum gjaldeyri. Við skulum ætla að „fólkið“, eins og Einar Olgeirsson orðar það venjulega, hafi ekki farið varhluta, þegar til skiptanna kom. Hvernig var svo farið með féð? Tvö „ráð“ voru látin ausa því út, hvert í kapp við annað. j í nýsköpunarráðinu var t. d. !Einar Olgeirsson mjög fjörugur I við austurtrogið. En hvar lentu peningarnir? Var það hjá „fólk- inu?“ Nei, þeir lentu hjá mönn- unum, sem „skera átti við trog“. Verkin sýna merkin. Skranið flæddi yfir landið. Verzlunar- hús, bíó og kanslarahallir ruku , upp. Hundruðum þúsunda var j varið í teikningar á luxus hóteli og útvarpshöll. Bifreiðainn- flutningurinn var sem flóðalda, enda eru nú allar götur þaktar ; bifreiðum. ( Hverjir fengu nú öll þessi gæði? „Burgeisarnir" og svo „fínir“ kommar. Svarti markaðurinn var opin- ber markaður, bílleyfi auglýst til sölu, verð á þeim var frá 10—20 þús. Verðlagseftirlit og álagning var þannig háttað, að því verri og dýrari innkaup þess meiri hagnaður. Húsabygging- ar komust í fáar hendur, sala á íbúðum og leiga var með þeim endemum, að menn varu bein- línis rakaðir, seldir á leigu um langa framtíð. Nú voru þó vinir alþýðunnar við völd — höfðu þeir Einar og Brynki gleymt „fólkinu?" Afgreiðsla tryggingarlaganna eru eitt af verkum þeirra. Að flestra dómi eru þau ein hringa- vitleysa. Troðið er upp á vellríkt fólk styrkjum, en fátæklingar og þeir, sem verða fyrir slysum, fá oft ekkert annað en að borga gjöldin. Svikin við alþýðuna — „fólk- ið“ — er nú orðin staðreynd, sem allir sjá. Eftir stjórnartíð kommanna eru þeir fátæku fá- tækari og þeir ríku ríkari. — „Fólkið“, sem þeir lofuðu að skapa bjarta framtíð og öryggi, er enn í bröggum, hanabjálk- um og kjöllurum. Feitu kýrnar — gjaldeyririnn er horfinn. — „Fólkið“ stendur með pappír í höndunum, sem hefir engan kaupmátt. Stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi er framundan. Þannig skildu vinir alþýðunn- ar við — „fólkið.“ Hræddur er ég um, að það verði létt í maga verkamanna, þegar frá líður, að lesa Þjóð- vil.jann með rússneskan áróður og níði um frelsishetjur kúg- aðra þjóða. Við næstu kosning- ar mun íslenzk alþýða — „fólk- ið“ — dæma þessa loddara^ sem svikið hafa hana og leitt hana út í fátækt og atvinnuleysi. Abc. Hér dugar heldur ekki neins konar seðlaprentunarhagfræði upp úr Þjóðviljanum. Fari svo, að nú þætti nauðsyn að grípa til gengislækkunar, meðan verðlag allt er í hámarki á heimsmarkaði, er hætt við því, að ýmsir búist við áfram- haldandi gengisfalli þegar verð- lækkunin kemur. Og ég veit ekki hvernig á að eyða þeim grun- semdum. En hvar stöndum við þá, ef menn reikna með óhjá- kvæmilegu gengishruni? Ætli það sé ekki meiri þörf að reyna að glæða trú á gildi pen- inganna? Ranglæti og hætta. Ég veit að hér er komið i full- komið óefni og öngþveiti. Niður- færsluleiðin er ekki fær nema með eins konar skuldauþpgjöri og margs konar ráðstöfunum sem kosta fé. En niðurfærsla er gengishækkun peninlga á inn- lendum markaði og því er eignaaukaskattur samfara nið- ui'færslu ré’ttmætur og sjálf- sagður. En það er heiðarlegra að fækka krónujn manna með eignaaukaskatti með hliðsjón af stækkun þeirra og efnahag eigandans, en að minnka þær með gengislækkun, sem minnk- ar allar krónur jafnt, eins ríkra sem fátækra. Vera má að öngþveitið geri gengislækkun fyrr eða síðar óhjákvæmilega. Hér er komið í sjálfheldu. En gengislækkun er bæði ranglát og hættuleg og því verður að fara sem síðast og skemmst út á þá braut. Páll Zóphóníasson: Hvaö geta bændur lært af óþurrkunum í sumar? Óþurrkarnir á Suðurlandi í sumar eru einstakir í sinni röð. Þeir hafa verið bændunum jafn bagalegir og síldarleysið síldar- útgerðarmönnunum. Vegna ó- þurrkanna verður ársafkoma bændanna mjög miklu verri en hún hefði ella orðið, og vegna síldarleysisins verður afkoma síldarútgerðarmannanna það líka. Og þó er þetta misjafnt, þegar einstaklingarnir eru at- hugaðir. Einstaka bændur hafa þrátt fyrir alla óþurrka fengið um meðalheymagn og hey þeirra eru lítið hrakin. Og nokkur skip, sem á /fldinni voru, koma af henni með góðan afla. En fjöld- inn af bændunum sem búa á að- alóþurrkasvæðinu eiga ekki eft- ir sumarið nema um helming af venjulegum heyforða og þelr eru til sem ekki eiga nema um y3 af meðalheyforða. Og mikið af þessum litlu heyjum er hrak- ið, og nokkuð af þeim var úr sér sprottið þegar þau voru slegin, og þegar af þeirri ástæðu er fóðurgildi þeirra minna en ella. Mér virðist bæði á viðtölum mínum við bændur og því sem ég hefi séð, að mikið megi læra af reynslunni í sumar hvað hey- skapinn snertir. Nokkur atriði í þvi sambandi vil ég tala um hér, og biðja bændur að íhuga þau vel, en vafalaust er fleira sem þar kemur til greina og vona ég að aðrir bendi á það, þvl skaðinn á að gera menn hyggna og af reynslunni á að læra. Votheysgerff. Það eru nú milli 60 og 70 ár síðan farið var að gera vot- hey hér á landi. Það hefir verið gert í stökkum, moldargryfjum, sem ýmist hafa verið hlaðnar innan, eða ekki, og í steyptum gryfjum af ýmsri gerð. Og vot- heyið hefir reynzt vel, en þó misjafnt eftir verkunaraðferð- um, og því hvernig gryfjurnar hafa verið gerðar. Margir bænd- ur verka nú vothey árlega, sér- staklega á Vestfjörðum og heppnast það ávalt ágætlega. Til eru bændur sem hafa gefið öllum skepnum eintómt vothey, og verkað öll sín hey þannig, og gefizt vel. Atvinnudeild háskól- ans hefir látið fóðra bæði sauð- fé og nautgripi á eintómu vot- heyi, og hafa þrif þeirra skepna er það fengu staðið jafnfætis samanburðarskepnum, sem gef- ið var eintómt þurrhey. Þaff má því fullyrffa aff þaff má gefa skepnum einsamalt vothey, aff minnsta kosti þegar þær venj- ast því, enda þó menn ekki enn vilji ráðleggja að gefa miklu meira af því, en sem svarar hálfri gjöf. Þrátt fyrir þetta er það enn svo, að fjöldi bænda hefir ekki aðstöðu til að gera vothey, því þeir eiga enga vot- heysgryfju, og treysta sér ekki til að gera það í stökkum. Allir þeir bændur á óþurrkasvæðinu, sem áttu nógar votheysgryfjur, fóru til mikilla muna betur út úr óþurrkunum í sumar en hin- ir, sem ekki áttu þær. Af því eiga bændur aff læra þaff, aff þeir, hver og einn einasti, eiga aff koma sér upp þaff miklum votheysgryfjum aff þeir geti verkaff helming heyja sinna í vothey. Og þetta eiga þeir aff gera í haust og næsta vor. Með því eiga þeir að vera búnir undir að taka á móti næsta óþurrka- sumri. Og enginn veit hvenær það kemur, né í hvaða lands- hluta. Allir — undantekningar- laust allir— bændur þurfa því að eiga votheysgryfjur yfir heljrting heyja sinna. Nokkrir bændur grófu sér moldargryfjur í sumar og verk- uðu vothey þar. Með því björg- uðu þeir heyinu undan hrakn- ingi, og tryggðu sér betri sprettu í seinni slætti. Aðrir gerðu vot- hey í stökkum með sama ár- angri. Þeir sem ekki komi því í verk fyrir næsta vor, að koma upp súrheystættum, geta, ef óþurrkar verða aftur næsta sumar, lært af reynslu þessara manna, sem björguðu heyjum sínum í súrhey í ófullkomnar bráðabirgða gryfjur í sumar. Þeir fá ef til vill meiri úrgang úr heyjunum í vetur, en ef þeir hefðu haft góðar gryfjur, en hvað er það móti hrakningun- um og allri vinnutöfinni við þurrkunartilraunirnar og öllum skapraununum sem fylgdu. Muniff því aff fjölga votheys- tóftunum. Hærurnar effa yfirbreiðslurnar. Vestfirðingar hafa frá gamalli tíð notað hærur, og breitt þær yfir hey sitt, þegar það var komið upp í sætin. Hærur þeirra voru heimaunnar úr íslenzkri ull. Seinna fóru þeir að nota poka í sama a.ugnamiði. Frá þeim bárust yfirbreiðslur yfir heysætin til Suðurlands fyrir 20 til 30 árum, og hafa náð tölu- verðri útbreiðslu. Þegar breitt er yfir sætin, má taka heyið illa þurrt í þau. í þeim þornar það og jp.fnar sig, og má oft taka hey í hlöðu úr sætum eftir að það hefir staðið í þeim 3—5 vikur, þó það hefði engum dottið í hug að setja það í hlöð- una með þeim þurrk sem á því var þegar það var sett I sætið. Fjölda margir bændur á Suður- landi hafa notaff yfirbreiffslurn- ar yfir heysætin í sumar. Þeir hafa þá tekið heyið fangaþurrt eða vel það í sæti og breitt yfir þau, látið það siðan standa í þeim, og þorna, og síðar látið það inn. Enn sjást yfirbreidd sæti, sem breitt var yfir kring- um „Snorrahátíð". Með þessu hefir miklu af heyi verið bjarg- að frá nokkrum hrakningi. Oft var heyið þó orðið nokkuð hrak- ið er það náðist í sætin, en sumt náðist fljótt í þau og er því ekki mikið hrakið, þó lengi sé búið að vera í sætunum. Yfirbreiðsl- urnar hafa sýnt sig að vera góð- ar, og þær hafa stuðlað mjög að því, að hægt var að ná heyjun-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.