Tíminn - 04.10.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1947, Blaðsíða 4
DAGSKRÁ er bezta ísienzka úmar'Afb um þjéðféLagsmál REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarfíokksins er í Eáduhúsirui við Lindargðtu. Sími 6066 4. OKT. 1947 181. blað Ferðaskrifstofan (Framhald af 1. síOu) skrifstofan getur látið bændun- um í té bifreiðar og leiðsögn með hagkvæmum kjörum. Ef af þessum ferðum verður, má bú- ast við mikilli þátttöku í þeim. Fólk í sveitunum -sayndi ferðast miklu meira um landið á milli anna, ef auðvelt væri með skipulagningu og framkvæmd slíkra ferða. Skíðaferðir til Norðurlandsins í vetur. Þá er nú í undirbúningi að efna til orlofsferða til Norður- landsins síðari hluta vetrar. Mun ferðaskrifstofan reyna að komast að sérstökum samning- um við hótelin norðanlands, til að auðvelda sem mest þessi ferðalög. Er ætlunin að ferðir þessar gerði aðalLs,ga fyrir skíðafólk, sem vill komast norð- ur í snjóinn. Hefðu hótelin á Norðurlandi einnig nokkurn hag af þessum ferðum, þó þau gæfu einhvern afslátt frá sumar- gjaldinu, þar sem mikil hluti þeirra mun standa auður yfir vetrartímann. f sumar ferðuðust 3903 manns á vegum skrifstofunnar. Þrátt fyrir slæma veðráttu hér sunnanlands í sumar var starfsemi ferðaskrifstofunnar mikil. Alls voru farnar 72 ferðir á vegum skrifstofunnar og tóku þátt í þeim 3903 manns. Var fjöldi útlendinga með í sumum ferðunum. í sumar reyndi skrifstofan oft að stuðla að Geysisgosum og auglýsti ^ð sápa yrði sett í hver- inn. Hefir i)etta komið sér vel fyrir marga, sem vildu sjá Geysi gjósa og er_ það ekki sjaldan, sem fólk hefir komið á bifreið- um langar leiðir úr fjarlægum landshlutum til að sjá gos, sem skrifstofan var áður búin að auglýsa. Auk ferðanna hefir ferða- skrifstofan veitt fjölda manns margvíslegar upplýsingar um landið og ferðalög. Hafa flestir útlendingar, sem komið hafa hingað t,il lands notið góðs af starfsemi skrifstofunoar, bæði með ferðalög og fyrirgreiðslu, auk þess sem þeir hafa þar feng# áreiðanlegar upplýsing- ar um landið. Skönimtunm (Framhald af 1. síðu) unin kunni að fara illa með þau íslenzk iðnaðarfyrirtæki, sem framleiða fatnað og skó úr al- innlendum efnum. Þegar menn fá engar slíkar vörur, án skömmtunarseðla, er hætt við því, að þeir kaupi frekar út- lendu vörurnar. Ástæða virðist því til að athuga, hvort ekki væri rétt að undanþiggja þessi iðnaðarfyrirtæki alveg skömmt- uninni, þar sem það myndi ekki hafa neiina gjaldeyriseyðslu í för með sér. Óánægja bílstjóranna. Þá er veruleg óánægja meðal atvinnubifreiðastjóra yfir benz- inskömmtuninni. Telja þeir skanimtinn alltof lítinn. Heyrzt hefir, að þeir hugsi sér að fá skammtinn aukinn gegn því, að ekki verði skráðar aðrar bif- reiðar hjá bifreiðastöðvunum en þær, sem eru starfræktar af atvinnubifreiðastjórunum. En ýmsir, sem ekki eru atvinnu- bifreiðarstjórar, láta skrá bif- reið sína sem atvinnubifreið, m. a. til þess að fá benzínskammt- inn. Brunabótafélag íslands vátrygfir aUt laackfé (b verslunarbirgBir). Uppiýsingar I aUalafcrifitofu. AlþýBuhúiri (siml 40X8) og hjá umboBsmðnnum, wm aru i hverjum hreppl og kaupstoB. (Jtbreiðið Tímann! ÞEIR SEM NOTA ALFA-LAVAL mjaltavélar ÖBLAST: Meiri mjólk, því að AHFA-LAVAL vélin er smíðuð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, því að með ALFA-LAVAL vélun- um er hægara að íramleiða hreina og gerlalitla mjólk, en með nokkurri annarri mjaltaaðferð. — Ódýrari mjólk, því að ALFA-LAVAL vélamar þurfa svo lltið afl og varahlutaeyðsltin er mjög lítil. — ALFA-LAVAL mjalta- vélum fylgir prentaður leiðarvlsir á islenzku. Sérfróður maður, sem er i þjónustu vorri, setur vélarnar upp og vér munum sjá um, að ávallt sé fyrir hendi nsegur forði varahluta. Bændur: athugið hvað nágranninn, sem hefir ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um véllna sína, áður en þér festið kaup á mjaltavél annars staðar. Einkaumboð fyrir ísland: Samband ísl. samvinnufélaga Skemmdur fóðurbætir (Framhald af 2. síðu) ég heyrt, að aska þætti vænleg til skepnufóðurs þó að hún væri ósýnileg berum augum. — Það munu hafa verið mikil brögð að því í sumar að hitnað hafi í mjölgeymslum verksmiðj- anna, hvers vegna og hverjum það er að kenna, skal ég ekki leggja dóm á, en það er víta- vert af hverjum, sem er að selja svikna vöru og þá ekki sízt af því opinbera. Það, sem bændur þurfa að gera, er að láta fara fram strangt mat á þeim fóðurbæti sem þeir kaupa, því það er alveg sama þó þetta mjöl eigi að seljast innan lands, þá er það engin afsökun fyrir þessa blöndunarstarfsemi. Ef varan er gölluð ber að flokka hana eftir því. Það, sem að framan er skráð, er ég reiðubú- inn að standa við hvar og hve nær sem er. Að síðustu óska ég þess af alhug, að sveitirnar, sem harðast hafa orðið úti af völd- um náttúruaflana, megi blómgv- ast og blessast sem fyrst á ný. Raufarhöfn, 5. sept. 1947. Lárus Guð'mundsson, frá Stórólfshvoli. ;; Við viljum kaupa ■■ 1 * alls konar gamla gripi svo sem: < > ,, Kvensilfur, borðsilfur og önnur {1 silfursmíði. Látúns- og koparsmíði: Kertastjakar, lýsislampar bjöllur, reiðtýgjaskraut. Útskornir munir: 1 * Rúmfjalir, askar, spænir, kistlar. Bókband. Langspil. o. fl. o. fl. <> <> <> <> <» <> <> <> <> < > Laugaveg 8. JÓN SIGMUNDSSON Skartgripaverzlun <> <> <> <» <> <> <» <> <» Reykjavik. < i i. Vinnið ötullega fyrir Tínuinn. Líðháskólinn í Borgá (Framhald af 2. síðu) ast þeir hverjir öðrum betur en tækifæri eru til í kennslustund- um. Þessi kynning nemenda úr ýmsum héruðum og jafnvel löndum er heillaríkari en ætla mætti skjótt á litið. En þess ber að gæta, að hver unglingur flytur með sér að heiman and- legt veganesti, þetta veganesti geymist ekki í lokuðum kistli eða fyrirbundinni skjóðu, held- ur njóta félagarnir góðs af því. Á þennan hátt gefst hverjum og einum kostur á að afla sér verðmæta, sem enginn mölur né ryð granda; verðmætin eru það bezta, sem pabbi og mamma hafa innrætt barni sínu áður en það lagði af stað út í heim- inn og ungmennin miðla nú hvert öðru af þessum dýrmæta „heimanmundi.“ Borgálýðháskólinn er góður skóli, hann elur upp góða sænskumælandi Finna, en hann er líka opinn öðrum Norður- landaþjóðum. Núverandi stjórnendur skól- ans eru Helmer J. Wahlroov skólastjóri og Dagmar v. Essén skólastýra, bæði hafa þau starf- að við skólann í meira en 20 ár og hlotið almennings lof fyrir störf sín. í fyrsta sinni er íslendingum nú beinlínis boðin skólavist á Borgálýðháskóla og þeim að kostnaðarlausu. Einn íslenzkur æskumaður hefir þegar tekið þessu boði, vonandi fara fleiri að dæmi hans þótt síðar verði. Nánari upplýsingar veita: Förstándarinna Dagmar v. Essén Borgá folkhögskole, Borgá, Finland og undirritaður. Ólafur Gunnarsson, Hjónaband. Sunnudaginn 14. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen ungfrú Kristbjörg Guð- mundsdóttir (Stefánssonar póst- og símstjóra í Vopnafirði) og Baldur Steingrímsson, verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. BARNABÆKUR Barnabókin eftir Stefán Jóns- son. 20.00. Bláhattar og önnur ævintýri. Axel Thorsteinsson þýddi. 10.00. Fósturdóttur úlfanna. Steingr. Arason þýddi. 25.00. Gestir á Hamri, sögur eftir Sig- urð Helgason. 12.50. Brezk ævintýri, með mörgum myndum. 12.50. Dýrasögur — eftir Bergstein Kristjánsson. 5.00. Duglegur drengur. ísak Jónsson þýddi. 12.00. Labbi og Lubba. ísak Jónsson þýddi. 8.00. Hve glöð er vor æska, eftir Frímann Jónasson frá Strönd. 20.00. Liily í sumarleyfi, eftir Þórunni Magnúsdóttur. 12.50. Hvað er bak við fjallið, eftir Hugrúnu. 15.00. Meðal Indíána, saga sem allir drengir hafá gaman af. 10.00. Mýsnar og mylluhjólið. — 5.00. Skóladagar, eftir Stefán Jóns- son. 12.00. Sögur af Jesús frá Nazaret, falleagar litmyndir. 10.00. Strokudrengurinn, — eftlr P. Askog. 12.50. Æskudraumar, eftir hinn vin- sæla barnabókarhöfund Sig- urbjörn Sveinsson, kosta að- eins 3 kr. Tarzan og Ijónamaðurinn. 12.50. Þessar barnabækur fást hjá öllum bóksölum. Bókaverzl. ísafoldar Ifldjinnu.msl sluidar uorrar uiÍ iandiÍ. ^JdeitiÍ d cdiandcf rce Ás iuijói. Jdlripstojja -Jdiapparstíy 29. (fémla Síé Abbott ojí Costello í Hollywood (Bud Abott and Lou Costello in Holllywood) Sprenghlægileg amerísk gam- anmynd með skopleikurunum vinsælu: Bud Abbott og Lou Costello. Sýnd kl. 5, 7 og ð. TNjteii-Síé tftj/a Ssé f leit að lífshamin|(ju (The Razor,s Edge) Hin mikilfenglega stórmynd Sýnd kl. 9. Noimi hætti að fljúga (Johnny Comes Flaying Home) Skemtileg flugmannamynd. Aðalhlutverk: Richard Crane Fay Mariowe Aukamynd: MUNAÐARLEISINGJAR (March of Time) Sýnd kl. 5 og 7. TjaMMrtié Fyðlmerkur- ævintýri Tarzans Afarspennandi Tarzan-mynd. Aðalhlutverk: Johnny WeissmiiUer Johnny WeissmiiUer Nancy Kelly Johnny Sheffield Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kí. 11. Bönnuð innan 12 ára. Simi 1182 Broshýra stúlkan (The Laughing Lady) Spennandi mynd í eðUlegum Ut- um frá dögum frönsku stjórn- arbyltingarinnar. Anne Ziegler Webster Booth Peter Graves Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hesft kl. 11. Í LAUS STAÐA Staða hins tæknilega framkvæmdastjóra við Síld- arverksmiðjur ríkisins, Siglufirði, er laus til um- sóknar. Grunnlaun kr. 14.00,00 á ári og frítt hús næði. Umsóknarfrestur til 25. oktober n. k. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Síldarverksmiðj a ríkisins Siglufirði eða til Sveins Benediktssonar, formanns stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, Hafn- arstræti 5, Reykjavík. Stjórn Sílclarverksmiðja ríkisins. Meunmgar- og minn- ingarsjóður kvenna Látið minníngagj afabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra t.ll alþjóðarheilla. Kaupið mlnningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssynl, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þurlði Sæmundsen. Til dýralækninga: Doðadælur Bólusetn. sprautur Vargler tilheyr. Holnálar Ormalyfjasprautur Júgursprautur Sendar um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum lelðindum, hve erfitt er viða 1 bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgrelðsluna vita um þau, þar til þau hafa verlð löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaSIð, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur^em búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunnl. — Margt er nú til í matinn ■ Norðlenzk saltsild. Hreínu- kjöt. Rófur. Lúða., Sjóbirtingur. j Kartöflur í 10 kg. pokum og ; saltfiskur á aðeins 2 kr. — í 25 kg. pokum. FISKBÚÐIN Hverfisötu 123. Simi 1456. Hafliffi Baldvinsson. Anglýsið í Tinaam SKi PAUTCitKÐ RIKISINS „SÚÐIN” vestur og norður til Akureyrar um miðja næstu viku. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutn- ingi skilað árdegis í dag og á mánudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.