Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 3
183. blað TfMirvrV, miðvlkmla^iim 8. okt. 1947 3 Gullbrúðkaup: Anna Þorsteinsdóttir og Loftur Jakobsson íJVcðra-Seli. Fimmtíu ára hjúskaparaf- mæli eiga í dag hjónin Loftur Jakofcson og Anna Þorsteins- dóttir í Neðra-Seli í Landsveit. Eru þau bæði af bændaættum þar í sveit komin og hafa alið þar allan aldur sinn og hvort! um sig átt aðeins tvo dvalar- , staði: föðurgarð og Neðra-Sel. Loftur er fæddur í Borg og ólzt þar upp með foreldrum sínum til 12 ára aldurs, en þá eyddist Borg — harða vorið 1882 — og fjölskyldan fluttist að Neðra- Seli. Eftir lát föður síns 1890 varð Loftur fyrirvinna móður sinnar unz hún — með sam- þykki jarðareiganda — lét hon- um jörðina á hendur vorið 1897. Réðst þá til hans heimasæta frá næsta bæ, Anna, dóttir Þor- steins bónda í Kollsmúla. Gift- ust þau 8. október um haustið og hafa átt heima í Neðra-Seli síðan. Fremur voru efnin smá til að byrja með. En þau fundu þá og ætíð síðan hamingju í lífskjör- um sínum og færðu með því björg í bú, sem er stórri fjár- fúlgu betri. Sambúð þeirra hefir verið með ágætum og samtök í atorku, ósérhlífni, nýtni og nægjusemi frábær. 10 af börn- um þeirra náðu fullorðinsaldri, 8 synir og 2 dætur, öll tápmikil og mannvænleg. Einn sonanna lézt fyrir fám árum af slysi •— fyrir ósamkomulag stórveld- anna — og eru börnin því nú aðeins 9, sem þeim mun þykja helzti fátt. Ástúð og umhyggja : á milli foreldra og barna er hin æskilegasta og eðlileg afleiðing af sambúð foreldranna. Eigi var laust við að ýmsum öðrum finndist þröngt í litlu gömlu baðstofunni, þegar börn- in voru öll á örasta vaxtaijskeiði. En aldrei örlaði á því, að for- eldrunum þætti halinn þungur, né að öðrum bæri að hlífa þeim við skyldum vegna ómegðar, enda bættist þeim og jafnan brauð með barni hverju. Fyrir rúmum tveim árum fengu þau tveimur sona sinná jörðina í hendur og mun hálf jörðin nú eigi lakari hlutur en heil fyrir 50 árum. — Hafði Loftur þá haft búsforráð í 55 ár og Anna í 48 ár. Dveljast gömlu hjónin síðan hjá þessum sonum sínum og munu hyggja til að gera framvegis. Munu all- ir þeir, er til þeirra þekkja, óska þess, að sá friður og farsæld, er þau hafa jafnan valið, megi fylgja þeim um órunnið skeið. G. Á. Sitt af hverju tagi Vsgsluvottor® Elísa- | betar priiises.su j Erkibiskupinn af Kantaraborg er farinn að svipast um eftir nægilega góðum skrifara til að skrifa vígslu- vottorð Elísabetar prinsessu og Filipp- usar. Vígsluvottorð konungsfjölskyld- unnar ensku eru skrifuð með fjaður- penna og fornri leturgerð. Nú er sá, sem síðustu áratugina hefir skrifað þetta, dauður, og mikill vandi að finna nýjan mann til starfsins. Ekki hefir enn frétzt að búið væri að ákveða hvort vigsluvottorð prins- essunnar og Mountbattens verður skrifað á léreft eða pergament, en að sjálfsögðu verður það myndskreytt. Tengdaforeldrar Illtlers fyrlr rétti Tengdaforeldrar Hitlers verða að mæta fyrir rétti í Munchen. Fritz Braun var áður kennari, en er nú timburmaður. Hann var bæði flokks- bundiyn nazisti og SA maður, en auk þess er þeim hjónum gefið það að sök að þau hafi gefið samþykki sitt til kunningsskapar Evu dóttur sinnar og Hitlers. Karlinn heldur því fram, að Eva, sem aldrei var flokks- bundin, hafi engin áhrif haft á for- ingjann. IVylonfatnaður og eldbætta Það getur verið hættulgt að ganga 1 Nylonfötum. Þetta nýja eíni, sem allar konur eru svo hriínar af og sækjast ákaft eftir og yfirkaupa ef færi gefst, er nefnilega miklu eldfim- ara en venjulegur fatnaður. Komist neisti í Nylonblússu fuðrar hún upp líkt og myndafilma. Falli neisti á Nylonsokk er þar óðara stórt gat, og þó að jafnharðan sé slökkt verður af svíðandi sár á hörundinu. Efnið bráðnar og logar í hörundinu. Ein manneskja hefir látið lífið á Kaupmannahafnarspítala vega Nyl- onbruna. Það var ung kona, sem var flutt þangað seint í júni í sumar. Hún hafði misst neista úr sígarettu niður á nærklæði sín, og á svipstundu voru þau brunnin af henni. Konan hljóðaði og fólk kom óðara að, en hafði ekki tök á að slökkva bálið fyrr en fötin voru orðin að engu. Konan lifði mánaðartíma við harm- kvæli og lézt þá. Brunasár hennar stöfuðu vitanlega mest af því hvað fötin voru eldfim, þó að íkveikjan sé auðvitað að kenna reykingum. Mega prestar giftast fráskildum konum? Fyrrverandi erkibiskup í New York, William T. Manning hefir deilt á biskupa mótmælenda í Kentucky og Michigan fyrir að leyfa hjúskap presta og fráskilinna kvenna. Hann segir, að annað eins geri hjónavígsluna hlægi- lega og að með þessu sé stofnað til hjúskapar sem fyrirfram sé vitað að fari út um þúfur. Vinnið ötull&sm tyrir Timmmn, “1 A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Fyrsti hluti FYRSTI KAFLI. Ég hélt fast í höndina á mömmu, þegar við gengum út úr dimmum hvelfingum járnbrautarstöðvarinnar fram í dags- ljósið í hinni ókunnu borg. Ég hafði einsett mér að treysta mömmu, þótt ég hefði aldrei séð hana fyrr en þennan dag og þreytulegt og tekið andlit hennar væri harla ólíkt andliti móður minnar. En henni hafði mistekizt að vekja hjá mér hlýjar tilfinningar, enda þótt hún keypti handa mér rjóma- súkkulaði í sjálfsala. Ferðin frá Winton hafði gengið seint. Við vorum í þriðja flokks vagni, og mamma hafði setið steinþegjandi andspænis mér alla leiðina — kona i gráum, druslulegum kjól með gríðarstóra krystalsnælu í barminum og svartan hatt, sem slútti niður yfir annað eyrað. Hún sat álút við gluggann, starði sífellt út, bærði varirnar við og við, eins og hún væri að tala við sjálfa sig á þöglu máli, og bar klútinn sinn öðru hvoru upp að augnakrókunum, líkt og hún væri að styggja burt flugur, er ásæktu hana. En nú vorum við komin út úr járnbrautarvagninum, og hún gerði sér sýnilega far um að herða upp hugann. Hún þrýsti hönd mína og brosti framan í mig. „Þú varst góður drengur að gráta ekki meira“, sagði hún- „Heldurðu, að þú getir gengið heim? Það er ekki mjög langt“. Ég vildi umfram allt gera henni til geðs, svo að ég sagðist auðvitað geta gengið. Við skeyttum því ekkert um bifreiðina, er beið fyrir framan fordyri járnbrautarstöðvarinnar, heldur skunduðum niður götuna. Mamma benti mér á ýmsa merkis- staði, er við áttum leið hjá, og reyndi að vekja áhuga minn á þessu nýja umhverfi. Mér fannst gangstéttin ganga í bylgjum undir fótum mér, og öldusláttur á frlandssundi dunaði enn í höfðinu á mér. Vélaskröltið á skipinu hafði gert mig hálf-heyrnarsljóvan, en samt heyrði ég drýgindahreiminn í dapurlegri rödd mömmu, er við gengum framhjá fallegri byggingu, er var handan götunnar. •,Þetta er ráðhúsið hjá þeim i Levenford, Róbert minn. Leckie vinnur hér — hann er heilbrigðisfulltrúi“. „Leckie“, hugsaði ég. „Það er maður nýju mömmu — faðir móður minnar". Ég var strax orðinn reikull í spori, og mamma fór að gefa mér gætur með sýnilegum áhyggjusvip. „Það er verst, að engir vagnar skuli ganga i dag,“ sagði hún. Ég var orðinn miklu þreyttari heldur en ég hafði gert mér grein fyrir, og það var ekki laust við, að ég væri líka hálf- smeykur. Göturnar voru allar steinlagðar, og umferðaskark- alinn lét ókunnuglega í eyrum. Þung högg bárust neðan frá skipasmíðastöðinni, og upp frá járnbrautarstöðinni er mamma hafði bent mér á bognum, hanzkaklæddum fingri, stigu ægilegar eldtungur og þykkir gufumekkir. Úti á göt- unni voru menn að vinna vJð endurnýjun sporbrautanna. Hver minnsti vindblær þyrlaði upp stórum ryksveipum, sem fylltu vit mín og þrútin augu. Það setti hvað eftir annað að mér að hósta. Innan skamms komumst við þó út úr þessum skarkala, gegnum almenningsgarð, þar sem ég kom auga á litla tjörn og skeifumyndaðan hljómsveitarpall, og héldum þaðan inn í kyrrlátt úthverfi, sem eiginlega var þorp út af fyrir sig, fagurlega sett undir skógivaxinni hæð. Þarna voru tré og grænir vellir, fáeinar ellilegar búðir og lítil íbúðarhús. smiðja með stóra vatnsstampa fyrir dyrum úti handa hestum að drekka og mörg spáný hús með máluðum svölum. Á þessi nýju hús voru letruð falleg og íburðarmikil nöfn, oft gulln- um stöfum, og kringum þau voru skrautleg blómabeð. Við námum loks staðar niðri á miðjum Drumbuckvegin- um við hátt hús úr gráum sandsteini og með gul glugga- tjöld. Það hét Sjónarhóll. Það var ósjálegast af öllum hús- unum við þessa kyrrlátu götu, og þótt það væri gamalt, hafði aldrei verið gengið frá því til fulls. En það bætti dálít- ið úr, að i garðinum uxu breiður af stórum og ltfögrum prestafíflum. „Þá erum við komin hingað, Róbert minn,“ sagði mamma sínum dapurlega rómi, en örlítið hærra en hún átti vanda til. „Það er fallegt hérna á björtum degi, og við erum vel sett. Það er stutt í Drumbuckþorpið. Levenford er óþrifabær, en sveitirnar hérna i kring eru fallegar. Þurrkaðu þér nú um augun, góði minn, og komdu þér inn.“ Ég hafði týnt vasaklútnum mínum- þegar ég var að kasta brauðmolum til máfanna, sem voru á flögri kringum bát- inn, svo að ég gat ekki þurrkað mér um augun. En ég hlýddi henni að öðru leyti — elti hana þegjandi fyrir húshornið, þótt hjartað berðist í brjósti mér af ótta við það, sem ég kunni að eiga i vændum. Ég gat ekki gleymt því, sem grann- kona okkar í Dýflinni, frú Chapman sagði við mig, um leið og hún kvaddi mig með kossi á bryggjunni í Winton og fékk mig í hendur frænku minni: „Hvað skyldi nú koma fyrir þig næst, auminginn?" hafði hún sagt. Þessi geigvænlega spurning ómaði enn í eyrum mér. Mamma nam staðar við bakdyrnar. Piltur, á að gizka nítján ára gamall, lá á hnjánum í nýstungnu blómabeði. Hann var íölur í andliti, sljólegur og þunglamalegur, svart hærður og strýhærður og með stór og þykk gleraugu, sem töluðu sínu máli um það, að hann var mjög nærsýnn. LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllum ka upf élöj$un landsins. Samband ísl. samvinnufélaga Auglýsing Nr. 13/1947 frá Skömmtimarstjóra Hér með er lagt fyrir alla þá, sem hafa undil höndum nótur þær, er um ræðir í auglýsingu við* skiptanefndarinnar frá 17. ágúst s. 1., er kaupendul hafa kvittað á fyrir móttöku varanna að senda slíkar nótur til skömmtunarskrifstofu ríkisins 1 ábyrgðarpósti nú þegar, eða annast á tryggan hátt um afhendingu þeirra. Verzlanir þær, sem hér eiga hlut að máli, verða að stimpla hverja einstaka nótu með nafni sínu, áður en þeir senda nóturnar frá sér. Reykjavík, 7. október 1947 Skömmtunarstjóriim. Fjársklptamálið því sem hún teldi sér unnt. í bókuninni liggur það beint fyrir að hún telji þetta hægt með vissu skilyrði sem er full- nægt. Er það sannarlega fyllsti „ádráttur“ eins og á stóð. Nú liggur aftur fyrir hrein- lega að nefndin vilji ekki sinna kröfum vorum þó hún telji sig geta það. VII. Líflambaútvegun. Það liggur ljóst fyrir að nefndin byggir áætlun sína að- eins á útvegun frá Vestfjörðum. Auk þes sem ég tel líkur fyrir að unnt sé að fá fleiri lömb frá Vestfjörðum en gert er ráð fyrir liggur beint fyrir möguleiki til að fá lömb og fé frá öðrum stöð- um: 1. Af Melrakkasléttu — þar hafa lömb verið tekin. 2. Þingeyjarsýslum. Eftir þeim fréttum sem mér hafa borizt, þá munu Þingeyingar geta látið eitthvað s.f líflömbum haustið 1948. Sérstaklega þegar fulltrú- inn lýsir því yfir að lambaþörf verði ekki 1949 vegna niður- skurðar milli Héraðsvatna og Eyjafjarðar. 3. Úr hluta af Skaftafellssýsl- um. 4. Að síðustu gæti ósköp vel komið til greina, að fá sauðfé frá Grænlandi, ef rannsókn leiddi í Ijós þá möguleika á því. Þar er valið íslenzkt fé að upp- runa og allar líkur til að það reyndist vel ef heilbrigði er góð í því. Ég tel því líkur fyrir, ef vilji er fyrir hendi, þá geti lamba- útvegun verið mun meiri en nefndin áætlar og þar af leið- andi stórlækki áætluð aukaút- gjöld ríkisins vegna niðurskurð- ar í haust. VIII. Verðlagið: Sæmundur telur niðurskurð- aráætlun nefndarinnar í nr. I að engu hafandi, en vísar nú helzt til nr. II. Er það heppilegt vegna útvegunar líflamba til vor, en til þess hefir hann varla ætlast. Það hefir verið gerð IV. áætlunin. Ætli það gæti ekki komið fyrir að það yrði gerð V. og VI. áætlunin þegar þessi mikli troðningur frá nýjum hér- uðum, sem fulltrúinn skýrir, kemur í dagsljósið. — Sæmund- ur segir að það hafi ekki við nein rök að styðjast að fjár- skipti í haust hjá oss verði til hagnaðar fyrir bændastéttina. Áður en hann slær þessu fram slær hann striki yfir niðurskurð samkv. I, sem virðist hingað til hafa verið mál málanna. Þetta er sannarlega mikil fórn, enda virðist hann fórna hverju sem er, ef hann heldur að hann geti fengið nýtt afdrep, þaðan, sem hann getur spillt málstað vorum. Þetta frávik dregur úr hraða fjárskiptanna. Er það heppi- legt? Það er víst að hvenær sem niðurskurður á sér stað vegna fjárskipta eykst útflutningur kjöts og ég hygg að hvorugur okkar Sæmundar sé svo spá- mannlega vaxinn, að hann geti sagt með vissu hvenær verff á kjöti á erlendum markaði verff- ur oss hagkvæmast. Svo mikiff er þó vfst, að enginn þorir nú aff byggja á hækkandi verfflagi á íslenzkum afurffum erlendis. IX. Aðalkenning fulltrúans Sæ- mundar í sóttvörnum, er sú, að ekki skipti miklu máli hvert árið sem líður áður en niður- skurður til útrýmingar pesta fer fram, jafnvel þó pestin sé svo smitandi að hún geti bor- izt með kúm, kindum og jafnvel hlutum. Þessa kenningu endur- tekur hann nú. Þjóðin má víst hrósa happi yfir að hafa slikan fulltrúa, ef gin -og klaufaveikin bærist til landsins. Sannarlega er það mikil mildi að slikt hefir ekki enn skeð. p. t. Reykjavík 4/10. 1947 Hafsteinn Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.