Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 3
185. blað TÍMIM, fösÉndagÍnn 10. okt. 1947 3 Flmmtngiir: Tobías Sigurjónsson Á. J. Cronin: bondl í Geldingaliolti Ge^dingaholt 1 Skagafirði er eitt af hinum fornfrægu höfuð- bólum héraðsins. Þegar farið er veglnn út Langholtið frá Varmahlíð, blasir Geldingaholt- ið við til hægri handar, þar sem það rís upp af hinu fagra undirlendi Skagafjarðar. Bær- inn stendur austanvert í holt- inu, svo að einungis sér á húsa- þökin frá þjóðveginum. Þegar heim er komið, mætir auganu víðáttumikið, velræktað tún og reisuleg hýbýli. Er þar staðar- legt og fagurt um að lítast. Leynir sér ekki, að þar hefir verið unnið með atorku, dugnaði og þó jafnframt fyrirhyggju síðustu áratugi, og á þann hátt heíir verið á öllum verkum haidjð í Geldingaholti, að í fullu samræmi er vlð fegurð og kosti jarðarinnar og forna frægð hennar. Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti er fimmtugur í dag. Hann er sonur hinna al- kunnu og gagnmerku heiðurs- hjóna, Sigrúnar Tobíasdóttur bónda í Geldingaholti, og Sigur- jóns Helgasonar. Tobías yngri er fæddur í Geldingaholti og hefir dvalið þar allan sinn aldur að undansWCdum tveim árum, sem foreldrar, Jians bjuggu að Gili í Svartárdal. Tobías hóf búskap í Geldingaholti árið 1925. Bjó hann fyrstu árin á móti foreldr- um sínum, en síðan á allri jörð- inni. Tobías Sigurjónsson er búinn öllum beztu kostum hinnar ís- lenzku bændastéttar. Hægur í framkomu, fremur hlédrægur og lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn. Prýðilega gefinn, gjörhug- ull og prúðmenni hið mesta. Athafnamaður mikill. Tobías rekur búskap af hinum mesta myndarskap, en þó með gætni og fyrirhyggju. Má með fullri vissu telja Tobías í flokki þeirra íslenzkra bænda er bezt búa og til mestrar fyrirmyndar eru. Ég kynntist Tobíasi í Geld- ingaholti fyrst fyrir tæpum 20 árum. Kynni mín a,f honum hafa orðið á þann veg, að því oftat sem fundum hefir borið saman og þess oftar, sem ég hefi þurft til hans að leita með ýmis konar aðstoð og ráðlegg- ingar, því meira traust hefi ég til hans borið — og svo mun öðrum hafa farið, sem kynnzt hafa Tobíasi í Geldingaholti, að þeim hefir þótt gott að leita til hans og eiga samstarf við hann. Tobías er frjálslyndur um- bótamaður í félags- og lands- málum. Hann hefir frá önd- verðu verið einn öruggasti og óhvikulasti foringi Framsóknar- flokksins í Skagafirði. Hann er samvinnumaður ákveðinn. Hef- ir hann átt sæti í stjórn Kaup- félags Skagfirðinga um langt skeið og verið formaður félags- ins síðustu 8 árin. Þau störf sem önnur hefir hann rækt ágætlega og r#unnið sér traust félags- manna. Tobías gegnir ýmsum trúnaðarstörfum öðrum, bæði í sinni sveit og héraði. Gætir þar sömu ágætu eiginleika í starfi hans og annars staðar, ágæt hyggindi, lægni að koma málum fram og trúmennska, er lýsir sér í því að vinna jafn vel, þótt starfað sé fyrir aðra og eingöngu væri unnið fyrir sjálfan sig. Tobías er kvæntur Kristínu Gunnlaugsdóttur frá Bakka í Vallhólmi, hinni ágætustu konu. Eiga þau hjón hóp mannvæn- legra barna, sem alast upp í skjóli ággetra foreldra og föður- foreldra og fá þannig hin beztu skilyrði til þess síðar meir að taka við hinu fagra óðali feðra sinna og feta í þeirra spor, sem fyrirmyndar bændur og sveita- höfðingjar. Tobias * Geldingaholti er ung- nr maður enn, þótt fimmtíu ár séu að baki og á hann vafalaust eftir að skila miklum störfum enn, að nokkíru leyti á jörð sinni og að nokkru leyti sem áhrifamaður í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Þetta má því á engan hátt skoðast sem æviminning. Það eru aðeins örfá kveðjuorð frá mér með miklu þakklæti fyrir allt, sem ég hefi þegið í samskiptum við Tobías. Ég flyt hjónunum í Geldinga- holti, börnum þeirra og öllu heimili beztu óskir. En íslenzk- um landbúnaði óska ég þess að innan íslenzkrar bændastéttar verði ávallt sem flestir bændur á borð við Tobías í Geldinga- holti, þá mun íslenzka bænda- stétt aldrei skorta mannval til mikilla framkvæmda og heilla- ríkra áhrifa í þjóðlífi voru. Steingr. Steinþórsson. Nefndir á AlfDÍngi Síðastliðinn laugardag fóru fram kosningar á nefndum í sam- einuðu þingi og deildum. Úrslit nefndarkosninganna fara hér á eftir: Nefndir í sameinuðu þingi: Fjárveitinganefnd: Helgi Jón- asson, Halldór Ásgrímsson, Sig- urjón A. Ólafsson, Ásmundur Sigurðsson, Lúðvík Jósefsson, Gísli Jónsson, Ingólfur Jónsson, Pétur Ottesen og Pétur Magn- ússon. Utanríkismálanefnd: Her- mann Jónasson, Páll Zóphónías- son, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Olgeirsson, Ólafur Thors, Pétur Magnússon og Gunnar Thor- oddsen. Varamenn voru kosnir í utanríkismálanefnd: Eysteinn Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Bryn- jólfur Bjarnason, Bjami Bene- diktsson, Jóh. Þ. Jósefsson og Jóh. Hafstein. Allsherjarnefnd: Jörundur Brynjólfsson, Jón Gíslason, Ás- geir Ásgeirsson, Sigfús Sigur- hjartarson, Ingólfur Jónsson og Jón Sigurðsson. Þingfararkaupsnefnd: Páll Zóphóníasson, Hannibal Valdi- marsson, SJgfúiS Sigurhjartar- son, Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hlíðar. Nefndir í neðri deild: Fjárhagsnefnd: Skúli Guð- mundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Olgeirsson, Ólafur Thors og Hallgrimur Benediktsson. Samgöngumálanef nd: Jón Gíslason, Barði Guðmundsson, Lúðvík Jósefsson, Sigurður Bjarnason og Stefán Stefáns- son. Landbúnaðarnefnd: Stein- grímur Steinþórsson, Ásgeir Ás- geirsson, Sigurður Guðnason, Jón Pálmason og Jón Sigurðs- son. Sjávarútvegsnefnd: Halldór Ásgrímsson, Finnur Jónsson, Áki Jakobsson, Pétur Ottesen og Sigurður Kristjánsson. Iðnaðarnefnd: Páll Þorsteins- son, Gylfi Þ. Gíslason, Hermann Guðmundsson, Sigurður Hlíðar og Ingólfur Jónsson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Helgi Jónasson, Gylfi Þ. (TramJuM * 4. HMu) Þegar ungur ég var Fyrsti hluti Ég staulaðist af stað með bakkann upp hina bröttu, ókunnu stiga, sem allir voru lagðir gljáandi vaxdúk, er kom mér hjákátlega fyrir sjónir. Dálitla skímu lagði niður um þakglugga hátt uppi. Ég nam staðar uppi á efri stigapallinum og litaðist um. Þar var þvottaskál grópuð í vegginn og tvær hurðir. Ég tók í annan hurðarhúninn. En sú hurðin var læst. Þá reyndi ég hina. Hún opnaðist þegar í stað. Herbergið, sem ég kom inn í, vakti undir eins athygli mína. Þar var allt á rúi og strúi. Úti í einu horninu var hátt og mikið járnrúm, sem sýnilega var komið til ára sinna. í því var dyngja af teppum, sem fengið höfðu að liggja eins og gamli maðurinn skildi við þau, þegar hann fór á fætur, við arininn var bjarnarskinn, sem orðið var skorpið og skitið, og handklæðið, sem hékk yfir óhreinu þvottaborðinu, hafði sýnilega ekki verið hengt upp af neinni sérstakri natni. En einkum varð mér þó starsýnt á gamla klukku, sem lá á hliðinni mitt í alls konar skrani á arinhillunni, öll brotin og brömluð. Undarlegt sambland af tóbakssvælu og matar- þef fyllti vit mín, auk annars dauns, er myndast í litlum herbergjum, þar sem fólk dvelur mestan hluta sólarhrings- ins. Afi minn kúrði í stórum og ellilegum hægindastól með hrosshársáklæði framan við blakkan arininn. Hann var í þrautslitnum vaðmálsfötum og pjeð græna, skælda flóka- skó á fótum. Hann grúfði sig fram yfir lágt borð með gul- grænum dúki, og hægri hönd hans var kreppt um heljar- stóra pennastöng. Hann var sýnilega að afrita eitthvert skjal, sem lá fyrir framan hann. Öðrum megin við sig hafði gamli maðurinn heilt safn af göngustöfum, en til hinnar handar- innar ruslakörfu, sem búin var til úr blaðapappír, og langa grind, er mörgum krítarpípum hafði verið stungið í. í allar þessar pípur hafði verið troðið tóbaki, svo að ekki þurfti nema rétta út höndina og kveikja í þeim. Þetta var þreklegur maður, vel meðalhár, á að gizka sjö- tugur. Hann var rjóður í kii^num og hressilegur á svip, og ljósrautt hárið féll í lokkum niður á herðar. Þetta hár hafði sjálfsagt verið fagurrautt á sinum tíma, en nú var það tekið að fölna, án þess þó að verða grátt. Hann var bæði með vangaskegg og snúið yfirskegg, sem minnti á herforingja, og allt var þetta mikla hár ljósrautt. Hvítan í augum hans var alþakin skrítnum, gulum deplum, en sjáöldrin voru blá og skær — ekki fölblá eins og augu mömmu, heldur djúp og leiftrandi og heillandi. En sérkennilegast var þó nefið. Það var stórt og þrútið nef, dimmrautt og svipað lauk í laginu. Ég stóð þarna á miðju gólfi og starði forviða á þetta frábæra nef og gat ekki munað eftir, að ég hefði séð neitt, sem líktist þvi, nema stór, fullþroska jarðarber. Liturinn var áþekkur, og áferðin á því minnti mig á örðurnar á jarðarberjunum. Þetta mikla nef bar alla aðra hluta andlitsins ofurliði. Ég hafði aldrei á ævi minni séð þvílíkt furðuverk og gat ekki ímyndað mér, að til væri nef, sem kæmist í hálfkvlsti við það. Eftir langa mæðu hætti gamli maðurinn að skrifa, stakk pennastönginni bak við eyrað, sneri sér við í sæti sínu og virti mig fyrir sér. Það brakaði ferlega í brotnum fjöðrunum í stólnum, enda þótt þær væru allar vafðar með mórauðum umbúðapappír til þess að deyfa ískrið. Þetta var eins og voveiflegur fyrirboði þess, sem kunningsskapur okkar átti að bera í skauti sínu. Við horfðumst þegjandi í augu, og snöggvast gleymdi ég alveg nefinu, sem hafði heillað mig. Ég stokkroðnaði við tilhugsunina um það, hversu lítilmót- legur ég hlyti að vera í augum hans, þarna sem ég stóð í svörtu búðarfötunum mínum, tekinn og grátbólginn og með kálfsfætur, óreimaða skó og eldrautt hár. Hann þagði enn um stund, sópaði skjölum sínum til hliðar og benti svo á auða blettinn á borðinu. Ég lét bakkann þar, sem hann vísaði mér til. Hann leit varla af mér meðan hann mataðist. Hann var mjög fljótur að borða, og það var eitthvað heimsmannslegt skeytingarleysi í borðsiðum hans. Hann bragðaði til skiptis á ostinum og ávaxtamaukinu, braut brauðið saman, deyf skorpunni niður i teið og saup á því með hverjum munnbita. Þegar hann hafði matazt, sneri hann dálítið upp á yfir- skeggið og strauk vangaskeggið niður með snöggum hand- tökum. Loks seildist hann eftir einni tóbakspipunni, rétt eins og máltíðin hefði aðeins verið undanfari þess, að hann kveikti í henni. „Jæja — svo þetta er þá Róbert Shannon?“ Rödd hans var lág, en þó vingjarnleg. „Já, afi,“ sagði ég með erfiðismunum. Það var greinilegur afsökunarhreimur í þessum orðum mínum, en ég gleymdi samt ekki, að ég mátti ekki kalla hann langafa. „Ferðalagið hefir gengið vel?“ „Já — það fannst mér, afi.“ „Já — þetta eru góðir bátar, bæði „Naðran“ og „Slangan“. Ég man eftir þeim úti á legunni, þegar ég var í tollinum. Það er hvít rönd á borðstokknum á „Nöðrunni“ — það er eini munurinn á þeim. Kanntu að tefla damm?“ „Nei, afi.“ Hann kinkaði glaðlega kolli framan i mig, en það var sýnilega af lítillæti gert að kjá þannig íraman i sveinstaula, sem ekki kunni damm. Spamaður er svaril gegn verlbélgo og dýrtíð. Verzlið vil kavpfélögm og sparið þamdf fé ylar. Sambmd ísl. samvínnuf éjaga Sænskt hús til sölu við Langholtsveg 202. Félagsmenn hafa for- kaupsrétt samkvæmt félagslögum. Umsóknir um húsið sendist skrifstofu Sambands íslenzkra bygg- ingafélaga, Garðastræti 6, fyrir 12. þ. m. BYGGINGARSANVIMrFÉLAG REYKJAVlKFR TILKYNNING frá húsaleigunefnd Að gefnu tilefni vill Iiúsaleigunefnd taka fram, að samkv. 5. gr. luTsa- leigulaga, er nefndinni Iieimilt að að taka autt húsnæði leigunámi og ráðstafa því til handa húsnæðis- lausu innanbæjarfúlki. Hafi únotuðu húsnæði I bænum ekki verið ráðstafað til íbúðar handa innanhéraðsfúlki fyrir 15. okt. n.k., mun nefndin að þeim tíma liðnum taka það leigunámi án frekari aðvörunar. Jafnframt vill nefndin beina því til þeirra, sem kyimu að vita um autt húsnæði I bænum, að skýra nefnd- inni frá því nú þegar. Qheimilt er að leggja niður íbúðar- húsnæði í bænum án leyfis nefnd- arinnar. Húsaleigunefndin í Reykjavík Unglmgavantar til að bera út Tímann víðsvegar um bæinn. Gott kaup. — Talið við af- greiðsluna strax. - Síinl 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.