Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, laugarclagiiin 11. okt. 1947 186. MafS Laugardagur 11. okt. Óttinn við frelsi neytendanna í gær birtist í MorgunblaSinu langlokugrein, þar sem veizt er að Tímanum fyrír skrif hans um tillögur þær, sem Hermann Jónasson og Sigtryggur Klem- ensson hafa flutt í fjárhags- ráði um nýja skipan skömmt- unar- og innflutningsreglnanna. Grein þessi er eitt augljósasta dæmi er nokkuru sinni hefir sést á prenti um vondan mál- stað. í upphafi greinarinnar er reynt að halda því fram, að til- lögur þeirra Hermanns og Sig- tryggs séu „gersamlega ófram- kvæmanlegar“. Eins og kunnugt er, eru tillögurnar þær, að inn- flutningsverzlanir skuli fá inn- flutningsleyfi í samræmi við af- henta skömmtunarmiða. Það fyrirkomulag gildir nú, að smá- söluverzlanir fá ekki vörur, nema í samræmi við afhenta skömmtunarmiða. Engir nema „gáfnaljósin“ við Morgunblaðið, geta haldið því fram að það sé „óframkvæmanlegra“ að láta þessa reglu ná til innflutnings- verzlananna en smásöluverzl- ananna. Eftir að Mbl. hefir þannig reynt að andmæla tillögunum með álíka tyllirökum og m. a. sagt þær fluttar „í hreinasta blekkingaskyni11, opinberar það hina raunverulegu ástæðu til fjandskapar. síns við þær. Það segir, að tillögurnar „miffi aff því aff draga sem mest af verzl- uninni til samvinnufélaganna". Ennfremur segir það, að til- gangur tillagnanna sé, að „klafabinda verzlun mikils fjölda manna hjá kaupfélögun- um og útrýma helzt af ^ öllu annarri verzlun í landinu". Það er eins mikil fjarstæða og hugast getur,% að tillögur þeirra Hermanns og Sigtryggs klafabindi neytendur hjá einni eða annarri verzlun. Þvert á móti er tilgangurinn gagnstæð- ur. Verði fallist á tillögurnar, fá neytendur fullt frelsi til að verzla’þar, sem þeir helzt vilja, en samkvæmt núv. fyrirkomu- lagi, eru þeir neyddir til að verzla á „svörtum markaði" eða hjá okurverzlunum, þegar vör- urnar hjá beztu verzlunum eru þrotnar. En það sýnir bezt, að heildsalarnir óttast hið frjálsa mat neytendanna, þegar aðal- málgagn þeirra telur, að verzl- unin muni færast að mestu eða öllu leyti til kaupfélaganna, ef neytendurnir fá að ráða því sjálfir hvar þeir verzla. Hér af- hjúpast vel hin raunverulega afstaða þeirra, sem berjast gegn tillögum Hermanns og Sig- tryggs. Þaff er óttinn viff frjáls- ræffi neytendanna, óttinn viff frjálsa verzlun, sem stjórnar gerffum þeirra og ekkert annaff. Þá heldlur Mbl. því fram, að Tíminn hafi kallað öll önnur innflutningsfyrirtæki en kaup- félögin „vafasöm og óheilbrigð verzlunarfyrirtæki". Þetta er al- ger uppspuni. Reglur þeirra Hermanns og Sigtryggs myndu ekki síður bæta aðstöðu þeirra einkafyrirtækja, sem eru vel samkeppnisfær, en þeirra kaupfélaga, sem vel eru rekin. Það eru aðeins hin óheilbrigðu einkafyrirtæki, sem myndu heltast úr lestinni, ef þessum reglum væri fylgt, og þau eiga líka að gera það. Loks er það eitt aðalefni úíiatiaHgi Vantraust á fólkinu. Mbl. ályktar í fyrradag, að mjög sé hætt við því, að al- menningur muni helzt vilja kaupa vörur af þeim, sem óhag- stæðust geri innkaupin. Ekki er þetta nánar skýrt, en aðeins sag$, að sú regla, að verzlanir fengju innflutningsleyfi í hlut- falli við skilaða skömmtunar- seðla, gæti „leitt til þess, að þeir sætu fyrir um innflutning, sem óhagstæðust innkaup hefðu gert.“ Það er ekki mikið álit, sem Mbl. hefir á hagsýni almenn- ings og verzlunarviti. Stefna ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin heifir markað stefnu sína í verzlunarmálun- um í fyrrgreindri löggjöf (þ. e. lögunum um Fjárhagsráð). Þar er ákveðið, að þeirhi megin- reglu skuli fylgt, að þeir aðilar vinni að innflutningi til lands- ins, sem hagstæðust innkaup gera.“ Þetta er tekið orðrétt upp úr Mbl. Nú ætti blaðið að upp- lýsa á hvern hátt ríkisstjórnin fylgir þessari stefnu eftir. Það er ekki nóg að marka stefnu með yfirlýsingum, þó að góð byrjun sé. Það þarf að marka stefnu í framkvæmd með störfum og árangri. Frá hverju vill Mbl. segja í þeim efnum? Fyrsta skilyrffiff. Eins og vænta mátti er það ýmislegt í skömmtunarreglun- um nýju, sem kemur illa við almenning. Skammturinn er svo lítill af sumum nauðsynjum, að þeir, sem illa eru undirbúnir hafa óþægindi af, en það er að minnsta kosti engu síður heið- arlegasta fólkið. Skömmtun eins og t. d. er nú á mjölvörum getur ekki neitt réttlætt, nema mjög takmark- aður innflutningur, annað hvort af því varan sé ófáanleg, eða þá að reynt sé að draga inn- Morgunblaðsgreinarinnar, að Tíminn sé að spilla fyrir ríkis- stjórninni með því að benda á þá galla skömmtunar- og inn- flutningsreglnanna, að þær skapi jarðveg fyrir „svartan markað,“ svipti neytendur rétt- mætu frelsi og valdi aukinni dýrtíð, nema gerðar verði á þeim nauðsynlegar breytingar. Þetta er meginfjarstæða. Ef ríkis- stjórnin viðheldur þessu ástandi, mun hún eðlilega afla sér mik- illa og vaxandi óvinsælda. Þau blöð, sem hvetja stjórnina til að viðhalda slíku ófremdar- ástandi, vinna markvisst að því, að hún afli sér sem mestra ó- vinsælda, enda mun stórum hluta Sjálfstæðisflokksins' það næsta ósárt. Þau blöð, sem hvetja hana til réttra aðgerða, eins og Tíminn gerir í þessu máli, stuðla hins vegar að því, að stjórnin vinni tiltrú almenn- ings og henni verði auðveldara að fá hann til að sætta sig við ráðstafanir í sambandi við nið- urfærslu dýrtíðarinnar. Þess ber ríkisstjórninni líka vel að minnast, að bæði í stjórn- arsáttmálanum og fjárhags- ráðslögunum er neytendum heitið, að þeim skuli tryggt, að þeir geti verzlað þar, sem þeir helzt vilja. Þetta loforð er ó- uppfyllt enn. Stjómin má ekki draga efndirnar lengur, þótt ýmsir heildsalar og heildsala- málgögn, er óttast frelsi neyt- endanna, láti ófriðlega, kaup svo að frekar sé hægt að komast hjá lántökum í bili. Þetta hvort tveggja eru fullgild rök, svo að þjóðhollir menn munu sætta sig við óþægindin þeirra vegna. En því aðeins er réttmætt að þola óþægindi og sanngjarnt að ætlast til þess að menn geri það, að réttlætis sé gætt í fram- kvæmdum. Því aðeins er stætt á því að halda í nauðsynjar við menn, að sparnaðurinn bitni fyrst og fremst á óþarfanum. Það verður ekki bætt í dag fyrir afglöp liðins tíma. En stjórnin getur eflaust leitt þjóð- ina til viðnáms og viðreisnar, ef hún ber gæfu til að sýna rögg- semi, festu og réttlæti í fram- kvæmdum. Slysahætta. Katrín Thoroddsen flytur til- lögu um nýjar skömmtunarregl- ur. Fylgir þar með furðuleg greinargerð. Þar er m. a. talað um slysahættu af sápugerð á heimilum. Frúin virðist vera orðin næsta kjarklítil fyrst hún talar um slíkt, því að eins vel má tala um slysahættu af mats- eldun, þvottum og yfirleitt eldi og rafmagni í húsum manna. En sérstaklega ætti frúin með tilliti til slysahættu að snúa sér gegn reyktóbaki, því að reyk- ingar valda alltaf öðru hverju húsbrunum og manntjóni. Rússneskur kommúnistaflokkur. Þjóðviljinn er alltaf annað veifið að halda því fram, að það sé enginn íslenzkur kommún- istaflokkur til hér á landi. Þetta er að vissu leyti rétt, en hins vegar vita þeir, sem Þjóðviljann hafa lesið, að kommúnistaflokk- ur ráðstjórnarríkjanna hefir átt málsvara hér á landi. Vindhanaskapur Samein- ingarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins í utanríkismálum sýnir líka greinilega áhrifa- valdið frá Moskvu. Eru þeir Brynjólfur Bjarna- son, Áki Jakobsson og Einar Olgeirsson kommúnistar? Hvað sem þeir vilja um það segja, verður erfitt að hrinda frá sér trú á hin austrænu tengsl, meðan aldrei hefir orðið vart við sjálfstæða hugsun i Þjóðviljanum gagnvart Rússum og stjórnendum þeirra. Og þó að við höfum hér engan íslenzkan kommúnistaflokk er það sízt betra að hafa rússnesk- an kommúnistaflokk. Svartur markaffur. Sá orðrómur gengur nú um bæiinn, að í Hafnarstræti sé rekin verzlun með skömmtunar- seðla. Er sagt að þeir séu keypt- ir fyrir áfengi og seldir fyrir peninga. Slíkt þarf auðvitað að hindra með þungum viðurtögum og rækilegu eftirliti, því að nóg er eymd og auðnuleysi þeirra, sem mest drekka, þó að þeir fyrir- geri ekki rétti kvenna og barna til kaupa á lífsnauðsynjum vegna ógæfu sinnar. Þátttaka í slíkri verzlun er viðbjóðslegt athæfi. En varðar það við lög að kaupa skömmtunarseðla fyrir áfengi? Tölvísi kaupmannablaffsins. Mbl. vitnar í Tímann í gær og segir síðan: „Og þess háttar og annað eins birtist í blaði flokks, sem hefir tvo af fimm ráðherrum í stjórn landsins.“ , Hvernig á að skilja þetta? Kann höfundurinn ekki að telja nema fingur annarrar handar og sleppir því sem um- fram er? Eða telur Mbl. ráð- herrana færri en aðrir? Og hverjum sleppir það þá? FIMMTUGURs Guðmundur Jóhannesson lióudt, Króki, Grafnlngi Hann er fæddur í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1879 og verður því fimmtugur á morgun. Foreldrar hans eru Jóhannes Einarsson og Guðrún Geirsdótt- ir, sem bjuggu lengi í Eyvík við mikla rausn. Guðmundur kvæntist árið 1925, Guðrúnu Sæmundsdóttur frá Lækjar- botnum í Landsveit. Hafa þau búið lengst af í Króki í Grafn- ingi og eignast 6 börn, sem nú eru flest uppkomin og hin mannvænlegustu. Guðmundur hefir gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Verið skólanefndarfor- maðþr, sýslunefndarmaður og fleira. Hann er þó fyrst og fremst bóndi af lífi og sál. Mikill framfaramaður með sterka trú á landbúnaðinum qg þýðingu hans fyrir þjóðina. Jörð sína hefir hann stórbætt. Byggt steinsteyptar hlöður fyrir 1000 hesta, og öll önnur útihús jarð- arinnar með sama myndarbrag. Þá hefir hann byggt rafstöð, fyrir alllöngu. Guðmundur er áhugamaður um almenn mál- efni og óbrigðull stuðnings- maður allra framfara- og um- bótamála, enda sýnt það glöggt með fordæmi sínu. Vonandi á hann enn langan og giftudrjúg- an starfsdag framundan. X. Málverkasýning Sigurðssonar Þessa dagana hefir Sigurður Sigurðsson frá Sauðárkróki málverkasýningu í skála mynd- listarmanna. I|að er ljúfur og mildur blær yfir myndum þeim, sem þar eru sýndar. Sumar virðast við fyrstu sýn nokkuð daufar og óljósar í dráttum, eins og bezt væri að horfa á þær í rökkri. En þær eru sefandi og friðsæl- ar á að líta. Listamanninum hefir oft tekizt vel að ná hinni mildu og væru friðsæld ís- lenzkrar náttúru inn í myndir sínar. « Það virðist hafa verið unnið að þessum myndum af mikilli samvizkusemi og vandvirkni og er það alltaf mikils vert. Fyrir þá, sem fylgjast vilja með íslenzkri myndlist, er sjálf- sagt að láta ekki þessa sýningu fara fram hjá sér, en helzt þurfa menn að gefa sér gott tóm til að horfa á málverkin. En það er bezt að láta hvern einstakling um það, að gera sér grein fyrir áhrifum tízk- unnar á þennan unga málara, og dæma um það, hvort þau séu til hins betra eða verra. Sigurður er sonur Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns á Sauðárkróki. H. K. Baun grær í máims* nefi Fregnir frá Karlstad segja frá þessu atviki. Tvítugur piltur á Vermalandi varð aumur í nefinu í sumar og þegar móðir hans fór að sjá á því, leitaði hann til læknis. Læknirinn sá að matbaun hafði komizt upp í nefið á piltinum og skotið þar rótum og það var einmitt ein rótin, sem gamla konan hafði séð. En nú var ekki beðið boðanna með uppskeruna, svo að þessi baunaakur ber ekki frekari ávöxt. „Ég vildi lifa það, að þjóðin væri bindindissöm” - Afmælisviðtal við Guðlaugu Narfadóttur V Gufflaug Narfadóttir, Sörlaskjóli 46 átti fimmtugsafmæli h. 8. þ. m. f tilefni af því skrapp maffur frá Tímanum heim til hennar eftir afmæliff og masaffi viff hana um stund, svo sem hér gefur á aff líta. — Það er lítið til mín að sækja, segir Guðlaug, þegar | blaðamaðurinn hefir óskað við- : tals við hana. Þetta er ekki mik- ill aldur og það er allt ósköp i hversdagslegt, sem á daga mína .hefir drifið.' — Jú. En hversdagslegt al- þýðulíf er líka lærdómsríkt og 1 fullrar athygli vert. Hvar ertu fædd? ^ — Ég fæddist í Hafnarfirði. Foreldrar mínir voru Sigríður Þórðardóttir úr Garðahverfi og Narfi Jóhannesson frá Reykjum í Mosfellssveit. Ég er ættuð héðan úr nágrannahéruðunum. — Æskuheimili þitt var víst alþýðuheimili? — Já. Pabbi var sjómaður í Hafnarfirði frá þvi hann var 15 ára, bæði á skútum og togur- um. — Og menntavegurinn í æsku? — Það var barnaskólinn í Hafnarfirði. En svo má ég líka nefna ömmu mína og nöfnu. Móðir pabba hét Guðlaug Narfa- dóttir og hún var síðustu árin í Hafnarfirði. Hún sagði mér margt uppbyggilegt og einkum finnst mér að það hafi verið merkilegt hvað hún vandaði móðurmálið. Ég man eftir því að gömul kona, sem þekkti ömmu sagði einu sinni við mig: „Þú mátt vara þig að kafna ekki undir nafni.“ Ég sagðist nú búast við að gera það og þá sagði hin: „Þú hlýtur að gera það.“ — Einmitt það. En hvað er svo að segja um störfin í æsku? — Okkur systkinunum var snemma haldið til vinnu, enda þurfti þess með. Við vorum 7 sem komumst upp. Okkur var kennt að sá, sem ekki vildl vinna, ætti ekki heldur mat að fá. Mér finnst að það sé ekki hafður nógur áróður fyrir vinnunni. Það má vel auglýsa afrek í vinnubrögðum eins og ef menn stökkva eða kasta með sérstakri prýði, án þess að ég vilji gera lítið úr íþróttunum. — Ég var látin gera flest, sem fyrir kom þegar ég var stelpa, fara í fiskvinnu, vistir o. s. frv. — Og hvað svo? — Ég ' giftist rúmlega tvítug Halldóri Bachmann járnsmið í Reykjavík. Ég missti hann eftir tveggja ára hjónaband. Við áttum tvo drengi. Annar var 8 mánaða en hinn ófæddur þegar faðir þeirra dó. Ég fór þá til Hafnarfjarðar aftur og var þar í 5 ár, prjónakona, kenndi krökkum að lesa, var í fiskvinnu o. þ. h. — Var þetta ekki heldur erfitt? — Við skulum nú ekkert tala um það. En ég held að það sé miklu betra að vera ekkja með ungbörn núna og það má meta við alþýðutryggingalögin, þó að vitanlega þurfi að endurskoða þau. Það öryggi sem þau veita sumum, sem þurfa með, verður seint ofmetið. Við hjónin áttum húseign hér 1 Reykjavík og ég hefi þekkt húsabraskara síðan' þá. — Hvað tók svo við eftir 5 árin í Hafnarfirði? — Þá fór ég í kaupavinnu upp í Mosfellssveit og varð síðan ráðskona á Minna-Mosfelli og þar kynntist ég seinni mannin- um mínum, Hirti Níelssyni frá Langey í Breiðafirði. Við gift- umst haustið 1926 og fórum að búa að Nesjavöllum í Grafn- ingi árið eftir. Þar vorum við í þrjú ár en fluttumst þá í Flóann, vorum fyrst 2 ár í Meðalholtum og 15 ár í Dalbæ. Þaðan fluttum við svo hingað í vor. — Þetta er breytilegur ferill. Hvað viltu svo segja um hús- freyjustarfið 1 sveitinni? — Húsfreyju í sveit vantar margt, sem haft er í Reykjavík t. d. Mér fannst oft ömurlegt fyrst í stað, að koma heim til mln frá þægindunum og ljóm- anum hér. Ég held að það sé sá munur, sem dregur fólkið frá sveitunum engu síður en glaum- ur og skemmtanir. En afkomu- skilyrðin fara ekki þar eftir. Þægindin kosta peninga. Og það er betra að ala börn sín upp tili þroska og menningar uppi t sveitinni. — Hefir þú ekki lengi verið f stúku? — Jú. Mamma ól okkur öll upp í Góðtemplarareglunni og það tel ég mikið lán, því að við: höfum öll mótast af því. Sjálf hefir hún verið templari frá 15 ára aldri að stúkustarfsemii (Framhald i 4. slðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.