Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 4
D A G S K R Á er bezta islenzka tímaritib um þjoðfélagsmát HEYKJAVÍK Skrifstofa Framsókn.arflokksins er 1 Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 15. OKT. 1947 188. blað Erlent yflrllt (Framhald aj 1. síðu) tilgang, að þjóna peningagræðgi amerískra auðkonga. Það er rétt að nefna einnig annað dæmi. Næstum hvar sem maður kemur, ekki aðeins í Bretlandi, heldur í flestum löndum Evrópu, gefur að líta í sýningarglugga hin áferðar- glæsilegu amerísku tímarit og myndablöð, sem eru miklu stærri, fjölbreyttari og ódýrari en tilsvarandi tímarit og blöð í Evrópu. Þessi blöð eru oft þrungin miklum áróðri, þótt því sé mjög laglega leynt á yfir- borðinu. Þessi blöð ná sérstak- lega hylli yngri kynslóðarinnar, sem lætur glepjast af hinni glæsilegu tækni og hinu lága verði. Það er næsta auðvelt að fá ranga hugmynd um hinn raunverulega gang máianna með því að láta leiðast af þess- um villuljósum frá hinni am- erísku ofgnægð, sem er í svo fullkominni mótsetningu við ástandið í Evrópu eftir styrjöld- ina. Það getur enginn neitað því, að tæknilega hafa Bandaríkja- menn komist langt á sviði kvik- mynda, blaða og útvarps. Hver og einn getur því gert sér ljóst, að hér er hætta á ferðum, þegar þess er gætt, að Bandaríkin eru voldugasta heimsveldið og að áhrifamáttur kvikmynda, blaða og útvarps er geysilegur, eink- um þó á yngri kynslóðina. — Sérstaklega er þetta þó hættu- legt af þeirri ástæðu, að þessi áhrifatæki eru ekki í höndum hinna beztu Bandaríkjamanna, og ekki heldur í höndum banda- rísku þjóðarinnar sjálfrar, heldur eru þau oftast rekin af fjárgráðugum klíkum, sem eru ýmist hlutdrægar og mjög aft- urhaldssamar eða hirða ein- göngu um að fullnægja óheil- brigðum kröfum fáfróðs almúga, án minnstu ábyrgðartilfinning- ar. Mér virðist því einsætt, að þessi armerísku áhrif geti orðið stórhættuleg fyrir uppeldi barna okkar. Þótt hægt sé að læra margt af Bandaríkjamönnum á sviði iðnrekstrar og tækni, er það eigi að síður staðreynd, að fé- lagslegum sjónarmiðum og menningu þeirra er þannig háttað, að þeir ættu heldur að læra af okkur á því sviði en að reyna að kenna okkur. Ég skal líka síður en svo halda því fram, að Bandaríkjamenn séu ekki fúsir til að læra, því að þeir eru mjög fróðleiksfúsir sem einstaklingar. En hvernig eig- um við að kenna þeim og þeir að komast hjá því að hafa á- hrif á okkur, þegar aðstæðurn- ar eru þannig, að við náum alls ekki til þeirra, en þeir demba yfir okkur kvikmyndum sínum, útvarpsdagsskrám, tímaritum og myndablöðum. Hin öfluga heimsveldisaðstaða þeirra, á- samt löngun þeirra til að græða peninga á útflutningi umræddra menningartækja, mun skapa meiri og meiri einhæfingu, sem jafnan er andstæð heilbrigðri menningu og frelsi. Það er skoð- un mín, að þessari hættu hafi enn ekki verið gefinn nægilegur gaumur. En það er staðreynd, að þessi hætta er fyrir hendi, og hún er ein af ástæðunum, sem gerir það nauðsynlegt, að við beitum ítrustu kröftum okkar til þess að láta hugsjón- ir Sameinuðu þjóðanna verða veruleika. — Hér lýkur frásögn hins brezka rithöfundarins. En rétt er að geta þess, að margir, sem hafa látið í ljós sama ugg og hann, telja einmitt Marshallslánið á- fanga að því marki, að gera Evrópu óháða Bandaríkjunum. Meðal þeirra er norski hagfræð- ingurinn Ole Colbjörnsen, er var formaður norsku nefndarinnar á Parísarfundinum. Hann hefir nýlega látið svo ummælt, að raunverulega sé aðatilgangur Marshallslánsins að gera Evrópu þjóðimar óháðar Bandaríkjun- um með því, að koma þeim á fjárhagslega traustan jprundvöll. ALFA-LAVAL mjaltavélar Samband ísl. samvinnufélaga ÞEIR SEM IVOTA Meirl mjólk, þvi að ALFA-LAVAL vélin er smlðuð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, þvi að með ALFA-LAVAL vélun- um er hægara að framleiöa hreina og gerlalitla mjólk, en með nokkurri annarri mjaltaaðferð. — Ódýrari mjólk, því að ALFA-LAVAL vélarnar þurfa svo lítið afl og varahlutaeyðslan er mjög lítil. — ALFA-LAVAL mjalta- vélum fylgir prentaður leiðarvisir á íslenzku. Séríróður maður, sem er í þjónustu vorri, setur vélarnar upp og vér munum sjá um, að ávallt eé fyrlr hendl nsegur forðl varahluta. Bœndur: athugið hvað nágranninn, sem hefir ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um vélina sina, áður en þér festlð kaup á mjaltavél annars staðar. Elnkaumboð íyrlr ísland: ftBLAST: Nokkur orð um fjárskiptin (Framhald af 2. síðu) kvæmlega með aðfluttum grip- um, svo árum skiptir. Svo stórfelldar aðgerðir, sem þó eru þær einu, sem teljast ör- uggar til útrýmingar garna- veiki, verða naumast fram- kvæmdar nema á fáum bæjum í einu, en gætu þó án efa átt rétt á sér, þar sem um væri að ræða að bjarga búpeningi á við- áttumiklum landsvæðum frá garnaveikisýkingu. í samræmi við það, sem hér hefir verið minnst á og fyrrí greinar um þessi mál, legg ég enn sem fyr alla áherzlu á það, að framkvæmd verði sem fyrst, fullkomin leit að mögulegum sýkingarhreiðrum á öllum svæðum, þar sem grunur gæti verið um byrjandi garnaveiki í fé, og þar á meðal í héruðunum milli Blöndu og Héraðsvatna.“ Þessar hlutlausu skýringar sérfræðingsins tala sínu máli. Þær sýna, að til þess að takast megi að útrýma garnaveiki á svæðinu, ef hún er þar til, þá er brýnust nauðsyn að finna sýkta bæi, svo unnt sé að gæta þar allrar varúðar gagnvart naut- gripum og með einangrun húsa og lands. Síðastliðinn vetur var með rannsóknum leitað að garnaveiki á grunsamasta hluta svæðisins, en ekki sannaðist að hún væri til staðar. Að meira af svæðinu var ekki rannsakað, or- sakaðist fyrst og fremst af tregðu fjáreigenda til að láta rannsaka féð. Að þessu öllu athuguðu verð- ur lítið úr þessum aðalrökum ofurkappsmannanna fyrir nið- urskurði fjárins nú í haust. Reykjavík, 12. okt. 1947. Þjóðir, sem eru fjárhagslega ó- háðar, eru einnig líklegar til að vera menningarlega óháðar og verjast óhollum og skaðlegum félagslegum og menningarlegum áhrifum. Unglingavantar til að bera TÍM VW út á Laufásveg, Óðinsgötu og Skólavörðustlg. Siuii 2323. Samþykktir (Framhald af 2. síSu) starf og sérstaklega fyrir stuðn- ing við marga ungmennafélaga utan af landi, sem notið hafa íþróttaæfinga hjá félaginu. — Væntir fundurinn að Umf. meti þá aðstoð og notfæri sér fram- vegis“. Auk þessara samþykkta voru gerðar ýmsar varðandi starf- semi U.M.F.Í/ og félaga þess. Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir vexti og áhrifum ung- mennafélaganna og starfsemi þeirra. Hreindýrin (Framhald af 1. síðu) anförnu, geta helzt ekki verið fleiri en 1200 hreindýr, svo að öruggt sé, að þau hafi nóga haga og landrými. Hins vegar má telja víst, að dýrin nái þeirri tölu á næsta ári, ef ekkert sér- stakt óhapp kemur fyrir. Sagð- ist Helgi hafa lagt það til, að stórir hópar hreinkálfa væru sérstaklega fóstraðir í eitt ár, en þeir síðan fluttir til ákveðins staðar, þar sem þeim væri fyrir- hugað að dvelja til langframa. í þessu sambandi kvað hann nauðsynlegt að koma á sam- tökum meðal dalabænda, er hefðu áhuga fyrir að rækta hreindýr, um að þeir gættu og ættu hjörð sameiginlega og sæju henni fyrir beitilandi. Hann taldi hins vegar hið mesta óráð að láta einstaklinga hafa dýrin með höndum, meðal ann- ars vegna þess, að þau rása mikið um og myndu því verða óvinsæl, ef yfirferð þeirra ætti að takmarkast við lítið svæði, sem þau mættu helzt ekki fara út af. Stjórnarvöldin muiju nú hafa þessi mál til meðferðar og E.s. HORSA fermir í Antwerpen 17.—20. oktober og í Hull 21.—23. oktober. H.f. Eimskipafélag Islands SKIPAUTGeKÐ RIKISINS Skaftfellingur til Vestmannaeyja. Vörumót- taka í dag. Sæhrímnir til Bíldudals, Auðkúlu, Þingeyr- ar og Flateyrar. Vörumóttaka árdegis í dág. ráða væntanlega fram úr því áður en langt um líður, hvernig þessum málum verður skipað í framtíðinni. (jatnla Síó Hin eilífa þrá (L’Eternal Betour) Sýnd kl. 9. Dularfnlli Iiestaþjófnaðurinn (Wild Horse Stampede) Amerísk Cowboymynd með Cowboyköppunum Ken Maynard Hoot Gibson Sýnd kl. 5 og 7. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Iripeli-Síó Drangurinn í bláa berberginu Aðalhlutverk: Paul Kelly Constance Moore W. Han Lundigen Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1182. — Výja Síó Aima og Síams- konunugur (Anna and the King of Siam) Mikilfengleg stórmynd, byggð á samnefndri sagnfræðilegri sölu- metbók eftir Mararet Landon. Aðalhlutverk: Irene Dunne Bex Harrison Linda DarneU. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. yjatnatbíó Gilda Spennandi amerískur sjónleikur Sýning kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. ÍJtlagar (Benegades) Spennandi amerísk mynd í eðlilegum litum frá Vestur- sléttunum Evelyn Keyes Williard Parker Larry Parks Sýning kl. 5. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUB Biúndur og bíásýra (Arsenic and Old Lace) Gamanleikur eftir Joseph Kessilring. Frumsýning annaðkvöld kl. 8. áskrifendur sæki aðgöngumiða í dag kl. Fastir 3 til 7. Börn (innan 16 ára) fá ekki aðgang. o o <» o o <» o »» o o o o <» o o o o »» ÞaUUarávarp. Alúðar þakkir fœri ég öllum er sýndu mér vináttu á átt- rœðis afmœli mínu, 13. sefptemöer s.l., með gjöfum, Ijóðmœl- um og símskeytum. Guð blessi ykkur öll. 15. september 1947 VILHJÁLMUR JÓNSSON, ÞINGHÓL. Höfum opnað Málaflutningsskrifstofu að Laugaveg 10 Önnumst hvers konar lögfræðistörf og fasteigna- sölu. PÁLL S. PÁLSSOÁ HDL. KmiSTIW GUMARSSON HDL. Laugaveg 10. Sími 5659. MATSALA Matsala hefst í BREIÐFIRÐHVGABLÍÐ seinni hluta þessa mánaðar (fast fæði, lausar máltíðir). Allar nánari upplýsingar í skrifstofunni, sími 7985. T í M IIV N er víðlesnasta auglýsingablaðið! VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.