Tíminn - 16.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, íiinmtiiclagiim 16. okt. 1947 189. blað Fimmtudagur 16. oUt. Bílainnflutnmgiir á vegum S. I. S. Mbl. gerir sér tíðrætt um inn- flutningsmálin og birtir grein eftir grein gegn skrifum Tím- ans um rétt neytendanna til að verzla þar, sem þeir vilja helzt. Síðasta laugardag segir Mbl. að Samband ísl samvinnufélaga þurfi ekki að kvarta um að það hafi .verið afskipt við innflutn- inginn. Nefnir blaðið bílainn- flutning S.Í.S. máli sínu til stuðnings og bendir réttilega á, að hann hafi vaxið ört. Það var öll von til þess, að blaði heildsalanna væri þessi bílainnflutningur ofarlega í huga. En það var ekki jafn heppilegt fyrir það að nefna hann í þessum umræðum. Svo stendur nefnilega á, að bílarnir voru ekki fluttir inn nema að litlu leyti samkvæmt leyfum, sem Viðskiptaráð veitti verzlunum beint. Fjöldi bílanna er flutt inn samkvæmt leyfum, sem Nýbyggingarráð og Við- skiptaráð veittu einstökum mönnum og fyi'irtækjum. Og það, sem hefir gerzt er einmitt- þetta, að þegar einstaklingar höfðu fengið þessi leyfi og áttu að kjósa sér sjálfir til viðskipta þá verzlun, sem þeim var geð- þekkust og þeir treystu bezt, þá fóru svo margir þeirra til Sambandsins, að Mbl. segir, að það þurfi ekki að kvarta. Og þetta er alveg rétt hjá Mbl. — Samvinnuverslanirnar virðast ekki þurfa að kvarta um að þær séu settar hjá í viðskiptum, ef almenningur fær að ráða. En heildsalamálgagnið, Mbl., segir frá þessum aukna bílainn- flutningi S.Í.S., eins og þar væri um einhverja sérstaka, óverð- skuldaða náð að ræða. Það er sprottið af þeirri tilfinningu, að rétturinn í verzlunarmálunum sé hjá heildsölunum en ekki fólkinu og hér hafi því neyt- endurnir tekið handa S.Í.S ein- hvern rétt, sem bílaheildsal- arnir áttu. Mbl. er ekki öfundsverð af því, að standa nú strípað frammi fyrir þjóð sinni með þennan hugsunarhátt. Það er annars táknrænt fyrir gáfur og heiðarleik Mbl., að það deilir á reglur þeirra Sigtryggs Klemenssonar og Hermanns Jónassonar á þeim grundvelli, að samkvæmt þeim eigi að skylda neytendur til að afhenda verzlunum skömmtunarmiða sína fyrirfram. Tillögur þeirra gerðu ráð fyrir að neytendur fengju heimild til þess, ef þeir óskuðu þess sjálfir. Mbl. gat því vel verið fylgjandi reglun- um í sjálfu sér, enda þótt það hefði ekki trú á þessari heim- ild og vildi afnema hana. En það var ekki mergur málsins. Blaðið vildi binda fólkið á klafa heildsa’anna. Því vill það ekki viðurkenna rétt almennings. — Því hengir það sig í aukaatriði og læzt ekki sjá og skilja það, sem er kjarni málsins. Það var ósköp heppilegt að Mbl. skyldi verða til að gera bílainnkaup S.Í.S. að umræðu- efni og það einmitt á þennan hátt. Þar er dæmi um það, að þeir sem eignast hlutina og nota þá, geti haft ákveðnar óskhsum að færa viðskiptin eitt- hvað til. Svo er það spurningin, hvort þeir eigi með það eða ekki. Var hitt Málflutningur kommúnista er móðgun við þjóðina IJtvarpsræfSa Eysteins Jóussonar menntamálaráðherra Þessar útvarpsumræður eru haldnar að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar, enda þótt flokk- ur utanríkisráðherrans hafi flutt óskina um umræðurnar. Það hefir ekki verið óskað eftir utvarpsumræðum um þessa þingsályktunartillögu vegna þess, að hún sé í sjálfu sér svo merkileg, því fer fjarri að svo sé, þótt hún víkji að merku máli — Farísarráðstefnunni. Hins vegar er þál. og greinar- gerð hennar gott sýnishorn af andlegu ástandi leiðtoga komm- únista og gefur býsna góðar hugmyndir um bardagaaðferðir þeirra og merk að því leyti. Til- lagan og greinargerð hennar gefa einnig tilefni til, að rætt sé nokkuð almennt um vanda- málin og þann ofsafengna áróð- ur, sem nú er rekinn gegn því að þjóðin sameinist um við- reisnarstarfið. Ýmsir munu ef til vill segja sem svo, að umræður séu orðn- ar nógu miklar. Nú eigi aö tala minna og gera meira en áður. Það er hverju orði sannara, að hefjast þarf handa og biðin er orðin alltof löng og tjónið af því óbætanlegt. En menn verða að minnast þess, að í þjóðíélagi hinna mörgu flokka, er allt nokkuð þungt í vöfunurn: Auk þess verða menn að hafa í huga, að stórfelldar ráðstafanir verða helzt að styðjast við góða þekk- ingu almennings á ástandinu og því má yænta gagns af um- ræðum í útvarp frá Alþingi, þó tillögur um lausn vandans séu ekki fram komnar ennþa á þessu þingi. Með tillögu þessari er farið fram á, að Alþingi álykt:, að ríkisstjórnin skuli gefa skýrslu um þátttöku sína í Parísarráð- stefnunni og sérstaklega um beiðni sína um lán hjá amerísk- um bönkum eða hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna. Það kemur engum á óvart, þótt kommúnistar ætli að ærast út af Parísarráðstefnunni. Það er svo sem ekki nema sjálfsagt, þegar þess er gætt, að Rússar voru andvígir þeirri ráðstefnu og hafa sagt .sínum undirsátum í öðrum löndum að sameinast í baráttunni gegn henni og því sem þar fór fram og gegn því að Evrópa verði leist úr rúst- um í samvinnu við Bandaríkin. Það er þá einnig sjálfsagt, að þessi þjónusta sitji fyrir og að um þetta fjalli fyrsta mál Kommúnista á þessu þingi. Hitt kemur heldur ekki nein- um á óvart, sem þekkir starfs- aðferðir Kommúnista, þótt þeir krefjist skýrslu um lánbeiðni ríkisstjórnarinnar hjá amerísk- um bönkum eða ríkisstjórn Bandaríkjanna, enda þótt vit- að sé, og þeir viti það, að ekki réttara, að binda þá, sem fóru með bílaleyfin til S.Í.S., við það að kaupa af einhverjum heild- sölukaupmönnum og það kannske þeim, sem buðu lök- ustu viðskipti? Hér má alveg sleppa að tala um ýmsa óskemmtilega verzlunarhætti eins og það, að heildsalinn taki andvirði bílsins missirum og ár- um saman áður en hann af- hendir hann. En hvor á að rá'ða viðskipt- unum, neytandinn eða heild- salinn? Á heildverzlunin að vera iil fyrir fólkíð eða fólkið fyrir heildsalana? hefir verið beðið um slíkt lán, hvorki í sambandi við Parisar- ráðstefnuna né í öðru sam- bandi. En þessum atriðum hafa nú þegar verið gerð skil af öðrum og sé ég ekki ástæðu til þess að fara lengra út í það. Ég sný mér því að því, sem þingsályktunartillagan og fram koma Kommúnista yfirleitt gef- ur eigi síður tilefni til, að rætt verði. Dagskipan Kommúnista. í greinargerð þingsályktunar- tillögunnar, — sem er eitt hið furðulegasta og ósvífnasta plagg, sem sýnt hefir verið’ á Alþingi, — er þannig til orða tekið, að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar séu reyndir að því að vinna að því að eyðileggja afkomumöguleika þjóðarinnar og jrýra lífskjör almennings í hvívetna. Þessar furðulegu og sjúklegu staðhæfingar eru í fullu samræmi við allan mál- flutning Kommúnista um þess- ar mundir og hafa þeir ferðast um landið þvert og endilangt til þess að flytja þjóðinni þenn- an boðskap. En áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn, var haldinn stjórnmálafundur í Reykjavík og gefin út einskon- ar dagskipan í blaði Kommún- ista, en aðalefni hennar var þannig, orðrétt: „Ríkisstjórnin hefir unnið kappsamlega og markvíst að því að stöðva atvinnuframkvæmdir í landinu og koma á atvinnu- leysi þegar á þessu hausti.“ Og ennfremur segir: „Heildsalarnir hafa verið látnir eyða gjaldeyri þjóðar- innar gengdarlaust, ríkisstjórn- in hefir vegna pólitísks ofstæk- is selt afurðir landsins fyrir minna verð en hægt hefði verið að fá, og í skjóli þess gjaldeyr- isskorts, sem ríkisstjórnin þann ig hefir skapað, á að hefja á- rásir á afkomu launþega og al- mennings í landinu, rýra lífs- kjörin, lækka launin — allt í þeim tilgangi að heildsalar og annar stórgróðalýður geti hald- ið áfram að græða.“ Þannig hljóðaði dagskipanin, þannlg er málflutningurinn og hefir verið, og þannig er haldið áfram í greinargjörð þeirrar þingsályktunartillögu, sem hér liggur fyrir, svo sem ég vék að áðan. A^alefnið er þetta: Rík- isstjórnin skapar gjaldeyris- skort, atvinnuleysi og hrun af því að hún hefir það að aðalá- hugamáli að skerða lífskjör þjóðarinnar. Það þarf mikla trú á heimskuna og mannvonskuna til þess að imynda sér, að mál- flutningur eins og þessi beri ár- angur, og upp á andlegt fóður þessarar tegundar býður enginn nema sá, sem haldinn er ríkri mannfyrirlitningu. Fyrst þessu er haldið fram, og það jafnvel á sjálfu Alþingi, þá verður víst ekki hjá því komizt að gera þessum áburði einhver skil, þótt menn hefðu mátt vænta þess að þroski ís- lenzku þjóðarinnar væri þannig, að menn bæru ekki slíkt á borð fyrir hana. Hverjir „skapa“ kreppu. Ríkisstjórnin er að skapa gjald eyrisskort, kreppu, hrun og at- vinnuleysi af ásettu ráði til þess að geta rýrt lífskjör al- mennings! Þetta mundi þá vera aðalkjarni þess boðskapar, sem stjórnarandstaðan á íslandi hefir upp á að bjóða á því ári 1947, á þriðja ári lýðveldisins. „Af ásettu ráði“ er aðalatrið- ið, það verður að vera með, því það á að vera skýringin á því, að stjórnin ekki vilji fá gott verð fyrir afurðirnar og kem ég að því síðar. Ég held nú, að þeir menn, sem láta sér til hugar koma að nokkur ríkisstjórn skapi að yfirveguðu ráði kreppu til þess að geta rýrt afkomu almenn- ings á meðan hún situr að völdum, séu í því ástandi and- lega, að þeir þurfi annarar hjúkrunar við, en þeirrar, sem hægt er að veita í svona um- ræðum og fer ég ekki lengra út I það. Hitt er annað mál, að gjald- eyrisskortur og kreppa geta stafað af rangri stjórnarstefnu, og þótt það ætti að vera óþarfi að ræða þá sjúklegu fullyrðingu Kommúnista, að núverandi rík- isstjórn vinni markvíst að því að skapa erfiðleika, þá er rétt að gera þeirri spurningu nokkur skil, sem ævinlega á að vera vakandi: Af hverju stafa þessi ægilegu fjárhagsvandræði — hefir núverandi ríkisstjórn skapað þau — ekki að yfirlögðu ráði, heldur af því henni hafi missýnst eða mistekist. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að minna á, hvernig ástatt var í landinu þegar núverandi ríkisstjórn tók við, af því að það er svo stutt síðan, — en hún tók við um leið og Kommúnist- ar hrökkluðust frá völdum, á- samt þeim, sem stýrt höfðu i félagi við þá. Við íhugun á þessu, mætti ef til vill komast að niðurstöðu um, hvort það sé réttlátur dómur, að þeir stór- felldu erfiðleikar, sem þjóðin á nú við að stríða, séu skapaðir af núverandi stjórn eða hvort það séu einhverjir aðrir, sem við slíka sköpun gætu orðið bendl- aðir. Og ef til vill á hið ólíklega eftir að koma í ljós, að þeir, sem hæst hrópa að núverandi stjórn, þegar hún leitast við að komast út úr erfiðleikunum, eigi ekki minnstan þátt í því, hve illa er komið. Hverju var tekið við. Núverandi ríkisstjórn tók við í febrúarmánuði þessa árs. í gjaldeyrismálum var þá þannig ástatt, að innstæðurnar, sem til voru þá, voru ekki nægilega miklar til þess að standa undir bankaábyrgðum, sem búið var að takast á hendur, og leyfum þeim, sem nýbyggingarráð hafði gefið út. Vantaði, þá fyrir nokkrum milljónum af nýbygg- ingarleyfum og bankaábyrgð- um og marga millj. tugi og þó réttara hundruð millj. til þess að mæta því sem búið var að gefa út af öðrum leyfum eða sem búið var að ráðstafa með bindandi vörukaupum með samþykki yfirvaldanna. Þannig var öllum gjaldeyrinum ráð- stafað þegar þessi ríkisstjórn tók við og gjaldeyrisskortur ó- umflýjanlegur. Hafði þá verið ráðstafað á tveimur síðustu ár- um yfir 1,2 milljarði kr. Peningamál rikisins stóðu þannig þegar stjórnin tók við, að ríkissjóður og ríkisstofnanir skulduðu a. m. k. 20 millj. á yfirdráttarreikningum í Lands- bankanum og ástandið í fjár- hagsmálum landsins og ríkisins var slíkt að öðru leyti, að ríkis- lán eða lán með ríkisábyrgð voru ófáanleg svo nokkru næmi. Sjávarútvegurinn stóð þann- ig, að þess var enginn kostur að nokkur fleyta yrði hreyfð á sjó um áramótin síðustu fyrir það verð, sem líklegt var að fengist fyrir fiskinn á erlendum n\arkaði, og svo gifurlega hafði framleiðslukostnaðurinn vaxið, að í stað 50 aura verðs, sem dugði á vertíðinni á undan, var 65 aura verð talið lágmark. Hraktist Alþingi út í það að taka til bráðabirgða ríkisábyrgð á öllum fiskútflutningi báta- flotans, án þess að nokkuð væri vitað um sölumöguleika er- lendis. Þfetta var gert til þess að komast hjá stöðvun þá, þar sem engin forusta var um haldkvæm úrræði. Stjórn sjávarútvegsmála Var eitt af sérsviðum Kommúnista í ríkisstjórninni sem fór, og hafði farið þannig úr hendi að bátaútvegurinn er yfirleitt sokkinn í skuldir í lok mikilla uppgangstíma allra annarra. Þetta stafar blátt áfram af þeirri verðbólgustefnu, sem Kommúnistar og fleiri hafa fylgt. En Kommúnistar hafa leikið þann leik að gæla við út- vegsmenn og sjómenn á sama tíma sem þeir hafa hrint út- veginum út I skuldafenið á nýjan leik. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, voru afurðasölusamn- jngar ógerðir um nær allar út- flutningsvörur landsmanna. Ástandið í húsnæðismálum var verra en ]aað hefir nokkru sinni orðið og fjáröflun til bygginga stöðvuð, leiguokur og svartur markaður stóð með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Nýsköpunarframkvæmdirnar stóðu þannig, að fjáröflun til þeirra var stöðvuð, fjárfest- ingar-kontrol vantaði og alla hemla á eyðslu og því fullkom- ið handahóf ríkjandi um það, hvort nauðsynlegar fram- kvæmdir sætu fyrir eða aðrar ónauðsynlegri. Dreifing stríðsgróðans, með verðbólguna að áhaldi, hafði tekizt þannig, að aldrei höfðu verið til í landinu jafnmargir milljónamæringar, eftir því sem Kommúnistar sjálfir sögðu og segja, og ástandið allt var á þá lund, að fjórir hagfræðingar, tilnefndir af stjórnmálaflokk- unum, komust að þeirri niður- stöðu, að gagngerðar ráðstaf- anir þyrfti að gera, gagngjörð stefnubreyting þyrfti að eiga sér stað í fjárhagsmálum þjóð- arinnar, ef forða ætti frá miklu hruni. Og þessir fjórir hagfræð- ingar slá því föstu, að ástandið sé orðið svo alvarlegt, að þetta geti ekki orðið nema með þátt- töku almennings. Um það segja þeir svo: „Þegar hér er komið lestri þessa þáttar álitsgerðarinnar, hefir sú spurning án efa vakn- að í huga lesanda, hvort nauð- synlegt sé nú, þegar öllu er á botninn hvolft, að grípa til nokkurra þeirra ráðstafana, er gerð hefir verið grein fyrir hér að framan og allar hafa óhjá- kvæmilega í för með sér meiri og minni óþægindi og skerðingu lifskjara fyrir fleiri eða færri þegna þjóðfélagsins." Og ennfremur segja þeir svo á bls. 72: „Eins og viðhorfið er orðið nú, telur nefndin óhjákvæmi- legt, að nokkrar byrðar verði lagðar á launastéttirnar og á bændastéttina í sambandi við festingu þá á launum og af- urðaverði, sem hún telur nauð- synlega. Þar með er vitanlega ekki sagt, að þessar stéttir ein- ar eigi að bera kostnaðinn við lausn dýrtíðarmálsins." Þetta var nú þá — á meðan Kommúnistar ennþá sátu í rík- isstjórn, — ekki gat núverandi stjórn, sem ekki var orðin til, skapað þetta ástand. Einn af þessum hagfræðing- um var frambjóðandi Kommún- ista í síðustu alþingiskosning- um, Jónas Haralz. Þegar þessar staðreyndir all- ar saman, sem nú hafa nefnd- ar verið, eru athugaðar, þá undrast menn það blygðunar- leysi, sem fram kemur hjá Kommúnistum, sem sátu í rík- isstjórn áður en núverandi stjórn tók. við, þegar þeir halda því fram, að núv. stjórn hafi skapað gjaldeyrisskort og búið til kreppu. Mætti þó fleira til tína af sama tagi. Þeir halda ef til vill Komm- únistar, að þjóðin meti það við þá að þeir hafa stofnað til þessa og hlaupið svo burt frá öllu saman þegar afleiðingarn- ar fóru að verða auðsæjar og erfiðleikar að berja að dyrum. Það væri einnig full ástæða komin til þess að krefjast þess af Kommúnistum, að þeir gjörðu grein fyrir, hvað þeir voru að gera í ríkissjórn þessi tvö ár, sem þeir voru þar og að hverju leyti ástandið, sem þeir hafa átt sinn þátt í að skr^a, hefir orðið til hagsbóta fyrir alþýðustéttirnar, sem þeir þykjast bera fyrir brjósti.. Þetta sem nú hefir verið sagt um það við hverju tekið var, ætti að duga til þess að sýna að núv. ríkisstjórn hefir ekki skapað erfiðleikana, hvorki viljandi né óviljandi. Kemur þá að því, hvort stjórnin hafi nú þegar læknað sjúklinginn, sem hún tók við. Því er ekki hægt að svara ját- andi, en með réttu tel ég að segja megi, að starfið í þá átt hafi verið hafið og kem ég að því síðar. Markaðsævintýri Kommúnista. Áður vil ég víkja enn að n Kommúnistum og furðulegum kenningum þeirra um það, að ríkisstjórnin hafi ekki viljað selja afurðir íandsmanna fyrir hæzta verð og að óþarft sé að hafa áhyggjur af hinum gífur- lega háa framleiðslukostnaði íslendinga og fjármálaöng- þveitinu, þar sem auðvelt sé að selja alla framleiðslu lands- manna fyrir nægilega hátt verð til þess að bera kostnaðinn og lækna fjármálaöngþveitið. Aftur hljóta menn að undrast hversu lítils forkólfar Komm- únista meta dómgreind manna eða hafa þeir haldið að þeim yrði sleppt við að gera grein fyrir þessum fullyrðingum sín- um frammi fyrir þjóðinni. — Dettur þeim í hug, að nokkur maðvr með fullu viti taki svona órökstuddar fullyrðingar sem góða og gilda vöru Og halda þeir, að þeir getl komizt hjá þvi að gefa glöggar upp- lýsingar um, við hvað þeir eiga með hinum gífurlegu ásökunum sínum 1 sambandi við afurða- (Framahld á 3. síöu) I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.