Tíminn - 24.10.1947, Síða 3

Tíminn - 24.10.1947, Síða 3
195. blað TÍMINN, föstmlaglmi 24. okt. 1947 3 Útvarpsræða Biarua Ásgeirssonar (Framhald al 2. tlðu) 1 í gjaldeyris- og fjármálum hennar. Þeir hafa lagt allt kapp á að koma í veg fyrir, að þjóðin sætti sig við þær hóflegu takmarkanir á notkun erlends gjaldeyris, er ríkisstjórn og Fjárhagsráð telja nauðsynlegt. Þeir hafa reynt að fyrirbyggja, að þjóðin sætti sig við nokkrar þær ráðstafanir, sem dugi til þess að útflutnings- starfsemi hennar geti orðið samkeppnisfær á erlendum markaði. En þeir láta ekki þar við sitja/ Þeir sjá, að jafnvel, þó að þeim takist þetta allt, þá er þó ein leið hugsanleg enn til þess, að ekki fari allt viðstöðu- laust í strand — og hana þarf að fyrirbyggja. Og þessi leið er hugsanlegt gjaldeyrislán til að forða hruni. Nú er það svo, að allar þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefir verið að beita sér fyrir undanfarið, miða meðal annars að því að komast hjá því, að þjóðin þurfi að grípa til lántöku eða skuldasöfnunar erlendis — og öll ríkisstjórnin er sammála um að slíkt væri hið síðasta neyðarúrræði, — þó að það hlyti að verða óhjákvæmilegur endir, ef komið yrði í veg fyrir allar þær varúðarráðstafanir, sem verið er að framkvæma og und- irbúa. Og í þeirri von að þeim takist það svo, að endirinn verði þessi, er það svo spunnið upp frá rót- úm að ríkisstjórnin sé að undir- búa — eða sé búin að leggja er- lendan skuldaklafa á þjóðina. Fyrst er dylgjað um þetta í Þjóðviljanum. Svo er það full- yrt og að síðustu skjalfest í þingskjali — og var þá verkið fullkomnað, þó að tillögumað- urinn sjái máske nú að hann hefir gengið feti lengra en æskilegt hefði verið fyrir hann. Kenningar kommúnista. Það var hér á fyrstu árum kommúnistahreyfingarinnar á íslandi, að kunningi minn einn, sanntrúaður kommúnisti og brennandi í andanum, fór að predika fyrir mér fagnaðarefni kommúnismans, og reyndi að leiða míg í allan sannleika í þeim háleitu fræðum. Ég var eins og flestir ungir menn, op- inn fyrir öllum nýjungum og hafði gaman af að kynnast hin- um nýstárlegu kenningum og pólitísk-heimspekilegu bolla- leggingum, sem þar komu fram. Sumt líkaði mér allvel, en annað miður eins og gengur. Eitt af því fyrsta, sem fékk mig til að spyrna nokkuð fótum við boð- skap þessa nýja siðar, var sú kennisetning að í baráttunni fyrir framgangi og sigri hinna dásamlegu hugsjóna kommún- ismans, væru svo að segja allar leiðir jafn réttháar, ef þær bæru að hinu rétta marki. Á sannleik og lýgi væri sá einn munur — hvort þeirra væri áhrifaríkara, og heppyegra hverju sinni, til að bera árangur fyrir hið góða málefni. — Mér gekk dálítið erfiðlega að melta þessa kenningu. Hún minnti mig óþægilega á það, sem ég hafði heyrt og séð um siðspeki Jesúíta, reglunnar al- ræmdu og stangaðist verulega við þá óbrotnu sveitalegu sið- fræði, sem ég hafði verið alinn upp við, eins og önnur íslenzk alþýða á^þeim árum, að sann- leikann bæri ætíð að taka fram yfir lýgina. Ég hreyfði þessu eitthvað við læriföður minn og bætti því við, að auk hins siðferðilega í mál- inu, tryði ég ekki á að slík baráttuaðferð borgaði sig er til lengdar létL Hið sanna hlyti jafnan að komast upp að lokum, og þá misstu menn trú á mál- stað og rök þeirra, er notuðu þessar starfsaðferðir, einnig, þegar þeir segðu satt. Lærifað- irfnn kvað það með öllu hættu- laust, ef þess væri aðeins gætt að nota lygina með varúð. Full- yrðingarnar gætu gert sitt gagn, þó að ósannar væru og ósann- anlegar, aðeins ef þær yrðu ekki afsannaðar. Allt ylti á því að gera ósannindi sem senni- legust. Úr dánarbúinu. Nú hefir manni verið skýrt frá því — og síðast fyrir fáum dögum í Þjóðviljanum, að kommúnistaflokkur íslands * væri ekki lengur til. Og við minnumst þess líka að okkur var sagt að hann hefði fengið hér rólegt andlát fyrir 9 árum — og var þá fáum harmdauði. Hitt er svo annað mál — eftir baráttuaðferð sameiningar- flokksins íslenzka og blaðs hans „Þjóðviljans" að dæma nú und- anfarið og sem ég hefi að nokkru leyti vitnað hér til — virðist svo sem þessi ættargrip- ur úr dánarbúi kommúnista- flokksins sálaða, um löggildingu lýginnar í þjónustu stjórnmála- baráttunnar — hafi á einhvern hátt borizt inn á heimili sam- einingarflokks alþýðu — „sós- íalistaflokksins," og verið tek- inn þar í notkun. En líklega hefir varúðarhan- inn, sem ég minntist á, — þetta að gera ósannindin líkindaleg, eitthvað skaddast í flutningun- um. Um það ber m. a. vitni sá málatilbúningur þeirra, sem hér hefir verið ræddur í kvöld. Tilefni til þakkar- guffsþjónustu. Þegar þeir menn, sem nú hafa forustu í hinnj íslenzku stjórnarandstöðu og flokksblöð þeirra — eru einir um það „hér úti á íslandi,“ — eins og hátt- virtur annar landkj. E. O. orðar það — að dá og lofsyngja hið austræna lýðræði, eins og það er nefnt. Meginhluti íslenzku þjóðar- innar er þakklátur fyrir það, að skipulag þess og starfshættir hafa ekki náð útbreiðslu í þessu þjóðfélagi — og vona að það verði aldrei. En þó held ég satt að segja, að engir ættu að vera þakklátari fyrir að svo er, en þeir menn sem nú hafa forust- una fyrir stjórnarandstæðing- um hér. Ef hér væru ríkjandi sams konara vinnubrögð í stjórnmál- um og daglega berast fréttir af frá sumum Evrópuríkjunum, er hafa tileinkað sér hið austræna lýðræði" — mætti fara nærri um það hverjir ynnu hér til heitisins „skemmdarverka- menn“ o. s. frv. og hvaða heím- kynni biðu þeirra. Ég held að það væri fullkom- lega ástæða til þess að höfuð- guðfræðingur stjórnarandstöð- unnar, háttvirtur 6. þm. Rv. Sigfús Sigurhjartarson beitti sér fyrir því að þakkarguðsþjón- ustur væru öðruhvoru haldnar innan flokks hans, til að lofa forsjónina fyrir það, að hér skuli ríkja venjur og vinnubrögð hins vestræna lýðræðis úr því að þeir þurftu endilega að lenda í stjórnarandstöðu. Prjónavél. nr. 5, 6 eða 7 í góðu standi ósk- ast til kaups. Upplýsingar í slma 4950 Reykjavík. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var sem ég kunni. Hún var sú að steypa mér þrisvar kollhnís í einni lotu. Ég var rauður og þrútinn af áreynslu, þegar ég stóð upp eftir þetta afrek. Augu Lovísu störðu enn á mig, og hún mælti af barnslegri hreinskilni, er særði mig dýpra sári en grimmasta ákæra: „Ég var orðin dauðhrædd um, að þú værir kaþólskur!“ Og hún brosti. Ég roðnaði hálfu meira en áður. „Hvernig komst það inn i höfuöið á þér?“ hvíslaði ég í hálfum hljóðum. „O — ég veit ekki. En þú ert heppinn að vera ekki ka- þólskur.“ Ég starði niður fyrir fætur mér, agndofa af skömm og skelfingu. Og ég varð ennþá ringlaðri, er ég tók eftir því, að undarlega ókyrrð hafði líka gripið Lísu. En Lovísa brosti út að eyrum og kastaði til höfðinu, svo að hinn bjarti haddur hennar gekk í bylgjum. „Ætlarðu að eiga heima hérna?“ „Já.“ Ég þröngvaði þessu eina orði yfir herptar og stirðnaðar varir mínar. „Ég fer í latínuskólann eftir þrjár vikur, ef þú vilt vita það,“ bætti ég svo við. „í latínuskólann? Á hann ekki við skólann, sem þú ert i, Lísa? Hamingjan góða — þú ert sannarlega ekki það, sem ég hélt endilega, að þú værir. Það er sjálfsagt enginn af því sauðahúsi í latínuskólanum. Geturðu ímyndað þér það, Lísa?“ Lísa hristi höfuðið. En hún einblíndi niður í grasið, og mér fannst andlitið á mér vera ein eimyrja. En svo tók Lovisa skyndilega undir sig stökk og hrópaði hlæjandi: „Við verðum að flýta okkur heim í hádegismatinn.“ Hún þreif gjörðina sína og dembdi um leið yfir mig síðasta glaðningnum: „Vertu nú ekki svona aumingjalegur á svip- inn. Þú þarft engu að kvíða, ef það er satt, sem þú sagð- ir. — Komdu, Lísa!“ Lísa leit til mín yfir öxl sér um leið og þær hlupu brott, og augnaráð hennar var þrungið sorgblandinni samúð. En það var mér lítil huggun, svo lamaður sem ég var eftir þetta skelfilega, óvænta áfall, er ég hafði hlotið. Ég stóð enn í sömu sporum, agndofa af skömm, og starði á eftir telpunum, þegar ég heyrði afa kalla á mig úr veitinga- húsdyrunum. Hann brosti breitt, þegar ég kom til hans, augun ljóm- uðu og hatturinn hallaðist ofurlítið út í aðra hliðina. Við héldum af stað, áleiðis heim að Sjónarhóli. „Þú virðist vera fljótur að koma þér í mjúkinn hjá kven- þjóðinni, drengur minn*“ sagði hann og klappaði mér á öxlina í viðurkenningarskyni. „Var þetta ekki telpan henn- ar frú Keith?‘ „Jú, afi,“ tuldraði ég í barm mér. „Gott fólk, það!“ Rödd afa var hlý, efi ekki örgrannt, að í henni bólaði á óvæntri lotningu. „Faðir hennar var skipstjóri á Indlandsfari — Rawalpindi hét það. En hann er nú dáinn. Og móðir hennar er góð kona, þó að hún sé ekki mikil fyrir mann að sjá. Hún spilar dásamlega á píanó, og telpan syngur eins og engill. — Hvað gengur annars að þér, drengur?“ „Ekkert, afi. Alls ekki neitt.“ Hann hristi höfuðið, raunamæddur yíir dutlungum mln- um, en byrjaði svo, mér til mestu undrunar, að blístra fjör- ugt lag. Hann blístraði ágætlega, hreint og létt, og lét sig einu gilda, þótt hann væri á götu úti um miðjan dag. Ég fór allur hjá mér og vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera. Þegar við nálguðumst húsið, tók hann að raula fyrir munni sér, og vísustúfurinn, sem ég heyrði, var á þessa leið: Hún var rjóð sem rós ú sumardegi, er reifum varpar ung og fersk og þyrst.... Svo þagnaði hann aftur jafn skyndilega og hann hafði byrjað, stakk upp í sig negulnagla, er hann virtist hafa sótt í vasa sinn, og mælti við mig, lágum og íbyggnum rómi: „Þú þarft ekki að minnast á þessa hressingu, sem við fengum okkur, við mömmu. Henni hættir svo við §ð mikla hlutina fyrir sér.“ FJÓRÐI KAFLI. Ég held, að mamma hafi af ásettu ráði reynt að láta mig hafa sem minnst saman við hitt heimilisfólkið að sælda þessa fyrstu daga. Ég sá pabba sjaldnast fyrr en á kvöldin, því að hann kom ekki heim til hádegisverðar, þá daga er hann hafði með höndum „mjólkurrannsóknir“ og „mat- vælaeftirlit.“ Hann vann öll sín störf af dæmalausri sam- vizkusemi, og honum féll ekki einu sinni verk úr hendi á kvöldin. Þá sat hann úti í horni og velti vöngum yfir skýrslum sínum og tilkynningum um bilaðar þakrennur og niðurföll og skemmd eða svikin matvæli. Það var aðeins á fimmtudagskvöldum, að hann brá sér á hina vikulegu fundi byggingarfélagsins í Levenford. Murcjoch var meginhluta dagsins í skólanum. Á kvöldín dundaði hann eins lengi og frekast var unnt yfir matnum, og þegar hann neynddist til þess að standa upp frá borð- um, tók hann bækur sínar og grúfði sig yfir þær. Hann gaf sig aldrei á tal við mig, þótt mér sýndist hann stund- um hálflanga til þess. Spamaður er svariS KeKn verSbólgu og dýrtíð. VerzliS vW kaupfélögin og spariS þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnuf élaga nnnnnnnnnnnnnn: Hefi opnað lækningastofu í Uppsölum, Affalstræti 18 viff Túngötu. Viðtalstími: 1—2, simi 3317. Heima, Víðimel 32, sími 6866. Ólafur Tryggvason læknir. Fræðslunámskeið A. S. í. Eins og að undanförnu mun Alþýðusamband ís- lands efna til fræðslunámsskeiðs á þessu hausti fyrir meðlimi verkalýðsfélaganna í Reykjavík og hefst það mánudaginn 10. n. k. og stendur í sex vikur. Námsgreinar verða saga verkalýðshreyfingarinn- ar, hagfræði og félagsstarf. Kennsla fer fram í hverri þessara námsgreina eina stund í viku og eru alls sex stundir ætlaðar hverri námsgrein. Kennsla fer sennilega fram á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum. Tilkynningar um væntanlega þátt- töku sendist skrifstofu Alþýðusambands íslands fyrir 5. nóvember. Alþýðusamband tslands. Jafnstraumsmótorar Vér óskum eftir að kaupa nú þegar nokkra jafn- straumsmótora, 8 hestafla, 820 snúninga á mínútu, eða þvi sem næst. Öðruvísi jafnstraumsmótorar koma einnig til • o o o O O o o o O O greina. Landssmiöjan TÚMAR FLÖSKUR Glejnnið ekki, að þangað til við fáum nýjar flöskur kaupum við allar algengar vínflöskur á 50 aura stykkið. Móttaka i Nýborg. Ef þér kjósið heldur að selja flöskurnar heima á 40 aura, þá hringið 1 síma 5395 eða 6118. Áfengisverzlun ríkisins BLAÐBURBVR. Unglinga vantar til aff bera út Tímann, bæffi í Vestur- og Austurbænum. Taiiff viff afgreiffsluna sem fyrst, sími 2323, ssssssss&ssmssðsessssssssssssessssssssssss; ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.