Tíminn - 01.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1947, Blaðsíða 3
201. blað Reykjavík, langofdagiiui 1. nóv. 1947 3 Straumur, sem verður að stöðva Eitt alvarlegasta öfugstreym- iö í þjóðlífi okkar íslendinga á síðustu árum, er hinn öri flótti fólksins frá framleiðslunni til launa- og bitlingastarfa. Er sá flótti orðinn svo alvar- legur, að vart er nú um að ræða að hægt sé að fá fólk til að vinna að störfum landbúnaðar- ins, jafnvel í hinum fjölmenn- ustu og beztu héröðum landsins og í hinum afskekktari sveita- byggðum horfir beinlínis til landáuðnar vegna fólksleysis. Og um framleiðslustörfin við sjávarsíðuna hefir sótt mjög í sama horf. Þrátt fyrir það þó aðstaða þeirra er sjómennsku stunda hafi farið síbatnandi hvað allan skipakost og útbúnað snertir, hefir samt sú orðið raunin á undanfarin ár, að í stórvandræðum hefir gengið, að fá mannafla á fjölda ágætustu báta og í mörgum útgerðar- stöðum orðið að manna skipin að miklu leyti með færeyskum sjómönnum. Ástæðuna til þessa öra brott- hvarfs fólksins frá framleiðslu- störfunum, eru þær, að með til- komu hins skjótfengna og ó- vænta stríðsgróða sköpuðust hér óteljandi skilyrði til alls konar starfsemi, — að vísu oft lítt gagnlegrar — sem haft hefir upp á að bjóða skemmri vinnu- tíma, minna erfiði og að jafn- aði hærri tekjur, en höfuðat- vinnuvegirnir, landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn geta veitt þeim, sem við þá starfa. Því miður hefir og sú orðið raunin á, að sjálft ríkisvaldið, sem á að vera brjóstvörn at- vinnuveganna, hefir einmitt á ýmsan hátt, einnig orðið til þess, að fara í kapphlaup við framleiðsluna um vinnuafl og launagreiðslur. Nægir í því efni að benda á, er samþykkt voru fyrir fáum árum launalögin nýju, sem höfðu 1 för með sér hvort tveggja í senn, stór hækk- aðar tekjur flestra er launuð störf hafa hjá ríkinu og urðu jafnframt þess valdandi að bæjarfélög og flest fyrirtæki hækkuðu laun þess starfsfólks sem hjá þeim vinnur. Þegar svo er komið, sem hér er raun á orðin, að hin þýðing- arminnstu afætustörf' og létt- ustu launastörf, sem oft eru ekki bundin nema við örfárra stunda vinnu á dag, gefa hærri tekjur en höfuðatvinnuvegirnir geta veitt, er ekki svo mjög að undra þó fólk, sem í flestum til- fellum lítur fyrst og fremst á hag líðandi stundar, sæki fast á að komast að slíkri starfsemi. Það er tæplega hægt að lá, þó hver og einn kjósi að sitja við þann eld er bezt brennur í hverju augnabliki. En hér er samt sem áður um þjóðarböl að ræða, — böl sem fyrr en varir hlýtur að leiða ó- farnað framleiðsluhruns og at- vinnuleysis yfir þjóðina, ef ekki verður bót á ráðin. Allar okkar vonir um vaxandi menningu, frelsi og velmegun i framtíðinni byggjast á því, að blómleg framleiðsla megi hér dafna, til lands og sjávar, er skapi traustan 'Viðskiptagrund- völl bæði inn á við og út á við. — En slíkt verður ekki tryggt með öðru móti en því, að búa því fólki er að höfuðframleiðsl- unni vinnur það góð lífskjör, að vinnuaflið beinist fyrst og íremst þangað. Eitt helzta og mest aðkall- andi verkefnið sem bíður þeirra, er nú og á næstu misserum fara með völd landsins hlýtur því að verða það, að skapa það sam- ræmi í kjörum og tekjum þjóð- félagsþegnanna, er tryggir framleiðslunni það vinnuafl er hún þarfnast. f Það verður að draga saman hina opinberu starfsemi og fækka þannig því skrifstofu — og oft lítið nauðsynlega bitl- ingaliði sem.við það vinnur. Það verður að endurskoða allt launakerfi ríkisins, og færa launagreiðslur allar til meira samræmis við tekjur fram- leiðslustéttanna en nú er. Og jafnframt verður að koma í veg fyrir það með löggjöf af hendi hins opinbera, að bæjar- félög eða einkafyrirtæki, sem ekki reka framleiðslustarfsemi greiði starfsfólki sínu margföld laun við það, sem atvinnuveg- irnir þola að greiða þeim sem við þá vinna, og draga þannig fólkið frá framleiðslunni. Vafalaust munu slíkar að- gerðir sem þessar mæta and- stöðu þeirra sem mest hafa úr býtum borið fyrir minnst af- köst og erfiði í störfum sínum. En öllum hugsandi mönnum er það hins vegar Ijóst, að sá far- vegur sem atvinnuþrá fjöldans hefir beinzt í að undanförnu, er farvegur óheilla og öfugþró- unar. Þess vegna ættu allir slíkir menn, hvar í stétt og flokki sem þeir standa, að geta orðið sam- mála um hverjar þáer aðgerðir er miða að því að stífla þann farveg áður en lengra og enn verr er komið. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 4. nóv- ember n. k. FUNDAREFNI : Dýrtíðarmálln málshefjandi Eysteiiin Jónsson ráðherra Þingmönnum Framsóknarflokksins og Framsóknar- mönnum, sem eru gestir í bænum, er sérstaklega boðið á fundinn. Framsóknarmenn, fjölmennið og takið með ykkur nýja félagsmenn. Stjórnin. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« A. J. Cronin: Þegar ungur ég var og aðgæta, hvort ekki hefði verið hreyft við einhverju, færði stólinn svo sem hálfan þumlung og sneri saumavélinni fá- eina snúninga með fætinum. Svo hvessti hún augun á mig. Loks hristi hún höfuðið, eins og hún væri ekki fyllilega ánægð, opnaði ferðapokann sinn, dró þar upp gleraugu, bibl- íu og allmargar meðalaflöskur, sem hún raðaði á náttborð- ið af dæmalausri nákvæmni. Síðan sneri hún sér aftur að mér og ávarpaði mig á skozkri sveitamállýzku: „Hefir þú verið vænn drengur síðan þú komst hingað?“ „Já, amma,“ svaraði ég. „Það þykir mér gott að heyra, vinur minn.“ Það var held- ur hlýlegri tónn í orðum hennar. „Þú mátt hjálpa mér við að laga til hérna í herberginu. Ég er aldrei svo dag að heim- an, að hér sé ekki öllu umsnúið." Ég hjálpaði henni að taka upp úr pokanum, og hún rað- aði fatnaðí sínum, stroknum og snurfusuðum, inn í stóran ; skáp. Síðan rétti hún mér flónelspjötlu og sagði mér að ; fægja skörunginn á arninum, því að þrifnaður væri sú i dyggð, er gengi næst guðhræðslu. Sjálf tók hún fjaðurskúf ! út úr skápnum og tók að bursta með honum rykið af postu- línshundunum á arinhillunni. Amma mildaðist heldur, þegar hún sá/ hve vel ég var verki farinn. Hún horfði áhyggj usamlega á mig og mælti: „Þú ert vænsti drengur, þrátt fyrir allt. Amma á dálítið handa þér hérna í pokahorninu." Hún dró fáeinar glerharðar piparmyntur upp úr efstu skúffunni vinstra megin, stakk einum mola upp í sjálfa sig og neyddi mig til þess að þiggja það, sem eftir var. „Þú bryður það samt ekki,“ sagði hún. „Það endist lengur, ef þú sýgur það bara.“ Hún strauk hendinni mjúklega yfir ennið á mér. „Þú verður drengurinn hennar ömmu. Þú skalt fá að vera hérna hjá mér lambið mitt. Ég ætla bráðum að fá mér te, og þú skalt fá að koma með mér.“ Og amma lét ekki sitja við orðin tóm. Hún lét mig fylgja sér eftir allan daginn. Við og við gaf hún sig á tal við mig — sagði mér meira að segja sitthvað af sjálfri sér. Hún var af góðum bændaættum. Frændi hennar, sem hún hafði dvalið hjá sumarlangt, átti kartöflulendur í Ayrskíri. Maðurinn hennar sálaði hafði verið yfirverkstjóri í katlasmiðjunni í Levenford — sannur guðs dýrðlingur, sem hafði leitt hana hinn þrönga veg dyggðarinnar. Dag einn hafði svo ein smá- lest af stáli dottið ofan á hann.. Þeim degi sagðist hún aldrei gleyma. Vesalings Samúel! En hún gat huggað sig við það, að guð hafði tekið hann til sín, og félagi Marshall-bræðra hafði lika farizt fjarskalega vel við hana. Hún fékk lífeyri, sem hún gat sótt ársfjórðungslega, meðan henni entist aldur. Svo var guði fyrir að þakka, að hún Var fjárhagslega sjálfstæð kona og gat borgað fæði og skæði, húsnæði og aðhlynningu. Klukkan sló fjögur. Þá skipaði hún mér að þvo hendur mínar og andlit. Hálfri klukkustund síðar héldum við af stað niður Drumbuckþorpið. Þegar hér var komið sögu, var hið fastmótaða og hákristi- lega lífsviðhorf ömmu farið að hafa talsverð áhrif á mig. Og þar eð ég vildi gjarna, að henni gætist sem bezt að mér, gerði ég mér allt far um að setja upp sama alvörusvipinn og hún. Ég gerði meira að segja tilraun til þess að riða eins og hún. Það var eins og manngildi mitt ykist til muna, þar sem ég þrammaði við hliðina á henni svona uppdubbaðri, því að hún hafði auðvitað farið í fullan skrúða, áður en hún fór út, enda þótt heitt væri í veðri. Hún var meira að segja með langa sólhlíf undir hendinni, og handfangið var loga- gyllt og sett perlum. — Það þorði enginn að kasta háðsyrðum að henni. „Mundu nú eftir að haga þér vel,“ sagði hún, þegar við nálguðumst sælgætisbúðina hjá smiðjunni. „Tibbie Minns er bezta vonkona mín — við sækjum sömu samkomurnar. Þú mátt ekki sötra, þegar þú drekkur teið, og þá mátt ekki tala, nen\a þú sért ávarpaður að fyrra bragði.“ Það hafði mig sízt grunað, þegar ég mændi á grænu búðargluggana hjá hinni æruverðugu Tibbie Minns, að mér ætti að veitast sá heiður að verða gestur hennar. Bjallan klingdi, þegar amma opnaði hurðina — það var hátíðleg stund. Ég elti ömmu, og nú opinberaðist mér heillandi, hálf- rokkið herbergi, þar sem angan af brjóstsykri, anískúlum, sápu og kertum fyllti hvern kima. Tibbie Minns, lítil og lotin kona i svörtum kjól og með gleraugu á enninu, sat innan við afgreiðsluborðið með prjóna sína. Hún rak upp lágt undrun- ar- og gleðióp, þegar hún sá, hverjir komu inn, stóð upp og breiddi út faðminn móti ömmu. „Hamingjan góða — ert þú þá ekki komin!“ „Það er ekki um að villast, Tibbie — það er ég sjálf og engin önnur.“ Amma var í sjöunda himni yfir því, að henni skyldi hafa tekizt að koma vinkonu sinni á óvart. Hún hló og gerði að gamni sínu, milli þess sem þær föðmuðust og kysstust. Tibbie Mtnns bauð okkur nú inn í bakherbergið, og það leið ekki á löngu, áður en hún hafði látið bolla á borðið og ketil yfir eldinn, enda þótt hún væri svo illa haldin af gigt, að hún gat með naumindum haltrað um. En jafnframt hlustaði hún gaumgæfilega á frásögn ömmu af verunni í Klimarnoch og lýsingu hennar á biblíukvöldunum, sem hún hafði sótt. „Ja, þú kannt óneitanlega frá mörgu að segja.“ Tibbie stundi ofurlítið við, þegar frásögn ömmu var lokið. „Ég vildi Spamaður er svarii £•£* vorttbólgu og dýrtíð. VerzliS vitt kaipléUigfta og sparið þanaig fé yttar. Samband ísl. samvinnufélaga Vélar og áhöld til sölu Eftirtaldar vélar og áhöld eru til sölu: Malbikun- arvélar, grjótmulningsvélar, steypublöndunarvélar, dráttarvélar, loftþjöppur, loftkældir motorar, mal- arflutningsvagnar, dráttarvagnar fyrir þungaflutn- ing og kranabifreið (5 smálestir). Vélarnar verða til sýnis á vélaverkstæði Reykja- víkurflugvallar dagana 3. til 7. þ. m. kl. 1 til 3 síðdegis. Fyrirspurnum ekki svarað á öðrum tima. Tilboð merkt „Vélar“ óskast lögð inn á skrifstofu Flugvallarstjóra fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. þ. m. Flngvallastjóri ríkisins. PLATÍNU-MINKAR hreinn Ameríkustofn, eru til sölu. Sömuleiðis amerískir svartminkar. Búr geta fylgt. Verð sanngjarnt. Kristinn P. Briem Sauðárkrók. Spaðkjðtið frá Borgarfirði eystra er komið. Heiltunnur . 125 kg. kosta kr. 1.280,00 — .... 115 — kosta — 1.180,00 Hálftunnur . 55 — kosta — 580,00 Fjórðungstn. 32 — kosta — 360,00 Pantanir, sem berast snemma dags, af- greiddar samdægurs. Frystihúsið Herðubreið Sími 2678. TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu. AtVinnuLeysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á ráðning- arstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum dagana 3., 4. og 5. nóv. þ. á. og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram í afgreiðslutím- anum kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 31. okt. 1937. Borgarstjórinn í Reykjavík. ÚTBREIÐIÐ TÍMAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.