Tíminn - 01.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1947, Blaðsíða 1
RIT0TJÓRI: ÞÓBARINN ÞÓRARDíSSON ÚTGKPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN afmar 2358 og 4873 PRXNTSMIÐJAN BÐDA hJ. EDÐUHÚSX, Undsif ðtoi 8 A APORBIBaLA, OO AUGLÝSDiOA8KRD?STOPA: EDDUHÚSX, UadMfðtU t A 31. HTg. TÍMINIV, laugardaginn 1. nóv. 1947 201. Iilað Verður byggð stór sements- verksmiðja við Önundarfjörð? Frunrvarp frá Bjarna Ásgeirssyni, er fyrst hreyfði þessu máli fyrir 12 árum sföan f gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um byggingu sementsverksmiðju við Önundarfjörð. f frumvarpinu er ríkis- stjórninni heimilað að taka 15 milj. kr. lán til byggingar sements- verksmiðju, er framleiði 75 þús. smál. af sementi á 300 dögum. Frumvarpið er lagt fram af Bjarna Ásgeirssyni atvinnumálaráð- herra, en þessu máli var fyrst hreyft á Alþingi af honum og Bergi Jónssyni tsxir 12 árum síðan. TOMLEGT UM AÐ LITAST Aðalefni frv. Aðalefni frv. er á þessa leið: Ríkisstjórninni er heimilt að iáta reisa við Önundarfjörð verksmiðju með fullkomnum vélum og öðrum nauðsynlegum Utbúnaði til vinnslu sements. Vinnslugeta verksmiðjunnar skal miðast við 75 þusund smá- lesta afköst á 300 dögum. Til þess að standast kostnað af framkvæmdum samkvæmt lögum þ,essum, svo og til þess að tryggja verksmiðjunni nægi- lega orku, heimilast ríkisstjórn- inni að taka að láni allt að 15 milj. króna. Sementsverksmiðj- an skal ávaxta og endurgreiða slík lán. Ríkisstjóminni heimilast, ef samkomulag næst ekki um kaup á landi vegna byggingar sementsverksmiðjunnar, að taka eignarnámi lóðir og lend- úr, svo og mannvirki, sem á lendum þessum eru. Eignarnám þetta fer fram samkvæmt lög- um nr. 61/1917, um framkvæmd eignarnáms. Stjórn sementsverksmiðjunn- ar skal skipuð 3 mönnum, er atvinnumálaráðherra skipar til 4 ára í senn. Verksmiðjustjórn hefir á Jhendi yfirstjórn verk- smiðjunnar, AtVinnumálaráð- herra setur henni erindisbréf og ákveður laun hennar Verksmiðjustjórn ræður framkvæmdastjóra með verk- fræðilegri menntun til þess að hafa á hendi daglega stjórn verksmiðjunnar og umsjön með rekstri hennar. Nánari ákvæði um rekstur og tilhögun á verksmiðjunni setur atvinnumálaráðhérra með reglugerð að fengnum tillögum verksmiði ustj órnarinnar. Upphaf málsins. Á Alþingi árið 1945 fluttu þeir Bergur Jónsson og Bjarni Ás- geirsson ¦ tillögu til þingsálykt- unar um innlenda sementsverk- smiðju. Þingsályktunartillaga þessi, sem flutt var eftir beiðni forsætisráðherra, var svo sem hér fer á eftir: „Ríkisstjórninni er heimilt að verja allt að 10 þus. kr. úr ríkis- sjóði til rannsókna á möguleik- um til framleiðslu sements hér á landi og undirbúnings um stofnun isementsverksmiðju." (1935 — 196. mál. Sþ. 660). ERLENDAR FkETTIR Brezka þingið hefir samþykkt að svipta einn þingmanninn, Gary Allegon að nafni, þing- mennskutétti sínum fyrir að hafa gefið blöðunum upplýsing- ar, sem voru gefnar þingmönn- um á lokuðum þingfundi. Aukakosning mun fara fram í kjördæmi Allegon og er honum frjálst að bjóða sig fram aftur. Hann var i Verkamannaflokkn- um. Traustsyfirlýsing á Rama- Dierstjórnina var samþykkt í franska þinginu með 300:280 atkv. Kommúnistar greiddu at- kvæði gegn stjórninni. í greinargerð, sem fylgdi þingsályktunartillögunni, var skýrt ffá rannsóknum, sem rík- isstjórnin hafði látið fram- kvæma um þessi mál, nauðsyn frekari rannsókna og hvatt til skjótra framkvæmda. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Alþingi fékk þessi mál til yfirvegunar, enda er það fyrst eftir þetta, sem hugmyndinni um sementsíðnað á íslandi er verulegur gaumur gefinn. Árin 1936 og 1937 fékk ríkis- stjórnin hið víðfræga sements- vélafélag F. L. Smidth & Co. A/S, Kaupmannahöfn, til Ipess að taka þessi mál til athgunar. Sendi félagið verkfræðing sinn, G. Andé, hingað til lands, til þess að framkvæma nauðsyn- legustu rannsóknir. Álitsgerð félags;ins barst ríkisstjórnlnni sumarið 1937. Niðúrstöður í þessari greinargerð voru nei- kvæðar, og stafaði það einkum af örðugleikum, sem mundu samfara hráefnaflutningunum, en einnig af því, hversu sem- entsþörf landsmanna var þá lítil. Nýjar athuganir. Þrátt fyrir þetta "hefir áhugi fyrir innlendum sementsiðnaði haldizt vakandl, þannig fékk Haraldur Ásgeirsson sérstakan styrk til að nema sementsgerð- arverkfræði í Bandaríkjunum og kom hann heim eftir 4 ára nám þar haustið 1945.. Skömmu eftir heimkomu Haraldar var hann boðaður á fund nýbygg- ingarráðs, til viðræðna um möguleika á því að stofna hér á landi til sementsiðnaðar. Ráðið hafði mikinn áhuga á þessum málum, en þar sem það hafði ekki yfir neinum rannsóknar- stofnunum að ráða, þótti rétt- ara, að rannsóknir færu fram við Atvinnudeild háskólans. Ný- byggingarráð mælti með því í bréfi til atvinnumálaráðherra, að Haraldi Ásgeirssyni væri fal- ið að framkvæma slíkar rann- sóknir. Evraldur var síðan ráð- inn til Atvinnudeildarinnar af þáverandi atvinnumálaráð- herra, Áka Jakobssyni, og hefir hann unnið að þessu verkefni síðan undir umjsjón atvinnu- málaráðherra. Sumarið 1946 naut Haraldur aðstoðar Tómasar Tryggvasonar jarðfrE^ðings til pess að rann- saka skeljasanda og leirlög þau, sem líklegust væru til þessa iðn- aðar. Niðurstöður af þessum rannsóknum voru þær, að þeir töldu sementsverksmiðju bezt setta við Önundarfjörð, ef hent- ugar hrei^sunaraðferðir, til pess að lækka basaltinnihald sands- ins, væru aðgengilegar. Hreinsunartilraunir hafa nú verið gerðar í^ Danmörku með kvoðuþvotti. Árangur, þessara tilrauna má teljast góður, og er áætlað, að efni til þessarar hreinsunar muni kosta um 0.14 (fjórtán aura) pr. tonn af sementi. Haraldur áiitur samt, að hentugra muni reynast að hreinsa sandinn með electro- magnetiskum aðferðum, og hef- ir hann í því augnamiði sent (rramhald á 4. sUSu) Hér voru áSur mikil umsvif, þótt nú sé allt autt og tómt. Þetta er nefní- lega einn vinnusalurinn í Zeiss-verksmiðjunum i Jena, þar sem framleidd voru hin beztu tæki sinnar tegundar f öllum heiminum. En nú hafa Rúss- ar láti'ð grcipar sópa um verksmiðjurnar, svo aS ekkert er cftir. Samvinnuhreyfingin er í örum vexti í nágrannalöndunum Valdhaf arnir þar haf a glöggan skilning á gildi samvinnunnar, segir Vilhjálmur I»ór for- stjóri, sem er nýkominn heim úr utanför Vilhjálmur Þór, forstjóri S.Í.S, er nýkominn heim úr ferðalagi um Svíþjóð, Danmörku og Bretland. Ferð þessa fór hann til þess að reka ýmis erindi fyrir S.f.S. Tíminn náði tali af forstjóranum rétt eftir heimkomuna. Mikil síld í Hvalf irði Síldarganga sunnan Reykjanesskaga Svo virðist sem síldin, sem svo lengi hefir verið beðið eftir, sé nú komin í Kollafjörð, Hvalfjörð og sundin hér í nágrenninu. Hafa bátar þeir, er reynt hafa síðastliðinn sólarhring, veitt vel á þessum slóðum. f fyrrinótt voru 7 bátar frá** Akranesi að síldveiðum í Kolla- firði og fengu góðan afla. í gær veiddi v.b. Böðvar um 200 tunn- ur, og aðrir bátar fengu nokkuð á annað hundrað. Mest af síld- inni hefir verið flutt til Akra- ness og fryst til beitu, en þo hafa tveir bátar farið með síld- ina til Reykjavikur. Er það með- al annars vegna þess, að frysti- husin á Akranesi geta ekki tek- ið á móti mjög miklu magni í einu. Fyrir nokkru siðan varð síldar vart á Hvalfirði, en hún var þá á þeim stað, þar sem mikill straumur er, og var því ekki unnt að veiða hana í reknet. Nú Forstjórinn vildi ekki láta neitt uppi um erindi sín að svo stöddu, en kvaðst vilja leggja sérstaka áherzlu á, hve sam- vinnuhreyfingin efldist ört í þessum löndum, þrátt fyrir margvíslegar hömlur, gjaldeyr- iserfiðleika og aðrar torfærur. Þessi öri vöxtur samvinnuhreyf- ingarinnar stafaði jöfnum höndum af því, að fólkið skildi gildi hennar betur og 'betur, og valdhafarnir gerðu henni mógulegt að aukast, þrátt fyrir hömlurnar, því að þeir gerðu sér ljóst, að þannig næðist bezt- ur árangur til hag/bóta fyrir almeni^ing. Það mætti nefna sem dæmi um hinn öra vöxt samvinnuhreyfingarinnar, að skozka samvinnusambandið Nýja símaskráin kemur bráðum Nú styttist óðum þangað til nýja símaskráin verður fullbúin til útsendingar. Að efni til er símaskráin nýja svipuð því sem áður var. Hins vegar er hún mjög breytt að ytra útliti. Aðalbreytingin er sú, að brotið er stærra og líkist meira en áður var því, sem venja er um erlendar símaskrár, og eru tveir dálkar á hverri síðu í stað eins áður. í stað staf- rófsins sem var á gömlu síma- skránni eru prentaðir uppslátt- arstafir fyrir ofan hvern dálk. Kápupappírinn er mýkri og minni hætta á að hannbrotni þótt skráin verði fyrir hnjaski. Engar auglýsingar eru í síma- skránni að þessu sinni. í Reykjavík og Hafnaríirði eru í/ú 7460 símanúmer í notk- un. 1860 nýir notendur, um- fram þá sem skráðir eru í gömlu simaskrána, eru skráðir í nýju símaskrána. í símaskrána nýju eru skráð- ar 380 landssímastöðvar með um 600 símanotendum utau Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. hefði aukið viðskipti sín um 10% það, sem af væri þessu ári, og færu ijó ýms viðskipti minnk- andi í Bretlandi, bæði vegna gjaldeyrisskorts og annara fjár- hagserfiðleika. í Svíþjóð yki K. F. (samband sænsku sam- vinmifélaganna) viðskipti sín, jafnframt þvi, s|m það væri alltaf að ráðast I nýjar, stór- felldar framkvæmdir. Forstjórinn sagði, að það væri eitt dæmið um afstöðu valdhafanna til samvinnu- hreyfingarinnar I þessum lönd- um, að nýlega hefði sænska ríkisstjórnin þurft að selja Os- ram-verksmiðjuna, er var eign Þjóðverja. Bæði K. F. og sam- tök kaupmanna sóttu um að kaupa verksmiðjuna. Stjórnin seldi K. F. verksmiðjuna og mun K. F. því verða kleift að stór- auka framleiðslu sína á raf- magnsperum, þar sem vélarnar úr Osramverksmiðj unni verða fluttar í Luma-verksmiðjurnar, og látnar auka afköstin þar. Mikill áróður var rekin gegn því, að stjórnin seldi K. F. verk- smiðjuna. og var m. a. verkafólk verksmiðjunnar æst upp og látið mótmæla slíkri ráðstöfun verksmiðjunnar. Stjórnin lét það ekki á sig fá, enda mun hún hafa talið, að verksmiðjunni yrði bezt ráðstafað á þann veg, að hún kæmist I eigu samvinnu- manna. . Stærsti sendir loft- skeytastöðvarinnar brennur f morgun um kl. 9 kvikn- aði í stærsta sendi loft- skeytastöðvarinnar í Reykja- vík og eyðilagðist hann. Enn- fremur urðu talsverðar skemmdir í vélasal c£ raf- geymasal stöðvarinnar. Þetta var eini sendirinn I hefir komið í ljós, að sild er íoftskeytastöðinni, sem hafði komin inn fyrir þetta svæði íangbylgjusvið, allt að 3000 alla leið inn á móts við Saurbæ metra. Annars var hann mest á Hv.alfjarðarströnd. Er talið að notaður til skipaviðskipta á mjög mikil síld sé í firðinum. j 500 metra sviðinu, og er þetta Einnig hefir síldar orðið vart mikm missir fyrir i0ftskeyta- á sundunum hér í kring. j stöðina, þótt hún hafi annan j sendi á þessu bylgjusviði eins og Síldin vestra. i er stöðin þarf þó að hafa 2 Nokkuð minna mun hafa'senda, annan á neyðarbylgju- veiðst af síld á ísafirði vestra unni og hinn á vinnubylgjunni. í gær en að undanförnu. Alls Hlustvörður og önnur aðkall- Ný bók um ísland kemur út í Banda- ríkjunum Einnig barnabók byggð á íslenzku efni Eins og áður hefir verið skýrt frá hér I blöðum, dvaldi banda- rísk kona, Agnes R. Pratt, sem er rithöfundur, hér á landi í sumar og safnaði efni I bók, er hún ætlar að skrifa um land og þjóð. Viking Press I Winnipeg mun gefa bókina út og hefir nú frétzt, að frúin muni verða til- munu hafa verið þar um 20 ur. Fjörðurinn er hins vegar mjqg mjór og \tess vegna óhægt fyrir svo mörg skip að athafna sig. AlLs munu nú vera komin til Siglufjarðar um 16 þúsund mál til bræðslu. Þótt veiðin á ísa- firðinum kunni að minnka eitthvað, þá er talið, að mikil síld sé enn í öðrum fjörðum inn af Djúpi, m. a. Mjóafirði. Hann er þó enn mjórri en ísafjörður skip, bæði með net og botnvörp- og því erfiðara fyrir mörg skip að athafna sig þar. Skip munu þó vafalaust halda áfram að leita síldar vlðs vegar í fjörðum við Djúpið. — Skip er á leið til Akraness að vestan með um 1000 mál síldar til bræðslu þar. Síld f Krísuvík. Síðustu daga hefir mikillar síldar orðið vart i Krlsuvík og á svæðinu þar út af. Bátar frá Grindavík urðu þessarar síldar varir og hafa þeir veitt vel þar síðustu dagana. Gæftir hafa verið mjög slæmar þar um slóð- ir og því erfitt að komast á miðin, þótt veiðin sé góð, þegar þangað er komið. í gær fékk einn bátur frá Grindavík 60 tunnur af slld á Krlsuvík I reknet, en veður var mjög óhagstætt. Tveir aðrir bátar fengú nokkra veiði. Þá fékk einn bátur um 3 smálestir af ýsu á þessum slóðum I drag- nót. Sú síld er þarn^ veiðist er öll fryst til beitu. Eins o£.áður hefir verið skýrt frá hefir mjög mikið vantað á til þess^, að nægur beitusíldar- forði sé til I landinu fyrir vetr- arvertíð. Nú horfir hins vegar ímiklu betur um að næg beltu- 'síld fáist, þrátt fyrir að nokkuð hefir verið brætjt af þvl magni, er,þegar hefir veiðzt, ef veiði bregzt ekki frá því sem nú er útlit fýrirt> andi afgreiðsla féll þó aldrei alveg niður, og aðstoðuðu Gufu- nesstöðin og loftskeytastöðin I Vestmannaeyjum á meðan verið var að slökkva eldinn og koma raftaugum í lag svo að af- greiðsla gæti hafist á ný. Sendirinn var orðinn tuttugu ára gamall. Kom eldurinn upp í honum sjálfum, og er talið, að einangrun hafi bilað í send- inum. Ekki er unnt að segja, hvenær nýr sendir fæst, og mun því jstarfseml loftskeytastöðv- arinnar verða seinvirkari nú um skeið en áður var. ! . búin með handritið um næstu áramót, og má því vænta bók- arinnar snemma á næsta ári. Frú Pratt hefir látið mjög vel af dvöl sinni hér og efni því er hún safnaði meðan hún dvaldi hér á landi. Hefir hún ákveðið að skrifa innan skamms barna- bók frá íslandi, og mun útgáfu- félagið Dodd Mead Company 1 New York gefa þá bók út. Kaldbakur selur í 6. sinn Seldi fyrir 12.009 pund Hinn nýi togari Akureyrar- bæjar, Kaldbakur, sem kom til landsins í vor, hefir nýlega selt afla sinn í Englandi I 6. sinn. Seldi hann að þessu sinni fyrir 12.009 sterlingspund. Hefir skipið þá alls selt afla I sex veiðiferðum fyrir 67084 sterl- ingspund eða 1.750 þús. Islenzk- ar krónur. Frá því dregst auð- vitað kostnaður. Nokkuð af þeim gjaldeyri, sem skipið hefir aflað þjóðinni. hef- ir farið til kaupa á veiðarfær- um og öðrum nauðsynjum %. skipsins, auk tolla og nauðsyn- legra gjalda í Englandi. Er það eins með alla togara, að jafnan fer talsverður hluti af söluverð- inu aldrei úr því landi, þar sem aflinn er seldur. Er þessa getið hér vegna \iess, að þess mis- skilnings gætir allmikið, að söluverð afla togaranna séu hreinar gjaideyrjstekjur. Skipstjórinn á Kaldbak er Sæmundur Auðunsson, ungur og duglegur sjómaður. ,-------------------------------------j T í M I N N Vegna breytinga, sem eru fyrirhugaðar á Tím- anum, mun næsta blað ekki koma út fyrr en eftir miðja næstu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.