Tíminn - 04.11.1947, Síða 1

Tíminn - 04.11.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINBSON ÓTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 3891 off 487S PRKNTSMIÐJAN KDÐA hi. RITSTJÓRAfUURIMfTOTOR: KDDUHÓai, UndMffflta 9 A AFGRETOSLA, INNH35JMTA | OG AUGLÝSINGASKRIPflTOFA: EDDUHÓ8I, UndMfffltU • A í Siml 3888 31. árg. TÍMIM, þriðjudaginn 4. nóv. 1947 203. blað Steinþór Sigurösson, magister bíður bana við Heklu Varð fyrir grjjóti er hrundi úr hraunbrúninni Þaff slys vildi til í fyrradag austur viff Heklu, aff Steinþór Sig- urðsson mag. scient varff fyrir grjótruðningi úr hrauninu og beiff samstundis bana. Slysiff. i Kvæntur Á sunnudaginn var Steinþór Jónasdóttur austur við Heklu. Hafði hann ismanns. farið þangað á föstudag, en með honum voru þeir Árni Stefáns- son bifvélavirki og Einar Pálss.' deildarverkfræðingur. Á laug- ardag fóru þeir upp að Heklu- hrauni, en gistu að Hólum á sunnudagsnótt. Aftur var farið að hrauninu á sunnudaginn upp að hraunfossunum hjá Hesta- vörðu og voru þeir þar meðal annars að taka kvikmyndir. Það var á 5. tímanum, sem slysið vildi til. Steinþói; heitinn var staddur rétt fyrir ofan stærsta hraunfossinn. Var þar hraunjaðar á að gizka 10 til 15 metra hár. Féll glóandi hraun- grýtið öðru hvoru niður úr hraunbrúninni. Varð Steinþór fyrir einum slíkum steini og beið samstundis bana. Leitaff til bæja. Strax eftir að slysið vildi til fór Árni Stefánsson niður að Næfurholti að sækja aðstoðar- menn og sjúkraböru^ en jafn- framt var símað eftir sjúkra- bifreið að Selfossi til að sækja líkið. Var komið með það niður að Næfurholti um eitt leytið á mánudagsnótt, en hingað til bæjarins í gærmorgun.. Steinþór Sigurðsson var fædd ur 11. jan. 1904 i Rvík, sonur Sigurðar Jónssonar skólastjóra og konu hans Önnu Magnús- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1923, en lagði síðan stund á náttúrufræði við Kaupmanna- hafnarháskóla með stjörnu- fræði að aðalgrein, og lauk magisterprófi þaðan 1929. Síð- an hefir Steinþór gegnt marg- hátt’jðum störfum hér heima, m. a. verið kennari bæ£i við Menntaskóla Akureyrar og Menntaskólann í Reykjavík. Skólastjcvi Viðskiptaháskóla ís- lands var hann meðan sá skóli starfaði sem sérstök stofnun. Síðan hefir Steinþór kennt við Verkfræðideild Háskólans. Þá var hann og framkvæmdastjóri og formaður Rannsóknarráðs. Hann lét íþróttamál og ferða- málefni mjög til sín taka, var m. a. varaforseti Ferðafélags ís- lands. Að kvikmyndatöku vann hann hin síðustu ár og tók á- samt Árna Stefánssyni hina merku Heklumynd, sem nú hef- ir verið sýnd og verður sýnd í landfræðifélögum og "öðrum vís- indastofnunum á Norðurlönd- um. Er sú kvikmynd meistara- verk og þrekvirki hið mesta — en heimtaði líka sína fórn í staðinn, því Steinþór var að kvikmyndatöku er slysið vildi til í gær. var Steinþór Auði Jónssonar alþing- Með Steinþóri Sigurðssyni er fallinn í valinn óvenjulega fjöl þættur vísindamaður og starfs- maður á marga lund. Eins og getið er hér að framan voru á- hugamál hans og viðfangsefni mjög mörg og umsvifamikil. hverju máli, er hann lét sig ein- hverju skipta, var hann áhrifa- ríkur og liggur eftir hann merkilegt starf á mörgum svið um þótt starfsárin yrðu svo miklu færri en skyldi. Átta ára telpa bíður bana Var á leið til guðs- þjónustu Síðarihluta dags á Sunnu- dag varð dauðaslys á Seltjarn- arnesveginum. Átta ára gömul stúlka, Guð- finna Thorlacíus Hjálmarsdótt ir, dóttir Hjálmars Jónssonar og 'Þórunnar Thorlacíus að Vega- mótum á Seltjarnarnesi var leið til guðþjónustu í Mýrar- húsaskóla er hún varð fyrir bifreiðinni R-6002. Kastaðist telpan eftir veginum, er bifreið- in rakst á hana og var þegar örend. Þrír menn slasast á Hellisheiðarvegi f fyrrinótt varð bifreiðaslys á Hellisheiðarvegi, skammt frá Lögbergi. Voru tveir menn í bifreiðinni, og hlutu þeir tals- verð meiðsli. Bifreið þessi var hálfkassabíll, og var hún að koma austan úr Árnessýslu. Sprakk barðinn á öðru framhjólinu, og kastaðist bifreiðin út af veginum. Hið meidda fólk var flutt í læknavarðstofuna í Reykjavík, og var gert að sárum þess þar. Yfirlýsing frá sýiiing'anu1 i'iicl Lj ósmy ndar af é- lags íslands. Vegna skrifa í Þjóðviljanum s.l. sunnudag, um tilvonandi ljósmyndasýningu ljósmyndara- félagsins og skipti félagsins og Viðskiptancfndar, vill sýningar- nefndin taka fram eftirfarandi: Við, sem að sýningu þessari stöndum viljum ekki að mál- efni okkar séu á einn eða ann- an hátt notuð í pólitísku skyni, cnda eru umrædd skrif í al- gjörri óþökk okkar. Það er ekki rétt að við höf- um hvorki fengið áheyrn né af- greiðslu hýá Viðskiptanefnd, því við höfum nú þegar fengið lof- orð fyrir gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi, sem reyndar er mjög lítið, og stöndum í samn- ingum við nefndina á frekari úrlausn. Þó erfiðlega blási í bili, treystum við Ijósmyndarar á að úr rætist svo hin fyrirhugaða ljósmyndasýning 100 ára (ekki 50 ára eins og sagt var í Þjóð- viljanum) ljósmyndagerðar á íslandi geti orðið fyrr en síðar. Sýningarnefndin. Stúdentaráðskosningarnar Félag' frjáslyndra stúdcuta vann eltt sæti af koimnúnistum Kosningar til stúdentaráffs fóru fram í Háskólanum 1. þ. m. | Á kjörskrá voru 499 stúdentar, en af þeim voru 12 erlendis. — Atkvæffi greiddu 414 stúdentar og var þátttakan því 89.5%, miff- að viff tölu þeirra, sem staddir voru í landinu. Úrslit kosninganna | urðu mikil sigur fyrir Félag frjálslyndra stúdenta, sem var eina félagið, er jók fylgi sitt hlutfallslega, og vann eitt sæti af komm- únistum. Það hvílir ljómi yfir norsku og dönsku konungsættinni eftir frammistöðu þeirra í þrengingum hernámsáranna. Hér sjást Friðrik Danakonungur og Ingiríður drottning á svölum konungshallarinnar, ásamt Hákoni Noregs- konungi, er kom í heimsókn til frænda sins. Greinargerð um Andakíls- árvirkjunina Frá verkfræðingi rafveitustjórnariimar Eins og skýrt var frá í blaffinu fyrir nokkru síffan er Andakíls- árveitan í þann Veginn aff taka til starfa. Árni Fálsson verkfræff- ingur, er haft hefir umsjá meff verkinu fyrir stjórn virkjunar- innar, hefir látiff Tímanum í té eftirfarandi skýrslu: Um þessar mundir er nýlokið smíði orkuversins við Andakílsá í Borgarfirði og einnig er að mestu lokið háspennuleiðslum frá orkuverinu til Akraness, Borgarness og Hvanneyrar á- samt bæjarkerfum Akraness og Borgarness. Orkuverið er nú þegar tekið til starfa og hefir bæjarkerfið á Akranesi verið tengt við háspennukerfi orku- versins. Fyrst um sinn eru það þó að- eins fá hús á Akranesi er geta hagnýtt sér orkuna, þar eð lögnum innanhúss er skammt á veg komið sakir skorts á efni í leiðslur, tækjum og öðrum raí- búnaði og ber fulla nauðsyn til að vinda bráðan bug að útveg- un efnis og tækja, svo takast megi að nýta orkuverið til fulls. í þessari viku verður bæjarkerfi Borgarness væntanlega tengt við háspennukerfið og loks spennistöð Hvanneyrar, en þá er náð fyrsta áfanga orkudreif- ingar. í hinu nýja orkuveri eru tvær vélasamstæður 2500 hestafla og er því stærð þess 5000 hestöfl eða 3500 kilowött, er svarar að meðaltali til orkumagnsins 1000 watt á hvern íbúa orkusvæðis- j ins. Er það mun ríflegra orku- magn en hér gerizt almennt og skal i því sambandi þess getið, að á orkuveitusvæði Sogsins er orkan um 550 watt og á orku- veitusvæði Laxár liðug 500 watt ,á mann með því vélamagni er bæði fyrrnefnd orkuver nú hafa. Að hestaflatölu er Andakílsá næst stærsta nývirkjun er ráð- izt hefir verið i hér á landi, þar eð Laxárvirkjunin var 2400 hest öfl er hún tók til starfa haustið 1939. Vinna var hafin vorið 1945 og hefir því nú staðið í þrjú sum- ur og að mestu í tvo vetur. Þótt vélar orkuversins séu nú þegar tekiw til starfa er þó verki enn eigi fulllokið, þar sem eftir er að gera nokkur mannvirki til vatnsmiðlunar í ósum Skorra- dalsvatns og verður óhjákvæmi legt að gera þau á sumri kom- andi, þar eð orkuverið lætur eigi fulla orku í té þegar þurrka og frosta kaflar eru fyrr en miðlunarvirkin hafa gerð verið. Þá vantar enn nokk- uð af öryggisbúnaði véla og há- spennulína. Hið virkjaða fall er 51.5 m og eru það svonefndir Anda- kílsárfossar, en það er röð af smáfossum hver upp af öðrum í gljúfrunum er áin fellur um á leiZ sinni niður á láglendið. Efst í gljúfrunum er gerð stífla með inntakaþró, en þaðan ligg ur Járngirt trépípa niður að orkuverinu, um 580, metrar að lengd. Eigendur virkjunarinnar er sameignarfélagið „Andakílsár virkjun" og standa að því þrír aðilar, þ. e. sýslurnar Mýra- og Borgarfjarðarsýsla og Akranes- bær. Stjórn félagsins er skipuð sjö fulltrúum hinna þrifgja aðila, en framkvæmdarstjórn skipa þeir Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, sem er formaður félagsstjórpar og Jón Steingrímsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Verkfræðilegir ráðunautar fé lagsstjórnarinnar eru þeir Jak- og Guðjohnsen og Árni Pálsson verkfræðingur er gert hefir frumdrætti að virkjuninni. Á virkjunarstaðnum hefir „Almenna byggingarfélagið“ staðið fyrir framkvæmdum vatnsvirkja. Bæði vatnsvélar og rafvélar eru smíðaðar í Svíþjóð hjá firmunum Karlstade Mek aniska Eerkstad og ASEA sem bæði eru víðkunn fyrir smíðar sínar. Hafa vélfræðin^gar frá báðum firmum staðið fyrir því að koma vélunum fyrir í orku- verinu. Aðfærsluæðin að orkuverinu, — trépípa girt járngjörðum, sem fyrr getur, — er smíðuð í Svíþjóð hjá Boxholms Aktie- bolaget og hefir sænskur verk- stjóri af hálfu þess firma staðið fyrir verki við að setja pípuna saman á virkjunarstaðnum. (Framhald á 4. síðuj Urslit urðu þessi: Félag frjálslyndra stúdenta (Framsóknarmenn) fékk 57 atkvæði og einn mann kosinn. Fékk í fyrra 32 atkvæði og eng- | an mann. Stúdentafélag lýðræðissinn- | aðra sósíalista (Alþýðuflokkur) fékk 60 atkv. og einn mann | kosinn. Vaka félag lýðræðissinnaðra | stúdenta (Sjálfstæðismenn) fékk 185 atkv. og fimm menn | kosna. Fékk í fyrra 194 atkv. | og fimm menn. Félag róttækra stúdenta (kommúnistar) fékk 106 atkv. og tvo menn kosna. Fékk í fyrra 100 atkv. og þrjá menn kosna. Úrslit þessi sýna vaxandi fylgi miðflokksstefnunnar með- al stúdenta, þar sem Félag frjálslyndra stúdenta er eina félagið, sem eykur fylgi sitt hlutfallslega, en hin félögin ýmis tapa eða rétt standa í stað. Þetta virðist sánna, að hér sé þróunin sú sama og annars staðar, að straumurinn hafi snúist frá öfgaflokkunum. Á lista Félags frjálslyndra stúdenta höfðu verið gerðar út- strikanir á sex seðlum með þeim afleiðingum, að röð tveggja efstu mannanna á list- anum breytist. Fulltrúi Félags frjálslyndra stúdenta í stúd- entaráði var kosinn Páll Hann- esson. stud polyt, sem var annar maður á listanum. Efsti maður listans var Jón Hjaltason stud jur. í stúdentaráði eiga því sæti þessir menn: Frá Félagi frjálslyndra stúd- entá: Páll Hannesson stud. polyt. Frá Stúdentafélagi lýðræðis- sinnaðra sósíalista: Jón P. Emils stud jur. Frá „Vöku“, félagi lýðræðis- sinnaðra stúdenta: Tómas TómaAson stuti jur, Víkingur H. Arnórsson, stud med.; Bragi Guðmundsson, stud polyt., Jónas Gíslason, stud theol., Páll Líndal, stud jur. Frá Félagi róttækra stúdenta: Hjálmar Ólafsson, stud phil., Árni Halldórsson, stud jur. í Félagi frjálslyndra stúdenta ríkir nú mikill eining og áhugi fyrir starfinu á komandi vetri, og munu úrslit þessara kosn- inga efla samtök þeirra í Há- skólanum. Uppgripa síldveiði í Hvalfirði Fjörkippur færist í atvimmlíf verstöðvanna viS Faxaflóa Mikil síldveiffi er nú kominn víffa í Hvalfirffi og hafa nokkrir bátar fengiff þar uppgripa afla. Aflinn hefir verið lagffur upp á Akranesi og er verksmiðjan þar nú tekin að bræffa síld. Hefir fjörkippur komiff í allt athafnalíf á Akranesi og í öffrum ver- stöffvum viff Faxaflóa viff þessa miklu og óvæntu síldveiði í Hvalfirði. Margir bátar hafa stundað reknetaveiðar að undanförnu á Faxaf’óa og nokkrir hafa verið að leita fyrir sér með síldveiði í nætur. Fyrir nokkrum dög- um urðu skip vör mikillar síld- ar i Hvalfirði og er þar nú upp- gripa síldveiði. í kollafirði er einnig nokkur síldveiði. Bátar þeir sem hafa stundað veiðar hafa fengið all góðan afla i reknet, þar til í gær, að afli var lítill, enda hvassviðri og gátu ekki allir bátar vitjað neta sinna af þeim sökum. Þeir bátar sem vitjuðu fengu aðeins 20 til 30 tunnur. í gær var hvasst á miðunum í Faxaflóa og erfið aðstaða til síldveiða. Nokkurt skjól er þó til veiða í Hvalfirði, en þar verður síldar vart víðs vegar í firðinum. Aðallega hefir síldin þó verið veidd út af Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og þar fyrir innan. í firðinum stunda nú all mörg skip veiðar og bráðlega er von á fleirum. Eru 8 bátar að búast á snurpunótaveiðar frá Akranesi, í viðbót við þá sem þegar eru komnir á veiðar. Þá eru bátar frá Keflavík og fleiri verstöðvum Suðurnesja i þann veginn að leggja út á síldveiðar. í fyrradag komu til Akraness 'tveir liátar með Hválfjarðar- síld. Voru það Keilir, sem var með 500 mál og Rifsnes, sem var með 1300 mál. í gærmorgun kom Fagriklettur til Akraness með um 1200 mál úr Hvalfiröi. Verksmiðjan á Akranesi hóf vinnslu í fyrra-morgun og er nú unnif í henni nótt og dag. Nokkrar tafir hafa orðið á vinnslunni, sem orsakast af byrjunarörðugleikum, en þegar verksmiðjan verður kominn i fullan gang, getur hún brætt úr 10—14 hundruð málum á sól- arhring. Frystihúsin á Akranesi hafa tekiö á móti eins miklu af síldinni og þau hafa getað af- kastað, en aðallega hefir hún farið í bræðslu. Mikill fjörkippur hefir nú færzt í atvinnulíf á Akranesí, sem venjulega er dauft yfir um þetta leyti árs. Sömu sögu er að segja úr öðrum verstöðvum við Faxaflóa.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.