Tíminn - 24.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.11.1947, Blaðsíða 5
216. blað TÍMINN, mánudaginn 24. nóv. 1947 5 ERLENT YFIRLIT: jAN MASARYK Vtani'íkf^ráðheiTaim, sem liefla* hloíið Skyldur lýðræðisins þann íléssa &t§ ves*a IsseSi liesiuspekiiigsiF og laeliEssisíaéisr í senn Fyrir nokkru boðuSu ung- herjar kommúnista það á síðu sinni í Þjóðviljanum, að þar myndi íslenzkum les- endum verða fluttur fagnað- arboðskapur stjórnarskrár- innar rússnesku og gerður samanburður við stjórnar- skrá íslands. Á þessu var líka byrjað, en það varð ekki nema byrjunin. í Tímanum birtist þá grein, þar sem lit- iö var nokkru öðruvísi á mál- ið, og var óskað eftir fræði- legum umræðum framvegis. Síðan hefir Þjóðviljinn verið fáorður um hina austrænu stjórnarskrá. En þó að stjórnarskrá Ráð- stjórnarríkjanna sníði per- sónulegu frelsi borgara sinna næsta þröngan stakk og byggi á fullkomnu og ströngu flokkseinræði, má ekki þar fyrir gera lítið úr þeim sigr- um, sem Rússar hafa unnið á sviði verklegra fram- fara. Svipuð var líka reynzl- an í Þýzkalandi Hitlers. — Þess vegna er á vissan hátt skiijanlegt, að trú skapist á einræðið í þeim löndum, þar sem stjórnarfarið er spillt og fjárhagsöngþveiti ríkjandi. Menn kjósa þá að fórna frelsinu til þess að fá sterka stjórn. Reynzlan frá Frakk- landi um þessar mundir gef- ur lýðræðissinnum alveg sér- stakt tilefni til að ihuga þetta. Við íslendinar mælum oft fagurt og stórt um þjóðmenn ingu okkar. Við metum per- sónulegt frelsi mikils og þol- um lítt að taka skipunum og fyrirmælum um það, hvað við skulum hugsa og hvern- ig við skulum álykta. Við höfum viljað trúa því, að við gætum einbeitt okkur að framförum og uppbyggigu, án þess að búa við persónu- lega harðstjórn. Því miður höfum við feng- ið reynslu af því, að stundum er stopult og valt að treysta því, sem forustumennirnir segja, jafnvel þótt á hátíð- legum stundum sé. Við höf- um átt íorystumenn, sem þóttust hafa valið sér það hlutverk, að stjórna einbeit- ingu þjóðarinnar að viðreisn og framfaramálum En einn þurfti þá að nota tækifæri til að afla sér stórgróða, annar áfengisfríðinda o.s.frv. Og undirforingjarnir þóttust svo mega feta í fótspor meist- ara sinna og fylgja dæmi þeirra. Því beyndist áhuginn öllu meira að eyðslu og mun- aði en framfaramálunum og einbeiting þjóðarkraftanna fórst fyrir. Forystan hafði brugöizt. En þarf þetta að ganga svo til lengdar? Lýðræðissinnaðir umbótamenn svara því neit- andi. Og þeir heita á þá al- þýðu, sem enn er ósnortin og óspilt af slæmri tízku ævintýramanna og forrétt- inda fólks að láta ekki leiða sig lengra út í ófæruna, Hér þarf viðnám þeirra manna, sem sjá að þjóðfélagið þrífst ekki án lieiðarlegra og rétt- látra starfsmanna og óska að vera sjálfir í hópi þeirra manna. Tékkóslóvakía hefir verið það land á rússneska áhrifasvæðinu, þar sem ríkt hefir frjálslegast stjórn- arfar til þessa. Margt bendir hins vegar til þess- seinustu vikurnar, að stjórnarfarið-sé smám saman að færast í svipaða átt og í hinum ríkjunum á-■■ áhrifasvæði Rússa. Einkum virðist lögreglan, sem er undir yfirstjórn kommúnista, byrj- uð á „hreinS'iinum“ í Slóvakíu. í Slóvakíu er hörð andstaða gegn kommúnistuifi óg fengu þeir hlut- fallslega mikltl minna fylgi þar en í Bæheimi í seinustu kosningum. Er þetta talíff ein orsök þess, að lögreglan hefir undanfarið talið sig uppgötva ýmis konar samsær- istilraunir í Slóvakíu og margir menn verið fahgelsaðir í sambandi við þær. í seinustu þingkosningum í Tékkóslóvakíu urðu kommúnistar stærsti flokkúr landsins og varð foringi þeirra, Gottwald, forsætis- ráðherra. Safnanlagt fengu lýð- ræðisflokkarnir þó miklu meira fylgi en koihfnúnistar, enda hafa þeir líka fleiri ráðherra í stjórn- inni, sem er samsteypustjórn allra löglegra flokka. Utanríkisráðherra hennar er útanflokkamaður, sem talinn er þó standa flokki Benesar forseta, Þjóðflökknum, mjög nærri. Þessi maöur er Jan Masaryk, sem er einn kunnasti maðurinn í hópi þeirra, er inest hafa komið við alþjóðamál á seinustu árum. Járnsmiður í Bandaríkjunum. Jan Masaryk er 59 ára gamall, sonur Tómasar Masaryks, stofn- anda hins nýja tékkneska ríkis og þjóðhetju Tékka. Móðir hans var af amerískum ? ættum og var hann því sendur til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, rúmlega tvítugur að aldri. Paðir hans hafði þá ekki öðlast þá frægð, sem hann hlaut síðar, og tékteneska ríkið var þá enn ekki til.- Masaryk yngra stóðu því ekki margar dyr opnar, þegar hann hafði lokið náminu vestra, og tók hann þvi-’þann kost að vinna fyrir sér um skeið sem járniðnað- armaður og síðar sem verkstjóri. Masaryk segist hafa hlotið bezta undirbúningu að lífsstarfi sínu í verksmiöjunni,: sem hann vann í vestra, því að -þar hafi hann lært að umgangast fólk úr flestum þjóð- iöndum heimsfhs. Aðstoðarniaður Benesar. Eftir heimköínuna til Austurríkis var Masaryk heyddur til að ganga í austurríska herinn og var þar um skeið. Þegar'tekkneska ríkið komst á fót, gekk Másaryk strax í þjón- ustu utanríkisráðuneytisins og varð aðstoðarmaður Benesar á ýmsum alþjóðaráösté'fnum. Árið 1925 varð hann sendihérra Tékka í London og gegndi því' starfi til ársins 1939, Hvað er Öil okkar alþýðu- menning og hvað eru allar okkar lýðræðislegu hugsjónir, ef við getum ekki sameinast um jafnrétti í launamálum og atvinnúmálum og komið okkur samán um það, að ein- beita þjóðarkröftunum aö sönnum framfaramálum? íslenzka þjóðin er nú mitt í mikilli tilraun, þar sem úr því verður skorið, hvort hægt sé að stjórna á lýðræðisleg- um grundvelli mannréttinda er hann sagði af sér í mótmæla- skyni við afhendingu Sudetahér- aðanna. Hann lét þó ekki gremju sína bitna á Bretum, því að við burtför sína lét hann svo ummælt, að hann ætti ekki aðra ósk betri heiminum til handa en að aörar þjóðir hefðu til að bera sömu mannkosti og brezka þjóðin. Stefna Masaryks. Næstu árin á eftii. fékkst hann við háskólakennslu og erindaflutn- ing í Bandaríkjunum, en þegar Benes myndaði tékknesku útlaga- stjórnina á stríðsárunum varð Masaryk utanríkisráðherra hennar og hefir hann verið utanríkisráð- herra Tékka jafnast. síðan. Hann þykir hafa sýnt lægni og hyggindi í því starfi sínu, og á hánn manna mest þátt í því, að Tékkum hefir tekizt að halda vináttu og virðingu vesturveldanna, þótt þeir hafi í mörgum deilumálum talið hyggi- legra að fylgja Rússum. Masaryk fer ekki dult með það, að hann telur Tékka vestræna þjóð, bæði menningarlega og stjórnarfarslega, en lega landsins sé þannig, að sjálf- stæði þess byggist alltaf að miklu leyti á góðri sambúð við Rússa, því að þar sé helzt styrks að vænta gegn erfðafjöndum Tékka, Þjóð- verjum. Hann telur jafnframt, að Tékkar verði að treysta þyí, að Rússar blandi sér ekki í innan- iandsmál þeirra, ef þeir kappkosta góða sambúð við þá. Fór út af sporinu. Eins og áður segir, hefir Masaryk tekizt furðanlega vel að þræða þann meðalveg að komast hjá beinum árekstrum við annaðhvort stórveldanna, Bandaríkin eða Sovétríkin. Þótt hann hafi oftast við ýmsar atkvæðagreiðslur á al- þjóðaráðstefnum fylgt Rússum að málum, hefir hann gert það með þeim hætti, að Bandaríkjamenn hafa haft fullan skilning á afstöðu hans. Jaínframt hefir hann haldið þannig á málum, að Rússar hafa ekki toftryggt framkomu hans. f eitt skipti hefir það þó hent Mas- aryk að fara út af sporinu í þeim efnum. Það var þegar Bretar og Frakkar boðuðu til Parísarfundar- ins um Marshallstillögurnar. Tékk- neska utanríkismálaráðipieytið skýrði frá því, að Tékkar myndu þiggja boðið, en eftir að Masaryk og Gottvald höfðu farið til Moskvu, var því hafnað af hálýu Tékka. Það sýnir vel, hve Tékkar kapp- kosta að komast hjá því að eiga hlut í deilum stórveldanna, að þeir vildu ekki þiggja sæti í Örygg- isráðinu að þessu sinni, þótt þeim stæði það til boða. Einkum er þó talið að þetta hafi verið ráð Mas- aryks. Nýtur föður síns. Vafalaust er það Masaryk mikill og persónufrelsis, eða hvort frelsið verði notað til skefja- iausrar eyðslu og undan- bragða frá sjálfsögðustu þegjiskyldum, svo að þjóðin í vonleysi sínu hneigist að einræðisstefnum og kúgun og harðstjórn taki við. Ef frjálsir menn viðurkenna ekki skyldur sínar og upp- fylla þær, eru þeir þar með að. grafa gröfina, sem frelsi þeirra verður lagt í innan tíðar. Masaryk við pianóið. styrkur, einkum þó heima fyrir, að hann er sonur þess manns, sem nú er einn mesti þjóðardýrlingur Tékka. En hann á álit sitt líka mannkostum sínum að þakka. Masaryk hefir o£í verið lýst þánnig, að hann sameini heims- mann og heimsspeking í senn, því að hann kann vel að umgangast menn og kemst oft mjög spaklega að orði. Hann er maður mjög söngelskur og er talinn bezti píanó- leikari í hópi þeirra manna, er fást við alþjóðamál. Ilaim gegn minkaekli (Framhald af 3. siðu) þessu svæði, eins og t. d. við Leirvogsá og Köldukvísl. — Af þeim 70 minkum, sem get- ið er um hér að framan, að drepnir hafa verið, voru 40 lagðir að velli á's. 1. ári. Auk þess sem herjað hefir verið á minkana með skotum og grjótkasti, þá hefir og verið gripið til þess ráðs að eitra fyrir þá og auk þess komið fyrir vítisvélum við holur minkanna og híbýli. En það er mál manna, að þrátt fyrir allt þetta sjái tæplega högg á vatni. Er þegar búið að verja úr ríkissjóði 2500 kr. í þetta minkastríð. Þá hefir orðið upp á síð- kastið allmikið vart við villi- minka upp í Borgarfirði, einkum í Eundárreykjadal. — Hafa villiminkarnir þar eink- um tekið sér aðsetur við Reyðarvatn, sem er nokkuð fram af byggðinni, og er þar gnægð af silungi. Einnig hefir þeirra orðið vart meðfram Tunguá og Grímsá. Leikur mikill grunur á, að villimink- ar hafi lagzt á unglömb á s. 1. vori á bæ einum fram- arlega í dalnum. Þá er og því sterkur grun- ur, svo að nærri stappar vissu, að aligæsir hafi orðið villiminkum að bráð á bæ einum neöarlega í dalnum, á bakka Grímsár. Þarna á þessum slóðum hafa villi- minkar hin beztu og ákjósan. legustu lífsskilyrði, — gnægð af fiski í ám og vötnum auk annars veiðiskapar á þurra landinu, og fylgsni eru þarna nóg. Þá hefir og orðið vart við minka í Botnsdal við Hval- fjörð. Guðbrandur ísberg, sýslumaður á Blönduósi, hef- ir skrifað ritstjóra Morgun- blaðsins bréf, sem nýlega britist í blaðinu ásamt bréfi frá honum til landbúnaðar- nefnda Alþingis og land- búnaðarráðuneytisins. Kem- ur það skýrt fram í þessum bréfum Guðbrands sýslu- manns, að þessi plága hefir einnig heimsótt Norðurland og er þar í uppsiglingu. Þjóðvarnarfélagið og Bandarlkin Þjóðsarnarfélagið svo- nefnda reis úr löngum dvalá um fyrri helgi og hélt fund um framkvæmd flugvallar- samningsjös. Svo er að sjá af frásögn blaðanna, að þar hafi verið deilt fast á samn- inginn og framkvæmd hans og Bandaríkjamenn bornir ýmsum ófögrum sökum. A. m. k. er mjög hlakkað yfir þessum fundi í Þjóðviljanum. Hér skal hvorki reynt að mæla flugvallarsamningnum né framkvæmd hans sér- staka bót. Samningurinn er mjög gallaður, enda var illa á málinu haldið af hendi fyrrv. stjórnar. Vel getur framkvæmdinni líka verið eitthvað ábótavant, enda mun sú framkvæmd ekki til, sem ekki má finna að. Og við því er ekkert að segja, þótt það sé gagnrýnt, sem aflaga fer, ef það er gert af hófsemi og sanngirni. Hitt er verra mál, ef hér á að gera úlfalda úr mýflugu og fara að efna til óþarfra æsinga gegn Bandarikjunum. Vafalaust gætir ýtni hjá þeim til að auka áhrif sín og tryggja aðstöðu sína, eins og yfirleitt hjá öðrum stórveld- um. Vafalaust má líka margt að stjórnarháttum og sið- venjum þeirra finna, t. d. ó- hæfilegri misskiptingu auðs- ins og meðferðinni á svert- ingjunfim. En þrátt fyrir þetta má ekki gleyma, því, að þær þjóðir, sem enn njóta þeirrar gæfu að búa við vest- rænt frelsi og lýðræði, eiga það - Bandaríkjunum að þakka. Án Bandaríkjanna myndi nú sama svartnætti ófrelsis og kúgunar grúfa yfir þessum þjóðum og ýmsar þjóðir Austur-Evrópu hafa nú við að búa. Þetta er stað- reynd, sem þeir, er halda fram rétti smáþjóðanna, hljóta að viðurkenna, ef það er þá ekki eitthvað annað en réttur smáþjóðanna, er vakir fyrir þeim. .. Rétti íslendinga né ann- arra smáþjóða verður því ekki betur borgið með ein- hliða æsingum og sam- blástri gegn Bandaríkjunum. Slíkt vei'ður þvert á móti lóð á vog þeirrar stjórnmála- stefnu, sem er rétti smáþjóð- anna hættulegust. Hér skal því síður en svo haldið fram, að fyrir Þjóð- varnarmönnum vaki að efna til æsinga gegn Bandaríkjun- um. En því miður er svo að sjá, að þeir álíti íslenzku sjálfstæði ekki stafa hættu af neinu öðru en flugvallar- samningnum. Slíkt er háska- samlegur misskilningur. Þar kann aö vísu vera fólgin nokkur hætta, en áreiðan- lega ekki sú mesta. Sú hætta er t. d. miklu meiri, að hér starfar undir erlendri stjórn fjölmennur flokkur, sem vinnur að þvf að leggja ís- lenzkt atvinnulíf í rúst. Sjá Þjóðvarnarmennirnir svo illa þessa hættu, að þeir eins og marka starfsemi sína við það, að hún geti orðið liður í þágu þessa flokks? Ef Þjóðvarnar- félagið ætlar ekki að kafna undir nafni, þarf það að sýna hug sinn til fleiri mála en flugvallarsamningsins og þá ekki sízt til hinnar er- lendu flokksstarfscmi hér á landi. Annars er hætt við, að félagsskapurinn verði þjóðvarnarfélag innan gæsa- lappa. X+Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.