Tíminn - 08.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1947, Blaðsíða 5
227. blað TÍMINN, mánudaginn 8. des. 1147 5 Mánud. 8. des. Ræktun landsins Öðru hvoru berast íslenzk- um lesendum fréttir af útgerð annarra þjó'ða á íslandsmið. Samið hefir verið um það, að þýzki flotinn yrði látinn halda sig á íslandsmiðum eða norð- an Rússaveldis, og þá vitan- lega utan hinnar miklu land- helgi þess, en þar er landhelg- in 10 sjómílur. Bretar hafa ráðgert að senda á veiðar glæsilegan flota stórra togara, með frystitækjum og öðrum nauðsynjum til vinnslu og nýtingar aflans innanborðs, — fljótandi verksmiðjur, sem eiga að fylgja fiskigöngunum eftir og vera þeim allsstaðar nálægar, jafnt á landgrunni íslands sem í Grænlandshafi og við Bjarnarey. Enda þótt vér vonum ein- huga, að samfélag þjóðanna unni oss þess sjálfsagða rétt- ar að viðurkenna landamæri íslands utar en landhelgislín- an er nú, þá er þó ekki sýnt, hvernig það ræðst. En þótt sá réttur vor - fáist viður- kenndur, bendir margt til þess, að mjög verði gengið á fiskistofninn i heild á næstu vertíðum. Það væri því hið mesta glapræði, ef þjóðin einblíndi svo á kapphlaup um rányrkj- una á hafinu, að hún gleymdi landinu og ræktun þess. Það ástand, sem nú er og framtíð- arhorfurnar, er einmitt knýj- andi ástæða til þess, að þjóðin reyni aö bjarga sem mestu á land og þoka ræktun landsins áleiðis sem fyrst. Það hafa verið sett lög og gerðar áætlanir um stórfellda og skipulega'framræslu lands og ræktun. Nokkuð hefir ver- ið unnið að útvegun tækja til að vinna þau verk, en öflun þeirra er skammt á veg kom- in og mun gjaldeyrisskortur verða ærin truflun í þeim framförum eins og víðar. En hér er um að ræða nauð- synjamál, sem ekki þolir bið. Það verður að fá til landsins skurðgröfur, jarðýtur, drátt- arvélar o. s. frv., svo að ekki standi á þeim. Viða hafa líka samtök bændanna búið sig undir þau kaup meö því að safna saman og festa það fé, sem áætlað var að kæmi í þeirra hlut að leggja fram til þessara kaupa. Það fé er land- búnaðinum dauður peningur þar til tækin koma. ' En jafnframt því, sem verk- færin koma, verður aö sjá svo um, að vel notist að þeim. Skurðgröfur eru þungar og dýrar í flutningi og þær verða því yfirleitt að grafa í einu, það sem fyrirsjáanlegt er að þær vinni á hverjum stað. Bóndinn veröur því að láta grafa á einu ári aðalskurði í mýri, sem hann verður árum saman að breyta í ræktað land. Bæði er það ódýrast fyrir heildina og auk þess heppilegt fyrir ræktun lands- ins. En hefir bóndinn bol- magn til þess? Þetta er svo mikið mál, aö framtíð íslenzks landbúnað- ar er undir því komin. Þjóð- félagið verður að gæta þess, að bændurnir eigi kost að nota hin nýju tæki. Það verð- ur að flytja þau inn. Og fjár- hagslegan rekstur verður að ERLENT YFIRLIT: Tveir Arabaleiðtogar Muftin af Jenasalean og' aðaSriíari arabíska liandalagsins. í átökum þeim, sem virðast framundan um -skiptingu ’Palest- ínu, munu tveir menn koma sér- staklega við sögu. Annar þeirra er muftinn af Jerúsalem, E1 Hasseini, en hinn er aðalritari arabiska bandalagsins, Azzam Bey. Verður hér á eftir g:etið-. nokkurra helztu œviatriða þessara manna. Leiðtogi Araba í Pelestínu. Muftanum af Jerúsalem, E1 Hasseini, hefir enn einu sinni áður tekist að koma f veg fyrir skipt- ingu Palestínu og er nú að sjá, hvort honum -heppnast að gerá það í annað sinn. Hann er kom- inn af efnaðri, Arabaf jölskyldu í Jerúsalem, var- liðsforingi í her Tyrkja í fyrri heimsstyrjöldinni, en gerðist síðan einn af aðalforustu- mönnum arabisku þjóðernishreyf- ingarinnar. Rétt, eftir fyrri heims- styrjöldina var hann kosinn mufti eða eins konar æðsti prestur Araba í Jerúsalem og hefir hann gegnt þeirri stöðu síðan, þótt löngum hafi hann þurft að dvelja land- flótta. Nokkru síðar var hann kos- inn forseti í stórráði Muhameðs- trúarmanna í ..Palestínu og varð hann þannig í senn trúarlegur og veraldlegur leiötogi Araba þar. Djarflega teflí. Muftinn komst snemma í andstöðu við Breta og strax 1920 dæmdu þeir hann í fimm ára fangélsi fyrir að hafa stutt að óeirðúin. Honum tókst þá að flýja, áðuf en Bretar gátu handtekið hanh. Dómurinn kom því ekki til framkvæmda og ákváðu því Bretar eftir nokkra mánuði að náða muftann.' Náðunin var til- kynnt, ásamt :ýmsum opinberum tilkynningum, að viðstöddum mikl- um mannfjöldá, ög hefir sú saga verið fræg síðair,'að jafnskjótt og náðunin hafði verið lesin upp, var. muftanum lyft upp úr mannþröng- inni og hann borinn í gullstól af félögum sínum um stræti borgar- innar. Þótti þetta sýna, að dular- gerfi hans hefði heppnast vel og að hann væri óraguf við það að tefla djarflega. Skipting Palestínu hindruð. Muftinn settist- nú í embætti sín. aftur, en fljótt tók sambúðin enn að versna milli hans og Breta. Árið 1937 voru Bretar komnir á þá skoöun vegna ■ sívaxandi árekstra Araba og Gyöinga, að umboðs- stjórn þeirra : í Palestínu væri óframkvæmanleg til frambúðar og eina leiðin til lausnar væri að skipta landinu í tvö ríki milli Araba og Gyðinga. Gyðingar féllust fljót- lega á þessa hugmynd, en Arabar gerðu uppreisn uudir forustu muft- ans. Bretar ákváðu þá að taka hann höndunp. en honum tókst að flýja inn á muesterissvæðið, en tryggja. Það verður gert með því að unná’1 bændum sann- gjarns afurðaverðs, veita þeim hagstæð íán til ræktun- arframkvæmda og með bein- um framlögútíi af almannafé til að flýta’ fyrir ræktun landsins. Þess vegna er hækk- un jarðræktárstyrksins orðin óhjákvæmileg nauðsyn, þar sem hann er hlutfallslega miklu lægri nú en hann var fyrir stríðið. Að þessú öllu hefir grund- það hefði vakið jafnt andúð Gyðinga sem Araba, ef Bretar hefðu framkvæmt handtöku þar. Bretar sátu þar um hann í þrjá mánuði, en þá tókst honum að sleppa þaðan. Hafði hann klælt sig sem betlara og vöruðu Bretar sig ekk1 ó því. Muftinn komst þá til Sýrlands og þaðan stjórnaði hann uppreisninni í Palestínu áfram. Hún gekk mjög vel um skeið og náðu þeir ýmsum borgum á vald sitt, m. a. Jerúsalem. Bretar sendu þá fjölmennan her til landsins og brutu uppreisnarmenn á bak aftur. Skæruhernaður og verkföll héldu samt áfram og að lokum sáu Bret- ar þann kost vænstan að lýsa yfir því, að þeir væru hættir við skipt- ingu Palestínu og hefðu ákveðið að takmarka innflutning Gyðinga til landsins í samræmi við óskir Araba. Það mun ekki sízt vera þessi við- ureign við Araba, er gerir Breta nú ófúsa til að sjá um skiptingu Palestínu. Lætur ekki lenda við orðin ein. Síðan þetta gerðist hefir sambúð Breta og Araba í Palestínu verið skapleg, en sættir hafa ekki enn tekizt milli Breta og muftans. Á stríðsárunum dvaldist hann á Ítalíu og í Þýzkalandi og er talið, að hann hafi reynt að torvelda þaðan stríðsrekstur Bandamanna. Eftir stríöslokin komst hann til Egiptalands og hefir hann ýmist dvalið þar eða í Sýrlandi síðan. Það var tilkynnt í Kairo strax eftir að þing sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt skiptingu Palestínu, að kölluð hefði verið saman ráðstefna Arababandalagsins til þess að ræða þessa ákvörðun og yrði muftinn af Jerúsalem þar í forsæti. Telja þeir, sem kunnugir eru, að það sé merki þess, að ekki verði látiö lenda við orðin tóm, en múftanum er þannig lýst, að hann sé manna dulastur og mjög gætinn í orðum, en vinni þeim mun kappsamlegar að áformum sínum. Arabiska bandalagið. Arabiska bandalagið var stofnað í Kairo í marzmánuði 1945 og taka þátt í því sjö Arabaríki, Egiptaland, Irak, Transjordan, Sýrland, Líban- on, Saudi-Arabía og Jemen. Azzam Bay var einn af helztu hvatamönn- um þess, að þetta bandalag var stofnað. Takmark þess er að vinna að aukinni samheldni Arabaríkj- anna, en fram að þessu hefir Pal- estínumálið veriö helzta viðfangs- efni þess. Það hefir fyrir nokkru srðan lagt bann á allar vörur, sem íramleiddar eru af Gyðingum, og að undanförnu hefir það unnið að undirbúningi þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar kunna að reyn- ast til þess að hind.'ia skiptingu Palestínu. Arabisk frelsishetja. Azzam Bey hefir veiið pottur- völlurinn verið lagður með lögum og reglum. En því verð- ur að fylgja eftir með nægum fjárframlögum og réttlátri framkvæmd, svo að hér verði ekki pappírslög ein, stefnu- skrár og áætlanir, í stað já- kvæðra framkvæmda. Þessi mál öll verður aö ræða lið fyrir lið, því að hér má hvergi bresta hlekkur. Það er stórmál fyrir framtíðar- sjálfstæði þj óðarínnar, aö hér sé vel að unnið. Azzam Bey inn og pannan í öllum þessum ráðagerðum. Hann er 45 ára gam- all, ættaður frá Líbyu. Hann inn- ritaðist 18 ára gamall í Lundúna- háskóla og lagði þar stund á lækn- isfræði. Á fyrri heimsstyrja.ldar- árunum gekk hann í her Tyrkja og Þjóðverja og barðist gegn ítölum í Libyu. Hann hlaut kapteinsnafn- bót og ýms heiðursmerki fyrir vask- lega framgöngu og um skeið var hann hernða?>“gur ráðunautur í aðalherstöð Tyrkja í Norður- Afríku. Hann neitaði að gefast upp I með Tyrkjum og Þjóðverjum í stríðslokin, heldur stofnaði ara- biskan her, lýsti yfir sjáUstæði Tripolitaniu og hélt uppi skæru- hernaði gegn ftölum í fjögur ár. Að lokum varð hann að láta undan síga fyrir ofureflinu og fór hann þá til Egiptalands. Þar var h.onum tekið með kostum og kynjurj sem arabiskri frelsishetju og náði hann kosningu til egipzka þingsins árið 1924. Hann var þá yngsti maður þingsins, 31 árs gamall. Aðalleiðtogi Araaabandalagsins. Næstu árin var Azzam Bey einn ákafasti talsmaður aukinnar sam- vinnui mjlli Arabaþjóðanna, en fékk lengi vel daufar undirtektir. Smá saman bar þó áróður hans árangur. Árið 1945 var Araba- bandalagið stofnað, eins og áður segir og Azzarn Bey varð mesti valda maður þess. Azzam Bey er sagöur (Framhalú á 6. síðu) Eyðublöð Fjárhags- ráðs í Tímanum frá 15. nóv. s. 1. birtist greinargerð frá fjár- hagsráði — skýringar á um- sóknum um fjárfestingarleyfi á næsta ári. Segir í þessari greinargerð, aö ótölusetta eyðublaðið „hafi um nokkurt skeið verið hægt að fá hjá skrifstofu fjárhags- ráðs í Reykjavík og umboðs- mönnum ráðsins úti um land“. Hvað Akureyri og Eyja- fjörö snertir hefir þetta eyðu- blað verið ófáanlegt. Fyrsta sending eyðublaðanna barst þangað 28. nóv. s. 1. og þá að- eins 12 stk. af umræddu eyðu- blaði (ótölusettu). Má geta nærri hvað það hrekkur, þar sem á Ak. eru a. m. k. 50—60 ófullgerð hús og í aöliggj andi sveitum ef laust annað eins, auk þeirra bygg- inga, sem menn ætla að byrja á, á næsta ári. Ekki er heldur því aö fagna, að oddvitar út um sveitir hafi fengið eyðublöðin, a. m. k. ekki í Eyjafirði. Þangað hafa þau ekki komið enn. Og svo á að vera búið að koma umsókn- um til Rvíkur fyrir 15. des. Vill ekki Tíminn vera svo góður að koma þeirri fyrir- spurn til fjárhagsráðs, hvað svona greinargerðir eigi að Aumari en Áki í blööum bæjarstjórnar- meirihlutans í Reykjavík hefir að undanförnu gefiff aff lesa næstum daglega harffar ádeilugreinar, þar sem því er haldið fram, aff járnsmiðirn- ir beri ábyrgff á rafmagns- skortinum í Reykjavík um þessar mundir, þar sem verk- fall þeirra hafi komiff í veg fyrir aff hægt væri aff full- ljúka olíukynntu raforku- stöffinni, er undanfariff hefir veriff í smíðum. Þaff skal fullkomlega ját- aff, aff verkfall járnsmiðanna er óafsakanlegt. En hins veg- ar er þaff ekki þeirra sök einna, hve lengi þetta mann- virki hefir tafizt. Samkvæmt þeim loforðum, sem upphaf- lega voru gefin af hálfu raf- magnsstjóra og bæjaryfir- va.ldanna, hefði þessu verki átt aff vera lokiff fyrir meira en ári síðan. En slóffaskapur þeirra sömu aðilja hefir ver- ið slíkur, aff því er ólokiff enn. Þó er þetta ekki þaff versta. Því var upphaflega lýst yfir af hálfu þessara sömu aðila, aff þetta mannvirki myndi alls ekki kosta meira en tæp- ar 8 milj. kr. Vegna þess, hve ódýrt verk þetta átti aff vera og hve fljótt því átti aff vera loki$, var ákveðiff aff ráffast í það, en fresta heldur aukn- ingu Sogsveitunnar. En nú er komiff á daginn, aff þessar áætlanir hafa reynst alveg út í loftiff. Kostnaffurinn viff mannvirki þetta mun þegar orðinn um 20 milj. kr. og á þó vafalaust eftir a.ff aukast enn. Ef þessi vitneskja hefði legið fyrir, hefði vafalaust aldrei veriff aff því ráði horf- iff aff fresta nýju Sogsvirkj- uninni vegna þess fyrirtækis, er reynast mun margfallt dýrara í rekstri. Öllum hefði þá mátt vera Ijóst, hvílíkt óráff þaff var aff fara aff byggja olíurafstöff í landi hins mikla, ónotaffa vatnsafls. Bæjarbúar eiga heimtingu á vitneskju um, hver ber á- byrgff á þeirri dæmalausu óstjórn, sem hér hefir átt sér staff. Hafi áætlunin um stofnkostnaðinn veriff föls- uff, ber vitanlega að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum, sem aff því verki eru valdir. Sé hér um að I kenna stjórnleysi viff fram- kvæmd verksins, þarf einnig að gera þá ábyrga, er slíkt kynnu aff hafa gert. Höfuffsökin í þessu máli, lendir þó vitanlega fyrst og fremst á þeim mönniun, sem gegnt hafa borgarstjóra- starfinu í Reykjavík á þess- um tíma, og áttu aff sjá um, aff hér væri gætt nægilegrar affgætni og eftirlits. Hér lief- ir þeim mistekist svo hrapa- lega, að ekki mun einu sinni vera hægí aff finna aumara dæmi um stjórnarfram- kvæmd hjá Áka. Og þetta er ekkert einstakt hiá stjórn- endum Reykjavíkurbæjar. Svona hefir þaff veriff og svona mun þaff verffa, meffan íhaldið stjórnar bænum. X+Y. þýða og hvort það sé ætlunin að útiloka menn úti á landi frá því aö fullgera þau hús, sem eru í byggingu, eða byrja á nýjum, með því einu að láta eyðublöðin vanta? 1. des. 1947. Gar'ðar Halldórsson Rifkelsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.